Vísir - 08.12.1939, Side 2

Vísir - 08.12.1939, Side 2
VISIR VÍSIR DAQBLA0 Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn fra Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Úrsögn Héðins. |I Ð þessu hlaut að koma. Héðinn Valdiniarsson hefir nú skilið við kommúnist- ana. f gærkveldi var lesin upp i útvarpið tilkynning frá honum og 5 öðrum miðstjórnarmönn- um sósíalistaflokksins þessa efnis. Það er vitað, að síðustu mánuðina hefir verið mikill á- greiningur innan flokksins, vegna afstöðunnar til Rússa. 'Hefir Héðinn frá öndverðu vilj- að slíta öllum tengslum við Stahn, en Brynjólfur Bjarnason og þeir sem lionum standa næst- ir, hafa verið á öndverðum meið. Þegar sáttmálinn var gerður milli Rússa og Þjóðverja var Héðinn erlendis og gat þannig ekki haft áhrif á stefn- una, sem tekin var. En frá þeim degi hefir ágreiningurinn æ magnast, þar til nú að endan- lega hefir upp úr slitnað. í útvarpstillcynningunni var stuttlega skýrt frá tildrögunum til klofnings flokksins. Hafði Héðinn krafist þess að flokkur- innlýsti samúð sinni með finsku þjóðinni í baráttu hennar fyrir sjálfstæði og sjálfsákvörðunar- rétti. Jafnframt því að flokkur- inn lýsti yfir andúð sinni á stefnu Rússa í utanrikismálum. Tillögu sína bar Héðinn upp í miðstjórn flokksins á laugar- daginn var eða 2 dögum áður en Alþingi markaði afstöðu sina til kommúnista. Var á þeirri stundu raunar slitnað upp úr með hontim og kommúnist- um og má að því leyti segja að Héðinn hafi orðið nokkuð hart úti við aðgerðir þingmanna. En hinsvegar hlaut hann að sæta sama hlutskifti og flokksbræð- ur hans, meðan ekki var opin- berlega vitað, að hami hafði við þá skilið. * Hér skal engu um það spáð hver áhrif þetta hefir á vinstri arm verkalýðshreyfingarinnar í landinu. Engum dettur í hug að Brynjólfur Bjarnason eða aðrir þeir alira stækustu láti sér segj- ast. (Hitt er annað mál, hve lengi almenningur innan verka- lýðshreyfingarinnar lætur hafa sig til þess að dansa hugsunar- laust eftir boði og banni er- Iends síórveldis. Kommúnism- inn hefir að undanförnu átt all- mikil ítök meðal ungra menta- manna. Það er vitað mál, að fjöldi þessara manna hefir nú snúið baki við lionum í hryll- ingi effir að stefna Rússa gagn- vart smáþjóðunum, hefir komið æ berar i Ijós. En frá öndverðu hafa ungir mentamenn átt mik- inn þátt í útbreiðslu kommún- ismans hér á landi. Þeim, sem telja að sjálfstæði landsins sé hætta búin af því, að nokkur hluti verkalýðshreyf- ingarinnar er iá valdi manna, I sem fára eftir skipun erlends stórveldis, ætti að vera það fagnaðarefni að Héðinn Valdi- marsson hefir nú gert lireint j fyrir sínum dyrum. Þess vegna snertir árás sú, er Alþýðublað- ið gerði á hann í gær, menn hálf ónotalega. Er raunar auð- séð, livers vegna árásin cr gerð. Alþýðuflokkurinn hefir rétti- lega séð, að fjöldi verkamanna mundi segja skilið við komm- únista vegna afstöðunnar til Rússa. Og þá var nokkur von um að þessir menn sneru sér til sinna upphaflegu föðurliúsa. Það er nefnilega lalandi vottur um Iirörnun Alþýðuflokksins hvað margir „fyrrverandi Al- þýðuflokksmenn“ eru í öðrum flokkum. Nú virtist tækifæri til að endurheimta eitthvað af því liði, sem hvarflað hefir frá. Ef Héðinn hefði gert sig sekan í áframhaldandi samneyti við kommúnista, eftir það sem í ljós hefir komið. var trúlegt að Alþýðuflokkurinn gæti hafl gagn af því. En eins og nú er komið er sýnilegt, að Alþýðu- flokkurinn hefir litlar vonir um að græða á klafningi kommún- istaflokksins. Hann getur ekki levnt gremju sinni. Þessvegna Iiellir AlþýðubJaðið sér yfir Héðinn, þegar hann segir skilið við þá menn. sem blaðið kallar í sömu andránni fullkomna landráðamenn. Ekki er við því að búast að afstaða þess hluta sósíalista- flokksins, sem fylgir Héðni að málum, verði stórum mildari í innanlandsmálunum, en hinna sem Brynjólfi fylgja. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Héðinn hefir alla daga verið einhver óbilgjarnasti uppi- vöðsluseggurinn í verkalýðs- hreyfingunni. En hann liefir ekki viljað sætta sig við hin er- lendu yfi rráð yfir íslenskum verkamönnum. Hann hefir tek- ið afleiðingum stefnu sinnar eins og við átti. Þess er vert að geta. a Sundmótið: Þrjár sveitir syntu undir meti í þrí- sundinu. Fjöldi áhorfenda var á sund- mótinu í Sundhöllinni í gærkv. Engar tafir urðu á milli sund- anna, enda hafa mótin í Sund- höllinni jafnan gengið betur en önnur mót að því leyti hér á landi. — Eitt met var sett í gær, í 3X100 m. boðsundi. Metið — 3:49.2 mín. — var sett af A-liði Ægis, en áður hafði B-lið sama félags synt undir meti, á 3:57.2 mín., en gamla metið var 4:11.0 m. Loks synti A-lið Armanns á 4:09.4 mín. Önnur úrslit urðu svo sem hér segir: 100 m. bringusund, karla: 1. Ingi Sveinsson(Æ.) 1:22.3 m. 2. Sig. Jónsson (K.R.) 1:23.8 m. 3. Einar Sæmundsson (K.R.) 1:24.5 m. 4. Sigurjón Guðjónsson (Á.) 1:29.1 m. 50 m. frjáls aðferð, drengir innan 16 ára: 1. Rafn Sigurðsson (K.R.) 31.2 sek. 2. Randver Þorsteinsson (Á.) 31.9 sek. 3. -4. Guðm. Þórarinsson (Á.) 32.8 sek. 3.-4. Lárus Þórarinsson (Á.) 32.8 sek. 50 m. frjáls aðf., karlar: 1. Hörður Sigurjónsson (Æ.) 28.3 sek. 2. Logi Einarsson (Æ.) 28.4 sek. 3. Guðbr. Þorkelsson (K.R.) 29.7 sek. Jónas Halldórsson var ekki meðal þátttakenda. 100 m. bringusund, konur: L Þorbjörg Guðjónsd. (Æ.) 1:40.9 m. 2. Rristín Mar (Á.) 1:41.6 sek. 3. Valgerður Júlíusdóttir (Æ.) 1:44.1 sek. LtJÐVÍG GUÐMUNDSSON: Þe^nsk^Iduvinna — Þeg^iiikaparvinna. Framh. Frjáls þegn- skaparvinna.. . Margir meðal hinna einlæg- ustu andmælenda \Hermanns heitins Jónassonar sáu þó margt nýtilegt, jafnvel ágætt í tillögu hans, en flestum var skyldu- kvöðin sá þyrnir í augum, að eigi varð brúað bilið, sem á milli bar. Sumir þessara manna vildu, að komið yrði á almennri þjóðnýtri vinnu á frjálsum sjálfboðagrundvelli, án nokkurs ytra valdlioðs, án nokkurrar annarar hvatar en þegnskapar þeirra, er vinnuna intu af hönd- um. Dæmi slíkrar vinnu þekkjum vér íslendingar mörg úr þjóð- Jífi voru, og má í því efni benda á ýms víðtæk samtök, samvinnu og samhjálp, er oft hefir verið sýnd, eigi síst í sveitum Iandsins við byggingu býla, heyannir, hjrggingu skólahúsa, brúa o. s. frv. Og víst er um það, að slík samvinna og samhjálp er fagur vottur þegnlegs skilning's og siðgæðisþroska. Og gegn þessu mælti H. J. aldrei og hvergi, og enginn fylgismanna hans. Þvert á móti. Slík vinna, slíkur félags- þroski, slikur þegnskapur, var takmark og æðsta þjóðfélagsleg hugsjón Hermanns Jónassonar frá Þingeyrum. gerir ráð fyrir því, að allir þegn- ar þjóðfélagsins séu gæddir þeim mikla siðgæðisþroska er sá býr yfir, sem af þjóðhollustu og þegnskap einum, leggur á sig þungar vinnukvaðir og skyldur. Þessi vinna vrði að bera eftir- m. töld einkenni: 1) Ifún verður í insta eðli sínu að vera reist á uppeldis- legum grundvelli. 2) Hið efnislega takmark hénnar yrði að vera það, að skapa aukin þjóðnýt verðmæti í nýrri og bættri ræktun lands- ins, og öðrum mannvirkjum. 3) En i stað þess að vera skil- yrðislaus skyldukvöð, yrði hún að vera bygð á frjálsri þátttöku ungra manna, og 4) í stað þess að byggja á þegnskap æskumannanna ein- um saman, er án nokkurs end- urgjalds eða ytri viðurkenning- ar, legði á sig vinnúkvaðir, yrði hinum ungu mönnum að vera það fyllilega ljóst, að með því að inna vinnuna af liöndum, væri þeir jafnframt að búa i hag fyrir sjálfa sig, fyrir eigin framtíð sína. — Þessi þriðja leið, sem fer bil beggja, liefir þegar verið reynd hér á landi um þriggja ára skeið. Þetta er sú leið, sem svo- nefndir vinnuskólar hafa farið. . . . fögur hugsjón og göfug. En H. J. — og margir fleiri með honum — þorðu eigi og þora eigi enn að vona, að kleift sé að koma slíkri samvinnu eða þegnskaparvinnu á, i jafn stór- um stíl og á eins breiðum grundvelli, eða eins fljótt og æskilegt er, til lausnar þeim vandkvæðum og óráðnu verk- efnum, er lausnar biðu og bíða. Og slík þegnskaparsamtök mundu seint, eða aldrei, geta orðið fastur liður í búskap þjóðfélagsins, liður, er reikna mætli með og byggja á. Hin óeigingjarna sjálfboða- vinna á hinum hreiða grund- velli, sem áður er lýst, vinna, sem engra launa né ytri viður- kenningar krefst, iá ekki að eins rétt á sér, heldur er hún há- mark hins siðlega þroska þegn- anna. En, hún er enn þá, því miður, að eins draumsýn, fögur að vísu og göfug 1 eðli sínu. — Þriðja leiðin. En þá er að athuga, hvort eigi sé til nein þriðja leiðin, meðalvegur, er hvorki byggir á blákaldri, skefjalausri skyld- unni einni saman, né heldur 4.-5. Una Kjartansdóttir (Æ.) 1:48.8 sek. 4.-5. Sigr. Jónsson(K.R.) 1:48.8 sek. Dýfingar: 1. Lárus Þórarinsson (Á.) 75% stig. 2. Gunnar Þórðarson (K.R.) 75yg st. 3. Pétur Guðjónsson (Á.) 73% st. 50 m. frjáls aðferð, drengir innan Í4 ára: 1. Ari Guðmundsson (Æ.) 33.9 sek. 2. Grímur Jónsson (Æ.) 38.2 sek. 3. Haukur Guðjónsson (Á.) 41.4 sek. 4. Birgir Frímannsson (K.R.) , 43.0 sek. 3x100 m. boðsund: 1. A-sveit Ægis 3:49.2 m. 2. B-sveit Ægis 3:57.2 m. 3. A-sveit Ármanns 4:09.4 m. 4. A-sveit K. R. 4:12.2 m. Gamla metið var 4:11.0 m. Vinnuskólarnir eru alíslenskir að uppruna! Vinnuskólarnir eiga rætur að rekja til liinnar gömlu, alís- lensku till. Herm. heitins Jónas- sonar, og þeir bera á sér skýrt ættarmót. Þeir stefna að sama marki og H. J. stefndi að, þ. e. ræktun lands og lýðs. Til þessa hafa vinnuskólarnir eingöngu verið starfræktir í til- raunaskyni og af ýmsum á- stæðum, m. a. þjóðmálalegum, var þegar í byrjun ákveðið að tilraunir þessar skyldi eingöngu framkvæmdar með atvinnu- lausum unglingum, 14—18 ára gömlum. — Þáttaskifti. — Nú er komið að þáttaskift- um í þessu máli. Með atbeina ríkisstjórnarinn- ar og á hennar vegum, dvaldi eg erlendis meginhluta vetrar 1937—38 lil þess að kynna mér sem ítarlegast ráðstafanir, sem gerðar liafa verið í nágranna- löndum vorum um ýms málefni æskumanna. Hefi eg í blöðum og útvarpi gert grein fyrir þessum athugunum og nokkur- um -.íiðurstöðum þeirra. Síðan hefi eg unnið úr þessu máli og m. a. samið um þau þrjú frum- vörp til laga. Eitt þessara fruin- varpa fjallar um sérstakar ráð- stafanir vegna ungmenna á aldrinum 14—18 ára, og miðar að því að koma í veg fyrir að nokkurt ungmenni á þessu reki gangi iðjulaust, en hafi með höndum einhver heilbrigð verkefnr, vinnu eða nám. Ann- að frumvarpið er samið í sam- vinnu við frú Aðalbjörgu Sig- urðardóttur og er um fram- kvæmdir tillagna hennar um al- menna verkment kvenna, sem hún.oft og víða hefir gert grein fyrir. Þriðja lagafrumvarpið er um stofnun almennra vinnu- skóla, þegnskylduvinnu eða vinnustöðvar fyrir unga menn, einkum þá sem eru iá aldrinum 18—22 ára. Öll þessi frumvörp liafa sið- an verið til athugunar hjá tveim nefndum. í annari nefnd- inni, er tilnefnd var af forsæt- isráðherra, áttu sæti Bjami Bjamason skólastjóri og Sigur- vin Einarsson kennari. Hin nefndin, er síðar athugaði frumvörpin, var skipuð af kenslumálaráðuneytinu, og eru aðalmenn nefndar þessarar: formaður Jakob Iiristinsson, fræðslumálastjóri, Jónas Jóns- son skólastjóri og Sigurður Thorlacius skólastjóri, en vara- maður J. J. er Karl Finnboga- son skólastjóri. Eining um vinnuskólamálið. Báðar liafa nefndirnar lokið athugun sinni á tveim frum- varpanna, en þriðja frv. (um alment verknám kvenna) hefir verið látið bíða, og var það gert með fullu samþykki mínu, enda samið sem drög. En vitanlega verður áfram unnið, einnig að því miáli. Báðar þessar nefndir hafa gert nokkurar breytingar á frumvörpunum og hafa gefið mér kost á að ræða þær áður en frá þeim var endanlega gengið, og hefir fult samkomulag verið með mér og nefndunum um breytingarnar, enda hafa þær allar verið til bóta. Er mér eigi kunnugt, að neinn ágreiningur hafi verið í nefndunum um mál þessi. Vinnuskólafrumvarp forsætisráðherra. Nú nýlega hefir mentamála- nefnd Ed. flutt vinnuskólafrum- varpið á Alþingi fyrir tilmæli forsælisráðherra Hermanns Jónassonar. Segir svo i greinar- gerð þeim með frUmvarpinu, er fylgdi því frá ráðuneytinu: „.... liefir nefnd sú, er kenslu- málaráðuneytið skipaði ó síð- astliðnu sumri til þess að end- urskoða fræðslulöggjöfina, haft frumvarpið til athugunar og gert á því nokkurar breytingar. Er frumvarpið nú í þeirri mynd, sem nefndin gekk frá því.“ Ennfremur segir svo í greinargerðinni: „Ef árangur- inn af rekstri vinnuskólans sem frumvarpið fjallar um, verður æskilegur, er gert ráð fyrir, að hann verði upphaf almennrar þegnskylduvinnu hér á Iandi. Mun starfsemi vinnuskólans afla verðmætrar reynslu um það, hvers megi yfirleitt vænta af þegnskylduvinnu hér.“ Ályktanir. Af þessuin ummælum ráðu- neytisins má draga eftirfarandi ályktanir: Ráðuneytið telur lokatakmark þessara mála vera lögfestingu almennrar I>egn- skylduvinnu. En áður en það af- drifaríka spor er stigið, að lög- festa alm. þegnskylduvinnu, er nái til allra ungra, vinnufærra manna í landinu, er nauðsyn- legt að fram fari vandaður und- irbúningur og reynslu verði aflað um heppilegustu tilhögun liliðstæðrar vinnu, en á þeirri reynslu megi síðar reisa aðrar og víðtækari ráðstafanir. En slíkur Undirbúningur og traust- ur reynslugrundvöllur fæst að eins í verki. Þegnskapur, — ekki þegnskylda. Og þar eð þessi tilraun á að skera úr um, livort ráð- ast skuli í að lögfesta þegn- skylduvinnu, eða eigi, má hún eigi sjiálf byggjast á þegnskyldu. Verður hún þá að byggjast á þegnskap, þ. e. frjálsri þátttöku ungra manna, er hér vilja ryðja braut. En þar eð enn er óreynt hve haldgóður jiegnskapur ungi’a manna kann að vera í þessu máli, er varlegt að treysta honum einum. Þess vegna verð- ur að tryggja hinum ungu brautryðjendum, er vel kunna að reynast, nokkra ytri viður- kenningu, þannig að þeim sé það þegar frá uppliafi ljóst, að með þátttöku sinni í slíkri vinnu, eru þeir jafnframt að einliverju leyti að smíða sina eigin gæfu. Jákvæð og ákveðin afstaða ráðuneytisins. Og þar eð ráðuneytið nú hefir falið mentamálanefnd Neðri de'ildar að flytja á Al- þingi frv. um alm. vinnuskóla ríkisins, hefir það tekið/ já- kvæða og ákveðna afstöðu til þeirrar leiðar, er fara slculi til öflunar þessarar reynslu. Verði dómur þessarar reynslu nei- kvæður, er það hlutyerlc Alþing- is og skylda að stöðva frekari framkvæmdir. Verði liinsvegar „árangurinn af rekstri vinnu- skólans........... æskilegur“, og reynist vinnuskólinn svo máttugur í eðli sínu, að hann fái sannfært þjóðina um það, að sérhverjum ungum vinnu- færum manni beri borgaraleg og siðferðileg skylda til að inna af höndum nokkra vinnu í al- mennings þágu, þá, og þá fyrst, er fenginn réttmætur grundvöll- ur að lögfestingu almennrar þegnskylduvinnu. Efni frum'varpsins. Hér er eigi rúm til að endur- prenta lagafrumvarpið í heild, né fylgiskjöl þess. Hefir það alt, ásamt helstu niðurstöðum kostnaðaráætlunar, verið rakið í þingfréttum útvarpsins. Auk þess hefi eg í mörgum útvarps- erindum og blaðagreinum gert grein fyrir meginatriðum þess og þeirri hugsún, er það bygg- ist á. Skal hér þó vikið að nokk- urum atriðum, er máli skifta: Fundur í Óðni lýsir samúð með Finnum. Málfundafélagið Óðinn hélt fund í gærkveldi, og flutti Thor Thors þar erindi, sem hann nefndi „Meðal Vestur-íslend- inga. Var það langt mál og snjalt og ítarleg frásögn af dvöl hans og ferðalagi meðal landa vorra vestra. Því næst var rætt nokkuð um atvinnumálin og Finnlands- málin, og báru þeir Axel Guð- mundsson, Kristinn Árnason og Gísli Guðnason fram eftir- farandi tillögu, sem var sam- þykt einróma, og greiddu aílir fundarmenn atkvæði: „Fundur haldinn í Málfunda- félaginu Óðinn, fimtudaginn 7. nóv. 1939, lýsir yfir samúð sinni með Finnlendingum, og dáist að kjarki þeirra og hreysti i bar- áttu þeirra fyrir sjálfstæði sínu, frelsi og norrænni menningu. Fundurinn lýsir enn fremur yfir því, að hann harmar það, að þeir menn skuli finnast inn- an þessa þjóðfélags, sem ger- ast málsvara ofbeldis þess, sem finska þjóðin er beitt, og eru reiðubúnir til að fórna ham- ingju og velferð íslensku þjóð- arinnar, til þess að ryðja öfga- stefnu kommúnismans farveg hér í landi. Fundurinn telur það hinsvegar ánægjuefni, hve röggsamlega Alþingi hefir átal- ið framferði þessara erind- reka hins erlenda valds, en væntir þess, að íslensk stjórn- arvöld geri fullnægjandi ráð- stafanir til þess að hefta skemdarstarf kommúnista inn- an félaga sem utan. En þó eink- um að því leyti, sem viðleitni þeirra kann að beinast að þvi að eyðileggja sjálfstæði þjóð- arinnar með tilstyrk erlendrar öfgastefnu.“ 1, Söffur frá Alhambra, eða Sagan af Ahmed A1 Kamel og Rósin í Alhambra, í þýðingu Steingríms heitins Thorsteinssonar, Icom á bókamarkaðinn í Reykjavík í dag, og er þetta í þriðja skifti, sem þessar hugðnæmu og fögru sögur eru prentaðar í þýðingu Steingr. Útgáfan er vönduð. Bókin fæst lijá bóksölum og kostar 3 kr. eintakið.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.