Vísir - 14.12.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 14.12.1939, Blaðsíða 2
VISIR ??ASBU9 Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377, Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsniiðjan h/f. Bygðaieyfi. AU tíðindi liafa nýlega gerst á Alþingi, að fram liefir verið borið frumvarp til laga um bygðaleyfi, og eru þeir Magnús Jónsson og Jónas Jóns- son flutningsmenn þess. Frum varpið er svo hljóðandi: „Ráðherra getur heimilað sveitarstjórn að Ieggja hömlur á rétt manna til að setjast að í sveitarfélagi. Þar, sem heimild þessari liefir verið beitt, skal öllum óheimilt að setjast að, nema sveitarstjórn hafi orðið við umsókn þeirra um það. Þeir, er sveitarstjórn synjar um leyfi til að setjast þar að, gela þó skotið synjuninni til þriggja manna nefndar, sem þrír stærstu þingflokkar tilnefna, og hefir hún þá fullnaðarúrskurð- arvald um, livort leyfi skuli veitt eða ekki. Nú tekur maður sér heimild- arlaust aðsetur í sveitarfélagi, er ákvæði fyrri málsgr. gilda um, og lieldur liann þá þeirri framfærslusveit, er hann áður átti, en öðlast ekki framfærslu- rétt í þeirri sveit, er hann sest að i, enda er heimilt að flytja hann með lögregluvaldi á veg- um framfærslusveitar hans. Ráðherra setur með reglu- gerð nánari fyrirmæli um fram- kvæmd þessara ákvæða, m. a. um tilkynningar um búferla- skifti, umsóknir um leyfi til að setjast að, fresti til úrskurðunar þeirra, málskot, viðurlög gegn þeim, er stuðla að ólögmætum flutningum og annað, er nauð- synlegt er til að ákvæðin komi að gagni. í reglugerð skal heim- ilt að undanþiggja þá, er flytja vilja á vegu framfærsluskyldra vandamanna sinna, sem þess eru umkomnir að framfæra þá. Ákvæði greinar þessarar taka ekki til starfsmanna ríkisins. Fyrimæli þessi gilda til árs- loka 1942.“ Að sjálfsögðu er ekki vitað um framgang þessa máls, en sennilegt má telja, að frum- varpið verði samþylct. Formað- ur Framsóknarflokksins, Jónas Jónsson, hefir um langt slceið barist fyrir þessu máli, enda var þetta eitt af aðalstefnumál- um hans við síðustu bæjar- stjórnarkosningar, og má ganga út frá því sem gefnu, að flokk- urinn standi óskiftur honum að baki. Hermann Jónasson forsætisráðherra hefir þráfald- lega vikið að þessu í ræðum sínum og mjög hvatt til að bygðaleyfum yrði á komið. Eins og ástandið í fram- færslumálunum er nú í bili, verður því ekki á móti mælt, að ill nauðsyn er orsök frum- varpsins. Ýms bæjarfélög eru svo illa leikin vegna fram- færsluþungans, að ekki verður lengur við unað, og ber því nauðsyn til að stemma á að ósi. Það er þrautreynt, að þrátt fyrir atvinnuleysið og alla erf- iðleika hér í höfuðstaðnum, flykkist fólkið hingað jafnt og þétt, þannig að við Iandauðn liggur í sumum héruðum, og úr því að menn hafa ekki vit fyrir sér sjálfir í þessum efn- um, liafa málsvarar bygðaleyf- ishugmyndarinnar haldið því fram, að ríkisvaldið yrði að laka í taumana. Því verður ekki neitað, að frumvarp þetta er spor aftur- ábak, en þá verður einnig liins að gæta, að ákvæðin eru aðeins sett til bráðabirgða, þannig að þau eru bundin við ákveðinn tíma. Rætist fram úr því á- standi, sem nú er ríkjandi, breytist framkvæmd lagasétn- ingarinnar að sjálfsögðu, eða fellur niður með öllu. Væri það að sjálfsögðu æskilegast að sú yrði raunin, og yfirleití að ein- staklingsfrelsið yrði drepið úr þeim dróma, sem það er nú í. Til þess að svo megi verða, er það fyi'sla slcilyrðið að hver ein- staklingur öðlist á því skilning, livert hlutverk hans er í þjóð- félaginu, og leggi fram alla krafta sína sér til framdráítar, en láti sér ekki nægja hitt, að gera kröfur til hins opinbera um styrki til lífsframfæris. — Ryðji slíkur skilningur sér til rúms meðal almennings bíða okkar betri tímar. Tyær málverkasýningar. Jón Þorleiísson. .Tón Þorleifsson listmálari hefir sýningu á verkum sínum i vinnUstofu sinni að Blátúni. Sýnir hann þar myndir frá því í sumar ásamt nokkrum eldri niyndum og er það mikið starf, sém hann liefir afkastað á einu sumri. Sýningin ber það með sér að Jón Þorleifsson nær slöð- ugt meiri festu og þroska í Iist sinni, enda stundar liann þetta slarf sitt með mikilli alúð og þrauthugsar verk sín með tilliti til listræns gildis, en lieldur um leið sínum persónulegu einkenn- Um. Meiri fjölbreytni gætir í verkum bans nú en á síðustu sýningum, þar eð hann er tek- inn að mála mannamyndir, en virðast þær vera meira hikandi gerðar og formminni en lands- lagsmyndimar. Jón málar nú með sterkari litum en hann gerði fyr, en virðist halda fullu samræmi litanna og er litameðferðin einliver hans sterkasti þáttur — og er yfir list hans listræn næmni (sensitivi- tet). Jón er þýðingarmikill mál- ari, því að hann iðkar listina listarinnar vegna og fer ekki út fyrir þau takmörk, sem hann veit að Ieyfileg eru. Reykjavík, 12. des. ’39. Marteinn Guðmundsson. Jón Engilberts. Jón Engilberts listmálari Iief- ir sýningu á verkum sinum ó Skálholtsstíg 7 (Landshöfð- ingjahúsinu). Sýnir liann þar fjölda mynda en þó eru þær allar málaðar síðustu fimm ár- in, eða frá því að hann hvarf héðan að lieiman, þvi hann er einn þeirra listamanna, sem neyðst hefir til að yfirgefa land silt til að lifa fyrir list sína. Sýnir Jón þar að hann hefir ekki verið aðgjörðarlaus á þess- um árum, þar sem hann sýnir okkur nú býsnin öll af málverk- um, vatnslitamyndum, graphik og teikningum. Er þetta einhver fjölbreyttasta sýning, sem sést hefir liér hjá einum málara. Jón Engilberts málar skraut- lega (dékorativt), einnig lítur hann stórt á hlutina, lieldur sér fast við aðalatriðin þegar hann byggir myndir sínar og málar djarft, eins og gáfuðum og karl- mannlegum málara ber að gera og er það sterkasti þátturinn í list lians. Veikasti þáttur sýning- arinnar er það, sem Jón hefir málað í sumar liér heima frá Þingvöllum. Finn eg Jón ekki að öllu leyti í því, sleppir hann sér Vetrarhjálpin-: Alls söfnuðust tæpar 6000 krónur auk fatnaðar og matvæla. Scfnun skátanna fyrir Vetrarhjálpina er lokið að þessu sinni og gekk ágætlega. Af peningum komu inn í gærkveldi í Aust- urbænum kr. 3895.88, en í fyrra kr. 2253.57, eða um 1640 kr. meira, en samtals hefir safnast bæði þessi kveld kr. 5931.45 á móti 3565 kr. í fyrra. Auk þess hafa matvæla- og fatnaðargjafir í ár verið miklu meiri en í fyrra. Þetta er glæsilegur árangur og sannar það, sem haldið hefir verið fram, að það mætti jafn- an leita á náðir Reykvíkinga til hjálpar þeim, sem eru í nauð- um staddir. Saumastofa Vetrarhjálpar- innar er þegar tekin til slarfa í Franska spítalanum og vinna þar 22 stúlkur. Veitir ekki af þeim liðsafla lil þess að breyta fatnaði þeim, sem gefinn hefir verið, því að hann nam hvorki meira né minna en þrem bíl- hlössum. En það nægir ekki, að Reyk- vikingar styrki Vetrarhjálpina þessi tvö kvöld ein, þegar kom- ið er heim til manna: Það verð- ur að styrkja hana jafnt og þétt allan tímann, sem hún starfar. Það er ekki einungis hlutverk liennar að veita mönnum jóla- glaðning, he'Idur þarf hún að geta veitt mönnum einhverja úrlausn allan þann tíma, sem henni er ætlað að starfa. Stefán A. Pálsson, forstöðu- maður Vetrarhjálparinnar, hef- ir sagt Vísi frá því, að fólk hafi hringt til sín á skrifstofuna og boðist til að gefa fátækum börn- um að borða. Höfðu tvær fjöl- skyldur gert þetta og tekið þannig að sér að fæða börnin um nokkurn tíma. Þetla er nýr þáttur í starfseminni og myndi Vetrarhjálpinni þykja mjög vænt um, ef fleiri vildu gera þetta sama. Gerir það starfið miklu auðveldara. Alls hafa borist yfir 500 hjálparbeiðnir þessa 10 daga, sem skrifstofan hefir verið op- in. Þær sýna, að það nægir hvergi að menn gefi Vetrar- hjálpinni einu sinni þegar skát- arnir koma í heimsókn, menn eiga að liafa það eins og einn góður borgari sagði við Stefán fyrir nokkuru: -—• Eg ætla að setja Vetrarhjálpina „á fjárlög“ hjá mér, þ. é. eg ætla henni viss- an liluta af mánaðartekjum mínum, sem hún fær afhentan jafnskjótt og eg er búinn að fá þau greidd. Að lokum hefir Vísir verið beðinn að þakka Reykvikingum hina mildu hjálpfýsi sína og skátunum fyrir hinn frábæra dugnað, sem þeir hafa sýnt, nú sem ávalt. — Eftir sem áður verður tekið á móti hverskonar gjöfum á skrifstofu Vetrar- hjálparinnar, sími 4658, herb. 27—28 i liúsi M. R. og afgr. Vísis. Styrkið Vetrarhjálpina! Baatar- íréfftr I.O.O.F. 5 s 12112148V2 = E.T. 2. 9. 0 Veðrið í morgun. 1 Reykjavík o stig, heitast i gær o, kaldast í nótt —3 st. Sólskin í gær 0.3 st. Úrkoma 0.1 mm. Heit- ast á landinu i morgun 2 st., á Reykjanesi, kaldast—4 st., i Gríms- ey. — Yfirlit: Lægð yfir hafinu rnilli Islands og Noregs, á hægri hreyfingu í austur. — Horfur: Suðvesturland til Norðurlands. Hægviðri. Víðast léttskýjað. Farþegar frá Kaupmannahöfn: Ástríður Simonardóttir, Guðrún Kristins- dóttir, Emma Cortez, Snorri Þor- steinsson, dr. Oli Hjaltested, Lárus Ludvigsson, Mr. Graven, Lárus Óskarsson, Bjarni Björnsson, Pétur Jakobsson, Árni Ólafsson, K. As- geirsson, J. Magnússon, A. Olson, H. Hannesson, María Konráðsdótt- ir, Edith Olsen, Rögnvaldur G. Johnsen, Jón Trausti Kárason, Tryggvi Guðmundsson, R. Karls- son, H. Guðmundsson, Lárus Ólafs- son, Grímur Magnússon læknir, Helga Þórðardóttir, Svava Valdi- mars, Elín Valdimars. Hlini kóngsson verður leikinn á sunnudag kl. 4 í Iðnó. Aðgöngumiðar verða seld- ir þar frá kl. 1 á morgun og er hetra að kaupa miða í tíma, þar sem allt seldist á mjög skömmum tíma að síðustu sýningu. Öll börn verða að sjá Hlitia kóngsson. þar út úr sínu eigin listformi og verður „Kjarvalskur“ svo sem í myndum nr. 29 og 30. En ekki veit eg hvað Jón meinar með því, því óþarfi er það fyrir slík- an málara, sem Jón er, að fara úr sínum eigin liarn, því lista- gáfa hans virðist vera svo á- kveðin. Þakka eg Jóni fyrir sýn- ingu þessa, því hún felur í sér eitthvað af því besta og skernti- legasta, sem sést hefir hér í málararlistinni. Reykjavik, 12. des. ’39. Marteinn Guðmundsson. Fálkinn. Jólablaðið kemur út mjög stórt og fjölbreytt á þriðjudagsmorgun, en venjulegt blað kemur hinsvegar ekki út á morgun. Skemtifundur Ármanns verður í Oddfellowhús- inu í kvöld kl. 9. Til skemtunar verður m. a. kvikmyndasýning, list- dans og ennfremur syngur Blá- stakkatríóið nokkur lög. Fundurinn er aðeins fyrir félagsmenn. Árni frá Múla biður þess getið, að hann hafi ekki skrifað ritdóm þann um bók- ina María Antoinette, sem honum er eignaður í blaðinu Bækur og menn, sem ísafoldarprentsmiðja gefur út. Samkvæmiskj ólaeíni nýkomin. Fást saumuö fyrir gamlárskvöld. SAUMASTOFA Guðrúnar Arngrímsdóttur. Bankastræti 11. Sími: 2725. Bifreiðasteðin GEYSIR Síinar 1633 og 1216 Nýir bilar. Upphitaðir bílar. §WHCI tUJB að Hótel Borg laugardaginn 16. þ. m. kl. 9\/2. Ný Swingtrot eftir: Ellert Sölvason (Lolli). „Swing’ tríoid66 Eitthvað nýtt í Swing. ilni'íi ^igiii'joiiN Cíeorg Jónssoii sýna hvernig á að dansa „Swingstep“. Einnig: „Að elska að kyssa“, eftir H. Rasmus. Bæði sungin af Hermanni Guðmundssyni. Aðgöngumiðar á kr. 3.00 seldir að Hótel Borg (suð- urdyr) frá kl. 4—7 á morgun og eftir kl. 1 á laugardag. Lárn§ Iii^»lf§§on (Sjálfur!!) 55 Palíii§ Stroll66 Blindrakerti Rebekkustúkunnar nr. i, fást nú í öllum verslunum bæjarins. Reyk- víkíngar ættu að gleðja blinda menn og konur, sem aldrei geta gert sér dagamun, eins og annað fólk, með því að kaupa þessi kerti, því að andvirði þeirra fer til jólaglaðnings blindra. Draupnir, skólablað Flensborgarskólans, hóf göngu sína fyrir skemstu. Er þetta hið vandaðasta blað að öllum frá- gangi og efni. 1 því eru þessar greinar: Ávarp, eftir Gísla Þ. Ste- fánsson, Sjálfstæði og frelsi, eftir Baldur, Draupnir, eftir Kristján Eldjárn, Upp yfir fjöllin háu, eftir Sygni, íþróttir Flensborgara, eftir Ragnar Emilsson, Kveðja frá Nem- endasambandi Flensborgarskólans, Gulir fingurgómar, eftir B. A., Skógar, eftir Guðjón Bjarnfreðs- son, Viðtal við þingmann, eftir a+ b, Ruslakista Flensborgara, eftir Ali Baba & Co., o. fl. — 1 ritnefnd eru Gísli Stefánsson, Tómas Tóm- asson, Kristján Eldjárn, Karljónas- son og Helga Magnúsdóttir. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.15 Dönskukensla, 2. fl. 18.45 Enskukensla, 1. fl. 19.30 Þingfréttir. 19.50 Fréttir. 20.15 Frá útlöndum. 20.40 Útvarpshljómsveit- in: Yms smálög. Flugvél er öllum drengjum kærkomin JÓLAGJÖF. |Jjóéalazdt FfiTflBÚeflRINNflR Peningagjafir til Vetrarhjálparinnar. N. N. 10 lcr., J. G. 5 kr., Starfs- fólk á skrifstofu Borgarstjóra 140 kr., Ása og Ingi 25 kr„ Mb. „Jón Þorláksson 100 kr., A. E. J. 50 kr., N. N. 2 kr., Sæmundur Bjarnason 50 kr., Innkomið við skátasöfnun í Vesturbænum, Miðbænum og Skerjafirði kr. 2035.57, N. N. 10 kr., C. P. 5 kr. — Kærar þakkir. f. h. Vetrarhjálparinnar. Stefán A. Pálsson. Næturlæknir: Gísli Pálsson, Laugaveg 15, sími 2474. Næturvörður í Lyfjabúðinni Iðunni og Reykjavíkur apóteki. Litla bókin iiiíu lir.8 Bækur yngstu barnanna. Lltli grænl froskurinn og Stjarneyg. „Þú keniur nokkuð seint“, segir stóra frænka. Hætta á ferðum. tlr.9 Töfrapípan og Forvitna konan og drekinn. Eg vissi ekki, að þú kynnir að dansa. Drekinn kom með skó prinsessunnar. Aður komnar út: Nr. 1 Nr. 2 Nr. 3 Nr. 4 Nr. 5 Nr. 0 Nr. 7 1 Villi og Pési. Æfintýri Díönu litlu. Litla káta Mýsla. Töfrasleðinn og Bangsi málar dagstofuna sína. Lítill Kútur og gestir hans Labbi Hvíta-skott og Leit að örkinni hans Nóa. Stubbur missir skottið og Hrærðu í pottinum mínum. Slglt í strand — og fleiri sögur. „Land framundan“. „Brauðin sem sungu“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.