Vísir - 16.07.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 16.07.1941, Blaðsíða 2
V ISIR DACBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Rltstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 60 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Togarafiotinn. JJ KKI hefir enn dregið til samkomulags í kaupgjalds- deilu þeirri, er lengi hefir stað- ið milli háseta á botnvörpung- um og útgerðarmanna þeirra. Fyrir nokkuru lagði sátta- semjari fram tillögur sínar til lausnar deilunni, og gengu þær í þá átt, að kaupgjald á togur- unum hækkaði nokkuð, eða svo sem hér greinir \ aðalatrið- um: Sjómenn skyldu fá áhættu- þóknun, auk þeirrar, sem áður hefir í gildi verið, ákveðinn hundraðshlut af brúttósölu farmsins, ogi var henni skipt þannig: 1. vélstjóri %%, 2. vél- stjóri %%, loftskeytamaður %%, 2. stýrimaður %%, háset- ar, kyndara og matsveinn %% hver. Viðbótarþóknun þessi skyldi gilda fyrir hverja Englandsferð en auk þessa fá skipverjar hundraðshluta af kaupi í á- liættuþóknun fyrir dag livern, sem ferðin varir og fá hásetar og kyndarar 300% álag. Auk þess, sem að ofan grein- ir gekk 'tillagan i þá átt, að stríðstryggingu skyldi tvöfalda frá þvi 'sem áður var, en hæsta trygging nemur þannig 42 þús. kr., i stað 21 þús. kr. áður. Otgerðarmenn samþykktu miðlunartillögu sáttasemjara fyrir sitt lefy^i, en samninga- nefndir þær, er með mál sjó- manna fóru, treystust ekki til að ganga frá samningum á þessum, grundvelli, þólt þær hefðu til þess fullt umboð, en óskuðu eftir því, að tillagan yrði borin undir atkvæði í hlutað- eigandi félögum Stéttarfélög þau, sem hér áttu lilut að máli, voru: Sjómanna- félag Reykjavíkur, Sjómanna- íelag Hafnarfjarðar, Vélstjóra- félag íslands og Félag íslenzkra loftskeytamamia. Var tillaga sáttasemjara rædd á fundum í þessum félögum, en atkvæða- greiðsla um hana fór fram á sunnudaginn er var, en talning atkvæða fór fram á lögmanns- skrifstofunni á mánudags- morgun. Úrslitin urðu þau, að tillagan var felld með 95 at- kvæðum gegn 29, en 8 seðlar voru auðir og þrír ógildir. I þeim félögum, sem að ofan greinir, munu vera 1500—2000 félagsmenn, og er þvi auðsætt, að atkvæðagreiðsla sú, er fram hefir farið, gefur alls enga hug- mynd um vilja sjómanna í þessu efni og ekki er mark á henni takandi fyrr en fleiri kurl koma til grafar. í>eim mun síð- ur eru atkvæðaúrslit þessi að nokkru hafandi, sem vitað er að við allar slikar atkvæðagreiðsl- ur sem þessar, hafa kommún- istar sig mest í frammi. Slík mannlegund gerir sér enga grein fyrir eðli málsins, sann- girni né ósanngirni, heldur fer eftir þeirri línu einni, sem lik- legust er til að valda þjóðfélag- inu mestu tjóni hverju sinni. Þegar allar aðstæður eru at- hugaðar, virðist eðlilegt, að svo sé litið á, sem það atkvæða- magn, er fram kom gegn til- lögunni nægi á engan hátt til að fella hana, og því beri að líta svo á, að atkvæðagreiðsla verði að fara fram að nýju þannig, Gamall búfræðingur hefur orðið: Rí ölium þeim vandamálum9 sem að síeðja, er ekkert mikilvægara en að rækta landið. VÉR EIGUM AÐ KYNNA OSS VINNUAÐFERÐIR BANDA- RÍKJAMANNA, OG GERA ÞAÐ A FÁUM ÁRUM, SEM ANN ARS ÞYRFTI ÁRATUGI TIL — OG KANNSKE YRÐI ÓGERT. Fregnir, sem varða styrjöldina, beint eða óbeint, yfirgnæfa í blöðum og útvarpi. Og það er kannske eðlilegt. Styrjöldin er umhugsunarefni allra og mörg eru þau vandamál, sem upp rísa og leysa þarf, og beint eða óbeint, má rekja til liennar. Allir bíðum vér óþreyjufullir fregna af styrjöldinni, en eklci megum vér láta þann hildarleik liafa þau áhrif á oss, að áhugi vor fyrir nauðsynjamálum vorum dvíni. Styrjöldin, með sín- um hættulegu áhrifum á flestum sviðum, á að vera oss livatn- ing til að vera vel vakandi um eigin hag og framtíð lands og- þjóðar, og það var sannast að segja dálítið óvanaleg stríðs- fregn, sem vakti mig af svefni — vakti mig til umhugsunar um sitt af hverju, sem eg hefi ekki hugsað um áður. að úrslit fáist. Nær engri átt í jafn þýðingarmiklu máli sem þessu, að láta úrslitin velta á jafn þýðingarlausri alkvæða- i greiðslu og hér liefir fram far- ið, og má vænta þess, að ríkis- stjórnin láli sig málið skipta, til þess að koma i veg fyrir, að togaraflotinn liggi bundinn i höfn vfir bjargræðistímann. Að visu má segja sem svo, að lítið gagn sé að þvi, að moka upp fiski og selja hann á er- lendum markaði, ef ekki fáist vörur keyptar fyrir andvirði hans og nauðsynjar lands- manna þannig tryggðar, og slílc- ar raddir hafa heyrzt. Þetta er hinsvegar m^sti og þjóðhættu- legasti misskilningur, með því að enn getur íslenzlca þjóðin aflað sér nauðsynja á enskuni markaði, og fyrsta feigðar- merki þjóðarinnar væri það, ef hún legði árar í bát, þótt ekki blási byrlega um stund, og láli af allri framleiðslu. Nú er ekki tími til víls né vols, heldur verður að hefjast handa, og framleiða úlflutn- ingsafurðir eftir þvi, sem af- kastageta þjóðarinnar frekast leyfir. Þótt erlendar inneignir hlaðisl upp um stund, þarf þjóðin fyr en varir að nota þá sjóði til að afla sér nauðsynja. Getur það orðið dýrkeypt reynsla, ef nú er undan slegið eða ekki aðhafst. Jj OFTVARNANEFND hefir ákveðið að afla sér súrefn- ishjálma og björgunartækja fyrir hjálparsveitir við höfnina og féllst bæjarráð á þessar ráð- stafanir nefndarinnar á fundi sínum 11. þ. m. Súrefnishjálmar þessir eru notaðir í sjúkraliúsum og eru sjúklingar látnir liggja undir þeim, ef þeir þurfa að fá sér- staklega mikið súrefni. Munu verða fest kaup á 3 stórum og 5 litlum hjálmum handa sjúkrahúsum og hjálparstöðv- um Rauða Iýrossins. Hjálparsveitimar við höfn- ina eru þrjár og verða þeim fengnir kaðlar og björgunar- hringir eins og þörf þykir. Fúafen orðin að blómlegum ökrum á skömmum tíma. Þessi „stríðsfrétt“ var lesin i útvarpinu hérna í gærkveldi, og hún hafði þau áhrif á mig, að eg gat ekki stillt mig um að grípa til pennans. 1 þessari fregn yar sagt frá því, að land- búnaðarráðherrann brezki liefði skýrt frá því, að síðan er styrj- öldin hófst (fyrir tæpl. 2 árum) væri búið að breyta fenjalandi, sem er mörg þúsund ekrur lands að flatarmáli, í blómlega akra. Meðal annars stóru landi, þar sem voru fúafen og (5 feta djúpt vatn öll Heimsstyrjaldar- árin — og þarna eru hinir feg- urstu akrar — þar rækta menn sykurrófur, kartöflur, græn- meti allskonar og fleira. Bretar Iiafa löngiim verið fastheldnir — viljað hafa sem flest í gamla horfinu. Á það ekki sízt við a sviði landbúnaður. Bretar gæti framleitl kynstrin öll af mat- vælum, en mikið af ræktuðu landi þar er annaðhvort gras- lendi, sem kemur að tiltöluléga litlum notum, eða veiðilendur. í Heimsstyrjöldinni og eins oft síðar lióf gamli David Lloyd rödd sína og hvatti þjóðina til þess að rækta landið. Hann fékk nokkuru áorkað. En það má næstum segja, að rödd lians hafi verið rödd hrópandans í eyðimörkinni. Þó hefir hann ekki kallað til þjóðar sinnar til einskis. Það gerði Winston ChurchiII ekki lieldur, þótt rödd hans væri líka rödd hrópand- ans — og menn vildi eklci á mál hans lilýða fyrr en á stund neyðarinnar. Á neyðarstund- innifólþjóðin honum forystuna. Seint og um síðir viðurkenndi hún, að liann hafði haft satt að mæla. Og á stundum neyðarinn- ar, er sú hætta vofði yfir, að ekki væri hægt að flytja að sjó- vegu matvæli handa þjóðinni, ! var loks hafist handa. Ilafist lianda á þann eina hátt, sem. dugði: Með nýjum aðferðum. Til þess að ná skjótum árangri. Það var tilgangslaust að reyna að koma óræktarlöndum í rækt á skömmum tíma með gömlu aðferðunum, Þær liafa sína kosti, en — nú varð að leggja á nýjar leiðir. Það var gert. Og árangurinn er farinn að koina i Ijós, þótt tíminn sé stuttur. Ár- angurinn er þegar svo mikill, að vegna þess, að beitt var hin- um nýju aðferðum, vegna þess að þjóðin notfærði sér reynslu Vestmanna, hafa þegar verið framleidjd matvæli í Jiúsunda smálesta tali úr brezkri jörð, sem fyrir tveimur árum enginn hafði minnsta gagn af, og jafn- vel var til heilsuspillis íbúun- um, sein í nánd við þau bjuggu (fenin miklu). Vinnubrögð Vestmanna og vélar þeirra. Vandinn var leystur með þvi að ldita til sérfræðinga Vesl- manna í landbúnaðar- og rælct- unarmálum. Nýtízku vélar voru fengnar vestan um haf, og unn- ið var að öllum framkvæmdum með amerískum liraða. Það var frá þessu sem Hudson landbún- aðarráðherra var að segja, eins og vikið var að í útvarpsfregn- inni. — Evrópumönnum hefir löngum hætt til að líta Vest- menn fyriríitningaraugum. Tai- ið frásagnir þeirra um verkleg- ar framkvæmdir raup eitt oft og tíðum. Af þekkingarskorti hafa Vestmenn verið látnir sæta hörðum dómum. Þeir, sem kynni hafa af þeim, vita, að þeir standa framarlega á öllum menningarsviðum, meðal ann- ars á sviði bókmennta og hvers- konar lista. En hvergi í heimi er jafnmargt eins lærdómsríkt að finna og þar á sviði verk- legrar menningar. Mundi eg telja það þjóð minni gæfuauka, ef hún notaði það tækifæri, sem nú býðst, er tíðar .samgöngut’ eru hafnar við Vesturálfu, og vér fáum tækifæri til þess að kynnast eigin augúnf — að nokkuru — vinnubrögðum Vestmanna — til þess að not- færa sér reynslu þeirra. Það er óþarft að skýra frá því, að þegar Bandaríkjaher- sveitirnar komu hér á dögun- um, fengu menn hér að sjá vinnubrögð, sem vert var að sjá. Allt gekk svo skjótt fyrir sig, öllu var svo vel fyrir komið, að það var sem allt gengi fyrir- hafnarlítið, en þó var miklu i verk komið — allt var sem leikur. Stórum flutningabílum rennt upp' í fjöru og á Iand brunuðu fullhlaðnir flutninga- bílar — tíu bílar á tíu minút- um. Jafnt íslendingar og Bret- ar stóðu og göptu af undrun. Frá þessu er sagt sem dæmi. Það koma nýir siðir með nýjum herrum — og ekki allt- af slæmir siðir. Mýrarnar okkar sem geyma milljónáauð. Það verður enginu ágreining- ur um það, að oss er hin mesta nauðsyn, að rækta landið. Vér megum ekki einblina á það, að nú geta allir unnið, sem nenna að vinna — að nú hafa allir fé handa milli. Sá dagur getur runnið upp fyrr en varir, að menn gangi iðjulausir hundruð- um saman. Þá verður engin „Bretavinna“. Og þótt vinna verði ef til vill næg um sinn — þá bíður framtíðin með sín vandamál. Vér eigum ekki að bíða eftir því, að leysa viðfangs- efni slæniu thnanna, þegar slæmu tímarnir eru komnir, og atvinnuleysismálin og önnur, sem í þeirra kjölfar koma, verður við að fást. Það getur ekki orðið um þá jafnvægisvelferð að ræða í þjóðfélaginu, sem framtíð landsins er undir komin, nema sveitirnar byggist aftur — Iand- ið verði ræktað — og rétt hlut- föll skapist. Strangara uppeldi fransks æskulýðs. EFTIR HERBERT G. KING, FRÉTTARITARA U. P. 1 VICHY gtjóm Petains, mar- skálks, hefir sett sér það mark, að afnema þá staðhæfingu möndulveld- anna, að franski kynstofn- inn sé þreyttur og úrkynj- aður. Þetta hyggst hún að gera með tvennu móti, að auka likamshreysti fransks æskulýðs og gefa honum nýjar hugsjónir. Lög, sem gefin voru út fyrir skemmstu, veittu Jean Borotra, iþróttaleiðtoga Frakka og fyrr- um tennismeistara þeirra, full- tingi til að verja sem svarar 250 milljónum króna til þess að koma upp íþróttavöllum og sundlaugum, og til þess að afla íþróttaáhalda. Jafnframt er reynt að. út- breiða Æskulýðsfylkinguna af slíku kappi, að það er óvenju- legt í Frakklandi; vegna benn- ar hafa verið stofnaðir vinnu- skólar undir umsjón bænda, verkfræðinga og iðnaðarmanna. Það er á hvers manns vitorði, að Æskulýðsfylkingin er aðal- ábugamál hins aldna marskálks og hann hugsar ekki meira um nokkurt annað mál. Æskulýðshreyfingin (Mouve- ment de Jeunesse) er undir beinu eftirliti og umsjá stjórn- arinnar og eru nú hátt á annað liundrað þúsund unglingar á aldrinum 14—21 árs í henni. Auk þess er önnur lík hreyfing, sem nefnir sig „Frönsku félag- amir“ (Compagnons de France). Hún er óliáð og með- limir hennar eru nú um 10.000. Ætlunin að hreinsa fátækrahverfin. Markmið þessara tveggja fé- lagsskapa er að úlrýma at- vinnuleysi unglinga, draga úr þéttbýli í fátækrahverfum borg- anna með því að "kenna unga fólkinu jarðrækt og landbúnað, og innræta þeim þjóðlegan metnað ásam,t með auknum aga. Bæði drengir og stulkur eru tæk í þessar lireyfingar. Þessir unglingar eru mest látnir vinna þau störf, sem full- orðnir fást ekki í. Daglaunin eru 20 frankar og er mestur hluti þeirra sendur til foreldranna fyrir uppihaldi barnanna, þvi að flest þeirra búa heima, að þeim undanskildum, sem starfa að skógrækt. Compagnons de France; hreyfingin er nokkuð frábrugð- in Æskulýðshreyfingunni, að því leyti, að börn á hvaða aldri sem er, eru tekin i hana og er starfsemin lík starfsemi skáta- hreyfingarinnar. Markmið hennar er það sama og Æsku- lýðshreyfingarinnar — að út- rýina atvinnuleysi æskulýðsins — en liún leggur líka mikla á- herzlu á gildi leikja, til að móta skapgerð unglinganna, lierða likama þeirra og vekja hjá þeim skilning á kostum samstarfs og samhugar. Sú hugmynd er nokkuð ólílc einstaklingshyggj- unni, sem mestu hefir ráðið hjú Frökkum frá fornu fari. Frönsku blöðin hamra á því í sífellu, að sá tími sé liðinn í Fralddandi, þegar „hver ;er sjálfum sér næstur“. Compag- nons de France-hreyfingin er kostuð af opinberu fé. Hlutverk skólanna mjög mikilsvert. Áliugi frönsku stjórnarinnar fyrir æskulýðnum og málefnum bans er þó ekki bundinn ein- vörðungu við þessar hreyfingar, og að undanförnu hefir raun- veruleg bylting átt sér stað á sviði kennslumálanna. Kennar- ar og prófessorar um gervallt landið, sem taldir voru of hlynt- ir „alþýðufylldngunni“, voru annaðhvort látnir segja af sér, eða sagt upp. Nokkrir prófess- orar, sem voru vinstri menn, voru sviftir borgararéttindum sínum. Um þetta atriði lét mánaðar- rit yfirstjórnar æskulýðsmál- anna svo um mælt fyrir skemmstu: „Marskálkurinn (Petain) sagði: „Meðal þeirra verkefna, sem stjórnin mun fást við, er ekkert meira áríðandi en end- ursldpun menntunar þjóðarinn- ar.“ Mánuði síðar var þessu kom- ið í framkvæmd. Endurskipu- lagningin náði jafnt til kennara Því hefir aldrei verið haldið fram með gildum rökum, að það standi á þjóðinni að vilja rækta landið, en það h.efir stað- ið á því, að það væri búið svo i liaginn, að ungu, áhugasömu fólki væri gert kleift að rækta landið. Nýbýla- og rældunar- málin verða ekki leyst á annan hátt en þann, að hið opinbera leggi grundvöllinn og það verð- ur að gera á allt annan liátt en gert hefir verið. Það verður að gera með því að undirbúa land- ið til ræktunar i miklu stærri' slíl en flestir til þessa hafa tal- ið gerlegt. Með því að taka stór landsvæði til þurrkunar og ræktunar með amerískum vél- um og vinnuaðferðum. Vér eig- um að fá hingað landbúnaðar- sérfræðinga frá Bandaríkjun- um — fara að dæmi Breta — fá þá hingað með nauðsynlegar vélar, og kenna oss að vinna — kenna oss að framkvæma í stór- um stil. Þetta er ekki nema ein hlið málsins, munu menn segja. Það er satt. En þetta er grundvöll- urinn, og það varðar mestu, að rétt undirstaða sé fengin. Vér liöfum ekki ráð á að kasta millj- ónum í áfengi, eins og vér höf- um gert — og mundum gera, ef vér hefðum ekki neyðzt til þess að byrgja þann óheilla- brunn — en vér höfum ráð á að verja þeim milljónum, sem fyrir áfengi fóru, til þess að læra að nota vélar og vinna, til þess að ná skjótum árangri í ræktunarmálum, eins og Bret- ar. Sigurður héitinn Sigurðsson búnaðarfrömuðurinn ágæti, sagði eitt sinn við mig — og liann sagði það oft í ræðu og riti — „mýrarnar okkar geyma frjóefnamagn, sem er mill- jóna virði“. Þetta frjóefnamagn þarf að leysa ' úr læðingi 1— breyta því í gull — og það yrði áreiðanlega háldbetra og af- farasælla en gullið, sem er mörgum auðveldara að afla sér nú en á venjulegum tímum — þótt ekki beri að forsmá það — og sízt ef það gæti orðið grund- völlur varanlegrar velgengni. Kí ■■ flkureyri 3:0 K.R.-ingar kepptu sinn fyrsta leik við Akureyringana á rnánu- dag síðastl. og vann K.R. með 3 mörkum gegn engu. í gær fóru Reykvikingarnir í boði Akureyringa í ferð til Vaglaskógar og fleiri staða. sem skólanna sjálfra. Marskálk- urinn veit hversu mikil áhrif þær kenningar og sú fræðsla, seni bömin fá í skólunum, hafa á alla æfi einstaklingsins. Hann miðar að því, að slcapa nýja liugsjónaeiningu meðal lcenn- arastéttarinnar. Stjórnin er að afla Frakklandi nýrra starfs- manna og að kenna þeim nýjar starfsaðferðir.11 Kennarar , Verða að vera leiðbeinendur. Þessi liðskönnun í kennara- stéttinni, segir sama rit enn fremur, er til þess að útiloka viðvaninga og slæma eða óhæfa leiðbeinendur. En marlcmið skólanna á að vera þetta: Að aga hugsun barnanna og þroska skilning þeirra. Meiri á- herzla verður lögð á þessi at- riði en að kenna þeim óteljandi atriði, sem krefast fremur minnis en þess, að börnin kunni að hugsa. < Um sögukennsluna segir fyrst og fremst svo: „Þessa lcennslu á að byggja umjbverfils myndjir, ’Jandshluta og atburði, sem eru sérstaklega til þess fallin, að ná tökum á í- Frh. á 4. síðu. t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.