Vísir - 19.02.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 19.02.1942, Blaðsíða 1
Ritstjórl i Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. haeð). Ritstjóri 1 Blaðamenn Stmi: Auglýsingar 1660 Gjaldkerl 5 llnur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, fimmtuda&inn 19. febrúar 1942. 19. tbl. Kínverjar ráða§t iiin ______ J&3. i Thailand í i*;i Bnrma Úrslitaátökin um Rangoon byrjuð. Japanar að eins 80 km. frá borginni. EINKASKEYU frá United Press. London í morgun. Aðalátökin um yfirráðin yfir Rangoon og þar með Burmabrautinni — lífæð Kína — eru byrjuð. Japanar hafa byrjað sókn á ný í Suður-Birma, og hafa komizt yfir Bilinfljót og náð fótfestu á vestari bakkanum. Þeir eru nú að eins 80 kílómetra frá Ran- goon, en ef Japanar ná henni er öllu stef nt í hinn mesta voða, því að þangað eru flutt öll hergögn þau, sem Kín- verjar fá um Burmabrautina. Jafnframt er brautin sjálf í mikilli hættu. Um leið og þessi tíðindi berast fregnast, að Kínverjar hafi ruðst frá Birma inn í Thai- land, en of snemt er að segja hvort þarna er um að ræða upphaf þeirrar miklu, sameiginlegu sóknar Kínverja og Indverja, sem um var rætt í einkaskeyti frá United Press f gær. Horfurnar eru ákaflega ískyggilegar fyrir bandamenn þar eystra, einkanlega vegna þess, að brezku hersveitunum tókst ekki að stöðva Japani við Salweenfljót, sem er breitt og víða straumhart, en Bilinfljót er miklu minna, en aðstaða að mörgu leyti góð til varnar við ána. Þar sem Japönum hefir tekist að ná fótfestu á vestari bakkanum hefir aðstaða Breta til vamar versn- að stórum, en þeir vörðust vel, er síðast fréttist, og var þá að minnsta kosti í bili hlé á framsókn Japana. Fréttaritari United Press í Rangoon símar, að eftir fall Singaporeborgar hefí menn bú- izt við, að Japanar snéru sér að þvi, að gera tilraunir til þess að ryðja sér braut til Rangoon og Birmabrautarinnar. Japanar geta nú sent herlið frá Singa- pore til þess að berjast víð Bil- infljót. Flugvélar frá Rangoon og lierskip eru stöðugt á verðí, til þess að Japönum heppnist eklci að gera innrásartílraun mönn- um að óvörum. I fregnum frá Rangoon er leidd athygli að þvi, að til skamms tíma hafi Bretar ekki haft nándar nærri eins mikið lið til varnar á þessum vígstöðv- um og Japanar hafa til sóknar, en vegna herflutnínga líinverja til Burma hafa varnarskílyrðín hatnað mikið. Aðstaðan til þess að hefja gagnsókn er talin góð við Bilin- fljót, en hvort þessi aðstaða verður notuð í tæka tíð, er ekki hægt að segja um að svo stöddu. Japanir hafa nu komið ár sinni vel fyrir borð, að því leyti, að þeir geta flutt herlið fram og aftur eftir öllum Malakkaskaga á járnbrautum, því að þeir hafa lokið við að gera við brautina. Er þeim mikill bagur að því, að geta flutt herlið sitt skjót- lega eftír járnbrautinni, þar sem þess er mests þörf, auk þess, sem þessir járnbrautarflutning- ar spara þeim mikið bensín. Ennfremur verða þeir nú fljót- ari að búast um á Singapore. — Miklar likur eru til, að Kínverj- ar hafi byrjað sókn sína í Thai- landi, af því að ekki var seinna vænna að gera tilraun til j>ess að rétta við undanhald banda- manna. Á Sumatra var barizt af kapþi i gær við Palembang, en ekki var mikið frá þeim bardögum sagt, heldur frá loftárásum handamanna og Hollendinga á skip Japana og flugvélar. Sökkt var að minnsta kosti 2 japönsk- um herflutningaskipum, og var annað mjög Stóft, en 3 önnur voru hæfð sprengjum. Ellefu japanskar flugvélar voru s'kdtn- ar niður. Á Java er almennt búizt við, að innrásartilraunir verði gerð- ar á hverri stundu. Loftárás var gerð á Sourabaya í gær, en olli litlu tjóni. Japanar gerðu og a- rásir á margar Sunda-eyjanna. Á Borneo er víða barizt, en á Norður-Celebes liafa bardagar hjaðnað. Á Filippseyjum lierða Japan- ar sóknina af öllum mætti og hafa þeir m. a. fengið mjög auk- ið fluglið, sem heldur uppi stöð- ugum árásum á menn McArth- urs. Japanskur herflutninga- skipafloti er við vesturströnd Bataanskaga, og á strönd skag- ans við Manilluflóa hefir Jap- önunm tekizt að setja smá- flokka á land, en bátarnir munu bafa komið frá ströndinni hin- um megin, sem er á valdi Jap- ana. I STUTTU MALI. Kínverjar hafa liaft belur i orustum á Anwhei og Hopeivíg- stöðvunum. I Sliantungfylki hafa 2000 Japanír fallið eða særst. Alexander flotamálaráðherra Bretlands tilkynnti i gær, að i nóv. og des. s.l. og janúarmán- uði hefði verið sökkt fyrir möndulveldunum skipum sam- tals 148.000 smál. á siglinga- leiðum til Libyu. Lutzow, þýzki aðmírállinn, hefir játað i útvarpserindi, að Þjóðverjum hafi orðið minna ágengt en áður að sökkva skip- urn fyrir bandamönnum á At- lanlshafi, þar sem senda hafi orðið marga kafbáta til Miðjarð- árhafs, til árása á herskip Breta, sem skipalestum Þjóðverja og Itala á léið til Lybiu stafar hætta af. — Hersvéitir Rommels eru. nú hvergi -sagðar nær EL Ghazala en um 30 kílömetra. Hefir ekki enn m-ðið af því, að hann byrj- aði sóknina, sennilega vegna þess, að voriir hafa brugðist um ;aðflutriing hergagnabírgða. — á mánudaginn. I herstjórnartilkynningum Rússa að undanförnu’ hefir ekki verið um mikla tilbreytingu að ræða. Jafnan er tilkynnt, að á- framhald sé á sókn Rússa, og mikið herfang tekið. Staðanöfn liafa vart verið nefnd, nema i blaða- og útvarpsfregnum. Nú er sagt, að von sé á itar- legri greinargerð, næstkomandi mánudag, er minnst verður stofnunar Rauða hersins, og vist er um það, eftir þvi sem frétta- ritarar herma, að almenningur í Rússlandi býst við míklum sig- urtilkynningum þennan dag. Bardagar munu nú einna harðastir á Leningradvigstöðv- unum óg flytja Rússar þangað ó- grynni liðs, m. a. frá Moskvu. Sumir ætla, að þar eigi að gera áhlaup mikii nú fyrir helgina, svo að Stalin geti tilkynnt á mánudaginn, að hættunni hafi verið bægt frá Leningrad eins og Moskvu. Fjórir lögreluþjónar heiðraðir. Fjórir lögregluþjónar voru heiðraðir nýlega fyrir vel unnin störf. Afhenti lögreglustjórinn, Agnar Kofoed-Hansen, þeim manchettuhnappa með lögreglu- stjörnurini, í minningarskyni, á árshátíð lögreglunnar, sem fór fram fyrir skemmstu. Þessir lögregluþjónar voru Erlingur Pálsson, yfirlögreglu- þjónn, Geirjón Helgason, Krist- ján Vattnes og Ólafur Guð- mundsson. Erlingur Pálsson hafði stillt til friðar milh íslenzkra og er- lendra manna á gamlárskvöld, I 1940 er í mikið óefni virtist komið. Sýndi hann mikla lægni og lipurð við það tækifæri. Geirjón Helgason afvopnaði drukkinn erlendan sjómann i Bjarnaborg. Hafði sjómaðurinn skotið mörgum skotum að Geir- jóni og erlendum lögregluþjón- um, án þess þó að hitta. Kristján Vattnes og Ólafur Guðmundsson gengu mjög vasklega fram, þegar bruninn varð í Hafnarstræti 9 fyrir jÖlin síðustu. Dómur iyi’ÍB* ad aka »iua«Iir ulirifiim. í gær var í lögreglurétti Reykjavíkur kveðinn upp dóm- ur yfir manni, sem hafði ekið bíl undir áhrifum áfengis . Maðurinn var dæmdur i 10 daga varðhald og sviftur öku- leyfí í 3 mánuði. Hinrik Jónsson, bæjarst. í Vestm.eyjum og frú, eru stödd hér í bænum. Ennfremur út- gerðarmennirnir: Ársæll Sveins- son, Einar Sigurðsson, Guðlaugur Brynjólfsson, Guðmundur Einars- son, Ólafur Auðunnsson o. fl., sem sækja fund fisksölusamlagsins. §tærsta flugfvélaverksmiðja I lieiuii Það er Consolidated Aircraft Corporation, sem reisir þessa verksmiðju i Fort Worth i Tex- as. Er hún sögð stærsta verksmiðja i heimi. Veggirnir eru úr stáli og gleri. Gólfflöturinn er 2 milljönir ferfeta. Háskólaíyrirlestur j um Frakkland. Frk. Salmon hélt annan fyrir- . lestur sinn s.l. þriðjud. kl. 6,15 í Háskólanum. — Efnið varr „Margbreytni og eining í stjórn Frakklands á ýmsum tímum“. Var þetta fróðlegt og ítarlegt, sögulegt erindi um stjórn Frakklands frá fyrstu tímum, og var því mjög vel tekið af á- 1 beyrendum, sem munu hafa verið um hálft hundrað. Skuggamyndir voru sýndar að erindinu loknu. Þeim, sem unna franskri tungu, franskri menningu og yfirleitt þvi, sem franskt er, en j hafa ekki enn af einhverjum or- j sökum hlustað á frk. Salmon, | skal á það bent, að með fyrir- j lestrum hennar gefast þeim j tækifæri, sem þeir munu sjá eft- ir að láta ónotuð. Framburður hennar er mjög fallegur og flutningur allur með afbrigðum skýr, svo að jafnvel þeir, sem frönsk tunga er ekki vel töm, munu samt tiltölulega auðveld- lega fylgjast með efninu. | Næsti fyrirlestur verður j þriðjudaginn 24. febrúar kl. 6,75 i 1. kenrislustofu Háskól- ans. Hann mun fjalla um: I „Margbreytni og eining franskr- ar hugsunar á ýmsum tímum.“ Fregnir frá Vestur- íslendingum. Á ný-afstöðnu ársþingi sveit- arstjórna-sambandsms í Mani- toba-fvlki, var Snæbjöi’n John- son sveitaroddviti í Bifröst kos- inn í framkvæmdanefnd félags- j skaparins. Er hann maður vin- j sæll og i miklu áliti. í borginni Moose-Jaw í Sask- atchewan hefir Valentinus Val- garðsson verið kosinn í bæjar- stjórn. Er hann uppalinn í Nýja-íslandi tók próf frá Mani- toba-liáskóla og er vfirkennari við menntaskóla þar í borginni. Blaðið Lögberg flytur þá fregn, að María Marivan haii nýlega hrifið áheyrendur á óperuhöllinni i ' ■ ' / York s\ , mjög, að hún hafi fimm sinn- um verið kölluð fram til þess að veita viðtöku aðdáunar- og virðingarmerkjum fólksins. i (Frá Þjóðræknisfélaginu.) Starísmannaiél. íteykja- vikurbæjar ielur 10 iélaoa. Stjórnarkosning 1 gær. Aðalfundur Starfsmannafé- lags Reykjavíkurbæjar var hald- inn í gærkveldi; fór þar fram stjórnarkosning, fulltrúaráðs- kosniiig og fleiri kosningar. — Starfsmannafélag Reykjavíkur- bæjar er fjölmennasta starfs- mannafélag landsins; telur það 1 alls 360 félaga og hafa 18 nýir félagar bætzt við á s.I. ári. Sljórnarkosning fór þannig, að Lárus Sigurbjörnsson, rit-. höfundur var endurkosinn for- maður félagsins, en meðstjórn- endur voru kjörnir þeir: Karl Lárusson bókari, Karl Bjarna- son slökkviliðsmaður, Hjálmar Blöndal fulltrúi og Júlíus Björnsson mælaprófari. Á fundinum var Ágúst Jósefs- son heilbrigðisfulltrúi kjörinn heiðursfélagi. Er hann fyrsti beiðursfélagi Starfsmannafé- lagsins, var áður formaður fé- lagsins og hefir lengst af átt sæti í stjórn þess. Tveir menn voru kosnir í stjórn Eftirlaunasjóðs bæjar- ins og voru Ágúst Jósefsson og Nikulás Friðriksson báðir end- urkjörnir. Loks var 15 manna fulltrúa- ráð lcjörið fyrir hinar ýmsu stofnanir, og hlutu þessir kosn- ingu: Fyrir bæjarskrifstofurnar: Karl Torfason aðalbókari, Jón B. Jónsson aðstoðarnx. Fyrir Rafmagnsveituna: Kai'l Lárusson bókari, Gunnar Stefánsson línum. Júlíus Björnss. mælaprófax'i. Fyrir höfnina: Helgi Hallgrimsson bókari, Sig. Þorsteinss. hafnargjaldk. Fyrir gasstöðina: Þorvarður Guðmundsson gaslagningarmaður. Fyrir bæjarverkfræðideild: Kristinn Guðmundsson for- stöðumaður, .Tón Sigui'ðss. vei'kfræðingur. Fyrir slökkviliðið: Kristófer Sigurðsson vara- slökkviliðsst j óri. Fyrir Sundhöll cg baðverði: Fi'iðjón Guðbjörnsson sund- vörður. Fyrir ýmsar stofnanir: Ágúst Jósefsson heilbrigðis- fulltrúi, Áslaug .Þórðardóttir baðhús., Sigurður Halldórsson hreins- unarmaður. Annað kvöld heldur Starfs- mannafélagið árshátíð sína i Oddfellowhúsinu. Bæjar fréttír I.O.O.F. 5= 1232198V2 = 9.0. María Stúart, hin fræga ævisaga eftir þýzka rit- snillinginn Stefan Zweig, er nú komin i bókaverzlanir í þýðingu Magnúsar Magnússonar ritstjóra, en á forlagi ísafoldarprentsmiðju h.f. — Stefan Zweig hefir náð geypi vinsældum hér á landi fyrir bækurnar: „Maria Antoinette“, „Magellan" og „Undir örlagastjörn- um“, auk gullvægra smásagna, sem birzt hafa eftir hann i tímaritum. Biðu margir unnendur Zweig’s þessarar bókar með óþreyju fyrir jólin, — en nú er hún loks komin út, stórt og mikið rit, og hið vand- aðasta að öllum frágangi. Gullna hliðið verður sýnt í 30. sinn í kvöld. Næsta sýning verður annað kvöld. Dansskóli Rigroor Hanson. Æfingin, sem féll niður um dag- inn, verður í kvöld að Amtmanns- stíg 4. Gerðardómur í kaupgjalds- og verðlagsmálum hefir skrifstofu i Austurstræti 9 (Búnaðarbanka Islands). Sími 4810. Níéturlæknir. Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður i j Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúð- inni Iðunni. Húsasmiðir. Eftirtöldum mönnum hefir bygg- ingamefnd veitt viðurkenning til að standa fyrir húsasmiði í Reykjavík. Trésmiðir: Guðmundur Jóhanns- son, Miðstræti 8A, Helgi Gunn- laugsson, Hringbraut 146, Gísli Ei- ríksson, Laugavegi 4, Eiríkur M. Þorsteinsson, Hverfisgötu 104A, Jón Kr. Þorsteinsson, Bárugötu 6. I Múrsmiðir : Óskar Gíslason, | Skeggjagötu 5, Hjálmar Svein- björnsson, Samtúni 16, Mapnús Gíslason, Brávallagötu 8, Einar i Ermenreksson, Laugavegi 42, T 4- dór Halldórsson, Framnesvegi 1, Þórir Högni Bergsteinsson, Nj s- götu 55.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.