Vísir - 02.12.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 02.12.1941, Blaðsíða 2
V I S IR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 660 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasaja 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Uggurínn í okkur. ullveldis Islands hefir verið minnst á venjulegan hátt. Sanikoniur hafa verið haldnar, hæði hér í höfuðstaðnum og út um allt land. Ættjarðarsöngvar hafa verið sungnir og ræðumenn hafa ausið af andagift sinni. Það er liolt og nauðsynlegt, að koma saman og „treysta vor heit“. Þrátt fyrir eindæma efnalega velgengni er uggur í öllum liugs- andi mönnum. Þótt við virð- umst standa fjárhagslega föst- um fótum í bili, fer því fjarri að við séum öruggir um okkur. Það er sennilega óhætt að full- yrða, að meiri eða minni kvíði hafi komið fram í ræðum flestra þeirra manna, sem töluðu til landsfólksins í gær. Allir munu hafa minnst á þær liættur, sem þjóðinni stöfuðu af návist tveggja erlendra herja hér á landi. Þó munu flestir viður- kenna, að við húum við ólíkt mildari kjör, en þær þjóðir aðr- ar, sem við þekkjum til og her- numdar eru um þessar mundir. Það, að við fáum að „eiga“ þenn- an dag einir, er sönnun þess, að við njótum frjálsræðis, sem ó- þekkt er, þar sem þjóðir eru hernumdar. Það er engin tilraun gerð til þess að koma í veg fyrir, að við liöldum á lofti þeim þjóð- legu minningum, sem okkur eru kærar. Það er þvert á móti reynt að haga svo til, að við þurfum ekki, þennan merkisdag ársins, að vera, nema sem minnst, varir við hinar hreyttu aðstæður. Við verðum að treysta því, að þær þjóðir, sem hér hafast við, efni þau endurteknu loforð, að hverfa héðan með herafla sína að ófriðnum loknum. Ef við vantreystum þessum þjóðum í því efni, erum við jafnframt að væna þær um sviksamlega und- irferli og glæpsamleg áform. Báðar þessar þjóðir telja sig vera að berjast fyrir réttindum og frelsi smáþjóðanna. Fyrsta landið, sem forsætisráðherra Breta kemur til, eftir að hann hefir gert „sáttmálann á Atlants- hafinu“ við Bandarikjaforseta, er ísland. Eftir þær yfirlýsing- ar, sem þá voru gefnar, væri það ljótur glæpur, að bregðast þess- ari umkomulausu smáþjóð. Við höfum þraukað hér við óblíða náttúru rúm þúsund ár. I aug- um flestra annara þjóða hefir þetta land verið „útsker eitt“. Það er óvíst hvort nokkur hvít- ur kynstofn hefir lifað af meiri hörmungar en íslendingar. Síð- ustu mannsaldrana höfum við fyrst fundið lyklana að auðlind- um landsins. Við höfum verið að rétta okkur úr kútnum. Þá ætti að taka af okkur landið til hern- aðarafnota annara þjóða! Ef það yrði, væri drýgður glæpur, — tvöfaldur glæpur, ef öndvegis- þjóðir lýðræðisins í heiminum gerðu sig sekar í lionum. Þess- vegna eigum við ekki að ætla þeim slíkt. Ef við trúum þvi fastlega, að návist þessara stórþjóða verði aðeins meðan á ófriðnum stend- ur, ættum við þvi ekki að þurfa að örvænta um framtíð íslenzks þjóðernis. Hingað kem- ur fólk af þriðju kynslóðinni i Vesturheimi og talar íslenzku fullum fetum. Ef íslendingar geta haldið þjóðerni sínu inn- an um hundrað milljónir i ann- ari heimsálfu kynslóð fram af kynslóð, ætti þjóðernið ekki að vera í voða, j>ótt við búum fáein ár í sambýli við erlenda heri, sem aldrei yrðu meira en lítið brot úr einni milljón. Uggurinn, sem i olckur er, stafar ekki að litlu leyti af því óskajilega raski, sem orðið hefir innan þjóðfélagsins síðustu misserin. Gullvíman hefir feng- ið á fólkið. Fleiri menn liafa meira fyrir sig að leggja nú en nokkru sinni fyr í sögu landsins. En það er eins og fáum sé nóg að hafa • „nóg“. Flestir vilja meira, meira. Og svo er sundrungin ef til vill meiri en okkru sinni fyr. Það er þetta tvennt: gullæðið og sundrungin, sem gerir hugsandi mönnum þungt fyrir brjósti, engu síður en návist hinna er- lendu þjóða. Og það er koininn tími til þess, að við förum að átta okkur. Við megum ekki sætta okkur við það, að „eftir okkur komi syndaflóðið“. Við eigum að búast þeim vörnum, að syndaflóðið komi ekki. a Slökkviliðið kvatt á 5 staði. Veitingastofan Central brennur. Eldur kom upp í veitingastof- unni Central í fyrrinótt kl. 1.30. Varð lögreglan eldsins vör og leitaðist þegar við að slökkva hann, en við það starf brennd- ust þrír lögregluþjónar all-illa. Voru það þeir Haraldur Jens- son, sem brendist á andliti og höndum, Sigurður Á. Magnús- son og Ágúst Guðbjörnsson, sem báðir brendust á höndum. Eldur hefir komið upp i veit- ingastofu þessari þrisvar áður og hefir orsökin verið talin sú, að of sterkur rafmagnsstraum- ur liefir verið á steikarpottum, sem þarna eru. Ekki alls fyrir löngu var straumurinn lækkað- ur, þannig að ekki hefir komið að sök fyr en nú, og eru upptök eldsins talin þau, að gleymst liafi að slökkva á ofangreindum tækjum, sem hafi ofhitnað og eldurinn komið upp í feiti, sem í pottunum var. Eldurinn var það mikill, að allt innbú veitingastofunnar brann eða eyðilagðist, en slökkviliðinu tókst þó að kæfa eldinn mjög bráðlega. Annars var slökkviliðið kvatt fimm sinnum út frá laugar- dagskveldi til sunnudagskvelds. Hafði eldur kviknað í rusli við miðstöð í tveimur eða þremur tilfellum. Ætti fólkað gæta þess vel að þrífa sómasamlega til í miðstöðvarherbergjum sínum, þannig, að ekki þurfi að ómaka slökkviliðið/ vegna íkveikju, sem stafar af beinum trassa- skap og óþrifnaði. I livert skipti sem slökkviliðið er lcvatt til starfa kostar það bæjarsjóð á 5. hundrað lcrónur, þannig að hér er um dýrt gaman að ræða. ÍSOOOOOSSOOOOÍÍCOÖtSCÍÍOÍSÍiCGOOÍlCOÍiaOíSOOÖOCOOÖÍÍOOtSOOOOOODOtX g $ J; A aldarf jórðungsafmæli Karlakúrsins „Fóstbræðra“ g ó vil ég hérmeð, fyrir félagsins hönd, flytja öllum þeim, q 5 nær og fjær, sem með blómasendingum, gjöfum og o marguíslegum öðrum vináttumerkjum hafa heiðrað kór- g inn og söngstjóra hans, Jón Halldórsson, alúðar þakkir « fyvh' alla þá virðingu og sæmd, sem honum hefir verið í? sýnd í tilefni af afmælinu. « j; Björn E. Arnason, § p.t. formaður „Fóstbræðra“. xsooQöoocöíítsöíSööaöaísoöíSíXSísööOööOööíSöOíSíiööooöQíseööooöOG Húsmædrafélag Reykjavlkur, Aðalfundur verður i Kaupþingssalnum annað kvöld (3. des.) ld. 8%. — Lyftan í gangi. STJÓRNIN. Bæjar fréftír Stúlkur Tilkynning frá brezka setuliðinu. Næturakstur fer fram þ. 2. des. milli kl. 18.00 og 20.30 á veginum að Geithálsi og Hafravatni. Eki'S ver'Öur án ljósa. , Vantar 2 eða 3 stúlkur strax. Til viðtals í dag. — TOLEDO. Ungbarnavernd Liknar opin mánud., jniSjud,. fimmtud. og föstud. kl. 3.15—4 og í barna- skólanum á GrímsstaSaholti 1. og 3. hvern miðvikudag í mánuði, kl. 3—4. RáÖleggingarstöð fyrir barns- hafandi konur opin 2. og 4. hvern miðvikduag í mánuði kl. 3.30—4. Börn eru bólusett gegn barnaveiki á þriöjudögum kl. 6—7. Hringja verður fyrst i síma 5967. Húsmaeðrafélag Reykjavíkur heldur aÖalfund sinn annað kvöld kl, 8y2 1 Kaupþingssalnum. Matsveinn vanur og góður óskast um borð í Isbjörninn. — Uppl. um borð í dag lijá skipstjór- anum ld. 4—7 — við Sprengisand. Næturlæknir. María Hallgrímsdóttir, Grundar- stíg 17, sími 1384. Næturvörður í Ingólfs apóteki og Laugavegs apó- teki. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Hljómplötur: Lög úr óperum og tónmyndum. 20.00 Frétt- ir. 20.30 Erindi: Molar úr jarð- fræði, II (Jóhannes Áskelsson jarð- fr.). 20.55 Tónleikar Tónlistarskól- ans. 21.25 Hljómplötur: „Don Quixote", tónverk eftir Richard Strauss. 22.00 Fréttir. Það er létt og fljótlegt að gera skófatnaðinn spegil- gljáandi með skóáburðinum í þessum umbúðum. Biðjið ávallt um Fjallkonu- skóáburð frá H.f. Efnagerð Reykjavíkur. Stúlka óskast í vefnaðarvöruverzl- un strax. Tilboð, með mynd sendist afgr. blaðsins fyrir næstk. föstudag, rnerkt: „Strax“. Siikisokkar MORLEY beztir ULLARPEYSUR, drengja. ULLARTREFLAR, herra. SKJALATÖSKUR. HITAPOKAR, nýkomnir. GÚMMÍSKÓGERÐIN. Laugav. 68. Sími 5113. •ss. fit<i 111 Skilllellliiir lileður íil Vestmannaeyja á morgun. Vörumóttaka fyrir hádegi. 35 ára hjúskaparafmæli áttu í gær, 1. des., hjónin Bjamhild- ur Halldórsdóttir og Árni V. Magnússon skipasmiður, Keflavík. Flettið upp á fæðingardegi yðar í Stjörnuspánni Þá getið þér séð, hvemig þér eruð innrættur! Fæst hjá bóksölum! Tvöfaldir klæðaskápar til sölu á Hverfisgötu 65, bak- hús. — Sumarfrí verkamanna. Félagsmenn geta fengið á skrifstofu vorri, Vonarstræti 10 (Oddfellowhúsinu) uppi, eyðublöð undir kvittanir handa verkamönnum, vegna væntanlegra sumarfría þeirra, samkvæmt samningi vorum við Verkamannafélagið Dagsbrún, dags. 30. okt. síðastl. * Reykjavík, 2. desember 1941. VINNUVEITENDAFÉLAG ÍSLANDS- Eggert Claessen. Atig'SýsIns' iiin hámarksvcrð á nýjnni fi§kt 1 Reykjavík ogr flafnarfirði. Samkvæmt heimikl í lögum nr. 118, 2. júlí 1940 hefir verð- lagsnefnd ákveðið hámarksverð á nýjum fiski i Reykjavík og Hafnarfirði eins og hér segir: Þorskur, nýr, slægður, með haus.................. kr. 0.55 kg; Ýsa, ný, slægð, með liaus........................ — 0.60 — Sé nefndur fiskur hausaður eða þverskorinn í stylcki má verð- ið á hverri tegund fyrir sig, þorski og ýsu, vera kr. 0.15 liærra pr. kg., en að ofan greinir. Sé ofangreindur fiskur flakaður, má verðið vera sém hér greinir: 1. Flök með roði og þunnildum ............... kr. 1.20 kg. 2. Flök með roði, en þunnildi afhöggvin....... — 1-55 — 3. Flök, roðflett og þunnildi afhöggvin....... — 1.65 — Sé umræddur fiskur frystur sem varaforði, má útsöluverðið verða kr. 0.35 hærra pr. kg. en að ofan greinir og gildh’ þetta jafnt fyrir slægðan fislc með haus, hausaðan fisk og flakaðan. Koli, nýr ................................. kr. 2.00 kg. Ofangreint verð er miðað við það, að kaupandi sæki fiskinn lil fisksala, en sé fiskurinn sendur heim til kaupandans, má fisksalinn taka kr. 0.10 aukalega pr. kg. fyrir heimsendinguna. Þetta birtist hér með þeim, er hlut eiga að máli. VIÐSKIPTAMÁLARÁÐÚNEYTIÐ, 29. nóv. 1941- ' ^ - - Verk H. K. Laxne§§ eru nú öll á þrotum. Enn fást nokkur eintök af „Ljósvíkingnum“, 4 bindi í Rexin-skinni og „luxus“ djúpfalsskinni. Einnig siárfá eintök af „Sölku-völku“ — bundm í skinnband. Nokkur eintök fást af „Gerska æfin- týrinu“, „Börn náttúrunnar“ og „Dagleið á fjöllum“. — Aðrar bækur Iiiljans eru uppseldar og viljum við kaupa þær háu verði. — Víkingsprent GarSastræti 17. — Sími 2864 V I \ H IC LOBSIMS Þar segir frá litlum snáða fyrstu 10 ár æfinnar. Hann er fædd- ur í sveit og elzt upp með vinum vorsins. Þetta er góð bók og vel skrifuð. Öll börn hafa gagn og gaman af að lesa bókina. Sendið kunningjum ykkar út um sveitir bókina í jólagjöf. BÓKAVERZLUN ISAFOLDARPRENTSMIÐJU. Þið þekkið öll kvæðið um hann Gutta: Andlitið er á þehn stutta oft sem rennblautt moldarflag. Mædd er orðin mamma hans Gutta, mælir oft á dag: Hvað varst þú að gera, Gutti minn? Geturðu aldrei skammast þin að koma svona inn? Réttast væri að flengja ræfilinn. Nú er komin út ný bók eftir sama höf- und (Stefián Jónsson kennara), sem heitir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.