Vísir - 13.10.1941, Síða 1

Vísir - 13.10.1941, Síða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri 1 Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 linur Afgreiðsla 31. ár. Reykjavík, mánudaginn 13. október 1941. 232. tbl. Itry;iii«k á valdi Þjóðverja. Báðir aðilar senda aukið varalið til vígvallanna — Borlð til luika. sið nis§ne§ka fstjornin sc að flytja frá Hoskva. EINKASKEYTI frá United Press. New York í morgun. Rússar hafa nú játað í tilkynningum sínum, að þeir hafi yfirgefið Bryansk, en segja að mikl- um bardögum haldi áfram á Yyazma og Bry- ansksvæðunum. Fregn þessi kemur ekki svo mjög á ó- vart, því að vitað er, að leikurinn hefir borizt austur. Þjóðverjar segja, að barizt sé langt fyrir austan Yy- azma og Bryansk. Að því er frétzt hefir í London er það vegna óhemju liðsmunar aðeins, sem Þjóðverjum hefir orðið ágengt á miðvígstöðvunum. Þeir halda áfram að senda varalið til vígstöðvanna og í seinustu fregnum frá Rússlandi segir, að feikna mikiðvaraliðsé á leiðinni til þess að taka þátt í vörn Moskva. Ekkert hefir frétzt um neina liðflutninga frá Sibiríu. þar sem Rússar hafa mikinn her og vel útbúinn, en ólíklegt þykir, að þeir flytji hann þaðan, þar sem og er kunnugt, að Japanir hafa mikinn liðsafla í Mansjúkó, að því er sumar fregn- ir herma 32 herfylki. Þjóðverjar hafa beðið ógurlegt tjón á miðvígstöðvunum. Að- eins í gær féllu þar 18.000 menn, en Rússar eyðilögðu mikið af hergögnum fyrir Þjóðverjum. Rússar upprættu algerlega þrjá flokka fallhlífahermanna, sem lentu fyrir aftan víglínu Rússa. Eftir fregnum í gær að dæma liefir Þjóðverjum orðið eitthvað ágengt á Vyazma og Bryansk- svæðunum, en þvi fer fjarri, að þess sjáist nokkur merki, að baráttuhugur Rússa sé lamað- ur, og þeir hafa unnið allmik- ilvæga sigra á nokkrum stöðuni, sem þó hafa aðeins staðbundna þýðingu. Þjóðverjar segjast hafa tekið alls um 200.000 fanga í sókninni og þeir segjast sækja fram á vígstöðvum, sem eru á annað þúsund kilómetra á lengd. Þeir segja frá mikilvæg- um sigri við Azovshaf, en Rúss- ar gera hvorkí að játa eða neita þeim fregnum. Rússar draga að sér mikið lið Moskvu til varnar og það er bú- izt við, að leikurinn liarðni þvi hær sem dregur borginni, þvi að Rússar hafa enn feikna vara- lið og þeir hafa treyst varnir Moskvu mjög seinustu tvo mán- uði. Hvarvetna eru skriðdreka- gryfjur, steinsteypt virki og margskonar virki önnur. Þjóð- verjar draga stöðugt að sér meira varalið og leggja allt á það „kort“, að ná Moskvu fyrir veturinn, en Rússar fara ekki i neinar grafgötur um, að mark- miðið sé, að ná einnig Don-svæð- inu fyrir vetur. Á einum stað vigstöðvanna geisuðu orustur í fjóra daga og tókst Þjóðverjum ekki að sækja frarn. Gerðu Rússar svo gagn- áhlaup með miklum árangri. 4000 Þjóðverjar féllu í bardög- unum og Rússar hertóku eða eyðilögðu 80 skriðdreka .fyrir Þjóðverjum. Þetta mun liafa verið á miðvígstöðvunum. Þá er getið um tilraun Þjóðverja til hliðarárásar á Leningradvxg- stöðvunum og /íxiistókst hún, og verður ekki annað seð, en að Rússar séu frekar í sókn en hitt á þeirn hjara. Rússar lxafa tekið þarna 2200 fanga og állmilcið herfang. Pi-avda segir, að aldrei hafi reynt á rússneska herinn sem nú og verjist liann vel, en Þjóð- verjar séu enn i sókn. Eggjar blaðið alla Rússa lögeggjan að framleiða sem mest og duga sem bezt á heimavígstöðvunum og vígstöðvunum sjálfum. Þótt það takist — og blaðið er þeirrar trúar að það takist — að stemma stigu við framsókn Þjóðverja, verður stríðið langt, þvi að það verður erfitt að sigra Hitler og það hlýtur að taka langan tima. Þjóðverjar sjálfir segja í útvai-pi sínu, að Rússar hafi enn mikið varalið, og menn megi ekki bú- ast við, að þeir verði sigraðir i skyndi. Kveður við nokkuð ann- an tón, er Rússar voru taldir gersigi-aðir 12. júli og aftur nú fyrir nokkrum dögum. Lozovsky sagði i fyrrakvöld: Hitler getur sigrað í hundrað or- ustum, en hann vinnur aldrei lolcasigur. — Brezki ráðlierr- ann, Arthur Greenwood, hef- ir viðhaft svipuð ummæli, og hann og Garvin, ritstjóri Ob- server i London, hvetja til mjög aukinnar hergagnaframleiðslu i þágu Rússa. Lozovsky neitaði, að Þjóðverjar hefði tekið Tula, milli Orel og Moskva og svipuð- um oi’ðum fór hann um þá fregn, að sovétstjórnin væri að flýja frá Moskva. Níu af 25 þýzkum flugvélum sem fóru til loftárásar á Mui'- mansk voru skotnar niður. Sumstaðar á vígstöðvunum eru nú hriðarveður, en rúss- neskar sprengjuflugvélar hafa þrátt fyrir það gert árásir á véla- hersveitir og birgðastöðvar ó- vinanna. Rússneskir vísindamenn komu saman á fund í Moskva og heitstrengdu að vinna að sigri Rússlands og bandamanna og ! Iivöltu vísindanienn annara þjóða til þess að gera slíkt hið sama. Loftárás á borgir í Bayern í nótt og víðar. London i morgun. Það var tiikynnt- i London i morgun, að brezkar sprengju- flugvélar hefði í morgun gert árásir á borgir í Bayern, Rínar- löndum og Norðvestur-Þýzka- Iandi. ítarlegar fregnir eru ekki enn fyrir hendi uin árásir þess- ar, en það er kunnugt, að þær voru i allstórum stíl. Þjóðverjar sögðu í sínum fregnum i morgun, að hrezkar sprengjuflugvélar hefðu varpað sprengjum allvíða í norðvestur- liluta landsins í nótt, en hernað- arlegt tjón hefði ekki orðið. All- margir borgarar biðu bana, seg- ir i tilkynningum Þjóðverja. — Níu brezkar flugvélar voru skotnar niður, að sögn Þjóð- verja. Loftárásir voru gerðar á stáði i norðausturhluta Englands i nótt sem leið, en manntjón og eigna varð lítið, segir i brezkum tiíkynningum. Seinustu fregnir herma, að árásin hafi verið einhver hin mesta sem Bretar nokkuru sinni hafa gert á Þýzkaland. Aðalárásin var gerð á Nurn- berg, sem er höfuðsetur naz- ista og er þar mikil hergagna- framleiðsla. Þá var varpað sprengjum á Bremen og margar framleiðslustöðvar í Ruhr og Rínarhéruðunum. Loftárás áEmden í fyrrinótt. Skyndiárásir að degi til. New York i gær. United Press. Brezkar sprengjuflugvélar gerðu árásir á Emden og nokk- SÓKNIN TIL ROSTOW. — ÞJÓÐVERJAR SEGJAST HAFA TEKIÐ TAGANROG. Þjóðverjar tilkynna, að þeir lialdi áfram sókninni til Rostow og segjast þeir nú liafa tekið Taganrog, sem er 70—80 kílómetrum vestar, á norðurströnd Azovshafs. — Rússar hafa ekki játað, að þetta sé rétt. Fregnir frá Ankara herma, að Þjóðverjar hafi flutt 200.- 000 manna lið frá Frakklandi og einn f jórða þess liðs, sem þeir höfðu í Belgíu, til austur- vígstöðvanna. Beaverbrook lávarður flutti útvarpsræðu í gær- kveldi og lét í ljós þá trú, að Rússar myndi halda velli í vetur, þar til vorstyröldin byrjaði. Hanrj minnti brezku þjóðina og einkum verka- lýðinn á, að brezku fulltrú- arnir hefði heitið Rússum miklumi stuðningi, og þau loforð yrði að halda. ura staði aðra í norðvesturhluta Þýzkalands í fyrrinótt. í gær fóru brezkar flugvélar í árásarleiðangra til Norður- Frakklands og sáu menn greini- lega frá Englandsströndum, að skömmu eftir að flugvélarnar flugu yfir sundið, var hafnar- borgin Boulogne hulin reykjar- mekki. Þjóðverjar skutu 17 skotum af hinum langdrægu fallbyssum, sínum yfir Doversund í gær, og var nokkurt tjón af á Dover- svæðinu. Brezkar flugvélar hafa varp- að sprengjum á tvö flutninga- skip við Noregsstrendur og síld- arverksmiðju. Einnig var varp- að sprengju á eit-t af flutninga- skipum óvinanna við frisnesku eyjarnar. Laust fyrir helgina gerði þýzk flugvél tilraun til árásar á skipa- lest í Noi'ðursjó, én varð fyrir skoti úr loftvarnabyssu og hrap- aði í sjó niður. í loftárásum Þjóðverja á Bret- land í fyrrinótt varð lítið tjón. Þýzk sprengjuflugvél hrapaði til jarðar, eftir að hún varð fyrir skoti, og var áhöfninni bjargað. Árekstur varð milli brezkrar flugvélar og þýzkrar og fórust báðar. BafldarikjameiB taka Diðiverja við Qrænland FRÁ ÞVl var skýrt í gær, að amerískt eftirlitsskip við Grænlandsstrendur hefði tekið höndum hóp Þjóðverja, sem ætl- uðu að setjast að þar svo lítið bar á. Þjóðverjahópur þessi var veðurathuganaleiðangur, en skipið, sem þeir voru á, var norskt. Þeir höfðu ekki komið sér fyrir, þegar Btndaríkja- skipið varð þeirra vart og þeir voru teknir til fanga. Skip þeirra var og tekið. Þetta er annar þýzki veður- athuganaleiðangurinn, sem tek- inn er til fanga. Ilinn fyrra tólcu Bretar norður af íslandi i sum- ar. Sést hezt af þessu, hversu Þjóðverjar telja það mikilvægt, að fá veðurfregnir frá þessum, slóðum. Árás á Sihiriu yfirvoíandi. Hsueh Yueli, kínverski hers- liöfðinginn í Cliangsa, hefir komizt svo að orði, að tilraun sú, sem Japanir nýlega gei'ðu til þess að laka Changsa, hafi verið gerð í þeim tilgangi, að leiða af- hygli manna frá yfirvofandi árás á Sibiríu, þar sem Japanir hafa 32 herfylki eða yfir hálfa milljón manna. Hersliöfðinginn sagði, að Kínverjar liéldu áfranx gagn- sókn sinni í Hunan og á Yangtze- vigstöðvunum. Innrásapæfingar í New York. New York í morgun. Miklar innrásaræfingar hafa farið fram í New York undan- gengna þrjá daga og á norðaust- urströndinni. Æfingarnar leiddu í ljós, að tekist hefði að skjóta í % klst. á skýjakljúfana í Man- hattan, úr 16 þml. fallbyssum i Fort Tilden austan árinnar, samtals 50 smálestum fallbyssu- kúlna, áður en heimavarnai'liðið senx tók alla bíla, sem unnt var að ná í, kom til hjálpar setulið- inu í Fort Tilden, en í djarflegri næturárás hefði „óvinaher“ náð virkinu á sitt vald. Skciiinidai'ierk í Alasnndi. íbúar borgarinnar aðvaraðir. Sænsk blöð skýra*frá því, að mikil skemmdarvei'k hafi verið unnin á virkjum, sem Þjóðverj- ar lxafa komið upp i nánd við Alasund. Yfinnaður þýzka setu- liðsins þar hefir ítrekað aðvar- anir sínar til borgarbúa og boð- að refsiráðstafanir, ef framhald véi’ði á skemmdarverkum. Hlutavelta Fram. 500 krónurnar á hlutaveltunni fékk Guðmundur Sigurbjörnsson, Brekkustíg 8. Tónlistarskólinn vei'ður settift' i kveld kl. 6 í Illj ómskálanum. í Suðurlöndum drekka menn vín eins og vatn við þrosta, og þess vegna fá þessir ung- lingar, Sem hér sjást á mynd- inni , vínskammt daglega, enda þótt þeir sé í skyldu- vinnu í Vichy-Frakklandi. En vín er af skornara skammti í Frakklandi nú en áður, því að alkoliolið er notað til annarra liluta. Úr tilkynningum Þjóðverja. Það var tilkynnt i morgun i útvarpi frá Berlín, að flugher þeirra hefði gert miklar árásir á stöðvar óvinahersins, þar sem hann var að draga sarnan lið á járnbrautir, sem liggja frá Moskvu o. s. frv. Á Vyazmasvæðinu hafa Þjóð- verjar tekið l’anga i tugþúsunda- tali, og e\ þeini lýst svo í hinni þýzku tillcynningu, að þeir hafi verið hungraðir, þreyttir og blóðugir, og hafi þarna verið menn úr ýmsum stéttum og her- deildum, fjórtán, fimmtán ára piltar, nýkomnir úr uppeldis- heimilum, sjóliðar o. s. fi-v. Þá er vikið að því i þýzkum fregnum, að Bretar liafi misst sinn seinasta bandamann á meg- inlandinu, enda muni Eden lireyfa við friðarmálunum, bráð- lega, sennilega þ. 25. október. Verðhrun í New York vegna þess hve illa horfir á austurvíg- stöðvunum. New Yoi'k i rnorgun. Verðbréf liafa fallið rnjög í verði á kauphöllinni i New York og eru nú lægri en nokkuru sinni á þremur mánuðum. Or- sölcin er hversu þunglega horf- ir á austurvígstöðvunum. Jap- önsk verðbréf eru i lægra verði en nokkur önnur. • Ford, varafoi’sætisráðheri'a Ástralíu, hefir flutt útvarpsræðu og lýst yfir, að ástralski verka- lýðurinn sé staðráðinn i að berj- ast þar til allt, sem Hitler berst fyrii', sé kveðið niður. i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.