Vísir - 11.10.1941, Blaðsíða 1

Vísir - 11.10.1941, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri 1 Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S Knur Afgreiðsla 31. ár. Reykjavík, laugardaginn 11. október 1941. 231. tbí. Beaverbrook Vrr ætluDi að kom eiuisfram við Kú§§a ciiiN ogr liaiida- ríkin koma fram við o§§. Láns og leiguvörur handa Rússum EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Brezku og amerísku nefndarmennirnir komu frá Moskva í gær ogeftir komuna fór Beaver- brook lávarður á konungsfund, en þar næst veitti hann blaðamönnum áheyrn. Hann lét í Ijós sterka trú á, að Rússar myndu engan bilbug láta á sér finna. Averil Harriman tók í sama streng, einnig blaða- og þingmaðurinn Vernon Bartlett, sem varð nefndar- mönnum samferða frá Moskva, og raunar nefndar- menn allir. Beaverbrook lávarSur sagði, að áður en hann fór af stað hefði Churchill lagt grundvöll að starfi nefndarmanna í Moskva með því að ákveða, að Rússar skyldi fá láns- og leiguvörur frá Bretlandi, þ. e. Bretar hjálpa Rússum á sama grundvelli og Bandaríkjamenn hjálpa Bret- um. Beaverbrook sagði líka: Yér ætlum að koma eins fram við Rússa og Bandaríkjamenn hafa komið fram við oss. — Beaver- brook tók fram, að því yrði engin fjárliagsleg takmörk sett hvað Rússar gæti fengið af her- gögnum og öðrum stríðsnauð- synjum frá Bretum. Það fer eftir getu og þörf. En hjálpin var þegar farin að berast Rúss- um, áður en Beaverbrook lagði af stað, og Alexander flota- málaráðherra sagði í gær, að brezki flotinn hefði þegar fylgt skipalestum til Rússlands og gerði það áfram. En brezki flotinn lætur ekki þar við sitja. Hann hefir vak- andi auga á skipum, sem Þjóð- verjar eru að reyna að koma til vígstöðvanna í Norður-Rúss- landi liði sínu þar til stuðnings. í gær var tilkynnt i London, að flotaflugvélar hefði gert árásir á skip í Vestfjorden i Noregi og voru skip þessi á leið norður fyrir Noreg, til þess að. birgja lier Þjóðverja nyrst í Finnlandi og Rússlandi að vopnum og vist- um. Árásin hófst í dögun á mið- vikudag. Sprengjum var varpað á 1000 smálesta skip og logaði það stafna milli, er frá var horf- ið. Annað skip, 1500 smálesta, yfirgaf skipshöfnin. Þá urðu tvö skip, hvort um sig 2000 smá- lestir, fyrir sprengjum. Skip þessi voru i skipalest undan Bodö. Nokkurum ldukkustundum áður voru Hudsonflugvélar að gera árás á skip, hafnannann- virki, síldarverksmiðjur og loft- skeytastöð nálægt Álasundi. Engar mikilvægar breyt- * ingar á austurvígstöðvunum. I herstjórnartilkynningu Rússa í gærlcveldi segir, að eng- ar þýðingarmildar breytingar liafi orðið á vígstöðvunum. Á miðvikudag slcutu Rússar niður 39 þýzkar flugvélar, en misstu 27 sjálfir. Blaðið Rauða stjarnan segir, að Þjóðverjum hafi mistekist að króa inni meginlier Timo- chenko. Mestu orusturnar voru énn, að því er liermt var í fregnum i gærkveldi, við Wiasma, Bry- ansk og fyrir norðan Orel. Þjóð- verjum mun hafa orðið eitthvað ágengt á Wiasmasvæðinu, en borgin er enn á valdi Rússa, og Jjorgarbúar berjast með rúss- nesku hermönnunum. Fyrir norðan Orel, 320 km. frá Moskva hefir Þjóðverjum ekk- ert orðið ágengt. Á Bryanskvígstöðvunum fórnuðu Þjóðverjar miklu til að brjótast í gegn, segja Rússar, en mishepnaðist það. Þeir sendu þar fram 3 skriðdrekaherfylki, 2 vélaherfylki og 3 fótgönguliðs- fylki, og bíðu ógurlegt mann- tjón og hergagna. Á Wiasma- svæðinu eru Þjóðverjar liðfleiri. Á einum stað vígstöðvanna eyðilögðu Rússar fyrir þeim 200 skriðdreka og 700—800 menn féllu þar í bardögum af liði Þjóðverja á fimm dögum. í gær fréttist um sókn Þjóð- verja til Rzhev, sem er 120 km. norður af Moskva og kunna þeir að áforma að umlykja Moskva. 1 árdegistilkynningu rúss- nesku stjórnarinnar segir: Rauði herinn átti, í hörðum bardögum alla síðastliðna nótt og var mest barist á sömu slóð- um og áður, við Wiasma, Bey- ansk og Melitopol. I fyrri fregnpm var svo að orði komist, að engar breyting- ar hefði orðið við Perekop og Odessa, en við Leningrad fara gagnáhlaup Voroshilov harðn- andi. Versnandi horfur í sambúð Japana og Bandaríkjanna. New York í morgun. United Press. Þegar er sókn Þjóðverja hófst á miðvígstöðvunum, var hafinn áróður í Japan gegn Bandaríkj- unum. Ishii, talsmaður stjórn- arinnar í Tokio, liefir ásakað Bandaríkin fyrir að taka þátt í ráðstefnum, þar sem fjand- samleg afstaða ríld gagnvart Japan (í Manila og Chungking) meðan verið sé að reyna að leysa deilumál Japana og Bandaríkja- manna. Sama afstaða kemur fram í japönskum, blöðum. — Kokumin segir að það sé fyrir- fram sjáanlegt, að samkomu- lagsumleitanirnar fari út um þúfur. Blaðið Yomiuri skorar á þjóðina að treysta stjórninni al- gerlega og birtir viðtal í þá átt við Yangawa herforingja. Blaðið Times Advertiser bendir á, að það sé farið að koma í ljós að Stahmer, einn af Iielztu leiðtogum nazista, hafi verið sendur til Austur-Asíu í á- róðurs-tilgangi. Hann hefir ver- ið í Nanking, þar sem er höfuð- aðsetur leppstjórnarinnar, sem Japanir komu á fót í Kína. Listsýningin. Vegna óvenjulegrar aSsóknar, verður sýningin opin í kvölcl til kl. 12 á miÖnætti. Hafa þegar selzt 34 myndir á sýningunni, en um. 3000 manns hafa séð sýninguna til þessa. SEX MILLJARÐA LÁNS- OG LEIGULAGA FJÁRVEIT- INGIN SAMÞYKKT. New York í morgun. Fulltrúadeild þjóðþingsins hefir samþykkt til öldunga- deildarinnar með 328 gegn 67 atkvæðum frumvarpið um nýja láns- og leigulaga fjár- veitingu að upphæð tæplega 6 milljarðar dollara. Fulltrúadeildin felldi til- lögu, sem miðaði að því, að Rússar gæti enga hjálp fengið samkvæmt láns- og leigulög- unum. Tillögur um að lækka fjárveitinguna voru einnig felldar. SÍÐUSTU FRÉTTIR FRÁ NEW YORK New York. — United Press. Blaðið Rauða stjarnan til- kynnir, að Rússar séu nú að senda mikinn liðsafla til mið- vígstöðvanna. Beztu hersveitir vorar eru á leið til vigstöðvanna, segir blaðið, til þess að veita lið hersveitum vorum þar. Blaðið hvetur 'enn alla þegna sovét- ríkjanna til þess að gera skyldu sína. Blaðið bendir á að rauði herinn berjist til þess að koma í veg fyrir, að Þjóðverjar um- lyki allar miðvígstöðvarnar. Blaðið játar, að Þjóðverjar hafi sótt nokkuð fram, en bendir á, að fyrir norðan Orel hafi Rúss- ar ekki látið neinn bilbug á sér finna og við WiasmahafiRússar varist svo vel, að Þjóðverjum. hafi ekki tekist að ná nýjum árangri til þess að koma inni- króunaráformum sínum í framkvæmd. Öll blöðin tala um hina miklu hættu, sem yfir vofi, en Pravda segir: Vér höfum óhemju varalið, sem nú verður að nota, til þess að stemma stigu við frekari fram- sókn óvinanna. Engir bráðabirgðasigrar munu brjóta mótspyrnu Rússa á bak aftur, segir blaðið enn- fremur, Sameinaðar liersveitir Þjóð- verja, Ungverja og Rúmena hafa sótt eitthvað fram við Azovshaf, en eftir hverja or- ustu liggja þúsundir dauðra fjandmanna á vígvellinum, eyðilagðir skriðdrelcar, bryn- varðar bifreiðar og bílar svo hundruðum skiptir. Blaðið held- ur því fram að lokum, að sovét- stjórnin liafi engu leynt þjóðina um liorfurnar á vígstöðvunum. Timochenko miðar ekki einvörðungu að því að stöðva óvinina, lieldur og að því að brjóta þá á bak aftur. Úrslitin í Walterskeppninni. milli K.R. og Vals, er fréstað vár siðasta sunnudag, fara fram á morgun kl. 2 e. li. Þetta er sið- asti knattspyrnuleikur ársins. Herjuðu á Rússa f texta þeim, sem fylgir þessari mynd frá Berlín, segir að þessi kafbátur sé að koma lieim úr herför um Fystrasalt, þar sem hann gerði mikinn usla meðal rússneskra skipa. MALI Shanghai liermir, að Japanir viðurkenni opinber- lega, að Japanir hafi hörfað úr fyrstu víglínu við Ichang. Dr. Clodius lagði af stað til Istanbul í gærkveldi og mun fara þaðan loftleiðis ásamt 10 sarhstarfsmönnum sínum í dag, og mun hann nú fara til Buka- rest eða Rómaborgar. Sendiherrum Breta og Banda- ríkjanna i Tokio hefir verið neitað um leyfi til þess að kaupa olíu í Japan. Olíuna þurfa þeir til uphitunar sendisveitarbú- staðanna. Jólaávextirnir koma e k k i. Samkvæmt upplýsingum frá Einvarði Hallvarðssyni form. Gjaldeyris- og inn- flutningsnefndar, hefir sá innflutningur á jólaávöxtum — um 600 smálestir — sem fyrirhugaður var frá Banda- ríkjunum og Kanada, og nefndin hafði gefið leyfi sitt fyrir, strandað að svo komnu máli á afstöðu verzlunar- fulltrúa Breta, Mr. Haris. Verður þetta mál rætt síðar í blaðinu. þjóðkirkju og um veitingu prestakalla. í félaginu eru fimm deildir: Prestafélagsdeild Suðurlands, Hallgrímsdeild, Prestafélag Vestfjarða, Guðbrandsdeild og, Prestafélag Austfjarða. Þannig getur starf félagsins orðið miklu iueira um land allt og staðið traustari rótum. Allar deildirn- ar hafa þegar lialdið aðalfundi sína á þessu ári, og má víða sjá gróandi í starfi þeirra. Málið, sem sérstaklega hefir verið rætt á flestum þessara funda, hefir verið hið sama, sem á síðustu prestastefnu: Kirkjan og vanda- mál nútímans. Félagar í Prestafélaginu eru nú 128. Utan dagskrár var samþ. í einu hljóði, að formaður Presta- félagsins slculi undirrita fyrir fé- lagsins hönd, ásamt formönnum annarra félagssambanda yfir- lýsingu, þar sem lýst er ánægju yfir þeirri ráðstöfun ríkisstjórn- arinnar, að loka áfengisverzlun- inni, og þess jafnframt óskað, að sú ráðstöfun lialdist óbreytt, að m. k. rneðan erlendur her dvelur í landinu. Þá er fram. höfðu farið mikl- ar umræður um fjármál félags- ins og útgáfumál, var ársreikn- ingur félagsins samþykktur. Nefnd var kosin til að athuga frv. um kirkjuþing fyrir hina íslenzku þjóðkirkjn, og skipa hana þessir menn: Sigurgeir Sigurðsson biskup, Magnús Jónsson prófessor, Friðrik Rafnar vigslubiskup, Sveinbj. Högnason prófastur, Ilálfdan Helgason prófastur. Þá fóru fram ujnræður um aukaverk presta. Kl. 8,30 flutti prófessor Magnús Jónsson framsöguer- indi um altarissakramentið, og fóru fram umræður á eftir. Áð- ur en fundarmenn skildu, flutti Þorst. Briem prófastur kvöld- bænir. Verzlunin: Arsskýrsla Prestafélags Islands Útgáfa nýrra hugvekna. — Bætt kjör opinberra starfsmanna. Ný lagafrumvörp um kirkjuþing og veitingu prestakalla. Aðalfundur Prestafélags íslands hófst kl. 10 í gær í háskólan- um. Hófst hann með guðsþjónustu í háskólakapellunni. Prédik- aði síra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup. Talaði hann um hlut- verk íslenzku kirkjunnar nú á dögum, út frá þessum orðum Lúkasarguðspjalls: „Og þetta skal verða yður tækifæri til vitn- isburðar“. Að guðsþjónustunni lokinni hófst sjálfur fundurinn og fer hér á eftir útdráttur úr ársskýrslu f ormanns Prestafé- lagsins, hr. Ásmundar Guðmundssonar prófessors: Minntist hann fyrst þriggja félagsbræðra, er látizt hefðu á starfsárinu, þeirra síra Helga P. Hjálmarssonar, féhirðis og af- greiðslumanns félagsins, síra Tryggva Kvarans og sira Magn- úsar Ilelgasonar skólastjóra. — Lauk liann miklu lofsorði á það, hvernig síra Helgi hefði innt af höndum störf þau, sem félagið liafði falið honum. Þá gat formaður um útgáfu- starf félagsins. Gefur það út Kirkjuritið með sama hætti og fyrr, 10 hefti á ári, alls um 24 arlcir. Annað hefir eklci verið gefið út á árinu, þar sem útgáfu- koslnaður er nú allur orðinn svo hár. En stjórnin hefir safn- að saman hugvekjum eftir presta víðsvegar um, land, allt í : því markmiði að gefa þær út á næsta ári, ef fjárhagur leyfir. Félagið átti þátt í samtökum félaga opinberra starfsmanna, er þau fóru þess á leit við ríkis- stjórn og Alþingi, að full verð- i lagsuppbót yrði greidd á laun og skattalöggjöf breytt í þá átt, að skattabyrðin yrði léttari. En \ undirtektir undir það mál urðu j góðar, svo sem kunnugt er. Félagsstjórnin hefir unnið að j undirbúniugi mála, sem lögð. j munu fyrir næsta reglulegt Al- j þingi. Komú þar einkum til j greina frumvörp til laga um j kirkjuþing fyrir liina íslenzku j HðQstæður iölnuðnr tæpl. 1 ilj. krúia. Útflutningur fyrstu níu mán- uði ársins nam samtals um 143.0 milljónum króna, en innflutn- ingurinn á sama tímabili nam 83.6 milljónum króna. í september nam innflutning- urinn tæplega 13 milljónum króna, en útflutningur þess mánaðar nam 15.4 milljónum króna. Það sem af er þessu ári hefir því verzlunarjöfnuðurinn verið hagstæður um h. u. b. 60 mill- jónir króna. í septemberlok i fyrra nam innflutningurinn 49.2 millj., en útflutningurinn 86.5 milljónum króna. Ford vörubíll model 1931, til sölu. Uppl. í Sínxa 3835 lcl. 6—8. í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.