Vísir - 31.12.1941, Page 2

Vísir - 31.12.1941, Page 2
2 VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 60 (5 línur). Verð kr, 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Áramót. iðburðaríkasta ár í sögu l>essa lands er á erida. Framtíðin á eftir að leiða í ljós, hvort það verður okkur giftu- drjúgt að sama skapi. Sjálf- stæðismálum okkar hefir þokað það áleiðis, að við teljum, að ekki sé annað óleyst en forms- atriði til þess að takmarkinu sé náð. Þetta er okkur fagnaðar- efni, Jxítt atburðina bæri að með öðrum hætti en við hefðum vænst. En nálega samtímis þvi, sem gerð var ný skipun um liið æðsta vald, urðum við að leita á náðir erlends stórveldis um hervemd landsins. Fram til þess tima liöfðum við ekki við- urkennt aðra vernd en þá, sem fólst í yfirlýsingu okkar um ævarandi hlutleysi í styrjöldum, og mótmælt hernaðarihlutun stjTjaldaraðilja. En svo var komið, er herverndar var beiðst, að Iand okkar liafði verið yfir- lýst hernaðarsvæði, en þjóðin, sem tók að sér herverndina, þá enn lilutlaus. Þótt hér væri stig- ið afdrifarikt spor, þóttu utan- aðkomandi ástæður réttlæta það. Hefir þetta og eigi verið talið sakarefni, hverjar sem af- leiðingarnár kunna að verða. í innanlandsmálum okkar gerðust þau tíðindi á siðastliðnu vori, að Alþingi ákvað að fresta þingkosningum. Þessi ráðstöf- un hefir sætt misjöfnum dóm- um. Sem betur fer dundu ekki yfir okkur þær hættur, sem á var bent til réttlætingar þing- frestuninni. En þar með er eng- an veginn sagt, að ekki hafi ver- ið rétt að gera ráð fyrir þeim. Óánægjan vegna kosninga- frestunarinnar á ]>á einnig fyrst og fremst rætur sinar að rekja til þess, að mönnum finnst rikis- stjómin ekki hafa verið allskost- ar trú Jæirri siðferðislegu skyldu, sem hún Iagði sjálfri sér á herðar með því að gangast fyrir kosningafrestuninni. Höfuðröksemdin fyrir því, að kosningum var frestað var sú, að ekki mætti stofna til ófriðar í landinu. Á þelta féllust menn yfirleitt. En svo skeður það, að rikisstjórnin, sem sameiginlega hafði varað svo eindregið við hinni innlendu ófriðarhættu, verður svo sundurþykk, að upp úr slitnaði. Þótt gengið væi’i til samstarfs að nýju, bendir ekk- ert til þess að gróið sé um heilt. En þessi sundurþykkja ríkis- stjórnarinnar veldur þvi, að meiri viðsjár eru með mönnum, en liollt getur tabzt á slikum háskatímum. * Sennilega hefir afkoma manna liér á landi aldrei ver- ið betri en á þessu ári. Vinnu- þörfin hefir verið svo mikil, að allir, sem unnið geta, hafa fengið atvinnu. En sá hængur er á þessu, að mikið af vinnu- aflinu hefir lent í þjónustu hinna erlendu setuliða. Þær raddir hafa heyrzt, að okkur sé skylt að taka þáttxí her- vernd landsins. Hitt mun þó flestum koma saman um, að okkur standi nær að efla fram- leiðslu okkar til lands og sjáv- ar. Harðast liefir þessi erlenda Mesta slysaár, sem sögur fara af, hér við land. 142 menn drukknuðu, 24 íslenzk og erlend skip og bátar fórust, en 12 strönduðu. Viðtal við Jón Bergsveinsson. Vísir hefir nýlega haft tal af Jóni Bergsveinssyni for- stjóra Slysavarnafélagsins og aflað sér upplýsinga um starfsemi félagsins á árinu 1941. Einnig hefir Jón látið blaðinu í té skýrslu um drukkn- anir, skipstapa og strönd skipa hér við land. — Fer hér á eftir stuttur útdráttur úr skýrslunni og frásögn Jóns um framkvæmdir félagsins. samkeppni um vinnuaflið kom- ið niður á landbúnaðinum. Þrátt fyrir síhækkandi afurða- verð á innlendum markaði, hefir fólkseklan í sveitunum aldrei verið tilfinnanlegri en nú. —• Þetta er eilt erfiðasta vandmálið. Yfirleitt má seg'ja, að hin stórfelda röskun, sem orðið liefir í atvinnulifi og efnahags- starfsemi þjóðarinnar sé mönn um hið mesta áhyggjuefni. Jafnframt því, sem hagur okk- ar fer dagbatnandi út á við, verður erfiðara og erfiðara að afla Jieirra nauðsynja, sem ó- hjákvæmilegar eru til viðhalds • og eflingar atvinnulífinu í landinu. Okkur vantar ný liús, ný skip, nýjar vélar. Gjaldeyr- ir er nægur fyrir liendi, en vör- urnar fást ekki. Að ófriðarlok- um verðum við sjálfir að sjá farborða öllum þeim þúsund- um manna, sem nú hafast við á erlendri vinnu. Þetta verður því erfiðara, sem lengur dregst, að atvinnulíf .okkar nái eðli- legum viðgangi. * Þótt landið sjálft hafi ekki orðið fyrir árásum styrjaldar- aðilja, hafa landsmenn, þeir er sjóinn stunda, ekki farið var- hluta af ófriðarhættunni. ís- lenzkir sjómenn hafa frá ófpið- arbyrjun bjargað hundruðum erlendra manna, beggja ófriðar- aðilja. En engu að síður hefir islenzka sjómannastéttin gold- ið hið mesta afhroð. Mörg hundruð vaskra manna á hezta aldri hafa fallið fyrir dráps- vélum styrjaldarinnar. Þetta er, sárasti harmurinn, sem að is- lenzku þjóðinni hefir verið kveðinn á árinu. * Þótt við íslendingar höfum átt miklu meira láni að fagna það sem af er styrjaldarinnar en flestar aðrar þjóðir, horfir margur kviðandi fram á veg- inn. Þær hættur, sem að okk- ur kunna að steðja utan að, fáum við ekki umflúið. Hitt eru sjálfskaparvíti, ef við lát- um togstreitu og sundrung standa okkur fyrir þrifum. Við skulum vona að árið, sem nú fer í hönd, glæði með okkur nýja ættjarðarást, nýjan þegn- skap, nýja viðsýni og mannúð. Látum það ekki ásannast, að við séum sundraðir á hættunn- ar stund. Geðilegt nýár! a. Samvinna Rauða Kross íslands og U.S. Rauði Kross Islands hefir fengið símskeyti frd Rauða Krossi Bandaríkjanna, þar sem formaður hans, Mr. Norman Davis, meðal annars fullvissar um vilja sinn til samvinnu við og aðstoð handa Rauða Krossi Islands. Til frekari áherzlu er skeytið sent sem stjórnarskeyti, með undirskrift utanríkismálaráð- herra Cordell Hull. Eftir öðrum heimildum lief- ir R.K.Í. fregnað, að sérstakur fulltrúi fyrir Rauða Kross Bandarikjanna sé um það bil að koma hingað til þess að taka upp samstarfið frá þeirra hlið. Landlæknir hefir í samráði við formann og varaformann R.K.Í. dregið grunnlinur að slíku samstarfi, sem kom til tals, er Mr. Allen sendifulltrúi Rauða Kross Bandaríkjanna kom hingað fyrir mánuði sið- an. Erindi hans um þetta efni hefir verið til athugunar hjá ríki^stjórninni, og hefir hún falið Rauða Kross íslands að annast þessi mál af íslands hálfu við Rauða Kross Banda- ríkjanna. Þá er enn ókomið allmikið af jólapökkum, sem Ungliðar Drukknanir manna. Árið 1941 er langmesta slysa- ár, sem sögur fara af hér á landi, eða það drukknuðu 142 menn. Árið 1906 eFannað mesta slysaárið, en þá drukknuðu 125 menn. Af ]>eim sem drukknuðu hafa flest allir farizt með skip- um úti á hafi, bæði í ofviðrum og sökum sjóhernaðarins. Sum tilfellin er þó að vísu óvíst um. 112 þessara manna liafa farizt með islenzkum togurum, en 30 hafa farizt með bátum, erlend- um skipum eða drukknað í höfnum, sundlaugum eða ám. Skipstapar. Miklir skipstapar hafa orðið á þessu ári. EJlefu íslenkir bátar og tog- arar Iiafa farizt, annaðhvort í ofviðrum eða af sjóhernaði og lilauzt manntjón af. Erfitt að segja um suma á hvern liátt þeir hafa farizt, því áreiðanlegar heimildir eru alls ekki fyrir hendi, t. d. Gullfoss og Jarlinn. Sex erlend skip fórust hér við land á árinu, og drukknuðu nokkrir erlendir skipverjar af þeim. Sjö islenzk skip og bátar strönduðu hér við land og eyði- lögðust. Björgun manna og skipa. Allt í allt var bjargað 102 mönnum úr sjávarbáska, ýmist einum eða fleiri i senn. Nokkur íslenzk skip strönd- uðu við landið á árinu, en náð- ust út aftur. Það voru Baldur, Ársæll, Sigriður og þrjú skip sem slitnuðu frá bryggju i Rvík og ráku á land. Auk þess- ara skipa sukku tveir Mtar. öll þessi skip náðust aftur eins og fyrr segir. Einnig strönduðu fimm er- lend skip hér við land á árinu, en náðust seinria út. FjTÍr utan það sem hér að framan er talið veitti björgun- arskútan Sæbjörg yfir 20 bátum ýmiskonar aðstoð. Á þessum bátum voru um eða j’fir 100 manns. i Nýjar deildir og byggingar. Á árinu bættust við fjórar nýjar deildir hér á landi. Eru það ein deild í Arnarneshreppi í Eyjafirði, deildin Björg í Gi’unnavíkurlireppi á Snæfells- nesi, Framtíðin í Tálknafirði og ein deild í Flatey á Skjálfanda. Með þessari deildafjölgun héfir meðlimafjöldi félagsins aukizt talsvert og munu nú vera um eða yfir 14 þús. menn og konur í því, á öllu landinu. Á þessu ári liefir nokkuð verið gert að því að reisa skýli, þar sem þörfin var brýnust og er merkilegast af þessum skýlum það, sem kvennadeild félagsins lét reisa á Meðallandssandi. Er það fullkomnast og stærzt allra læirra skýla, sem reist bafa ver- ið á landinu hingað til og mun kosta um 15 þús. krónur. Önn- R.'Kr. Bandaríkjanna senda is- lenzkum börnum í vináttu skyni, og afgreidd voru þáðan til sendingar fyrst í desember. ur skýli, sem reist voru á úrinu, eru á Alviðruhömrum og Mýr- dalssandi. Kosta þau um 10 þús. kr. hvert. Auk skýlanna hefir einnig verið varið toluverðu af fé til kaupa á björgunartækj- „Það sem maður rekur fyrst augun í við heimkomuna er hversu allt verðlag hefir aukizt stórlega síðan í vor og það á sumum sviðum langt fram úr því, sem menn höfðu álitið hugsanlegt. Eg liefi heyrt það á ýmsum, að bót mætti ráða á þessu með þvi að liækka gengi krónunnar gagnvart sterlings- I pundinu. Þessa leið liefi eg fært í tal við ýmsa merka menn í Englandi, en þeir hafa talið ýms tormerki á og bent á það til samanburðar, að gengi sterl- ingspundsins liafi færzt nokkuð niður vegna striðsins, án þess að dýrtíð hafi aukizt til muna. Einu aðferðina til að halda dýrtíð í skefjum telja þeir full- komið ríkiseftirlit með launum og verðlagi á nauðsynjum og benda ú, að þegar slíkt megi tak- ast í jafnstóru ríki og Bretlandi, þá ætti íslenzkum stjórnarvöld- um að vera slikt hægðarleikur.“ „Ætli nokkur von sé um rýmkaðan innflutning frá Bret- landi?“ „Um það er ekki að ræða, nema síður sé, þvi að hergagna- framleiðslunni og vöruþörfum hins opinbera fleygir svo fram, að með hverjum deginum verð- ur erfiðara fyrir Breta að flytja vörur út. En Bretar liafa fullan hug á að sjá íslendingum fyrir nægum vörum og í því skyni var því komið í kring, að Banda- ríkin tæki að sér greiðslur í dollurum á fiskútflutningi okk- ar til Bretlands“. „Hvernig er annars hugur Breta gagnvart íslendingum ?“ „Þó að ýmsir hermenn, sem héðan koma, heri íslendingum misjafnlega söguna, verður ekki annað sagt en að mesta vinsemd ríki yfirleitt með Bret- um í okkar garð. Yirðast þeir lika vilja gera hvað sem i þeirra valdi stendur til að greiða götu Íslendinga og má sérstaklega minna ú það, að upplýsinga- málaráðuneytið veitir íslandi mikla aðstoð um landkynn- ingu.“ „Hver sér um málefni íslands í upplýsingamálaráðuneytinu?" „Það er ungfrú Gracc Thorn- ton, sem liér dvaldi í noklcur ár um, eða um 10—20 þús. kr. — Ennfremur hefir verið komið upp nýrri ljósavél i Sæbjörgu, mjög fullkominni og kostar hún uppsett allt í allt um 10 þús. kr. Tekjur. Erfitt er að segja um tekjur félagsins á árinu enn sem kom- ið er, en þó eru líkur fj’i’ir því, að fjárhagurinn sé góður, enda þótt miklu liafi verið eytt. í úr hefir verið mun dýrari rekstur en undanfarið og er þar um að kenna dýrtíðinni. Björgunar- stöðvar eru nú um 40 á öllu landinu og fjölgar óðum. og er doktor i íslenzkum fræð- um frú Oxford-háskóla. Hún hefir hvað eftir annað borið fram mótmæli og leiðréttingar, ef missagnir hafa komið um ís- land. Annars er orðin mikil breyting á því, livað brezk blöð flytja j’firleitt áreiðanlegar upplýsingar um ísland og lýs- ingar á atburðum þar og má að nokkuru leyti þaícka það starf- semi upplýsingamálaráðuneyt- isins, en að sumu lej’ti áhrifum frá íslenzku sendisveitinni. Hún kemur öll fram til hins mesta sóma fyrir land og þjóð og vek- ur það j’firleitt athygli, hversu vel hefir tekizt til með val starfs- fólksins, enda þótt það sé allt miklu j’ngra en gerist með öðr- um sendisveitum. Yfirleitt liafa þeir íslendingar, sem búsettir eru í London, haldið uppi heiðri íslands í hvivetna“. Frá Hallgríms- prestakalli. Frá þvi i byrjun jólaföstu hafa prestarnir í Hallgríms- prestakalli messað i Austurbæj- arskólanum, á ganginum á neðri hæð. Er þetta eini staðurinn innan prestakallsins, sem kem- ur til mála sem samkomusalur. Hinsvegar er hætt við því, að safnaðarvitund innan sóknar- innar verði ekki sterk, ef allar messur eru sóttar í önnur prestaköll. Eins og vænta má, er prestunum áhugamál að hafa miðstöð starfsemi sinnar innan síns eigin prestakalls. Að sjálf- sögðu getur gangurinn i Austur- bæjarskólanum ekki komið i staðinn fyrir kirkju, þannig að menn finni þar á engan mun, og sízt í stað þeirrar kirkju, sem þjóðin vill reisa á Skólavörðu- hæð. Þó má gera ýmislegt til þess að setja kirkjulegri og feg- urri blæ á samkomusal, sem ekki er kirkja. Þetta hefir verið gert í hinum nýju kii’kjusókn- um Reykjavíkur og nú um jól- in í HaUgrímskirlcju. Annar stafn gangsins, þar sem altarið stendur, er tjaldaður rauðum dúk, og liggur hann í fellingum. í stað altaristöflu er kross úr ljósu birki, ómálaður (með tré- lit) og fer liann Ijómandi vel við rauðan bakgrunninn. Til hliðar, og nokkru framar en altarið, er prédikunarstóll. En það, sem mörgum mun þykja mest nýj- ung i þessarri „kirkju“-smiði, eru fjórar myndir með gleri, lit- aðar óg með ljósi ú bak við. Eru þær gerðar i kirkjulegum stil og tákna fæðingu Jesú, skh’ii hans, krossfestingu og uppreisu. Lisfamaðurinn, sem hefir gert þessar mjndir, er Kurt Zier, kennari við Handíðaskólann, og' hafði liann nokkra af nemend- um skólans sér til aðstoðar. Kurt Zier sagði einnig fyrir um smíði annarra hluta, en margir smiðir hjálpuðu til þess að lej’sa verkið af hendi. Krossinn var t. d. smíðaður af verksmiðjunni „Rún“, prédikunarstóllinn af Ara Stefánssyni meðhjálpara, rammarnir, sem myndirnar eru festar á, af smið Austurbæjar- skólans. Var allt unnið af hinni mestu alúð. Þeim, sem sótl hafa jólamess- urnar, liefir fallið búnaður þessi vel í geð. Hann er hvortveggja i senn, látlaus og fagur, og svo meðfærilegur, að hægt er að taka hann burtu um helgar. Skólagangurinn hefir rejmst vel hæfur fj’rir söng og tal. Þó bar á j>ví annan jóladag, að ekki hej’rðist ávallt sem bezt út við dj’rnar, en vonandi verð- .ur hægt að bæta úr því framveg- is með lítilli fyrirhöfn. Þessi tilraun, sem hér liefir verið gerð, ætti að vekja Hall- grímssöfnuð til enn sterkari umhugsunar um þörf sína fvrir það guðsliús, sem ákveðið* er að bj’ggja. „Kirkjan“ í Austurbæj- arskólanum er bráðabirgða- „kirkja“, sem bendir til annarr- ar, meiri og fullkomnari. Annað, sem mönnum gæti til liugar komið i sambandi við þessa nýju „kirkju“ er það, hvort ekki væri ástæða til þess fj’rir sóknarnefndir víðar um land að leita aðstoðar Kurt Zier til að segja fyrir um fegrun kirkna. Hefir liann mikla reynslu og þekkingu ú þeim efnrim, frá föðurlandi sínu, Þýzkalandi. Að visu mun liann vera önnum kafinn við aðalstarf sitt, en skemmtilegt væri, ef samvinna gæti tekist með skóla þeim, sem Kurt Zier starfar við, og forj’stumönnum um fegrun íslenzkra kirkna viðsvegai’ um land, um að hagnýta starfs- krafta hans í þágu kirkjunnar. Mundi sjálfsagt ekki standa á áhuga hans sjálfs. Jak. J. GLEÐILEGS FARSÆLS NÝÁRS óskum við viðskiptavin- um fjær og nær. Steinunn og Margrét, Hótel Skjaldbreið. ' MÁL OG MENNING óskar öllum félagsmönn- um sínum GLEÐILEGS NÝÁRS. Z GLEÐILEGT NÝÁR! g Þökk fyrir viðskiptin ss á liðna árinu. ■ Pétur Kristjánsson, Ásvaílagötu 19. ES ■■■■■■■■■■■■■■■■BffiBI Dýrtíðinni í Bretlandi hald- ið í skefjum með launa- og verðlagseftirliti. Viðtal við Bjarna Guðmundsson blaðaftr. Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi, hefir svo sem kunnugt er dvalið um nokkurra mánaða skeið í London, og sent þaðan fréttaskeyti til íslenzkra blaða, sem mjög vel hafa verið þegin. Rétt fyrir jólin kom hann hingað til lands til skammrar dvalar. Hefir tíðindamaður Vísis hitt hann að máli og spurt hann um nokkur þau atriði, sem ætla má að almenningur hafi, eins og sakir standa, mestan áhuga fyrir. \

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.