Vísir - 04.12.1941, Blaðsíða 2
V I S I R
VÍSIR
DÁGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 1 6 6 0- (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Hannes Hafstein.
ollt er að minnast þeirra
nxaima, er mestan skerf
hafa lagt til framfara hér í landi
og liæst hafa gnæft í þjóðlífinu
á þrautaárum og mörg góð mál-
efni leilt franx til sigurs. Þótt
þá geymi nú gröf, megnar tunga
þeirra enn að tala til þessarar
þjóðar og er þeim mun áhrifá-
rikari, sem fámenniskryturinn
nær ekki til þeirra lengur, og
njóta þeir því sannmælis og ó-
skerts hljóðs nútíðarmanna.
Einn þessai*a föllnu foringja
er Hannes Hafstein, fyrsti ráð-
lierra íslands, er hér heima sat.
Eru i dag liðin 80 ár frá fæð-
ingu hans.
Hannes Hafstein var einn
þeirra manna, sem flest gott var
af guði gefið. Hann var hinn
glæsilegasti maður að vallarsýn
og atgervismaður til allra hluta.
Var hann svo vel iþróttum bú-
inn, að orð var á gert af sam-
tíð hans, enda sýndi hann það
í mörgum mannraunum. Um
andlegt atgervi skaraði hann og
langt fram úr öllum öðnim,
bæði sem raunsær og djúpliygg-
inn stjórnmálamaður og sem
draumlynt, en þó hugdjarft
skáld, sem kvað þrótt í þjóð
shia og markaði spor sín ekki
aðeins í nútíð sina, heldur skef-
ur ekki í þau um ófyrirsjáan-
lega framtið. Hannes Hafstein
var af guðs náð foringi íslend-
inga, — hann var til þess kjör-
inn vegna andlegs atgervis, en
ekki vegna veraldarvafsturs,
sem skapað lxafði honum sterka
aðstöðu á’ stjórnmálasviðinu.
Sem stjórnmálaforingi hafði
hann alla þá kosti til að bera,
sem forfeður þjóðarinnar kröfð-
ust af foringjum sinum, og þótt
hann efndi ekki til friðar, efndi
hann til árs fyrir alda og ó-
horna, og má nútiðin því þakka
honum öðrum fremur gengi
sitt.
Hér skulu ekki rakin þau urn-
hótastprf, sem Hannes Hafstein
hratt í framlcvæmd eða hvatti
til, ineðan að hans naut við í
stjórnmálabaráttunni. Yrði það
of langt mál, enda engu gerð
skil, sem skyldi, í svo stuttri
blaðagrein, sem rúm blaðsins
leyfir. En þess her að geta, að
Hannes Hafstein rauf eirmngr-
un þá, sem þjóðin átti við að
búa. Hann myndaði „meginþráð ■
yYir höfin bráðu“, — hratt síma-
málinu í framkvæmd og skóp
þannig skilyrði til örara athafna-
lífs og framkvæmda. Með ljóð-
um sínum, orðsins list og rituðu
máli, átti hann einnig ríkan þátt
i því að þjóðin rauf hinn kín-
verska múr andlegrar einangr-
unar, sem liún hafði búið inn-
an, hvarf frá forneskjunni og
framkvæmdaleysinu, en gerðist
nútimaþjóð í hugsun og starfi.
Hannes Hafstein átti rík tök
í hug landsmanna meðan hans
naut við. Mun enginn foringi
hafa verið ástsælli, þótt and-
stæðinga ætti hann marga og
harða. Þjóðin dáðist að honum
sem skáldi og manni. Æskan leit
á hann sem foringja sinn og ljóð
hans lifðu á hvers manns vör-
um. Þau hleyptu ólgu i blóðið
og þrótti í þjóðina, og gera það
enn í dag, hvar sem um landið
er farið. Allir vildu og vilja vera
„vormenn Islands", en þótt
margir væru áður veikir i trú
á framtíð jxjóðarinnar, el'ast cng-
inn heilbrigður maður nú um
getu Iiennar til þess að lifa
menningarlífi, varðveita þjóð-
erni sitt og frelsi, meðan sá rétt-
ur menningarþjóða er viður-
kenndur, að jxær nxegi frelsis
njóta.
Það var trúin á jxjóðina, sem
gerði Hannes Hafstein að einu
höfuðskáldi hennar og leiðloga,
og Iionum varð að trú sinni.
Ekki er það að efa, að jxær
óskir hefir Hannes Hafstein al-
ið heitastar í hrjósti, að svo ör-
ar mætti framfarir þjóðarinnar
verða, að afrek þau, sem hann
stuðlaði að, væru aðeins upphaf
jxess, sem verða vildi. Hitt er
víst, að Jxótt Jxær óskir uppfyll-
ist og jxað fyrnist yfir jxær fram-
kvæmdir, sem fyrstar voru unn-
ar, fyrnast Ijóð lians ekki, en
lifa með þjóðinni, og gera liann
ástsælli en nokkurn stjórnmála-
mann, sem ísland hefir alið, frá
Jxvi er Jón Sigurðsson leið. Ljóð
hans sýna trú Iians og skapa
mönnum trú á jxjóðina. Þau
verða öllum hvatning til þess að
vinna vel, er vandræði bera að
h.öndum og hlása almenningi í
hrjóst jxann heilaga anda, sem
einn getur verndað allt, sem ís-
lenzkt er, hvað sem að Iiöndum
ber. Því minnast Islendingar
Hannesar Hafsteins í dag og
blessa minningu hans, sem ein-
hvers hezta sonar, sem Island
hefir alið.
Varðarfund-
ur annað
kvöld á
Hótel Island.
St j órnmálaviðhorfi ð
rætt.
Fremur hefir verið dauft yfir
félagsstarfi Sjálfstæðisflokksins
hér í bænum hin síðustu miss-
eri og her margt til. Útifundir
Iiafa fallið niður að sumrinu,
vegna Jxess, að ekki hefir vei-ið
hægt að fá nægilegan farkost til
jxess að komast á fundarstað. En
Jxað sem stendur félagsstai’finu
einkum fyrir Jxrifum er kostur
á húsnæði. Er flokknum Jxað
höfuðnauðsyn, að ekki þurfi að
dragast lengi, að flokkshúsið
komizt upp.
Það Jxarf eklci að orðlengja
hvílikur hagi flokknum er að
því, að eiga ekki kost á húsi til
fundahalda. Hefir Jxetta lengi
háð flokksstarfseminni, þótt
vitaskuld hafi aldrei sorfið svo
að sem nú, eftir að Varðarhúsið
var selt. En eins og allir vita,
er sá hörgull á húsnæði til sam-
komuhalds hér í bænum, að
[ínestu vandræði eru að.
Varðarfélagið hefir verið í
mestum vandræðum allra
flokksfélaga Sjálfstæðisflokks-
ins, eins og' eðlilegt er, af því
að Jxað er stærst alh’a félaganna.
Nú hefir loks tekizt að fá Hótel
ísland á leigu og verður fyrsti.
fundur félagsins á þessuni vetri
haldinn Jxar annað kvöld klukk-
an 9.
Frummælandi verður próf.
Magnús Jónsson, en auk Jxess
munu mæta þarna ýmsir af foi’-
ystumönnum flokksins og taka
til máls.
Það þarf varla að brýna sjálf-
stæðismenn á þvi, að mæta á
fundi þessum. Þeir atburðir
hafa nýlega gerzt í íslenzkum
stjómmálum, að róti hafa kom-
ið á hugina. Mun verða talað
um stjórnmálaviðhorfið á þess-
um fundi á morgun og þarf
ekki að efa, að húsfyllir verð-
■»í starfandi veiting;a-
lnís í bænnm með4SO
starfsmön riiibii
Úr skýrslu hagfræðings bæjarins.
Fyrir bæjarráði hefir legið skýrzla frá hagfræðingi bæjarins,
dr. Birni Björnssyni um veitingahús í bænum, stærð
þeirra og starfsmannafjölda o. s. frv. Hefir tíðindamaður Vísis
snúið sér til dr. Björns og beðið hann að skýra blaðinu frá
helztu atriðum í skýrslunni. .
Starfandi veitingahús eru nú
alls 57 að tölu og af Jxeim voru
2(5 tekin til starfa fyrir árslok
1939. Eru þar í talin öll gisti-
hús, veitingastaðir með matsölu
og veitingastaðir án xnatsölu. Á
síðastliðnu ári tóku 11 nýir veit-
ingastaðir til starfa og 20 á Jxessu
Bæjar
fréttír
I.O.O.F. 5 = 1231248V2 =
E.T I 9 III
ari.
Tala starfsfólks er alls um
430 og eru þar af 340 konur.
Eigendur veitingahúsanna eru
venjulega ekki meðtaldir, enda
vinna fæstir Jxeirra að staðaldri
við veitingar, einkum liinria
smáu veitingastaða , sem tekið
hafa til starfa síðan í árslok
1939.
Gólfrými allra veitingastað-
anna, sem starfsræktir eru, er
samtals 3200 fermetrar. Veit-
ingaherhergin eru 90 að tölu og
taka samtals 3600 manns i sæti.
Gistiliúsin voru öll tekin til
starfa fyrir árslok 1939 og Jxau
eru 6. Þá eru 16 veitingastaðir
með matsölu og af Jxeim voru
7 starfandi í árslok 1939. Hjá
veitingastöðum án matsölu hefir
„viðkoman“ oi’ðið mest. Af þeim
voru 13 fyrir í árslolc 1939, en 8
bættust við 1940 og 14 á þessn
ári.
Helmingur alls slarfsfólksins
hjá veitingastöðum með mat-
sölu hefir bætzt við eftir ára-
mótin 1939—40, en 60% lijá
veitingastöðum, sem enga mat-
sölu hafa.
Um 80% af starfsfólkinu er
kvenfólk, og af Jxví er næstum
einn þriðji, eða 31%, á aldrinum
16—20 ára, en 23% er á aldrin-
um 21—25 ára. Rúmur helming-
ur allra kvennanna (54%) er
Jxví á aldrinum 16—25 ára. Tæp-
ur fjórðungur — eða 79 — af
Jxessum konum fluttust til bæj-
arins árin 1940—41.
Tiltölulega flest er af ungum
stúlkum í veitingahúsum án
matsölu. Á aldrinum 16—2
ára eru 41 % kvennanna, en 22%
eru á aldrinum 21—25 ára.
Tið stax’fsmannaskipti eru nú
hjá veilingahúsunum, og virð-
ast allar líkur henda til, að aldur
starfsstúlknanna fari lækkandi,
enda er fjöldi kornungra stúlkna
fai’inn að vinna við þessi störf
og sérstaklega er íhugunarvert,
að fjöldi stúlknanna er nýflutt-
ur í bæinn og því hætt við að
Jxær sé á hrakólum með hús-
næði, vegna hins mikla húsnæð-
isskorts í hænum.
Yfirleitt hafa nýju veitinga-
staðirnir vei’ið stofnaðir vegna-
dvalar setuliðsins, og hinnar
miklu atvinnu, sem skapazt lief-
ir í bænum í sambandi við það.
Þau veitingahús, sem voru
starfandi í árslok 1939, fá mán-
aðarlega úthlutað skömmtunar-
vörum jafnmikið og Jxeir notuðu
mánaðarlega síðasta árið áður
en skömmtunin hófst. Við út-
hlutun til hinna nýju veitinga-
staða er farið eftir stærð hús-
næðis og fjölda stóla.
ur. En dagskrá fundarins verð-
ur nánar auglýst á morgun.
Eins og að vanda lætur eru
allir sjálfstæðismenn velkomn-
ir á Jxennan Varðarfund.
ólafur ólafsson
kristniboði sýnir kvikmyndina frá
Kína í húsi K.F.U.M. annað kvöld
kl. 8ýý A'ðgangur ókeypis.
Hjúskapur.
Nýlega hafa verið gefin sanian í
hjónaband:
Ungfrú Kristín Pálsdóttir og
Pétur Gíslason, til heimilis Braga-
götu 31. _ .
Ungfrú Guðlaug Pálsdóttir og
Björn Björnsson frá Múla, til
heimilis á Sóleyjargötu 15.
Ungfrú Þórunn Guðmundsdótt-
ir og Óskar Pálsson, til heimilis á
Sóleyjargötu 15.
Næturlæknir.
Halldór Stefánsson, Ránarg. 12,
sími 2234. Næturverðir i Ingólfs
apóteki og Laugavegs apóteki.
Iíennsla
í ítölsku og spænsku hefst aftur
i háskólanum á morgun.
Snæfellingafélagið
heldur skemmtifund í Oddfellow-
húsinu n.k. föstudag kl. 8ýá. —
Skemmtiatriði: Kviknxyndasýning
og dans.
Nýja Bíó
sýnir í fyrsta skipti í kvöld frá-
bæra anxeríska kvikmynd, 'er nefn-
ist „Hús örlaganna" (The Plouse
of the Seven Gables). Myndin er
gerð eftir skáldsögu ameríska
skáldsins Nathaniel Hawthorne —
(1804—64). Ritaði Hawthorne
einkum um Nýja-England- og sag-
an, sem nú hefir verið kvikmynd-
uð, gerist í fæðingarbæ hans, Sal-
em, Massachusetts-fylki. Er „The
House of the Seven Gables“ talin
önnur bezta saga Hawthornes. Þeir,
seni hafa kvartað undan lélegum
myndurn kvikmyndahúsanna, ætti
að fá kröfur sínar uppfylltar í
Jxessari mynd. — Aðalhlutvorkin
leika George Sanders, Nan Grey,
Vincent Price og Margaret Lind-
say.
Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins
efnir til hlutaveltu á sunnudaginn
kernur kl. 4. Vinna nú félagskonur
að undirbúningi hlutaveltunnar af
venjulegu kappi og ósérplægni. —
Margir góðir menn, einnig utan
Fríkirkjusafnaðarins, veita drengi-
legan stuðning, og hafa brugðizt vel
við málaleitunum um gjafir til hluta-
j veltunnar. Fríkirkjumenn í Reykja-
vík! Þið vitið, hve gott og mikið
starf Ivvenfélag Fríkirkjunnar hef-
ir unnið undanfarið til stuðnings
söfnuði sínurn og starfi hans. Legg-
ið nú fram ykkar skerf til Jxess að
hin milda fyrirhöfn félagskvenna
hafi senx mestan og beztan árangur.
Þið eruð ítóðfúslega beðnir að senda
gjafir ykkar í Verkamannaskýlið á
laugardagskvöld.
Safnaðarmaður.
Sundhöllin
verður aðeins opin til kl. 6.30 í
dag vegna sundmóts Ármanns í
kvöld.
Sjóorusta.
Það er óhætt að fullyrðá, að eitt
af því bezta, sem gefið hefir verið
út nú upp á síðkastið, til þess að
haía ofan af fyrir fólki í skamrn-
deginu, er .tveggja inanna dægra-
dvöl, sem nú er seld hjá bóksölum,
með þessu nafni. Þetta er hvort-
tveggja í senn, bráðskemmtilegur
leikur og hollur, bæði unglingum og
fullorðnum, Jxar eð talsverða um-
hugsun Jxarf, þegar leikið er. Það
er trúa vor, að einmitt Jxessi dægra-
dvöl verði eitt af Jxví sem stuðla
mun rnikið að Jxví, að halda ungling-
um heima við á kvöldin, en aldrei
mun ofmikið af þess háttar, sízt
nú á þessum „ástands“-tímum.
Einnig efast eg ekki urn það, að
„Sjóorusta" verður kærkomin setu-
liði Jxví, sem nú dvelst hér og hefir
of lítið af hollum skemmtunum til
þess að stytta sér stundir með. Út-
gefandinn á sannarlega Jxakkir skil-
ið. D.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30
Dönskukennsla, 2. fl. 19.00 Ensku-
kennsla, i.fl. 19.25 Hljómplötur:
Ensk sálmalög. 19.35 Lesin dagskrá
næstu viku. 20.00 Fréttir. 20.30
Attatiu ára minning Hannesar Haf-
steins: a) Kórsöngur: Vorvísur.
b) Hannes Hafstein og sanxtíð hans
(Vilhj. Þ. Gíslason). c) Söngur. d)
Minningar urn Hannes Hafstein
(Steingr. Jónsson Ixæjarfógeti —
....). e) Kvæði (ungfrú Anna
Þórarinsdóttir). f) Skáldið Hannes
Ilafstein (Guðm. Finnbogason
landsbókav.). g) Kvæði (Lárus
Pálsson leikari). h) Einsöngur
(Árni Jónsson frá Múla).
------—m -----------
Ritfregn.
STJÓRNMÁL. Ræður og
ritgerðir. .Útg. Heimdall-
ur, félag ungra sjálfstæð-
ismanna.
Hér birtast ýmsar ritgerðir
eftir helztu forystumenn Sjálf-
stæðisflokksins. Hafa greinar
Jxessar áður birzt, en einskis
misst, þótt árin hafi liðið.
Er Jxarna rakin stefna flokksins
í öllum helztu málum. Af gi’ein-
unum, eru þessar helztar: Ólaf-
ur Tliors: Fullveldi Islands, Jón
Þorláksson: Milli fátæktar og
hjargálna, Jóhann Hafstein:
Sjálfstæðisstefnan, Torfi Hjart-
arson: Mannréttindi og lýðræði,
Bjarni Benediktsson: Auðjöfn-
un eða auðsköpun, Magnús
Jónsson: Hvernig á að sætta
fjármagn og vinnu. Kenningin
um starfsmannahlutdeild, Thor
Thors: Vinnulöggjöf, Jóhann G.
Möller: Um socialisma (Skipl-
ing fi’amleiðslunnar),Árni Jóns-
son frá Múla: Viðskiptastefna
Sjálfstæðisflokksins og höfða-
tölureglan, Jón Pálmason frá
Akri: Samvinna og sjálfstæði,
Guðmundur Benediktsson:
Hvert skal stefna? Gjaldjxrot
Mond, Jxýdd af Knúti Arngríms-
syni, Einstaklingar og, hóp-
j menni, grein þýdd úr ensku,.
1 Socialisminn eftir Sir John.
Simon, Gunnar Thoroddsen;
Um ræðumennsku. Þá er að
lokum hirt grundvallarstefnu-
■ skrá Heimdallar og Stefnumál
! Sjálfstæðisflokksins við síðustu
| alþingskosningar 1937.
' Yfirlit Jxetta nægir eitt og út
af fvrir sig til að sýna og sanna
ágæti Jxókarinnar, og verðskulda
jafnvel einstakar ritgerðir, að
hún yrði keypt Jxeirra vegna ein-
göngu.
Allir Jxeir, sem áhuga hafa
fvrir stjórnmálum, ættu að eiga
Jxessa lxók og kynna sér hana veL
Það horgar sig, en jafnframt er
stuðlað að frekari starfsemi
Heimdallar til eflingar málum
Sjálfstæðisflokksins i landinu
og Jxá um leið hagsnmnamáluni:
Jxjóðarinnar allrar.
Notið merki R. K. í,
Fyrir jólin í fyrra tók Rauðí
Kross fslands upp þá nýlundu,
að selja merki, sem menn áttu
að líma á bréf og aðrar póst-
sendingar.
Að Jxessu sinni verða merkin
seld aftur og verða Jxau send
í allar verzlanir og skrifstofur
í dag, en síðan verða þau til
sölu á pósthúsinu og í bóka-
verzlunum.
Merkið er gyllt og rautt og i
Jxví miðju er krossinn, en utan
um liann í hring: „Caritas et
pax tecum“ (Kærleikur og frið-
ur sé með Jxér).
Menn ætti að styrkja mann-
úðarstarf Rauða Krossins með
Jxví að kaupa Jxessi merki og
líma þau á lxréf, kort, gjafir o.
socialismans eftir Sir Alfred þ. h.
K.F.U.K.
•»
Bazarinn opnaður
kl. 4, föstudaginn 5. des. í húsi félagsins við Amtmannsstíg.
Stúlkur og
unglingspiltar
óskast í iðnfyrirtæki. - Uppl. á afgreiðslu Vísis.
Mokkrir
)
kairliiiemi
um tvítugsaldur óskast. ------ Uppl. á afgreiðslu Vísis. —
Allt á sama stað.
Bifreiðastjórar, er ætla sér að kaupa sturtur (Hydraulic
Hoist) á vörubíla, tali við mig sem fyrst.
Egill Villijálmsson.
Sími 1716 — 1717.