Vísir - 18.12.1941, Side 3

Vísir - 18.12.1941, Side 3
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 660 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmi'ðjan h.f. Atvik og innræti. JP^F litlu skal marminn marka, segir máltækið, og við þykj- umst hafa nokkra reynslu fyrir því, að þetta sé ekki f jarri sarini. Það er nú einu sinni svona, að mat okkar á náunganum fer ekki einungis eftir hæfileikum hans og afrekum, heldur jafn- framt, og máske engu siður, eft- ir þvi, hvernig hann bregst við smáatvikum hins daglega lífs. Ef við viljum vita full deili á manni, spyrjum við ekki bara hvað hann sé. Við spyrjum líka hvernig hann sé. Við nánari kynningu leiða smáatvikin oft- ast í Ijós, hvernig maðurinn er, hvort hann er vingjamlegur, hjálpfús og greiðvikinn, eða hvort hann er/kaldlyndur, eig- ingjarn og meinfýsirin. Hlýtt handtak, vingjarnlegt augnaráð, örfandi bros, svona lítilvægir hlutir hafa stundum reynst svo mikilvægir, að þeir Iiafa valdið gæfumun i lífi þess, sem fyrir varð. Dlhryssingur og kerskni hafa margan lamað. Við verðum að sætta okkur við að dómur annara um, okkur fari eftir þeim eiginleikum, sem við sjálf- ir birtum í daglegri umgengni við náungann. Við íslendingar trúum þvi um okkur sjálfa, að við séum hjálp- fúsir, og flestum mönnum fljót- ari til að hlaupa undir bagga með þeim, sem bágt eiga. Við teljum þetta einn göfugasta þáttinn í fari okkar. Hér er á ári hverju safnað miklu fé til margvíslegrar góðgerðarstaif- semi og fáir eru svo lítilsigldir, að þeir telji eftir, þótt þeir láti eitthvað af hendi rakna í þessu skyni. Þessa dagana er verið að safna fé til Vetrarhjálparinnar. Ein- hverjum kynni að finnast, að ekki væri þörf á slíkri starfsemi á þessum miklu' uppgangs- og gróðatímum, þegar flestir hafa nóg að gera og fullar hendur fjár. Þeim til leiðbeiningai’, sem þannig kynnu að lita á málin, má upplýsa það, að Vetrarhjálp- inni hafa þegar borizt nokkur hundruð beiðnir. Og til frekari fullvissu um það, að hér sé ekki neinn óþarfi á ferð, má benda á, að aðeins sárfáir af þeim, sem til Velrarhjálparinnar hafa snú- ið sér, hafa nokkra atvinnu. Meginþorrinn er gamlir einstæð- ingar, sem ekkert hafa sér til framfæris nema lítilfjörlegan ellistyrk, og ekkjur með ung- börn. Hver þorir að kveða upp úr um það, að þetta fólk megi ekki gera sér dagamun um jólin? Öll dagblöð bæjarins liafa lagt Vetrarhjálpinni liðsyrði —* að undanteknum amtmanninum. Tíminn getur ekki á sér setið, að reyna að spilla fyrir þessari starfsemí. „Það getur verið rétt og skylt að safna til Vetrarhjálp- ar — að þýzkum sið,“ segir blað- ið. Þetta er allur sá „jákvæði“ stuðningur, sem Timinn veitir málefninu, og mun mörgum þykja liðsinnið við hóf. En svo sem til varnaðar því, að einhver glæptist á þessu tví- ræða liðsinni, rekur Timinn lmiflana í forstöðumann Vetr- arhjálparinnar. Stefán A. Páls- son liefir unnið það til saka, að dómi Tímans, að hann kaus ekki séra .íakob (bróður Eysteins) við prestskosningarnar í fyrra. Síðan bætti Stefán gráu ofan á svart með því að ganga í „frjáls- lynda söfnuðinn“. Þessu má ekki gleyma. Hitt mun Tíman- um þykja skifta rninna máli, þótt yfir fyrnist, að Hermann Jónasson lýsti því yfir, að hann teldi J>að vott um „aukinn trúar- áhuga“, ef J>eir, sem ekki sættu sig við skipunina í prestaem- bættin, stofnuðu fríkirkjusöfn- uð. Tíminn gefur í skyn, að ílokksmenn Stefáns liafi valið hann til forstöðu Vetrarhjálpar- innar í verðlaunaskyni fyrir af- stöðu haris til prestskosning- anna. Blaðið veit ofurvel, að Stefán hafði veitt Vetrarhjálp- inni forstöðu ár eftir ár áður en prestskosningarnar komu til skjalanna. Atti að spárka hon- um af J>ví að hann kaus ekki bróður Eysteins? Það er auðséð, hvað Tímanænn hefðu gert, ef J>eir hefðu ráðið. Þeir hefðu látið Stefán gjalda skoðana sinna — að J>ýzkum sið! Annars er óþarft að bera hönd fyrir höfuð Stefáni Pálssyni. Allir, sem til þekkja, vita það tvennt, að það er síður en svo, að hann hafi sótzt eftir þessu timafreka og erilssama auka- starfi, og að Vetrarhjálpinni hefir verið ]>að ómetanlegur styrkur, að fá jafn ötulan og vinsælan mann til forstöðu. Hnjóð Tímans gerir Stefáni ekkert til. Ef J>að hefir nokkur áhrif, væri ekki um annað að ræða en J>að, að einhverjir fleiri en nánustu aðstandendur Tím- ans væru svo innrættir, að þeir vildu láta J>að bitna á gömlum og lúnum einstæðingum og ekkjum, að forstöðumaður Vetrarhjálparinnar er ekki af Jieirra pólitíska sauðaliúsi. En sem betur fer er svo fátt slíkra pilta, að enginn ætti að J>urfa að verða af jólaglaðningu Jieirra hluta vegna. Það verður að játa, að ekki eru auðfundin orð til að lýsa Jæssari framkomu aðstandenda Timans. Þegar pólitískt ofstæki kemst á ]>að stig, að spillt er f>T- ir ]>ví, að umkomulausir ein- stæðingar, gamahnenni og ekkj- ur geti gert sér einlivern daga- mun á sjálfum jólunum, setur menn hljóða. Smámunirnir geta komið þeim illa, sem hag- kvæmt er að leyna innræti sinu. Hér hefir komizt upp um hugs- unarhátt, sem flesta hryllir við. Og ]>etta eru mennirnir, sem bjóðast til að bæta lífið í Reykja- vik. Ætli Jónas ]>ori á stað eftir allt saman? a Lágmark ökuhraða f bænum, Lögreglustjóri hefir gert til- lögu til bæjarráðs um að ákveða Iágmarksökuhraða bifreiða í bænum. Gerir lögreglustjóri það að tillögu sinni, að bifreiðar megi ekki aka hægai’a en með 20 km. hraða á klst., innan bæjarins, nema umferðin gefi tilefni til hægari hraða. Utan bæjarins, á veginum inn að Elliðaám, má ekki aka hægara en með 35 km. hraða, að tillögu lögi’eglustjói’a. Lögreglustjóri gerir Jæssar tillögur vegna þess, að umferð í bænum er svo mikil og göturnar svo mjóar, að ef bifreiðar aka mjög hægt getur þáð valdið nziklum töfum og truflunum. Þá hefir lögreglustjóri lagt til, að allt dúfnahald í bænum verði bannað. Bæjarráð hefir ekki tekið ákvörðun í Jæssum málum ennþá. VetrarhlAlpi™. Skátasöfnunin heldur áfram í kvöld. í gærkveldi söfnuðu skátarn- ir kr. 2927 í Vesturbænum fyrir Vetrarhjálpina. í kveld halda þeir áfram scfnuninni og fara um Austurbæinn. Árangurinn hefði vafalaust orðið betri, ef veður hefði ekki verið svo óhagstætt, sem raun ber vitni, J>\n að skátunum tókst ekki að heimsækja öll hús, sem þeir áttu að fara í. Munu ]>eir að líkindum fara í þau hús í kveld, sem J>eir komust ekki í í gærkveldi. Annars verður aðaláherzlan í kveld lögð á söfnunina í Aust- urbænum. Er heitið á bæjarbúa þar, að bregðast vel við. skipverji á Sviia. í gær fór fram hátíðleg og virðuleg minningarathöfn um þá sjómenn, sem fórust með bv. Sviða. Jafnframt fór fram jarð- arför Júlíusar Hallgrímssonar, kyndara, en lík hans er eina, sem hefir fundizt. Athöfnin hófst ld. 1 í Hafn- arfjarðarkirkju og var fjöl- menni svo mikið, að kirkjan rúmaði ekki alla. Báðir prestarnir í Hafnarfirði, síra Garðar Þorsteinsson og sira Jón Aiipðuns fluttu í’æður, en karlakórinn Þrestir söng. Voru sungnir sálmarnir „Á hendur fel ]>ú honum“, „Lýs milda ljós“ og „Eg lifi og eg veit“, en Þórarinn Guðmundsson lék á fiðlu „Ave verum“ eftir Mozart og sorgargöngulag Mendelsohn. Útgerðai’inenn „Sviða“, bæði ]>eir sem gei’ðu togarann út og þeir sem óttu Iiann fyr, báru kistu Júlíusar Hallgrimssonar úr kirkju. Að gröfinni — í Fossvogskirkjugarði — báru ýmsir fyrri skipverjar á Sviða kistuna. Bátar brotna og sökkva á Hólmavík. Afspyrnurok var á vestan á Hólmavík í nótt og eyðilögðust eða skemmdust fimm bátar af völdum veðursins. Tveir stórir opnir vélbátar — trillur — sukku, en auk þess rak að minnsta kosti einn vébát á Iand og brotnaði hann í spón. Tveir bátar enn skemmdust eða eyðilögðust. Vísir talaði til Hólmavíkur í morgun, til að spyrja um tjónið af veðrinu, en samband var af- arslæmt og er því ekki hægt að birta nánari fregnir að sinni. — Manntjón mun ekkert hafa orð- ið af völdum J>ess og tjón á landi litið sem ekkert. Góð gjöf. Vetrarhjálpinni eru nú farnar að berast veglegar gjafir frá ein- staklingum og fyrirtækjum, eins og venjulega, þegar hún starfar. í gær barst Stefáni A. Páls- syni, framkvæmdarstjóra Vetr- ai’hjláparinnar, bréf frá Halla I>órarins, kaupmanni, þar sem liann tilkynnir, að hann ætli að gefa Vetrarhjálpinni 600 krón- ur í vörum. í bréfinu er tekið fram, að Jzessar vörur sé 100 kg. af hangikjöti. Vísir hefir verið beðinn að færa gefandanum þakkir Vetr- arhjálparinnar og Jxeirra, sem munu njóta gjafarinnar. Karl Nikulásson konsúll. er 70 ára í dag. Hann er fæddur hér í Reykjavík, sonur Nikulás- ar Jafetssonar, gullsmiðs og gestgjafa, Elinai'ssonar kaup- manns hér um fjölda ára. Var Einar kaupmaður föðurbróður Sigurðar prófasts á Rafnseyri, föður Jóns forseta, en faðir Ingibjai’gar konu Jóns. En móð il- Karls og kona Nikulásar var Hildur Lýðsdóttir frá Seli hér i bæ. Kai'l missti báða foreldra sína á unga aldri. En Morten Hansen skólastjóri og móðir hans tóku sveininn að sér, ólu hann upp og kostuðu til náms. Karl varð stúdent 1891, og átli ]>ví 50 ára stúdentsafmæli á s.l. sumri. Að loknu stúdenlsprófi sigldi Karl til Kaupmannahafn- ar og liugðist að leggja stund á dýralækningar, en livarf frá ]>ví ráði, og stundaði upp frá ]>vi verzlunarstörf, var um skeið verzlunarstjóri Thomsensverzl- unar, er ]>á var stærst og um- svifamest verzlun hér í bæ, eu síðan gekk liann í ]>jónustu Hins ísl. steinolíufélags og var um mörg ár forstjóri J>ess á Akur- eyri. Karl er bezti drengur í hví- vetna. í skóla var hann hinn sí- glaði og fjörugi unglingur, og bezti félagi, er ]>rátt fyrir lífsf jör sitt og æskugleði var ætið hinn góði drengurinn, er öllum okk- ur skólafélögum Jzótti svo vænl um, og helzt það enn, þrátt fyr- ir hin mörgu ár. Karl er hinn fríðasti og glæsilegasti maður á velli, og sópar allstaðar að lionum, hvar sem maður sér hann. Og J>rátt fyrir hin 70 ár er hann teinréttur á velli og virðugleiki lians i allri fram- göngu vekur allsstaðar eftirtekt. Gleðimaður er hann hinn mesti og hrókur alls fagnaðar, hvort heldur er í margmenni eða fá- menni. Lundin erleikandioglétt og maður hlýtur að komast í gott skap í nærveru hans. Karl var kvæntur Valgerði Ólafsdótt- ur, kaupmanns í Hafnarfirði. Var hún hin bezta kona, og hans styrka Stoð, og var hjónaband þeirra hið bezta og heimili Jzeirra annálað fyrir gestrisni og höfðingsskap. Er Valgrður dáin fyrir nokkurn árum. Karl er höfðingi i lund og jafnan reiðu- búinn til að leysa hvers manns vandræði eftir beztu getu. Hann á nú heima á Vesturgötu 56 liér i bæ. Hvar sem liann hefir dval- ið, hefir hann eignazt fjölda vina, og þeir, sem nú eru lif- andi, óska honum á þessum merkisdegi æfi hans sólriks og bjarts æfikvölds, með hjartans ]>ökk fyrir liinar mörgu ánægju- slundir liðinna ára, sem aldrei gleymast, meðan við lifum. Sveinn Guðmundsson. Bœí ar fréttír I.O.O.F. I = 123125872 = E.T 1 Rakarastofurnar verða opnar til kl. 9 síðdegis á laugardaginn, til kl. ix á Þorláks- ínessu og til kl. 4 síðdegis á að- fangadag. Jarðarför Jónasar H. Jónssonar, fasteigna- sala, fer fram frá dómkirkjunni kl. 10 árdegis á morgun. Minningar- orð um hann verða l>irt síðar hér i blaðinu. Jólablað Fálkans kemur út á morgun. Það er 60 hls. að stærð með litprentaðri kápu, prentað á ágætan pappír, með ágæt- um greinum og sögum, og prýtt fjölda mynda. Af efni blaðsins má m. a. nefna: „Dýrðin er Drottins" (jólahugleiðing eftir sira Sigurbj. Einarsson). „Norðurlönd og jólin” og „Hugleiðingar um viðhorf Dana á jólunum 1941“ með fjölda mynda frá Danmörku. „Jólatréð" (saga). „Sumardagur i Öræfum“ (brot úr ferðasögu eftir Sk. Sk.). „Einkenni- leg tilviljuri' (eftir Júlíus T. Júlin- ttsson skipstjóra). „Hvernig þjóð- söngur Frakka varð til". „Píslar- sögu-Ieikendurnir i Oberammergau eru tréskerar“. „Fangavarðardóttir- in ,sem varð drottning“. „Gutenberg og bækurnar", og auk ]>ess margar sögur, Jxættir fyrir börn og kven- fólk, ]>rautir, skrítlur, myndir, bóka- fregnir o.m.fl. Blaðið er hið prýði- legasta að efni og frágangi. Rafmagnsnotkunin. Fyrir nokkru síðan sendi Raf- magnsveita Reykjavíkur hréf til raf- magnsnotenda í Reykjavík og fór fram á að rafmagnið væri ekki not- að til u]>]>hitunar frá kl. ioý^-—12 f. h. Rafmagnsnotendur ættu að at- huga það, sérstaklega nú fyrir jól- in, að taka strauminn af öllum hit- unarofnum á þessum tíma, svo að full „spenna" verði á raflögnum og rafsuðan gangi vel; einnig að nota lengri tíma til suðunnar, svo að ekki þurfi að hafa mikinn straum á suðuvélinni í einu. Spegillinn, jólahlað, kernur út á morgun. Af- greiðsla hans er í1 Bankastræti 11. Næturlæknir.. Halkjór Stefánsson, Ránarg. 12, sími 2234. Næturverðir í Ingólfs a]x>teki og Laugavegs aj>óteki. Útvarp á færeysku. Þjóðverjar eru nú byrjaðir viku- legt útvarp á færeysku. Eru teknar til þess fimm minútur af íslenzka tímanum á fimmtudögum, kl. 5.55 —6.00. Útvarpið í kvöld. Kl. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 2. fl. 19.00 Ensku- kennsla, 1. fl. , 19.25 Hljómplötur: Létt sönglög. 19.35 Lesin dagskrá næstu viku. 20.30 Minnisvérð tíð- indi (Axel Thorsteinson). 20.50 Út- varpshljómsveitin: Norræni laga- flokkurinn eftir Kjerulf. 21.10 Þættir úr Heimskringlu VIII (H. Hjv.). 21.35 Hljómplötur: Gönntl kirkjulög. Kylsiiir jila- ijalir lyiir herra: MANCHETTSSKYRTUR BINDI FLIBBAR NÁTTFÖT NÆRFÖT SOKKAR SKINNHANZKAR TREFLAR HATTAR HÚFUR VASAKLÚTAR SKRAUTVASAKLÚTAR AXLABÖND SOKKABÖND SEÐLAVESKI OG BUDDUR KJÓLHNAPPASETT SMOKINGHNAPPASETT ERMAHNAPPAR BINDISNÆLUR RAKVÉLAR HÁRVÖTN HÁRGREIÐUR GJAFAKASSAR SPIL DARTS o. fl. LAUGAVEGI 21. i 1 3 rj •1 Allar húsmæður þekkja. Notið aldrei annað en Matvöruverzlun tll §ölu. Af sérstökum ástæðum er ein af þekktustu matvöruverzlun- um bæjarins til sölu. VörubirgSir 20—25 þús. kr. TilboS sendist afgr. Vísis fyrir 21. J>. m. merkt: „37“. VISIR Jolajblðið Falkð<n§ kemnr út í fyrramálið Sölubörn komið og seljid. — Há sölulaun. Jólabladid seldist upp á einum degi í fyrra. - Missið ekki af Jólabladinu í ár Vikublaðið Fálkinn Geymsln- p’áss óskast, verSur aS vera rúm- gott og rakalaust. — Uppl. í sima 4905 eSa 4906. Hótel SkjaldbreiQ vantar duglega stúlku nú þegar. —-v- ' JólahlaS Spegilsins kemur út á morgun og er afgreitt i bókabúSimii Bankastræti 11. OPIÐ til kl. 12 ó miðnætti laugardaginn 20. des. til kl, 6 síðdegis mánudaginn 22. des. til kl. 12 á miðnætti á Þorláksmessu 23. des. til kl. 4 síðdegis á Aðfangadag 24. des. Félag Félag Félag Félag Félag vefnaðarvörukaupmanna, matvörukaupmanna, búsáhaldakaupmanna, íslenzkra skókaupmanna, kjötverzlana. Góð sölulaun. Reykjar- pípur í gjafaunxbúðuni, með gæti- legu vei’ðlagi. Itristol Bankastræti 6. 1 i EGILS gosdrykkir Confect- öikjnr eru samt sem áður í veru- legu úrvali. Verðlag svipað og fyrir jólin síðastliðið ár. ■ V ! gfleðjn bæði liörn og fnllorðna \ Bristol * Bankastræti 6. • Flökaskór kven og karla komnir. Skoverzl. HECTOR Laugaveg 17. Góður bifreiðarstjórf getur fengið atvinnu við að keyra góðan fólksbíl. — A. v. á. b.s. Hekla Abyggilegaígreiðsla LEIKFÖIH! margar nýjar tegundir, J0UBA2AH1 Veggfóður og veggfóðurslím pfimmNN" Sextíu ára AFMÆLISBÓK Huldu: Hjl Sil ig Bll er langsamlega bezta jólabókin. - Inniheldur sjö mjög brífandi þætti. —— ÚTGEFANDINN. Jola- iiiiikaiipin verður ávallt bezt að gera f \erzlimiimi Tíiir Birgðirnar eru takmarkaðar — komið sem fyrst. vmn Laugaveg 1. Sími 3555. — Fjölnisveg 2. Sími 2555. Loítvarnaæfing Loftvarnanefnd hefir ákveðiip að loftvarna- æfing verði haldin föstudaginmi 19. desember n.k. Er hér með brýnt fyrir mörtnum að fara eftir gefnum leiðbeiningum og fyrirmælum, og verða þeir, sem brjóta settar reglur, látnir sæta ábyrgð. Sérstaklega er allvarlega brýnt fyrir mönnum að gæta þess, a<5 toifreiðum sé ekki lagt þannig, að umferð teppist. Verði loft- varnamerkið gefið á þeim tíma, er Ijós skulu vera á bifreiðum, er hér með lagt fyrir stjórn- endur bifreiða að sjá svo um, að toifreiðar séu ekki með Jjósum, þar sem þær standa, meðan æfingin fer fram. LOFTVARNANEFND. > — . ■> Fóstui’faðir minn, Jón Jónsson frá Skjálg, andaðist 17. þ. m. á heimili minu, Bergþóru- götu 45. —- Jarðarförin verður auglýst siðar. Fyrir hönd vina og ættingja. Erlendur Erlendsson. Elskuleg dóttir okkar, Ólöf Jóna verður jarðsungin frá Fríkirkjunni laugardaginn 20. þ. m. Athöfnin liefst fi'á heiniili okkar, Unnarstig 6, kl. 1 y2 e. h. Guðrún Jónsdóttir. Þorgrímur Sxgurðsson.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.