Vísir - 17.03.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 17.03.1942, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjórl 1 Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 Ifnur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 17. marz 1942. 41. tbl. Iimrás strönd á restnr- •. Astralín Hlé í Burma JUexander herforingi um horfurnar. Á bardögunum í Burma er nú nokkurt liló og er það ætlun her- fræðinga, að Japanar kunni að ■vera að búa sig undir frekari sókn, með því að koma sér sem bezt fyrir í Rangoon. Indverskar hersveitir hafa tekið einn bæ og tvö þorp á Sitt- angárvígstöðvunum. Var gerð árás á þessuni slóðum á dögun- um, til þess að skapa Japönum verkefni, meðan brezki lierinn frá Rangoon hörfaði undan. — Indverskir hermenn fóru yfir ána á bambusti’jám og komu að Japönuin óvörum. Barist var i návígi og voru 400 Japanir drepnir. Kinverskar hersveitir eru á Jeiðinni til stuðnings vinstra fylkingararmi brezka hersins. Vígstöðvarnar eru nú um 110 kni. fyrir norðan Rangoon og þaðan til vesturs. Alexander, hinn nýi lierfor- ingi í Burma sagði í gær, að or- ustan um Burma væri aðeins að byrja. Hann lauk lofsorði á frammistöðu hermanna sinna, enskra indverslíra og Burma- manna. Hann laulv og miklu lofsorði á kínversku hermenn- ina, sem eru margreyndir í bar- dögum, og nú fara að koma til skjalanna. Þeir liafa amerísk vopn. — Á Burmavígstöðvunum eru og enskar og skozlcar lier- sveitir. Gjöf til konunnar með börnin sex,. afh. Vísi: io kr. frá Rúnu. Gjafir til fátæku stúlkunnar, afh. Vísi: 15 kr. frá J. S. 10 kr. frá'N. N. Brezk flotaárás á Rhod.es. * / Brelar liafa gert mikla árás á strandstöðvar Itala á eynni Rliodes i Miðjarðarliafi. Kom árásin að ítölum algerlega óvör- um og varð lítið um varnir. Rliodesey er austarlega í Mið- jarðarhafi og urðu herskip Breta að fara liættulegar leiðir, milli Rhodes og Litlu Asíu- stranda, en þarna er frekar grunnsjávað og víða eru tund- urduflabelti, sem varast þarf. Ilerskipunum tókst þó að kom- ast slysalaust i skotmál við tvær lielztu hafnarborgir á ejmni og var nú hafin skotliríð á þær og stóð hún í fullar 20 mínútur. Fyrst var skotið svo nefndum stjörnukúlum og voru þá borgirnar sem uppljómaðar, en þar næst Jiófst fallbyssuskot- hríðin og vorú fallbyssukúlurn- ar sem skotið var samtals um 40.000 ensk pund að þyngd. ítalir og Þjóðverjar — því að þýzlcl setulið er nú einnig á Rliodes — svöruðu skothríð- inni, en mjög liandahófslega, og varð eklcert brezlcu herskipanna fyrir neinu tjóni. Um leið og fallbyssukúlurnar dundu á stöðvum Ilala létu Wellington sprengjuflugvélar sprengjunum rigna yfir virlcin. Talið er, að mildð tjón liafi orðið af vÖldum skotliriðar herskipanna og af sprengjum flugvélanna. Áður en Japanar tóku Soura- baya, eyðilögðu Hollendingar þar gersamlega þrjár flotkvíar og 4 kaupskipum var sökkt, og yfirleítt var allt liernaðarlega verðmætt, sem ekki var liægt að flytja á brott, eyðilagt með öllu. Við l>oi'g:arlilið Orel. Eixkaskevti til Vísis. London í morgun. Seinustu fregnir herma, að hersveitir Rússa séu komnar inn í úthverfi Kharkov, mestu iðnaðar- borgar í Ukrainu, en Khar- kov tóku Þjóðverjar fyrir um það bil 5 mánuðum. Að undanförnu hafa rússnesk blöð boðað, að Kharkov mundi ganga úr greipum Þjóðverja bráðlega. Þá tilkynna Rússar, að hersveitir þeirra séu við borgarhlið Orel, og her- menn Rússa skjóti af riffl- um og vélbyssum á stöðvar Þjóðverja í borginni sjálfri. FRETTIR í STUTTU MÁLI. Brazilislct skipafélag liefir tekið við 16 möndulveldaskip- um, sem Brazilíustjórn lagði löghald á. Á Argentínu hefir aðalleiðtogi nazistisks æskulýðsfélagsskapar verið handtekinn. Ilann er sak- aður um starfsemi skaðlega rík- inu. 17 sænsk blöð voru gerð upp- tæk fyrir skemmstu, vegna þess, að þau birtu greinar um hroða- lega meðferð á föngum í fang- elsum nazista í Noregi. Dóms- málaráðhérrann er víttur fyrir þetta í sænskum blöðum. Níu amerískar orustuflugvél- ar réðust á miklu fleiri japansk- ar sprengjuflugvélar norður af Ástralíu og skutu niður tvær sprengjuflugvélar og eiua or- ustuflugvél og misstu aðeins 1 sjálfir. Nú er verið að smíða sprengjúflugvélar i Bandaríkj- unum, sem gela flogið án'við- komu alla leið til Filipseyja og Ástralíu. I verksmiðjum Fords er nú fiamleidd sprengjuflugvél á hverjum. 2 klukkustundum. , Loftárás á Porl Darwin i Ást- ralíu — hin fjórða — var gerð i gær. Manntjón varð nokkurt, en hernaðarlegt tjön varð ekki mikið. 14 japanskar flugvélar. gerðu árásina. Woolton lávarður, matvæla- ráðlierrann brezki, hefir boðað að vegna Kyrrahafsstyrjaldar- innar verði Bretar að sætta sig við að fá minna kjöt en áður. Bandaríkjakafbátur hefir sökkt japönsku lcaupskipi á sigl- ingaleiðum við Japan og olíu- flutningaskipi í nánd við Filips- eyjar. l»að hefir sésf til herskipaílotans sem verndaði herflutningaskipin. er innrásin var gerð á Java undan vesturströndinni. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Samkvæmt fregnum, sem borizt hafa frá Ástralíu, hefir sézt til japansks innrásarflota við vest- urströnd Ástralíu. — Nánari fregna um þetta er beðið með mikilli óþreyju. Virðist hér vera að koma í ljós, að það er rétt, sem herleiðtogar og stjórnmála- menn Ástralíu hafa haldið fram að undanf örnu, að Jap- anir mundu ekki bíða unz Bandaríkjamenn væru bún- ir að senda meira lið til Ástralíu, heldur gera innrásina, áður en hjálpin berst Ástralíumönnum í stórum stíl. — Fregnir hafa borizt, sem sýna, að Japanar hafa flutt mikið af flugvélum seinustu dægur tii stöðva sinna á Nýju Guin.eu og Nýja Bretlandi, og bendir það til, að nú séu í þann veginn að byrja stórkostlegar loftárásir, sem verði forleikur að mestu inn- rásartilraun Japana til þessa. Flugvélar bandamanna í áströlskum stöðvum halda því uppi stöðugum árásum á flugstöðvar Japana, í því augnmiði að ónýta innrásartilraun þeirra þegar í byrjun. Á sumar stöðvar eru gerðar árásir án þess nokkurt lát verði á. Kennsluflugvél fyrir „lengra komna“ Rússar taka 2 bæi 215 þýzkar flugvélar skotnar niður á einum degi. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Rússar tilkynntu tvo mikilvæga sigra í gær, sem treysta mjög aðstöðuna á vígstöðvunum, sem Þjóðverjum er hvað þýð- ingarmest að halda. Rússar tóku bæinn Kogdonova um 35 kíló- metra fyrir norðan aðalþjóveginn milli Smolensk og Vyasma. Þá var því haldið fram, að um æ meiri þunga væri að ræða í sókn Timochenko á suðurvígstöðvunum, einkanlega fyrir sunn- an Kharkow, og er gizkað á, að manntjón Þjóðverja á þessum vígstöðvum sé um 2000 á dag að meðaltali. Flugvél þessi er notuð til að kenna ungum flugmönnum meðferð tvíhreyfla flugvéla, en þær eru miklu vandasam- ari í meðferð en þær, sem reknar eru aðeins með ein- um hreyfli. Það er einn lielzti kostur þessarar flugvélar, að hægt er að kenna a. m. k. tveim mönnum í einu. Höll í hjarta bæjarins? í gær voru skotnar niður 3 flugvélar nálægt Moskvu. í fyrra- dag voru skotnar niður 17 þýzkar og 6 rússneskar og í fyrradag 28 þýzkar, eða nokkuru fleiri en áður hafði verið tilkynnt. I vikunni sem leið voru alls skotnar niður 215 þýzkar flugvélar ög 57 rússneskar. Þjóðverjar flytja nú lið til Staraya Russasvæð- isins í svifflugvélum, en Rússum verður vel ágengt að skjóta þær niður eins og herflutningaflugvélarnar stóru. Þjóðverjar tala mikið um það í tilkvnningum sínum, að frost- hörkur séu enn á vígstöðvunum í Rússlandi, og segja þeir að ekkert lát sé á bardögum, þrátt fyrir frost og hríðarveður. Mest er frostið á nyrstu vígstcðvunum eða um 35 stig á Celsíus og víðast hvar upp undir 25 stig. Jafnvel suður við Azovshaf eru frosthörkur. I bardögum á Leningradvígstöðvunum hafa fallið 1800 Þjóð- verjar á 2 dögum. Hjálparsveitir Þjóðverja á leið frá Eistlandi til Staraya Russa vígstöðvanna hafa ekki komizt leiðar sinnar. HVERNIG Á ÞVÍ STENDUR, AÐ RÚSSAR SIGRA — AÐ ÞVÍ ER ÞEIR SJÁLFIR TELJA Útvarpið í Moskvu skýrði frá því i gær hverjar v^eru orsak- ir þess, að Rússar myndu sigra. — Fara þær hér á eftir: Rússar berjast fyrir ættjörð sína í þessari styrjöld og þurfa ekki annarar hvatningar með en meðvitundarinnar um það. Þýzku hermennirnir vegna þess eins, að þeir eru til þess knúð- ir með áróðursstarfsemi. Rússnesku hermennirnir á vígstöðvunum hafa öflugri bak- hjarl en þeir þýzku, mikinn, nýæfðan, óþreyttan varaher, ein- huga þjóð, sem vinnur af kappi að hergagnaframleiðslu, mikil náttúruauðæfi, og auk þess — sem ekki er minnst um vert — Rússar njóta samhygðar og stuðnings allra frelsiselskandi þjóða í baráttu sinni, en Þjóðverjar efast æ meira um sigur sinn og auk þess er hinn ótrausti bakhjarl þeirra: Hernumdu löndin, þar sem hatur milljónanna mun brjótast út í ljósum loga, þegar fólkið fær merki um, að stundin sé komin til þess að losa sig úr hlekkjunum. PÁÐ ER HÆGT AÐ HREKJA ÞÝZKA HERINN TIL BERLÍNAR — OG LENGRA — SEGIR LITVINOV. Litvinov, sendiherra Rússa í Washington, hefir haldið ræðu í blaðamanna-veizlu vestra, og ræddi hann enn nauðsyn’þess, að tekin yrði upp barátta við Þjóðverja á fleiri vígstöðvum. Ef það væri gert er nú tækifæri fyrir hendi til þess að hrekja þýzka herinn alla leið. til Berlínar á þessu ári og jafnvel lengra. í veizlu þessari töluðu einnig sendiherrar Bretlands, Hollands og Kína. — Halifax lávarður kvað bandamenn hafa gildar ástæð- ur — þrátt fyrir allt sem á móti hefir blásið — til þess að ala hinar beztu vonir um sigur að lokum, en ótrú á sigur Hitlers mundi grípa æ meira um sig meðal Þjóðverja og samherja þeirra. Roosevelt forseti sendi samkundunni kveðju sína og kvað það höfuðnauðsyn, að hornsteinn hernaðarbaráttu bandamanna væri áfram eining og samvinna. Með þessari fyrirsögn ritar Jóh. Sæmundsson læknir i Vísi á laugard. nokkur orð um fyr- irhugaða húsbygging ameriska Rauða Krossins hér í bænum. Telur læknirinn athugandi, hvort ekki megi velja bygging- unni stað útií Reykjavikurtjörn. Út af þessu verður það að segjast, að flestir Reykvíkingar vilja aþs ekki láta minnka Tjörnina frekara en orðið er. Umhverfi Tjarnarinnar er mjög fagurt, og má alls ekki spilla þvi með því að byggja hös úti í vatninu. Yrði slíkt gert, væri hið undurfagra útsýni hvarvetna við Tjörnina þar með úr sögunni. Fyrir nokkrum árum, þeg'ar velja átti stað fyrir leikhúsið, töldu margir, að prýðilegasti staður i bænum fyrir þá bygg- ingu væri svæðið fyrir vestur- enda Austurstrætis. Hugsuðu raenn sér húsið reist nokkru vestar en við Aðalstræti, og að gerðar væri breiðar götur kring- um leikhúsið, og yfirleitt haft rúmt um, það. Hefði þetta orðið, hefði það vissulega verið til mik- illar prýði fyrir bæinn, en menn horfðu í kostnaðinn og leikhús- inu var því miður troðið inn milli húsa við Hverfisgötu, þar sém það nýtur sín ekki, og er til engrar prýði fyrjr bæinn. Þótt hér sé minnt á þennan glæsilegasta stað bæjarins fyrir stórhýsi, er ekki verið að halda þvi fram, að hús Rauða Kross- ins eigi endilega að reisa á þess-' um allra bezta stað. Vonandi er, að það takizt að finna þeiri’i byggingu góðan stað sem næst miðbænum. En tækifærið' er gripið, um leið og talað var um Reykjavíkurtjörn, að minna á bezta stað bæjarins fyrir stór- hýsi, t. d. ráðhúsið. Gömlu hús- in vestur af Aðalstræti, fyrir enda Austurstrætis, verða, hvort sem er, að hverfa sem fyrst, og eklci verður komizt hjá að kosta nokkru til, ef Reykjavik á að vei’ða eins fögur og hún vei’ð- skuldar. 16. marz 1942. Spectator. * \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.