Vísir - 08.07.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 08.07.1941, Blaðsíða 2
V ISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR II.F. Rltstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.': Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprenlsmiðjan h.f. Friður jorðu. gTÓPi tíðindi ske á degi hverj- um, og segja má að menn séu orðnir illu vanir, frá því er ófriðurinn hófst. Allt öryggi er hrott numið, öll helgustu sjón- armið að engu ger, allar tilfinn- ingar fyrir réttlæti og trú á hið góða máðar út, en þó er það að- eins trúin, sem öllu getur hjarg- að. — íslenzku þjóðina hefir ekki um það dreymt, að að því myndi reka, að ísland yrði peð á taflhorði stórveldanna, svo sem nú er orðið. Ein þjóðin af annari kemur hér í heimsókn og sezt hér að til dvalar. Það her ekki að efa, að ríkisstjórnin hefir gert allt, sem í liennar valdi stendur, lil þess að afstýra vandræðum, en nú hefir svo til viljað, að stigið hefir verið jafn örlagaríkt spor og það, er stigið var árið 1262, er íslenjdingar gengu Noregskonungi á hönd. Sagan hefir endurtekið sig, en við verðum að trúa þvi, að rík- ari menning eigi ríkari helgi- dóma, og' að liún hafi lært að meta mannlegar tilfinningar meir en fortíðin gerði. I dag lifum við það, að smá- rikið ísland hefir beðið um vernd stórþjóðar, en ef það væri af góðum vilja gert, hefði það þá þýðingu, að við ættum að fagna af heilum hug fulltrúum þeirrar þjóðar, er hingað kem- ur sem verndari. Öll hús ættu að standa þeim opin og allt verða fyrir þá gert, sem unnt reynist vera, ef islenzka þjóðin hefði æskt eftir því sérstaklega, að fá þessa þjóð liingað inn í landið, til þess að gæia þeirra verðmæta, sem við megnum ekki sjálfir að varðveita. En skoðum hug vorn um tvisvar. Hlýðum á þá rödd hjartans, sem talar jafnt til smárra þjóða og stórra, og ger- um okkur grein fyrir hver að- stöðumunurinn er frá því, sem áður var. Við höfum hið siðasta árið húið í hernumdu Iandi, og því gátum við unað, eftir ástæð- um. Gegn valdinu er engu öðru hætg að beita eti váldi, og sé það ekki fyrir hendi, verður hinn minnimáttar að krjúpa fyrir hinum sterkari og bera kross sinn með þolinmæði. En nú í dag er það svo, að okkur er sagt, að við séum eklci að hlýða valdboði, en gerum það eitt, sem þjóðinni er fyrir beztu og af eigin livötum. Aldrei hefir x-eynt jafnt á þol- rif íslenzku þjóðarinnar og nú, — en hún hefir heldur aldrei fengið jafn gott tældfæri til þess að sýna, hvort hún á til- verurétt eður eigi. „Þagni dæg- urþras og rígur“. Stöndum sam- an. Verum allir eitt. Hér hefir i raun og sannleika engin breyting á orðið. Veru- leikinn talar sínu máli, þótt formið sé anriað. íslendingar viljum við allir vera, og verð- um að vera, en ef svo er gerum \áð okkur einnig fulla grein fyr- ir þvi, sem áður var. Erlent her- lið er erlent herlið og verður aldrei annað, undir hvaða yfir- skyni sem það flytzt liingað inn í landið, og hvernig sem er um lmútana húið. Við ísléndingar höfum séð sitt af hverju í þau þúsund ár, sem við höfum skrimt sem þjóð. Svo má öllu illu venjast, að gott jxj'ki. Það er engin ástæða lil að örvænta. I þeim fornu fræð- um, sem við höfum varðveitt, er spáð betri og bjartari tímum. Við trúum þvi, að þeir eigi eftir að renna upp yfir þennan heim. Baldur — friðarins guð — mun koma og höl mun allt batna. En verum styrk í trúnni, — þeirri trú, að við eigum eftir að lifa betri og bjartari tíma. Sildveiðarnar: Fyrsta skip- ið með full- fermi komið til Siglu- fjarðar. Fyrsta skipið, sem fengið hef- ir fullfermi síldar og lagt aflann á land á Siglufirði er vél- skipið Rafn, eign Jóns Hjalta- lín, Siglufirði. Hefir Rafn lagt 1000 mál á Iand. Rafn fékk sildina við Svína- Iækjartanga á Langanesi, en þar eru nú urti 20 skip að veiðum, þar á meðal vb. Hrönn frá Siglufirði, sem fengið liefir 600 mál. Hún er ekki koniin með aflann til Siglufjarðar, e.n Rafn lagði sinn afla á land hjá Rauðku, því að ríkisverksmiðj- urnar taka ekki við síld fyrri en eftir 10. þ. m. Afil hefir verið allgóður á Þistilfirði, en í dag er bræla á miðum og engin veiði. Ármann vann boð- hlaupið umhverfis Reykjavík. Nýr mettími. í hálfleik handknattleiksins i gærkveldi ltófst hoðlílaupið um- hverfis Reykjavík. Vegna for- falla gat I. R.-sveitin ekki hlaup- ið, svo að K. R. og Ármanns- sveitii’nar voru einar, enda var fyrirfram vitað, að úrslitin mundu verða milli þeirra. Ár- mann tók strax forystuna og hélt henni út i gegn. Minkaði bilið nokkuð um miðbik hlaups- ins. Þegar Sigurgeir (Á.) og Óskar (K.R.) tóku við á sein- asta sprettinum, var Sigurgeir 2 metrum á undan og jók hanu þann mun í ca. 90 m. Tími Ár- manns var 18 mín. 9 sek., en tími K. R. 18 min. 26 selc. Er það bezti tími hjá báðum sveit- um, sem þær hafa náð. í fyrra vann K. R. á 18 mín. 54,4 sek., Ármannssveitin var þá 18 mín. 55 sek. í. R. á 19 mín. 50 sek. og B-sveit Ármanns á 21 mín. 10 sek. í hitteðfyrra var hlaupið í fyrsta skifti og vann þá Ármann á 18 mín. 23.6 sek., en K.R. var 18 mín. 27.6 sek. — Slílc boðhlaup sem þetta elu víða hlaupin, ekki sízt á Norð- ,urlöndum, og eru ákaflega vin- sæl, og er þess að vænta, að svo verði einnig hér. Íþróttalífið þarfnast meiri fjölbreytni. Slökkviliðið á von á 10 vél- rn 1$ km. af slöngum. Uibb 210 nianiiii eru í ilölikrillðinn ogr SB^iBpsiE'fleiGcliiin þens Jökkviliðið á nú von á 10 véldælum frá Englandi og 7500 metrum af slöngum, frá Ameriku. Þeg- ar liessi slökkvitæki verða komin hingað á slökkviliðið alls ráð á 14 véldælum, sem dæla samtals 13(300 lítrum á mínútu. Vísjr hefir snúið sér til slökkviliðsstjórans, Péturs íngimundarsonar, og spurt liann um þetta. — Þ. 28. marz s.l. ákvað Loftvarnanefmi á fundi sínum að gera fyrirspurn til min, seg- ir slökkviliðsstjóri, — um hVað eg teldi að nauðsynlegt væri að útvega af áhöldum til elds- varna fyrir Reykjavík og því hréfi svaraði eg 31. marz. Taldi eg að ekki mætti gera ráð fyrir, að hægt væri að vinná við stærri elda xneð árangri nema á tveim stöðum í senn, með þeim áliöld- um, sem fyrir hendi eru, og Iagði eg til að fengnar væri 10 dælur, sem gætu hver um sig dælt um 1000 lítrum á mínútu, svo og slöngur með þeim, um 7500 m. á lengd. — Ilafðir þú ekki rannsakað, livaðan þær dælur fengjust, sem liér væru lieppilegastar ? spyr tíðindamaðurinn. — Sumarið 1940 leitaði eg fyrr mér um tilboð á slökkvi- tækjurn og þau hafði eg á liend- inni, þegar þelta kom til. Fyrstu fjórar dælurnar eiga að vera kpninar af stað eða alveg full- búnar, en samkvæmt tilhoði firhians eiga allar að vera af- hentar í ágúst. Slöngumar og það, sem þeim tilheyrir, er fengið frá*Ameríku, m. a. vegna þess, að útfhitningsleyfi fékkst ekki á þeim frá Englandi. — Hverjir verða látnir fara með þessi tæki? -— Þau verða í höndum aðal- slökkviliðsins og þeirra deilda, sem það hefir sér til aðstoðar. í slökkviliðinu og þessum deild- uiri eru nú um 240 manris. — Hvers vegna var kaupun- um liagað Jjannig? — Það var gert með tilliti til þess, að hugsanlegt er, að Valnsveitan verði óvirk, ef lil hernaðaraðgerða kemur og verður þá að nota sjóinn og Tjörnina eftir þörfum. Þá er skilyrðislaust haganlegast, að tækin sé sem hreyfanlegust. — Verður liver dæla notuð ein, eða fleiri saman? — Gera verður ráð fyrir, að tvær eða jafnvel þrjár vinni saman, því að ein dæla vinnur ekki að gagni frá sjó eða Tjörn- inni og úpp til hærri staða bæj- arins. — En ef tímarnir breyt- ast og ekki 'er ástæða til að hafa svo mikinn úthúnað hér í bænum, eru þetta nú og ævin- lega lientug tæki í kaupstöðum úti um landið og lialda því allt- af sínu fulla gildi. — Var ekki hugsað um að fjölga slökkviliðsbilunum? — Ef svona dæla — en það er fyrst og fi’emst nauðsyn að fá dælur — hefði verið fengin með bíl, mundi kostnaðurinn liafa orðið 35.000 kr. við hverja dælu, eða fjórum sinnum meira en dælan ein. En þær eru gerð- ar til þess að tengja aftan i hvaða bifi’eið sem er. — Hvar verða dælurnar liafð- ar i-9 — Þeim mun verða dreift um bæinn ásamt slöngum og liafð- ar á þeim stöðum, sem lientug- astir þykja. Ávarp forsætísráðherra. Útvarpið. Thorolf Smith talar í Home Ser- vice brezka útvarpsins annað kvöld kl. .19.50—20.00. Frli. af 1. síðu. verða fyrir af völdum hernað- araðgerða þeirra. ■ 6) Bandaríkin skuldbinda sig til að slyðja að liagsmunum íslands á allan liátt, sem i þeirra valdi stendur, þar með talið að sjá landinu fyrir nægum nauð- synjavörum, tryggja nauðsyn- legar siglingar til landsins og frá því og gera í öðru tilliti liag- stæða verzlunar- og viðskipla- samninga við það. 7) Islenzka ríkisstjórnin vænlir þess, að yfirlýsing sú, sem forseti Bandaríkjanna gef- ur í þessu sambandi, verði í samræmi við þessar forsendur af hálfu Íslantlsí og þætti ríkis- stjórninni það rnikils virði, að vera gefið tækifæri til að kynna 'sér orðalag yfirlýsingar þessar- ar, áður en hún er gefin opin- berlega. 8) _Af liálfu íslands er það talið sjálfsagt, að ef Bandaríkiii takast á hendur varnir landsins, þá hljóti þær að verða eins öfl- ugar og nauðsyn getur krafizt, og einkum er þess vænst, að þegar í uppliafi verði, að svo miklu leyti sem unnt er, gerðar ráðstafanir til að forðast allar sérstakar haðttur í sambandi við skiptin. íslenzka. ríkisstjórnin leggur sérstaka áherzlu á, að nægar flugvélar séu til varnar, livar sem þörf krefur og liægt er að koma þeim við, jafnslcjótt og ákvörðun er tekin upi, að Bandaríkin lakis't á heridur varnir landsins. Þessi ákvörðun er tekin af ís- lands liálfu sem algerlega frjálsu og fullvalda ríki, og það er álitið sjálfsagt, að Bandarík- in viðurkenni þegar frá upphafi þessa réttarstöðu Islands, enda skiftist bæði ríkin strax á diplo- matiskum sendimönnum. 1 ( Orðsending Bandaríkjaforseta til ísl. ríkisstjómarinnar. Eg liefi tekið á móti orðsend- ingu yðar, þar sem þér tilkynn- ið mér, að islenzka ríkisstjórn- in fallist á, eftir að liafa íhugað vandlega allar aðstæður og að með tilliti til núverandi ástands sé það i samræmi við liagsmuni íslands, að sendar séu þangað Bandarikjahersveitir til aukn- ingar og síðar til að koma í stað hrezka herliðsins, sem þar er nú, og að íslenzka ríkisstjórnin sé þess vegna reiðuhúin að fela Bandaríkjunum, varnir íslands með eftírfarandi skilyrðuiri: (Skilyrði þessi eru nákvæm- lega samhljóða skilyrðum þeim, er sett voru af íslenzku ríkis- stjóminni og talin eru í orð- sendingu hennar hér að fram- an.) Þér takið ennfremur fram, að þessi ákvörðun sé tekin af ís- lands hálfu sem algerlega frjáls og fullvalda ríkis og að það sé álitið sjálfsagt, að Bandarikin viðúrkerini þegar frá upphafi réttarstöðu Islands, enda skift- ist hæði ríkin strax á diplomat- iskum sendimönnum. Mér er það ánægja, að stað- festa hér með við yður, að skil- yrði þau, sem sett eru fram, í orðsendingu vðar, er eg hefi nú móttekið, erú fvllilega aðgengi- leg fyrir ríkisstjórn Bandaríkj- anna og að skilyrða þessara mun verða gætt i viðskiptum milli Bandaríkjanna og Islands. Eg vil ennfremur taka það fram að mér mun verða ánægja að fara fram á samþykki Samveld- isþingsjns (Congress) til þess, að skipzt verði á diplomatisk- um sendimönnum milli landa okkar. Það er yfirlýst stefna ríkis- stjórnar Bandaríkjanna, að ganga í lið með öðrum þjóðum á vesturhveli jarðar til að verja nýja heiminn gegn hverskonar árásartilraunum. Það er skoð- un þessarar ríkisstjórnar, að það sé mikilvægt, að varðveitt sé frelsi og sjálfstæði íslands, vegna þess, að liernám íslands af liálfu ríkis, sem sýnt liefir, að það hefir á stefnuskrá sinni augljós áform um að ná heims- yfirráðum og þar með einnig yfirráðum vfir þjóðum nýja lieimsins, mundi strax beinlínis ógna örvggi allra þjóða á vest- urhvelinu. Það er af þessari ástæðu, að ríkisstjórn Baridaríkjanna mun, sahikvæmt orðsendingu yðar, strax senda herafla til að auka og síðar koma i stað herliðsins, sem þar er nú. Þær ráðstafanir, sem þannig erú gerðar af hálfu ríkisstjórn- ar Bandaríkjanna, eru gei’ðar með fullri viðurkenningu á full- veldi og sjálfstæði Islands og með þeim fulla skilningi, að ameriskt herlið eða sjóher, sem sendur er til íslands, skuli ekki á nokkurn hinn minnsta hátt hlutazt til um innanlandsmál- efni íslenzku þjóðarinnar, og ennfremur með þeim skilningi, að strax og núverandi hættu- ástandi í milliríkjaviðskiftum, er lokið, skuli allur slíkur her- afli og sjóher látinn hverfa á -brott þaðan, svo að íslenzka þjóðin og rikisstjórn liennár ráði algerlega yfir sinu eigin landi. Islenzka þjóðin skipar virðu- legan sess meðal lýðræðisríkja heimsins, þar seni frjálsræðið og einstaklingsfrelsið á sér sögulegar minningar, sem eru meira en þúsund ára gamlar. Það er því ennþá betur viðeig- andi, að um leið og ríkisstjórn Bandal’íkjanna tekst á liendrir að gera þessa ráðstöfun, til að varðveita frelsi og öryggi lýð- ræðisrikjanna í nýja heiminum, skuli hún jafnframt, samkvæmt orðsendingu yðar, verða þess lieiðurs aðnjótandi, að eiga á þennan liátt samvinnu við rikis- stjórn ýðar um varriir hins sögulega lýðræðisrilcis, íslands. Eg sendi þessa orðsendingu til ríkisstjórna allra liinna þjóð- anna á vesturhvelinu, svo að þær fái vitneskju um, hvað um er að vera. Þetta er efnishlið málsins. Bandaríkjahersveitir eru nú komnar til íslands. Alþingi hef- ir verið kyatt saman til auka- fundar 11. k. miðvikudag 9. þ. m. kl. 1 e. li. Þar og' þá mun ríkisstjórnin gefa nákvæma skýrslu um þetta mál, aðdrag- anda þess og færa fram rök- semdir fyrir þeirri ákvörðun, er liún varð að taka — Jafnframt gerir ríkisstjórnin ]iá grein fyr- ir því, hvers vegna ekki var unnt að kalla Alþingi saman til fundar fyrr. HANDKNATTLEIKSMÖTIÐ. V estmanna ey j astúlk- urnar unnu Ármann með 2:1. Úrslit í kvöld Úrslit urðu þau i handknatt- leiknum í gærkveldi, að Vesí- mannaeyj astúlkurnar sigruðu Ármannsstúlkurnar með 2:1. Þessi leikur var að ýmsu leyti betur leikinn en sá fyrsti. — 1 kvöld fer fram úrslitaleikur- inn. Iveppa þá Akureyrarstúlk- urnar við Ármannsstúlkurnar. Ákureyrarstúlkunum nægir jafntefli til þess að vinna mót- ið, en ef Ármann sigrar, eru all- ar þrjár sveitirriar jafnar. Ivapp- leikurinn í kvöld veriður þvi mjög spennandi. Á undan leikn- um mun verða keppt í eiiinar enskrar mílu lilaupi. Er sú vega- lengd vinsælust allra hlaupa- keppna í Englandi og Banda- ríkjunum, en hefir litið verið hlaupin hér. Þó mun Sigurjón á Álafossi liafa stikað míluna einhverntíma í þá góðu og gömlu daga. Keppendur í lilaup- inu verða að likindum hezlu hlauparar bæjarins á þessum vegalengdum. Einnig mun verða spennandi leikur milli góðra handknattleikssveita karla. Loftárái á Palcrmo. London i morgun. Brezkar sprerigjuflugvélar gerðu mikla árás á Palermo á Sikiley og kom, árásin ítölum algerlega á óvart. 8000 smálesta skip varð fyrir sprengjum og 5000 Smál. skip og eyðilögðust þau eða sukku, en í þriðja skip- inu kom upp mikill eldur. Vél- byssuárás feikna hörð var gerð á herskip í höfninni og sprengj- um var varpað í nánd við þurr- kviar og urðu þar margar sþrengingar. Eldar sáust úr mikilli fjarlægð. Framhald var á sprengingum eftir að flugvél- arnar voru farnar af stað. Flugmennirnir ætla, að allt hafi komist á ringulreið í borg- inni meðan á loftárásinni stóð. ■ Brenbyssuvágn á heræfingum inglandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.