Vísir - 26.02.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 26.02.1942, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri 1 Btaðamenn Slml: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S llnur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 26. febrúar 1942. 25. tbl. Miklir loftbardagar yfir — — v ♦ » •• Rangoon og eynni Java, en enginn innrásarfloti hefir enn sést við strendurnar 30 japaiiikar flu^vélar skotnar nidur við Rangoon I gær, en uiargar fleiri lösknðust. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Enginn innrásarfloti hefir enn sézt við strendur Java, að því er tilkynnt var frá Batavia í morgun. Könnunarflugvélar hafa verið á stöðugu sveimi til þess að svipast um eftir slíkum flota, en ekki orðið hans varar. Leifar lierskipaflotans, sem verstu útreiðina fékk undan ströndum Bali, eru komn- ar til Bomeo, þ. e. nokkur skipanna, sem undan kom- ust, en hin munu vera á leiðinni til Singapore. Það sem er sérkennandi fyrir öll átök seinustu dægur er að báð- ir aðilar hafa haft sig miklu meira í frammi í lofti en áður. Þykir það góðs viti í London, að flugher Banda- manna er farinn að láta meira til sín taka, en Tirnes not- ar tækifærið til þess að ininna menn á hversu miklar hættur séu á ferðum og hvetur til þess, að þegar í stað verði sendar iTeiri orustuflugvélar til Java. Til marks um það hve flugstyrkur Japana er mikill, þótt þeir beri niður víða er, að yfir 90 japanskar flugvélar eru stundum sendar fram í einu, eins og var í gær, þegar um 50 japanskar sprengjuflugvélar varðar um 40 orustuflugvélum ætluðu að gera árás á Sourabaya. Þessi árásartilraun misheppnaðist, því að flugvélahópnum var dreift, og voru það amerískar flugvélar, sem það gerðu. Kemur það æ greinilegar fram að flugvélar Bandaríkjamanna láta æ meira til sín taka, ekki aðeins í bar- dögum yfir Java, heldur og yfir Rangoon. í fregnum frá Batavia er fná því sagt, er 7 amerískar flugvélar gerðu árás á 15 japanskar flugvélar. Er vissa fyrir, að 2 jap- anskar flugvélar voru skotnar niður, sennilega 4. Bandarikja- menn urðu ekki fyrir neinu tjóni. í loftbardaga yfir Rangoon í gær, voru 30 japanskar flugvél- ar skotnar niður og liklegt er, að margar fleiri liafi laskazt. Yfir Rangoon áttu Japanar brezkum og amerískum flugvélum að mæta. Átökin um járnbrautina frá Rangoon eru nú byrjuð, og er enn barizt upp undir 100 km. frá Rangoonborg. Meginstöðvar Breta eru við Sittangfljót og er komizt svo að orði í tilkynningu, sem birt var í morgun, að mann- tjón Breta í bardögunum þar að undanförnu væri mikið, en Japana stórkostlegt. Næst Ran- goon er yfirleitt slétlent og ekki góð skilyrði til varnar, en að sjálfsögðu verður borgin varin eftir getu bandamanna. Allar fregnir, sem borizt hafa, um brottflutning fólks, umferðar- bann o. s. frv., sýna, að loka- átökin um borgina eru að byrja eða byrjuð. Japanar hafa flutt heilt herfylki til viðbótar frá Malakkaskaga, til Rangoonvíg- stöðvanna. Seinustu fregnir herma, að Kínverjar haldi áfram að senda hei-lið til Norður-Birma, og niuni kínverskt herlið þegar hafa tekið þátt í bardögum. Sennilegast er talið, að árásir Japana á norðurvigstöðvunum séu til þess að koma i veg fyrir, að Kinverjar flytji herlið suður á bóginn Bretum til hjálpar. Höfuðmarkmið Japana sé áreið- anlega Rangoon. Frá Kunming simar.fréttarit- ari United Press, að ameriskir flugmenn, sem þangað eru ný- komnir frá Rangoon, segi, að heil hverfi standi í björtu bóli eftir loftárásirnar. Heil liverfi voru huíin reykjarmekki. Hvergi var liægt að.ná í vatn i borginni, en brezkir hériíjenn fóru um borgina og eyðilögðií allt, sém liernaðarleg not eru að. SKIPATJÓN JAPANA ER ORÐ- IÐ ÞEIM MJÖG TILFINNAN- LEGT. 1 tilefni af skýrslu, sem Knox flotamálaráðherar Bandaríkj- anna birti í gær, segja blöðin, að tölurnar séu hinar athyglisverð- ustu. Knox tók fram, að ef vafi væri á, að herskipi eða flutn- ingaskipi óvinanna liefði verið sökkt, væri það alltaf talið í flokki skipa, sem laskast liafa. Þegar svo varlega er farið má telja nærri vist, að i þeim flokk- inum séu skip, sem hafa sokkið, eftir að flugvélar eða lierskip bandamanna höfðu ekki lengur augastað á þeim. Knox sagði, að Bandaríkja- fotinn hefði sökkt 15 herskipum, og 50 flutningaskipum. Auk þess var ef til vill sökkt 3 lierskipum og 4 flutningaskip- um, en alls löskuðust 7 flutn- ingaskip. Þessar tölur ná aðeins til Kyrrahafsins. Um átökin á Atlantshafi sagði Knox, að Bandarikjaflotinn hefði sökkt 3 kafbátum, en lask- að 4, og aulc þess Iiafa verið gerðar árásir á 49, en um ár- angur þeirra árása væri ekki unnt að segja með vissu. Vafa- laust hafi þó fleiri kafbátum verið sökkt en skýrslur herma. If herforingi Ástralínmanna komst undan á flótta frá Singapore. í gær barst fregn um það frá London, að Gordon-Bennett, lierforingi Ástralíumanna á Malakkaskaga og Singapore væri kominn til Batavíu á Java, eftir að hafa lent í ýmsum ævin- týrum. Með honum voru nokk- urir brezkir liðsforingjar og sjálfboðaliðar. Komust þeir undan í kin- verskri smáskútu. Gordon-Bennett segir, að um 17.000 hermenn frá Ástralíu hafi verið í Singapore, er bar- dögum lauk. Mjög fáir þeirra munu hafa komizt undan. Rússar að taka Rezhev seg’ir II. P. 1 útvarpsfregnum frá Moskva segir, að Rússar sæki fram af enn meira kappi en áður á öllum víg- stöðvum, og bíði Þjóðverj- ar ógurlegt tjón. Eftir fregnum þeim, að dæma, sem nú berast frá miðvígstöðvunum benda allar líkur til að Rússar her- taki Rzhev þá og þegar. BREZKU OLÍU- FLUTNINGASKIPI SÖKKT UNDAN PUERTO RICO. Fregn frá San Juan, Pu- erto Rico hermir, að 23 menn af áhöfn brezka olíuflutn- ingaskipsins La Corriere, séu komnir til Port Guancanta. Einn skipverja dó í bjöcglm- arbátnum. Skipið varð fyrir árás að- faranótt miðvikudags og var því sökkt á miðvikudags- morgun. Þetta er 25. skipið, sem kafbátar óvinanna sökkva, siðan er þeir hófu árásir und- an austurstrTfridum Ameríku, eða frá 14. janúar. Bazar. Kirkjunefnd Dómkirkjunnar hef- ir áformaS að halda bazar föstudag- inn 6. marz næstk. Þær konur, jem góðfúslega vilja gefa muni á baz- arinn, geri svo vel að koma þeim til frú Áslaugar Ágústsdóttur, Lækj- sí;götu 12, eða frú Bentínu Hall- grín’isson, Garðastr. 39 eða Hrefnu- götu gL ekki seinna en 4. marz. Ræða Sii* Ntafford Cripps ■ gær fær lain- beztn undirtektir. Hano talaði som leidtogri — sagðl það, scm iiieiin biðu eftir að Iie,vrsi af munnl istsórnarinnar — SIR STAFFORD CRIPPS. Tveggja daga umræðunum um stvrjöldina lauk i neðri mál- stofunni í gær. Lauk þeim með ræðu Sir Stafford Crijips, sem nú talaði í fyrsta sinn sem fyrirsvarsmaður stjórnarinnar. Blöð- in eru harðánægð með ræðu hans. — Sir Stafford lýsti yfir þvi fyrir hönd stjórnarinnar, að hún mundi ryðja af brautinni öllu því, sem er til tálmunar, að sigurmarkinu verði náð. Appelsínurnar komnar. Appelsínurnar, sem Yísir skýrði frá fyrir skemmstu, eru nú komnar hingað. Þáð var Arctic, skip Fiski- málanefndar, sem flutti þær liingað frá Vigo á Spóni. Artcic var fljótt á leiðinni heim, ekki nema rúma 9 sólarhringa, en öll ferð skipsins, frá því að lagði af stað héðan til Spánar, stóð á þriðja mánuð. Varð skipið að liggja mestan þann tínia i höfn á Spáni. Endurheimf stúdentagarðsins Almennur stúdentafundur verðtir haldinn í kvöld kl 8V2 í I. kennslustofu Iláskólans. — Verður Garðsmálið til umræðu. Slúdentar eru áminntir um að fjölmenna á þennan fund, því búast má við, að veigamiklar á- kvarðanir verði teknar þar. — Stúdentar, niunið, að fundurinn er kl. 8% í kvöld. Blöðin segja, að Sir Stafford hafi talað rólega og af alvöru- þunga, nú hafi liann talað sem verjandi, en til þess hafi hann talað sem sækjandi, gagnrýn- andi. En hann var ekki aðeins verjandi, segja þau, hann mælti sem leiðtogi, sem hvetur til bar- áttu, og segir, að ekkert verði þolað, sem hindri stjórnna í að ná sigurmarkinu. Blöðin eru mjög ánægð yfir þvi, að Sir Stafford vitti það, að enn verður þess mjög vart, að fólk í Bretlandi sæki kappleiki — jafnvel hundaveðreiðar — o. s. frv., sem sýni, að menn finni ekki nægilega til þess hver ábyrgð hvílir á öllum. Alltof mikil óhófs eyðsla á sér stað, sagði hann, og stjórnin mun gera ráðstafanir til þess að upp- ræta þetta allt. Þjóðin verður nú að einbeita sér við verkefni sitt, boðskapur Sir Staffords táknar algera styrjöld (total war) hér eftir, ekki hálfvelgju- legan styrjaldarrekstur. — Loksins yfirlýsing Um algera styrjöld, segir News Chronicle. — Og Daily Sketch talar um „nýja rödd“, sem fólkið hafi beðið eftir að lieyra. Sir Stafford boðaði það, að stjórnin mundi leggja allt kapp á að leysa deilurnar um Ind- land, en erfiðasta viðfangsefnið er, að sætta Hindúa og Mo- hammeðstrúarmenn, sem vilja fara ólíkar leiðir. Umræður um Indlandsmálin fara fram á þingi bráðlega, sagði Sir Stafford. — Þá lýsti hann yfir þvi, að stjórnin legði hina ntestu á- herzlu á, að efla samvinhu milli landhers og flughers og flota, og samræma hernaðaraðgerðir. — Ráðgert er, að Iiermálaráð- lierrann fái sæti á þingi eiiis • fljótt og auðið er. Til athugunar er i stríðs- Bretar senda her- lið til Ameríku. I gærkveldi var tilkynntt í London, að brezkur herafli væri kominn til New York. Tekið var fram, að hér væri um lítinn her- afla að ræða, aðeins eina her- deild eða herflokk (a small unit). Ekkert hefir enn sem komið er verið látið uppskátt um til- ganginn með að senda lierflokk þennan vestur yfir haf. stjórninni hvort liaga skuli á- rásum brezka flughersins á Þýzkaland svo sem verið hefir. Sum blöðin segja, að nú sé þess að vænta, að ekki verði frekara framhald á hinum sí- endurteknu afsökunum á óhjá- kvæmilegu undanhaldi til nýrra varnarstöðva o. s. frv. Skarlatssótt — ekki útbrota- taugav eiki. Sá orðrómur gengúr nú Ijós- um logum hér um bæiiih, að út- brotataugaveiki sé komin npp á Seyðisfirði og hafi þar orðið vart nokkurra tilfélla. Snéri Vísir sér til lándlæknis í morgun til að spýrjasí fyrir um hvað hæft væri í þessu og kvaðst hahn ekki hafa fengið neina tilkynnirigu um ’tauga- veiki, hinsvegar hefði verið simað til sín frá Seýðisfirði í gær, viðvíkandi skarlatssótt, seiri hefði stuiigið sér þar niður. Von Busch barðist áfram þótt í óefni væri komið, samkvæmt beinni skipan Hitlers. Rússar tilkynntu í gærkveldi, að þeir hefðu komizt yfir þýzk herskjöl, á Staraya Russa-svæðinu, m. a. dagskipan, sem sýndi, að Hitler skipaði svo fyrir, að þessu bardagasvæði yrði að hálda hvað sem leggja yrði í sölurnar til þess, og lofaði Hitler áð sendnr yrði liðsafli loftleiðis, ef ekki yrði unnt að koma honum með öðru móti. En þetta tókst ekki. Von Busch hlýddi þó skipan Hitlers, og þegar búið var að umkringja 16. herinn, og Rússar kröfðust uppgjafar, neitaði hann að verða við kröfunum, óg byrjuðu þá áhlaup Rússa á her þennan, svo sem áður hefir verið getið. ' Rússar tilkynntu í gærkveldi, að þeir hefðu haldið áfram sókn sinni í gær og tekið marga bæi, herinn, ef Spiolensk, aðalbæki- stöð Hitlers félli'. Rússar segja, að margir her- og hefði Þjóðverjar beðið mikið 1 menn í liði Þjóðverja gerist lið- manntjón. í fvrradag voru skotnar niður 20 þýzkar flugvélar og 6 rúss- neskar. I rússneskum fregnum er talið, að Hitler hafi ef til vill ekki heðið öllu alvarlegri lmekki á austuiwígstöðvunum, en þann, að láta hið liertekna svæði við Staraya ganga úr greipum sér, því að fyrir bragðið stend- ur hann langtum ver að vígi, er vorsóknin byrjar. Eftir öllum líkum að dæma er nú fyrir það girt, að hann geti byrjað vor- oóknlna til Leningrad á næstu grösum við varnarher Rússa þar. — Auk þess, sem að framr an greinir um bardagana við Staraya Russa er þess að geta, að einnig ’er barizt af miklu kappi norðvestur af Illmenvatni, og við Schlusselhurg er enn bar- izt af kappi, en þangað hafa Rússar neyðst til að senda 3 her- fylki varaliðs. Á öllum þessum vígstöðvum eru Rússar í sókn — og víðar. Milli Vyasnia og Smolensk sækja Rússar einnig fram, og hefir Hitler neyðst til að senda enn aukið varalið til Smolensk, sem er í stöðugt aukinni hættu. Mundi það verða gífurlegur sið- ferðilegur hnekkir fyrir þýzka hlaupar, en slíkar fregnir, frá hverjum sem þær koma, eru oft várhugaverðar, þótt vel megi vera, að rétt sé hermt. Það er að minnsta kosti víst, að þýzku- hermennirnir hafa margir þolað vetrarkuldana illa og kann það að hafa leitt til þess, að einhverj- ir hermenn hafi gerzt liðhlaup- ar. — Fyrir norðan Umenvatn háfa Rússar gert á annað hundrað á- hlaup á einum mánuði, að þvi er Þjóðverjar segja. I fregnum í morgun segir, að barizt sé um járnbrautiua milli Moskva og Riga og hafi Rússar hertekið 17 baj og liorp í gær. Á Orelvígstöðvunum hafa; Rússar tekið 4, bæi og Þjóðverj- ar játa, að Rú.ssar geri hörð æ- hlaup við Ivharkqv. Suðvestur af Kharkov nálgast Rússar Polt- ava, hina sögufrægu borg. Talið er, að um 6000 Þjóð- verjar hafi fallið. á Donetzvig- stöðvunum í . seinustu bardög- um. Gullna hliðiS verður sýnt í kvöld og anna'ð kvöld. Alþingismönnum og bæjarstjórn er boðið á sýninguna annað kvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.