Vísir - 19.06.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 19.06.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðiaugsson Skriístofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 19. júní 1940. Ritstjóri Biaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaidkeri 5 línur Afgreiðsta 139. tbl. Samkomulagsumleitanir að byrja milli Þjóðverja og Frakka Franska stjórnin ræddi svar Þjóðverja á fundi sínum í morgun — Samninga- menn skipaðir. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Franska ríkisstjórnin kom saman á fund í morgun, en þá hafði henni borist til- kynning frá þýsku stjórninni, fyrir milligöngu sendiherra Spánar í Frakk- landi. I tílkynningu þessari eða svari kveðst þýska ríkisstjórnin reiðubúin til þess að ræða um skilmála fyrir því, að vopnaviðskiftum verði hætt, og fer fram á, að franska stjórn- jn tilnefni menn fyrir sína hönd til þess að hitta fulltrúa þýsku stjórnarinnar. Franska stjórnin birti tilkynningu, að loknum fundi sínum, þar sem sagt var frá þessu svari Þjóðverja, og var tekið fram, að ríkisstjórnin hefði skipað menn til þess að ræða við Þjóðverja fyrir sína hönd. Ekkert var tilkynt um hvaða menn hafa orðið fyrir valinu, hvorki af hálfu Þjóðverja eða Frakka, né held- ur hvar þeir muni hittast, en það er búist við að fund- urinn verði haldinn án tafar, og mjög bráðlega fáist úr því skorið, hvort vopnahlé kemst á eða ekki. Það er ekki gert ráð fyrir því, að vopnaviðskifti hætti meðan þessar samkomulagsumleitanir standa yfir. Sennilegt er, að samkomulag hafi náðst um það á fundi þeirra Mussolini og Hitlers í Munchen í gær, hvaða kost- ir Frökkum verða boðnir, og verði þeir lagðir fyrir fulltrúa Frakka þegar í stað, og muni því fljótt verða úr því skorið, hvort Frakkar fallast á þá, eða halda áfram vörninni, eins og Winston Churchill hvatti þá til í ræðu sinni í gær. Ýmsir franskir leiðtogar eru þess hvetj- andi, að Frakkar verjist áfram og standi við samnings- skuldbindingar sínar við Breta. Tyrkir Italir óttast, að hernemi Sýrland - og leita samvinnu við Rússa. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum í Istanbul hneigjast Tyrkir æ meira til samvinnu við Rússa, þar sem tyrkneskir st jórnmálamenn telja, vegna þeirra at- burða sem eru að gerast i Frakklandi, að vafasamt sé, að bresk-fransk-tyrkneski sáttmálinn verði í gildi á- fram. Virðist alt benda til, að Tyrkir hafi snúið sér til Rússa og muni fara að ráðum þeiri'a, að því er stefnu í utanríkismálum snertir. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum eru Tyrkir að leitast við að fá samþykki Rússa til þess að hernema Sýrland, á þeim grundvelli, að sú hætta vofi yfir, að ít- alir ætli að gera árás á það. Vilja Tyrkir verða fyrri til. Fregn barst um það í gær, að herforingi Frakka í Sýr- landi, en Sýrland er franskt verndarríki, hafi gefið út tilskipun þess efnis, að stríðinu verði haldið áfram á landi, í lofti og á sjó, en þessi fregn hefir ekki verið stað- Fundur Mussolini og Hitl- ers í Miinchen. Feikna mannfjöldi hafði safnast saman í Miinchen í gær, til þess að hylla Hitler og Mussolini. Borgin var öll fánum og blóm- um skreytt og feikna mannfjöldi við allar götur. Hitler tók sjálf- ur á móti Mussolini, á járnbrautarstöðinni. Margt ítalskra og þýskra stjórnmálamanna var í borginni, allir helstu menn naz- istaflokksins þýska o. s. frv. JUmenn herskylda í undirbúningi. Einkask. frá U. P. Lonclon í morgun. 'J^OOSEVELT lét þess get- ið á fundi blaðamanna í gær, að bráðlega mgiuii komið á opinberri skgldu- vinnu fgrir unga Banda- ríkjamenn af öllum stéttum. Eru sérfræðingar stjórnar- innar að rannsaka þetta mál, en síðan verður það fengið þinginu í hendur. Þetta mun þó ekki verða sent því frumvarpsformi, heldur sem bréf eða ósk um að það verði tekið til alvarlegrar yfir- vegunar. Þessi skglduvinna verður herðnaðarleg aðeins í breið- asta formi sínu og mun verða látin standa í eitt ár fgrir hvern aldursflokk, bæði karla og kvenna. Karlmönnunum verður kend almenn hernaðartækni og þar að auki öll þau störf, sem vinna þarf að baki vig- línunum á stríðstímum, t. d. að skipuleggja ftutninga- kerfi o. þ. h. Þá verða menn æfðir í meðferð gmissra véla, með tilliti til aukinnar fram- leiðslu á hergögnum, og loks verða vinnuflokkarnir látnir æfa sig í skógrækt og land- búnaði, sVö að hvergi verði glompa.. í náttúruauðlegð landsins, ef til ófriðar kem- ur. Bretar hatda áfram styrjSldinni „irnm saman - - og einir“ ei þörf krefnr. Mestur liluii her§ Breta liefir verið fluttur lieim til Bretlands. þar sem þegar er \% iniljjoii manna her reiðubúinn til þess að verja landið, auk flugiiers ogr flota. — I r ræðu Hinstons Churchillsí I gær. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Winston Churchill flutti mikla ræðu í neðri málstofunni í gær. í ræðu þessari skýrði hann frá því enn einu sinni að breska stjórnin væri staðráðin í, að halda stríðinu áfram, og hefði rík- isstjórnir samveldislandanna bresku fullvissað bresku stjórnina um, að samveldislöndin stæði með Bretlandi þar til yfir lyki. Það var að vísu kunnugt áður en Churchill flutti ræðu sína, að engin breyting mundi verða á afstöðu Frakka, þrátt fyrir það, sem gerst hefir í Frakklandi, en þrátt fyrir það biðu menn með mikilli óþreyju yfirlýsingar ChurchiII og hernaðargerðar. Ræð- an hefir fengið . hinar bestu undirtektir, ekki síst fyrir það hversu hún var flutt af mikilli sanngirni og hógværð, og ef til vill enn áhrifameiri þess vegna, segja sum bresku blöðin. Sér- staka athygli vöktu þeir kaflar ræðunnar, sem fjalla um vænt- anlega tilraun Þjóðverja til þess að ráðast inn í landið. — Ræðu sína endurtók Churchill með litlum breytingum kl. 8 í gær- kveldi, í útvarpið. í uppliafi ræðu sinnar minti Churchill á afleiðingar þess, að Þjóðverjum tókst að brjótast í gegn hjá Sedan og yfir Meuse- fljót. Franska herstjórnin gerði ekki ráðstáfanir til þess í tæka tið að fyrirskipa undanhald liers Bandamanna i Norður- Flandern, 15—16 frönsk her- fylki og næstum allur hreski herinn í Frakklandi misti nú samhand við lierinn sunnar. Það hefði að vísu tekist að bjarga talsverðu af franska hernum (120.000 mönnum) og meginhluta breska hersins, en nú vai-ð allur þessi her ekki not- aður til varnar annarsstaðar. Og hergögn þessa mikla hers glötuðust — það varð að skilja þau eftir, Hersveítir Breta og Frakka, sem þannig var ekki hægt að nota, hefði ef til vill gel.ið ráðið úrslitum, en þar sem þær voru úr sögunni í bili- var orustan um Paris glötuð þegar fyrstu tvær vikurnar. Churchill kvaðst ekki skýra frá þessu til þess að bera fram. ásakanir — það væri'tilgangs- laust — heldiu' gerði hann þetta til þess að það kæmi skýrt fram hvers vegna Bretar hefði ekki nema 3 herfylki á vígstöðvun- um í stað 12—15. Viðræður þeirra Mussolini og Hitlers fóru fram í höfuðsetri Nazista í Múnclien, Brúnahús- inu, og raíddust þeir við einir i 2þo klst., en j>ar næst hófst fund- ur af nýju, og tóku þýskir og italskir stjórnmálamenn þátt í Frh. á 2. síðu. i Bandarikin ætla að koma sér upp öflug- asta flota í heimi. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Flotamálanefnd fulltrúadeildar þjóðþings Bandaríkj- anna hefir samþykt tillögu Starks aðmíráls, yfirmanns herskipaflota Bandaríkjanna, um að veita 4000 miljónir dollara til aukningar herskipaflota Bandaríkjanna, eða til þess að gera Bandaríkjaflotann langsamlega öflug- asta f lota, sem nokkurt stórveldi hef ir átt. Smíðuð verða 200 ný herskip. Flotaaukningin er 70% og þegar búið er að smíða herskip þau, sem ráðgert er, eiga Bandaríkin 738 herskip. Atkvæðagreiðslan í flotamálanefndinni sýnir ljóslega hvern áhuga menn vestra hafa nú fyrir því, að auka landvarnirnar og verða við Ölíu búnir. Allir nefndar- tnenn, 17 talsins, greiddu atkvæði með tillögunum. Churchill vék að þeirri gagn- rýni, sem fram hefði komið um stjórnarframkvæmdir síðustu ára, eða réttara sagt, að ekki var sint vígbúnaðarmálum og öryggis, en hann kvað lilgangs- laust að deila um fortíð og nú- tíð, eins og sakir stæði, því að af því gæti leitt miklar liættur fyrir framtíðina. Ilann kvað stjórnina einhuga, hver maður sinti sinu hlutverki af öllu lcappi og einbeitingu, og stjórn- in ynni saman sem einn maður. Hvatti hann menn til hlýðni og hollustu. Chm’chill skýrði frá þvi, að Bretar héldi áfram stríðinu — árum saman og hjálparlaust, ef þess gerðist þörf. Vitnaði hann í fyrri ummæli um þetta. Hann lýsti yfir þvi, að fh'Ct-. ar liefði flutt lieim 7/8 hluta liers þess, sem þeir höfðu sent til Frakklands eða um 350.000 menn af 400.000, sem búið var að senda þangað. Hér er þess að geta, að Bretar fluttu heim um 335.000 menn frá Flandern, en voru farnir að flytja lið aft- ur til Frakklands, til þess að hjálpa Frökkum, en þeir herflutningar virðast hafa ver- ið stöðvaðir fyrir nokkrum dögum, þegar sýnt var að vörn Frakka var að bila, og hefir síð- an verið urinið að því að flytja her og hergagnahirgðir Breta heim aftur, m. a. Kanadamenn, sern nýkomnir voru þangað, en enn herst þó breskur her með Frökkum i Normandie. Þá lýsti Churcliill yfir því, að Bretar hefði nú 1(4 miljón manna undir vopnum i Bret- landi, og auk þess um (4 miljón sjálfboðaliða í heimavarnasveit- um bæja og héraða og væri að vísu ekki búið að vopna allar þessar sveitir. Mikið lið til við- bótar yrði kvatt til vopna. Einn- ig míntist hann á hersveitirsam- veldislandanna. Churchill sagði, að allur sá her (12 herfylki), hefði verið kominn til Frakk- lands og hefði herstjórn Frakka aldrei gert sér vonir um meira lið á þessuin timá, en að sjálf- sögðu var unnið að þvi, að auka það jafnóðum. Churchill ræddi talsvert hvort óvinaþjóðinni mundi geta tek- ist að setja lier á land i Eng- landi. Til þess þyrfti hann mik- inn her. Churchill taldi, að til þess að flytja 5 lierfylki til Bret- lands þyrfti óvinurinn 200—250 skip. Eins og nú væri háttað skilyrðum til þess að fylgjast með því, sem gerist (eftirlits- flugferðir, ljósmyndatökúr úr lofti), væri eklci liægt fyrir ó- vinaþjóðina að safna miklum lier, miklum skipafjölda og sigla honum úr liöfn, án þess ekkert vitnaðist uni það, og þótt slíkur floti kæmist af stað væri allar Iíkur til þess, að árásir yrðu gerðar á liann. Ghurchill minti á, að 1914 liefði allur fastalier Breta verið flutlur til Frakklands og Belgíu, og eng- inn æfður her til að verja land- ið, en þá var treyst á flotann — og áttu Þjóðverjar þá voldugan flota, en nú aðeins 2 stór her- skip, sem tekur að nefna. Það væri sagt, að breska flotanum hefði ekki tekist að hindra lier- flutninga til Noregs, en Bretar hefði aðeins getað haft kafbáta og smáskip i Skagerak, og þeir liefði ekki getað liindrað her- flutningana, þótt þeir hefði gert mikinn usla. En öðru máli væri að gegna í Norðursjó og við strendur Bretlands yfirleitt, þar sem Bretar gæti komið við öðr- mn herskipum sínum ^prface ships). Þá væri minst á italska flotann. Hann kynni að reyna að sigra breska flotann. Cliur- chill kvaðst fús til þess að leyfa ítalska flotanum óhindraða umr ferð um Gibraltarsund, til þess að liann gæti reynt sig við hreska flotann. — Hér leikur mörgutn forvitni á að sjá hvort ítalski flotinn nú sé svipaður því, sem hann var i heimsstyrj- öldinni, — en þá fór af honum lítið orð., ChUf&hill gerði l'áð fyrir þeim möguleika, að óvina- þjóðin gæti sett á land 5—10 þúsund manna her „á dimmri nóttu eða þokumorgni“, en til þéss að geta gert innrás i Eng- land með tilætluðum árangri þyrfti þýski flugflotinn að sigra þann hreska. Gerði hann sam- anburð á flugflotanum og minti m. a. á hið mikla tjón, sem Þjóðverjar liafa orðið fyrir, en þeir hafa mist gifurlega mildð af árásarflugvélum á vesturvíg- stöðvunum að undanförnu. — Bretar stæði nú tiltölulega vel að vigi með árásarflugvélar, en þjóðverjar ætti fleiri sprengju- flugvélar. En breska flugherinn eflist stöðugt og fær ótakmark- aðar flugvélar frá Bandaríkjun- um og flugvélar og flugmenn frá Kanada og öðrum samveld- íslöndum. Hann kvað falllilífar- Frh. á 3. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.