Vísir - 01.11.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 01.11.1941, Blaðsíða 2
VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H-F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 60 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. FélagsprentsmiSjan h.f. Tólfti dagurinn. lyjÁN-UDAGINN 13. október var þingið kvatt saman. Mánudaginn þrettánda! Hjátrú- arfullir menn hristu höfuðið, þetta boðaði ekki gott. Og hvern- ig ætlar þetta allt að útleysast? Það liefir hlaupið óáran í menn og málleysingja. Hermann beiddist lausnar. Það var daginn sem hundarnir fengu fárið. Þetta hafa verið hálfgerðir hundadagar. Og einkum hafa þetta þó verið mestu mæðu- dagar fyrir blessaðan forsætis- ráðherrann. Það liljóp einhver órói í hann, þegar hann var bú- inn að boða almennar þing- kosningar næsta vor. Hann varð allt í einu „ekki sjálfum sér nóg- ur“ eins og fólk segir. Honum fannst hann endilega þurfa að gera eitthvað stórt og eftir- minnilegt. Áður en hann veit af, er hann kominn í í æv- intýri, sem aðeins hefir orðið honum til angurs og skap- raunar. Þetta er ólíkt þeirri mynd, sem, Hermann hefir viljað gefa þjóðinni af sjálfum sér. Hann liefir leitazt við að koma því inn í meðvitund manna, að hann væri öruggur eins og goð á stalli, léti ekki raska jafnvægi sinu, gripi ekki fram í fyrir viðburða- rásinni, en biði þess rólegur, að „lifið sjálft“ legði smátt og smátt taumana í hendur bans. Svo allt í einu snýr hann upp á sig, alveg upp úr þurru, eins og „yfirspennt primadonna“, kastar frá sér hlutverkinu og segist ekki vilja „vera með“. Þetta var ekki hyggilegt. Her- mann mun sannfærast um, að þessi nýja „primadonnumynd“ eykur ekki álit hans, ekki einu sinni sjálfsálit, þótt um það megi kannske segja að lengi taki sjórinn við. Og svo liafa vinir hans, senni- lega alveg óviljandi, farið hálf illa með hann. Nú í vikunni skrifar Timinn langa romsu um það, að refirnir hafi verið skom- ir til þess að „íhaldið“ gæti feng- ið haustkosningar. Við skulum ekkert vera að þrefa um þetta að sinni. En hvernig stóð á þvi, að Hermann lét hafa sig til þess að greiða fyrir þessum skugga- legu áformum, „íhaldsins“? Eftir því sem Tíminn segir hlaut Hermanni að vera það ljóst, að ekkert vakti fyrir bölv- uðu „ihaidinu“ nema haustkosn- ingar. Hann gat látið allar þess- ar fyrirætlanir verða að engu með því að sitja rólegur. En Timinn vill endilega gera hann að ginningarfífli. Það er helzt á blaðinu að skilja, að einhver „íhaldsskarfur“ hafi hvíslgð að Iiermanni: „Eg ragmana þig til að segja af þér.‘ Og svo á Her- mann að liafa hlaupið út í for- æöið eins og strákur, sém ekki þolir að félagar hans „mani“ liann. Það eru engin likindi til að Hermann geti sannfært sjálfan sig eða aðra um að herferð hans hafi gengið „samkvæmt áætl- un“. Hinar nýju myndir, sem hann hefir af sér gefið, hafa ekki stækkað hann í augum á- Tveim hjúknmarkonom og Tækni bætt vifl starfslið nngbarnadeildar Liknar. Eífirlif með hverju barni sem íæðist í Reykjavik, Samkvæmt upplýsingmm, sem frú Sigríður Eiríksdóttir gaf Vísi í gær, verður nú upp úr mánaðarmótunum bætt tveimur hjúkrunarkonum og einum lækni við ungbamavernd Líknar. Til þessa hafa ekki starfað þar nema ein hjúkrunarkona og einn Iæknir. Hefir styrkur verið iiækkaður til muna úr ríkissjóði, bæjar- sjóði og frá Sjúkrasamlaginu til ungbarnaverndar, og er það fyrir tilstilli þessarar styrkaukn- ingar sem kleift hefir orðið að bæta við tveim hjúkrunarkon- um og einuní lækni. Verður jafnframt aukið stór- lega eftirlit með ungbörnuin í Rvík, þannig að ráðgert er að gengið verði til hvers einasta barns ca. tiu dögum eft- ir fæðingu, og er þetta stór- merkilegt nýmæli á sviði heilsu- verndar liér í hæ.Þá er og ákveð- ið, að fjölga heimsóknardögum úr tveimur upp í fjóra, og verða það mánudagar, þriðjudagar, fimmtudagar og föstudagar. Auk þessa verða lieimsóknar- dagar tvisvar í mánuði í barna- skólum Laugarneshverfis og Grímsstaðarholts. Er jiettá gert til þess að ómaka ekki mæður í úthverfum bæjarins niður í miðbæinn. Loks má geta þess, að fyrir utan eftirlitið verða ljósböð ungbarna aukin til muna á stöð- inni, er það að þakka nokkurum bæjarbúum, er sýndu ungbarna- verndinni þann skilning og þá góðvild að gefa ljóslækninga- tæki. Að öðru leyti vísast bér til sérstakrar greinargerðar frá Kristbirni Tryggvasvni lækni, en hann verður hinn nýji læknir ungbarnaverndarinnar; fvrir var ungfrú Katrín Thoroddsen læknir. Greinargerð þessi var samin, er sótt var um aukinn styrk til heilsuverndar ungbarna til rík- is- og bæjarsjóðs, og fer bún hér á eftir í aðalatriðum: horfendanna. Það er auðvitað leiðinlegt fyrir hvern sem er, að þurfa að játa að hann liafi hlaupið á sig. Iiitt er þó sýnu verra, að lialda áfram að þjösn- ast út í ógöngurnar þar til von- laust er að ná réttri leið. Ef Hermann Jónasson hefir áttað sig svo, að liann getur lit- ast um rólegum augum, mun hann láta sér skiljast, að lausn- arbeiðnin og allt það fargan er orðið að skrípaleik, sem er hvorki honum sjálfum né þjóð ! hans til vegsauka. Hann mun reyna að tilburðir hans til að leika „sterkan mann“ geta orðið þjóðinni minnisstæðir á allt ann- an hátt en hann hefði kosið. Honum væri bezt að yfir þetta fyrntist sem fyrst.. Það er ekkert nýtt að menn ofmetnist, ef þeir sitja lengi í metorðum og völdum. Slíkir menn hljóta að reka sig á fyr' eða síðar. Ef íslenzka þjóðin hugsar til þess að standa saman, verður að lægja ofstopa og yfir- gang, hvaðan sem hann kemur. Hermann Jónasson hefir setið lengi í háum sessi. Hann liefir fundið meira til vegsemdarinn- ar én vandans, sem henni fylgir. Það hefir leitt hann í ógöngur. Hann getur engum nema sjálf- um sér um kennt, hvernig kom- ið er. ITann ætti að reyna að skilja sem fyrst, að hann getur aldrei vaxið af þessum málum. Hjúkrunarfélagið Líkn hefir um langt skeið starfrækt barna- verndarstöð í Reykjavík og gert með þvi ómetanlegt gagn, en því miður liefir stöðin aðeins náð íil ca. helmings af ungbörn- um í Reykjavík og úti á landi eru öll börn að mestu eða alveg eftirlitslaus. Hvað viðvíkur ungharna- vernd munu hinar Norðurlanda- þjóðirnar vera langt á undan okkur, og þá sérstaklega Dan- mörk. Þangað til árið 1935 var fyrirkomulag jiessara mála þar í landi með líku sniði og hjá okkur. í Kaupmannahöfn og flesíum stærri bæjum voru stöðvar, sem veittu ókeypis ráð- leggingar og fylgdust með börn- unum fyrsta árið. Þessi starf- semi var öll á vegum líknarfé- laga og safnaða og algerlega ó- skipulögð. En árið 1935 tókst að vekja áhuga Rockefellerstofn- unarinnar fyrir starfsemi þess- ari og veitti liún styrk til að skipuleggja málið og koma því í það horf, sem nú er. Vér viljum nú leyfa oss að lýsa starfsemi jiessari í aðalat- riðum (Kaupmannahafnarstöð- inni). Takmark stöðvanna er að fylgjast með heilsu, þroska og aðbúnaði hama á fyrsta ári, léggja ráð á um fæði og með- ferð harnanna og sjá um, að þau komizt undir læknishendi. ef eittlivað er að. Starfseminni stjórnar yfir- læknir, sem ekki fæst við annað, enda er þctta ærið starf. Borg- inni er nú skift niður í umdæmi með einni barnaverndarstöð og hefir hver stöð á að skipa tveimur til fjórum hjúkrunar- konum sem sérstaklega hafa bú- ið sig undir þetta starf, og Iækni, sérfróðum í barnasjúkdómum. Algengast mun það vera, að hver læknir hafi 2—3 stöðvar og er hann þá til viðtals einu sinni í viku á liverjum stað. Þegar harn fæðist, er stöðinni strax tilkynnt það, og kemur þá lijúkrunarkona á heimilið, þeg- ar barnið er 10 daga gamalt og hýður aðstoð sína, sem í ca. 99% er þegin með þökkum. Hjúkrunarkonan vigtar barnið, gefur ráð um almenna meðferð og reynir að kippa því í lag, sem ábótavant þykir, segir til um mataræði barns og móður og meðhöndlar ef til vill naflakvið- slit og annað smávegis. Fyrstu 3 mánuðina kemur hjúkrunarkonan á heimilið á 10 daga fresti, næstu 3 mánuði á 14 daga fresti og úr því einu sinni á þriggja vikna fresti til eins árs aldurs. Þegar barnið er þriggja mán- aða, kemur það í fyrsta sinn á stöðina og er þá skoðað af lækni. Sé nú eitthvað að barninu, fær það tilvísun til sjúkrasamlags- læknis síns eða á barnapoli- klinik. Stöðin ráðleggur aldrei meðöl eða aðgerðir, heldur fæst eingöngu við eftirlit og almenna meðferð. Ástæðan til þess, að stöðin vill ekki fara út á þá braut, að verða poliklinikstarf- semi er sú, áð hún vill vinna í góðu samkomulagi við lækna borgarinnar, en ekld vera keppi- nautur þeirra, enda hefir það tekist prýðilega. Sé ekkert að athuga við barnið, er það látið koma á þriggja mánaða fresti, alls 4 sinnum. Stöðvarnar eru nú búnar að starfa nægilega lengi, til þess að hægt sé að dæma um gagnsemi þeirra, og ekki er hægt að segja annað en að árangur af starf- semi þeirra hafi orðið stórfeng- legur. Sjúkdómar, eins og bein- kröm, krampar, niðurgangur o. fl„ sem fyrir 10 árum voru mjög algengir og urðu fjölda barna að fjörtjóni, eru nú orðnir svo sjaldgæfir, að yngri læknar þekkja þá varla. Sílspikuðu börnin, sem áður voru móðins, og voru stolt móðurinnar, eru n ú gersamlega horfin og með þeim hin síkvefaða kynslóð, sem lifði á hóstasaft og öðru á- líka kjárngóðu meðalagutli. Klæðnaður barna hefir og batn- að stórlega, blúndur og þess- konar glingur er að mestu horf- ið, en einföld og þægileg föt komin í staðinn. Einnig er sjaldgæft að sjá börn í 10—12 skyrtum og peysum, eins og áð- ur var tiltölulega algengt. Síðast en ekki sízt má þakka hinn góða árangur og bætt heilsufar útiveru barnanna, en einmitt útiveru og almenna herðingu barnanna liefir stöðin lagt sérstakla áherzlu á frá byrjun. Af heilbrigðisskýrslum má sjá, að hér í Reykjavík fæðast um 800 börn árlega, svo að ef eftirlitið væri svipað hér og í Kau])mannahöfn, yrðu vitjanir hjúkrunarkvenna ca. 20.000 og heimsóknir að stöðinni ca. 3.200. Af skýrslu heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur 1938 sést hinsveg- ar, að hjúkrunarkorian fór í 3,191 vitjun, en stöðin fékk 2,492 heimsóknir. Þar af voru 406 nýjar heimsóknir. Mun því láta nærri að annaðhvert barn komi á stöðina, og er það strax spor í rétta átt. Hins vegar vant- ar mikið á, að eftirlit það, sem lijúkrunarkonur þurfa að fram- kvæma og er tvímælalaust þýð- ingarmest atriði allrar starf- seminnar, sé viðunandi. Við íslendingar liöfum síðari árin getað hælt okkur af því að hafa haft lægri dánartölu barna á fyrsta ári en nokkur önnur þjóð í heimi. Þessum öndvegis- sessi megum við ekki tapa, held- ur koma dánartölunni enn lengra niður, og það er vel hægt. Það er samt ekki nóg að hafa Íága dánartölu. Börnin verða líka að vera hraust. Það er allt- of algengt að sjá eftirstöðvar beinkramar og annara ung- barnasjúkdóma hjá stálpuðum börnum og fullorðnu fólki — sjúkdóma, sem aðeins stafa af vanþekkingu og skorti. Til að tryggja hinni uppvax- andi íslenzku kynslóð svipaða aðstöðu og þroskamöguleika og aðrar þjóðir hafa, teljum vér nauðsynlegt að koma á svipaðri starfsemi og í Kaupmannahöfn hér á landi. Sjálfsagt væri að ÞEM ER KALT. Nú er þingið í ógöngum alt, nú er íslenzka sjálfstæðið valt, nú er Alþýðu-fornbýlið falt, nú er Framsóknarliðinu kalt.. byrja hér í Reykjavík, en skipu- leggja síðan starfsemina út um land í samræmi við þá reynslu, sem fengist af Reykjavíkur- stöðinni, en auðvitað yrði að taka tillit til hinna mismunandi staðhátta. Sú leið, sem sjálfsögð er og í alla staði eðlilegust, er að efla Ungbarnavernd Liknar. Fyrst og fremst þarf bætt húsakynni, yrði ákjósanlegast að hafa tvær stöðvar, aðra fyrir; mið- og vest- urbæinn, en hina fyrir austur- bæinn. Annars verður erfitt að fá mæður til að mæta á stöðv- unum. Viðunandi eða jafnvel ágætt húsnæði ætti að vera auð- velt að fá í skólum eða sam- komuhúsum, sem ekki eru not- uð á þeim tíma, sem stöðin yrði opin. Háskólabóksafnið fær bókagjöf frá Svíþjóð. í gærkveldi barst Vísi sVo- hljóðandi skeyti frá Bjarna Guðmundssyni. Myndarleg hókagjöf er vænt- anleg frá Svíþjóð handa Há- skólabókasafninu í Reykjavík, eftir því sem blaðafulltrúi sænsku sendisveitarinnar í London, Hammarling að nafni, hefir skýrt frá. Hammarling gerði fyrirspurn um það í Stokkliólmi, sam- kvæmt tilmælum íslendinga í London, hvort mögulegt væri að senda norrænar bækur frá Svíþjóð til íslands, sökum, skorts á slíkum bókum, síðan sam- göngur tepptust. Þetta mál er nú til athugunar, en til bráðabirgða hefir ofan- greint svar borizt frá Stokk- hólmi. ♦ Að lokum biður Bjarni þess getið, að íslenzka útvarpið frá London verði framvegis kl. 16.30, í stað 15.30. 2ja barna móðir legst út með hermanni. 1 fyrrakvöld kom maður inn á lögreglustöðina og óskaði þess, að lögreglan leitaði að konu lians, sem hafði ekki komið heim til sín í sólarhring. Manninn grunaði, að konan mundi dvelja með enskum her- manni í skúr, sem Fákur á á Skeiðvellinum við Elliðaár. Lög- reglan fór eftir tilvísun manns- ins, fann konuna með hermann- inum og flutti liana á lögreglu- stöðina, þar sem, liún var afhent eiginmanninum. Kona þessi er tveggja barna móðir. Er þetta enn eitt dærrii þess, hve nauðsynlegt það er, að grípa til róttækra ráðstafana í þessum efnum. Sumarleyfi verka manna. Verkamannafélagið Dagsbrún hefir ekki sagt upp samningum við Vinnuveitendafélagið, held- ur gert við það viðaukasamning, þar sem verkamenn fá rétt til sumarleyfis með fullu dag- vinnukaupi. Aðeins Reykjavík- urbær hafði áður gert samskon- ar samning við Dagsbrún. Auk Vihnuveitendafélagsins hefir einnig brezka setuliðið hér geng- ið að Viðbótarsamningnum. — Hann er svohljóðandi: „Vinnuveitendafélag íslands og Verkamannafélagið Dags- ; hrún hafa í framhaldi samnings j félaganna, dags. 9. jan. 1941, komið sér saman um svofelld- an viðauka við téðan samning: Verlcamenn eiga rétt á að fá sumarfrí með fullu idagvinnu- kaupi frá vinnuveitendum og fer fjöldi frídaga eftir þvi, hversu nrikið verkamaðurinn hefir unnið lijá vinnuveitanda, talið frá 1. desember næstkom- andi. Fjöldi frídaga skal ákveðinn þannig: Þegar vinnuveitendur greiða vikukaup verkamanna, skulu þeir láta hvern verkamann, sem, síðastliðna viku hefir unnið hjá sama vinnuveitanda minnst 31 — þrjátíu og einn —- dagvinnu- tima fá skírteini fyrir því, að verkamaðurinn hafi unnið eina viku til grundvallar útreikningi sumarfrís á næsta tímabili sum- arfría. Gegn afliendingu slíkra skír- leina skal vinnuveitandi greiða verkamanni suniarfrískaup, sem sé fullt idagvinnukaup á þeim tíma, sem frí er tekið, fyrir dagatölu þá er hér skal greina: Sldrteini fyrir minnst: 8 vikur allt að 15 vikur 2 fríd. 16 —----25 — 3 — 26 —---- 35 — 4 — 36 • —----45 — 5 — 46 — — — 52 — 6 — Að sjálfsögðu hefir verka- maður ekki rétt til þess að fá sumarfrí gagnvart sömu vinnu- viku nema hjá einum vinnuveit- anda. Verkamanni er óheimilt að vinna hjá öðrum í sumarleyfinu. Sé brotið gegn þessu, hefir verkamaðm- fyrirgjört rétti til sumarfrís í tvö, ár þar eftir, þó samningur verði um, sumarfrí, milli félaganna sem að samn- ingi þessum standa. Sumarfrí verkamanna telst byrja næsta virkan dag eftir að vinnuveitandi hefir greitt hon- um sumarfrískaupið. Sumarfrí skulu tekin á tíma- bilinu 1. júní til 31. ágúst ár livert eftir samkomulagi vinnu- veitanda og verkamanns.“ Nokkurir áhugasamir menn óskast til að safna áskrifend- um að stóru ritverki, sem er að koma út. JÓN DtJASON, Þingholtsstræti 28. Simi: 3081. heldur Kvistniuo fyrir meðlimi sína í dagheim- ilinu í kvöld kl. 9, til að fagna vetri. Til skemmtunar: 1. Árni Jónsson alþm: Sjálfvalið efni. 2. Lárus Ingólfsson: Sprenghlægilegar gaman- vísur. 3. Þorsteinn Hannesson frá Siglufirði: Einsöngur með undirleik Hafliða Jóns- sonar. 4. Dans. (Gömlu dansamir). Skemmtinefndin. Dugleg og ábyggileg stúlka óskast við afgreiðslu á veit- ingastofu. Uppl. á Vesturgötu 12, frá 6—8.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.