Vísir - 22.11.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 22.11.1939, Blaðsíða 2
I VÍSIR DAOBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Iíristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Ilveifisgiitu 12 (GengiS inn frá Ingólfsstrœii) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Lýðræði innan stéttarfélaga. OMMÚNISTAR hafa undan- farið setið á rökstólum, og hefir það verið látið lieita svo, að ýms félög verkamanna væru þar að verki, og hygðust að brjótast undan ofurvaldi Al- þýðusambandsins og eignast nýtt samband, þar sem allir væru jafn réttháir. Nú er það að vísu svo, að mjög hefir þótt á það skorta við val manna á hið nýja sam- bandsþing að jafnrétti væri trygt, og mörg af þeim félög- um, sem tilkynt hafa þátttöku sína í hinu upprennandi sam- bandi liafa þegar með því brot- ið einföldustu lýðræðisreglur innan síns félagsskapar, Sem dæmi þessa mætti nefna aðfarirnar i Sveinafélagi múr- ara liér í bænum, þar sem Guð- jón Benediktsson hefir foryst- una, en mætti þó ætla að fult jafnrélti væri trygt þar sem svo háttskrifaður kommúnisti á í hlut. f félagsskap þessum munu vera liðlega eitt hundrað með- limir, en samþykt var að fé- lagið tæki þátt í stofnun sam- bandsins nieð 19 atkv. gegn 7, eftir að 10—20 menn voru gengnir af fundi i mótmæla- skyni og fundurinn í rauninni í fullri upplausn. Það eitt nægði þó ekki að þessi 19 manna kommúnista- klíka réði ein ráðum 105 manna er ákvörðunin var tekin, held- ur varð hún einnig að þver- brjóta félagssamþyktirnar til þess að þvinga fram þessar of- beldisfullu ráðstafanir. Svo var mál með vexti, að inn í félags- samþyktirnar hafði i upphafi slæðst svohljóðandi ákvæði: „Félagið getur hvenær sem er gengið í samband við önnur iðn- aðarfélög, utan lands eða inn- an, þó því aðeins að % félags- manna séu því samþykkir.“ — Þetta ákvæði, sem virðist vera það Ijóst, að það geti tæplega valdið deilum, var túlkað þann- ig, að það „að ganga í sam- band“ og að „stofna samband“ væri tvent ólíkt, og til þess að stofna slíkt samband með öðr- um félögum þyrfti ekki nema samþykt, sem fram næði að ganga með einföldum meiri- hluta á einum fundi. Svipaðar voru aðfarirnar í Sveinafélagi rafvirkja, en þar eru íelagsmenn um 70. Á fundi þeim, sem ákvörðunina tók um það, að félagið skyldi taka þátt í stofnun sambandsins, mættu 25 menn, og fór atkvæða- greiðsla þannig, að 13 greiddu atkvæði með því að félagið tæki þátt í stofnun sambandsins, 10 atkv. voru á móti, en tveir sátu hjá. Þessi tvö dæmi, sem hér hafa verið tilfærð gefa nokkuð glögga hugmynd um starfsað- ferðir kommúnista, lýðræðisást þeirra og jafnréttistilfinningu í þeim félagsskap, sem þeir liafa aðstöðu til að beita sér í. Þessi dæmi sanna einnig hversu frá- leitt það væri að sjálfstæðis- menn innan verkalýðsfélaganna ættu nokkur mök við kommún- ista innan liins nýja sambands jjeirra, og væri það í rauninni að fara úr öskunni i eldinn. — Sjálfstæðismenn liljóta að I standa fast vi<S pá kröfu, að | fylsti réttur sé trygður innan fé- laganna sjálfra, og ennfremur verður að krefjast þess, að menn séu ekki neyddir til að greiða skatta og skyldur til ann- ara stjórnmálaflökka en þeir vilja styðja, en öll likindi eru til að slík misbeiting eigi sér stað innan samtaka hinna kommúnistisku félaga éngu síður en hinna socialistisku. Fari svo, að sjálfstæðismenn fái ekki komið því lil leiðar á Alþingi því er nú situr, að tryggilegri lagasetningu verði á komið um verlcalýðsmálin, hlýtur að reka að því, að þeir stofni eigin verkalýðssamtök, þannig að þeir geti haldið sjálf- ir á sínum hagsmunamálum, eftir því sem ástæða gefst til. Með því móti yrði starfsemi og hagsmunasamtök verkamanna þrískift eftir stjórnmálaflokk- um og af þvi myndi leiða margskyns óhagræði, eii að því eiga sjálfstæðismenn ekki sök- ina heldur ofbeldisflokkarnir tveir, sem þeir hafa undanfar- ið átt í höggi við í viðleitni sinni að vernda hin sjálfsögðustu mannréttindi. Aðalfundur Heimdallar. Aðalfundur „Heimdallar“, fé- lags ungra sjálfstæðismanna, var haldinn í gærkvöldi i Varð- arhúsinu. — Rætt var um þegn- skap og þegnskylduyinnu, i sambandi við frumvarp það, sem nú liggur fyrir Alþingi. Frummælandi var Sigurður Bjarnason stud. jur. frá Vigur, og hélt fróðlegt erindi, og gerði góða grein fyrir því. Auk hans tók til máls Gunnar Thorodd- sen. — Eftirfarandi tillaga var samþykt með öllum greiddum atkvæðum: „Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur hugmyndina um þegn- skylduvinnu ungra manna, Iieppilegt spor til þess að ráða fram úr atvinnuleysi ungra manna, uppeldismálum og að- kallandi verklegum fram- lcvæmdum. Telur félagið frum- varj) það, er nú liggur fyrir Al- þingi um almenna vinnuskóla, stefna í rétta átt, og skorar á Al- þingi að samþykkja það.“ Ný stjórn. Að þessu loknu fór fram stjórnarkosning. Formaður var kjörinn einróma Jóhann Haf- stein cand. jur., með margföldu lófaklappi. Meðstjórnendur: Iv- ar Guðmundsson (endurkos- inn), Jón Halldórsson, Guð- mundur Bl. Guðmundsson og Einar Ingimundarson. I vara- sljórn: Eggert Jónsson, Lúðvig Hjálmtýsson, Lárus Guðbjarts- son og Vilberg Hermannsson. Endurskoðendur voru endur- kosnir Björn Snæbjörnsson og Þórir Kjartansson. Gunnar Thoroddsen lét af formensku félagsins, vegna ýmsra örðug- leika, eftir að vera búinn að vera formaður síðan 1935. Hon- um var þakkað starfið, með því að rísa úr sætum og honum vottað traust með dynjandi lófa- klappi. Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 22.—28. okt. (í svigum tölur næstu viku á und- an) : Hálsbólga 63 (45). Kvefsótt 125 (m). Gigtsótt o (1). Iðra- kvef 25 (26). Kveflungnabólga 4 (4) . Taksótt o (1). Munnangur o (5) . Ristill o (1). Kossageit o (4). Hlaupabóla 3 (1). Heimakoma 1 (1). Mannslát 5 (7). Landlæknis- skrifstofan. (FB.). BókhaldsskylcLan og smáatvinnurekendur, Eftir Halldór Sigíússon skattstjóra. Með bókhaldslögunum nýju, sem öðluðust gildi um síðast- liðin áramót, er atvinnurekendum yfirleitt gert að skyldu að færa bækur sínar eftir reglum tvöfaldrar bókfærslu. Ennfrem- ur eru í Iögunum ýms önnur ákvæði, sem eru til muna strang- ari og í mörgu frábrugðin þeim lagafyrirmælum, sem áður hafa gilt um reikningsfærslu, og bókhaldsskyldan gerð miklu víðtækari heldur en áður var. Brot gegn ákvæðum laganna varða sektum, alt að 1000 kr., og missi atvinnurekstrarleyfis, eða fangelsi ef miklar sakir eru. Skaltstofu Reykjavíkur hefir verið falið að hafa eftirlit með framkvæmd bókhaldslaganna i Reykjavík, í umboði lögreglu- stjóra. Til undirhúnings þessu eftirliti hafa verið send fyrir- spurnaeyðublöð til allra þeirra, sem taldir hafa verið bókhalds- skyldir, og þeir heðnir að gera þannig grein fyrir bókhaldi sínu. Meginþorrinn af skýrslunum hefir nú borist skattstofunni og má eftir alvikum telja, að menn hafi yfirleitt hrugðist vel við og útfylt skýrsluformin eftir þvi sem efni stóðu til. Þó eru þeir allmargir, sem engri greinar- gei-ð hafa skilað, og liggur bein- ast við, að líta á það sem játn- ingu um ófullnægjandi bók- liald, þótt enn liafi engar sér- stakar ráðstafanir verið gerðar í því sambandi. Athugun á hókhaldsskýrslun- um hefir leitt það i ljós, að meirihluti þeirra, sem skýrslur hafa gefið, eða meira en helm- ingur allra bókhaldsskyldra at- vinnurekenda í bænum, hefir eigi enn breylt bókhaldinu i það horf, að ákvæðum laganna sé fullnægt. Má þar greina milli þriggja aðalflokka. í fyrsta lagi eru þeir, sem að vísu færa tvö- falt bókhald, en á ýmsan liátt i ósamræmi við lögin. í öðrum flokknum eru þeir, sem færa meira eða minna fullnægjandi einfalt bókhald. Og í þriðja flokki má telja þá, sem hafa svo lélegt . reikningsliald, að varla getur talist til bókfærslu. í þessu sambandi skal vakin athygli á þvi, að auk annara sekta og viðurlaga, sem bók- haldslögin ákveða, er svo fyrir mælt i 17. gr. laganna, að „reyn- ist bókhaldið eigi lögum þess- um samkvæmt , má ákveða lilutaðeiganda dagsektir, alt að kr. 25,00, uns hann hefir komið því í lag.“ Seklarákvæðum laganna lief- ir hingað til ekki verið beitt og fjölda atvinnurekenda í bænum þannig lilíft við fjárútlátum. Þótti sanngjarnt að mönnum yrði veittur ársfrestur lil þess að koma í kring þeim breyting- um og endurbótum á bókliakl- inu, sem lögin krefjast. En þeir, sem eigi hafa komið bókfærslu sinni í viðunandi horf frá næstu áramótum, mega búast við, að þeim verði sett aðhald í því efni. Undanfarna mánuði liafa mörg fyrirtæki hér í bæ, smá og stór, sótt um margvíslegar undanþágur frá bókhaldslögun- um, ýmist um leyfi til þess að færa einfalt bókhald eða vikja á ýmsan liátt frá ákvæðum um tvöfalda bókfærslu o. s. frv. — IJafa þessi fyrirtæki tilheyrt flestum tegundum framleiðslu, iðnaðar- og verslunarrekstrar í hænum. Margir liafa sótt mál þetta allfast, sumir hverjir talið sig lítt megnuga þess að bera aukinn kostnað, og um ýmsa þeirra vitað, að þeir hafa vand- að til hókfærslu sinnar, þótt hún sé eigi nú að öllu lögum sam- kvæmt, — og finst þeim gæta óþarfa vantrausts eða tortrygni í sinn garð, ineð því að binda þá við bókstaf laganna. Vegna þess að eigi er unt að verða við þessum undanþágubeiðnum nema að litlu leyti, og þá varla nema um stundarsakir, skal gerð nokkur grein fyrir þeirri afstöðu. Aðalerfiðleikarnir, sem und- anþágunum fylgja, eru fólgnir í því að draga talonörkin milli þeirra, sem undanþágu geta lilotið, og liinna, sem synja skal. Mörgum finst eklcert geta verið því til fyrirstöðu, að ýms- um smáum atvinnurekendum og jafnvel einhverjum flokkum fyrirtækja, sem hafa fáþættan rekstur og einföld viðskifti, sé heimilað að færa einfalt bók- hald eða vikja frá lögunum á annan hátt. En þegar einu sinni er gengið nokkuð að ráði inn á þá braut, að veita undanþágu frá lögunum í einhverri mynd, hvort sem er einstökum fyrir- tækjum eða vissum atvinnu- greinum, skapast margskonar fordæmi, sem óteljandi nýir að- ilar, meira og minna skyld fyr- irtæki eða liliðstæðar atvinnu- greinar, geta lialdið sér að. Ef vel á að vera, þyrfti bókhalds- eflirlitið, þ. e. skattstofan, að kynna sér til hlítar og meta i hverju einstöku tilfelli ástæður aðila, og ákveða hvað réttmætt væri eða verjandi í samanburði við aðrar undanþágur og gagn- vart hinum, sem synjað hefði verið. Auk þess mætti eigi lcyfa þeim, sem undanþágur fá, al- veg óbundnar liendur um það, hve langt þeir megi víkja frá ákvæði laganna, heldur yrði oftast að setja hlutaðeigendum bindandi reglur til þess að girða fyrir misnotkun. Þá kemur til greina hve bók- haldsform fyrirtækja hlýtur að vera breytilegt. Atvinnurekend- ur yfirleitt, jafnvel innan sömu atvinnugreinar, haga sjaldan reikningsfærslu sinni að öllu á sama liált, lieldur er formið lagað og sniðið eftir eðli og þörfum livers atvinnurekstrar. En af því leiðir óhjákvæmilega að undanþáguheimildir og þær reglur, sem mönnum eru settar í því sambandi, geta sjaldnast haft alment gildi, heldur verð- ur að miða þær við sérástæður í hvert skifti, eða hjá hverjum einstökum aðila. Myndi slikt vakla miklum glundroða og ó- samræmi í framkvæmd laganna og torvelda alt eftirlit. Þeir alvinnurekendur, sem ennþá færa einfalt bókhald, mega því yfirleitt búast við að þeir komist ekki hjá því að breyta bókhaldinu um næstu áramót. En sá ótti, sem orðið hefir vart við hjá mörgum smá- atvinnurelcendum, um að tvö- falt hókhald verði þeim miklu þyngra í vöfum og kostnaðar- samara heldur en það reikn- ingshald, sem þeir hafa nú, mun oftast vera ástæðulitill, ef rétt er að farið. IJjá öllum þorra smáatvinnurekenda eru . við- skiftin svo fáhreylt, að bók- færslan þarf eklci að vera marg- brotin, hvað sem bókhaldskerf- inu líður. Til þess að geta fært tvöfalt bókhald hjá fleslum smáfyrirtækjum, er það ekki skilyrði að iðnaðarmaðurinn, smásalinn o. s. frv., eða aðstoð- armenn þeirra við reiknings- haldið, læri tvöfalt bókhald yf- irleitt, heldur aðeins fáeinar undirstöðureglur og þær færslu- aðferðir, sem eru nauðsynlegar og viðeigandi hjá hverjum ein- stökum. Hjá flestum liinna smærri fyrirtækja ætti málið að geta orðið viðunanlega leyst á eftir- farandi liátt: Atvinnurekand- inn fær sér til aðstoðar endur- skoðanda eða vanan hókhald- ara lil þess að koma breyting- unni á. Þessi aðstoðarmaður kynnir sér rekstur aðila og bók- íærsluþarfir, ákveður i samráði við hann það reikningsform, sem hæfilegast þykir, og velur hentugar bækur. Aðstoðarmað- urinn (endurskoðandinn) færir allar nauðsynlegar byrjunar- færslur í bókunum og að því loknu bókfærir hann viðskifti fyrirlækisins yfir einhvern á- kveðinn tíma, t. d. fyrir eina viku, eða sýnir á annan hátt með nokkrum innfærslum, hvernig bókfæra skal helstu viðskifti, sem fyrir koma. Þegar hlutaðeigandi liefir þannig fyrir sér þær bækur og það bók- haldsform, sem honum hentar best, alla nauðsynlega reikninga ujipfærða, og auk þess fyrir- mvndir eða sýnishorn af öllum ven j ulegum viðskif tainnf ærsl- um, sem fyrir kunna að koma, ætti fæstum að verða skota- skuld úr því að útfylla reikning- ana áfram í sama formi, enda þótt frábrugðið sé því, sem þeir liafa áður vanist. Til þess að gera mönnum auðveldara fyrir hefir skattstof- an samið þannig um við Félag löggiltra endurskoðenda í Rvík, að vissir menn, sem stjórn fé- lagsins tilnefnir, taka að sér að breyta bókhaldi smáfyrirtækja í löglegt form og kenna mönn- um að hagnýta sér það á þann hátt, sem að framan er lýst, gegn föstu tiltölulega mjög lágu ! gjaldi. Þeir, sem vilja notfæra 1 sér þetta, eru beðnir að snúa sér | til formanns félagsins, hr. I Björns E. Árnasonar endur- j skoðanda, sem veitir frekari upplýsingar. Er þess fastlega vænst að þeir, sem enn færa einfalt bók- hald og ekki hafa gert ráðstaf- anir til breytinga, notfæri sér þegar í stað þá aðstoð, sem þeim stendur bér til boða. Með skírskotun til alls þess, sem að framan greinir, er hér- með skorað á alla þá bókhalds- skylda, sem ekki hafa þegar komið bókfærslu sinni í rétt horf, lögum samkvæmt, að hafa lokið því eigi síðar en um næstu áramót. Grein þessari er einkanlega beint til smáatvinnurekenda og gert ráð fyrir að stærri fyrir- tæki þarfnist siður aðvörunar og leiðbeininga í þessum efnum. En til þeirra verða að sjálf- sögðu eigi gerðar minni kröfur. 21. nóv. 1939 Halldór Sigfússon skattstjóri. Fyrsta þýska flugvél- in yfir London. Þýskri flugvél tókst í gær að komast inn yfir úthverfi Lund- únahorgar en var þá hrakin á brott. Þetta er í fyrsta skifti í styrjöldinni, sem þýsk flugvél kemst inn yfir borgina. Engum sprengikúlum var varpað niður. NRP.—FB. Alþingi. í efri deild Alþingis urðu allsnarpar umræður um breyt- ingartillögu Sigurj. Á. Ólafs- sonar við frumvarp fjárliags- nefndar um skatt- og útsvars- greiðslu af stríðsiáhættuþóknun. 1 frumv. er farið frain á, að stríðsáhættuþóknanir, sem um hefir verið samið af ýmsum fé- lögum hérlendum, skuli að liálfu leyti vera undanþegnar tekjuskatti og tekjuútsvari. Nú flytur Sigurj. Á. Ólafsson breytingartill. við þetta frv., er gcngur í þá átt, að öll stríðs- áhættuþóknun sjómanna verði skattfrjáls. Bernharð Stefánsson lýsti af- slöðu fjárliagsn. lil hrtt. Hann kvað alla vera sammála um áhættu sjómanna og að verða vel við óskum þeirra eftir því sem unt væri. Þetta hefði og hæði ríkisstjórn og fjárhagsn. Alþingis gert, er þau flyttu þetta frv. að fengnu samkomulagi við alla hlutaðeigendur og þ. á. m. sjómennina sjálfa. Hinsvegar taldi hann það varhugavert, að gangast inn á brtt. S. Á. Ó. þar eð undanþágur í þessum sökum gætu liaft ýmsar óþægilegar af- leiðingar i för með sér. Það væru til fleiri áhættustörf sem unnin væru í þjóðfélaginu okk- ar, og ef einum væru gefin sér- stölc hlunnindi, gætu hinir kraf- ist þeii;ia jafnframt og með svijiuðum rétti. Það mætti m. a. minnast á störf lækna og hjúkr- unarfólks á drejisóttartimum. Það hefði aldrei komið til tals, að þetta fólk fengi áhættuþókn- un og því síður undanþágu frá skattgreiðslu. Þetta fólk gerði sína skyldu og legði sig í lífs- hættu án þess að krefjast sér- stakrar aukaþóknunar eða hlunninda. Auk Sigurj. og Bernh. töluðu þeir Brynjólfur Bjarnason og Magnús Jónsson. Kjárninn í ræðu Brynjólfs var á þá leið, að það væri ástæðulaust að standa gegn brtt. um afnám skatts af áhættuþóknun sjómanna, þegar bæði ýms útgerðarfélög og eins vinningar happdrættisins væri skattfrjáls. Þessu svaraði Magnús Jóns- son á þá leið, að hvorki skatt- frelsi happdrættisvinninga né útgerðarfélaga væri liliðstætt skattfrelsi stríðsáhættuþóknun- ar og kæmu þali þessu máli þar af leiðandi ekkert við. Það væri stofnað iil happdrættisins í hagnaðarslcyni fyrir i-íkisstofn- un, og sú tilslökun sem gerð væri á skattgreiðslu Iiappdrætt- isvinninga á því ári sem þeir væru dregnir, væri ekki annað en hvatning til fólks að kaupa miðana. Sama máli væri að gegna með ríkisverslanirnar. Þær væru skattfrjálsar af því að ríkissjóðurinn fengi hvort eð væri allar tekjurnar sem inn Látið okkur teikna fyrir yður: Aug- lýsingamyndir, umbúð- ir, bókakápur og bréf- hausa. Austurstræti 12. Sími: 4292 og 4878.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.