Vísir - 31.03.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 31.03.1942, Blaðsíða 2
V 1 S I R VISIR D A G B L A Ð Útgefandi:, BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján GuSlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Simar 1 6 60 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Skattafrumvörp. W VÖ skattafrumvörp frá rík- isstjórninni eru nú fram komin á Alþingi. Fjallar annað um tekju- og eignarskatt og liilt um stríðsgróðaskatt. Meirihluti fjárhagsnefndar neðri deildar flytur frumvörpin. í frumvarpinu, sem f jallar um tekj u- og eignarskatt, er gerð sú breyting á núverandi fyrirkomu- lagi, að skattstiginn er lækkað- ur og frádráttur fyrir greidda skatta og útsvör felldur niður. Með þessu fyrirkomulagi verða tekjur ríkissjóðs jafnari frá ári til árs og breytingin kem- ur sér líka vei fyrir fyrirtæki, sem hafa mismunandi miklar tekjur frá einu ári til annars. ' Fyrir einstaklinga mun það eilda einu, hvor aðferðin er fír i höfð, en ef breytíngar verða gerðar í þá átt, að iiækka skatta- stigann aftur, horfir málið öðru vísi við, og verður slíkt að var- ast, ef ekki á að iþyngja skatt- þegnunum um of. í frv. er einnig gerð önnur breyting frá núgildandi fyrir- komulagi. Hún er sú, að allt varasjóðstillag félaga skal Vera skattfrjálst, ef það fer ekki fram úr vissum hluta ársteknanna. Eins og nú standa sakir, er helmingur tillagsins skattfrjáls. Allt að þriðjungur hreinna árs- tekna útgerðarfélaga er þannig skattfrjáls, en fimmtungur tekna félaga, sem liafa ekki út- gerð að aðalstarfi. „Umreikningi" tekna verður haldið áfram og nær hann til 15 þús. kr. (í stað 12 þús. kr. nú), vegna þess, að frádrátturinn fellur niður. Á eignarskatt er sú breyting ger, að hann verður fyrst inn- heimtur af 10 þús. kr. hreinni eign, en af 5 þús. kr. skv. gild- andi lögum. í frv. urn stríðsgróðaskatlinn er liann látinn byrja við 45 þús. kr. tekjur (50 þús. kr. nú), en þó ekki að verulegu ráði fyrri en við 60 þús; kr. (75 þús. kr. nú). f fyrrnefnda frv. eru hæstu tekjur, 50—60 þús. lcr., skatt- lagðar með 22%, en í stríðs- gróðafrv. er gert ráð fyrir 68% skatti af tekjum yfir 200 þús. kr. Þessir skattar samanlagðir nema því 90% af yfir 200 þús. kr. tekjum. Skattfrjálst tillag í varasjóð hefir þá verið tekið. Ríkissjóður greiðir þvi sveit- arfélagi, þar sem skatturinn er lagður á og innheimtur, 45% af skattinum, þó ekki meira en 40% af áætluðum útsvörum þar á því ári. Fimm af hundraði renna til þeirra sveitarfélaga, sem fá engan striðsgróðaskatt. Meðan 90% af tekjum yfir 200 þús. kr. fara í skatta, er eigi heimilt að Ieggja tekjuútsvar á þann hluta hreinna tekna, sem fara fram úr 200 þús. kr. x Hér hafa verið raktir megin- þættir frumvarpa þeirra, sem fram hafa verið lögð. Bera þau það með sér, að hér er um sam- komulag að ræða milli stjórnar- flokkanna. Þar sem báðir hafa slegið nokkuð af kröfum sinum og reynt að mætast miðja vega. Flutningsmenn munu hafa ó- bundnar hendur um einstök at- riði frumvarpsins, og gera einn- ig þann fyrirvara, að ef breyt- ingartillögur komi frain, geti þeir greitt þeim atkvæði með eða í móti, allt eftir atvikum. Virðist þá einnig svo sem aðrir þingmenn niuni liafa óbundnar hendur í þessu efni, og geti þá frumvörp þessi tekið allmiklum breytingúm í meðförum þings- ins.Hér verðist því aðeins grund- «völlurini} lagður, en nokkuð í ó- vissu hvernig á lionum verður byggt. Ýmsir múnu telja, að liér sé um of seilst til tekna einstak- linga og atvinnufyrirtækja, en þá ber einnig hins að gæta, að á erfiðum tímum verða allir að bera byrðar sínar í hlutfalli við getu. Fljótt á litið virðist sæmi- lega í hóf stillt eins og frunv vörpin liggja nú fyrir, en við' nánari atliugun getur margt það komið fram, sem til ágalla má telja, en nú er myrkrunum, hul- ið. Hér er um svo veigamikil mál að ræða, að þau þurfa ná- kvæmrar athugunar við, áður en um þau verður dæmt með fullum rökum. Vafalaust verð- ur mikið um málin rætt,^ meðan á afgreiðslu þeirra stendur og munu þau þá skýrast frekar.* Hljómleikar Tónlistarakólans. Rögnvaídur Sigurjónssoil píanóleikari og Illjómsveit Reykjavíkur undir stjórn dt\ von Urbantschitsch höfðu allán veg og vanda af hljómleikum Tónlistarfélagsins, sem lialdnir voru í Gamla Bíó síðastliðinn sunnudag fyrir fullu liúsi áheyr- enda. Strokhljómsveit hljóm- sveitarinnar lék fyrst einkar fagurt veyk eftir tékkneska tón- skáldið Dvorak, „Serenade“ í e-dúr ,op. 22. Er þetta alhnikið verk, frískt og eðlilegt, rikt af blæbrigðum og með þjóðlegum sérkennum, svo sem önnur verk þessa höfundar. Strokhljóðfær- in eru betri helmingur hljóim sveitarinnar, eins og hún er nú skipuð mönnum, enda gerði hann verkinu góð skik “L’Arlesí- enne“-svítan eftir Bizet, höfund- ar óperunnar „Carmen“, er al- þekkt meistaraverk, og naut sín einnig/vel í meðferð hljóm- sveitarinnar. Blástursliljóðfærin stóðu sig einnig betur i þessu verki en oft áður, en full4íröft- uglega var tekið á „paukunum“, rétt eins og um 100 manna hljómsveit væri að ræða. Rögnvaldur Sigurjónsson pianóleikari ]ék með hljómsveit- inni „Varíations symphoniques14 eftir tónskáldið Cesar Frank. Á síðustu hljómleikum sínum sýndi Rögnvaldur, að honum hafði vaxið fiskur um hrygg. Hann sýndi þá ekki aðeins, að hann hafði áunnið sér 1. flokks tækni, heldur og, að liann hafði með alúð og alvöru listamanns- ins lagt rækt við tónsmíðarnar, en áður hafði nokkur brestur verið á þessu og meðferðin stundum unggæðisleg. Meðferð hans á þessu verki eftir Cesar Frank staðfesti fyllilega það á- lit, sem hann hafði unnið sér með siðustu píanóhljómleikum sínum, og hljótum við að telja hann með okkar allra beztu listamönnum. Dr. von Urbantschitsch stjóm- aði hljómsveitinni, svo sem áður er sagt, með öruggum tökum og smekkvísi. B. A. Stórkostlegar framkvæmd- ir til atvinnuaukningar í Barðastrandarsýslu. Bygging bátabpyggfu og verbúda á Bíldo- dal, stækkun verJksmiöja o. s. frv. r ^ Bíldudal mun nú vera meirá f jör í öllu athafnalífi og framkvæmdum á öllum sviðum, en á nokkur- um öðrum stað á Tandinu, sem ekki hefir af „Breta- vinnu“ að segja. Fyrir örfáum árum var þar allt í kalda- koli, framkvæmdir engar og atvinnuleysi í algleymingi, en þó var þar stórútgerð og verzlun fvrr á árum. Þá kéypli Gísli Jónsson, forstjóri, staðinn og hóf stórfelld- ar framkvæmdir, sem hafa liaft það í för með sér, að at- hafnalíf allt hefir tekið slíkum stakkaskiptum að ótrú- legt má heita. Tvö útgerðarfélög liafa nú flutt aðsetur sitt vestur á Bíldu- dal. Eru það hlutafélögin Hæng- ur og Njáll, en þau reka línu- veiðarann Þormóð og botn- vörpuginn Baldur. Gisli Jónsson er framkvæmdarstjóri beggja fyrirtækjanna. En Gisli lætur sér ekki nægja þær framkvæmdir, sem þegar eru til þar, heldur æflar hann að ráðast i mjög víðtækar og mik- ilvægar framkvæmdir á þessu 1 ari. Iðja, — félag verksmiðjufólks — held- ur árshátíð sína að Hótel Borg ann- að kvöld (i. apríl) og hefst kl. 9 e. h. Skemmtiatriði verða m.af að Þorsteinn Hannesson syngur ein- söng og Sif Þórs sýnir dans, en formaður félagsins setur samkom- una. Aðgöngumiðar fást á skrif- stofu félagsins í dag og á morgun kl. 5-7. Er þess fyrst að geta, að nið- ursuðuverksmiðjan verður stækkuð um helming, en liún á að geta afkastað 7500 d. á dag jiegár aíit ér i fullum gangi, | eins og nú er.-Hér er því um J mikla aukningu að ræða. Fyrst var niðursuðuverk- smiðjan aðeins notuð til niður- suðu á allskonar fiskmeti, en árið 1940 var gerð tilraun með ‘niðursuðu á kjötmeti og gafst hún svo vel, að á síðasta ári voru soðnar niður 20 smál. af kjöti. Megnið af þessu kjöti — lGVz smál. — var úr Barða- strandarsýslu, en hitt úr Vestur- ísafjarðarsýslu. Geta menn hæglega gert sér það í hugarlund, hvílikur bú- hnykkur það hefir verið fyrir bændur um þessar slóðir að koma þessum afurðum sínum í got verð, rétt við túngarðinn hjá sér, ef svo má segja, enda er það alger nýlunda. Iijötmetisframleiðslan er þrennskonar, kæfa, kjötbúðing- ur og kindakjöt og hafa allar þessar tegundir líkað ágætlega. Auk þessa vann verksmiðjan úr rúmlega 54 smál. af fiski, að- allega þorski og steinbít. Námu launagreiðslurnar 40—50 þús. kr. á síðasta ári, en lieildar- framleiðslan nam um 200 þús. kr. Fiskimjölsverksmiðjan verð- ur líka stækkuð að miklum mun. Tekur liún við öllum fisk- úrgangi rækjuverksmiðjunnar og auk þess öllum öðrum fisk- úrgangi í þorpinu. Vann verk- smiðjan samtals úr 6—700 smá- lestum af úrgangi, svo að þar hefir ekki svo litlu verðmæti verið bjargað frá eyðileggingu. Fiskimjölið er selt til útlanda og notað til fóðurs og áburðar. Með aukinni útgerð eykst hlutverk þessarar verksmiðju stórlega og allar þær fram- kvæmdir, sem Gísli hefir á prjónunum, fyrir utan stækkun verksmiðjanna, miða að þvi að auka og bæta skilyrði fyrir auk- inni útgerð frá Bíldudal. Vegna afkasta-aukningar rækjuverksmiðjunar og ann- arra framkvæmda verður að auka vatnsveitu þorpsins. Er vatnið tekið uppi í fjalli, þar sem Gísli Iét koma upp 60 smál. vatnsgeymi og er það leitt 600 m. til bæjarins. Verður vatns- veitan nú aukin um helming og eru vatnspipurnar þegar komn- ar vestur, svo að vinna getur hafizt jafnskjótt og hentugt þykir. ið í framkvæmd fyrir kjördæmi sitt, þann tíma, sem liann hefir setið á þingi og hefir flokkur hans þó ávalt haft hönd í hagga með stjórn landsins, og liann átt að hafa góða aðstöðu til að láta gera það, sem hann bæri lielzt fyrir brjósti vegna um- bjóðenda sinna. GÍSLI JÓNSSON Þá er rétt að geta þeirra tveggja framkvæmda, sem mest áhrif munu liafa á athafnalífið í þorpinu, af því, sem ætlúnin éi<’ að koma í verk á þessu ári. Annað er bygging verbúða, fyrir 20 vélbáta. Verður húsið tvílyft, 30x13 m. á stærð. Hafa aldrei verið gerðir út svo margir vélbátar frá Bíldudal og skapar því þetta ágæt skilyrði til stór- kostlegrar aukningar á atvinnu- lífinu. Ilitt er bátabryggjan, sem nú er starfað að, af fullum krafti. IJún verður fullgerð 50 metrar á lengd og fjórir metrar á breidd. Bryggjan er við uppfyllingu, sem nær 40 m. fram í sjó og er 20 m. á breid. Er uppfyllingin fullgerð og er hún byrjunin á 115 m. löngum liafnargarði. Þá verður í vor byrjað að reisa stór verzlunarhús og verð- ur í því brauðgerðarhús, en það liefir ekki verið til á staðnum í 25 ár. íbúar á Bíldudal vænta sér alls hins bezta af framkvæmdum Gísla í framtiðinni sem hingað til, enda hefir afkoma manna tekið miklum breytingum þau fáu ár, sem liðin eru síðan liann hóf framkvæmdir vestra. Má bezt marka það á því, að í sum- ar verða byggð a. m. k. 5—6 íbúðarhús í þorpinu og er það einsdæmi, að svo mörg hús bæt- ist við á einu ári. Auk þessara framkvæmda hefir Gísli nú ráðizt í að kaupa söltunar- og bræðslustöðina í Ingólfsfirði. Það verður fróðlegt að sjá, hvernig Tíminn tekur þess- um fregnum um hinar auknu framkvæmdir á Bíldudal. Þegar Gísli hafði reist verk- smiðjurnar þar af eigin ramm- leik árið 1938, var hann nefndur „styrkþegi“ i blaði þingmanns sýslunnar, Bergs Jónssonar, en varla hefir það þó verið af því að hann hafi þegið styrk eða liðveizlu þingmannsins, þvi að hann reyndi á allan hátt að bregða fæti fyrir Gísla og hindra framkvæmdir hans. Eru fyrir- tæki Gísla á Bíldudal gott dæmi þess, hverju einstaklingurinn getur áorkað, þegar ekki vantar viljann, jafnvel þótt blási á móti frá þeim, er völdin hafa. Það er öllu erfiðara að hafa upþi á því, sem þingmaðurinn hefir hrund- Til sálarrann- sóknamanna og fleiri, Það er kunnugt öllum sálar- rannsóknarfélagsmönnum og einnig mörgum, sem ekki eru i félaginu, en hafa þó skilning og þekking á hinu þýðingarmikla starfi þess og bera þvi til þess fullan vinarhug — að félagið hefir um 20 ára skeið átt sér það áliugamál að koma upp hús- næði, sem væri eign þess og nægði fyrir starfsemi þess, til þess að hún geti horið þann ár- angur, sem það óskaði, og af því mætti vænta og hér um bil jafn- lengi, eða síðan í ársbyrjun 1923, hefir verið lialdið uppi starfsemi í þessu skyni. Atvik liafa þó orðið til þess, að sú starfsemi hefir að mestu eða öllu legið niðri með köflum og þar á meðal nú næst undan- farið um nokkurt skeið, að öðru en því, að félagskonur hafa með lofsverðum áhuga og vænlegum árangri gengizt fyrir fjársöfnun til húsmálsins, og að frá ein- stökum mönnum hafa komið mjög myndarlegar gjafir og jafnvel liöfðinglegar frá ein- staka utanfélagsmönnum, en liér þarf þó enn meira til. Fyrir því hefir nú stjórn fé- lagsins ákveðið að hefjast enn handa um nokkrar framkvæmd- ir og látið velja nefnd til þess að liafa þær á liendi og leita nýrra ráða, og höfum vér undir- rituð orðið fyrir því vali. Er það þá fyrsta ráð vort, að snúa oss beint til félagsmanna og annarra, er þessu vilja sinna og fara þess á leit, að þeir láti, hver eftir getu og geðþótta, af hendi rakna nokkra fjárhæð og komi henni til einhvers af oss undirrituðuni, er þá mun kvitta fyrir. Nú stendur yfir tímabil, er all- ur þorri almennings hefir meiri fjárráð en venjulega gjörist, og mun sú velmegun verða til þess, að lyfta undir mörg nytsöm mál, og hyggjum vér að állir vinir, utan og innan félags, séu oss samdóma um, að eðlilegt og æskilegt sé að þetta málefni vort njóti einnig góðs af, áður en tækifærið er liðið hjá. Það skal tekið fram, að þótt f jársöfnunin gangi þvi greiðara, sem framlög eru ríflegri, þá eru vel þegnir smáskerfir, sem safn- ast þegar saman koma. Með góðu trausti til félags- fólksins og fleiri vina. Virðingarfyllst, Reykjavik í marz 1942. Kristinn' Daníelsson, Bókhlöðustig 9, f. próf., form. Sighvatur Brynjólfsson, tollemb.m., ritari, Óðinsgötu 4. Guðjón Sæmundsson, liúsameistari, Tjarnargötu 10 C. Jón Jónsson, Mörk, verkstjóri, Bræðraborgarstíg 8B Málfríður Jónsdóttir, frú, Frakkastig 14. Sigurjón Pétursson, kaupm. Þingholtsstræti 22 A. Soffía M. Ólafsdóttir, frú, Skólavörðustíg 19. Önnur blöð eru beðin góðfús- lega að birta þetta ávarp. Peysufatasatin Peysufatakáputau. Spejlflauel Kambgarn Cheviot Káputau Nærfatasatin ^ Mancheiter Aðalstræti 6. Sími: 4318. Regnkápur kvenna, einnig við peysu- : föt. — Drengja- og telpu- kápur. Verzlun Ámunda Árnasonar. Ilverfisgötu 37. Karlmannafrakkar fállegir, ódýrir. Verzlun Ámunda Árnasonar. Ilveffisgötu 37. Er kanpandi að bókahníf og bókapressu. Sími: 2750. Magnús Guðmundsson. Hafnarstræti 18. l)ng stúlka óskar eftir vinnu(vön sauma- skap). Vill fá fæði belzt á sama stað eða nálægt. Gæti komið til greina formiðdags- vist. — Tilboð leggist inn á afgr. Vísis, merkt: „Strax". Ný borðstofu- húsgögn úr ljósri eik til sölu. — Uppí. á Framnesvegi 21, eftir kl. 8. Stúlka óskast strax í Oddfellowhús- ið. — Uppl. hjá Agli BenediktssynL Helgrafell Undirritaður óskar að ger- ast áskrifandi að Helgafelli. Nafni.............. Heimili ......... Sendum gegn póstkröfu um allt land.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.