Vísir - 04.12.1939, Blaðsíða 1

Vísir - 04.12.1939, Blaðsíða 1
Ritstjóri: KRÍSTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Ri; tstjórnarskrifstofur: Féiagsprentsmiðjan (3. hæð). 29. ár. Reykjavík, mánudaginn 4. desember 1939. Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 280. tbl. BRESK LOFTÁRÁS Á HELGOLAND. Þýskt beitiskip eyðilagt og önnur talin skemdL — Fimm kafbátum sökt fyrir Þjóðverjum nýlega. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. amkvæmt tilkynningu breska flotamálaráðu- neytisins og öðrum fregnum hafa Þjóðverjar orðið fyrir miklu herskipatjóni að undan- förnu. I fyrsta lagi hafa Bretar gert loftárás á Helgo- land og gekk hún Bretum mjög að óskum, því að þeir gátu valdið Þjóðverjum miklu tjóni, en flugvélarnar komust heim aftur heilu og höldnu, — en í öðru lagi hefir Bretum orðið sérstaklega vel ágengt í baráttunni við kafbátana undangengna daga. Tilkynning var birt í morgun um loftárásina á Helgo- land, þar sem Þjóðverjar hafa herskipalægi og flug- höfn. Margar, stórar sprengjuflugvélar tóku þátt í loft- árásinni, sem virðist hafa komið Þjóðverjum allmjög á óvænt. Við Helgoland voru tvö þýsk beitiskip og nokkrir kafbátar. Flugmennirnir vörpuðu sprengikúl- um á herskipin og tókst að varpa sprengikúlu beint niður á annað beitiskipið og telja þeir það eyðlagt. Ennfremur telja þeir sterkar líkur til, að þeir hafi hæft önnur herskip. Skotið var af loftvarnabyssum en ekki er getið um, að bresku flugvélarnar hafi orðið fyrir tjóni. Ein þýsk flugvél, sem réðist til atlögu á þær var skotin niður. (Helgoland er eyja í Nörðursjó, 45 mílur frá minni Elbu. iHelgoland er um 130 ekrur lands að flatarmáli. Bretar sem fengu éyjuna af Dönum 1807 létu hana af hendi við Þýskaland með samningi 1890. Hefir eyjan verið ramlega víggirt og má heita að hún væi’i eitt vígi, en það var eitt ákvæði Versalasamn- inganna, að allar víggirðingar á eyjunni skyldi teknar burtu og var það gert. En eftir að nazistar fóru að vígbúast á ný var liafist handa um endurvíggirðingar á Hélgolandi). Bresk herskip hafa nýlega ráðið niðurlögum þriggja kafbáta. Réðust breskar eftirlitsflugvélar á þýskan kafbát á Norðursjó í gær og söktu honuin, en breskt herskip sökti kafbát við strendur Bretlands laust fyrir helgina og þriðja kafbátnum var nýlega sökt. Þá hefir togari frá Grimsby sökt tveimur kafbátum við austurströnd Bretlands. teíur deiiu fiuna 09 Rússðti! meflterOar. Káð þc§§ Og: þiug: koma saiuau n. k. laugardag:. EINKASKEYTI frá United Press. Finska stjórnin hefir skotið deilu Finnlands og Rússlands til Þjóðabandalagsins, með skírskotun til 11. og 15. greina sáttmála þess. Fór stjórnin fram á, að ráð og þing bandalagsins væri kallað saman og hefir það verið gert, og hefjast fundahöld í Genf næstkom- andi laugardag og halda áfram á mánudag. Það verður að svo stöddu ekki sagt hvað Þjóðabandalagið telur sig geta gert fyi’ir Finna, en samúðin með Finnlandi er ákaflega stei'k og ef vissa væri fyrir því, að Bandaríkin tæki fyrir sitt lejdi svipaða stefnu, til þess að aðstoða Finna, er búist við, að bandalagið verði ekki hikandi. Finnar gera sér a. nx. k. vonir urn siðferðilegan stuðning Þjóðabandalagsþjóðanna og Bandaríkjamanna og ef til vill meira. Finnar svara orðsendingu Roosevelts. Roosevelt forseti seiidi sem kunnugt er orðsendingu til ráð- stjói’narinnar og finsku stjórn- arinnar og óskaði eftir því, að þær hvor um sig lofuðu að ekki yrði gerðar loftárásir á óvíggirt- ar borgir. Þessai’i malaleitan svaraði Molotov svo, að Rúss- ar hefði ekki gert og myndi ekki gera slíkt, en Rússar hafa verið ásakanir fyrir hrottalegar loft- árásir á Helsingfors og fleiri fiixskar borgir. Ennfremur fyrir að liafa skotið á flóttamenn af flugvélabyssunx. Hefir ameriski sendiherrann í Helsingfors stað- fest, að loftárásir hafi verið gerðar á óviggirta staði og liafi liann sjálfur vexáð vitni að. Finnar iiafa svarað fyrii’- spurninni svo, að þeir muni ekki undir neinum kringum- stæðurn gera loftárásir á óvig- girta staði eða almenning, að því tilskildu, að andstæðingani- ii gæti þess stranglega, að fylgja sönxu reglum. Geri þeir það ekki, áskilja Finnar sér frjáls- ar lxendur. Stalin ákvað innrásina í Finnland í ágúst. Stjói’nmálafréttaritarar Lund- unablaðanna fullyi’ða, að Stalin bafi ákveðið innrásina i Finn- land þegar samkomulagsum- leitanir Breta, Frakka og Rxxssa fóru út um þúfur. Hafa koniið fram njjar og nxjög athyglis- verðar upplýsingar, sem sýna, að Rxissar vildu fá Breta og Frakka til þess að leggja að Finnum a'o fá flota og flughafn- ir, en þessu neituðu Bretar og Frakkar algerlega. Þeir vildu ekki skei’ða réttindi og hags- muni Finna, frekara en annara smáþjóða, segja bresku blöðin, en til þess að ná samningum við Rússa félst Ilitler á, að láta það afskiftalaust, að Rússar kúguðu smáþjóðirnar við Eysti-asalt til þess að verða við kröfum þeirra. Nýja stjórriin í Finnlandi. Paasikiivi, annar aðalsamn- ingamaður Finna i Moskva, á sæti í nýju stjórninni, en hefir ekki umráð yfir sérstakri stjórnardeild. Finska stjórnin hefir nú snúið sér til ráðstjórn- arinnar fyrir milligöngu sænska sendiherrans í Moskva, með það fyrir augunx, að gera tilraun til þess að samkomulagsumleitan- ir verði teknar xxpp á ný. Alveg er enn óvíst um áraixgurinn af því. Óttast margir, að Rússar nxxini aðeins vilja senxja við Kuusinen-stjórnina, sem ræður yfir nokkurra ferh. mílna svæði í „aleyðu“ fyrir fi’aixxaxx aðal- víglínu Finna. Norðmenn, Svíar og Baixda- rkjamenn, sem búsettir eru í Ilelsingfors, eru íxú farnir það- an og cr læplega einn þriðji liluti íbúanna eftir í borginni. Slökkviliðið var í gær kl. 2.47 kvatt inn að Laugavegi 53. HafÖi þar kviknaÖ i rusli á gólfi í niiðstöðvarklefa. Skenxdir urðu sama og engar. TUNDURDUFLAHERNAÐURINN. ÞEGAR TERUKUNI MARU FÓRST. Enn farast skip daglega á tundurdufluin, exx þó liefir heldur dregið úr skipatjóni af jxessum sökunx seinustu dægur. Bæði nxun mikið af tundurduflum lxafa slitnað upp í ofviðrunum að und- anförnu og rekið af siglingaleiðununi og svo er slætt af kappi miklu. — Myndin sýnir, er jap- anska línuskipið Terukuni Maru fórst við Bi’etland skömmu eftir að Þjóðverjar fóru að leggja segulmögnuðu tundurduflunxmi. Japanir hafa áskilið sér allan rétt, þegar fylstu upplýsingar erlx fyrir hendi i málinu. Rússar íaka eyjar og sker í Kyrjálabofni. Einkaskevti frá United Press. - Kaupmannahöfn í morgun. Fi-egnir, sem bárust frá Helsingfors í moi’gun kl. 9 herma, að engin loftárás hafi átt sér stað í gær eða nótt. Miklar fann- koxxxur eru í Finnlandi og gei'a hernaðarlegar aðgerðir ei’fiðar vfirleitt og mun það einnig vera vegna snjókomunnai', að rúss- neskir flugmenn hafa ekki verið á ferðinni. Mikill f jöldi verkamanna í Helsingfors vinnur að því að ganga frá nýjum loftvarnabyi’gjum, en brottflutningi fólksins frá borginni er haldið áfram. Þjóðverjar, búsettir í Helsingfors, lögðu af stað þaðan í morg- un á þýsku eimskipi. Ríkisstjórnin hefir lýst yfir því að hún muni ekki hverfa frá Helsingfors fyrr en í síðustu lög. Erkko, fyrrverandi utanríkisnxálaráðherra, mun að líkindum fara til Stokkhólms á morgun, en ekki hefir verið látið uppi um erindi hans opinbexlega, en heyrst hefir að hann verði settur sendiherra. Rússar hafa fengið mikinn liðsafla og er búist við öflugunx álilaupunx af hálfu þeirra á öllum vígstöðvum í dag, líka á \ Petsamo-vígstöðvunum nyrst í Finnlandi, en Finnar náðu Pet- ! samo úr höndunx Rússa í fyrrinótt og- tóku þar fanga í hundr- aðatali. 1 seinustu hei'naðartilkynningu Rússa segir, að rauði flotinn hafi tekið Hágland, Lavansari, Seiskaiá og Tyreskár í Finska flóa. Á öllunx vígstöðvum sækja Rússar fram, segir í tilkynning- um þeirra. Á Kyrjálanesi hafa þeir sótt fram 30—40 km. Bretar, Frakkar 09 Þjöðverjar keppa um rnarkað í Jugoslavíu. Einkaskeyti frá United Press. - Kaupmannalxöfn í morgun. Frá Belgrad koma nú þær fregnir, að Bretar, Frakkar og Þjóðverjar heyji þar harða bar- áttu, — um utanríkisverslun Jugoslava. Skrifstofustjóri fx-anska versl- unai’málaráðuneytisins, Lou- riac, seni er foi’maður sainn- inganefndar Frakka hefir látið svo um mælt í viðtali að bnáð- lega muni verða undirritaðir samningar, sem muni vei’ða Þjóðverjum til tjóns, en þeir hafa hingað til notið hinna mestu vildarkjara í verslun sinni við Jugoslava. Sem dæmi um það, hversu góðra kjara Þjóðverjar liafa notið, má gela þess, að þýsk fyrirtæki liafa haft leyfi til þess að rækta bómull í Jugoslavíu og flytja hana til Þýskalands, en flylja inn í staðinn fullgerðar iðnaðarvörur. Dýraverndarinn, 7- tbl. 25. árs, er nýkominn út. í ]xessu hefti er þetta efni: Hreiji- dýr á Islandi, „Bágt er aÖ heyra ....“, Útigöngufé, Lúpa, Verö- launakepni, Vökudraúmsýn í skammdeginu og srnælki. í næsta thl. Dýraverndarans verður sagt frá merkilegri tilraun Matthíasar lækn- is Eiarssonar um hreinkálfaldi. VÍ8IR EYKUfi ERLEND SKEYTAKAUP © Sakir viðburðanna á meg- inlandi Evrópu og einkunx með tilliti til árásar Rússa á Finna, hefir Vísir ákveðið að fá fiamvegis aukin erlend íréttaskeyti. Hefir skrifstofa United Press í Kaupmanna- höfn því hafið skeyíasending- ar hingað, en skrifstofan í London Ixeldur áfram að senda jafnmikið og áður. Fær Vísir því tvöfalt skeytanxagn móts við það, sem áður var. SKÁKKEPNIN: Vesturbæingar báru sigur úr býtum. í gærkveldi fór fram skák- kepni milli Austurbæjar og Vesturbæjar og var teflt á 10 borðum. Svo fóru leikar að Vesturbæingar sigruðu með 6 vinningum gegn 4. Á hinum einstöku borðum fóru svo Ieikar, sem nú skal skýrt frá og eru Vesturbæing- ar jafnan taldir á undan. Baldur Möller vann Jón Guð- mundsson. Árni Snævarr tapaði fyrir E. Gilfer. Brynjólfur Stefánsson tapaði fyrir Stgr. Guðmxmdssyni. Kristján Júlíusson vann Áka Pétui’sson. Stui'la Pélxn’sson vann Bene- dikt Jóliannsson. Hafsteinn Gíslason vann Kr. Sylveriusson. Sæmundur Ólafsson gerði jafntefli við Ilannes Ai'nórsson. Óli Valdimarsson vann Han- es Arnói’sson. Pétur Gxiðmxmdsson vann Guðjón Pétursson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.