Vísir - 29.11.1939, Page 2

Vísir - 29.11.1939, Page 2
r VÍSI DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377, Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Níð Alþýðublaðsins. AÐ er ákaflega eftirtektar- vert, livað Alþýðublaðinu er uppsigað við „íhaldið“ uni þessar mundir. Yarla líður svo dagur, að blaðið birti ekki svæsnar árásir ýmist á Sjálf- stæðisflokkinn í heild sinni, eða einstaka sjálfstæðismenn. Þetta er því eftirtektarverðara, sem Alþýðublaðið hefir lagt hina mestu áherslu á það, að meðan samstarf haldist milli stjórn- málaflokkanna, eigi allar deilur að liggja niðri. Blaðið hefir gengið svo langt í þeirri „frið- arsókn“ sinni, að það hefir hvað eftir annað fjargviðrast yfir því, að befnt hefir verið á, að styrj- öldin mundi liafa i för með sér óbærilega dýrtíð og margskonar erfiðleika fyrir almenning i landinu. Er þess skemst að minnast, að fyrir nokkrum vik- um réðst blaðið heiftarlega ó Vísi fyrir þetta og taldi að hann færi með „hrakspár“ og „tauga- stríð“, til þess að vekja óánægju með stjórnarsamvinnuna. Blað- ið var svo viðkvæmt fyrir hinni „friðsamlegu einingu“, að það krafðist þess, að þagað væri um yfirvofandi erfiðleika, af því að þjóðstjórn væri í landinu. Það átti að vera til að „spilla sam- vinnunni“, að talað væri upp- liátt um þá erfiðleika, sem fyrir dyrum stæðu! Það er enginn vandi að skýra hinar þrálátu árásir Alþýðu- blaðsins á Sjálfstæðisflokkinn og einstaka sjlfstæðismenn. Þær eru sprottnar af meðvitundinni um það, að innan verkalýðs- samtakanna eru að gerast þau tíðindi, sem Alþýðuflokknum eru síst að skapi. Flokkurinn hafði frá upphafi haft þau tök meðal verkamanna, að liann var farinn að halda að bann hefði, ef svo mætti segja „lifs- tíðarábúð“ á verkalýðssamtök- unum, hvað sem í skærist. Nú finnur Alþýðublaðið það alveg réttilega að ekki er lengur fast undir fæti. Yerkamenn lita ekki lengur á kratabroddana sem „einn af oss“. Þeir menn, sem í upphafi beittust fyrir málefnum verkamanna, fórn- uðu miklu þeirra vegna. Nú er svo komið, að það eru verka- mennirnir, sem fórnirnar verða að færa. Leiðtogarnir eru upp úr því vaxnir, að vera í „þjón- ustu lireyfingarinnar“. Þeir eru orðnir svo miklir menn að þeir vilja hafa lireyfinguna í þjón- ustu sinni. Menn eins og Jón Baldvinsson gerðu hreyfinguna stóra. Hreyfingin hefir aftur gert menn eins og Stefán Jó- hann stóra. Nú gengur öll viðleitni krata- broddanna í þá átt, að halda sem fastast í aðstöðu sína í verkalýðsfélögunum. Þeir mega ekki til þess hugsa, að verka- menn fái að síanda á eigin fót- um. Böksemdirnar eru meðal annars þær, að verkamenn séu svo fátækir, að þeir geti ekki haldið sínu í deilum við at- vinnurekendur. Þessvegna sé um að gera að ríkir menn eins | og Stefán Jóhann ráði fvrir þeim. Verkamenn eru búnir að fá sig fullsadda á þessum rök- j semdum kratabroddanna. Þeir | eru ekkert ginkeyptir fyrir á- 1 framhaldi þess skipulags, sem | gerir þeim að „blýða skilyrðis- | laúst“, hvenær sem fyrirskipun ! kemur frá hærri stöðum. Þeir þykjast finna fult eins vel og hinir ríku foringjar, livar skór- inn kreppir, og trúa því, að sjálfs sé höndin hollust til þess að ráða frain úr erfiðleikunum. Þessvegna krefjast þeir sjálfs- forræðis í félögunum. Um þessar mundir er verið að stofna félög sjálfstæðra verkamanna víðsvegar um land. Alþýðuflokurinn gerir alt sem unt er til þess að sporna við þessum félagsstofnunum, en fær ekki við ráðið. Sjálfstæðis- menn vilja að verkamenn einir séu í verkalýðsfélögunum og ráði málefnum síuum án íhlut- unar þeirra, sem utan við standa. Þetta er sameiginlegur vilji verkamanna allra flokka. Árásir Alþýðublaðsins á sjálf- stæðismenn eru sprottnar af því að Sjálfstæðisflokkurinn hefir tekið upp báráttuna fyrir full- komuu sjálfsforræði verka- manna í félögum sinum. Það er gremjan yfir þvi að vera að tapa fótfestu, sem kemur daglega fram í tilefnislausu níði Alþýðu- blaðsins. a Árshátíð sjálfstæðis- manna i Hafnarfirði. Ársbátið sina ætla sjálfstæð- isfélögin í Hafnarfirði að halda næstkomandi laugardag 2. des- ember. Verður skemtunin með sama sniði og verið hefir und- anfarin ár. Þar verður til skemtunar: Sameiginleg kaffidrykkja, ræðuhöld og söngur yfir borð- um. Meðal ræðumanna verða nokkrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins. Ennfremur mun Brynjólfur Jóhannesson, leik- ari, skemta og ungfrú Bára Sig- urjónsdóttir sýna dans. Loks verður dans stíginn fram eftir nóttu og leikur 4ra manna hljómsveit fyrir dansin- um. Ef að vanda lætur mun árs- liátíðin verða fjölsótt og ættu men að tryggja sér miða í tima. Þeir verða seldir í verslun Ein- ars Þorgilssonar, verslun Berg- þóru Nyborg og hjá Jóni Mat- hiesen. Frá Dagsbrúnar- fundinum í gær. Verkamannafélagið Dags- brún hélt fjölmennan fund í gær og voru til umræðu frv. Bjarna Snæbjömssonar um breytingar á vinnulöggjöfinni og atvinnuleysismálin. Var samþykt einróma áskor- un til Alþingis um að sam- þykkja frumvarpið, sem B. S. ber fram. Auk þess var samþykt áskor- un til bæjarráðs um að hafa 700—800 manns að jafnaði í hítaveitunni og atvinnubóta- vinnunni, en fjölga mönnum vikuna fyrir jól um 200—250, svo að þá verði í þessari vinnu samlals 900—1050 manns. Bazar N emendasambands Kvennaskól- ans í Reykjavík, verSur haldinn sunnudaginn 3. desember. Þeir, sem ætla að styðja Bazarinn með gjöf- um, eru vinsamlega beðnir að af- henda þær sem fyrst. Gjöfum er veitt móttaka hjá Sólveigu Björns- dóttur, co. Verslunin „Dyngja“, Sesselju Sigurðardóttur, co. Versl- unin „Snót“, og hjá Sigríði Briem, Tjarnargötu 28. V ISIR Iförðiir Hjarxiason arkitekl: Heimssýningin mikla í New York [1939. 5 ^iuiigiii' Norðsirlandaþjóðaiina í grein, sem birtist í Vísi fyrir nokkuru, gerði eg grein fyrir ýmsum almennum staðreyndum í sambandi við heimssýning- una í New York, en kem nú stuttlega að nokkurum atriðum í sambandi við sýningarskála Norðurlandaþjóðanna. Leiðsögumaður minn um sýningarsvæðið var Haukur Snorrason, hinn ötuli og áliuga- sami fulltrúi Vilhjálms Þór, forstjóra íslensku sýningarinn- ar. — Við höguðum ferðinni þann- ig, að fyrst heimsótlum við skála Norðurlandaþjóðanna, og fór eg siðast til skála íslands, því mér þótti gaman að vera búinn að fá nokkurn saman- burð þegar þangað kæmi. * Sýningarskáli Dana. Sambandsþjóðin varð fyrst í röðinni, eftir að við höfðum gengið framhjá nokkrum liinna glæsilegustu skála stórþjóð- anna, og stendur skáli Dana, á- samt skálum Norðmanna, Finna og Islendinga, út frá liöll Bandaríkjanna. Eg varð fyrir lalsverðum vonbrigðum af sýningu Dana, enda hafa þeir sjálfir verið íre'mur fálátir i blöðum sínum um sýningu þessa. Skálinn er tveggja hæða bygging, og á neðri hæðinni er svipað um að litast og gengið væri gegn um vörudeild í Maga- sin du Nord í Kaupmannahöfn. Sýningarsalurinn er hlaðinn vörum — mestmegnis frá hin- um veraldarfræga silfursmið Georg Jensen, og ennfremur með skrautgripum frá tveim þektustu poslulínsverksmiðjum Dana. A. m. k. rekur meður augun í fátt annað þegar inn er komið. Svo óheppilega vill til, að á 5th Avenue í New York er út- sala á silfri Georg Jensen — ein af tilkomumestu vörusýningum veraldarinnar af því tagi, og er því ekkert nýnæmi að sjá þessa gripi — ekki síst vegna þess, að sýningin i 5th Avenue er ólíkt betri. Hvað postulíninu viðvíkur, þá hittist svo á með það, að Ame- rikumenn hafa mjög litla á- nægju af postulínsskrauti, og mun þessi sýning því ekki falla í góðan jarðveg, enda þótt grip- irnir sé gerðir af fyrsta flokks listamönnum. í einu úthorni sýningarinnar er tafla, þar sem hrúgað er upp talnaröðum viðvíkjandi danskri framleiðslu og menningu, en svo mikið er þar sett á einn flöt, að áhorfandinn leggur ekki út í að fræðast af þessari skýrslu, og telur hinum takmarkaða tima hetur varið, því nóg er að sjá annarstaðar. Á efri hæð skálans.eru sýnd barnaleikföng eftir þektan danskan listamann, en að öðru leyti er salurinn uppi notaður sem veitingahús, og er þar framreiddur danskur matur, sem hefir ekki orðið minst frægur vegna þess, live dýrt liann er seldur þar, og má geta þess, að bauti með lauk kostar þar 2% dollara, eða rúmar 16 krónur eftir íslensku gengi! Skáli Finna. Finski sýningarskálinn liggur rétt við hinii danska, og mun vera einn af eftirtektarverðustu skálum smáþjóðanna. Ifefir liann verið kallaður „symfonia í tré“, sem er bygt á því, að Finnar leggja höfuð- áherslu á að sýna timburút- flutning sinn. Skálinn er allur klæddur innan ýmsum viðar- tegundum á mjög listrænan liátt. Sýna þeir meðal annars liúsgögn, skíði og margskonar húsainnréttingar úr tré, auk þess sem aðrir atvinnuvegir eru nokkuð auglýstir á glöggan liátt. Mikið ber á listaverkum í skála Finna, og má þar nefna mjög eftirtektarverða högg- mynd af Jean Sibelius, og er þar hjálagt frumrit einnar af tónsmíðum hans. Skáli Norðmanna. Norski skálinn liggur and- spænis danska og finska skálan- um, en sama megin og sá is- lenski. Það, sem íslendingurinn fyrst rekur augun i, við heimsóknina í þann skála, er stór Bronce- stytta við aðalinnganginn, sem á að tákna Ólaf konung Tryggvason, en áletrunin á fót- stallinn er þessi „Konungur vor Ólafur Tryggvason, sá er sendi Leif Eiríksson til Vín- lands“(!) Skálinn er annars að flestu leyti smekklega gerður, en þó er það aðfinsluvert, að of mikið er um vörusýningar, svipað því, sem er í danska skálanum. Það, sem einkum vekur at- hygli manna, er salur einn, sem er eftirlíking af liafsbotni. Á- horfandinn sér þorskalíkön í fullri stærð synda yfir höfði sér, og er það mjög eðlilega úr garði gert. Á yfirborði sjávarins eru fiskibátar við veiðar. En jafnvel á þessum stað geta þeir ekki stilt sig um að sýna afurðir sínar, því þarna á mararbotni er sölubúð með alls- konar niðursuðuvörum úr fiski. í þeim sal norsku sýningar- innar, þar sem upp eru talin helstu stórmenni Noregs fyrr og síðar, er Leifs Eiríkssonar enn getið sem hins „norska vikings“. íslendingum, sem sjá sýningu þessa, finst þessi fram- koma frændþjóðarinnar harla óviðfeldin, og væri full ástæða til þess að hlutaðeigandi stjórn- Mynd þessi sýnir höll Bandaríkjanna, en út frá henni beggja vegna eru nokkurir af sýningarskál- um smáþjóðanna, þar á meðal skálar Norðurlanda- þjóðanna. arvöld hér létu málið til sín taka, og þótt fyr hefði verið. Sýning Svía. Sænska sýningin liggur í nokkurri fjarlægð frá skálum hinna Norðurlandaþjóðanna, og er hún sjálfsagt hin fjölsóttasta norrænu sýninguna. Yfir sýningu Svía er léttur og lipur blær, og leggja þeir á- herslu á að kynna land sitt sem ferðamannaland. Helstu at- vinnuvegir eru þar ennfremur sýndir, svo sem skógarhögg og timburframleiðsla og mikið af listiðnaði. Á sýningunni eru þó einstaka smekkleysur, og má þar nefna myndasýningu af þingmönnum sænska ríkisins, þar sem liver mynd er í fullri líkamsstærð eða þar um bil. Veitingaskáli Svía var fjöl- sóttastur allra veitingaskála sýningarinnar, og Svíar munu aldrei bafa náð jafnmikilli full- komnun í „smörgás“-fram- leiðslu eins og þarna, og er þó smurða brauðið sænska vel þekt. Hvert sæti vaí’ þar skipað alla daga, sem opið var. Sýningarskáli Islands. Eftir að liafa séð þessa skála nágrannaþjóða okkar, varð eg mjög forvitinn að sjá skála landa minna. Við aðalinngang íslenska skálans stendur hin tigulega slytta Leifs Eirikssonar, og er það samskonar mynd og stend- ur hér á Skólavörðuholti. Við annan inngang skálans er mynd Einars Jónssonar af Þor- finni Ivarlsefni. Um islenska skálann þarf ekki að fjölyrða hér, því hon- um hefir verið lýst svo rækilega í blöðum og útvarpi. En það var skemst frá að segja, að eftir að eg liafði séð skála hinna Norðurlandaþjóð- anna, þurfti eg síður en svo að fyrirverða mig fyrir hina ís- lensku sýningu. Veggirnir í skálanum voru dökkir að lit, og var það einkar vel til fallið og óvenjulegt, þvi þegar maður kom inn í slcálann úr hitasvækjunni úti, var þar svalt. Inni í sjálfum veggjunum var fyrir komið í upplýstum hólfum myndalíkönum af þvi helsta í atvinnulífi þjóðarinnar, og má þar nefna íslenskan sveitabæ, fjárhóp, garðyrkju- stöð, nýtísku mjólkurbú, togara að veiðum, smábátaveiðar o. s. frv. Við hliðina á myndum þess- um var á hæfilega áberandi hátt komið fyrir tölum úr út- flutningi landsmanna á ýmsum afurðum. En um þreytandi vörusýningu var ekki að ræða. Var því hvíld að koma í skála íslands úr skálum Norðmanna, Dana og Svía, sem hlaðnir voru vörum. íslenska sýningarnefndin hef- ir unnið glæsilegt slarf með sýningunni, og haldið vel á litl- um efnum, enda fékk sýning okkar hina bestu dóma í Banda- rikjunum. Það er furðulegt liversu ís- lensk blöð hafa verið fáorð um sýninguna, sem er hið mesta á- tak vort í þágu kynningar á ís- lensku þjóðlífi og atvinnuhátt- um. Gildi íslensku sýningarinnar fyrir kynningu á landinu hefir verið mjög mikið. Ameríku- menn voru að heita má alls ó- fróðir um ísland og tilfæri eg hér litla sögu af einni heimsókn í skálann, sem er nokkuð tákn- andi í þessu sambandi. Maður kom inn í skálann með ungan son sinn. Gengu þeir í gegnum sýninguna — en alt í einu byrjar drengurinn að liá- gráta, svo undir telcur, og hróp- ar: „But, father, you promis- ed me to see Eskimoes“.* Maðurinn flýtti sér skömm- ustulegur skemstu leið buFti( með drenginn, og höfðu nú báð- ir nokkuð lært. * Sýning okkar var einföld en listræn, og var þannig gerð, að aldrei var ofhlaðið, og áhorf- andin nnenti að slcoða þar hveírn hlut, og lærði þannig fyrirhafn- arlítið margt um land og þjóð. HÁSKÓLAFYJtlRLESTUR UM ALGIER. Hr. Voillery, ræðismaður Frakklands, flutti annan fyrir- lestur sinn um Frakkland hand- an hafsins í gærkveldi. Fyrirlesturinn fjallaði um AI- gier og var sýnt mikið af mynd- um efninu til skýringar. Var liann fjörlegur og skemtilega fluttur eins og sá fyrri og prýði- lega sóttur. Lífið (ársrit), útgefandi og ritstjóri Jóiiannes Birkiland. Fjórði árg. (1939) er ný- lega útkominn og kostar 10 krónur. Er það ekki mikið verð, miðað við stærð ritsins og útgáfukostnað nú. Efnið er fjölbreytt og höfundar margir — af ýmsum stéttum og flokkum. Meðal efnis þess, sem rit- ið flytur, má nefna: „Eiga íslend- ingar að nema land sitt sjálfir ?“ — „Byggingarmál sveitanna". — „I grjótgarðaríki“. — „Islensk þjóð- stjórn, alþjóðamálin. o. fl.“ — „Steinarnir tala.“ — „Mannvélin.“ — „Um efnið.“ — „Tveir merkir skólamenn." — „Ur sögu Habs- borgara." — „Leitin.“ — „Lloyd George." — „Alexander mikli.“ — „Afengisneysla og umferðaslys.“ — „Heimaleikfimi og hollar venjur.“ — „Múgvitfirringarnar þrjár“, og margt, margt fleira. Menn ættu að kaupa ritið og lesa. Ritstjórinn er áhugasamur maður og vill gera rit sitt hið besta úr garði. * En pabbi! Þú lofaðir að sýna mér Eskimóa. I*] I* II111 fluttil’ í Kirkjnhvol Lárus Oskarsson & Co.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.