Vísir - 26.03.1940, Blaðsíða 1
Riístjóri:
KRISTJÁN guðlaugsson.
Ríí itst jórnarskrif stof ur:
^élagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri
Blaðamenn Sími:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla
30. ár.
Reykjavík, þriðjudaginn 26. mars 1940.
69. tbl.
Verður Winston
Churchill falin
yfii*stjói»n land-
Chamberlain ræðir
við leiðtoga stjórn-
arandstæðinga - - -
EINKASKEYTI frá United Press. K.höfn í morgun.
Eitt af þeim málum, sem mest hefir verið rætt und-
anfarna daga meðal stjórnmálamanna og í
blöðum, eru væntanlegar breytingar á bresku
stjórninni. En að undanförnu hefir verið búist við, að
Chamberlain mundi ljúka við að endurskipa stjórn sína
í yf irstandandi viku. Þingið kemur saman sem kunnugt
er þriðjudag næstkomandi, 2. apríl. Er búist við, að þá
verði í síðasta lagi tilkynt um breytingarnar. Ef tir Lund-
unablöðunum að dæma er ekki nokkur vafi á því, að
Chamberlain er að ræða við stjórnmálamenn um endur-
skipan stjórnarinnar, en blöðunum ber ekki saman um
hversu víðtækar breytingar muni verða.
Stjórnmálafréttaritari Daily Telegraph skýrir frá því,
að undanfarna daga hafi Chamberlain iðulega rætt við
leiðtoga jafaðarmanna, en um árangurinn af því er ekki
kunnugt.Hann hefir rætt við Arthur Greenwod,Herbert
Morrison, A. V. Alexander og Attlee. Ennfremur við
Sir Archibald Sinclair, leiðtoga f rjálslyndra manna, sem
ekki styðja stjórnina. Eru því taldar líkur til, að Cham-
berlain muni leitast við að endurskipa stjórnina þann-
ig, að jafnaðarmenn og frjálslyndir menn í stjórnarand-
stöðu eigi sæti í henni.
Þá er fullyrt í breskum blöðum, að unnið sé að því
af stuðningsmönnum Winstons Churchills, að yfir-
stjórn allra landvarnanna verði sett í hans hendur.
Halda stuðningsmenn hans því fram, að nauðsynlegt
sé að maður, sem býr yfir eins mikilli andlegri orku og
hann og f ádæma dugnaði, geti notið sín betur en hann
gerir nú. Er það talið sjálfsagt, að Winston Churchill
taki enn meiri störf á sínar herðar en hann nú hefir.
Það er þó ekki enn sem komið er neitt komið fram til
sönnunar orðrómi, sem upp kom erlendis, að Chamber-
lain imuni biðjast lausnar, og láta aðra taka við stjórn-
artaumunum.
Ðaily Herald skýrir f rá því, í sambandi við hina væntanl, breyt-
ingu á skipan bresku stjórnarinnar,að Chamberlain forsætisráðh.
hafi ekki enn sem komið er beðið leiðtoga verkalýðsmanna að
taka þátt í stjórn landsins, og bætir blaðið því við, að ekkert bendi
tiL að Chamberlain ætli sér að óska eftir því, að þeir taki þátt
í stjórninni.
Loks segir blaðið, að ef Chamberlain byði þeim sæti í stjórn-
inni, sé líklegt að tilboðinu yrði hafnað, á þeim grundvelli, að
verkalýðsmenn telji heppilegra, að andstöðuflokkarnir styðji
hana til þess að leiða styrjöldina til lykta með sigri Banda-
manna, en séu frjálsir að því að, gagnrýna gerðir hennar, og sé
það öllum fyrir bestu, að aldrei sitji andstæðingalaus ríkisstjórn
að völdum.
VERÐUR FIMM MANNA STRlÐSSTJÓRN MYNDUÐ?
Daily Herald telur líklegt, að mynduð verði fimm manna
stríðsstjórn, og fái sæti í henni: Chamberlain sjálfur, Halifax lá-
varður, utanríkismálaráðherra, Sir John Simon, f jármálaráð-
herra, Winston ChurchiII, flotamálaráðherra, og Sir Samuel
Hoare.
Er ekki óliklegt talið, að Winston Churchill verði skipaður
ráðherra án umráða yfir sérstakri stjórnardeild, en verði falin
yfirstjórn allra landvarnanna, svo og hergagnaframleiðslunnar.
Mauretania á
leið um Pana-
maskurðinn.
Það vakti mikla athygli fyrir
skömmu, er bresku hafskipin,
Queen Mary og Mauretania,
lögðu skyndilega af stað frá
New York, en þar höfðu þau
legið frá því í ófriðarbyrjun.
Roinu þá fram tilgátur um, að
skipin yrði notuð til herflutn-
inga meðan styrjöldin stendur.
Ekki var kunnugt um ákvörð-
unarstað þeirra.
Nú hefir borist fregn um það
frá Christobal, að Mauretania
sé þangað komin. Lagðist hún
þar við akkeri í gærkveldi og
búast menn við, að hún fari
gegniim Panamaskurðmn í dag.
Winston Churchill
og
Gemalin,
yfirhershöfðingi Frakka.
Samkepnin
um
rúmensku
Einkaskeyti frá United Press.
K.höfn í morgun.
Franskt f élag hef ir, f yrir hönd
frönsku stjórnarinnar, samið
um kaup á 200.000 smálestum
á bensíni i Rúmeníu.
Samkepnin um rúmensku ol-
íuna er minni undangengna
daga en áður og hefir olían þvi
lækkað i verði. — Þjóðverjar
hafa dregið úr kaupum sínum
vegna flutningaerfiðleika og
munu ekki verða breytingar
þar á, fyrr en ísa leysir og flutn-
ingar hefjast á ný á Dóná með
vorinu.
fni s. I. Iimrfii.
Stokkhólmi laugardag. FB.
Útför Selmu Lagerlöf, sænsku
skáldkonunnar heimsfrægu, fór
fram í morgun i östre Entervik
i Vermalandi og var athöfnin öll
mjög hátíðleg. Um alt Verma-
land voru fánar dregnir i hálfa
stöng og aðdáun og þakklæti
Vermalandsbúa kom fram á
margan hátt, en ekkert skáld
hefir lýst Vermalandi og
Vermalandsbúum af meiri snild
í óbundnu máli, en Selma Lag-
erlöf.
Útfararræðuna flutti Rune-
stam biskup, sem lýsti henni
þannig, að í starfi sínu og lífi
hefði hún verið samhljóma við
alt það, sem væri frá guði kom-
ið, í öllu, sem frá hennar hendi
kom hefði lýst sér kærleikur til
líf sins og mannanna. Fyrir hönd
Vermalands flutti þakkarorð
I FLUGVÉLAVERKSMHMUM BANDARÍKJANNA er mikiðað gera um þessar mundir. Er
þar unnið að smíði hernaðarflugvéla af miklu kappi, fyrir Bandaríkin og Bandamenn. Myndin
hér að ofan er tekin í flugvélaverksmiðju í Inglewood, Kaliforniu. —
SkíðaEiiótið á Akureyri: |
Fj ölmennasta landsmótið,
sem haldið hefir
verið hér á landi.
Jónas Asgrefrssoii frá Nigrlnfirdi
varð skíðagar»iii* Islands.
Þátttakendur í því Landsmóti skíðamanna, sem nú er
lokið á Akureyri, voru fleiri en i nokkuru landsmóti,
sem haldið hefir verið hér á landi. Er það af þvi, að nú
var unglinga-, drengja- og kvennakepni, en allar þær
greinar hafa ekki áður verið teknar með i Landsmót.
Þá voru þátttakendur frá miklu fleiri stöðum á landinu en
áður, svo og áhorfendur. Voru þeir frá Reykjavík, Siglufirði,
Isafirði, Ólafsfirði og viðar. Auk þess var veður yfirleitt gott og
tókst mótið sérlega vel þess vegna. Voru allir ánægðir með það,
bæði áhorfendur og keppendur. — Fer hér á eftir frásögn Ja-
kobs Péturssonar á Akureyri.
Póstmenn fá eltki að
koma í Gydingahverf-
in.
Einkaskeyti frá United Press.
K.höfn í morgun.
Samkvæmt fregnum frá Ber-
lin eru endursend bréf til Gyð-
inga, sem búa í hinum einangr-
uðu Gyðingahverfum (ghettos)
og er skrifað á bréfin, að menn
viti ekki deili á þeim, sem bréfið
er til. Peningar til Gyðinga eru
heldur ekki afhentir. Hvorki
lögregla eða póstmenn fá leyfi
til þess að fara inn i Gyðinga-
hverfin. — Yfir 200.000 Gyðing-
ar haf a verið einangraðir í Lodz
i Póllandi.
Tyrkir reiðir
Einkaskeyti frá United Press.
Lonclon í morgun.
Fregnir frá Istanbul herma,
að tyrknesku blöðin ráðist nú á-
kaft á þýsku útbreiðslumála-
stjórnina, einkanlega fyrir út-
varpssendingar hennar. Haga
Þjoðverjar og útvarpi sínu þann-
ig, segja tyrknesku blöðin, að
það truflar útsendingar út-
varpsstöðvarinnar í Ankara.
Áforma Tyrkir, að koma upp
öflugri útvarpsstöð í gagnráð-
stöfunarskyni.
Hið opinbera málgagn Yeni
Sabah segir i dag, að Þjóðverjar
haldi því fram, að þeir þurfi
landa og náttúruauðlinda, en til
þess að ná þessu marki fara
Þjóðverjar brautir blóðs og elds
og hörmunga, segir blaðið.
Ivar Vennerström landshöfð-
ingi.. — Blómsveigar voru send-
ir í hundraðatali, m. a. frá Gúst-
avi V. konungi og Gústav Ad-
olf, krónpi'insi Svía. H. W.
Á skírdag.
Svig drengja 13—15 ára:
1. Jón Gíslason, Samein., Ólafs-
firði 59.1 sek.
2. Jón Steinsson, Samein., ÓI-
afsfirði 60.8 sek.
3. Gunnl. Magnússon, Samein.,
Olafsfirði 60.8 sek.
Svig drengja 1Ó—12 ára:
1. Ari Guðmundsson, Skíðafél.
Siglufj. 35.3 sek.
2. Magnús Ágústsson, Samein.,
35.6 sek.
3. Mikael Jóhannesson, íþr.ráð
Akureyrar 38.8 sek.
Svig drengja innan 10 ára:
1. Friðjón Eyþórsson, Iþr.ráð
Ak. 36.7 sek.
2. Kristinn Jónsson, íþr.ráð Ak.
40.5 sek.
3. Birgir Sigurðsson, íþr.ráð
Ak. 41.1 sek.
Brun drengja 13—15 ára:
1. Guðm. Ólafsson, Sameining,
47.5 sek.
2. Jón Gíslason, Sameining,
47.9 sek.
3. Jón Steinsson, Sameining,
48.2 sek.
Brun drengja 10—12 ára:
1. Gottskálk Bögnvaldss., Skf.
Siglufj. 1 mín. 1.4 sek.
2. Magnús Ágústsson, Samein-
ing, 1 min. 2.4 sek.
3. Guðni Gestsson, Skf. Siglufj.,
1 mín. 5 sek.
Laugard. 23. mars.
18 km. ganga, A-fl., 12 þáttt:
1. Magnús Kristjánsson, íþr.ráð
Vestfj., 1 klst. 0 mín. 17 sek.
2. Guðm. Guðmundsson, Skf.,
Sigluf j., 1 klst. 1 mín. gQ §e,k,
3. Jónas j\sge,ivsscín; SJcíðaÍJQrg-;
1 klst. 1 min. 36 sek.
4. Gísli Kristjánsson, íþr.ráð
Vestfj. i klst. 5 min. 0,8 sek.
5. Björn Ölafsson, Skf. Siglufj.,
1 klst. 7 mín. 0,1 sek.
6. Ketill Ólafsson, Skíðaborg,
1 klst. 7 mín. 47 sek.
7. Bögnvaldur Ólafsson, Skf.
Siglufj. 1 klst. 8 min. 0,7 sek.
Jón Þorst. tók ekki þátt i
göngunni.
18 km. ganga, B-fl., 19 þáttt.
1. Sigurður Jónsson, íþr.ráð
Vestf. 1 klst. 6 min. 55 sek.
2.-3. Ásgrímur Stefánsson, Skf.
Sf. 1 klst. 7 mín. 47 sek.
2.-3. Guðm. Sigurgeirsson, íþf.
Þing. 1 klst. 7 mjn. 47 sek.
4. Erl. Stefánsson, Skíðaborg
1 klst. 8 mín. 47 sek.
5. Sveinbj. Kristjánsson, Iþr.
Vestf., 1 klst. 9 min. 27 sek.
15 km. ganga, 17, 18 og 19 ára,
23 þátttakendur:
1. Haraldur Pálsson, Skf. Siglu-
fj., 50 mín. 25 sek.
2. Einar Ólafsson, Skf. Siglufj.,
51 min. 42 sek.
3. Jón Jónsson, Íþfél. Þing.
52 min. 55 sek.
Frh. á 3. siðu.
¦