Vísir - 20.12.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 20.12.1939, Blaðsíða 2
2 .VlSIR MENNINGARL Skólamir stórhýsi, en kirkjurnar hrynjandi. TtSIR Kongur vill sigla - - en byr hlýtur að ráða. EGAR ófriðurinn skall á, vorum við Islendingar að ýmsu leyti illa undir það bún- ir, en þó var það gæfa í ógæf- unni, að Sjálfstæðisflokkurinn hafði öðlast allveruleg völd innan ríkisstjórnarinnar og fengið aðstöðu til að marka þau spor, sem stigin voru, að verulegu leyti. Má fullyrða, að í þeirri stjórnarsamvinnu, sem liafin var fyrri hluta þessa árs, hafi mörg mál og mikilsverð fengið betri og heillavænlegri afgreiðslu, en ella hefði mátt vænta, og að þjóðin hafi hagn- ast meira á ráðstöfunum þess- um, en metið verður til fjár að svo komnu máli. Eins og öllum er kunnugt, liafa aðalatvinnuvegir okkar verið reknir með tapi undan- farin ár. Samfara örri fólks- fjölgun í kaupstöðunum, hefir atvinna minkað verulega frá því, sem áður var, og heilar atvinnugreinar orðið að engu, vegna hins liáa kaupgjalds, sem hér hefir verið ríkjandi. Mætti i því sambandi nefna þurkun saltfiskjar, sem svo mjög’ hefir úr dregið, að heita má að hún sé liðin undir lok hér sunnanlands. Um atvinnu- aukningu eða endurnýjun framleiðslutækjanna hefir ekki verið að ræða, enda hefir öll starfsemi þings og stjórnar miðað að þvi síðustu 12 árin að rífa það niður, sem upp hafði verið bygt. Vinstri flokk- arnir hafa ótrauðir hvatt all- an almenning til óhófs eyðslu, og til hins, að gera sífelt aukn- ar kröfur um opinbera styrki, og má svo heita, að flestir landsmanna hafi á einhverju skeiði þessa tímabils lifað á nokkurs konar fátækrafram- færi, beint eða óbeint. Þegar séð var, að atvinnuvegirnir gátu ekki staðist það ófremdar- ástand, sem skapast hafði, víl- uðu þingmenn ekki fyrir sér að Iöghelga ahnenna sviksemi, með setningu kreppulánalög- gjafarinnar, sem réð þó að engu leyti bót á því ástandi, sem skapast hafði. Hjólið var látið snúast, en þó látið skeika að sköpuðu um árangurinn. Sjálfstæðisflokkurinn hefir frá upphafi barist gegn þessari niðurrifsstefnu, og þótt hann hafi verið í minnililuta innan þings, hefir honum tekist með baráttu sinni að koma í veg fyrir ýms vandræði, sem til var stofnað af hinum rauðu flokk- um. En svo var ofsi þeirra mikill, að i þrjú ár sátu þeir að völdum, vitandi það, að alt var i kaldakoli og eina leiðin til úrlausnar var sú, að breytt yrði um stefnu og nýir búskap- arhættir upp teknir. Það mátti vera öllum mönnum ljóst, að hin óhyggilega afstaða þessara flokka til atvinnulífsins, hlaut að vera öllum stéttum þjóðfé- lagsins til bölvunar. En þessir þrásetumenn munu hafa hugs- að sem svo, að syndaflóðið skylli á eftir þeirra stjórnar- setu, og því væri óhætt að tefla djarflega. En atvikin skutu þeim ref fyrir rass, og þessir menn verða nú að taka afleiðingum verka sinna, og þeir liafa gert það, og virðast nú hafa tilhneigingu til að ganga feti framar en flestir aðrir í margskyns ráð- stöfunum, sem nauðungarráð- stafanir myndu kallast, ef hin- ir alvarlegu tímar réttlættu þær ekki sumar hverjar. En þess- um mönnum verður þó að skilj ast það, að það eitt og út af fyrir sig, að beita slíkum ráð- stöfunum til viðreisnar at- vinnulífsins, er ekki fullnægj- andi, ef ekki er um leið unn- ið að þvi með fullri samvisku- semi, að létta þeim byrðum af almenningi, sem óþarfar eru, en þær eru margar. Lítt hefir þó á þessari tilhneigingu bor- ið, það, sem af er þingi, og þeir menn, sem orð hafa haft á þessari nauðsyn, hafa verið svívirtir og liundeltir innan þings sem utan. Verslunarmálin eru enn ó- leyst, og ekki reynt liver liug- ur vinslri flokkanna er lil þeirra. En enginn vafi er á þvi, að þjóðin verður að leggja sér á lierðar þungar byrðar vegna skipulagningar þeirra mála, sem nú er orðin úrelt og cinsk- isnýt vegna ófriðarástandsins, þótt eitthvað kunni að hafa réttlætt hana í upphafi. Þeir, sem völdin liafa, verða að varast það, að svo fari, að lokum, að sagan um Sindbað og karlinn endurtaki sig, þann- ig að ríkið kræki fótum um báls þjóðarinar, og kvelji liana og píni til að láta alt af hendi rakna, þótt hún fái ekkert í staðinn. Almenningur á einn- ig rétt á sér, og hann sættir sig ekki við annað, en að eitt skuli yfir alla ganga. En það verður best gert með því, að frelsið sé virt, þótt ríkið þurfi í einstaka tilfellum að grípa til óvenjulegra ráðstafana. Hitt er svo alt annað mál, að við því getur enginn búist að á skömmum tíma, — og meðan styrjöld gej7sar, — verði öllu kipt í Iag, sem aflaga liefir far- ið, en góður vilji verður að vera fyrir liendi. Kóngur vill sigla, en byr hlýtur að ráða, stendur þar, og gefi byr og sé viljinn fyrir hendi, þarf enginn að örvænta um afkomu þjóðar- innar, né efna til æsinga, sem miða að ömurlegri eyðileggingu en þeirri, sem þegar er fyrir hendi. Tveir snillingar. Mér kom í hug er eg hlustaði á skáldkonurnar í Útvarpinu í kvöld, livort menn hefðu veitt því nægilega eftirtekt, hversu Ijómandi skáld barnakennarinn Margrét Jónsdóttir er. Og enn- fremUr hvílíkt lán það er fyrir skólabörnin að njóta tilsagnar bjá slíkum snillingi í meðferð móðurmálsins, Góðír barnakennarar eru mikils lofs maklegir, og er rétt að eg sæti þessu færi til þess að minnast á annan kennara sem eg hefi lengi dáðst að. En það er Geir Gígja, sem er merkileg- ur náttúrufræðingur, sjálfment- aður, og hefir tekið sér fyrir hendur að rannsalca þátt í dýra- lífi íslands sem mjög hefir ver- ið vanræktur áður. Hann er og vel að sér í grasafræði. Það er ástæða til að samgleðjast börnunum yfir kennara, sem vit hefir haft og ástundun til að verða vel að sér í vandasömum fræðum, og framúrskarandi gott lag mun hafa á að glæða athugulsemi þeirra gagnvart náttúnmni. 10. dec. Helgi Pjeturss. Kirkjurnar. Einhverju sinni ferðaðist lil- lendingur nokkur um Borgar- fjai'ðarhérað og Snæfellsnes. Hann hafði augun opin eins og ferðamanna er siður. Þegar hann liafði lokið för sinni hafði hann veitt því athygli, að í Borg- arfirðinum var hýsing bónda- bæjanna alment mjög góð og bar votl um mikla héraðsmenn- ingu. Hinsvegar hafði 'hann veitt því athygli og undraðist stór- lega, að guðshúsin, kirkjurnar, í Borgarfirðinum voru vfirleitt óvegleg liús og hrörleg. Auðsætt var, að hin mikla og' vaxandi búnaðarmenning Iiéraðsins slcorti skilning eða smekk eða trúrækni til þess að láta guðs- húsin rísa upp í héraðinu með sambærilegri vegsemd og önnur hýsing Iiafði til að bera. Þessu var á annan veg farið á Snæfellsnesinu. Þar var hin al- menna liýsing lirörleg, bæjar- hús víða niðurnídd og ekki ann- ar eins menningarblær yfir hýs- ingu þar vestur á nesinu eins og í Borgarfirðinum. En um kirkj- urnar var öðru máli að gegna þar vestra. Þær voru hinar veg- legustu og allur hugsanlegur sómi sýndur. Utlendingurinn furðaði sig mjög á þessum andstæðum í hýsingu þessara tveggja sam- liggjandi héraða. Og vissulega geta þær gefið tilefni til ýmsra hugleiðinga. En þegar á alt er litið virðist samanburðurinn Borgfirðingum ekki í vil. Og síðan þessi útlendingur var á ferðalagi sínu hefir engin breyt- ing orðið til bóta um endur- reisn kirknanna í Borgarfirð- inum. Og á öðrum eins fyrir- myndar heimilum eins og IIvanne\TÍ, þar sem hýsing staðar og skóla er öll hin glæsi- legasta, stendur kirkjan hrör- leg og fúin, rúin allri vegsemd, og langan tíma árs óhæf til guðs- þjónustu. Kirkjan á Hvanneyri er eign rikisins eins og staður- inn og skólinn, kemur það því úr hörðustu átt, að ræktarleysi Borgfirðinga við kirkjur sínar skuli fá stuðning og öflugan bakhjall frá ríkinu sjálfu. Því að vitanlega mundi vegleg kirkja á Hvanneyri verða öðrum kírkjueigendum hin mesta hvatning til þess að endurbæta kirkjur sínar. Á einum stað í Borgarfjarð- arsýslu er þó verið að hefjast handa um nýja kirkju, og verk- ið er þegar hafið. Er það Hall- grímskirkja í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd. Er fögur hugsun og mikil ræktarsemi á bak við það að reisa Hallgrími Péturs- syni minnisvarða. En mjög ork- ar tvímælis að rétt sé að reisa kirkju í mjög fámennum söfn- uði fyrir 100—120 þúsUndir króna eins og þarna verður. Þvi að vitað er að kirkjan er alt of stór handa söfnuðinum, og mun naumast koma fyrir nema einU sinni eða tvisvar á ári að hún verði fullskipuð. Endranær myndi helmingi minni kirkja vera nógu stór. Virðist þarna vera um blindan metnað að ræða að eyða fé í slíka hýsingu. Hefði mátt reisa hið veglegasta guðshús í Saurbæ til minning- ar um hið ágæta trúarskáld fyr- ir 30—50 þúsundir króna og var slík kirkja við hæfi safnaðar- ins. Mátti þá verja því fé, er þannig sparaðist, lil einhvers þess mannúðar og menningar- starfs er var í anda hins mikla guðsmanns, og það miklu frem- ur en steinhús í Saurbæ, sem hlýtur að sýna mikilleik sinn og vegsemd á þá lund flesta helgi- daga ársins að vera of fáum að notum. Og vitað mun það vera, að héraðsfundir Borgarfjarðar- prófastsdæmis hafa aldrei verið þess hvetjandi að reisa stærri kirkju i Saurbæ en svo að hún væri vel við hæfi safnaðarins sjálfs, en liins vegar lagt á- herslu á hitt, að kirkjan yrði fögur og hin glæsilegasta. Skólarnir. Mjög mikil aðsókn hefir und- anfarandi ár verið að báðum skólum héraðsins: Bændaskól- anum á Hvanneyri og Alþýðu- skólanum í Reykholti. Hefir þrásækilega orðið að neita um- sækjöndum um visl í skólunum, vegna þess að ekki var rúm handa fleirum. Einkum virðist aðsóknin að Hvanneyrarskólan- um aukast mjög. Er það mjög að vonum, þó að ekki væri vegna annars en þeirrar brýnu nauðsynjar allra bændaefna að öðlast sæmilega búfræðiþekk- ingu. Þá veldur kannske nokkru sá áhugi sem virðist upp á síð- kastið vera vaknaður um það að beina þurfi meira fjármagni til sveitanna — til landbúnaðar- ins — og hvetja þurfi ýmsa þá, er leitað hafa við sjávarsíðuna og í kaupstöðum og bæjum landsins að atvinna og framtið- ar lifsskilyrðum en ekki fundið, til þess að hverfa aftur heim í sveitirnar og vinna þar sér og þjóð sinni gagn; en hrekjast ekki atvinnulausir, sjálfum sér og öðrum til óyndis, þar sem enga atvinnu er að fá og ekki eru skilyrði til að skapa nýja at- vinnu eins og nú er högum háttað. En þegar að þvi verður horfið í alvöru að koma atvinnulausu fólki í vinnu út um sveitimar, annað livort í vinnumensku eða sem sjálfstæðum atvinnurek- öndum, þá mun koma i ljós, að einn megin örðugleikinn til framkvæmda á því sviði verður sá, að margt af þessu fólki veit lítil skil á sveitavinnu og liefir alls enga búfræðilega þekkingu. Er nú bert, að praktiskara hefði verið fyrir þjóðina á sínum tíma þegar alþýðuvskólarnir voru að rísa upp að gera einhvern þeirra eða jafnvel fleiri að bún- aðar- eða bændaskólum, Þá væru nú fleiri en eru færir um að sinna landbúnaðarstörfum að þekkingu og reynslu. Að sjálf- sögðu mætti nú breyta einhverj- um alþýðuskólanum í búnaðar- skóla með verklegu námi sam- fara því fræðilega. Þess væri þörf eins og nú liorfir. — Með þessu er þó engan veginn haldið fram, að alþýðuskólarnir hafi reynst illa. Um þá mun vera margt ágætt að segja. 'Húsmæðraskóli í Borgarfirði. Allmikill áhugi er vaknaður innan hinna mörgu kvenfélaga í héraðinu, að reistur verði í Borgarfirði sem fyrst myndar- legur húsmæðraskóli. Eitthvað hefir um það heyrst, að slíkum skóla sé fyrirhugað að vera i | Reykholti. En mjög mikill meiri hluti kvenfélaganna er ! því algerlega mótfallinn. Þykir ekki ástæða til að hrúga á sama staðinn mörgum skólum. Hitl þykir nær að reisa húsmæðra- skólann þar seni ekki er skóli fyrir, því að svo er á litið, að sveit þeirri, sem hlyti skólann yrði það til menningarauka að fá hann, en Reyklioltsdalur hefir sinn skóla. Hefir ýmsum komið til hugar að skólinn yrði reistur nálægt Varmálæk í Bæjarsveit. Er þar jarðhiti, vegasamgöngur hinar prýði- legustu og önnur skilyrði hin ákjósanlegustu. Og’ ef á annað borð væri til ])css lnigsað, að liafa fleiri skóla saman, vegna ])ess að um sparnað gæti verið að ræða í sambandi við kenslu og húsakynni að einhverju leyti, þá þykir almenningi hér miklu nær, að við hliðina á húsmæðraskólanum yrði reist- ur barnaskóli. Hinar ungu kon- ur, er sækja mundu húsmæðra- skólann, yrðu í framtíðinni ekki að eins liúsfreyjur heldur og mæður og hinir færustu og bestu kennarar barna sinna. Fyrir því á barnaskólinn með starfi sínu fullan rétt á að vera á sama stað og skóli mæðra framtíðarinnar. En brýn nauð- syn getur það varla talist, að alþýðuskóli og húsmæðraskóli séu á sama stað, lieldur er ým- islegt sem mælir sterklega á móti þvi. í sambandi við fyrirhugaðan aukinn innflutning fólks til sveitanna vex þörfin á fjöl- breyttum og vönduðum skól- um. Og má þá segja með sanni, að húsmæðraskólarnir séu þá fyrsta verkefnið. Þeirra hefir verið þörf um langt skeið. Innflutningur í sveitirnar. Ræða þingmanns Borgfirð- inga, Péturs Ottesen, á fullveld- isdaginn, þ. 1. desember síðast- liðinn hefir valdið nokkurum umræðum manna á meðal hér í héraðinU. Skoðun Borgfirðinga á þingmanni sínum hefir verið sú, að hann væri mjög raunsær maður og liinn ólíklegasti með- al þingmanna vorra, að gera sér tyllivonir eða láta glepjast af skýjaborgum. En ýmsum mönnum hér i héraðinu hefir virst sein raunsæi hans hafi oft verið meira en í þessari um- ræddu ræðu. Menn eru mjög sammála þingmanni sínum hér um slóð- ir um það að stöðva þurfi fólks- strauminn úr sveitunum til kaupstaða og kauptúna. Slik hefir verið krafa bændanna um mörg undanfarin ár. En sá straumur hefir ekki verið stöðvaður? og var það þó :á valdi stjórnar og Alþingis að hindra þann straum. En það hefir ekki verið gert. Þvert á móli hefir þessi straumur verið örfaður með ýmiskonar opin- berum aðgerðum og ráðstöfun- um. Bændur hafa því orðið að taka til sinna ráða. Þeir hafa orðið með miklu meiri hraða en fjármagn þeirra Ieyfði að bæta jarðir sínar. Má þvi segja, að á síðustu árum hafi farið fram, ekki að eins stórfeldar umbæt- ur, heldur alt að því umbylting bæði hvað hýsingu og ræktun snertir. Þann veg hafa bændur orðið mjög skuldugir við banka og aðrar lánsstofnanir, og hafa engin ráð verið til þess að standa straum af þeim lánum, nema með því að spara vinnu- kraft, enda var það hinn mink- andi vinnukraflur í sveitunum, er knúði þá til þessara átaka og umbóta. Og umbæturnar hafa náð tilgangi sínum. Með stór- legri aukningu véltæks ræktaðs lands hefir tekist að spara vinnukraft mannshaudarinnar, svo að nú þarf færra fólk til þess að afla lieyja handa jafn- stórum bústofui er áður þurfti að vinna fyrir með fleira fólki. Sama máli gegnir um hirðingu búpeningsins að vetrinum. Hin bætta hýsing gerir alt þetta auðveldara en áður var það, og sparar þann veg vinnu. Menn erU hér ekki heldur ó- sammála þingmanni sínum um það, að þjóðfélagsleg nauðsyn sé á því „að fólkið fari að flytja úr kaupstöðunum aftur og upp í sveitirnar“, en þá fara líka leiðirnar að skilja að mestu. Þingmaðurinn heldur því fram, að sveitirnar muni geta tekið á móti um 12000 manns úr kaupstöðum og kauptúnum og séð þeim fyrir atvinnu. Yrði það um tveir menn að meðal- tali á býli. Þetta er hin gífurleg- asta fjarstæða. Mundi sanni nær að ekki væri hægt að veita atvinnu þessu fólki meira en svo að svaraði til þess að tekinn væri einn maður á hvert lieim- ili, eða 6000 manns alls. Fullar líkur eru þó á, að talan yrði nokkuð lægri, ekki öllu meira en 4000 manns. Og svo vaknar sú spurning með mörgum: Eru allar þessar mörgu þúsundir þingmannsins til nokkurra hagsbóta fyrir sveitirnar? Mundi ekki einhver hluti þeirra vera ófær til vinnu, bæði vegna kunnáttuleysis á sveitastörfum og svo hinu, að líkamlegt þrek og Iiörku viljans slcorti til þess að leysa af höndum þær hinar þungu annir, sem sveitalífinu er samfara? En hitt er mönnum hér ljóst, að ótviræður hagnað- Ur væri að því fyrir kaupstað- ina og kauptúnin að losna með Svona hægu móti við atvinnu- leysingja sína. En menn eru að velta því fyrir sér Iiér, hvort hagur sveitanna yrði ekki nokk- uð vafasamur, ef þessum 12000 væri nú alt í einu veitt sem striðum straumi inn yfir sveit- irnar. Vér stöndum sannarlega, ls- lendingar, andspænis torráðnu úrlausnarefui þar sem er at- vinnuleysið með þjóð vorri. Undanfarandi ár hefir atvinnu- bótafé og opinberum styrkjum ekki verið, nema að mjög litlu leyti, varið til þess að skapa at- vinnuleysingjunum skilyrði til sjálfstæðs atvinnurekstrar t. d. með því að rækta landsvæði í stórum stíl og koma upp nauð- synlegri liýsingu í sambandi við þá ræktun. Hefði sú forsjálni verið fyi’ir hendi hefði nú mátt koma þar til starfa einhverju af þessum 12000 úr kaupstöð- um og kauptúnum, sem áreið- anlega er ekki þörf fyrir eins og stendur í sveitum landsins. Væri vel, ef svo reyndist, að þriðjungur þess fólks fengi at- vinnu út um sveitirnar. Loðdýrarækt. Eins og kunnugt er á hin ill- ræmda mæðiveiki í sauðfénaði u'pptök sín hér á landi i Borgar- firðinum. Lætur því að Iíkum, að spjöll liennar liafi ekki hvað síst lamað afkomu bænda hér. Enda eru þau afhroð geysimik- il. Jafn athafnasamir bændur og hér eru í héraði reyndu margt til úrbóta og þar á meðal loðdýraræktina. En þegar að ÖAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.