Vísir - 07.03.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 07.03.1942, Blaðsíða 2
VlSIR VISIP DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Féiagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Gert og ógert. JJ KKERT okkar hefir enn koinið í Paradís, — og sum kannske ekki einu sinni til ísa- fjarðar, — svo að það er erfitt fyrir okkur að segja, hvernig umhorfs muni vera á hinum fullkomna sælustað. Þegar við hugsum okkur um, verðum við víst öll að játa, að við höfum sjaldan kynnzt neinu, sem ekki mætti betur fara. Okkur hefir ef til vill gefizt kostur á að koma til stórborga heimsmenningar- ínnar, Við höfum getað dáðst að stórhýsunum, söfnunum, stræt- unum, búðaskrautinu, sam- göngutækjunum, skenwntanðljf- inu. En þrátt fyrir aðdáunina höfum við ekki þurft á neitt sér- stakri hugkvæmni að halda, til að geta bent með fullum rétti á sitthyað aðfinnsluvert og ann- að, sem vanrækt hefði verið. Við höfum kQmið á fögur heimili, Ineð allskonar þægindum. En við höfum samt aldrei komið á heimili, sém ekki mætti um- bætá. Okkur hefir verið veittur góður beini. Hvenær hefir hann verið svo góður, að hann hefði ekki getað verið betri? Ef við erum þess sinnis, finnst okkur allt, sem okkur er vel gert, „sldtagóðgerðir“ — eins og strákurinn sagði. * * * Já, er það ekki einmitt strák- urinn, sem talaði um „skítagóð- gerðirnar“ og bræður hans, sem nú keppa sameiginlega til valda í þessu bæjarfélagi? Hver játar ekki að hér sé mörgu áfátt? En það er allt annað, að viðurkenna þetta, en að loka af ásettu ráði augunum fyrir öllu því, sem ó- venjulegur manndómur og sjaldgæf atorka hafa til vegar komið á fáum áratugum. Ýms- ir þeir, sem kenna sig við hug- sjónir, hafa það helzt sér til ein- kennis, að vera blindir á kosti þess sem er. Þeir halda að það sé vottur um einhverja útmema náðargáfu, að geta sagt um hvað eina, að það eigi að vera „ein- hvernveginn öðruvísi“. Og svo bjóðast þessir garpar til að út- vega „nýtt skipulag“, „nýja starfshætti“, „nýtt andlit“ — bara eitthvað, sem er „einhvern veginn öðruvísi“! * * ★ Róm var — að því að sagt er — ekki byggð á einum degi. Og ef hún hefði verið byggð á ein- um degi, hefðu alltaf verið nóg- ir til áð fjargviðrast yfir þeirri „kyi'rstöðu“, að hún skyldi ekki vera byggð á hálfum degi. Slík- ir menn hefðu sennilega ekki unnið að byggingunni. Mennirn- ir með „nýja skipulagið“, „nýju starfshættina“ óg „nýju andlit- in“ eru venjulega áhorfendur, þar sem byggt er. Þeir vita oftast ekki hvað það er, að leggja stein í vegg. Þess vegna eiga þeir svo hægt með að segja að það eigi að vera „einhvern veginn öðruvisi“. Það er alltaf styrkur fyrir þá, sem lifa til að lasla, uð þekkja ekki af eigin reynd erf- iðleikana við að byggja upp. * * # Reykjavík hefir ekki fremur en Róm verið byggð á einum degi. En hver er svo blindur, að hann játi ekki með sjálfum sér, að hér hafa þau afrek verið unn- in, sem næst hafa komizt þvi, að láta framfaradrauma horf- inna kynslóða rætast? Yið skul- um hugsa okkur þá, sem hafa byggt upp þetta bæjarfélag, sem eina persónu — Reykvíkinginn. Hvernig eigum við að dæma hann? Er hann rétt metinn með því að geta aðeins þess, sem hann hefir ógert látið? Eða á líka að telja það, sem liann hef- ir gert? Hvernig dæmum við menn? Við lesum t. d. grein um atorku- saman bónda. Iiann hefir byrj- að með tvær hendur tómar, komið upp stórum barnahóp, sléttað 10 dagsláttur í túni, girt heimalandið, byggt íbúðarhús og útihús að nýju. Hefir þessi maður unnið þjóðnytjastarf ? Já, okkur finnst það, mörgum. En svo kemur einhver, sem veit miklu betur. Hann segir: „Þessi bóndaræfill hefir ekki ræktað nema 10 dagsláttur, en það var hægurinn hjá, að rækta 20. Hann hefir hrúgað upp ein- hverju hússkrifli. En það er svo þægindasnautt, að það er ekki einu sinni vatnssalerni, livað þá heldur baðherbergi í þvi. Svona er kyrrstaðan og menningar- leysið,“ $ ★ # I>að ér maðurinn sem. síðast talaði og bræður hans, sem hafa ekkert að segja um Reykvíking- inn, nema það sem hann hefir ógert Iátið. Þessir bræður allh' telja sér það til gildis, að sjá aldrei það sem vel er gert, held- ur aðeins það, sem miður fer. I>eir vita ekkert annað en það, að allt á að vera „einhvern veg- inn öðruvísi“. Og svo fimbul- famba þeir fram og aftur um skipulagið, starfshættina og aYidlitin sín. Borgarar þessa bæjar eiga bráðum að velja. Vita þeir hvað þeir hreppa, ef þeir sleppa þvi sem er? Ætla þeir að láta lastið ráða úrslitum? Ætla þeir að gera sig ánægða með að allt verði „einhvernveginn öðru- vísi“ ? Skrifað stendur: Lastaranum likar ei neitt, lætur hann ganga róginn. Finni hann laufblað fölnað eitt, þá fordæmir hann skóginn. Sjálfstæðismenn! Fundur í Gamla Bíó kL 2 á sunnu- dag. Síðasti fundur fyrir kosningar. Búnaðarþingið sett á morgun. Búnaðarþing verður sett kl. 5 á morgun, í Baðstofu Iðnaðar- manna. Þetta er aukaþing og er það kallað samna vegna marghátt- aðra vandamála landbúnaðarins sem krefjast sjótrar úrlausn- ar. Á Búnaðarþingi eiga 25 full- trúar sæti og munu- þeir flestir komnir til bæjarins, að undan- teknum Páli Pálssyni í Þúfum við ísafjarðardjúp og fulltrúum frá Autsurlandi, þeim Sveini Jónssyni á Egilsstöðum, Birni Hallssyni á Rangá og Sigurði Jónssyni á Stafafelli í Lóni. X D-listinn Alþýðuílokkurinn, verk- íöllin og dýrtíðarmálin. lltvarp§ræða Jakob»i 91öller§, íjármálaráðherra, 4. þm. Niðurlag. Stefán Jóh. Stefánsson hafði það eftir enska verkamálaráð- herranum Bevin, að mér heyrð- ist, að kaupskrúfan svokallaða hefði engin áhrif á verðbólg- una. Eg verð nú að játa það, að mig furðar á því, að Stefán skuli geta fengið af sér, að segjæ frá þessu, livort sem það er nú satt eða ósatt, þar sem flokks- hróðir hans á í lilut. Mig furðar ekkert á því fyrir þá sök, livað vitlaust það er, þó að eg geti um það leitt Jón Blöndal sem vitni. En eg spyr: hverskonar verka- lýðsleiðtogi er hann þá þessi Bevin? Eg heyri j>að sagt, að kaupgjaldi sé nú haldið niðri i Bretlandi. Er það þá af því, að brezkir valdamenn geti ekki unnt verkalýð landsins að bæta hag sinn og safna sér sjóðum til erfiðu áranna. Og hvernig má það vera, að Bevin þessi skuli horfa upp á þetta aðgerða- laus, og vera [>ó verkamálaráð- herra, í stað þess að beita sér fyrir almennri grunnkaups- hækkun verkalýðnum, til handa, eða þá að láta draga sig út taf- arlaust, eins og þeir Haraldur og Stefán Jóhann. Ánnars vél*S eg að segja það, að mér þótti Stefán tala all i;ppbyggilega um það, hvernig ætti að fara að þvi, áð hafa hemil á verðbólgunni. Hann sagði, að eklvert yæri auðveld- ara, því að til þess þyrfti ekki annað en að taka nógu mikið af stríðsgróðanum, og borga með því mismuninn á stríðs- verði innfluttra vara og fyrir- stríðsverði þeirra. Þá hefði ekk- ert verðlag þurft að liækka og ekkert kaupgjald. En mér þótti það leiðinlegt, að Stefáni skyldi ekki liafa auðnast að finna þennan vizkustein, áður en hann var dreginn út úr ríkisstjórn- inni. En líklega hefir hann þá verið búinn að finna völuna áð- ur, en bara þagað um það, til þess að geta skammað okkur hina fyrir aðgerðaleysið, þegar hann væri farinn, enda fengjum við þá líka að kenna á þvi, að enginn veit hvað átt hefir fyrr en misst hefir. Annars fer því nú svo fjarri, að það sé rétt, að kaupgjalds- og verðlagsskrúfan hafi engin áhrif á verðbólguna, að það er alviðurkennd staðreynd, að ein- mitt sú skrúfa er höfuðmein- semdin. Og i rauninni viður- kennir Stefán Jóh. þetta með þvi, sem hann segir um það. Hann reynir að sanna það, að kaupgjaldið hafi engin áhrif í þessu efni, af því að hækkun þess komi aldrei fyrr en eftir á, eftir að verðlagið hefir hækk- að. Þetta mætti nú orða um kauphækkun samkvæmt vísi- tölu, því að visitalan hækkar á eftir verðlaginu. En hvað er þá um grunnkaupshækkun að segja? Kemur hún ekki bara, þegar hennar er krafizt, hvort sem verðlag hefir hækkað eða ekki, nema þá að sérstakar ráð- stafanir séu gerðar til að hindra hana, eins og t. d. lögbann? Og hver verður svo afleiðing slíkr- ar grunnkaupshækkunar? Verð- ur hún ekki óhjákvæmilega sú, að framleiðslukostnaður inn- lendra vara hækkar? — Segir hinn vísi Bevin það, að grunn- kaupshækkun hafi engin áhrif á framleiðslukostnaðinn innan- lands? Því trúi eg hú blátt á- fram elcki, hvað sem Stefán Jóh. ségir um það. En hver verður þá afleiðing þess, að frarn- leiðsluleostnaðurinn og verðlag innlendra vara hækkar? Alveg óhjákvæmileg liækkun vísitöl- unnar og þar af leiðandi ný kauphækkun og ný aukning framleiðslukostnaðar og síðan ný vísitöluliækkun og kaup- gjaldshækkun og þannig koll af kolli, þar til peningarnir eru orðnir verðlausir. En hvaða gagn er verkamönnunum þá orðið að kauphækkununum og því, sem þeir kunna að hafa getað „safnað sér til erfiðu ár- anna“, eins og Jón Axel talaði svo fagurlega um, að væri eng- inn voði, þó að þeir fengi tæki- færi til? — Nei, ef til vill enginn voði, en verkamönnum hinsveg- ar til lítillar gleði, eins og Jón Blöndal sagði. S jálfstæðismenn! Fundur í Gamla Bíó kl. 2 á sunnu- dag. Síðasti fundur fyrir kosningar. Nú skal eg hinsvegar benda á það, að gagnvart atvinnurek- endunum, striðsgróðamönnun- um, horfir þetta allt öðru vísi við. Ef nokkrir jieirra skulduðu nokkuð, þá verða skuldirnar al- veg eins og peningarnir að engu. Hlnsvegar hækka framleiðslu- læki þeirra, liverju nafni, sem nefnist, fasteignir, kvikfénaður o. s. frv., í verði í hlutfalli við verðrýrnun peninganna. Af hverju er nú hægt að selja fast- eign, sem fyrir stríð kostaði 50 þús. fyrir 100 þús. eða meira? Af því að gildi peninganna hefir rýrnað. Hvers vegna kostar hestur, sem seldur var fyrir 500 kr. fyrir stríð, nú 1000 kr. eða meira? Það er af sömu ástæðu. Og á hverjum bitnar þá verð- bólgan eða dýrtíðin mest? Á þeim, sem ^vinna fyrir kaupi og engar eignir eiga aðrar en peninga. Á þeim, sem hafa reynt að safna sér sjóðum til erfiðu áranna, á þeim, sem hafa keypt sér trygg- ingar. Stefán Jóhann talaði ein- mitt um ellitryggingar, hvað erfitt væri að fá þær hækkaðar. En af hverju þarf að fá þær hækkaðar? Auðvitað af því, að tryggingasjóðirnir hans Har- alds, þessir, sem bókin mikla, sem eg stöðvaði útgáfuna á, m. a. átti að fjalla um, þeir eru smátt og smátt að verða að engu. Og þannig á ef til vill þessi „óbrotgjarni minnisvarði“, sem Alþýðuflokkurinn ætlaði að reisa sér, það fyrir höndum að verða að engu í hafróti verð- bólgunnar, sem Alþýðuflokkur- inn telur þó ganga glæpi næst að reyna að stöðva með því eina ráði, sem til þess kynni að duga. Þið hafið heyrt það, kjósend- ur góðir, að þeir Alþýðuflokks- mennirnir vilja láta ykkur skoða sig sem forsvarsmenn ,.launastéttanna“, sverð þeirra og skjöld. Þið hafið heyrt, hvaða kröfur það eru, sem þeir gera fyrir hönd launastéttanna. Þeir krefjast ótakmarkaðrar heim- ildar til þess að koma fram lcaupliækkunum þeim til handa. Eg veit að allir, sem vilja skilja, skilja það, út í hvaða kviksyndi er stefnt með þvi, að setja kaup- gjalds- og verðlagsskrúfuna þannig i gang á ný. Eg veit ekki hve vel það kann að takast, að halda verðbólg- unni í skefjum. Við höfum það þvi miður ekki sjálfir algerlega á okkar valdi, að ráða niðurlög- um hennar. Eg veit, að ríkis- stjórnin liggur undir ámæli fyr- dýrtíðarskrúfuna. Það er hins- vegar elcki af því, að mönnum liafi ekki verið það Ijóst, að í ó- efni var stefnt. Ríkisstjórnin hefirum langt skeið haft i ráð- um með sér færustu sérfræð- inga, í þeim fræðum, sem að þessu lúta. 1 fyrstu umsögn þeirra fræðimanna, sem til þess ráðuneytis höfðu verið valdir, en þeir voru, einn fyrir hvern af flokkum þeim, sem ríkis- stjórnin hefir stuðst við, létu þeir í ljósi efasemdir um, að takast mætti að liafa hemil á verðbólgunni, vegna jieirra ut- anaðkomandi afla, sem nú eru hér að verki. Þetta hefir að vissu leyti orðið til að draga úr því, að gripið yrði til ýmsra vafa- samra ráðstafana, sem uppi hafa verið tillögur um í því skyni. Hinsvegar er því heldur ekki að leyna, að gætt hefir nokkurrar togstreitu um mis- munandi hagsmuni einstakra flokka og stétta. Mönnum varð það brátt ljóst, að kaupgjaldið og verð innlendra neyzluafurða voru höfuðþættir þessa vanda- máls. Ilinsvegar bar á milli um það, hvor þátturinn væri veiga- meiri, eða hvort nægja myndi að liefta annan þeirra, og þá hvorn þeirra ætti heldur að hefta, eða þá, livort eitt yrði að láta yfir þá báða ganga. Eins og kunnugt er, var bæði af- urðaverð og kaupgjald lögfest með gengislögunum frá 1939. Afurðaverðið var svo gefið frjálst en síðan kaupgjaldið, upp úr því hófst kapphlaupið milli verðlagsins og kaupsins! Sumir töldu svo afurðaverðið rót alls ills og vildu láta lög- festa það eða leggja hömlur á það, því að þá myndi kaup- gjaldshækkunin stöðvast af sjálfu sér. Og auðvitað var þá ekki gert ráð fyrir grunnkaups- hækkunum. Aðrir vildu binda kaupgjaldið, en láta ákveða af- urðaverðið með sama liætti og áður, og enn aðrir, að sama ætti að gilda um hvorttveggja. Að lokum kom svo þar, þegar grunnkaupshækkunarkröfurnar komu fram í árslokin siðustu, að tveir flokkarnir, Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknar- floklcurinn sáu sér elcki fært lengur að háfast ekkert að, og komu sér saman um gerðar- dómslögin, sem ganga jafnt yfir alla í þessum efnum, þó að það kostaði það, að stjórnarsam- vinnan við Alþýðuflokkinn rofnaði. Það var fyrir löngu orðin al- menn þjóðarkrafa, að einhverj- ar ráðstafanir yrði reynt að gera til að hafa hemil á verðbólg- unni. Það virtist hinsvegar þýð- ingarlaust að ausa fé úr rikis- sjóði, til að lækka útsöluverð á vörum, erlendum eða innlend- um, ef dýrtíðarskrúfan átti eftir sem áður að fá að halda áfram sínu starfi. Rauuverulegt verð- lag liafði haldið áfram að hækka og greiðslurnar úr rikissjóði liefðu i rauninni verið saina og kauphækkun, þó þær kæmu ekki beint í hendur kaupþegans. Það mátti þá alveg eins láta hvorttveggja leika lausum hala, í þessu efni gildir þó að sjálf- sögðu nokkuð sitt hvað um vísi- töluhækkun kaupsins og um grunnkaupshækkun af handa hófi. Ef tryggt er, að kaupgjald- ið hækki aðeins samkv. visitölu og afurðaverðið aðeins eftir mati í hlutfalli við það, þá kem- ur fyrst til mála, að fært geti talizt að fara að verja af al- mannafé til þess að jafna metin. Gerðardómslögin voru sett af þjóðarnauðsyn, til þess að koma í veg fyrir svipað gjaldeyris- hrun eins og lcunnast er dæmi til i Þýzlcalandi á árunum eftir síðustu styrjöld. Hrun, sem fyrst og fremst mundi bitna á þeim þegnum þjóðfélagsins, sem sízt mega við því, launþeg- unum. Þegar nú er reynt að æsa ein- mltt þessar stéttir manna upp gegn þessari löggjöf, þá sýnir það aðeins það, hvílíka oftrú þeir menn, sem það reyna, hafa á skammsýni almennings og skilningsskorti. Launamenn í Reykjavík, látið ekki þessa oftrú endast fram yfir kosningadaginn. Reykvik- ingar, — treystið Sjálfstæðis- flokknum eins og þið hafið treyst honum, til þess að gera það sem rétt er og öllum heilla- vænlegast, og kjósið D-listann á kosningadaginn. V egabótaf lokkar starfa eins og á snmri virri. En skortur á vinnuafli yfirvofandi í snmar. T^að hef ir aldrei átt sér stað fyrr en nú, að vegavinnu- * flokkar væri að störfum um háveturinn allt norð- ur í Eyjafirði, eins og á sumri væri. Þetta er kleift nú vegna þess, hversu veðurblíða hefir verið með eindæm- um um land allt, enda hefir umferðin víðast verið eins og að sumarlagi. Visir átti tal við Geir G. Zoéga, vegamálastjóra, í gær og sagði hann blaðinu frá þessu. Helztu vegaframkvæmdir, sem unnar hafa verið að undan- fömu, eru endurbætur á Kefla- víkurveginum. Hann var ófær nokkra daga í fyrra, þegar klaki var að fara úr honum, en siðar á árinu voru gerðar miklar end- urbætur á honum og varið til þess milclu fé. Um þessar mundir vinna 60— 70 menn í Keflavílcurveginum. Fást þeir við að byggja útslcot úr veginum og breikka ýmsa kafla hans. Fyrir skemmstu hefir vega- málaskrifstofan eignazt fjóra nýja veghefla og eru þeir komn- ir það, að hún hafi ekki fyrr j ir hingað til landsins. Þeir eru hafizt handa um það, að stöðva af lieldur minni gerð en þeir, sem fengnir voru í fyrra. Vega- málastjóri hefir hug á' að fá fleiri hefla, svo að hægt verði að hafa einn eða tvo í hverju smá- vegakerfi, svo sem t. d. i Borg- arfirðinum, þar sem hafðir verða tveir heflar o. s. frv. En það er farið að verða erfiðara að fá þessa hefla en áður. Þeir'eru amerískir. Með þessum fjóru nýju veg- heflum á vegamálastjórnin sam- tals 14 hefla. Þá sagði vegamálastjóri að lokum, að það væri nú að koma í Ijós, að hörgull mundi verða á vinnuafli til vegavinnu i sumar — skortur mundi verða bæði á mönnum og bílum. Mundi lausn þessa máls verða enn örðugri en í fyrra. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.