Vísir - 08.01.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 08.01.1941, Blaðsíða 2
Ví SIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Atkvæða- greiðslan. HVAÐ yrði sagt um vinnu- veitendur, ef þeir svikju reykvískan verkalýð um 30— 40 þús. krónur á dag? Þetta er það, sem kommúnistar gera. Verkamenn eru þegar orðnir 200 þúsund krónum fátækari fyrir það, að nokkrir auðtrúa menn lögðu eyrun við fleipri kommúnista á Dagsbrúnar- fundinum. Hér hefði ekkert verkfall orðið, ef því hefði ekki verið trúað, að Bretar gengi hiklaust að þeim kauptaxta, sem samþykktur var og aug- lýstur. Þetta vita allir. Tjónið, sem kommúnistar liafa valdið, svarar eftir fyrstu verkfalls- vikuna til ársframfæris 40 f jöl- skyldna. -— Hversu lengi ætla reykvískir verkamenn að láta , skattleggja sig um 200 þúsund krónur á viku til byltingastarfs og undirróðurs þessara ófyrir- leitnu æsingabelgja? Hér er vissulega nóg komið. Kommúnistar hafa í þessu máli sýnt, að þeir hika ekki við neitt til að koma fram sundr- ungaráformum sínum. Enginn verknaður er svo óþjóðhollur og níðingslegur, að þeir skirr- ist við honum. Fyrst er stað- hæft, að Bretar muni ganga umyrðalaust að hinum aug- lýsla taxta. Þegar það 'reynist markleysa er leitað á náðir hins erlenda hers. Bretar eru beinlínis beðnir að brjóta það loforð sitt, að hlutast ekki til um innanlandsmálefni Islend- inga. / Ilversvegna sneru kommún- istar sér lil brezku hermann- anna? Ef til vill hefir þeim verið ósárt, þótt einhverjir brezkir hermenn létu lifið þeirra vegna. Þjóðviljinn hef- ir borið það með sér, að komm- únistar eiga í rauninni í styrj- öld við Breta, þrátt fyrir yfir- lýst hlutleysi landsins. En hver sá hrezkur hermaður, sem liefði látið glæpast af áskorun kommúnista til þess að gera uppreisn gegn foringjum sín- um, hefði vafalaust engu fyrir týnt nema lífinu. Undirróður kommúnista í brezka hernum er langalvarlegasti atburður- inn, sem gerzt hefir í sambúð þjóðanna, síðan landið var hernumið. Afleiðingar þessa verknaðar geta reynzt olckur mjög háskalegar. En það er ekki nægileg skýr- ing á þessu flani, að fyrir kommúnistum hafi vakað að efna til uppreisnar í brezka hernum. Ástæðan til þess, að þeir báðu erlendan her liðsinn- is, er sú, að þeir voru orðnir vonlausir um, að íslenzkur verkalýður fylgdi þeim lengra. Urn leið og enska dreifibréfið er sent út liggur fyrir skýlaus viðurkenning Kommúnista á því, að þeir hafa tapað leikn- um á íslenzkum grundvelli. Síðasta hálmstráið, sem kommúnistar tólcu í, uppreisn- in í enska hernum, er líka orð- ið að engu. Þannig eru þessir piltar í einni svipan afhjúpað- ir sem ósannindamenn og glóp- ar, og jafnframt sem þjóð- hættulegir undirróðursmenn. Og fvrir þetta allt saman ætl- ast þeir til að reykvískir verká- menn greiði þeim 30 eða 40 þúsund krónur á dag. í þessari deilu vekur það furðu, að einn af stuðnings- flokkum ríkisstjórnarinnar hefir orðið til að reka erindi kommúnisla. Tíminn er ekki búinn að gleyma samfylkingar- bræðrunum frá bæjarstjórnar- fundinum á dögunum. Nú launar hann liðveizluna með því að reyna að klína sökinni á verkfallinu á sjálfstæðis- menn. Ber blaðið í gær fram tilhæfulaus ósannindi um at- vinnumálaráðherrann og borg- arstjórann í Beykjavík. Virðist tilgangurinn sá, að ala á tor- tryggni í þessu viðkvæma máli og torvelda þar með að sam- komulag fáist. Verkamenn munu þegar hafa skoðað hug sinn svo í þessu máli, að þeir munu hvorki láta æsingaskrif og á' róður kommúnista né annara á sig fá. Við atkvæðagreiðslu þá, sem nú fer fram, greiða allir þjóðhollir og hugsandi verkamenn atkvæði gegn komrpúnistunum gegn atvinnuleysinu gegn 40 þúsunda dagskattinum fyrir friðsamlegri lausn fyrir áframhaldandi vinnu fyrir þjóðarliag. a. Aðferð Hermanns til þess að „auka trúaráhugann“. Bakarasveinar hef ja vinnu á ný. Nánara um samninga bilstjóra. Samningaumleitanir stóðu yf- ir í gær og fram til kl. 3 í nótt milli bakarasveina og meistara. Náðist þá samkomulag og eru bakarar nú byrjaðir vinnu á ný. Samkomulag náðisf um 3.16% hækkun á grunntaxta og fulla dýrtíðaruppbót. Voru samningar þessir i ýmsu sniðn- ir eftir samningi prentarafé- lagsins við félag prentsmiðju- eigenda. Þá var og samið um nokkrar breytingar á sumarfrí- inu. Vísir hefir aflað sér nokkuð nánari upplýsinga um samn- inga bifreiðarstjóra og bifreiða- eigenda. Vill Hreyfill fá kjörum bílstjóra þeirra, sem, lijá öðrum vinna, breytt þannig, að þeir sé allir í einum launaflokki, en hingað til hafa bilstjórar haft mismunandi laun, eftir reynslu, eftir því hvað þeir hafa ekið lengi hjá sama bifreiðaeiganda og eftir því, hvort þeir aka lang ferðabílum o. s. frv. Er hér um að ræða hækkanir á mánaðarkaupi 1 sjö flokkum, sem nema frá 35 kr. til 145 kr. Mikil gremja er yfir því, að gengið var framhjá séra Jóni Auðuns við veitingu annars prestseinbættisins í Hallgríms- prestakalli, en séra Jakob Jóns- son valinn í bans stað. Séra Jón Auðuns var næst bæstur af um- sækjendum, séra Jakob fjórði í röðinni. Báðir eru velmetnir menn, báðir eru taldir góðir I kennimenn af sínum fylgjend- um. Það er engin ástæða -til að kasta þungum steini að séra Jakob. Menn segja, að það liefði verið drengilegra af honum, að afþakka embætlið, úr því hann hlaut það með svo vafasömum rétti. En við skulum muna, að jafnvel guðsmenn eru líka menn, og þykjast stundum til- neyddir að elska sjálfan sig eins og náungann. Þá væri það ekki síður rangt að áfellast biskup landsins fyr- ir það, sem orðið er. Það er vitað, að bann hefir orðið fyrir miklum áróðri úr ákveðinni átt. En hann hefir staðið það allt af sér. Sigurgeir biskup er frjáls- lyndur maður, ekki einungis í trúarefnum, Iieldur líka verald- legum málum. Hann liefir gert sér það ljóst, að ekkert nema full viðurkenning lýðræðisins getur samrýmst frjálslyndri lífsstefnu. Og loks væri það alrangt, að kenna ríkisstjórninni i heild sinni, hvernig tekizt hefir. Ráð- i herrar Sjálfstæðisflokksins | vildu báðir að efstu mönnunum í yrði veitt embættin. Ef hér ! befði verið um konunglegt em- bætti að ræða, hefðu þeir getað beitt neitunarvaldi. En þetta mál heyrir undir forsætisráð- herrann einan, sem jafnframt ’ er kirkjumálaráðherra. Og það er baft fyrir satt, að sumum starfsbræðrum hans í ríkis- stjórninni hafi elcki verið full- kunnugt hvað til slóð, fyr en allt var um garð gengið. . * Það er ekki hægt að ásaka forsætisráðherrann um lögbrot. Hinsvegar er augljóst mál, að hér er um skýlaust brot að ræða á þeirri stefnu, sem rikisstjórn- in hefir sameiginlega lýst yfir. Yið sjáum og heyrum það dag- lega, að ríkisstjórnm styðst við lýðræðisöflin í landinu. Sjálf nefnir hún sig iðulega „stjórn lýðræðisflokkanna41. Baráttan við einræðisöflin til hægri og vinstri hefir verið talin aðal- uppistaðan í stjórnarsamvinn- unni. Af slíkri stjóm verður að krefjast þess, að hún sé lýðræð- inu trú út í æsar. Ráðherrar slikrar stjórnar verða að varast, að gefa nokkurn tíma minnstu átyllu til þess, að lýðræðisum- liyggja þeirra sé dregin i efa. Því ekkert er frelsinu liættu- legra en þeir menn, sem liafa á sér yfirskin lýðræðisins, en af- neita þess krafti. Það er auðséð, að Framsókn- armenn hafa ekki rólega sam- vizku yfir þessum seinustu ráð- stöfunum sínum. Það er auðséð, að þeir finna sjálfir, að þeir eru á veikum is. Það er auðséð, að þeir hafa hugboð um, að þessi ráðabreylni eigi kannske eftir að koma þeim óþægilega í koll. Þessvegna er reynt að klóra yf- ir og hártoga af öllum mætti. En ekkerl yfirklór og engar hártoganir megna að dylja þá staðreynd, að hér hefir verið höggvið nær lýðræðinu, en sæmilegt getur talizt mönnum, sem telja það belgustu hugsjón sína. Það hefir livað eftir annað verið vitnað i það í Tímanum, að Hannes Hafstein liafi á sín- um tíma veitt Hólma í Reyðar- firði þeinr umsækjandanum, sem fæst atkvæði hlaut. Það er ekki nefnt, að Hannes Hafstein fór' hér eftir ákveðinni tillögu biskups landsins. Nú snýst ráð- 1 herra gegn tillögu biskupsins. Það er lieldur ekki skýrt frá því, að biskup byggði tillögu sína um veitingu Hólmspresta- kalls á þeirri vitneskju, sem hann Iiafði um það, að söfnuð- urinn mundi klofna, ef öðrum hvorum þeirra umsækjendanna, er flest atkvæðin fengu, yrði veitt embæltið. Hér er ólíku til að dreifa. Kirkjumálaráðherrann gerir sér ljóst, að þessi vciling hans , er ekki til þess fallin, að fyrir- byggja sundrung í söfnuðinum. Hann gerir berum orðum ráð fyrir því, að söfnuðurinn kunni ! að sundrast. En hann hefir síð- ur en svo neitt við það að at- huga. „Eg mundi aðeins telja það vott um aukinn trúará- huga“, segir Hermann Jónasson og er liinn hróðugasti. Til þess að „auka trúaráhug- ann“ lætur ráðherra sig hafa það, að veita stöðuna þvert ofan í tillögu biskups, þvert ofan í vilja að minnsta kosti tveggja starfsbræðra í ríkisstjórninni, þvert ofan í lýðræðisstefnu þeirrar stjórnar, sem hann skip- ar forsæti í. * Ráðherrann virðist þeirrar skoðunar, að honum hefði ekki tekizt að „auka trúaráþugann“ nægilega, éf. hann hefði veitt séra Jóni Auðuns stöðuna. Og þetta er líklega rétt. Á þessum lýðræðistímum liefðu sennilega allir sætt sig við það sem rétt- látustu lausnina. Og ef einhverj- ir voru óánægðir hefði ef til vill mátt takast að „auka trúará- huga“ þeirra nægilega til þess að stofna nýjan söfnuð utan um séra Jakob Jónsson. Úr því að ráðherrann telur það á annað borð heppilegt, að söfnuðurinn sundrist, er merkilegt, að hon- um skyldi ekki liugkvæmast þessi leið. Þá hefði hann ekki þurft að ganga í berliögg við biskup landsins, meðráðherra sína og yfirlýsta lýðræðisstefnu stjórnar sinnar og stuðnings- flokka liennar. Þótt Tímamenn þyki býsna forliertir, skín samt sektarmeð- vitundin út úr hverri setningu, sem þeir skrifa sér til afsökun- ar i þessu máli. Ef þeir liefðu skilyrði til að svara samvizku- spurningu, yrði spurt: Var ekki Jakob Jónssyni veitt embættið, af því að liann var bróðir Eysteins? * Var ekki gengið framhjá Jóni Auðuns af því að hann er sjálfstæðismaður ? Þessum spurningum verður ekki svarað opinb)»rIega, nema út i hött. En það getur hver og einn velt þeim fyrir sér í ein- rúmi. Ef kosning yrði ekki lög- leg átti Jakob Jónsson að fá em- bættið, hvernig sem atkvæði féllu. Ef hann liefði fengið fæst atkvæðin, hefði það bara þótt koma því .betur heim við liina margumtöluðu Hólmaveitingu. Forsætisráðherra hefir verið trúað fyrir lýðræðinu i landinu. Honum hefir verið trúað fyrir þjóðkirkjunni. Liklega ætlar liann að „auká Iýðræðisáhuga“ með því að stefna í einræðisátt, á sama bátt og hann telur sig „auka trúaráhúga“ með þvi að 'gera leik að því, að þjóðkirkjan sundrist. Árni Jónsson. Vilji kjósenda að engu haföur. Ríkisvaldið hefir með skipun eins af hinum nýju prestum hér í Reykjavík sýnt glögglega, að það er ekki hinn almenni vilji kjósenda i þessu landi, sem er ráðandi. Það er vilji Framsókn- ar, sem knýr það fi’am, að f jórði ! maðurinn í kosningaröð prcst- anna í Hallgrímssókn er skip- aður. Það er fjarlægl mér, að álvkta, að nokkuð sé út á þenna mann að setja. j En mjög tel ég það vafasamt, , hversu heppilegt það sé fyrir J kristindóm og kirkjú, að brjóta sjálfsagða reglu i veilingu \ prestsembætta. j Um veitingu preslsembætta j er allt öðru máli að gegna en með allar aðrar embættaveit- ingar, því þótt ekld liáist lögleg ktosning prests, þá keniur þó undir öllum kringumstæðuin á- kveðinn vilji meiri bluta kjós- enda fram í kosningunni. - Ef veitingarvaldið virðir þann vilja að vettugi, þá er brotinn sá grundvöllur, sem fslendingar þykjast vilja aðliyllast, — en það er lýðræðL Með embættisveilingu séra Jakobs Jónssonar hefir veit- ingarvaldið brotið grundvallar- atriði lýðræðisins. Þetta er mjög sorglegt, og mun áreiðanlega mælast illa fyr- ir, og þá ekki sízt vegna þess, að hinir fimm ráðherrar lands- ins telja sig allir lýðræðishei’ra. Öllum má það vera Ijóst, að þeir ógnartímar, sem við nú lif- um á, eru sízt til þess fallnir, að sýna réttlætinu ódrengskap. Okkur er það áreiðanlega vel kunnugt, um hvað er barist í heiminum, — það er — einræði eða lýðræði. Við teljum oldcur lýðræðisþjóð, við erum mót- fallnir ofbeldi og kúgun, og því ferst okkur það illa, að sýna lýðræðishugsjóninni lítilsvirð- ing, en það hefir verið gert með skipun séra Jakobs Jónssonar. Eg vildi að við gætum öll sameinazt i þeirri bæn, sem mér finnst fegurst allra bæna: Guð fyrirgefi þeirn, þvi þeir vita ekki hvað þeir gera. 7. jan. 1941. Helgi Kr. Jónsson. firiskir Mirspiliar skjúta á Uallooð. EINKASKEYTI TIL VfSIS. London í morgun. ! Fregn frá Aþenuborg hermir, að gríska fIotamáIaráðuneytið: hafi tilkynnt í gærkVeldi, að á mánudagskvöld hafi grískir- I tundurspillar siglt inn í Adria- . haf og inn undir hafnarborgina Vallona. Hófu tundurspillarnir skothríð á strandvirki borgar- innar og hafnarmannvirki. Var skotið alls 60 skotum. Engin mótspyma var veitt og komu allir tundurspillarnir heim aft- ur heilu og höldnu. Á heimleið fóru tundurspillamir mjög ______ Sitt af liverju um_________ Vígbúnað Bandaríkjanna. % yfGBÚNAÐUR Bandaríkj- anna eykst með degi liverj- um. Nýjar verksmiðjur eru reistar. til að framJeiða hergögn, og gömlum ' verksmiðjum er breytt, því að ríkið krefst þess af eigendum þeirra, að þær sé notaðar í þágu vigbúnaðarins. Bandaríkin hafa nú um skeið verið fremst á sviði flugvéla- tækninnar. Þau hafa lengi átt fullkomnustu farþegaflugvél- arnar og hraðskreiðustu orustu- flugvélarnar. Var löngum. bann á útflutningi nýrra flugvéla frá Bandaríkjunum, til þess að.aðr- ar þjóðir gæti ekki lært af þeim, og þá jafnvel farið fram úr þeim. Þessu banni var aflétt fyr- ir nokkuru, til þess að hjálpa Bretum. Vísir birti fyrir skemmstu mynd af stærstu sprengjuflug- vél í beimi, sem er í smíðum í Bandaríkjunum. Þeir bafa auð- vitað fjölda annara nýrra flug- vélategunda í smíðum, sem að hraða og öðrum útbúnaði eru miklu betri en aðrar þjóðir geta teflt fram. * J Dayton í Obio hafa t. d. far. ið fram að undanförnu reynzluferðir á sprengjuflugvél- um, sem eiga að geta flogið í 40—50.000 feta hæð, með full- fermi af sprengjum. Þegar flogið er svo liátt, er loftið orðið svo þunnt, að engin lifandi vera getur lifað þar, vegna ’ súrefnisskorts. Þurfa menn þá að nota súrefnisgrím- ur. Þær eru hinsvegar flug- mönnum mjög til trafala og eru því þessar sprengjuflugvélar liafðar svo loftþéttar, að loft- þrýstingurinn í þeim er litlu minni en niður við yfirborð jarðar. Kosturinn við að geta flogið svo liátt, er sá, að loftvarna- byssur eru þá gagnslausar, því að þær draga vart liærra en 18 þúsund fet. En svo háu flugi fylgir líka sá galli, að erfiðara er að hæfa markið á jörðinni með sprengjunum. Bandaríkja- menn segjst þó bafa sigrast á þeim erfiðleika með miðunar- tæki, sem „verpi eggjunum,“ þar sem ætlazt er til. ¥ INA vörnin gegn slílcum sprengjuflugvélum eru or- ustuflugvélar, sem geta hækkað flugið mjög hratt. IJafa Banda- ríkjamenn þegar smiðað or- ustuflugvél, sem getur hækkað flugið um tæplega tvo kílómetra á mínútu. En flotinn gerir líka tilraunir með nýjar flugvélar. Hefirýiann nýlega tekið i not'kun sex 30 smál. flugbáta, sem eru þeir stærstu af sinni gerð. Vængjahaf jiessara bákna er 115 fet, en lengdin er 80 fet. Hæð þeirra frá kili til efsta hluta vængjanna er 25 fet. Flug- bátar þessir geta flogið tæplega 8000 km. með fullfermi af sprengjum, án þess að bæta á sig benzíni. Flughraði þeii’ra er rúmlega 320 km. á klst. Eru flugbátar þessir því hraðfleyg- ari en nokkurt annað farartæki svo stórt. Níu manna áhöfn er á hverj- um flugbát; þeir kosta 500.000 dollara hver. Fjórir hreyflar eru á hverjum flugbát og framleiða þeir samtals 6000 hestöfl. * JT J lieimsstyrjöldinni 1914—18 reyndi keisarastjórnin þýzka að fá Mexikómenn í lið með sér til þess að draga úr stuðningx þeim, sem Bandaríkin veittu Bretum. Bandaríkin eru síðan alltaf hálfhrædd um, að Mexi- komenn geti reynzt þeim óþarf- ir, og hafa því komið þar fram margar tillögur um hvernig ætti að verja suðurlandamærin. Ein tillagan er sú, að lileypa olíu í Rio Grande del Norte, sem rennur eftir landamærunum á löngum kafla, ef til ófriðar kæmi, og kveikja svo í olíunni..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.