Vísir - 22.04.1941, Blaðsíða 1

Vísir - 22.04.1941, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 31. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 22. apríl 1941. Ritstjóri ] Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla J 90. tbl. Fyrsta afleiðing japansk-rússneska sáttmálans. Rússar hefja liðflutninga frá Síbiríu til vesturlanda- mæra smna. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Fregnir hal'a borizt til London þess efnis, að ráð- stafanir hafi verið gerðar í Síberiu, sem bendi til að miklir liðflutningar eigi sér stað þar. M. a. hefir útlendingum verið bannað að koma inn í landið þar til í maí og þykir ýmislegt benda til, að flytja eigi herlið frá Siberíu til Evrópu. Vegna hlutleysissátt- málans við Japani teija Rússar sig ekki þurfa að óttast árás af Japana hálfu, sem raunar hafa í nóg horn að líta, þótt þeir fari ekki að kljást við Rússa, en hjá Jap- önum heyrast nú raddir um, að nauðsynlegt sé að leiða Kínastyrjöldina til lykta, áður en hafist sé handa um frekari sókn til Suður-Kyrrahafs og landanna þar. SAMVINNA TYRKJA OG RCSSA. RÚSSAR GREIÐA FYRIR VIÐSKIPTUM TYRKJA VIÐ NORÐURLÖND TIL ÞESS AÐ GERA ÞÁ VERZLUNARLEGA ÓHÁÐA ÞJÓÐVERJUM. Það vekur mikla athygli, að Rússar greiða nú sem mest fyrir viðskiptum Norðurlanda og Tyrklands, til þess að Tyrkir þurfi ekki að vera upp á Þjóðverja komnir viðskiptalega. Tyrkir ætla nú að kaupa ýmsar iðnaðarvörur, sem þeir áður fengu frá Þýzkalandi, frá Sviþjóð. Beint talsamband milli Moskva og Ankara. Fréttaritari Daily Telegrapli segir um þetta og sambúð Rússa og Tyrkja: Þess er getið í fregn frá Anlc- ara, að rússneski sendiherrann, Vinogradoff, sé í þann veginn að fara aftur til Moskva, til þess að ræða við stjórn sína. Búið er að lcoma á beinu talsímasam- bandi milli Moskva og Ankara til einkanotkunar fyrir tyrk- neslca og rússneslca ráðherra. Sést bvað bezt af þessu um hversu niána samvinnu er að ræða milli Tyrkja og Rússa nú orðið. í fregn frá Ankara segir einnig, að lokið sé viðræðum — með ágætum árangri — um flutning á sænskum vörum til Tyrklands yfir Rússland og tyrkneskum vörum yfir Rúss- land til Svíþjóðar. Af þessu leið- ir, að Tyrkir geta fengið vélar margskonar, stálvörur ýmsar og hergögn af beztu gerð, ör- ugga leið — án nokkurra af- skipta og eftirhts Þjóðverja. Ferð von Papens til Berlínar og viðræður hans við Hitler í bækistöð hans á Balkanskaga sýna, að því er Daily Telegraph ætlar, að Tyrkir hafi fengið aukið traust vegna hinnar niánu samvinnu við Rússa og búi Tyrkir sig nú af meira kappi en nokkuru sinni undir það, sem koma skal, því að Tyrkir hafa nú sannfærst um, að Rússar vilji, að Tyrkir hafni öllum kröfum Þjóð- vera um tilslakanir —- og velvild Rússa í garð Tyrkja sé ekki bara á pappírnum. Þetta kemur ekki fram í því einu, að Rússar ætla að greiða fyrir því, að Tyrkir geti fengið vélar og stálvörur, pappir og fleira, sem þá vanhagar um, frá Sviþjúð, heldur muni Rúss- ar leggja út í hildarleikinn, ef Þjóðverjar ráðast á Tyrki, því að enn sem fyrrum sé stefna Rússa sú, að geti þeir ekki sjálfir fengið umnáð yfir sundunum (Dardanella- og Bosporus- sundi) unni þeir engum öðrum að fá þau yfirráð, enda eru þau lykillinn að Svartahafinu. Bresk flota- árás áTripoli London, í morgun. 1 morgun var birt fregn urn það í London, að brezk flotadeild hefði gert harða árás á Tripoli í dögun í gærmorgun. 1 tilkynningu l’lotastjórnarinnar segir, að mörg skip hafi tekið þátt í árásinnþog voru sum þeinja stór. Nánari upplýsingar eru ekki gefnar. Þetta er í fyrsta skipti, sem brezki l'Íotinn gerir árás á Tripoli, og sýnir það, að Bretum þvkir nú mikið við liggja, að hindra frekari herflutn- inga möndulveldanna til Libyu. SIÐUSTU FRÉTTIR 75.000 manna rúmenskt lið er komið til ungversku landa- mæranna. Ungverjar lialda uppi stöðugum áróðri í garð Rúmena. Ciano greifi og von Ribben- trop eru komnir til Vínarborg- ar til þess að taka ákvarðanir um skiptingu Júgóslavíu, en allir vilja fá sem feitasta bita. Mussolini vill fá Dalmatíu og Montenegro og Króatar Bosníu. Þegar hefir verið ákveðið livað Búlgarar fá, þ. e. Morava, serb- nesku Makedoníu og Vestur- Þrakíu. Roosevelt fer til Kanada í maí næskomandi. Loftárás var gerð á Plv- mouth í nótt sem leið og var stutjt og allhörð, en manntjón og eigna minna en í fyrri loft- árásum. Loftvarnamerki voru gefin í London, ^en engum sprengjum varpað. I Austur- Anglíu varð nokkurt tjón. Undanhaldi bandamanna Grikklandi lokið? Enginn bilbugur á Grikkjum. Júgóslavar verjast enn í fjöllunum. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. í gærkveldi var tilkynnt í London, að undanhaldi bandamanna til hinnar nýju, stuttu varnarlínu væri að verða lokið, en enn hefir ekki verið látið uppskátt hvar þessi varnarlína ep, en líkur benda til að hún sé milli Lamiaflóa og Artiaflóa, eins og getið var í gær. I til- kynningu Breta var tekið fram, að manntjón Breta væri lítið, en hinsvegar hafi orðið ógurlegt manntjón í liði Þjóðverja. I gær var einnig sagt frá því, að í fyrradag hefði fleiri flugvélar verið skotnar niður yfir Grikklandi, en á nokkrum öðrum degi stríðsins til þessa. Alls voru skotn- ar niður 16 flugvélar fyrir Þjóðverjum, þar af 14 í loft- bardaga yfir Aþenuborg. I hinum brezku tilkynningum er mjög rætt um fræknleik Ástralíumanna og Ný-Sjálendinga og einkanlega hersveitanna, sem vörðu undanhaldið. Fréttaritari United Press segir, að það hafi verið í Larizza, sem áströlsk herdeild var næstum innikró- uð, en tókst að ryðja sér braut suður á bóginn til félaga sinna, eftir að hafa valdið miklu tjóni í liði óvinanna og tekið um 250 fanga. f annari fregn er sagt frá því, að 4 Ný-Sjálendingar hafi boðist til þess að tef ja framsókn þýzkra herdeilda yfir brú nokk- ura. Með þessu gengu þeir út í opinn dauðann og féllu þeir allir en vörðu brúna um skeið með vélbyssum og handsprengjum, og fyrir bragðið komst herdeild þeirra undan, en hefði ella ver- ið innikróuð. En hreysti einstakra hermanna og hersveita hefir elcki getað stöðvað Þjóðverja, sem hafa af nógu að taka, bæði að þvi er menn og hergögn snertir, og sífellt fylla í skörðin. Og það er enn viðurkennt í Kairo og Aþenuborg, að þrátt fyrir það að nú sé búist til varnar á hinni stuttu víglínu, séu liorfurnar alvarlegar sem fyri’um. Vörn .Tugoslava var ekki til einskis. Þjóðverjar biðu águr- legt manntjón og liergagna í viðureigninni við þá, þótt hún stæði stutt, og eru „ekki búnir að bita úr nálinni“ enn. Þýzkar fregnir um herflutninga frá Grikklandi. Þjóðverjar lialda áfram að birta fregnir um að Bretar séu að flytja lið sitt frá Grikklandi, en á það er bent í London, að Þjóðverjar hafi fyrr dreift út slikum fregnum, en orðið að éta allt ofan í sig aftur. Herfanginu skift. Fregn i gær liermdi, að Ciano greifi og von Ribbéntrop ætl- uðu að halda níiðstefnu bráðlega og skipta Jugoslaviu. Rúmenar eiga ekki að fá neitt, og er það ein ástæðan fyrir ólgunni í landinu. Horia Sima, leiðt. járn- varðliðsins, dvelst nú í Þýzka- landi, en Ungverjar saka Rú- mena um að myrða járnvarð- liðsmenn. Ýmsir ætla, að Ung- verjar séu að reyna að spilla fyrir Rúmenum lijá Hitler, —\ aðrir, að Þjóðverjar standi á balc við — en livað sem um það er, skjölluðu Rúmenar Hitler mikið á afmælisdegi hans og var sagt í útvarpi frá Bukarest, að hann hefði upprætt komm- únismann í álfunni. Fregnir bafa borist um, að jugoslaVneskir hermenn veiti enn öflugt viðnám í fjöllunum og valdi Þjóðverjum, miklu tjóni.' Pélur konungur er nú kominn til Alexandríu og ávarp- aði hann þjóðir sínar þaðan í' gær. Hann sagði að baráttunni. yrði haldið áfram, og kvaðst hann hafa farið frá Jugoslavíu aðeins af einni ástæðu, — til þess að ekki yrði hægt að saka hann um uppgjöf. Svo væri komið, að liann yrði að leið- beina þjóð sinni úr fjarlægð, — én hann myndi koma aftur, og sem sigurvegari. Simovich er einnig i Kairo. í fregnum, sem birtar voru í Bandaríkjunum, segir, að árás hafi verið gerð á flugvél kon- ungsins, og einn ráðherranna, sem með honum var, beðið bana, en lconunginn sakaði ekki. Framsókn Þjóðverja. Þýzka herstjórnin tilkynnti i dag, að Þjóðverjar hefðu sótt suður yfir Pindusfjöll, þeir hefðu tekið borgirnar Janina og Lamia og væru hvarvetna í sókn. Þá var skýrt frá því, í þýzk- um fréttum, að þegar brezka herliðið hefði yfirgefið. Grikk- land og farið út i skip þau, er átti að flytja það burt, hefði mannfjöldi mikill safnast sam- an og gert óp að hinu brezka herliði. Varð grísk lög- regla að skerast í leikinn og lialda mannfjöldanum i skefj- um. SUMftRDVÖL BfiRNfi: Fyrstii tvær ikemmt- aiiirnar eru í kreld. jpramkvæmdanefnd barnavinafélagsins Sumargjafar — frú Ragnhildur Pétursdóttir, Gísli Jónasson yfirkennari og ísak Jónsson, kennari — skýrði blaðamönnum í gær frá tilhög- un f jársöfnunarinnar, sem hófst í morgun. Stendur þessi fjár- söfnunarsókn í þrjá daga, eða til kvelds á sumardaginn fyrsta. Börn byrjuðu að selja Barna- dagsblaðið snemma í morgun, en eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær, flytur það margar góðar greinar, auk þess sem þar ei' birt dagskrá barna- dagsins sjálfs. í KVÖLD fara fram fvrstu skemmtan- ir til ágóða fvrir sumardvölina, þ. e. sundmót í Sundhöllinni og samkoma í Fríkirkjunni. Þar syngur telpnakór undir stjórn .Tóns' Isleifssonar, en prestarnir sirá .Tón Auðuns og síra Jón Thorarensen flytja á- vörp. Ætti bæjarbúar að fylla bæði Fríkirkjuna og Sundhöll- ina í kvöld, og sýna þannig Sumargjöfinni og sumardval- arnefndinni, að þeir vilja veita þessu máli allan stuðning sinn. ' ■- / \ Á MORGUN kemur svo „Sólskin“, bókin, senx út hefir komið undanfar- in 12 ár og heitir að þessu sinni „Vorgróður“. Hafa börnin sjálf ritað allt, sem birlist í bókimxi og teiknað myndirnar, sem þar eru. Verðið er 2 krónur, ekki meira en svo, að hver fullorð- inn getur keypt það. SUMARDAGINN FYRSTA ’verður svo aðaldagurinn. Þá vei-ða 10 skemmtanir í sam- komuhúsum bæjarins, en því miður vei'ða engar útiskemmt- anir þenna dag. Þá verða einnig seld merki dagsins, og kosta þau ki'. 0.50 og 1.00. Á enginn bæjarbúi að sjást á ferli á sumardaginn fýrsta, sem ekki hefir fengið sér merki. Loks verða blómavei’zlanir opnar kl. 9—12 f. lxád., og gefa þær Sunxargjöf 15% af ágóð- , anura af blómasölu sinni þenna dag. FR.TÁLS FRAMLÖG. Þessa daga vei'ður jafnfranxt leitað til einstaklinga og fyrir- tækja uixx frjáls fraixxlög til þessax-ar stai'fsexni. IJafa Sum- argjöf þegar borizt nokkrar slíkar gjafir, og er þess að vænta, að enginn láti sendi- menn Sumargjafar þurfandi frá sér fara. GÓÐAR GJAFIR. Háskólinn liefir sýnt mestu rausn í þessum nxálum. Ilann stofnar ekki aðeins til liljóm- leika, þar sem margir beztu tónlistarmanna okkar koma fram, heldur hefir hann einnig ákveðið að stofna til sérstaks lxappdrættis fyrir Sunxargjöf- ina. Vinningur verður málverk, sem Gunnlaugur Blöndal er að ljúka við og nefnist „Síldar- stúlkur“. Kostar málverkið kr. 2500, en 3000 miðar verða seld- ir, hver á kr. 2.00. Munu stú- dentar selja miðana. Þá hefir Samúel Eggertsson, skrautritari, látið prenta póst- kort, er hann nefnir „Litir ís- lands“. Á því er íslenzki fán- inn að ofan í réttunx litum og táknrænn þverskurður af land- inu. Póstkortið kostar 50 au. og verður selt með sumardags- merkjunum. Hér hefir í stuttu máli verið skýrt frá þeim ráðstöfurtum, sem Sumargjöf hefir gert til þess að afla sumardvöl barna fján. Nú eiga bæjarbúar að sýna skilning sinn á þessu máli með því að fylla sjóð félagsins. Sundmót barnadags- ins í kvöld, í kvöld kl. 8.30 hefst sund- mót barnadagsins í Sundhöll- inni, eins og skýrt var frá í Vísi í gær. I dagskránni er 100 m. frjáls aðferð drengja innan 16 ára. Þar keppa drengir úr K. R. og Ármann. Aðalkeppnin nxun verða á nxilli Sigurgeirs Guð- jónssonar úr K. R. og Einars Hjartarsonar úr Á. Þeir kepptu fyrir skömmu, og lyktaði þeirri keppni með sigri Sigurgeirs, en Einar er honum hættulegur keppinautur og það má litlu muna. í 100 nx. bringusundi drengja innan 16 ára, keppa m. a. Ein- ar Davíðsson úr Á. og Jóhann Gislasop úr K. R., hvorttveggja ágætir sundmenn. Sundknattleikurinn milli Æg- is og Ármanns verður tvímæla- laust aðalkeppni kvöldsins, og sú, sem mestur „spenningur“ verður um. Ármann sigraði að vísu síðast, en Ægir mun ætla sér að liefna ósigursins i kvöld og teflir nú fram sínum beztu mönnunx, þ. á m. sinum gamla markverði Jóni Inga Guð- mundssyni. Urslitin í kvöld eru óvissari en þau hafa nokkru sinni áður verið. Að sundknattleiknum lokn- unx fer fram hindrunar-kapp- sund. Verða settar allskonar hindranir á leið keppenda, svo sem björgunarhringir, sem þeir verða bæði að stinga sér i gegn- unx og synda í gegnum, og ýms- ar aðrar hindranir, sem þeir verða ýmist að synda yfir eða undir. Þetta er ný íþrótt, §em ekki liefir sézt hér áður, og mun mörgum þykja gaman að sjá, liversu sundmönnunum tekst að leysa þessa þraut af heixdi. Á eftir fer fram skyrtuboð- sund. Fer það franx á þann hátt að fyrsti maður syndir í skyrtu, fer úr henni þegar hann er bú- inn að synda sína vegalengd og má næsti maður ekki steypa sér, fyrr en hann er kominn í skyrtuna. Hefir þetta skyrtu- boðsund sést hér áður, og vak- ið mikinn fögnuð áhorfenda. Síðasti dagskráirliðurinn er liópsýning kvenna úr K. R., undir stjórn Jóns Inga Guð- mundssonar. Eru það tíu stúlk- ur, sem sýna — þær sömu og sýndu á K. R.-mótinu, og vöktu þá almenna hrifningu allra við- staddra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.