Vísir - 17.07.1941, Blaðsíða 2
V ISIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Rltstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 1 6 6 0 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Hvers vegna er hér
kaífískortur?
TSLENDINGAR eru vafalaust
■* einhver mesta kaffidrykkju-
þjóð heimsins. Venjuleg neyzla
á mann hefir yfirleitt verið
um 4 kíló á ári. Ástæðan til
þessarar miklu kaffineyzlu er
fyrst og fremst sú, að kaffið ey
hezta hressing, sem almenning-
ur í þessu kalda og sólarlitla
landi, á kost á, en um leið sú
ódýrasta og óskaðlegasta. Is-
iendingum hefir ósjaldan ver-
ið legið á hálsi fyrir það, hversu
mikið þeir drekki af kaffi. En
sé hér um óhóf að ræða í sam-
anhurði við aðrar þjóðir, þá má
segja, að það sé hvorki hæltu-
legt né vitavert. En sé kaffi-
neyzla vor borin saman við te-
drykkju brezku þjóðarinnar þá
verður lítið eftir til að sakast
um.
Kaffi er réttnefndur þjóðar-
drykkur Islendinga. En þegar
gripið var til þess ráðs, aö
skammta þeim nokkrar vöru-
tegundir, sem mest eru notað-
ar, þá var kaffiskammlurinn
skorinn meira niður en nokkur
iiinna vörutegundanna. Ein-
hverir skammsýnir menn, sem
iíta á kaffið sem munaðarvöru,
hafa ráðið þessari skömmtun.
Þeir litu svo á, að kaffið væri
sambærilegt við tóbak og
brennivín. Þetta er ekki aðeins
fásinna. Þetta er skortur á
dómgreind og lýsir einstakri
vanþekkingu á högum og venj-
um þjóðarinnar.
Við ákvörðun kaffiskammts-
ins undanfarið ár, var ekki nein
ástæða lil af gjaldeyrisástæð-
um, að hafa hann hlutfallslega
minni en sykur og kornvöru.
Af þessum vörum er kaffið það
eina, sem hefir verið hægt að
greiða í sterlingspundum og
þvi mildu auðyeldara að afla
þess en flestra annarra ný-
lendu- eða kornvara. Yfirvöld-
unum gelur því ekki hafa geng-
ið neitt til méð liinn litl-a kaffi-
skammt annað en það, að venja
þjóðina af þessum drykk. Fyrir
íslendinga gæti það haft ó-
heppilegar afleiðingar, ef marg-
ir leituðu hressingar í áfengi í
staðinn, en slíkt væri á engan
veg óliklegt. Hins vegar hefir
það þegar haft þær afleiðingar,
að innflutningur hefir mikið
aukizt af te og kókó, sem hvort-
tveggja er dýrara til neyzlu, en *
getur þó ekki bætt úr þeirri
þörf, sem almenningur hefir yf-
irleitt fyrir kaffi.
Kaffiskampiturinn er svo lit-
ill, að fjöldi manna í landinu
er kaffilaus nokkurn bluti
livers mánaðar. Eins og nú
standa sakir, með inneign í
Bretlandi yfir 100 milljónir
króna, en kaffi er hægt að
kaupa fyrir sterlingspund, fá
menn ekki skilið, hvers vegna
landsmenn þurfa að vera kaffi-
Iausir eina til tvær vikur í hverj-
um mánuði. En þó tekur út yf-
ir allan þjófabálk, að þeim, sem
vegna' kaffiskorts verða að
drelcka blávatn heima hjá sér,
er beinlínis vísað á kaffihúsin,
sem hér eru í tugatali, til þess
að fullnægja kaffiþörf sinni.
Allur sá aragrúi, sem hér er af
krám og kaffihúsum, fær eins
mikið kaffi og um er beðið,
j)ótt borgararnir geti ekki veitt
sér J>essa hressingu heima lijá
sér. Þetta er öfugstreymi, sem
ekki verður Jjolað til lengdar.
Ivaffið gerir menn hvorki að
glæpamönnum né vitfirringum,
eins og áfengið, og yfirvöldin
þurfa því ekki af þeim ástæð-
um að gerast nein forsjón
landsmanna um, kaffineyzluna.
Þeirri spurningu, sem nú er
á hvers manns vörum, er liér-
með beint til viðskiptamálaráð-
lierra: HVERS VEGNA ER
HÉR KAFFISKORTUR? Hver
er ástæðan fyrir því, að lands-
menn fá nú af skornari
skammti en flestar aðrar
neyzluvörur þennan þjóðar-
drykk? Ekki er bægt að kenna
um gjaldeyrisskorti. Kaffið er
keypt í sterlingspundum, eins
og áður er sagt, og af pundun-
um höfum vér nægilegt, eins
og sakir standa. Kaffiskömmt-
unin er algerlega óþörf. Engin
rök mæla með henni.
Almenningur krefst ekki
neins, sem ekki er liægt að ná
til landsins. En kaffi er auðvelt
að ná til landsins. Hann krefst
þess vegna, að skammturinn
verði aukinn nú þegar, svo að
hann fullnægi venjulegum
þörfum.
A
ioaðsrafli 7 flltraoess-
báía 7000 to. silðar.
SÍLDVEIÐI hér í flóanum er
engin um þessar mundir,
því að hún hverfur jafnan um
þriggja vikna skeið á sumri
hverju, meðan síldin er að
hrygna.
Sjö bátar frá Akranesi, sem
stunduðu þessa veiði um mán-
aðar tírna, þar til nýlega, veiddu
um 7000 tunnur þenna tíma. —
Aflinn var allur léttsaltaður og
verður seldur lil Englands til
reynzlu.
Fáir Akraness-bátar fara á
sildveiðar í sumar, liklega ekki
fleiri en 3 af 25. Hinir verða
með snurpinót, vörpu eða rek-
net hér á Faxaflóa í sumar.
Lv. Ólafur Bjarnason er ný-
lega farinn til Englands, fyrstu
förina frá því fyrir jól. Hefir
hann verið í klössun í vetur.
Bráðlega verður byrjað að
smíða á AÍcranesi 22 smál. bát,
fyrir mann einn í Garði.
Vatnsveita Akraness:
Hún mun flytja 2,5 millj,
lítra á sólarhring.
Ko§tnaðnrinii er áætlaður
350.000 kr.
■pF EKKERT ófyrirsjáanlegt kemur fyrir, verður
\Vatnsveita Akraness fullgerð í haust og tekin
l>á strax í notkun. Verður þá hrundið í framkvæpid
mesta menningarmáli Akurnesinga, og um leið skap-
ast skilyrði til mikils iðnaðar í ýmsum greinum.
Vísir hitti Ólaf B. Björnsson, kaupmann, að máli
í gær, en hann hefir frá öndverðu barizt niest l'yrir
því, að koma þessu mikla hagsmunamáli Akraness í
framkvæmd. Með honum í Vatnsveitunefndinni eru
þeir Haraldur Böðvarsson og Sveinbjörn Oddsson.
— Hversu lengi hefir verið
unnið að þessu máli? spyr tíð-
indamaðurinn.
— Það mun hafa verið fyrst
árið 1934, að nefnd var kos-
in til þess að athuga þetta mál,
svarar jÓlafur — og hafa nolckr-
ar nefndir haft J>að til athugun-
ar. Annars hefir vatnsveita lengi
verið aðaláhugamál okkar á
Akranesi. Vatn fæst aðeins úr
brunnum og er mjög misjafnt
að gæðum. Það*er yfirleitt kalk-
blandað og hart, jafnvel salt
sumstaðar. Neðst á Skaganum
er J>að vart neyzluhæft og þarf
þá að sælcja það i brunna lang-
ar leiðir. Skip bafa meira að
segja orðið að fara til Reykja-
víkur í þeim einu erindagerð-
um að fá sér vatn.
— Hvaðan fáið þið vatn i
vatnsveituna?
— I Berjadalsá í Akrafjalli.
Eru framkvæmdir þegar byrj-
aðar og um það leyti búið að
steypa inntaksþróna og byrjað
á að grafa frá henni niður að
þorpinu. Eru röskír 5 km. frá
þrónni og ofan að þorpinu.
Þessa leið verður vatnið leitt í
trépípum, sem eru 8 þuml. í
þvermál að innanmáli. Hösk-
uldur Baldvinsson útvegar þær
og sér um smíði á þeim.
—- Hvað er bæjarkerfið langt
og hverskonar pípur eru notað-
ar í það?
— Bæjarkerfið verður um 6
km. á lengd og verða notaðar 1
það asbests-sementspípur, sem
keyptar eru frá Englandi með
milligöngu Ingólfs Espliólíns.
Er mikið af þeim þegar til í
Englandi og von á þeim með
fyrstu ferð. Verður byrjað að
grafa þessar pípur niður strax
og þær koma. Þvermál þessara
pípna -—- innanmál — eru 2, 3,
4 og 5 þumlungar, eftir því hvar
þær verða í þorpinu.
— Hversu mikið vatn á
vatnsveitan að flytja á sek-
úndu?
—- Hún á að flytja 30 lítra
á sekúndu, eða 2.^00.000 lítra
allan sólarhringinn. Á það að
vera alveg nóg valn, enda þótt
ólióflega sé með það farið, því
að það er þrisvar sinnum meira
vatnsmagn en nú er notað á
livert mannsbarn í Reykjavík.
— Þið munuð einnig byggja
vatnsgeymi, er ekki svo?
— Jú, það er í ráði, og þá
mun vatnsveitan fullnægja
6000 manns, en nú eru íbúas-
Akraness um 1900 að tölu.
— Er ekki hætta á að vatu
þrjóti eða áin botnfrjósi á vetr-
um ?
— Auk þess, sem vatnið í
Berjadalsá er yfirborðsvatn af
fjöllum, eru og ýmsar upp-
sprettur meðfram henni. Veit
enginn til þess að hún hafi
þornað. Það kann að vera, að
hún botnfrjósi í mestu frost-
börkum, en það er ólíklegt
vegna þessara uppsprettna.
— Hver liefir gert teikningar
og áætianir fyrir ykkur?
— Finnbogi Rútur Þorvalds-
son verkfræðingur hefir annazt
þá hlið fyrir okkur og er að-
alráðunautur í þessu máli.
Verkstjóri er liinsvegar Einar
Jóhannsson, byggingameistari
úr Reykjavík.
— Hvað er kostnaðurinn á-
ætlaður mikill?
— Það befir verið gert ráð
ÓLAFUR B. BJÖRNSSON.
fyi’ir, að Vatnsveitan kostaði
um 350.000 krónur fullgerð, en
það á hún að vei’a í liaust, ef
ekkert kemur fyrir, sem tefur
að efni komi til landsins í tæka
tið, því að J>að er fremur það
sem tefur, en að nokkur skort-
ur sé á vinnuafli.
— Hvernig hyggið þið að afla
þessa fjár?
— Við ætlum að leggja fram
nú þegar 125 þús. krónur, en
taka 225 þús. kr. að láni og fá
J>að með skuldabréfaláni, sem
væri boðið út til 25 ára. Á það
að vera tx-yggt með 1. veðrétti
í Vatnsveitunni og vatnsskatt-
inum. Þessi bréf — handhafa-
skuldábréf — eru nú að verða
tilbúin til sölu. Þetta vei’ður
5 % lán og vei'ða di’egnar út níu
þúsund krónur í júni ár livert.
Úldregin bréf sem og Vaxta-
miðar verða greidd í Búnaðar-
banka íslands eftir 1. júlí ár
hvert, í fyrsta sinn 1942.
—- Eru' ekki rniklar vonir
tengdar við Vatnsveituna? spyr
tíðindamaðurinn að lokum.
— Jú, auk þess sem þettg#er
hið mesta menningar- og heil-
brigðismál, skapar það mikil
skilvi’ði til iðnaðar.
Fram — Úrvalsliö ís-
firðinga 2:0.
Fram keppti annan leik sinn
við ísfirðingana í fyrrakvöld og
sigraði með 2:0.
Leikurinn var vel leikinn og
var margt á horfenda á vellin-
um.
Framarar fara áleiðis til
Rvíkur í dag.
Gnllið á Mai*iiiii€|ue og nazi§tí§ka
utvarp§stöðin.
HVERS vegna er alltaf minnst á Martinique en aldrei Gua-
deloupe, þegar talað er um nýlendur Frakka í Vestur-
heimi? Guadeloupe er þó stærri en Martinique og væri alveg
eins gðð árásarbækistöð á Panamáskurðinn. Og hvers vegna
mega Bandaríkjamenn hafa eftirlit með Martinique og skipa-
ferðum að og frá eynni, þótt enginn slíkur samningur sé gerð-
ur viðvíkjandi öðrum eyjum Frakka Vestra? — Peter C. Rhod-
es, sá fréttaritari U. P., sem bezt þekkir Vestur-Indíur, skýrir
þetta mál í eftirfarandi grein, og segir frá ýmsu, sem mönn-
um hér mun vera ókunnugt um.
Það er skortur á matvælum,
fatnaði og öðrum nauðsynjum
á Martinique, enda þótt þar sé
geymdur mikill liluti gullforða
Frakklandsbanlca — 945.232.-
344 dollara virði af skíru gulli.
Frakkar komu* þessu gulli
undan, þegar Fi’akklánd féll,
fyrst til Kanada, síðan til Mar-
tinique. Þar er það geymt í de
Saix-vígi í Fort de France og
þess vandlega gætt.
Stjómmálamenn í Bandarílcj-
unum telja hættu stafa af þessu
gulli, því að hverjum sem væri
af styrjaldaraðilunum mundi
þykja eigi lítið varið í að kom-
ast yfir það. En Frakkar kváð-
ust í öndverðu vilja gæta þess,
en síðan hafa þeir verið sam-
vinnufúsari við Þjóðverja.
Gullið var flutt frá Brest á
beitiskipinu Emile Bertin þ. 12.
júní, þegar Þjóðverjar fóru yf-
ir Somme. Skipið kom til Hali-
fax þ. 18. júní, en fékk þá skip-
un um, að halda til Martinique,
þar eð vopnahlésumleitanir
væru byrjaðar.
Kanadiskir embættismenn
komu um borð og kváðu járn-
brautariest bíða eftir gullinu.
Skipherrann —- Rohert Batet —
vildi ekld afhenda gulhð og
tókstloksað laumast út úr höfn-
inni að næturlági. Emile Bertin
kom til Fort de France þ. 22.
júní og þegar vopnahléið var
undii’ritað þ. 24. s. m., var gull-
ið komið á land.
Þeir, sem gæta gullsins, segja
að það sé Fi’akklandi jafn dýr-
mætt og franski flotinn eða ný-
lenduveldið. Það geti gert
Frökkum kleift að berjast aft-
ur, án þess að verða „útlend-
ingaberdeild“ 1 þjónustu ein-,
hvers ríkis.
Bandaí’ikin liafa liinsvegar
látið í ljós þann ótta, að gulhð
yrði sent til S.-Ameríku til þess
að greiða liergögn með eða út-
gjöld við útbreiðslustarfsemi —
eða sent á laun til Evrópu, þar
sem það gæti komið Þjóðverj-
um að gagni.
Þann 1. nóvember var nefnd
Bandarikjamanna send til
Marlinique til að ræða um ýms
vandamál eyjarskeggja og var
þeim þá sýnt gullið. Var því
heitið, að eftirlitsmenn frá
Bandaríkjunum mætti hvenær
sem er aðgæta, hvort gullið sé
ekki á sínurn stað.
Síðan þessi samningur var
gerður, hefir Darlan, aðmíráll,
látið mjög til sín taka í undir-
lægjuhættinum við Þjóðverjá.
Hefir það orðið til þess, að
Bandaríldn hafa tekið afstöðu
sina til Martinique til endur-
skoðunar og gerzt kröfuharðari
um allt eftirht.
^Eru nú eftirlitsmenn jafnan í
Fort de France og hafa þeir
samþykki Viehy-stjórnarinnar
til að rannsaka öll skip, sem
koma og fara.
* * *
Hættan frá Martinique getur
líka stafað frá öðru en veru
gullsins þar. Hún er i því
fólgin, að leynistöðin, sem
starfrækt hefir verið frá þvi í
september 1939, geti haldið á-
fram starfi sínu og komið
njósnum til Þýzlcalands. í höfn-
inni á Fort de France liggja
nokkur smá lierskip og hafa
þau reynt oflar en einu sinni
að miða stöðina, en árangurs-
laust. Margar leitir hafa verið
gerðar á eyjunni, en þær hafa
allaf mistekizt, því víða er hæg-
ur vandi að leynast uppi í fjöll-
um og frumskógum eyjunnar,
sem er um 1000 ferkm. að
stærð.
Þeir, sem telja sig hafa vit á
svona senditækjum, áætla að
þessi stöð muni geta sent um
800 km. vegalengd. Eru margir
þeirrar slcoðunar, að þessi stöð
Saikoilði tisíur iflst
í kiipjjilJsðÉ sjó-
101.
Fyrir nokkru lagði sátla-
semjari fram tillögur sínar til
lausnar kaupgjaldsdeilu sjó-
manna. Stéttarfélög þau, sem
hér áttu lilut að niáli, voru Sjó-
mannafélag Rvíkur, Sjómanna-
félag Hafnarfjarðar, Vélstjóra-
félag íslands og Félag íslenzkra
loftskeytamanna. I þessum fé-
lögum munu vera samtals 1500
—2000 manns.
En úrslitin við atkvæða-
greiðsluna reyndust vera þessi:
Tillagan var felld með 95 atkv.
gegn 29, en 8 seðlar voru auðír
eða ógildir, en samkvæmt lög-
unum um vinnudeilur þarf
minnst 15% félagsmanna að
greiða atkv. til þess að till. sé
felld, en prósentlala þeirra, sem
greiddu atkv., var 10.
En í þessu tilfelli þótti ekki
rétt eins og sakir standa, að
halda sér við lagabókstafinn.
Þess vegna voru teknir upp
samningar að nýju. Var þeim
lokið í gær án þess að til nýrr-
ar atkvæðagreiðslu lcæmi, því
fulltrúar sjómannafélaganna i
samningunum höfðu fullt um-
boð frá félögum sínum, og
þurftu ekki að bera samning-
ana undir atkv. félagsmanna,
enda þótt þeir óskuðu eftir því,
að sáttatillaga sú um daginn
kæmi til atkvæða.
Kaupuppbótin, sem sam-
komulag náðist um í gær er
svona: 1. vélstjóri fái %g% af
brúttósölu afla í söluferð liverri,
2. vélstjóri, loftskeytamaður og
2. stýrimaður fái 15/l6 %,-en aðr-
ir skipverjar ■%% af brúttósölu.
K.A.-K.R. 2:1
í gærkvöldi keppti K. R. við
K. A. og endaði kappleikurinn
með sigri K. A., 2:1.
Leikurinn var hinn prúð-
mannlegasti og báðum félögun-
um til hins mesta sóma.
Veður var ekki gott en á-
horfendur voru þrátt fyrir það
mjög margir.
í daga fara K.R.-ingar i
skemmtiferð til Mývatns.
Næturlæknir.
María Hallgrímsdóttir, Grundar-
stíg jy, sími 4384. Næturvörður i
Ingólfs apóteik og Laugvegs apó-
teki.
og „fjórar eða fimm“ aðrar,
sem amerískir loftskeytamenn
þykjast hafa heyrt í, sendi
fregnir sínar til meginlands S.-
Ameríku, þar sem sterkar
stöðvar séu langt inni i frum-
skógunum, sem sendi þær til
Evrópu.
Á Martinique er engin þýzk
vopnaliléseftirhtsnefnd eins og
t. d. í Algier, Oran og Dakar.
Frakkar vildu elcki fallast á þá
kröfu Þjóðverja og þeir féllu
frá lienni, því þeir töldu Banda-
ríkin mundu taka henni illa.
Samt eru Fralckar á eyjunni
ekld grunlausir um, að meðal
þeirra útlendinga, sem þar eru,
geti leynst liðsmenn Þjóðverja.
Þessir útlendingar skiptast í
fjóra flolcka:
1) Menn fjandmannaþjóða.
Þegar styrjöldin hófst bjuggu 4
Þjóðverjar og 3 Italir í Fort de
France. Þeir voru settir í fanga-
búðir, en látnir lausir þegar
vopnablé var samið, þótt þeir
þurfi að láta lögreglu vita um
allar athafnir sínar.
2) U111 30 Evrópumenn, sem
settust að á eyjunni fyrir strið.
Einn þeirra er grunaður um
Frh. á 3. síðu.