Vísir - 29.04.1942, Blaðsíða 3
V I S I R
Helgraf ell.
Þess var rík þörf, að tímariti
yi'ði liíeypt af stokkunum, sem
aðallega ræddi bókmenntir,
fiytti fagurfræðilegt efni og vís-
indalegt. Öll þau rit, sem þetla
Iiefir verið ætlað, liafa dafnað
illa og lifað stutt, — andast
vegna andJegra vanheilinda.
Þröagsýni hefir mótað sumt það
sem um bókmenntir hefir verið
ritað síðustu árin. Hægra eða
vinstra floldesofstæki liefir
kveðið upp dóm sinn um, bók-
menntir, og miðað þær eingöngu
við þrönga flokkshagsmuni, en
ekki listrænt gildi innihaldsins.
Ef gefa mætti slíkum starfsað-
ferðum samnefnara, mætti segja
að heimskra dómar hafi verið
ritaðir fyrir hina heimskustu,
og kann slíkt ekki góðri lukku
að stýra fyrir framtíð bók-
mennta hjá þessari bókmennta-
þjóð.
Það má því til viðburða telja,
er timarit sem Helgafell hefur
göngu sina. Tvö ágæt skáld og
smekkvís, Magnús Ásgeirsson
og Tómas Guðmundsson, annast
ritstjórnina. Þeir eru baðir of
gáfaðir til að vera öfgamenn,
hafa djúptæka þekkingu á bók-
menntum til brunns að bera, á-
samt gagnrýni og vandvirkni, er
nauðsyn verður að telja, ef ritið
á að ná tilætluðu marki.
Tvö hefti eru út komin af rit-
inu, hvort öðru betra, og minnist
eg ekki að liafa séð tímarit, sem
svo vandað liefir verið að efnis-
legum frágangi í einu og öllu.
Það eitt og út af fyrir sig er
mikils virði, að hér birtist gagn-
rýni á bókmenntum,, sem kafnar
ekki undir nafni, — gersamlega
öfgalaus, en hárbeitt og max-k-
viss, svo sem bezt má verða, —
í samræmi við þá yfirlýsingu í
forspjallsorðum í-itsins, að and-
lega starfsemi beri að meta eftir
lista- og menningargildi hennar
og engu öðru. Þetta er það, sem
ritstjórarnir leggja til, auk á-
gætra ljóða og ljóðaþýðinga.
A hinu leitinu hafa ritstjói*-
amir tryggt sér aðstoð ýrnsra
beztu rithöfunda þjóðarinnar og
ljóðskálda. Er það fyrst og
fremst Steinn Steinai*, sem at-
hygK vekur í hinum síðara
flokki. Hefir hann þroskast
furðulega fljótt frá því stigi, að
veira tilþrifalítill hagyrðingur, i
hitt, að vera sérkennilegt og gott
skáld. Hann hefir enga fýluför
farið á fund ljóðdísarinnar, og
á þó vafalaust enn eftir að
hreppa þar mikil gæði.
Gunnar Gunnarsson og Guð-
rnundur G. Ilagalín birta þarna
smásögur, og hefir þeim báðurn
oft betur tekizt, enda vix*ðist við
fljótan yfirlestur undarlegra
mótsagna gæta hjá hinum síð-
amefnda í sögunni um Sanda-
Gerðu, þótt liún þar fyrir utan
sé sérkennileg og vel með efnið
farið.
Af greinum, sem athygli
vekja, má nefna flokk þann er
Barði Þjóðskjalavörður Guð-
mundsson ritar um: „Uppruna
íslenzkrar skáldmenntar.“ Væri
synd að segja, að þessi höfundur
hefði ekki lag á því, að koma
mönnum á óvart. Sagnfræðinga-
þing í Kaupmannahöfn setti
hann á sinum tíma á annan
endann, með frumlegum athug-
unum sínum um uppruna Is-
lendinga. Þótt þá væx*i rekið upn
ramakvein, hefir þó svo til
borið, að merkustu fi’æðimenn
hafa viðurkennt að ýmsar stoðir
i*ynnu undir málsviðliorf hans
og jafnvel þeir snúist til nýrrar
trúar, sem áður afneituðu. Hér
er í senn um skemmtilegan og
athyglisverðan greinaflokk að
i*æða, og enginn mun draga i
efa að Barði Guðmundsson hefir
miklu meira hugmyndaflug og
Tímarit um bókmenntir
og önnur menningarmál.
er frumlegri i öllum athugun-
um sínum en íslenzkir fi'æði-
menn hafa leyft sér að vera til
þessa. Um þetta geta ekki aðrir
dæmt til ldílar en fi'æðimenn,
en svo kemur efni greinanna
mér fyrir sjónh*, sem, mikil skyn
semi og þekking sé þar sarnan
komin.
Af smærri gi*einum mætti svo
nefna ritgerð Sverris Kristjáns-
sonar um Georg Brandes, sem
er góð, þar sem áróðurstilhneig-
ingar gætir ekki, en liún á að
vera óþörf í slíkum ritgerðum.
Menn kjósa frekar að kynnast
þeim, sem um er ritað, en liin-
um, sem ritað liefir, að öðru en
þvi, sem stil og framsetningu
snertir. Ritgerð Jólianns læknis
Sæmundssonar, „Sumarnotkun
hitaveitunnar“, verðskuldar það,
að lienni sé gaumur gefinn af
öllum Reykvíkingum, en þó
fyrst og fremst þeim, sem bæj-
armálunum ráða.
Yfirlitsgreinar um erlend efni
eru i ritinu eftir þá Jón Magn-
ússon og Sigurð Einarsson.
Virðast mér þær ekki tilkomu-
miklar, enda erfitt að gera slíku
efni skil svo vel sé í mánaðar-
riti, einkum nú, er margt breyt-
ist frá stund til stundar. Þær
geta þó skýrt fyrir almenningi
ýmsa þá hluti, ei* menn liafa
ekki gert sér fulla grein fyrir.
Þær aðfinnslur, sem hér hafa
verið fram settar, breyta í engu
þeirri niðurstöðu, að vel hefir
til tekizt um uppliaf útgáfunn-
ar. Hér er stefnt í rétta átt af
skynsemi og víðsýni, og verður
ritinu þvi vafalaust vel tekið af
öllum þeim, sem efla vilja heil-
brigt, andlegt líf i landi þessu.
K. G.
Sigurður Oddsson
Harmafregn sú, er hingað
barst nýlega um það, að Sigurð-
ur Oddsson leiðsögumaður og
skipstjóri hefði farizt af norsku
skipi, er hann var að leiðbeina
hafna á milli fyrir Vestfjörðum
nú uin páskaleytið, mun hafa
komið mörgum vandamönnum
hans og vinurn mjög að óvörum,
eigi sizt þeim, er vissu eigi ann-
að, en að hann hefði að mestu
eða með öllu lagt niður sjóferð-
ir sínar og leiðbeiningar við
strandgæzluna.
Sigurður Oddsson skipstjóri
var fæddur binn 24. april 1874
að Pétursey í Mýrdal og þvi
nærri 68 ára að aldri nú, er hann
lézt.
Hann var uppalinn við sjóinn,
þar sem sjósóknin var rekin
með hinu mesta kappi, en þó
með forsjá, og stundaði hann
sjómennskustörfin jafnan síð-
an með góðum árangri, dugnaði
og snarræði, sem skipstjórnar-
maður á opnum skipum frá
æskuslceiði, síðan á þilskipum
og loks sem leiðsögumaður
(Lods) á varðskipunum dönsku
hér við land og viðar. Gat hann
sér þar, sem hvarvelna annars-
staðar hinn bezta orðstír fyrir
framúrskarandi snilli, snyrti-
mennsku og reglusemi og jafn-
framt aðgætni og hóflegí áræði,
sem þeim mönnum einum er
lagið, er bezt kunna skil á öllu
þvi er þeir takast á liendur og
finna til ábyrgðar þeirrar er á
þeim hvílir. Þetta fundu og sáu
yfirmenn varðskipanna dönsku,
er völdu hann sem leiðtoga sinn
Um liinar hættulegu leiðir við
strendur landsins, enda höfðu
þeir hinar mestu mætur á Sig-
urði.
Eftir að hin dönsku skip Iétu
af strandgæzlunni hér við land,
tók Sigurður að gefa sig við
bókbandsiðn sinni, er liann
hafði áður stundað í hjáverkum
sínum og numið af sjálfum sér.
Þar var einnig snillibragurinn á
öllu og snyrtilegur frágangur og
bókband bans hið prýðilegasta,
enda var það eðli lians og inn-
ræti að leysa öll sín störf af
hendi svo, að allir þeir, er nutu,
væri ánægðir með þau. Hann
vildi jafnan reynast lieill og ó-
skiptur, að hverju sem hann
gekk, trúr í stöðu sinni og vand-
aður til orða og verka.
Sigurður Oddsson var val-
menni, greindur vel og gætinn,
fróður um margt og fús til að
miðla öðrum af efnum sinum,
reynslu sinni og þekkingu.
Lund hans var létt og látlaus
umgengni hans við alla, æðri
sem lægri. Konu sinni, Herdísi
Jónsdótlur frá Bíldsfelli kvænt-
ist Sigurður 10. okt. 1908 og
eignuðust þau 8 börn, öll hin
niannvænlegustu og nú af
bernskuskeiði. Heimili þeirra
var friðsælt mjög og til fyrir-
myndar að dugnaði og reglu-
semi, uppeldi barnanna og í
vali tengdabarna og annara
vina; þar var engin lausung á
né ljóður.
Með Sigurði Oddssyni er því
i valinn fallinn einn hinn ágæt-
asti borgari bæjarfélags vors,
trygglyndasti vinur og trúverð-
ugasti félagi, sem í engu mátti
vamm sitt vita, heldur vildi öll-
um vera til góðs og var það,
hvar sem liann náði til, með
hinum góðu hæfileikum sínum
og miklu mannkostum, er allir
dáðu og vildu óska sér, að þeir
liefðu i eins ríkum mæli sem
hann.
Nú er hann horfinn oss, og
þótt margt skipist nú með svip-
legum liætti og óvenjulegum
um þessar mundir, eins og at-
burður sá er þess varð valdandi,
að Sigurður Oddsson hvarf oss
héðan svo óvænt og sviplega, þá
mun minningin um liann, þenn-
an megingóða og mæta mann
lengi lifa meðal allra þeirra
mörgu manna, er honum kynt-
ust á hinni björtu og blessunar-
ríku lífsleið lians.
Blessuð sé minningin um
hann.
Reykjavík, 15. april 1942.
Jón Pálsson.
Þ. 7. desember var risaflugbát-
urinn Pacific Clipper, eign Pan
American Airways, á leiS til
Auckland frá Nýju Caledoniu, þeg-
ar flugmanninum var sent skeyti
um striðið milli Japana og Banda-
rikjanna. Flugbáturinn kom á til-
settum tíma til Auckland og 8 dög-
um síöar lagði hann af stað aftur
heim, en að þessu sinni var flogið
nýja leið, vestur á bóginn. Sú leig
var 50.000 km. og lá um 12 lönd,
að líkindum Nýju Caledoniu,
Ástraliu, Hollenzku Austur-Indíur,
Ceylon, Arabíu o. s. frv. — Einu
sinni var hætta á, að illa færi.
Flugbáturinn var að koma til hol-
lenzkrar borgar, þegar flugmaður-
inn kom auga á orustuflugvél, sem
veitti honum eftirför. Orustuflug-
maðurinn talaði í talstöð við yfir-
mann sinn niðri á jörðu og fékk
skipun um að skjóta flugbátinn
niður, ef hann hegðaði sér eitthvað
grunsamlega. Ameríska flugmann-
inum tókst að lenda slysalaust, en
menn geta hugsað sér skelfingu
hans, þegar hann frétti, um hvað
samtalið hafði snúizt, því að hann
hafði að vísu hlustað á það í tal-
stöð flugbátsins, en ekki skilið orð,
þar sem það fór fram á hollenzku.
Bezt að auglýsa í VlSI
Hreinap
Icreft§ta§knr
kaupir hæsta verði
Félagsprentsmiðjan %
Sektip fyrir
ótilýdni«
. .Eftir mánaðamótin verður
farið að sekta þá vegfarendur,
sem skeyta ekki um umferðar- j
bendingar lögregluþjóna.
Undanfarið hefir lögreglan !
unnið að þvi, að kenna fótgang-
andi vegfarenduni umferðar-
reglur, en það gengið misjafn-
lega, eins og oft vill verða. Verð-
ur því tekið upp að sekta fólk,
sem óhlýðnast þessu eftir mán-
aðamótin.
/
Það ætti að vera liægur vandi
í'yrir fólk, að læra reglurnar og
hlýða þeim, sérstaklega ef það
liefir í huga, að það mun vera'
betra að koma 5 mínútúm of
seint bérna megin en 20 árum
of fljótt í liinu lífinu.
I síðustu Englandsför togar-
ans Venus kom einn skipverja
ekki til skips, þegar lagt var af
stað heimleiðis, og hefir ekki
spurzt til hans síðan.
Maðui* þessi hét Brynjólfur
Guðmundsson, 35 ára og ættað-
ui* frá Görðum í Breiðuvík á
Snæfellsnesi.
Kveldið áður en Venus lagði
af stað lieim kom Brynjólfur
til tveggja íslenzkra skipa í
höfninni og spurðist fyrir um
menn, sem-ekki voru um, borð.
Síðan befir ekkert til hans frétzt.
Var óvenjulega dimmt þetta
kvöld.
Skipstjórinn á Venusi til-
kynnti lögreglunni i hinni ensku
borg lrvarfið, en frá henni hafa
engar fregnir borizt.
SKlÐASKÁLI ÁRMANNS.
Frh. af 2. síðu.
Þeir, sem vildu svo gefa fé til
byggingarinnar, skrifuðu nöfn
sín á þessa lista og það fé, sem
þeir ætluðu að gefa. Ekki eru
ennþá upplýsingar fyrir hendi
um það, hversu mikið hafi safn-
azt, því ekki er búið að ná sam-
an öllu samskotafé, en gera má
ráð fyrir, að það skipti tugum
þúsunda króna. Einnig hafa
ýmis fyrirtæki hér í bænum
verið félaginu hliðholl i fjár-
hagsmálunum og er það drjúg-
ur skildingur, sem kemur úr
þeirri átt. Er þegar komið svo
mikið fé til skálabyggingarinn-
ar, að óhætt er að byrja á smiði
liennar, strax og færi gefst.
Mun bráðlega verða byrjað á
þessu verki og þá fyrst og
fremst að laga veginn þangað,
og gera hann bilfæran, en það er
talsvert verk. Frost er ennþá í
jörðu og meðan það er, er allt
erfiðara viðfangs.
Einnig verður bráðlega byrjað
að ganga frá grunni liússins, og
er það von félagsmanna, að þeg-
ar því verki sé lokið, verði hægt
að hefja smíðina.
Ekki hefir enn fengizt efni í
skálann, en hafðar eru úti allar
klær eftir því. Hafa menn von
um, að þess verði ekki langt að
bíða, að það fáist, því þegar er
farið að bóla á möguleikunum
fyrir því.
Það er ætlunin hjá Ármenn-
ingum, að koma þessum skála
upp í sumar, svo hann verði not-
liæfur til íveru næsta vetur. En
eins og gefur að skilja, er það
allt háð þeim árangri, sem næst
af útvegun efnisins.
A
í dag eru blaðamenn boðaðir
á fund hjá formanni félagsins,
I Jens Guðbjörnssyni, og mun
þaðan að vænta frekari upplýs-
ingar um málið. Verður það
birt í blaðinu á morgun.
Listmálarar — Teiknarar
Við liöfum fengið allskonar liti o, fl. frá hinu þekkta firma
Reevers & Sons,. London.
Laugavegi 4. — Simi: 2131.
BEZT AÐ AUGLÝSA í VÍSL
JARBRÆKTARSTÖRF
1 vanur dráttarvélstjóri óskast i vor. Ejmfrenun 2 plæginga-
menn, sem eru vanir jarðvinnslu með hestum. — Uppl. gefur
Ráðningarskrifstofa landbúnaðarins, Búnaðarfélagi tslands.
Sími: 2718.
VERKAFÓLK! Nú er rétti tíminn til að velja úr stöðum við
landbúnaðarstörf.
Ráðnin^arstoíii landbnmaðarivis
AðstoOarmatsvein
vantar á b.v. Jón ólafsson. Uppl. í sima 3324 ög 3461.
\
1 háseta
vantar á útileguþátinn nr.s.
Björn frá Keflavik. — UppL
gefur Stefán G. FranklÍB.
Simi: 1467 kl. 5- 7.
Dugleg og hraust
stnlka
óskást við flöskuþvott. Uppl-
frá 4—6 e. h.
(Ekki svarað í sima).
• INGÓLFUAPÓTHK.
Maðurinn minn og faðir okkar,
Þórður Þorvarðsson
bóndi frá Votmúla, andaðist á sjúkrahusi hér í bænum
28. þ. m.
Anna Lafranzdóttir og böm.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við
andiát og jarðarför konunnar minnar, móðivv og dóttur,
Jórunnar Ellu Ólafsdóttur,
Fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda.
Gestur Pálsson og dóttir.
Guðrún Bjamadóttir.. Ólafur Sigurðsson.
Jarðarför móðui’-minnar og tengdamóður,
Katrínar R. Önundardóttur,
fer fram á morgun, fimmtudaginn 30. þ. m. frá dómkirkj-
unni, kl. 11 f. h. — Jarðsett verður í Fossvogs-kirkjugarði.
Sigurður Þ. Guðmundsson. Þorbjörg Inginnindardóttir.
Jarðarför amtmannsfrúar
Caroline Jonassen
hefst með húskveðju á heimili liennar, Þingholtsstræti 35,
kl. 3 e. h., fimmtudaginn 30. þ. m„
Theódór Siemsen. Soffía Kjaran.
Sigríður Einarsson.