Vísir - 10.10.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 10.10.1940, Blaðsíða 2
V I s I R DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgrciðsla: Hverfisgölu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Vöruverd og áróður. jJAUSTlÐ 1937 hældu Tíma- menn sér að því, að hafa reist frá dauðum verslunarfyr- irtæki kommúnista meS því aS „lijálpa því um innflutning, sem vel hefSi niátt ráSstafa öSru visi“. Tímamenn sögSu, aS fyr- irtækiS hefSi veriS gjaldþrota og lilotiS aS fara veg allrar ver- aldar, ef innflutningsnefndin hefSi ekki blásiS lífsanda í nas- ir þess. Sú virSulega nefnd taldi sér heimilt aS „hjálpa“ gjald- þrotafyrirtæki um innflutnmg, „sem vel mátti ráSstafa öSru- vísi“. Þvi var meS öSrum orS- um lýst yfir, aS innflutningúr- inn hefSi veriS dreginn af ein- hverjum öðrum til þess aö fá hann i liendur þessu bágstadda fyrirtæki. En um þessar mund- ir var félag þetta að langmestu skipað lcommúnistum. Fram- kvæmdarstjóri var valinn mað- ur, sem staðið hafði mjög fram- arlega í baráttu þeirra. Einar Olgeirsson var fulltrúi félagsins á sambandsfundum ásamt sjálf- um viðskiftamálaráðherranum. HiS nána samneyti Timamanna og kommúnista í þessum fé- lagsskap þykir benda til þess að „mökin við öfgafIokkana“ séu þeim ekki alveg eins ógeðfeld og stundum er látið i veðri vaka. f>að var alment talið að sú hjálpsemi við kommúnista, sem kom fram í því að reisa frá dauðurn fyrirtæki þeirra, værí endtirgreiðsla frá Tíma- mönnum fyrir þann stuðning, sem kommúnistar höfðu veitt þeim við undanfarnar 'þing- kosningar. En eins og kunnugt er hafa konunúnistar haldið því fram, að þeir hafi komið Framsóknarmönnum að í 7 kjördæmum við síðustu kosn- ingar. Líklega hefir ekkert kaupfé- lag á landinu tekiS jafn örum vexti og þetta kommúnistiska fyrirtæki, sem þá var og Fram- sókn tók upp á arma sína eftir kosningarnar 1937. Félagið var f dauga teygjuuum, en nú teygir það sig, að því er virðist í mik- illi velsæld, viða um borg og bý. Og það er sýnilegt að nú á að vinna ný lönd. Fyrst var félag- inu komið á Iegg með því að taka innflutninginn frá kaup- mönnunum og færa því í hend- ur. Nú hefir félagið hafið áróð- ursstarfsemi til höfuðs þessum sömu kaupmönnum með því að gefa út sérstakt blað í því skyni. Það er síst að lasta, þó liald- ið sé uppi harðvítugri sam- kepni urn vörusöluna. Með því móti kemst almenningur að bestum kjörum. Almenningur er fundvís á stíka hluti og á því að vera óþarft að grípa til sér- staks áróðurs, ef svo er að kjör- in séu raunverulega betri en annarsstaðar eru boðin. Hér í bænum liafa fæstir tök á því, að birgja sig mjög upp af vör- um. Jafnvel þótt peningar séu til, skortir víðast geymslu fyrir vörubírgðir að marki. Af þessu leiðir, að flestir neyðast til að kaupa aðeins til dagsins eða fárra daga í senn. Þess vegna fcemur það almenningi ekki að fullum notum, þótt t. d. mat- vörur lækki í selckjatali, ef smá- söluverðið lækkar ekki. Það sem hér er um að ræða er þelta, að kaupfélagið lækkaði verðið í heildsölu en matvörukaup- mennirnir i smásölu. Það er furðulegt að kaupfé- lagið skuli ekki treysla sér til að halda velli án þess að þurfa að gefa, út sérslakt blað með skætingi um keppinauta sína. Þetta félag hefir notið óvenju- legs sluðnings valdhafanna. Sjálfur viðskiftamálaráðherr- ann hefir verið fulllrúi þess. Kommúnistar eru ekki lengur einráðir í því. En framkvæmd- arstjórinn er hinn sami sem verið liefir frá upphafi. Þótt sá maður hafi ekki um langt árabil verið bendlaður neitt við „virka“ byltingastarfsemi konnnúnista, þá er sýnilegt, að honum hættir við að fara lengra i áróðri gegn keppinautum, en venjulegt er í viðskiftaheimin- um. a Nýtt met í Sund- höllinni í gær. J GÆRKVELDI keptu þær Þorbjörg Guðjónsdóttir (Æ) og Steinunn Jóhannesdóttir (Þór). einskonar aukakepni í 100 m. bringusundi með það fyrir augum, að setja nýtt met. Ásetningur þeirra hepnaðist, því þær syntu báðar undir met- inu. ÞorbjÖrg var 1.33.8 mín., en Steinunn 1.35.3 mín. Gamla rnetið var 1.37.5 mín. Önnur úrslit sundmeistara- mótsins voru sem hér segir: 400 mtr. bringusund karla: Mín. 1. Sigurður Jónsson, KR. 6:30.9 2. Sigurj. Guðjónss., Á. 6:38.0 Fleiri en þessir tveir mættu ekki til sundsins. Voru sund- mennirnir alljafnir framan af sundinu, því Sigurjón hafði mun betri spyrnu, en liann vantaði úthald og kom það mjög greinilega í Ijós síðustu 50 metrana. Metið er 6.23.7 mín., sett af Inga Sveinssyni, Æ. 400 mtr. frjáls aðferð karla: Mín. 1. Logi Einarsson, Æ. 5:53.5 2. Guðbr. Þorkelss., KR. 6:09.8 3. Lárus Þórarinsson, Á. 6:18.4 Hér voru sundmennirnir of ójafnir til að kepnin yrði spenn- andi. Að vísu hélt Lárus fyrst í stað í við Guðbrand, en ekki nema fyrsta sprettinn. — Metið á Jónas Halldórsson (Æ) á 5:10.7 min. 100 m. bringsund drengja innan 16 ára: Mín. 1. Einar Davíðsson, Á. 1:35.1 2. Jóhann Gíslason, IíR. 1:38.2 3. Gunnar Ingvarss., KR. 1:42.1 Þetta var nokkuð jöfn kepni, en Einar komst strax ofurlítið fram, úr og lengdist bilið heldur úr því milli hans og hinna keppendanna. 3X100 m. boðsund (þrísund): Mín. 1. Ægir ................ 3:50.8 2. K. R. (A-sveit) ...... 4:03.4 3. Ármann (Á-sveit) . . 4:05.9 4. — (B-sveit) . . 4:10.4 5. K. R. (B-sveit) ...... 4:18.0 Enda þótt sigur Ægis væri auðsær þegar eftir fyrstu 50 metrana, var meiri „spenning- ur“ í þessari lcepni en nokkurri annari — en það var um 2. og 3. sætið. Mátti lengi ekki á milli sjá hvort Ármenningarnir eða K.R.-ingarnir ynnu, en lauk þó með sigri þeirra síðarnefndu. Metið á Ægir á 3:40.2 mín. Veitingamannafélag Reykjavíkur heldur fund i kvöld kl. Iij4 á Laugaveg 28. Vegleg gjðf til Blindra- vinafélagsins. Þorsteinn Jónsson bifreiðarstjóri gefur félag- inu húseignina nr. 33 við Bárugötu. Þorsteinn Jónsson bifreiðarstjóri (er lést í Kaupmannahöfn s. 1. vor) arfleiddi Blindravinafélag íslands að húseign sinni, Bárugötu 33, hér í bæ, sem er stórt þrílyft hús og mjög vandað að öllu leyti. Húsið er samkvæmt fast- eignamati metið á kr. 51.700.00 að frádreginni veðdeildarskuld að upphæð kr. 23.300.00. Nú fyrsl um sinn er gert ráð fyrir að húseignin verði látin ■ vaxta sig, en síðar lcomið upp heimili fyrir blint fólk einhvers- staðar í námunda við bæinn. Þessi gjöf er með afbrigðum höfðingleg, enda gefin i fullum skilningi á liinu jiarfa málefni. Er þetta þriðja dánargjöfin sem Blindravinafélaginu berst. Sú fyrsta var dánargjöf frú Torf- hildar Holm, ea það var hús- eignin Ingólfsstræti 18. Hún er að vísu enn ekki komin í eign félagsins en gerir það á sínum tíma. Önnur dánargjöfin voru allar eignir Jónasar Jónssonar lögregluþjóns, og fyrir það fé var fest kaup á húseigninni Ing- ólfsstræti 16, þar. sem nú eru vinnustofur félagsins. Það hús er fyrirhuguð verslunarmið- stöð fyrir blindraiðn i framtið- inni —■ eú heimili hinna blindu, hinsvegar fyrirhugað utan við bæinn — eins og að framan getur. Áskorun til bæjarstjórnar um útivist barna Barnaverndarnefnd Reykja- vílcur og Barnaverndarráð ís- lands liéldu í gær sameiginleg- an fund og samþyklu eftirfar- andi tillögur: 1) Barnaverndarnefnd og barnaverndarráð samþykkja, sökum þeirra sérstöku ástæðna, sem nú ríkja, að skora á bæj- arstjórn Reykjavíkur að setja strangari ákvæði um útivist barna og unglinga á kveldin í vetur. —- Leggja barnaverndar- nefnd og barnaverndarráð til, að börn og unglingar innan við 14 ára aldur skuli ekki vera úti á götum eftir klukkan 7% að kveldi dags í vetur, nema í fylgd með fullorðnum, sem bera á- byrgð á þeim, eða ef brýn nauð- syn ber til. 2) Barnaverndarnefnd og barnaverndarráð samþyklcja að skora á lögreglustjóra að sjá um, að ákvæðum lögrcglusam- þyktar Reykjavíkur um útivist barna á kveldin, sé vel fram- fylgt. Iþróttancfnd cr áckin til starfa. íþróttanefndin, sem starfar samkvæmt íþróttalögunum nýju,<er nú fullskipuð. Nefndin er skipuð þrem mönnum og eru þeir þessir: Ben. G. Wáge, tilnefndur af í. S. í., Guðmundur Kr. Guð- mundssoh, tilnefndur af rikis- stjórninni, og Aðalsteinn Sig- mundsson, tilnefndur af Ung- mennafél. íslands. Fyrsta málið, sem nefndin tekur til meðferðar, verður að gera tillögu til fræðslumála- stjórnarinnar um, íþróttafulltrú- ann, sem einnig verður skipað- ur eftir hinum nýju íþróttalög- um. Leikhúsið Loginn helgi, leikrit í 3 þáttum, eftir W. Somerset Maugham. ■- Það mun víst enginn geta á- lasað Leikfélaginu fyrir, að það hafi elcki að þessu sinni valið nógu alvarlegt leikrit. Þó er al- varan i því svo spennandi, og heldur liuga áliorfenda með æ fastari tökum eftir því sem á liður, að það mun varla nokkur sakna þess, að tilefnin til hlát- urs eru fá. Efni leiksins er í stutlu máli það, að ungur og efnilegur flugmaður liefir örðið fyrir slysi, hryggbrotnað, svo að neðri hluti likama hans er mátt- laus með öllu. Hann hefir verið ARNDÍS BJÖRNSDÓTTIR. ósjálfbjarga í fimm ár og þótt lífið^ié honum raunverulega ó- bærilegt, reynir hann altaf að vera glaður og reifur, þegar fólk er viðstatt. En hann elskar konu sína ofurheitt og harmar, að hjónaband þeirra er aðeins nafnið eitt. Þessi ungi maður andaðist í Svefni nótt eina, og það kemur á daginn, að liann mun hafa tekið of slóran skamt af svefnlyfi. Hjúkrunarkona lians, dugleg stúlka, kemst að þeirri niður- stöðu, að liann liafi verið myrt- ur og ber hún konu sjúldings- ins þeim sökum, að hún liafi orðið honum að bana. Lengra er elcki rétt að rekja efnið. Það inyndi ræna tilvonandi áhorf- endur allri ánægju. Þetta leikrit er ekki neinn al- gengur „reyfari". Snillibragð höfundarins er á því öllu. Það er gerhugsað og liver setning er lmitmiðuð til þess aðdiafa sem mest áhrif. Afleiðingin er ó- venjugóður stígandi, sem eykst jafnt og þétt, svo að deyfð fær- ist aldrei.yfir, en það vill þó oft brenna við, jafnvel hjá góðum höfundum. Leikendur fara mjög vel með hlulverk sín og sumir með á- gætum. í lieild tekst meðferðin ágætlega. Indriði Waage leikur sjúlc- linginn Maurice Tabret, all- vandasamt hlutverk, og leysir það ágætlega af hendi. Indriði er einnig leikstjóri og liefir leikstjórn hans og tekist vel. Leikendur kunna vel, svo að þeim falast hvergi, enda myndi það draga mjög úr áhrifum leiksins. Brynjólfur Jóhannesson leik- ur dr. Harvester, hugsandi lækni, sem vill komast hjá því að flækjast í lineykslismál. Leysir Brynjólfur hlutverkið mjög vel af hendi. Arndís Björnsdóttir, sem leik- 1252 áfengisbækur fyrsfu vikuna. í gærkveldi var liðin vika frá því að farið var að afhenda skömtunarbækumar fjT'ir á- fenginu í skrifstofu sakadóm- ara. Þá sex virka daga, sem af- hending hefir farið fram, hafa alls 1252 bækur verið afhentar, eða 208—209 dag hvern. Þar af liöfðu 88 bækur verið afhentar konum. ur frú Tabret, móður Maurice, fer prýðilega með þetta hlut- verk aldraðrar, reyndrar og gáfaðrar konu. Ber liún af öðr- um í leik sínum. Hj úkrunarkonuna, ungfrú Wayland, leikur Þóra Borg. Hlutverk liennar virðist ekld vera sérstaklega erfitt, því að hjúkrunarkonan er rólynd og ber ekki tilfinningar sínar utan á sér. Þó virðist hún mega leggja meiri þunga í rödd sína á stöku stað. Valur Gíslason leikur Lic- anda majór. Tekst honum að bregða upp góðri mynd af þess- um góða manni, sem dregst inn í Ieiðindamál gegn vilja sínum og reynir þá að leysa það eftir bestu getu. Alda Möller leikur Stellu, konu Maurice, mjög snoturlega. Þó er ekki laust við, að hana vanti nokkurn þunga, þegar hún reiðist sem mest. önnur skapbrigði sýnir hún ágætlega. Colin, bröður Maurice, leik- ur Gestur Pálsson. Hlutverk lians útheimtir, að hann sýni oft geðshræringar með látbragði einu. Það vill reynast mörgum erfitt og það er ekki laust við að hnykkir og kippir Gests sé stundum dálítið leiðinlegir. Guðrún Guðmundsdóttir, sem er nýhði á leiksviðinu, fór snot- urlega með örlítið hlutverk þjóhustustúlkunnar Alice. h. L0.0.F.5 = 1221010872=91I Grétar Fells helchtr flokk erinda næstu þrjá föstudaga í Guðspekifélagshúsinu, er hann nefnir Hamingjuleiðin. — Sjá augl. á öðrum stað í blaðinu í dag. Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Sigríöur Péturs- dóttir og Jón Jóhannsson skipstjóri, Stýrimannastíg 6. 40 ára er í dag Þorvaldur Kristjánssön málari, Grundarstíg 2. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sina ungfrú Smaaen Sigurðsson og stud. med. Skúli Hansen. Barnavinafélagið „Sumargjöf“ starfrækir barnaheimili í Vestur- borg í, vetur. Þeir, sem vilja koma börnum þangað til dvalar verða að senda umsóknir sínar í dag eða á morgun til Bryndísar Zoéga for- stöðukonu. Hún er til viðtals i Vest- urborg kl. 3—5 daglega og gefur allar nánari upplýsingar. Aðeins fá börn geta komist að. Áttræð verður á morgun Guðbjörg Bjarnadóttir, Lækjarkoti í Borg- arhreppi á Mýrum. Revyan „Forðum í Flosaporti“ í breyttri útgáfu. Undanfarið hafa staðið yfir æf- ingar á nýrri útgáfu af revyunni „Forðum i Flasoporti", og verður hún sýnd i fyrsta skifti á föstu- daginn kemur. Hefir samtölum og ýmsum atriðuin leiksins verið breytt allmjög frá í vor, og flestir söngv- arnir eru nýir, en þráður leiksins er þó að mestu leyti hinn sami. Leikarar eru flestir hinir sömu og í vor, þ. á m. Emilía Borg, Sig- rún Magnúsdóttir, Alfreð Andrés- 5 lampa Philips-viðtæki til sölu. Laufásveg 5, mið- hæðinni. Kartöflur KARTÖFLUMJÖL. ViSlto Laugavegi 1. Útbú Fjölnisvegi 2. Laxfoss fer til Breiðafjarðar laugar- daginn 12. þ. m. Viðkomu- staðir: Arnarstapi, Sandur, Ólafsvík, Grundarfjörður, Stykkishólmur, Búðardalur, Salthólmavík, Króksfjarðar- nes, Flatey. Flutningi veitt móttaka á föstudag. Píanó óskast keypt. Staðgreiðsla. Ujjpl. í síma 2955. Nýkomið: BLIKKFÖTUR, BLIKKBALAR, fleiri stærðir, BORÐHNÍFAR, SKEIÐAR, GAFFLAR, ennfremur allskonar Emailleraðar vörur þar á meðal KAFFIKÖNNUR og KATLAR. Bollapör og margt fleira. Versl. B. H. Bjarnason Ódýrar Kvem leysur og K|jjh ijiijar UIUIIll nýkomið. njlllDI son, Gunnar Bjarnason, Gunnat Stefánsson, Lárus Ingólfsson, Bjarni Björnsson o. fl. Hætt var að sýna revyuna í sumar, sökurn þess, hve áliðið var, en aðsókn hins vegar ekki farin að minka, og má því búast við að aðsóknin nú verði mikil. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 Hljómplötur: Vaisar. 20.00 Fréttir. 20.30 Fiðlu-tvíleikur (Þórarinn Guðmundsson og Þórir Jónsson) : Tvíleikur eftir Mendels- sohn o. fl. 20.50 Frá útlöndum. 21.10 Útvarpshljómsveitin: Laga- flokkur eftir Coates.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.