Vísir - 25.06.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 25.06.1940, Blaðsíða 1
 Rttsí jóri: Kr'ístján CSuÖSaug SSOíí Skrifstofur: Fc lagsprentsmíðjan (3. hE3ð). Rststjóri ] BSaöamenn Sími: Auglýsingar , • 1660 Gjaldkeri 5 Ifnur Afgreiðsla J 30. ár. Reykjavík, þríðjudaginn 25. júní 1940. 143. tbl. VOPNAHLÉ KOMSTÁ ÍFRAKKLANDI KL. 1,35 I NÓTT SKV. MIB-EVRÓPUTÍMA Badogrlio hef ir þanoig: skrif að iindir samningrana kl. 7.35 í gær, en um efni þeirra er enn ekki kannngt. Nánari fregnir berast vafalaust í tiag*. Tilkynt \av í Þýskalandi í greg?n um útvarpsstöðvai*, er Itcrir. Fiakka og' l»jóðvcrja lögrðu oiður vopit. For sú athöfn frant með niikluin virðnlcik, ogr sálmur var sunginn, cr tilkvnningrnnni var lokið. ÞJÓÐVERJAR leggja ríka áherslu á það í tilkynningum sínum, að vopnahléssamningar þeirra og Frakka beri á sér alt annan svip, en samningar þeir, sem gerð- ir voru í Compiegne-skógi 1918. Að þessu sinni miði samningarnir að því einu, að tryggja frið millum Frakka og Þjóðverja, sem og að vernda þá hernaðar- aðstöðu gegn Bretum, sem Þjóðverjar hafi aflað sér með sigrum sínum í Frakklandi. Hér sé ekki verið að auðmýkja Frakka að óþörfu, enda hafi þeir bar- ist hraustlega, og séu sem hermenn allrar virðingar maklegir. Séu samningarnir í f ullu samræmi við það, þótt vopnahléssamningar hljóti ávalt að vera strangir til þess að tryggja öryggið og vinsamlega sambúð, þessara voldugu andstæðinga. Aðþví, er næst verður komist, er aðalinnihald samninganna, svo sem hér greinir: 1) Franski herinn verður afvopnaður að mestu, en þó fá Frakkar að hafa her, sem nægir til að halda uppi reglu í landinu. Þjóðverjar halda norð-vesturhluta landsins til nauðsynlegra hernaðaraðgerða gegn Bretum, og eru í rauninni einráðir á öllum svæðum milli Tours og Genf. Þjóðverjar hafa eftirlit í öllum hafnarborgum Frakklands, og herskipa og kaupskipaf loti Frakka skal kallaður heim. Herskipaf lotann skal af vopna í þeim höfnum, sem^Þjóðverjar og ítalir ákveða, en þó skal Frökkum heimilt að hafa nauðsynlegan herskipaflota til verndar og tryggingar nýlendum þeirra. Þjóðverjar ráða yfir og hafa eftirlit með öllum samgönguih og flutningatækjum í Frakklandi. Frakkar afhendi öll hergögn, fallbyssur, f lugvélar og hráefni til hernaðar í hendur Þjóðverja. Samningarnir voru undirritaðir í Compiegne-skógi s. 1. laugardag, en að því loknu flugu samningamenn Frakka þeir: Hunzinger herforingi, Le Luc herforingi, Bergere herf oringi og Leon Noél sendiherra til Rómaborgar til samningaumleitana við ítali og lauk þeim samningum í gær. 2) 3) 4) 5) CIANO GREIFI afhenti sjálfur frönsku sendimönnunum vopnahlésskilmála ítala. í fregn frá fréttaritara United Press í Rómaborg segir, að frönsku sendi- mennirnir haf i skýrt frönsku stjórninni frá skilmálunum símleiðis yf ir Svissland. Gert var ráð fyrir, að sendimennirnir f æri heimleiðis á mánudag eða þriðjudag. Það var tekið fram, að Mussolini hefði ekki verið viðstaddir, er skilmálarnir voru afhentir. Franska stjórnin sat á stöðugum fundum eftir, að hún hafði fengið vitneskju um skilmála Itala og varð sá endir á, sem að framan greinir, að vopnahlé komst á, en það var ráð fyrir því gert, er Frakkar féllust á vopnahlésskilmála Þjóðverja, að vopnaviðskifti hættu 6 klukkustundum eftir, að búið væri að undirskrifa vopna- hlésskilmála bæði við Þjóðverja og Itali. Þegar þetta er ritað hafði Vísir ekki borist fregn um, hvaða skilmála ítalir hefði sett Frökkum, en kunnugt er, að þeir settu þeim eigi síður harða kosti en Þjóðverjar. Vopnahlésskilmálar Þjóðverja eru afar harðir að áliti Breta, en það er rétt að leggja áherslu á, að hér er ekki um friðarskil- mála að ræða, heldur að eins vopnahlésskilmála, sem gilda þar til friður hefir verið saminn. Þegar Winston Churchill hafði gert að umtalsefni hina „hörðu kosti", sem Frakkar höfðu fallist á, sagði Petain í útvarpi, að hanh gerði sér vonir um betri kosti síðar, og hefif þá sennilega átt við, að friðarsamningarnir yrði vægari éða breytinar yrði gerðar Frökkum í vil. Winston Churchill hélt því fram í ræðu sinni, að franska stjórnin hefði gersamlega brugðist skuldbindingum sínum við Breta, bandamenn sína, með því að semja um vopnahlé í fyrsta lagi, og enn frekar með því að fallast á skilmála, sem af leiddi, að Þjóðverjar fengi betri aðstöðu til þess að herja á Bretland. Af Þjöðverja hálfu er vitanlega ekki litið svo á, að um harða kosti sé að ræða, heldur hafi megináhersla verið lögð á, að tryggja aðstöðu Þjóðverja meðan styrjöldin stendur. 1 breskum fregnum hefir verið mikið að því vikið að undan- förnu, áð franska þjóðin standi ekki einhuga með Bordeaux- stjórninni, og að Frakkar í nýlendunum og í breskum löndum vilji halda styrjöldinni áfram. Það er nú kunnugt, að Badoglio marskálkur skrifaði undir vopnahlésskilmála ítala og Frakka fyrir hönd Italíu, en Hunz- inger herforingi fyrir hönd Frakka. Vopnaviðskifti hættu ná- kvæmlega kl. 1,35 segir í tilkynningu frá hinni opihberu frétta- stofu í Rómaborg. Þegar í gærkveldi höfðu verið sendar fyrir- skipanir til vígstöðvanna um að draga úr skothríðinni. Italskar hersveitir voru við því búnar að fara inn í Savoy og Nizza í dögun í morgun. Petain marskálkur, forsætisráðherra Frakklands, flytur út- varpsræðu í dag. Það er þó ekki búist við, að hann muni gera þjóðinni ítarlega grein fyrir skilmálunum, en þegar ríkisstjórnir Frakklands, Þýskalands og Italíu hafa samþykt þá til fullnustu, verða þeir birtir í heild. I Þýskalandi ríkir mikill fögnuður. Hitler hefir fyrirskipað, að fánar skuli blakta á hverri stöng í 10 daga og kirkjuklukk- um á að hringja í 7 daga. Þá hefir Hitler skipað nefnd, sem á að hafa eftirlit með því, að 'vopnahlésskilmálarnir verði haldn- ir. Frakkar fá sæti í nefndinni. I Frakklandi ríkir sorg. Fánar blakta hvarvetna í hálfa stöng og skemtistöðum er lokað. Kl. 11 stöðvaðist öll umferð í eina mínútu en alger þögn ríkti meðan minst var föllnu hermann- anna. HVAÐ GERIR FRANSKI FLOTINN? De Gaulle herforingi hefir lýst yfir því, að hann geri sér vonir um, að franski f lotinn gef ist ekki upp og að takast muni að sam- eina alla Frakka í nýlendunum og breskum löndum víðar til þess að halda áfram styrjöldinni. PÓLSKI HERINN KOMINN TIL BRETLASDS. Sikorsky herforingi hefir tilkynt, að tekist hafi með aðstoð breska hersins, að flytja mestan hluta pólska hersins, sem var verið að æfa í Frakklandi, til Englands. Pólverjar, sagði Sikor- sky, halda áfram styrjöldinni, og berjast hlið við hlið með Bret- um, þar til yf ir lýkur. De Gaulle, franskur herfor- ingi, fyrverandi samstarfsmað- ur Weygands, hefir stofnað franska þjóðnefnd, sem hefir aðsetur í Westminster í Lond- on. Hlutverk hennar ér að hafa á hendi forystu þeirra Frakka, sem vilja halda styrjöldinni á- fram, en eins og fyrr segir halda Bretar því fram, að í ný- landunum Franska Indo-Kína, Sýrlandi, Algier og Tunis og víðar í frönskum löndum og verndarlöndum vilji menn halda styrjöldinni áfram. — De Gaulie er sagður standa í sam- bandi við Mittelhauser, yfirher- foringja Frakka í londum og nýlendum Frakka út um heim. Hver afstaða Frakka verður í þessum löndum, nú þegar vópnahlé er komið á, og hvort franski flotinn hlýðnast fyrir- skipunum um að halda til þeirra hafna, sem fyrirskipað verður, er mikilvægasta spurn- ingin, sem nú er ósvarað. Bretar hafa heitið De Gaulle herforingja og þeim, sem hon- um fylgjá að málum og vilja halda styrjöldinni áfram, fjár- hagslegum stuðningi. AFSTAÐA BANDARÍKJANNA TIL FRÖNSKU STJÓRNAR- INNAR EFTDl VOPNAHLÉS- SKILMÁLANA. .. Fréttaritari United Press í Washington segir, að það sé ó- líklegt, að Bandaríkjastjórn viðurkenni nokkura franska ríkisstjórn, sem lúti Þjóðverj- um. Er leidd athygli að því, að Roosevelt hafi fyrir liðlega viku lýst yfir því, að Bandaríkja- stjórn mundi aldrei viðurkenna neina landvinninga Þjóðverja í Frakklandi — eða yfirleitt neina landvinninga árásarþjöð- ar. — Landsmót 2. fl. hefst í kvöld kl. 8 og taka þátt í því'fimm félög, Fimleikafél. Hafn- arf jarðar auk Reykjavikurf élaganna f jögra. Fyrst keppa Fram og Vík- ingur, en strax á eftir F. H. og K. R. Næturlæknir: ¦ Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, sími 3951. NæturvörSur í Reykja- víkur apóteki- og Lyf jabúÖinni IÖ- unni. »Við erum ekki þess um- komnir að vernda eigið hllltleysi - hvað þá aðrar þjóðiru segir lorseti ílokksþings xepublicana. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Flokksþing „Republicana" í Bandaríkjunum, sem ákvarðar stefnu flokksins, með tilliti til forsetakjörs, sem fer fram nú í haust, settist á rökstóla í gær í Philadelphia. Er þingið haldið í byggingu, er nefnist „Convention Hall", en það er stærsta sam.- komuhús í borginni, og rúmar 13.500 menn í sæti, en að þessu sinni sækja 15.000 menn flokksþingið, og hafa nauðsynlegar ráðstafanir verið gerðar til þess að allur þessi mannfjöldi búi við hin bestu skilyrði. Forseti þingsins var kjörinn Stassen rík,isstjóri í Minnesota, en hann er þrjátíu og þriggja ára að aldri, og lítt kunnur utan Bandaríkjanna. --------------------;---------------------- Er forsetakjör liafði farið fram ávarpaði Stassen þing- heim og komst meðal annars svo að orði, að Bandaríkin yrðu nú að horfast í augu við sömu hættu og vofað hefði að undan- förnu yfir Frakklandi og Eng- landi, og þessi hætta hlyti að skella yfir Bandarikin, nema því að eins að breytt yrði um, forystu i þjóðmálum og stjörn- arháttu, viðleitnin hlyti að bexii- ast fyrst og fremst að þvi að Vesturheimur legði megin á- herslu á sjálfsvörn, gegn utan að komandi ofbeldi og ofríki. Stassen ásakaði Roosevelt" þunglega fyrir hirðuleysi og af- skiftaleysi í sambandi við þá heimsviðburði sem gerst hefðu, Frh. bls. 2.. lififlíiiirálíet- si Mann^ og eignatjón tiltölulega lítið. Einkaskeyti frá United Press. London, í morgun. I fyrsta skifti frá því í sept- ember síðastliðnum voru gefn- ar aðvaranir um yfirvofandi ioftárásir i London. Aðvaranir voru gefnar viða um land og aldrei eins viða og að þessu sinni. I tilkynningu iiínanrikis- og öryggismálaráðuneytanna Frh. bls. 2.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.