Vísir - 11.07.1941, Page 2

Vísir - 11.07.1941, Page 2
VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstrœti) Símar 1 6 60 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Gerði stjórnin rétt? N°. liafa öll gögn verið lögð á horðið í sambandi við þær örlagaráðstafanir, sem leiddu til þess, að ísland óskaði eftir og fékk hervernd Bandaríkjanna. Ríkisstjórnin íslenzka, ásaint rikisstjóra, varð í þessu máli að taka mikilvægari ákvörðun en nokkurn tíma áður hefir ver- ið tekin á þessu landi. Stjórnin varð að taka ákvörðun sína i skyndi og á eigin spýtur. Nú, þegar öll gögn liggja fyrir og menn geta rólega ihugað frá öli- um hliðum það, er gerzt hefir, verður hiklaust að viðurkenna, að stjórnin valdi þá einu leið, sem þjóðinni er fyrir beztu, eins og högum vorum . var komið. Skilyrðin, sem sett voru fyrir breytingunni, sýna að málið hefir verið atliugað með rósemi, hyggindum og festu, sem ekki auðkennir annars að jafnaði ís- lenzka pólitík. Ilver sem dóm- ur sögunnar verður um þessa mikilvægu ákvörðun, sem ríkis- stjórnin varð að taka, verður erfitt með nokkurri sanngirni að halda öðru fram en því, að rétt leið hafi verið valin, eins og högum vorum var komið og eftir þvi ástandi, sem nú rikir í heiminum. Samkomulagið tryggir íslandi þrjú meginatriði. I fyrsta lagi viðurkenningu tvcggja liinna mestu stórvelda heimsins, að frelsi og fullveldi landsins skuli tryggt að ófriðnum loknum. I öðru lagi meira öryggi •en verið hefir gegn liernaðaraðgerðum ófriðaraðila hér á landi og auk- ið öryggi islenzkum skipum. I þriðja lagi styrkir samkjomu- lagið viðskiftalega aðstöðu þjóðarinnar mjög mikið og los- ar landið unidan þvi auðmýkj- andi eftirliti, sem Bretar hafa um skeið haft hér með jpn- flutningí og gjaldeyri landsins. Þetta eru megin-atriði, sem skifta líf og afkomu þjóðarinn- ar meira en flesta grunar. Samkv'æmt samningum við Breta eiga þeir að flytja héðan allan sinn her. Engin ástæða er til að efast um að svo verði. En þegar brezki herinn er farinn á hrott, búum vér ekki lengur í hernumdu lanidi, þótt hér sé setulið erlends ríkis. Aðstöðu- munurinn að þessu leyti er mikill. Erlent setulið, sem hefir hernumið landið, getur fram- kvæmt allt, sem því þóknazt, án tillits til hinnar löglegu stjóm- ar landsins. En herlið, sem sett er landinu til verndar af ríki, sem ekki er hernaðaraðili, ætti að geta haft sambúð við lands- menn á þann hátt, að komizt yrði hjá öllum árekstrum og þjóðinni finnist ekki hún vera ófrjáls í sí'nu eigin landi. Vér höfum beðið um vernd Bandaríkjanna og liermenn þess eru komnir hingað. Vér væntum þess, að framkoma þeirra gagnvart landsmönnum verði í hvíveína drengileg og of- stopalaus, eins og sæmir þeirra mikla föðurlandi. Ilinsvegar eiga landsmenn að sýna þeim fulla kurteisi og drengskap og gera sitt til að sambúðin verði báðum þjóðunum til sóma og tengi vináttubönd, sem lialdizí geta eftir að hinn mikli liildar- leikur er um garð genginn. Hér er ekki ótt við að þjóðin hafi nein frekari afskipti af setulið- inu en nauðsyn krefur. Islend- ingar eiga á þessum tímtini að læra það tvennt, að vernda þjóðernið eins og sjáaldur auga sins og að týna ekki sjálfsvirð- ingu sinni og manndómi, vegna aðkomandi áhrifa. Teningunum hefir verið kast- að. Hið nýja viðhorf ætti að efla þann hæfileika, sem reynsl- an hefir sýnt að íslendingar Iiafa í ríkum mæli. En það er hæfileikinn til að fást farsæl- lega við ný og erfið verkefni. A Jlýr doktor. Óskar Þ. Þórðarson hefir ný- legá varið doktorsritgerð við Kaupmannahafnarháskóla. — Ritgerðin heitir „Undersögelser over prothromtion hos sunde og syge“ (Rannsóknir á blóð- storknunarefni lijá lieilbrigðum og sjúkum). — Ritgerðin fékk prýðilega dóma, enda ekki nema góðar ritgerðir sem tekn- ar eru gildar við þennan skóla. Aðeins 3 ísl. læknar hafa áður varið doktorsritgerð við þennan skóla, þeir Helgi Tómasson yfir- læknir á Kleppi, Skúli Guðjóns- son prófessor í Árósum og Hall- dór Kristjánsson yfirlæknir í Kaupmannahöfn. Frá skrifstofu ríkis- stjóra. Tvær tiíkynningar voru geín- ar út, frá skrifstofu ríkisstjóra í gær, svo hljóðandi: I. Á aukafundi, sem lialdinn var í Sameinuðu Alþingi í dag kl. 2 var aukaþingi slitið af rík- isstjóra. H. Á ríkisráðsfundi, sem haldinn var kl. 15.30 var þingsályktun Alþingis um að Bandarikjum N.-Ameriku sé falin hervemd íslands méðan núverandi styrj- öld stendur, staðfest af ríkis- stjóra. ^JiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiL^ | Ríkisstjóri Islands tilkynnir § | Bandaríkjaforseta, að Al- | | þingi hafi samþykkt her- | | verndina. | E Tft ikisstjóri íslands sendi í gær forseta Bandaríkjanna svo- E E hljóðandi skeyti, varðandi samþykkt Alþingis um her- E E vernd Bandaríkjanna á íslandi: E E Fors'eti Bandaríkjanna, t E Washington. E Löggjafarþing þjóðarinnar, Alþingi, hefir ná fall- izt á samkomulag það um hervernd Bandaríkjanna á íslandi, sem gert var heyrinkunnugt með boðskap yðar, herra forseti, til congressins 7. júlí og ávarpi forsætisráðherra íslenzku þjóðarinnar sama dag. Það hefur i dag hlotið staðfestingu í ríkisráði Islands. Hefur því samkomulagið nú fengið þá meðferð, er stjórnskipulög vor mæla fyrir um, svo það fái fulln- aðargildi. Við þetta tækifæri vil ég mega hafa þá sæmd, að senda yður, herra forseti, sérstaka kveðju. Vér minn- umst þess í dag, að fyrsti hvíti maðurinn, sem sleig fæti á grund Ameríku, var íslendingurinn Leifr Ei- ríksson. Vér minnumst þess og, að margir menn af íslenzku bergi brotnir eru nú góðir borgarar Banda- ríkjanna. Og síðast en ekki sízt minnumst vér þess. að hin göfuga Bandarílcjaþjóð hefur ávallt borið hátt merki frelsis og týðræðis, sem við þjóðirnar, sem erum norrænar að uppruna, sögu, tungu og menn- ingu, virðum svo mikils og höfum lagt svo ndkla áherzlu á í norrænu samstarfi, þótt það samsturf sé mí, því miður, stöðvað í bili. Jafnframt er það ósk vor og von, að sú nánari samvinna, sem nú hefst milli Islands og Bandaríkjanna, megi hafa gifiu í för með sér og auka vinsemd og kynni þjóða vorra. Ég færi yður, herra forseti, og þjóð yðar, óskir mínar og íslenzku þjóðarinnar um alla heill og far- sæld nú og á ókomnum timum. Sveinn Björnsson, ríkisstjóri íslands. nmmmmimmiiiiiiiiiiiMiiiiiiuiiiiiuimmimimimimimiimiimimmimn Strætisvagnarnir: Deir fiytja 3 milljói IðtDegð Um störf og rekstur félagsins. Nýja lánið: 2 millj. búnar. í síðustu viku var boðið út fimm milljóna króna láni til viðbólar því láni —- einnig 5 milljónir — sem boðið var út í janúar síðastliðnum. Þegar; Vísir átli tal við Stjórnarráðið i gær voru menn búnir að skrifa sig fyrir 2 millj. króna. Trúlofun. Siðastl. laugardag opinberuÖu trúlofun sína ungfrú Svava Þor- bjarnardóttir frá Hraunsnefi í Borgarfirði og Jóhann Bernhard, Laugaveg 26. 75 ára verður á morgun Guðfinna Gísla-' dóttir, Eiríksgötu 17. Nýja Bíó sýnir um .þessar mundir mynd, sem nefnist „Flóttamaðurinn". Að- alhlutverkin eru leikin af heims- frægum leikurum, þeim John Gar- field, Gloría Dickson, Ann Sheri- dan og May Robson. Myndin er bráðskemmtileg og spennandi. Sá fer ekki til einskis, sem fer í kveld í Nýja Bíó. Næturlæknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Lauga- veg 79- Sími 3272. — Næturvörur er í Rvíkur apóteki og Lyfjabúð- inni Iðunni. útvarpið í kvöld. Kl. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.30 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Upplestur: „Þúsund ára ríkið“ eft- ir Upton Sinclair (kafli) (Guðjón Guðjónsson skólastj.) 20.55 Hljó'm- plötur: Létt lög. 21.00 íþróttaþátt- uf (Sigfús Halldórs frá Höfnum). 21.15 Þingfréttir (ræður ráðherr- anna endurfluttar). 21.55 Fréttir. ndanfarið hefir nokkuð verið deilt á Strætisvagna Beykjavíkur, svo að stjórn félagsins bauð í gær , blaðamönnum til þess að Iajnn- 1 ast rekstri félagsins, sjá húsa- | lcynni þess o. s. frv. Formaður félagsins, Ásgeir Ásgeirsson, og frámkvæmdar- stjóri þess, EgiII Vilhjálmsson, gáfu þær upplýsingar trm fé- lagið, sem hér fara á eftir. Félagið á 17 vagna, sem eru á 7 aðalleiðum. Eru 10 þeirra’ í gangi að staðaldri, frá kl. 7 á morgnana til miðnættis, eða 17 klst. á sólarhring. Ökumonnirnir vinna i tveim vöktum, 8 klst. á hvorri, en í matmálstímum hlaupa vara- menn í skörðin. Ökumenn fé- lagsins éru alls 24 að tölu. Allt starfsliðið er 40 manns. Auk bílstjóranna starfa 10 menn að viðgerðum og smíð- um, 3 menn við hreingerning- ar og 3 menn í skrifstofu fé- lagsins. Launagreiðslur til þess- ara manna nema nálega fjórð- ungsmilljón á'ári. Strætisvagnarnir aka alls um 1.150.000 km. árlega. Jafngild- ir það næstum 29 ferðum um- hverfis jörðina við miðbaug, eða þrern ferðum til tunglsins, og í þessUm ferðum eru af- greiddir um 3 milljónir far- miða. Það samsvarar því, að hvert mannsbarn á íslandi færi 25 ferðir á áTi með strætis- vagni, eða hver Reykvíkingur 80 ferðir. Ef allir þessir far- þegar'hefðu notað stöðvarbíla, liefðu þeir orðið að greiða rösk- um 5 milíjónum króna meira í fargjöld. í fyrstu voru eingöngu not- aðir bensínvagnar, en þeir voru dýriy í rekstri, svo að 1936 voru fengnir tveir liráolíuvagnar. Nú á félagið fimm af þeim, en hefði þurft að eiga fleiri, því að bæði er að vélar þeirra eru sparneytnar og verðlag hráolí- unnar hálfu lægra en bensíns. En félagið hefir ekki fengið nýja vagna flutta inn, meðan leyfður er innflutningur á lúx- usbílum, sem almenningi koma að engu gagni. Þó er sérstaklega mikil þörf fyrir Strætisvagnana, að þeir geti endurnýjað farartæki sín, því að engir bilar munu fara jafnmiklar vegalengdir hér í bæ og þeir, eins og margar göt- urnar eru útlitandi. Er það undantekning, ef vagn, sem ekur til úthverfa bæjarins, kemur heill heim að kvöldi. Hvergi á Norðurlöndum eru fargjöld með almenningsvögn- um jafnlág Og hér, en félagið hefir orðið að hækka þau einu sinni. En félagið greiðir þó engan arð til hlutliafanna, þvi að pað stendur höllum fæti. Félagið hefir nú aftur æskt leyfis til að hækka*fargjöldin, sem er þeim mjög nauðsynlegt. Allar vörur til bifreiðarekst- urs hafa hækkað gífurlega undanfarið og bílar, sem eru farnir að eldast og ganga úv sér, gleypa ótrúlega mikið fé í viðhaldskostnað, svo að því Erfiðar aðstæður og áhuga- leysi standa íþróttalifi á Akureyrí fyrir þrifum. Viðtal viö tvo iþróttafrömuði að norðan. IMORGUN fór handknattleiksflokkur kvenna frá íþrótta- félaginu Þór á Akureyri, heimleiðis aftur, eftir vikudvöl hér í boði Ármanns. Þessi flokkur hefir keppt tvo leiki hér, unnið báða og þar með orðið kvenmeistari í handknattleik. Vísir hefir haft tal afiJóni Kristjánssyni, formanni Þórs, og Kára Sigurjónssyni, fararstjóra kvenflokksins. — Hve lengi liefir Þór liaft handlviiattleik á stefnuskrá sinni ? — Síðan 1934 hafa stúlkur í félaginu iðkað handknattleik, en karlaflokki höfum við ekki ennþá komið upp, þóll við von- um að það takist bráðlega. — Hverjar aðrar íþróttir iðk- ið þið? —- Auk handknattleiksins iðkum við sund, knattspyrnu og skíðaíþróttina. Af frjálsum íþróttum eru það helzt hlaup, sem við stundum, en aðrar greinar siður. — Iðlcið þið ekki neina leilc- fimi? —• Nei, leikfimi er engin kennd á Akureyri, og er það ekki vansalaust fyrir svo stóran bæ. Engar inniíþróttir eru heldur iðkaðar. Félögin fá heldur enga styrki til framkvæmda og þau eru ekki svo sterk, að þau geli ráðist í framkvæmdir lijálpar- laust. En við vonum, að eitt- hvað rætist nii úr þessu með hinni nýju skipun íþróttamál- anna. — Hefir ykkur ekki tekizt að fá þjálfara? — Við liöfum ekki bolmagn til að ráða mann vegna peninga- leysis. Þegar Reykvíkingarnir voru fyrir norðan á dögunum, reyndum við að fá einhvem þeirra til að eyða sumarfríi sínu fyrir norðan og kenna okkur á meðan. En enginn þeirra var fáanlegur. Ef við gætum feng- ið þjálfara, er víst, að áhugi Ak. ureyringa mundi vakna og við eigum vafalaust jafngóðan efni- við og aðrir bæir. Aðeins örfáir menn stárfa að þessurn. málum í bænum, þeir eru flestir ungir og því lita margir á áhuga þeirra sem barnalæti. — Hqfir félag ykkar ferðast víða um landið? -— Þetta er lengsta ferð okk- ar, en annars höfum við ferðast til ísafjarðar, Siglufjarðar og um nágrenni Akureyrar. Á hinn bóginn höfum við fengið flokka í heimsókn .frá Siglufirði, Reykj akvík, V es tmannaeyj um og Isafirði. Höfum við hoðið Ármanni að senda handknati- leiksfloklc stúlkna norður að sumri. Viljum við að lokum þakka Ármanni prýðilegar móttökur og stúlkunum frá Ármanni og Vestmannaeyjum fyrir Ieikina. Þór gaf Ármanni Þórsfánann á útslcorinni stöng og voru letr- uð á fánann þakkarorð frá Þór. í gær loru Akureyringarnir, í boði Ármanns og bæjarstjórnar, til Þingvalla. leyti kemur verðliækkunin .nn ver við Strætisvagna Reyk: - vikur. Ef félaginu tekst að afla sér nýrra bíla, mun það geta full- nægt öllum réltmqetum kröfum almennings. Félagið tekur ■■ -,l allri sanngjarnri gagnrýni, en kann illa því aðkasti, sem þ ? i telur órélllátt. Hjúskapur. 1 dag verða gcfin saman í hjóna- band ungfrú Kristjana Kristins- dóttir, Magnússonar niálarameist- ■ ara í Hafnarfirði og Anton Sig- urðsson, bílstjóri. Heimili þeirra verður á Bræðraborgarstíg 49. Kappreiðar Fáks í gærkveldi. Hestamannafélagið Fákur efndi til kappreiða á Skeiðvell- inum í gærkveldi. Þrátt fyrir rigninguna, sem verið hefir undanfarna daga var völlurinn ágætur. Veður var hið hezta allan tímann. Reyndir voru 18 hestar 4 skeiði 250 m. og stökki 300 og 350 m. 6 hestar voru í hverjum floldri. Fer hér á eftir yfirlit yfir hlaupin. UNDANRÁSIR. Á skeiði: 1. Þokki 24,6 sek. (eig. Frið- rik Hannesson, Lykkju). 2. Perla 24,6 (eig. Þorg. Jóns- son, Gufunesi). 3. Úrban 25,3 sek. ( eig. Elín Jóhannesdóttir, Rvík). Stökk 300 m.: ■# 1. Jarpur 23,4 selc. (eig. Þor- geir Jónsson, Gufunesi). 2. Léttir 24,2 sek. (eig. Skúli Jóhannesson, Hólum, Hjalta- dal). 3. Stóri Brúnn 24,6 sek. (eig. Ragnar Jónsson, Bústöðum), Stökk 350 m.: 1. Ilörður 26,6 sek. (eig. Finnbogi Einarsson, Melum, Kjalarnesi). 2. Drottning 27,0 sek. (Þor- geir Jónsson, Gufunesi). 3. Þráinn 27,5 sek. (eig. Val- geir Guðmundsson, Múla). ÚRSLIT. Skeið 250 m.: 1. Þokki 25,5 sek. 2. Úrban 26,8 sek. 3. Þytur 27,6 sek. (eig. Viggó Jóhannesson, Jófríðarstöðum). Stökk 300 m.: 1. Jarpur 23,0 sek. 2. Fengur 24.6 sek. (eig. frú Liba Einarsdóttir frá Miðdal). 3. Léttir 24,8 sek. Stökk 350 m.: 1. Ilörður 26,6 sek. 2. Drottning 26,6 sek. 3. Þráinn 27,6 sek. Verðlaun, sem komu til úí- borgunar, voru á slceiði 540 kr., á stökki 300 metra 311 kr. og stökki 350 m. 455 kr., alls 1306 krónur. Veðbankinn starfaði eins og endranær. Mikill mannfjöldi var þarna saman kominn. Læknablaðið er nýkomið út. 1 blaðinu birtist erindi eftir Kristinn Stefánsson lækni, „Um Sulfanilamid og skyld efni“. Erindi þetta flutti hann á fundi í Læknafélagi Reykjavíkur 23. apríl 1941. Auk þess eru í blað- inu ritfregnir, úrdættir úr grein- um úr erl. læknaritum o. fl. Flutning'askip leigð. Mikill skortur hefir verið nú upp á síðkastið á skiprúmi undir vör- ur frá Ameriku hingað til lands- ins. En nú hefir verið bætt úr þess- um skorti, með því að fá leigð 3 flutningaskip, samtals 8000 smálest- ir. Eimskipafélagið hefir þessi skip á leigu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.