Vísir - 28.01.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 28.01.1941, Blaðsíða 2
VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstrœti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Ríkislánið. J GÆR hófst sala á skulda- bréfum ríkissjóðs í 5 milljón króna láni þvi, er fjármálaráðu- neytið hefir nýlega boðið út, og varið skal til greiðslu erlendra skulda. Ilið innlenda lán verður end- urgreilt á 25 árum, með jöfn- unx árlegum afborgunum, eftir útdrætti, er notarius publicus framkvæmir í júlímánuði næst. um á undan gjalddaga, en hann - er ákveðinn 1. janúar ár hvert. Rikið hefir áskilið sér rétt til að greiða lánið upp að fullu, eða- þann hluta þess, er því þóknast, hinn 1. janúar 1952, eða á'ein- hverjum gjalddaga úr því. Yexlir skuldabréfanna hafa verið ákveðnir 4%% p. a., og greiðast þeir eftir á, á sama gjalddaga og afborganir gegn afhendingu vaxtamiða. Hið erlenda lán, sem unnt er að segja upp og greiða, var tek- ið í Bretlandi árið 1930, en þá var gengi íslenzki’ar krónu mið- að við sterlingspund 22.15, en nú mun pundið vera skráð á kr. 26.22, og er því hér um veru- legan gengismun að ræða rík- inu í óhag. Það hefði því kunn- að að sýnast álitamál, hvort ekki hefði verið heppilegt fyrir ríkið að bíða með að segja láni þessu upp, þar til gengið yrði hagstæðara, — en lánhxu verður að segja upp fyrir 1. maí og fellur það þá í gjalddaga liinn 1. nóv. Iiið sama ár, — en þá koma tvö ati’iði til greina, sem þung eru á metunum, og munu hafa ráðið úrslitum í þvi efni hvort lánið skyldi boðið út nii eða ekki. Svo sem kunnugt er liefir safnast liá fjárhæð í pundum í Bretlandi á hendur íslenzkra útflytjenda, og ekki er unnt að fullyrða neitt um hvenær hægt vei-ður að yfi rfæra þá upphæð, en einn þáttur í slíkri yfir- færsíu yrði lángreiðsla rikísins, sem myndi nema um 13 mill- jónum króna, þótt nú séu ekki boðnar út nema 5 milljónir kr. Hitt atriðið, sem einnig vegur nokkuð á metunurfi, er að ríkið greiðir 5%% vexti p. a. af hinu brezka láni, en innlenda lánið er boðið út með 4%% vöxtum p. a. Við þetta sparast ríkinu nokkur vaxtagreiðsla, er gerir gengismuninn ekki jafn tilfinn- anlegan og ella. Um það munu hafa Verið skiptar slcoðanir, hvort vextir þeir, er greiddir verða af lxinu inlenda Iáni, og ákveðnir hafa verið 4%% P- a., séu ekki of liáir, og er þá skirskotað lil að innlánsvextir bankanna séu nú miklu lægi’i, og fari þó lækk- andi. Er enginn vafi á því að í’íkisskuldabréfin eru að öllu samanlögðu li-yggustu verð- bréfin, sem nú eru fáanleg, og auk þess hafa þau þann kost að þessu sinni, að þau eru til skemmri tíma en önnur sam- bærileg verðbréf, og mun það út af fyrir sig hvetja sparifjár- eigendur til kaupanna. Vaxta- fjárhæð bréfanna mun þó verða mesta hvatningin fyrir spari- fjáreigendur til kaupa á bréfun. um og er því lítill vafi á að það hefir vei’ið hyggileg í’áðstöfun að livei’fa ekki að því ráði, að ákveða vextina lægri, eins og sakir standa. Hitt er einnig auðsælt, að ef rikið hyggst að greiða hið brezlca lán upp að fullu, verður það að bjóða út nýtt lán lil greiðslu þess, og ef svo stefnir þá, sem horfir nú, verða vextir af slíku láni, sem síðar kann að verða lekið, vafalaust nokkru lægri en vextir þeir, sem ákveð- ið hefir verið að greiða af þess- um bréfum. Þess er að vænta, að spari- fjáreigendur bregðist vel við lánsútboði þessu, þannig að unnt verði að greiða fyrir yfir- fæi’slu þess fjár, er nú liggur vaxtalaust hjá erlendum bönk- um. Engu fé er betur varið en því, sem fest er í tryggum verð- bi’éfum, og sem um leið eflir þjóðarliaginn til mikilla mun'a, og greiðir fyrir auknum og nýj. um framkvæmdum ríkis og ein. staklinga. Dagsbrúnarmenn! Listi Sjálfstæðismanna og óháðra er A-listi. — X A. Verkfall hafið í Stykkishólmi. Engin lausn hér. Verkfall er nú hafið í Stykk- ishólmi, hjá Sigurði Ágústssyni og kaupfélaginu. Hefir verk- lýðsfélagið skotið máli sínu til Alþýðusambandsins og Sigurð- ur til Vinnuveitendafélagsins, en kaupfélagið héfir falið S. I. S. að semja fyrir sig. í verkfallinu hjá kaupfélag- inu á Hvammstanga hefir ekk- ert gei’zt. Báðir aðilar deilunn- ar hafa, sem kunnugt er, skotið máli sínu hingað suður. Sáttasemjari hélt fund m,eð loftskeytamönnum á togara- flotanum — ekki kaupskipum — í gær. Stóðu fundahöld all- an daginn með Iitlum hvíldum, og var lokið kl. 11 síðd., en þá höfðu engar sættir náðst. Sátta- nefndin hefir ekki hætt tilraun. um í þessari deilu. Þá var haldinn í gær fyi’sti viðræðufundurinn milli stýri- manna á kaupskipum og skipa- félagaiina. í deilu stúlkna í veitingahús- um og hárgreiðslusveina gei’izt ekkert. . ..IIvlii MéðM. Á síðasta fundi bæjarráðs, s.l. föstudag, Var lagt fram bréf frá Rannsóknarstofu Háskólans, þar sem borin er fram rnjög eftirtektarverð tillaga. Gerir Rannsóknarstofan það að tillögu sinni, að gex-ðar vei’ði ráðstafanir til þess að hafa til taks „hvítt blóð“ (plasma), til að dæla í fólk, sem kynni að verða fyrir áföllum, ef lil hern- aðaraðgerða kæmi liér í bænum. Bæjarráð samþykkti fyrir sitt leyti, að vei’ja allt að 10 þús. kr. af loflvax’nafé í þessu skyni. Bærinn vlll leig ja „I»«r66 * Bæjarráð hefir haft á prjón- unum að undanförnu ráðagerð um að taka á leigu varðskipið „Þór“ og að verja hagnaðinum af rekstri skipsins til þess að lækka fiskverðið í bænum. Tilkynnti borgarstjóri forsæt. isi-áðherra ályktanir bæjarráðs um þetta efni 21. þ. m., en þeg- ar bæjarráð hélt fund á föstu- daginn, liafði ráðlierrann ekki svarað þeini tilmælum, sem fól- ust í ályktuninni. Á fundinum á föstudag sam- Ólafur J. Ólafsson: lllBðFBii lija Alþýðu lilaðiifiii §pring:ur. Grein sú, sení Axel Guð- mundsson, varaform. á lista sjálfstæðisverkamaiína og ó- háðra verkalýðssinna við stjórnarkosningu í Dagsbrún, reit í dagbl. Vísi 21. þ. m. kom einkennilega sárt við hjarta Al- þýðuflokksins. Daginn eftir birti Alþbl. skammagrein, þar sem það aug- lýsir, að Alþýðufl. stefni Axel fyrir ummæli hans um Alþýðu- flokkinn. Þeir sem eru litið kunnugir starfsemi Alþýðufl. gætu liugs- að að þessi ummæli Axels, sem flokkiyn tekur svo sárt, væru á þá leið að flokkurinn hefði nema þá við útreikning skýrsln- anna. Við Sigurð mætti kann- ast við í þeim lióp, en föður- nafnið lians, Tómasson, muna menn ekki að liafa lieyrt. Cð cS bo > a bD a '> , 60 k- ca B 75, C cs E Q W & Jj Oj Sunnud. 28. júlí 18 18 Mánud. 29. júlí 10 4 4 18 Þriðjud. 30 júlí 10 4 5 19 Miðv.d. 31. júlí 10 4 10 24 Fimtud. 1. ág. 10 4 2 16 Föstud. 2. ág. 10 2 12 Laugard. 3. ág. 10 10 Ivlst alls 60 18 31*)109 Bréfið var undirrilað af allri stjórninni en það undarlega skeður að nokkru eftir að bréfið var sent, fara fulltrúar Alþýðu- flokksins í stjórninni að kvarta yfir því við samverkamenn sína þar, að þeir liafi leikið þarna vondan leik og jafnvel gert stóra vitleysu með því að skrifa undir þettað bréf. Má af því marka heilindi þeirra í starfinu. Allt þetta sýnir, sem reyndar var vitað áður, að Alþýðufl. er ekki treystandi til neins góðs innan Dagsbrúnar eða verka- lýðssamtakanna. Því setja verkamenn X við A-listann. Hátíðahöld sjálfstæð- ismanna á AkureyrL Akureyri í gær. Sjálfstæðisfélögin á Akureyri liéldu sameiginlega Þorrahátíð í samkomuhúsinu á laugardags- kvöld. Hófst hún með kaffi- drykkju. Baldvin Ryel stjórnaði sam- komunni. Skemmtiatriði voru: Einsöngur: Guðrún Þorsteins- dóttir; Kvennatersett, gaman- leikur úr bæjarlifinu. Til máls tóku: Sig. Hlíðar alþm., Sig. Eggerz bæjarfógeti, Lárus Thorarensen kaupm. og Jakob Pétursson ritstjóri. — Dansað var á eftir. Samkoman var vel sótt og fór ágætlega frani, enda voru allir ánægðir yfir henni. Hreinviðri og logn er hér daglega með allmiklu frosti. Pollurinn er lagður og fjöldi manna á skautum þar. Job- svikið ötl sin gömlu loforð um vinni) og brauð til lianda verka- mönnum, eða að flokkurinn Iiefði margsundrað og svívirt verkalýðssamtökin og traðkað á einföldustu mannréttindum verkamannanna, eða að flokk- urinn hefði lævíslega hrifsað undan verkalýðssam tökunum aðaleignir þeirra hér í Rvík, Al- þýðuhúsið, Iðnó og Alþýðu- brauðgerðina. með 200—300 þús. kr. óhagnaði fyrir verka- lýðsfél. Nei — Alþýðuflokkurinn kippir sér ekki upp, þó hann lieyri slíkar ásakanir. — Hann veit að allt þetta er sannleikur. Hann veit líka, að það er á allra vitorði. — Þess vegna vill liann að sem minnst sé um það talað, ef ske kynni að fólkið gæti gleymt því. Allt það sem verkamönnun- um er kærast, eru ekki lengur áhugamál flokksins. Hvar gat þá Axel Guðmunds- son liitt hjarta Alþýðuflokks- ins? Jú, Axel minntist lítils lnáttar á sanibúð hans við Bretann. — .Ásakaði flokkinn fyrir að hafa dregið frá Dagsbrún útborgun Bretavinnunnar, og haft þar með af félaginu tugi þúsunda króna. En hversu margar stefnur sem Alþbl. sendir út af þessu, þá verður reyndin ólýgnust. Alfreð Guðmundssan, sem ‘ verið hefir starfsmaður á skrif- stofu Dagsbrúnar og gegnt starfi sínu með sóma, fékk sumarfrí í noklcura daga. — Það út áf fyrir sig er ekki í frá- sögur færandi. En þegar hann kemur aftur, finnur liann sanirit (copiur) í tveimur eintökum, á skrifstofu félagsins, af vinnulistunum i Bretavinnunni og voru þær með rithönd Siggeirs Vilhjálmsson- ar, auglýsingastjóra Alþbl. Það sem var einkennilegt við þessi samrit, var, að neðst á öðru þeirra var strokið yfir neðstu nöfnin með strokleðri, þó mátti lesa þau, en á hinu var lírnt yfir neðstu nöfnin með pappírsræmu. Nöfn mannanna sem þarna voru ritaðir voru Sig. Tómas- son, Freyjugötu 10 og Siggeir Vilhjáhnsson, Laugavegi 69. — Hafði vinna þeirra verið skráð eins og neðanrituð tafla sýnir. Þó er ekki vitað að þessir menn liafi Unnið neilt fyrir Bretann þykkti bæjarráð að gera rikis- stjórninni tilboð um að leigja varðskipið fyrst um sinn fyrir kr. 10.000 á mánuði (venjuleg trygging innifalin) í því skyni, að ágóða af rekstri skipsins, hvort sem það verður gert út til fiskveiða eða fiskflutninga, verði varið til lækkunar á fisk- verði í bænum. Kaup þeirra beggja yfir vik- una hefir því verið (samkv. þeirra reikn.) lcr. 565,50 — ■ fimm hundruð sexliu og fimm krónur og fimmtíu aura. Það sem er mjög undarlegt við þetta er, að nöfn mannanna fyrirfinnast livergi í manntals- skýrslum. — Ilitt má vera, að til séu menn í Alþýðufl. sem geta gefið upplýsingar um þá. Neðst á listanum vikuna á undan voru tvö önnur nöfn, • Sig. Guðmundsson, Freyjugötu 10, sem er fjármálaritari á lista Skjaldborgarinnar í Dagsbrún og Árni Árnason, Bergþórugötu 20, og er það piltur um ferm- ingaraldur. Að þessum upplýsingum gefnum er bezt að láta fólk sjálft um að geta þess hverjir j það eru sem drógu útreikning Bretavinnunnar úr liöndum Dagsbrúnar. Þegar stjórn Dagsbrúnar var það Ijóst, að hún myndi elcki ná útreikningi Bretavinnunnar undir Dagsbrún aftur, snéri liún sér til stjórnarráðsins um aðstoð, fyrst mumilega, en síð- an með bréfi, dags. 18. okt. ’40, þar sem hún ræðir þessi mál á- samt öðrum. — Fer hér á eftir útdráttur úr bréfinu svohljóð- andi: „4. Ennfremur viljum við víkja að alvarlegum misfellum, seni við teljum að hafi orðið á launagreiðslum, og þá einkum útreikningi og útfærslu vinnu- skýrslna að Undanförnu, en í því máli liggur þannig, í stuttu máli: Þegar Bretar liófu hér vinnu ! báðu þeir skrifstofu Dagsbrún- ar um að annast útreikning vinnuskýrslna og útborganir til verkamanna, fyrir sína hönd. Var þetla svo í fyrstu þrjú skipt- *in, sem útborganir komu til greina, og bar Dagsbrún fyrir það 1% af greiddum launafjár- hæðum. Eftir það liurfu Bret- arnir að því ráði, að fá menn frá Alþýðublaðinu, Alþýðu- brauðgerðinni, Vinnumiðlunár- skrifstofunni og Tryggingar- stofnuninni, til þess að vinna þetla verk, og var þó um engar misfellur að ræða frá hendi Dagsbrúnar. Eru þessi verk nú unnin i húsnæði hinna opinberu skrifstofa, að öðru leyti en því, að útborgun mun ekki fara þar fram. — Þessu ununi við illa, og vildum mælast til að mál þettað yrði rannsakað svo sem föng eru á, og kippt í lag, ef verða mætti. Allt þetta vildum við biðja, hæstvirtan ráðherra, um að taka til vinsamlegrar athugun- ar eftir því sem föng eru á. Virðingarfyllst. Til atvinnumálaráðherra. Reykjavík. *) Vitlaust lagt saman. ólatur J. Ólafsson. Dagsbrúnarmenn! Kosningaskrifstofa „Óðins“ hefir síma 5619. — X A. Leikfimi skennarar mófmæla setningu íþróttaf ulltrúa ríkisin s Á fundi, sem var haldinn í íþróttakennarafélagi íslands þriðjudaginn 14. jan. 1941, var samþykkt eftirfarandi yfirlýs- ing: „Fundurinn leyfir sér hérmeð að mótmæla liarðlega setningu liins nýja íþróttafulltrúa ríkis- ins, hr. Þorsteins Einarssonar, af þessum ástæðum: 1. Samkvæmt 3. gr. íþrótta- laganna skal íþróttafulltrúinn liafa alhliða þekkingu urn í- þróttamál og auk þess þekk- ingu á sviði almennra uppeldis. níála. Hr. Þorsteinn Einarsson liefir alls ekki alhliða þeklcingu um íþróttamál og uppfyllir því ckki það ákvæði^ íþróttalaganna til að geta hlotið stöðuna. 2. Einn aðalþátturinn í starfi íþróttafulltrúans er samkvæmt 3. gr. 1. lið, „að hafa umsjón með íþróttastarfsemi í skólum“. Vér lítum þess vegna þannig á, að þekking lians verði skilyrðis- laust að ,vera á borð við reynslu og þekkingu þeirra íþrótlakenn- ara, sem liana hafa bezta og mesta hér á landi. 3. Það er ákveðið í íþrótta- lögunum, 20. gr„ að enginn geti öðlazt réttindi, sem íþrótta- kennari, nema hann liafi lolcið íþróttakennaraprófi. Það virðist því all-lijákátlegt, að íþróttafulltrúinn, sem á að vera yfirmaður íþróttakennar- anna og liafa umsjón með starfi þeirra, og þá að sjálfsögðu dæma um það, gera tillögur um endurbætur á því, skuli ekki þurfa að hafa fræðilega þekk- ingu og reynslu til jafns við þá. íþróttakennaraféjiag íslands lýsir því megnustu óánægju sinni yfir tijlögum iþrótta- nefndar^um íþróttafulltrúann og setningu hans, þegar völ er á sérfróðum mönnum í em- bættið. Reykjavík 16. jan. 1941. Aðalsteinn Hallsson. Rögnvald- ur Sveinbjömsson. Júlíus Magn- ússon. Fríða Stefáns. Sigríður Sigurjónsdóttir. Baldur Krist- jónsson, Vignir Andrésson, Jón Þorsteinsson. Jens Magnússon. Benedikt Jakobsson. Sína Ás- björnsd. Arndal. Þórunn Claes- sen. Viggó Nathanaelsson. Vald. Sveinbjörnsson. IJannes, M. Þórðarson. Vívan Jakobsson. Hallsteinn Hinriksson. Sonja B, Carlson. Dagsbrúnarmenn! Listi Sjálfstæðismanna og óháðra er A-listi. — X A. Próf í lögfræði. Embættispróf í lögum hafa þessir stúdentar lokið við Há- skóla íslands: Ágúst Fjeldsted 131)4 st. I. eink. Baldur Möller 128 st. I. eink. Gunnar Jónsson 129 st. I eink. Hannes Guðmundsson 138)4 st. I. einkun. Hans Andersen 140 st. I. eink. Haukur Classen 116% st. I. eink. Jóhannes Guðfinnsson 94% sL II. einkun. Kristinn Júlíusson 119% st. I e. 1 stúdent á ólokið prófi, vegna veikinda eins kennarans. fréttír Fermingarbörn síra Árna Sigurðssonar eru beð- in að koma til viðtals í fríkirkjuna á fimmtudaginn kemur kl. 5 síðcl. Dagsbrúnarmenn! Listi Sjálfstæðismanna og óháðra er A-listi. — X A. Revyan 1940, „Forðum í Flosaporti“, hefir ver- ið sýnd alls 45 sinnum og alltaf við beztu undirtektir og fyrir troðfullu húsi. Næsta sýning er annað kvöld. Legationsraad Brun flytur þriðja og síðasta háskóla- fyrirlestur sinn í kvöld ld. 6 — ekki kl. 5 •—■ í 1. kennslustofu. Efni: Ut- anríkisstefna Dana 1865—70. Náttúrufræðifélagið hefir samkomu í kvöld kl. 8.30 í Austurbæjarskólanum. (Gengið inn frá Vitastíg). Háskólafyrirlestur. Hallgrímur Helgason flytur fyr- irlestur i 1. kennslustofu Háskólans kl. 8.15 i kvöld. Efni: íslenzk þjóð- lög. Öllum heimill aðgangur. Dagsbrúnarmenn! Kosningaskrifstofa „óðins“ hefir síma 5619. — X A. Verkamenn! Aðstoðið við kosn- inguna! Næturlæknir. Jónas Kristjánsson, Grettisgötu 81, sími 5204. Næturverðir i Ing^ ólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Mæðrastyrksnefnd. Skrifstofa nefndarinnar er i Þingholtsstræti 18, opin alla virka daga kl. 4—6. Lögfræðilegar leið- beiningar veittar hvern mánudag og fimmtudag á sama tíma. Fermingarbörn geri svo vel að koma til viðtals í dómkirkjunni í þessari viku sem hér segir: til síra Friðriks Hall- grimssonar á fimmtudaginn, og til síra Bjarna Jónssonar á föstudag- inn, báða dagana kl. 5 síðdegis. „Frjálslyndi söfnuðurinn“. Það hefir komið fram í blöðun- um, að mætt hafi á stofnfundi „Frjálslynda safnaðarins" hér í bænum sl. sunnudag, 700—800 manns. — Eftir upplýsingum að dæma, sem Vísi hafa borizt siðan, munu þeir stofnendur, er mættu á fundinum, hafa verið miklu færri, og ennfremur munu hafa mætt þar menn, er ekki voru stofnenclur safn- aðarins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.