Vísir - 20.11.1939, Síða 2

Vísir - 20.11.1939, Síða 2
 TP AOBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Iíristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræli) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. .2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hitaveiían. "þ AÐ má með sanni segja, að ekkert framfaramál liefir gripið jafnt liugi Reykvíkinga og liitaveitan enda er það eitt af þeim fáu málum, sem allir eru sammála um. Jafnvel þeir menn, sem reynt hafa á marg- an máta að tefja málið og spilla fyrir framgangi þess, þykjast nú hafa unnið fyrir það allra frek- ast og þora ekki annað en láta af mótstöðu sinni við málið, til þess að halda hylli almennings. Ijndanfarna frostdaga hefir þetta komið herlega í ljós, og í viðtölum manna í milli hefir hitaveitumálið ávalt borið á góma, og menn hafa kviðið því, að verkinu seinkaði af völdum veðráttunnar. Að vísu var það svo, að nokkuð dró úr fram- kvæmdum vegna frostsins, og fækkað var í vinnunni, eú nú í dag hefir verið fjölgað þar að nýju, og er nú unnið af fullu kappi við götuskurðina. Þegar Höjgaard og Scliultz var faíin framkvæmd hitaveit- unnar var ákveðið að nokkuð af verkinu skyldi unnið án ákvæð- isvinnu, en þar á meðal var lögn leiðslna í götur bæjarins. Nú hefir verkfræðingafélagið boð- ist til þess að taka að sér fram- kvæmd þessa verks í ákvæðis- vinnu, og samkvæmt tilhoði firmans verður kostnaður við framkvæmd þessa þáttar verks- ins 10% lægri en ráð var fyrir gert í upphafi, og nemur sú upphæð um 20 þús. kr. Stöðugt er unnið að horunum að Reykjum og vatnsmagn það, sem úr borholunum kemur, nemur nú um 220 sekúndulítr- um, en þar fyrir utan er hið heita uppsprettuvatn, sem mun nema um 30 lítrum. Þá er unnið af kappi að því erlendis, að húa til pípur í Iagn- irnar, og er fyrsta sendingin væntanleg með skipi, sem hing- að kemur um mánaðamótin. Ef ekkert óvænt kemur fyrir, sem hindrar framkvæmd verks- ins, eru öll líkindi til að því verði lokið á þeim tíma, sem ráð var fyrir gert, þannig að Reykvikingar þurfa ekki að kvíða kolaleysinu á næsta vetri, en alt veltur þetta á því, hvort flutningur til landsins verður ó- teptur eða ekki. Menn hafa mikið um það rætt, að hið heita vatn mætti hagnýta sér á margan hátt, m. a. til framleiðslu margskonar grænmetis. Án efa er það ger- legt, en líkindi eru þó til að slík framleiðsla verði um of kostn- aðarsöm og að almenningur taki því ekki lieita vatnið í sína þjónustu á þessu sviði nema að óverulegu leyti. En Iivernig á að hagnýta sér heita vatnið, t. d. að sumarlagi? Menn hafa komið fram með ýmsar uppástungur í því efni, og lagt meðal annars til að það verði notað til salt- vinslu, og enginn efi er á þvi, að þetta er hægt, og getur gefið góðan árangur, en auk þess eru margir aðrir möguleikar, sem koma í Ijós síðar, en ekki verða metnir til fjár. Hitaveitunni hefir réttilega verið líkt við kolanámu, sem Reykvíkingar geta hagnýtt sér um ókomin ár. Hún er auðs- uppsprettá, sem sparar landinu stórfé og veitir rikuleg þægindi, og framkvæmd verksins verður óbrotgjarn minnisvarði um stórhug og framtak Sjálfslæðis- flokksins, sem leitt hefir þetta jiarfa mál fram til sigurs. Cíuimar Tiioroddsen: Nýmæli í starfsemi Sjálfstæðisflokksins Dettifoss kom með 1050 smál. af vörum. Dettifoss kom hingað í nótt frá New York, með viðkomu í Halifax. Skipið var fullhlaðið matvöru og annari nauðsynja- vöru, samtals 1050 smál. Auk þess voru með því 6 farþegar. Aðalvörutegundir farmsins voru sem hér segir: 250 smál. af sykri, 90 smiál. af kaffi, 300 smál. af hveiti, haframjöli og annari matvöru, 85 smál. af smurningsolíu, 150 „standard- ar“ af timbri o. s. frv. Meðal farþega voru Ólafur Gíslason, Carl Olsen, Árni Páls- son, Magnús Brynjólfsson og Sig. Jónasson. Eimskipafélagið af- salar sér 80 þús. kr. strandferðastyrk. Eimskipafélagið hefir ritað Ólafi Thors atvinnumálaráð- herra eftirfarandi bréf: „Með tilvísun til viðtala fram- kvæmdastjóra vors við liæst- virtan ráðherra viðvikjandi styrk þeim, sem félagið nú hef- ir úr ríkissjóði vegna strand- ferða, leyfum vér oss að taka fram, að með tilliti til hins örð- uga fjárhags rikissjóðs nú sem stendur og hinna alvarlegu til- rauna, sem gerðar munu verða nú á Alþingi til þess að draga svo sem mögulegt er úr útgjöld- ?m ríkissjóðs, mundi félag vort fúslega fallast á, að styrkurinn til strandferða yrði Iækkaður næsta ár um helming. Félagið vill jafnt eftif sem áður halda uppi strandferðum að svo miklu leyti, sem þær geta samrýmst millilandasiglingum, sem nauð- synlegar eru vegna aðdrátta til landsins og útflutnings afurð- anna, enda verði framvegis sem nú undanfarið, samstarf milli rikisstjórnarinnar og fé- lags vors um fyrirkomulag sigl- inga skipa vorra. Að sjálfsögðu treystir félagið ]nrí, að styrkurinn verði að nýju liækkaður þegar í stað, er fjár- hagur ríkisins leyfir og eigi síð- ar en önnur þau útgjöld ríkis- sjóðs, er nauðsynlegust þykja af þeim, er nú eru færð niður. Virðingarfylst H.f. Eimskipafélag íslands (sign.) Eggert Claessen, form. (sign.) Jón Ásbjörnsson ritari. Strandferðastyrkur sá, er fé- lagið nýtur, er 160 þús. kr. á ári og afsalar það sér því þarna 80 þús. kr. Munar marga um minna á svo erfiðum tímum, sem nú eru, en félagið hefir hinsvegar aðeins sýnt þann þegnskap, sem af því mátti vænta. K.F.U.K. Félagskonur, minnist bazars fé- lagsins, sem, ákveðið er að halda þ. 2. des., og væntir basarnefndin góðra og nytsamra hluta frá yður, sem skerf yðar, félaginu til styrkt- ar. Mununum veitt móttaka í húsi K.F.U.M. og K. við Amtmanns- stíg. — Basarnefndin. Gunnar Thoroddsen, lögfræðingur, hefir nú fyrir skömmu látið af störfum sem erindreki Sjálfstæðisflokksins. Hefir hann ferðast um iand- ið árlega í erindum flokksins cg unnið hið besta starf til þess að efla stefnu hans fylgi. „Vísir“ hefir beðið Gunnar um að rita grein fyrir blaðið um útbreiðslustarfsemina og fer hún hér á eftir. Tveggja ára starf. Þegar eg renni huganum yfir flokksstarfsemi sjálfstæðis- manna um tvö síðustu ár, kem eg auga á mörg merkileg ný- mæli, sem sprottið hafa upp á þeSsu timabili og þegar á fyrsta stigi borið mikinn og góðan á- vöxt. Ilin eldri baráttutæki flokksins, blöðin, flokksfélögin o. s. frv., hafa eins og áður unn- ið sitt ómetanlega gagn í þágu hans. En þau mun eg ekki gera að umtalsefni hér, heldur aðeins reyna að draga frarn þær lielstu nýjungar, sem orðið hafa í inn- anflokksstarfseminni um þetta tveggja ára skeið. Félög sjálfstæðiskvenna. Ein merkasta hreyfing, sem upp hefir vaxið innan Sjálf- stæðisflokksins frá stofnun hans, er sjálfstæðiskvenna- hreyfingin, sem hófst i ársbyrj- un 1937. Áður hafði allur þorr- inn af þeim konum, sem fylgdu Sjálfstæðisflokknum að málum, látið litið til sín taka. Allmargar þeirra voru að vísu meðlimir í hinum almennu flokksfélögum. Ýmsar konur víðsvegar um land höfðu einnig lagt fram mikið slarf í þágu flokksins og sýnt lofsverðan áhuga. Nokkra^. konur höfðu gengið 1 fylkingar- brjóst og tekið að sér opinber trúnaðarstörf fyrir flokkinn, átt sæti á Alþingi og í bæjar- stjórn. En um almenna þátt- töku sjálfstæðiskvenna liafði alls ekki verið að ræða. Allur sá mikli fjöldi yngri og eldri kvenna, sem vitað var, að fylgdi Sjálfstæðisflokknum að málum, stóð utan við starfsemina. En um áramótin 1936—37 verða alger straumhvörf. Nokk- urar áliugasamar konur í Reykjavik fá þá hugmynd að slofna sérstakt sjálfstæðis- kvennafélag. Hjá kvenþjóð- inni fékk þessi hugmynd ágæt- an byr, og f jölment félag sjálf- stæðiskvenna var stofnað í Reykjavík 15. febrúar 1937. Hlaut það nafnið „Hvöt“. For- maður þess var kosin frú Guð- rún Jónasson, bæjai’fulltrúi, og hefir hún gegnt því starfi siðan með mikilli prýði og notið sér- stakra vinsælda félagskvenna. Litlu síðar var slofnað Sjálf- slæðiskvennafélagið „Vorboð- inn“ í Hafnarfirði. Þessi tvö fé- lög sýndu von bráðar, hvílíkur styrkur flokknum var að sam- tökum kvenfólksins. — Sjálf- stæðismenn í Hafnarfirði sigr- uðu í Alþingiskosningunum þá um sumarið og unnu þingsætið úr höndum jafnaðarmanna. í bæjarsljórnarkosningunum eft- ir áramótin juku þeir stórlega fylgi sitt. I Reykjavík unnu sjálfstæðismenn hina glæsileg- ustu sigra í báðum þessum kosningum. Þótt margvíslegar orsakir lægju til þessara sigra, þá fullyrði eg, að sjálfstæðis- kvennafélögin í Reykjavík og Hafnarfirði, „Hvöt“ og „Vor- boðinn“, áttu verulegan þátt í þeiin. Um haustið og veturinn 1937 var hafist handa um stofnun sjálfstæðiskvennafélaga í öðr- um kaupstöðum. Þá voru stofn- uð 4 félög, „Eygló“ í Vest- mannaeyjum, „Brynja“ á Isa- firði, „Vörn“ á Akureyri og „Efling“ á Siglufirði. „Hvöt“ hafði forgöngu um stofnun þessara félaga, og varaformað- ur „Hvatar“, frú Guðrún Guð- laugsdóttir, bæjarfulltrúi, sýndi sérstakan áliuga og dugnað með því að ferðast til allra þessara staða og mæta á stofnfundun- um. Með henni fóru til Vest- manneyja Míarta Indriðadóttir og Helga Marteinsdóttir, til ísa- fjaðar Soffia Ólafsdóttir, og til Akureyrar Sigríður Sigurðar- dóttir. Nú eru því starfandi í landinu 6 félög sjálfstæðiskvenna. Þau hafa öll átt því láni að fagna, að fá dugandi konur til forystu. Öll starfa þau af miklu fjöri og liafa lagt sinn ríflega skerf til starfsemi flokksins. Það er von mín og vissa, að þessi starfsemi muni lialda áfram að blómgast og dafna, og að hún verði einn af hyrningarsteinum undir sig- ursæld Sjálfstæðisflokksins á komandi árum. Félög sjálfstæðra verkamanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefir jafnan átt mikið fylgi i verkamannastétt. Þessir verka- menn hafa verið neyddir til inn- göngu í verkalýðsfélög, þar sem kommúnistar og sósíalistar hafa vaðið uppi með ofríki og kúgun. Sjálfstæðisverkamenn- irnir hafa orðið að greiða fé- lagsgjöld, sem að miklu leyti liafa runnið til pólitískrar starf- semi andstæðinganna. Þeir hafa í allsherjarsamtökum verkalýðsins, Alþýðusamband- inu, verið sviftir þeim sjálf- sögðu mannréttindum í lýðræð- islandi, að vera kjörgengir til nokkurra trúnaðarstarfa fyrir sína eigin stétt. Og ofan á þetta ofríki og rangsleitni urðu þeir að horfa upp á, að stéttarfélög- um þeirra væri stjórnað af mönnum, sem voru gersneyddir öllum skilningi á hinum raun- verulegu liagsmunamálum verkamanna, mönnum, sem alt- af einblíndu á tímakaupið, en komu aldrei auga á það grund- vallaratriði, að búa þannig að atvinnulífinu, að það gæti veitt næga vinnu. I ársbyrjun 1938 rísa sjálf- stæðisverkamennirnir upp. Óð- inn, félag sjálfstæðra vei'ka- manna í Reykjavík, er stofnað- ur með 24 meðlimum, en vex á rúmu ári upp í 400 félags- menn. Óðinsmenn ganga fljótt til hinnar fyrstu aflraunar. Þeir taka þátt í stjórnarkosningu í verkamannafél. Dagsbrún og fá á fimta hundrað atkvæði, eða meira atlcvæðamagn en Alþýðu- flokkurinn, sem um öll undan- farin ár hafði ráðið lögum og lofum í verkalýðssamtökunum og drottnað þar með harðri hendi. Hafnfirskir verkamenn fet- uðu brátt 1 fótspor Óðinsmanna og stofnuðu með sér málfunda- félagið Þór. Bæði þessi félög hafa unnið Sjálfstæðisflokkn- GUNNAR THORODDSEN. um stórmikið gagn, með því að treysta og efla fylgi hans meðal reykvískra og liafnfirskra verkamanna. En ennþá var óplægður akirr- inn utan þessara tveggja kaup- staða. Að vísu hafði á einstaka stað, t .d. á Akranesi, verið hafinn undirbúningur um sam- tök sjálfstæðra verkamanna og sjómanna, en víðast hvar lágu mál þessi í þagnargildi. Þess vegna var það um mánaðamót- in sept.—okt., að ungur áhuga- maður úr Hafnarfirði, Her- mann Guðmundsson, tók að sér að liefja nýtt landnám í anda Þórs og Óðins. Lagði hann leið sína fyrst til Keflavíkur, til þess að undirhúa þar félagsstofnun Litlu síðar lióf formaður Óðins, Sigurður Halldórsson, samskon- ar starfsemi, og hafa þeir síðan unnið saman af hinum mesta dugnaði. Þeir hafa ferðast til fimm nágrannakauptúna og til Vestmannaeyja, og stofnað fé- lög sjálfstæðra verkamanna. í Keflavík málfundafélagið Bald- ur, á Alíranesi Njörð, á Stokks- eyri Frey og í Vestmannaeyjum Hedmi. Þessari markverðu starfsemi munu þeir lialda á- fraxn og skipuleggja samtök sjálfstæðisverkamanna um land alt. V erkamannalireyfing s j álf- stæðra verkamanna hefir þegar markað djúp spor í sögu ís- lenskra verkalýðssamtaka og í sögu Sjálfstæðisflokksins. Sá tími nálgast, að ofríki og ein- ræðisbrölti hinna rauðu verka- lýðsforkólfa verði hrundið af stóli. — Sjálfstæðisvei'kamenn munu aldrei framar sætta sig við kúgun og niðurlægingu und- angenginna ára 1 starfi og stefnu verkalýðssamtakanna. Þeir heimta jafnrétti og full- komið lýðræði í skipulagi sinna eigin samtaka. Þeir liafa þegar sýnt mátt sinn og styrk, og þeir munu sigra, því að rétturinn er þeirra megin. Héraðsmót sjálfstæðismanna. Voríð 1938 tók Sjálfstæðis- flokkurinn upp þá nýbreytni, að lialda héraðsmót sjálfstæðis- manna víða um land, venjulega fyrir eina eða tvær sýslur sam- an. Voru þá um sumarið haldin alls 12 héraðsmót. Síðastliðið sumar var þessari starfsemi haldið áfram með svipuðum hætti. Á þessum héraðsmótum liafa mætt forvígismenn flokks- ins, flutt þar erindi um stjórn- málaviðhorfið, og rætt við floklcsmenn um þau mál, sem voru efst á baugi hverju sinni, og um starfsemi og skipulag Sjálfstæðisflokksins. Jafnframt liafa héraðsmótin verið skemti- samkomur. Að þeim hefir yfir- leitt verið afar mikil aðsókn. Þau hafa tekist með afbrigðum vel og náð fyllilega þeim til— gangi sínum, að auka viðkynn- ingu flokksmanna og koma á nánara sambandi milli floltks- stjórnar og kjósenda. Þau eru orðin ómissandi liður í starfi flokksins og mun verða lialdið áfram eftir föngum. Erindreki. Alt frá stofnun Sjálfstæðis- flokksins hafði oft verið rætt, hæði á landsfundum, félags- fundum og í miðstjórn, um nauðsyn þess, að flokkurinn hefði fastan starfsmann, er væri í förum um landið til þess að hitta flokksmenn að máli, hakla fundi, slofna ný félög og treysta sem best skipulag flokksins og samtök. Nokkru eftir Alþingiskosningarnar 1937 kom formaður flokksins, Ólaf- ur Thors, eitt sinn að máli við mig, og ræddum við möguleik- ana á stofnun slíkrar starfsemi. Varð það síðan úr, að eg tæki að mér þetta starf í eitt ár. Lagði eg af stað 9. sept. 1937 í fyrstu reynsluförina, norður í Vestur-Húnavatnssýslu. Ferðað- ist eg um sýsluna i hálfan mán- uð og likaði vel þessi fyrstu kynni af starfinu. Næsta för mín var um Strandasýslu. Fór eg um hana frá Borðeyri og alla leið norður í Ófeigsfjörð. Það var erfiðasta ferðin, er eg fór sem erindreki. Lenti eg þar í fyrstu snjóum og fór gangandi í sex daga frá Steingrímsfirði norður í Ófeigsfjörð, oft móti stormi og hrið yfir djúpa skafla. Ur Ófeigsfirði fór eg gangandi og á skíðum að Melgraseyri við ísafjarðardjúp. Síðan fór eg um hvert kjör- dæmið á fætur öðru. Sumarið næsta um alt Norðurland og nokkuð af Suðurlandsundir- lendinu, Árnes- og Rangár- vallasýslur. Þegar hið fyrsta starfsár var á enda, hafði ekki unnist tími til að komast yfir nema hálft landið, enda er sein- farið, þegar svo víða er við komið og marga menn þarf að hitta að máli. Varð þvi að ráði, að eg gegndi starfi þessu annað ár í viðbót. Á ferðalögum mínum liafa margir fundir verið lialdnir og mörg félög stofnuðý Fann eg að máli trúnaðarmenn flolcksins og raunar marga aðra, ræddi við þá flokksmálin, afstöðu sjálfstæðismanna til helstu þjóðmála, skipulag flokksins, reyndi að kanna fylgið og afla upplýsinga um menn og mál- efrii, og rannsaka orsakir kosningaúrslita í hverju kjör- dæmi og fjölmargt fleira. Um árangurinn af þessu tveggja ára starfi er erfitt að segja. Eg vona, að flokkurinn liafi eitthvert gagn haft af þvi. Sjálfur sé eg eldci eftir þessum tíma. Eg hefi kynst liinni ís- Iensku þjóð, lífskjörum hennar Látið okkur teikna fyrir yður: Aug- lýsingamyndir, umbúð- ir, bókakápur og bréf- hausa. Austurstræti 12. Sími: 4292 og 4878.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.