Vísir - 01.07.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 01.07.1940, Blaðsíða 3
VISIR íþróttaskólinn á Álafossi ^Júlínámskeið fyrir stúlkur byrjar á morgun þriðjudag. Nemendur mæti á afgr. Álafoss ki. IV2 e. hácl., hafi með sér matarkort, annað en kaffi. Tvö piáss laus. Uppl. aí'gr. Alafoss. Sigurjón Pétursson. hóíst á laugardag. ING Stórstúku íslands hófst á laugardag með guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni. Flutti Pétur Ingjaldsson, cand. theol., ræðu, en síra Garðar Svavars- son þjónaði fyrir altari. 102 fulltrúar sitja þingið, og eru þeir frá 3 umdæmisstúkum, 5 þingstúkum, 39 undirstúkum, einni ungmennastúku og 15 harnastúkum. A þinginu á laugardag gáfu ýmsir fulltrúar skýrslur um starfið s.l. ár og voru þær rædd- ar um kveldið. Var margvísleg- an fróðleik að finna í skýrslun- um. — Á tímabilinu 1. febr. 1939 til jafnlengdar 1940 fjölgaði templurum um 586 og voru 9913 að tölu, þar af 5438 í und- irstúkum og 4475 í barnastúk- um. Undirstúkur eru samtals 67 á landinu, en barnastúkur 49 að tölu. Þegar tala templara er borin saman við fólksfjölda í hinum ýmsu héruðum landsins, kemur í ljós, að þeir eru fjölmennastir í Vestur-ísafjarðarsýslu, eða 18.4%. Næst koma bæirnir ísa- fjörður og Seyðisfjörður með 17.8%. í Reykjavík eru að eins 3038 templarar, eða 8.1% af í- búafjölda. Stórstúkustig var veitt 32 fé- lögum á þinginu. Kosin var nefnd til þess að athuga deilur þær, er risið hafa innan Reglunnar og var samþ. að ræða ekki þau mál, fyrri en nefndin hefði lokið störfum, Þessir fimm menn voru kosnir „Leikhúsmál“ nefnist nýlt rit, sem Haraldur Björnsson leikari hefir hleypt af stokkunum, og er ætlað að vinna að því að „eyða ýmsri vanþekkingu og hleypidómum“, sem fylgt liafa íslenskri leiklist til þessa. Ritið er prýðilega úr garði gert, prentað á vandaðan papp- ír, en á forsíðu er birt mynd af Sigurði Péturssyni, fyrsta leik- ritaskáldi íslands. Annað efni ritsins er það, er hér greinir: Haraldur Björnsson: íslenslc leiklist; Ól. Guðmundsson: Sið- ustu 10 árin; Islenskir leikar- ar erlendis; Frá Þórshöfn; Har- aldur Björnsson: Fjalla Eyvind- ur; Lárus Sigurbjörnsson: Fyrsla leikritaskáld íslands, og að endingu er grein um operett- urnar. Margar myndir eru i ritinu af lielstu forvígismönnum og konum íslenskrar leiklistar. — Milcill áliugi er víðsvegar um land fyrir leiklist og má búast við að ritinu verði vel tekið. Byggir ritið tilveru sína á því, að áliugamenn i leiklist taki þvi vel, en ekki á auglýsingum, sem öll tímarit leggja kapp á að fá. Er hér urn athyglisverða út- gáfu að ræða, sem vonandi ber tilætlaðan árangur. í nefndina: Eiríkur Sigurðsson, Akureyri, Jónas Tómasson, ísa- firði, Brynleifur Tobiasson, Ak- ureyri, Páll Eyjólfsson, Vest- mannaeyjum og Kristján A. Kristjánsson, Súgandafirði. Ódýr leikföng Bílar frá 1.00 Dukkur frá 1.50 Armbandsúr frá 1.00 Smíðatól frá 0.75 Mublur frá 1.00 Myndabækur frá 0.75 Hringar frá 0.75 Nælur frá 0.75 Hálsfestar frá 1.00 Spennur frá 1.00 Hárkambar frá 0.65 Saumakassar frá 1.00 Kubbakassarfrá 2.00 Göngustafir frá 0.75 og ótal margt fleira. K. Einarssen k Bjðrnsson. Bankastræti 11. K. F. U. M. Vatnaskógur. — Fyrsti flokkur fer i skóginn fimtu- daginn 4. júlí. Enn geta nokkrir drengir komist að; þeir gefi sig fram i K. F. U. M. i kvöld og annað kvöld kl. 7i/2—&V2. Vanan mótorista vantar strax til Vest- .nannaeyja. Uppl. í síma 4877, ld. 10—12 f. h. Fötur, emailleraðar, Fötur, tinaðar, Uppþvottaföt, emailleruð. Búðingsföt, Hræriskálar, Kaffikönnur, Skaftpottar, Pönnur, jám, Bollar, Vatnsglös, Búrhnífar, Borðhnífar, Skeiðar, Gafflar. Hamborg h.f. Laugavegi 44. X f jarveru minni gegnir herra læknir Daníel Fjeldsted störfum mínum. Árni Pétursson. læknir. ískyggilegar horfur í Austur-Asíu. Brottflutningur kvenna og barna f rá Hongkong. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Horfurnar í Kína eru orðnar mjög iskvggilegar. Hernaðar- sinnarnir japönsku eru stöðugt að færa sig upp á skaftið og hvetja stjórnina til þess að nota tækifærið meðan Evrópuveldin hafa öðru að sinna, til þess að bægja burtu að fullu áhrifum hvítra manna í Austur-Asíu. Þrátt fyrir þessa afstöðu æðstu manna flota og liers og óvinsamlegrar afstöðu japanskra blaða í garð Breta og annara Evrópuþjóða, hefir japanska utanríkis- málaráðuneytið látið í ljós undrun yfir því, að Bretar hafa fyrir- skipað brottflutning fólks frá Hongkong. Brottflutningurinn var fyrir- skipaður s.l. laugardag og verða allar konur í Hongkong-nýlend- unni fluttar á brott, að undan- teknum hjúkrunarkonum. Öll börn verða flutt á brott. Fyrsti flokkurinn, 646 manns, lagði af stað frá Hongkong kl. 3.20 i nótt sem leið, en annar frá Kowioon ld. 5 í morgun, og fara báðir flokkarnir til Manila. Þaðan verður fólkið flutt til Ástralíu, og annast ástralska stjórnin um það. Frá T-eikfélaginu: 100 sýningar á leikárinu. lOPlUTÍU og níu leiksýningar hafa nú farið fram á þessu leikári hjá Leikfélaginu, frá því að starfið hófst í fyrravet- ur. Hafa aldrei farið fram jafn margar sýningar á einu leikári og að þessu sinni. Flestar voru þær áður 86, árið 1932. 100. sýningin á þessu leikári mun að likindum fara fram næstkomandi miðvikudag. — Verður það jafnframt síðasta sýningin þar til í haust. Sýningin verður með nokk- urum hátiðablæ, t. d. verða sungnar nýjar vísur, sem sér- stakt lag hefir verið samið við og heitir hvorttveggja „Stund- um og stundum ekki.“ Er ver- ið að æfa sönginn af kappi um. þessar mundir. r: mogur 3:t E FTIR leikinn í gær standa leikar svo, að Víkingur hefir enn 7 stig, Valur hækkar upp í 6, K. R. hefir 5 og Fram 2 stig. Tveir leikir eru eftir, K.R. og Valur, sem fer fram á miðviku- dag og Fram og Víkingur, sem fer fram á fimtudag. Valur lék undan vindi í fyrra hálfleik og byrjaði strax með mjög hröðum leik, i þeim til- gangi að knýja fram úrslit strax. Þeim tókst þó ekki að setja fyrsta mark sitt fyrri en eftir miðjan hálfleikinn, 27 mín„ og kom það vegna klaufa- skapar Víkinga. Annað markið settu þeir um 10 mín. siðar. Stóðu leikar 2:0 í hálfleik. Valsmenn settu bæði mörkin í síðara hálfleik, það síðara hjá sjálfum sér. Það verður ekki annað um þenna leik sagt, en að hann hafi verið með þeim lélegri, sem liér hafa sést. — Víkingar náðu aldrei neinum samleik, svo að heitið gæti, en Valur lék full hart á köflum. Var leik- urinn sannkallað nautaat ann- að veifið. Áttu Valsmenn sökina á þessu í upphafi, en Víkingar þökkuðu fyrir sig. Urðu áliorfendur fyrir von- brigðum af þessum leik, þvi að bæði liðin geta leikið vel, ef þau vilja. hep. Fyrirspurn til lækna' Fyrir nokkru var eg á ferð með kunningja minum. Gistum við þá hjá lækni. Er við gengum til hvilu um kvöldið færði kunn- ingi minn í tal við lækninn of- urlítil útbrot, er hann hafði á fótlegg sinum. Þótti mér þetta kynlegt, þvi eg hafði stundum fengið þessi útbrot, og einmitt þegar eg hafði ekki getað náð i ávexti eða nýtt grænmeti. Eg sagði þessum kunningja min- um, að hann skyldi éta tölu- vert af sítrónum, þær fengust þá þann timann. Elcki veit eg hvort þetta hefir þá dugað hon- um, en mér hefir þetta reynst vel. Fyrir nokkru hitti eg lyf- sala á læknishéraði úti á landi. Þessi lyfsali sagði mér, að son- ur hans hefði fengið einhvern húðsjúkdóm, einhverskonar út- brot um allan likamann. Lækn- ir hafði ráðlagt sér að senda piltinn um tíma til Danmerkur, þangað sem hann gæti fengið nóg af ávöxtum. Þessu ráði var fylgt og gafst ágætlega. Nú rakst eg nýlega á gamlan mann, er eg kyntist fyrir nokkrum ár- um. Hann liggur nú á sjúkra- liúsi með einhverskonar húð- sjúkdóm um allan líkamann, og verður að lifa á grænmeti. Nú langar mig til þess að leggja spurningu fyrir læknana í Revkjavík, i von um að einhver þeirra verði svo góður, að svara henni opinberlega, i þágu al- mennrar upplýsingar: Geta þessi útbrot — þessir sérstöku húðsjúkdómar, stafað af grænmetis- og ávaxtaskorti, eða er þessi reynsla min og al- hugun aðeins ímyndun? Ef á- vaxtaskortur getur bakað mönnum þessi óþægindi, og jafnvel hvort sem er, virðist það vera óverjandi, að gefa mönnum tældfæri til þess að háma í sig, eins og hver vill af tóbaki, áfengi, sætum kökum og fleiru þvi, er lítt nauðsynlegt getur talist, en fyrirmuna al- gerlega jafn holla fæðu sem á- vextir eru. Hvað á þessi aðferð að þýða, og hvers vegna er stöð- ugt daufheyrst við kvarti al- mennings um ávaxtaskortinn ? Pétur Sigurðsson. Skýrsla um ríkisspít- alana 1937 og 1938. Vísi hafa borist skýrslur um ríkisspitalana fyrir árin 1937 og 1938, sem gefnar eru út af stjórnarnefnd ríkisspítalanna. Er þar margan fróðleik að finna, en sumt af því er varla fyrir aðra en þá, sem vel eru að sér i latinu. í báðum heftunum er mestu rúmi varið fyrir skýrslurnar uin Landspitalann, enda er hann stærstur ríkisspítalanna. Taka skýrslurnar um Land- spítalann rúmlega fjórðung hvers heftis, og er það meira en rúm það,sem variðer lianda hin- um rikisspítölunum sex: Vifils- stöðum, Kristneshælinu, Reykja- hælinU, Laugarnesspitalanum og Kleppsspítölunum báðum. Loks er skýrt frá rekstri spít- alanna og gerir það Guðmundur Gestsson, skrifstofustjóri stjórn- arnfendarinnar. Gjöld ríkisspítalanna sjö urðu árið 1937 kr. 1.496.673.92 og fyrning 54.115.70, samtals kr. 1.523.789.62, en árið 1938 voru jæssir liðir samtals kr. 1.525.- 019.80. Tekjurnar urðu hinsveg- ar kr. 977.125.60 árið 1937, en kr. 1.211.672.04 árið 1938. voru málVeikin í fycrar er ííelfi inn i vegginn logari — „SLaHa- grimur“ -og seglskúta. tjgixsap- búnaði á ljósmyndirnar í laná- búnaðar- og sjávarúivegsdeiídi hefir verið breytt svo myiadimar njóta sin enn betur mi. "VIS- komandi ljósmyndumim or nétí að taka fram, að fagmaðocr éiaa. sagði við mig, áður eis Ijésm voru endurbætt, að Ijósniyiadir okkar værn skiIyrðisferwsS «sn- hverjar þær allra besfa, æens sýndar væru á erlendum sýniaig- um á sýningarsvæðinu, er jþa$' til heiðurs isienskum Ijósörsynd- urum. Yfirleitt er umtal mn sýniiigu. okkar hið allra; besta nú emsog- í fyrra. Fyrjr nokkurum dögum fékk eg bréf frá maiuii í Gaa— necticut, sem segir: „Bestvsnáses from a stranger wíl® vfeifecli your building and was gjnealíjr impressed". Það sem af er.íssáir tíðarfarið verið kalf ag aáfeóto að sýningarsváeðinu Iarigt ssmÆr þvi, sem búist var við, eo eg þori að fullyrða að MuffaiMeg aðsókn að okkar skála heffir'sser- ið góð. í*laiifls«ýiiiiigin í Xcw Vorlí. Útdráttur úr bréfi Vilhjálms Þór til sýningarráðs- ins, um íslandssýninguna. Sýning okkar opnaði þ. 11. eins og eg símaði heim og var nú, eins og i fyrra, ein af þeim fáu, sem opnaði sjálfan opnun- ardaginn. Þvi miður niun tilkostnaður við undirbúning opnunarinnar verða meiri en eg áætlaði i upp- hafi. Þegar farið er að breyta, vilja breytingar verða meiri en ætlað er i fyrstu og þ áum leið dýrari. Sýningin í lieild er með sama fyrirkomulagi og i fyrra. Breytingarnar eru: Gegnum- gangur er gerður yfir í matsölu- staðinn niðri, þar sem í fyrra var lierbergi með málverkum, og er þar nú fyrir komið vörusýning- um á báðum veggjum. Gegn- umgangur uppi er gegnum instu deilina á svölunum, er þar tekið stórt op á vegginn og gengið inn dálítið „bíó“ og svo áfram út úr þvi inn á loftið yfir matsölu- staðnum, en þar er fyrir komið mjög myndarlegri málverka- sýningu, sem nýtur sín vel. Með- fram stiga þar sem í fyrra var myndasýngingartjald er komið fyrir þremur litlum „Dioramas“ með seglskipum og mótorbát og í liinum stigaganginum þar sem Á keimleid sjónleikurinn eftir samnef»s65 skáldsögu frú Guðrúnar Laras- dóttur, sem Leikfélag Reykja- vikur sýndi hér í Bæ f lEafisst, liefir nú verið tekiim til æfiisjg- ar af leikflokki íslendingabygð- arinnar i Árborg i Canadau í tilefni af sýningu leiksíns xiiar Ingibjörg J. Ólafsson í JLög- berg“ 16. f. m.: „Leikftekkiur sá, sem befir með hönduns:■asýa- ingu leiksins, hefir í mörg md- anfarin ár sýnt. vandaða, 4s- lenska leiki. Leikflokkurínra frá Árborg mun hafá stárfa® Ieng- ur en nokkur annar lelkfloldc- ur Vestur-íslendinga. Sparsmai er hvort Vesiur-íslendirigar eigi hæfari leikendur en þ’á, er jþsaaa flokk skipa.“ — Stjdrnaiid* leikflokksins mun væra ftini* góðkunni leikari og leiksájárs Árni Sigurðsson. 1 níðaríags Lögbergs-greiharinnarr sie^girr „Guðrún Lárusdóttir varm mik- ið lilutverk i þarfir kristftvciíVms og mannkærleika með ritveric- um sínum. Þð höndin sé sfiriSn- uð, sem hreyfði þarrn perrna, vara hin góðu áhrif.. V’estrii-ís- lendingunr verðúr’ gefiS tekf- færi á ný fil að kyrm’aisf lífs- skoðun Iiennar’ og tiL Æ imíla' henni virðingu sina meiS. horfa á leikinn . Ireinifel®*-. Revýan 1940 Forðum í Flosaporti Sýning annað kvöld (þriðju- dag) kl. 8i/2. NÆSTSÍÐASTA SINN. Lækkað verð Aðgöngumiðar fpá kP. 2 seldir i dag kl. 4—7. Simi 3191. okkar, Hérmeð tilkynnist, að maðuriu minn oq faðir Lúðvíg Lárusson, kaupmaður, andaðist að heimili sínu, Fjólugötu 15^ 30. júní sL Inga Lárusson og böm. Jarðarför *t ísleifs Jakobssonar, málara, fer fram miðvikudaginn 3. júlí, Iiefst með húskveðju kL 2 e. h. frá heimili hins látna, Ránargötu 12. Kr-ansar afbeðnir. Systur hins látna-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.