Vísir - 17.02.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 17.02.1941, Blaðsíða 2
VlSIR i \ Alexander Jóhannesson liáskólarektor: Kvikmyndahús háskólans Umhyggjusamir menn. ÞAÐ VIRÐIST eins og sumir menn hér i bæ beri mikinn kvíðboga fgrir því, að háskólinn hefir í hgggju að reka kvikmgndahús og starfrækja það á þann hátt,, er Jiann telur beztan. Þessir umhgggjusömu menn virðast halda, að prófess- orar háskólans ætli að reisa stórbgggingu, sem kosti að minnsta kosti eina milljón og allt upp undir tvær milljónir króna, og að prófessorarnir ælli að taka sjóði háskólans til þessarar bggg- ingar. Umhgggjusömu mönnunum finnst, að leita beri sam- þgkkis stjórnar og þings um ráðagerðir þessar, og loks finnst þeim sennilegt, að hér sé um glæfrafgrirtæki að ræða. Til marks er þess getið, að vextirnir einir af hinni dgru lóð nemi ( eitt þúsund krónum á mánuði. Hvílíkur voði! n VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsscn Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gcngi'ð inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 60 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Stefnan óbreytt. FRAMSÓKNARMENN hafa undanfarið leitast við að láta skína í það, að þeir séu á móti öllum höftum á verzlun- inni og mundu nú gera innflutn- inginn frjálsan ef Bretar liefði ekki selt ákveðin skilyrði í þvi efni vegna styrjaldarástandsins. Margir hafa tekið þessar full- yrðingar trúlega og talið að um- mæli þessi væri sett fram af heilum liug. En margt bendir á að þetta sé sett fram af forustu- mönnum flokksins af fullkonm- um óheilindum til þess að blekkja almenning í landinu, vegna þess að höftin eru afar ó- vinsæl og ógerningur að verja þau eins og nú árar. í siðasta hlaði Tímans kveður nokkuð við annan tón. Þar sést að stefnan er óbi’eytt. Þar sést líka að tónninn er óbreyttur gagnvart sjálfstæðismönnum. Þar segir svo: „í útvarpsræðu sem Ólafur Thors flutti nýlega, hoðaði hann að Sjálfstæðisflokkur- inn vildi ekki hafa nein höft eða eftirlit með verzlun og atvinnurekstri að styrjöld- inni lokinni. Flokkurinn vill þá láta renna upp nýja blómaöld fyrir braskara með endurtekningu á hruni ís- landsbanka og margra millj. kr. skuldum Kveldúlfs“. Getur nokkrum dulist hvað hér er á ferðinni? Getur nokkr- um dulist að hér er á ferðinni „innri maður“ ' Framsóknar- flokksins sem missir tökin á skapsmunum sínum við það að heyra ráðherra Sjálfstæðis- flokksins bera fram þá von, að verzlun og atvinnurekstur verði ekki í viðjum hafta og nefnda að ófriðnum loknum. Ekkert sannar betur en þetta, að þrátt fyrir allar fullyrðingar mega framsóknarmenn ekki heyra minnst á þann möguleika að verzlunin verði gefin frjáls. Þeir vilja hafa verzlunarhöft og þeir vilja sjálfir ráða hvernig þau eru framkvæind. Þeir hafa ald- rei ætlað sér ótilneyddir að af- nema þau, hvað sem þeir segja til hins gagnstæða. Þeir ætla sér að halda höftunum hvernig sem árar og hvernig sem vellist, ef þeir hafa holmagn til þess, þess vegna eru yfirlýsingar þeirra um fylgi við frjálsa verzlun ekk- ert annað en blekkingar og skrum vegna þess að þeir vita að þjóðin er andvíg verzlunarkúg- un þeirra. Seint ætlar ritstjóri Tímans að læra mannasiði gagnvart pólitískum andstæðingum. Af því að hann þykist þurfa að svala sér á atvinnumálaráðherra persónulega fyrir útvarpsræðu- ummælin, grípur hann það sem er eðlinu næst — hinn gamla róg um Kveldúlf með lymskulegum aðdróltunum. Hann segir — „flokkurinn vill ]xá láta renna upp nýja blómaöld fyrir bi’ask- ara með endurtekningu á hruni íslandsbanka og margra inillj. kr. skuldum Kveldúlfs“. Hversu lengi á það að viðgangast, að menn séu á lymskulegasta hátt stimplaðir sem glæpamenn, livenær sem færi gefst, fyrir það eitt að gefast ekki upp nógu snemma í þeirri vonlitlu bar- áttu sem útvegurinn háði um tíu ára skeið? Ef lil vill svíður nú ritstjóra Tímans einna mest, að sú barátta sem um skeið leit út fyrir að vera vonlaus, hefir nú snúist upp í arðvænlegan at- vinnurekstur sem greitt hefir hvern eyrir af sínum eigin skuldum og er kominn vel á veg að greiða mest allar erlend- ar skuldir þjóðarinnar. Margt þarf ritstjóri Tímans að læræ En á mannasiði og drengilegan rithátt er hann tornæmastur. Stefnan er óbreytt. Þeir vilja hafa höft. Vararfeldur þeirra er hvítur öðru megin en svartur hinumegin og skipla þeir um eftir þörfum. „Vináttan“ er svipuð. Inílúenzan er í rénun. J GÆR og- nótt voru helgidags- og næturlæknar kallaðir til 22 sjúklinga, sem fengið höfðu inflúenzuna, og er hún nú hægt í rénun, að því er Magnús Pét- ursson héraðslæknir tjáði blað- inu í morgun. Héraðslæknir kvað þetta þó ekki vera réttan mælikvai’ða á gang veikinnar, en dagurinn í dag myndi vera góður próf- steinn. Þegar séð verður, hversu margra nýrra tilfella verður vart í dag, fæst fyrst nokkur vissa fyrir því, livort raunveru- lega sé um rénun að ræða. Reynist svo, taldi héraðs- læknir liklegt, að farið yrði að tala við heilhrigðisstjórnina um að létta af samkomubanninu. SKÍÐAFERÐIR UM HELGINA. Það var lieldur lítið úr skiða- ferðum hjá íþróttafélögunum yfir lielgina. Og margir hverijr sem fóru með skíði upp í skál- ana stigu alls ekki á þau, held- ur fóru í gönguferðir upp uin fjöllin. Göngufæri var yfirleitt gott að öðru leyti en því, að fannir voru harðar og illt að fóta sig í þeim, þar sem bratti var nokk- ur að ráði. Skal fólki á það hent, að hætta sér ekki út á harðfenni því það er stórhættulegt, ef því verður fótaskortur. Um 30 K.R.-ingar voru uppi í Skálafelli í gær. 20 fóru á laugardaginn, en 10 komu þangað í gærmorgun. Snjórinn þar efra hafði minnkað til mik- illa muna, *hann var liarður og í'ærið afleitt. í giljunum sitt hvoru megin við slcálann var mikill snjór. Þar var komið upp svigbraut og gat skíðafólk, sem vant var, og kunni nokkuð á skiðum, verið þar í brekkunni. Um 30 manns voru á Kolvið- arhóli í gær. Sumir gengu upp um fjöllin, aðrir fóru á skíðum. Uppi á Hengli er snjór, en ann- arsstaðar mjög lítill. Snjórinn var liarður og færi vont. Rúmlega 20 Ármenningar fóru í Jósefsdal í fyrrakvöld. Snjór var nokkur í Bláfjöllum en færi hart. Fóru fáir á skíði, en hinsvegar hélt fólkið sig að- allega á skautum í dalbotnin- um. Hann lá allur undir svelli og var hið ágætasta skautasvell í honum. 50 ára verður á morgun Sigurbjörg Þor- steinsdóttir, Njálsgata 92. 65 ára var í gær Ermenrekur Jónsson, trésmíðameistari. í flestum löndum eru það talin sérstök hlunnindi, að öðl- ast réttindi til reksturs kvik- myndahúss. Háskólakennarar líta á það sömu augum og eru þakklátir bæjarstjórn fyrir að hafa veitt háskóianuin slík rétt- indi. En hvernig stendur þá á því, að háskólakennarar eru farnir að vafstra í slíkum mál- um? Vér lítum’ þannig á, að háskólinn hafi ekki notið þeirr- ar aðhlynningar, er lionum har, frá þingi og stjórn síðan liann var stofnaður. Með þrálátu erf- iði hefir okkur tekizt að koma upp hyggingum stofnunarinnar og af gamalli reynslu vitum við, að baráttu þeirri, er við höfum háð á undanförnum ár- um, er ekki lokið, Okkur hef- ir verið neitað ár eftir ár um fjárveitingar ýmsar, er vér teljum bráðnauðsynlegar til starfsemi háskólans. Nú er hin nýja bygging tekin til notkunar og má það augljóst vera, að starfræksla hennar kostar mik- ið fé árlega. Nýjar kennslu- greinir munu smám saman bætast við og nýjar deildir taka til starfa. Þingi og stjórn má því þvkja vænt um, ef háskól- anum tekst að reka fyrirtæki, er lækki árlega útgjöld ríkis- sjóðs til stofnunarinnar að nokkru leyti, þótt ekki væri nema um nokkra tugi þúsunda króna á ári. Allur hagnaður, er verða kann af rekstri kvik- mgndahússins, á að ganga til starfsemi háskólans. Áður en umrædd lóð fyrir kvikmyndahúsið var keypt, skýrði ég kennslumálaráðherra frá fyrirætlunum okkar, og lýsti hann því yfir, að það væri álit hans og annarra ráðherra, er hann hefði minnzt á þetta við, að háskólinn væri einráður um þessar framkvæmdir. Ég vona, að ég rói einhvern með því að segja frá þessu. Um lóðina sjálfa skal ég geta þess, og byggingar þær, er á henni standa, að leiga sú, er nú fæst af henni, hrekkur nokkurn veginn fyrir vöxtum, svo að litlu er að tapa, ef svo kynni að fara, að freslun yrði á framkvæmdum, því að vitan- lega verða hús þessi ekki rifin niður fyrr en vitað er, að unnt er að byrja að byggja. Það er undarlegt, að sumum blöskri að gjalda eitt þúsund krónur á mánuði í leigu af lóð, þegar vitað er, að kvikmyndahúsin fá stundum á einum degi allt að þrjú þúsund krónum. En þessum mönnum til fróunar get ég sagt, að ef til vill verða smábúðir í sambandi við bygg- inguna, sem munu standa und- ir verulegum hluta lóðarverðs- ins. Ég hygg, að staður sá, er val- inn hefir verið, sé að flestra á- liti ágætur. Ég geri ráð fyrir, að inngangi í húsið verði kippt inn nokkurn spöl frá Austur- stræti, svo að engin mann- þröng þurfi að verða á sjálfri götunni. Setjum svo, að við hefðum keypt lóð á öðrum stað fyrir hálfu lægra verð, væri vaxtamunurinn í mesta lagi 6000 kr. á ári, en liklegt er, að lóðin verði þannig liagnýtt, að umhyggjusömu mennirnir þurfi engan kvíðboga að bera j í þessu efni. Um verð sjálfrar byggingarinnar get ég ekki sagt að svo stöddu, en þetta mal hefir verið varidlegá rannsak- að og verður þvi aðeins ráð- izt í þessa byggingu, að við teljum öruggt, að engin fjár- hagsleg hætta sé á ferðum. Ég ráðlegg því umhyggjusömu mönnunum að bíða átekta. Reykjavíkurbær vex um 1000 á ári, og eftir 10 ár munu vera hér að minnsta kosti 50 þús. manns. Til samanburðar Dungal og Eg geri ráð fyrir að flestir geti á það fallizt, að rétt sé að gera þá kröfu til vísindamanna, er í deilum lenda, að þeir leitist við að* rökræða ágreiningsefn- in. En slíka kröfu er bersýni- lega ekki fært að gera til próf. Níelsar Dungals, ef dæma má af grein hans (i Mbl. i gær) um skólabíóið. Hann fer nefnilega I i kringum aðalatriðið eins og köttur í kringum heitan graut. „Rökin“, sem hann færir fram í grein sinni, eru ekki undrunarefni þeim, sem mann- inn þekkja. Dylgjum lians um mig — og þá, sem þessu máli eru algerlega óviðkomandi — liirði eg ekki að svara. Vera má að próf. Níels Dungal hafi vænst þess, að mér féllist hugur, er hann gengi-fram fj’rir skjöldu í almætti sínu, en hugsanlegt er, að hann komist að annári raun / um þáð er lýkur, ef hann fer ó stúfana öðru sinni. Próf. Níels Dungal talar mikið um það, liversu mikla vinnu undirbúningsnefnd hafi. lagt i það, að kynna sér alla málavöxtu. Við skulum athuga þau vinnubrögð. Fyrst er lóðin keypt, en því næst talað um að gera fyrirspurn til hyggingar- nefndai’ um hvað og hvernig megi hyggja á henni og loks er nefnd skipuð til að ræða málið. Allir sjá hversu „vísindaleg“ slík vinnubrögð eru. Hefði vissulega átt að mega gera þá kröfu til vísindamanna, að þeir hefði haft aðrar og ofurlítið hyggilegi’i vinnuaðferðir. En nú er ljóst, að Dungal er harð- ánægður með frammistöðu sina, en eg trúi því laust, að allir starfsbræður hans í Húskólan- um sé jafn ánægðir. En hvað veit Níels Dungal um kostnaðarhlið fyrirtækisins, þegar nú er fyrst fyrir nokkur- um dögum faríð að bjóða út til samkeppni um fyrirkomulag og gerð kvikmyndahússins, og verður samkeppninni ekki lok- ið fyrri en um miðjan næsta - mánuð? í annan stað segir próf. Níels Dungal, að þarna eigi að flytja almenna Háskólafyrirlestra; því að svo margir hafi orðið frá að hverfa í Háskólanum vegna liúsnæðisleysis. Vera má að má geta þess, að Esbjerg í Danmörku, sem er minni hær (31.600 úrið 1936) hefir sex sýningar á degi hverjum. Ég er því i engum vafa um, að þessi bær her á friðartímum þrjú kvikmyndahús og fjögur, ef þjóðleikhúsið bætist við. Ég lief sjálfur óskað að fá sam- vinnu við þjóðleikhúsið um rekslur kvikmyndahúss, og liefir starfsnefnd liáskólans um þetta mál ritað leikhúsnefnd- inni í þessu skyni fyrir all- löngu, en ekkert svar fengið. Þannig stendur málið nú og virðist ekki að svo stöddu vera þörf á að fylla marga blaða- dálka um það. Þegar byggingarnefnd há- skólans vann að því af alefli, eftir að stríðið skall á, að lcoma upp háskólabyggingunni, voru ýmsir umhyggjusamir menn á ferðinni og leituðust við að telja okkur trii um, að mesta -"glapræði væri að lialda áfram. Þessar raddir eru nú þagnað- ar. Á svipaðan hátt mun fara, er kvikmyndahús háskólans er komið upp og er tekið til stai fa. Raddirnar munu þagna. Alexandcr Jóhannesson. skólabíóið. skólabyggingiri sé nú þegar orðin of lítil fyrir Háskólann, en sannir visindamenn óg fræðslugarpar myndi vafalaust ekki telja það eftir sér, að end- urtaka fyrirlestra sína, svo að sem flestir fengi notið góðs af. En ef til vill finst próf. N. D. að ekki sé hægt að ætlast til þessv að nokkur lærður maður leggi ú sig þvilikt erfiði. Annað en þetta er ekki svara vert í grein próf. N. D., því að liann forðast eins og heitan eld- inn að tala um það atriði, sem mestu varðar skattgreiðendur bæjarins, en það er skattfrelsi skólabíósins. Á það minnist próf. Níels Dungal ekki einu orði. Hversvegna? Það skyldi þó ekki vera af þvi, að honUm er ljóst, að hér er farið irin á hættulega braut, sem varðar ekki örfáar fjölskyldur, heldur alla bæjarbúa. Það mátti svo sem búast við því, að próf. Dungal minntist sérstaklega á hagnað annara og þætli liann skelfileg tilhUgsun. Eg minntist ekki á það, að arð- ur kvikmyndahúsanna myndi hverfa ef þau yrði þrjú hér í hænum, en eg taldi réttara að Þjóðleikhúsið sæti fyrir i þessu efni og að Háskólinn fengi að hafa happdrættið áfram. En ef fjórða bíóið kæmi, þú ætla eg lítill fengur myndi hinum s\ór- tæka próf. Dungaí þykja í þeim ágójða, sem þá fengizt af hinu glæsilega fyrirtæki Háskólans nema því að eins, að reksturinn verði útsvars- og skattfrjáls eða ívilnað stórkostlega um skatt- greiðslur. Mun og ekki fjarri lagi að ætla, að próf. Dungal bú- izt við miklum fríðindum í und- anþágu fná skatti á kostnað skattgreiðenda í Reykjavík. Reykjavik er sterkasta vígi frjálsrar samkeppni, sem kunn- ugt er. Þegar þeir, sem þykjast liafá aðhyllst þá stefnu, fara að grafa undan henni, þá „liöggur sá er hlífa skyldi“. En próf. Dungal lofar engu um það, að Háskólinn fari ekki inn á aðrar brautir. Hver veit nema hann heimti næst verzl- unarleyfi handa Háskólanum og stofni þá nýlenduvöruverzlun - eða kassagerð. Hver veit hvað. Próf. Dungal lýkur máli sínu á því, að tala um að menn eigil fyrst að hugsa um almennings- heiíl, en ekki einkahagsmuni. Þetta er vissulega rétt. Þjóðleik- húsið, sem á var hent i grein minni, er sízt einkaeign og taldi eg rétt að það sæti fyrir um bíó- leyfi. En allir vita að starfsemi þessa siðapostula, próf. Níelsar Dungals, í hruggi sauðfjrár- lyfja á ekkert skylt við einka- hagsmuni, enda mun liann hafa starfað að „rannsóknum" sínum á kostnað hins opinbera og, eins og kunnugustu menn vita, og ekki borið eyri úr hýtum fram vfir laun fyrir allt sitt mikla strit! En próf. Dungal er nú ef til vill orðinn leiður ú kvikfénaði og telur kvikmyndir líklegri til þess að veita enn meiri og skjót- ari frama. H. P. María Markan í Vancouver Það er ekki oft að eg fer til messu, en 22. desemher s.l. var jólamessa Islendinga hér i dönsku kirkjunni og mun sú messa verða löndum hér lengi minnisstæð. Sira K. 'K. Ólafs- son prédikaði að venju. Troð- fuíl kirkjan. Maður varð fljótt var við með sannri ánægju mjög aukinn söngflökk, undir stjórn L. H. Thorlaksons og leysti flokkurinn starf sitt vel af hendi, og er það sannarlega ánægjulegt að sjá samtök Is- lendinga liér með söng, og má þakka söngstjóranum sérstak- lega fyrir vel unnið verk. Þá er að minnast annars atburðar við þessa messu, sem var það, að ungfrú María Markan sótti þessa messu og af góðvild söng með söngflokknum, og má geta nærrit hversu það hjálpaði flokknum. Þá söng María líka þrjú lög, fyrst „María Wiegen- lied“, snoturt lag afar vel sung- ið, þar næst hið velkunna lag Gounod’s „Ave Maria“, prýði- lega vel með farið, lagið yndis- legt eins og allir kannast við; þá söng hún lagið lians Björg- vins Guðmundssonar, „Nú legg eg augun" aftur“ og var það hreinasta undur livað prýðilega liún túlkaði þetta fagra tónsmið Björgvins og mun fáir gleyma hversu yndislega söngkonan fór með þetta lag, og víða sást hið „silfurskæra tár“, og þá er sungið. Það var sönn gleði að lieyra slíkan söng og hefi eg engin orð, sem geta nálgast það, að lýsa hversu aðdáanlega Mar- ia Markan syngur, og eg óskaði að Björgvin hefði mátt lieyra þessa snilldar meðferð á þessu fagra lagi. Að m,essu lokinni var öllum boðið í veizlu í neðri sal lcirkj- unnar og stóð þar fyrir heina ungstúlknafélagið „Ljómalind“ undir forystu Miss Beatrice Gíslason, og er þetla í þriðja sinn er þetta félag hefir hoðið öllum til veizlu við jólamess- urnar. Var salurinn smekldega prýddur og rausnarlega frá öllu gengið. Ivaffi og allskonar veit- ingar, allt ókeypis. Að lokinni kaffidrykkju leiddi G. F. Gísla- son fram Maríu Markan og gerði liana kunnuga öllum í salnufn. Þar næst leiddi L. H. Thorlakson fram Miss Beatrice Gislason, sem, hefir skipað for- sæti „Ljómalindar“, en hefir sagt af sér því starfi nú, og Mrs. Evelyn Bjarnason, sem er ný- kosin í forsetastöðuna og tekur við embættinu í janúar. Þaklc- aði söngstjórinn „Ljómalind" með vel völdum orðum, og gerði þær samstundis kunnugar öllum viðstöddum. Svo var sungið fram eftir og vinir liitt- ust o. s. frv. Frh. á 4. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.