Vísir - 06.05.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 06.05.1942, Blaðsíða 3
VlSIR Bændaglíma í kveld. Hnefaleilcar annað kveld Af\ Ármennirigar munu sýna bændaglímu í kveld í 1- þróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Er þetta næstsíðasta kveld finileikaviku Ármanns og hefst það á þvi, að Þorsteinn Einars- son, íþróttafulltrúi, flytur er- indi. Er Þorsteinn gamall glímu- garpur, sem menn muna. Ármann hefir löngum verið áhugasamasta félagið um glimuæfingar hér í bænum og þótt víðar væri leitað og hafa æfingar verið óvenjulega vel sóttar s.l. vetur. Annað kveld verður svo hnefaleikamótið. Þá keppa 12 piitar í 6 flokkum. Leikziti útvarpað frá Akureyri. Laugardaginn 16. þ. m. verð- ur leikriti Sigurðar Eggerz — „Það logar yfir jöklinum“ — út- varpað frá Akureyri. Það hefir orðið nokkuð hlé á útvarpssendingum frá Akureyri um skeið, vegna þrengsla á símalínum, en úr því var bætt í vetur. Hefir verið útvarpað nokkurum sinnum frá Akuy- eyri. Ágúst Kvaran er leikstjóri, en Leikfélag Akureyrar sér um leikinn. Stýrimannaskólanum slitið. Laugardaginn 2. mai var Stýri- mannaskólanum i Rvik sagt upp. 66 nemendur höfðu alls stundað nám við skólann. Af þeim útskrif- uðust 13 með minna fiskimanna- prófl i lok jan. siðastl., en 16 núna með meira fiskimannaprófi og 7 með farmannaprófi. Hæstu eink- unn við farmannapróf hlaut Bergur Pálsson frá Hrísey, var hún 6.96. Hæstu einkunn við meira fiski- mannapróf fékk Emil M. Ander- sen, Vestmannaeyjum, eða ágætis- einkunn, 7.30. Nœturlaeknir. Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, simi 2234. Næturvörður í Reykjavikur apóteki. Til konnnnar, sem vantar prjónavél; 10 kr. frá þremur bræðrum. 10 kr. frá G. S. 2 kr. frá N. N. 5 kr. frá Gullu. xo kr. frá G. K. 50 kr. frá N. N. 3 kr. frá ónefndum. 40 kr. frá Gunnari Ólafssyni. — Alls hefir safnast til prjónavélar kaupanna kr. 375.00, en gert var ráð fyrir að hún mundi kosta kr. 800.00. Vant- ar því enn vel helming, og verður áfram tekið á móti gjöfum góðra manna i þessu skyni. Náttúrufræðingurinn. Útgefandi: Hið íslenzka náttúrufræðisfélag. Rit- stjóri: Jóhannes Áskels- son. 12. árg. (1942). 1. hefti. Árni Friðriksson hefir nú lát- ið af ritstjórn Náttúrufræðings- ins, en við tekið Jóhannes Ás- kelsísoh. Hefir Á. F. sýnt mikinn dugnað í ritstjórnarstarfinu þau ellefu ár, sem liðin eru frá stofn- un Náttúrufræðingsins. Þeir voru stofnendur ritsins og út- gefendur Á. F. og Guðm. heit- inn Bárðarson. Eftir fráfall Guð- mundar (1933) hefir Árni haft allan veg og vanda af ritinu og skrifað í það fjölda merkilegra ritgerða. Hann liefir og verið kostnaðarmaður þess, nema tvö síðustu árin. Hefir Náttúru- fræðingurinn verið gott og fróð- legt og skemmtilegt rit undir stjóm Á. F. og enn mun hann láta það njóta góðs af dugnaði sínum, og mikilli þekkingu um náttúrufræðileg efni. Hinn nýi ritstjóri er ungur maður og á- hugasamur, efnilegur jarðfræð- ingur og yfirleitt talinn líklegur til þess, að láta gott af sér leiða í ritstjórnarsessinum. — Efni 1. heftis undir stjórn Jóhannesar Áskelssonar er sem hér segir: Ritstjóraskipti (með mynd af Á. F.), eftir J. Á. — Ótrúlegt en satt (Merkileg steinflís), eftir dr. Helga Pjetm’ss. (Væri mjög æskilegt, að þessi ágæti jarð- fræðingur og rithöfundur skrif- aði við og við í Náttúrufi-æðing- inn). — Þá er Undrasaga álsins, fi’óðleg og skemmtileg ritgerð eftir Árna Friðríksson. Jón Steffensen skrifar um Lokaða kirtla, en Ingólfur Davíðsson um Gróður í Seyðisfirði (og fylgja fallegar myndir). Ársælt Áma- son skrifar smágrein u«i Sauð- nautin í Noregi. Hefir hinni norsku fjallanáttúi’u auðsjáan- | lega 'tekizt mun betur sauð- nautaeldið en ofvitum þeim, er hlessun sína Iögðu yfir sauð- iiauta-„börnin“ grænlenzku, sem hingað voru flutt liér á ár- unum, sorglegrar minningar. — Síðast í heftinu segir Bjarni Jónsson frá Fágætum háplönt- um, er hann fann á „árunum 1884—90 í Eyvindardal eystra.“ Frá hæstarétti: Björgunarlaun vegna e.s. Wirta. Þann 22. apríl s. 1. var kveðinn upp dómur í hæstarétti í mál- inu: Eigendur og vátryggjendur e.s. Wirta, skips og farms, gegn Skipaútgerð ríkisins og gagnsök. Tildrög máls þessa eru þau, að 24. jan. f. á. strandaði skipið Wirta á svonefndum Leiruboða í Skerjafirði. Ekki tókst að hjarga sldpinu en nokkru var hjargað af farmi þess, sem var strásykur. Að björgun þessari unnu allt að 100 manna úr landi, varðskipin Ægir og Óð- inn, auk nokkurra annara skipa. Samkomulag náðist ekki um bjarglaun og höfðaði þá Skipa- útgerðin mál þetta fyrir hönd allra þeirra skipa, er að björg- uninni unnu nema b.v. Skalla- gríms og d.b. Magna. Var kraf- izt kr. 237,784,60 i bjarglaim. Vegna starfs Ægis var krafizt 10% af andvirði hins bjargaða. Úrslit málsins urðu þau, að dæmdar voru kr. 115.000.00 í bjarglaun og segir svo í dómi hæstaréttar: „Aðiljar eru sammála um það, að verðmæti góz þess, er skipin Ægir, Óðinn, Súðin, Sæ- björg, Fagranes og Frekjan hafa bjargað og flutt i land, nemi alls kr. 309820.80. Kostnaður greidd- ur af gagnáfrýjanda vegna björgunai’innar, umfram út- gerðarkostnað skipanna sjálfra, liefir numið kr. 30615.63. Eins og málið hefir verið reifað, þykir verða að dæma nefndum 6 skipum bjarglaun í einu lagi. Teljast þau hæfilega ákveðin kr. 115000.00 með vöxtum eins og krafizt er. Sá hluti gózins, er skipin Skallagrímur og Magni fluttu í iand, er talinn að verðmæti kr. 110104.67. t þessu máli verða e.s. Ægi ekki dæmd bjarglaun fyrir þátttöku í björgun þessa góz, með því að lilutdeild lians er véfengd af aðaláfrýjendum, er málið ekki nægilega reifað af liálfu gagnáfrýjanda um þetta atriði. Eftir þessum úrstitum þykir rétt að dæma aðaláfrýjendur til þess að greiða gagnáfrýjanda samtals 6500 kr. í málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti.“ Hrm. Sveinbjörn Jónsson flutti málið af hálfu áfrýjenda en hrm. Ólafur Þorgrimsson af hálfu Skipaútgerðarinnar. ÞeÉta er hókin! N10SNARI íherráði Þjóðverja “Frásögii eins af fíldjörfustn og slyngusu njósnurum Breta. — Framúrskarandi spennandi og skemmtileg. Framtíðar at vi n na: Duglegur maður helzt eitthvað vanur skipa- viðgerðum getur fengið að læra köfun og fengið framtíðaratvinnu við það starf hjá oss. Hliitíafélagrið IfiAHAR Stúlku vantar í eldhúsið á Vífilsstöðum nú þegar eða 14. mai. öppl. gefur ráðs- konan, sem verður stödd að Gimli eftir kl. 2. — Kaupmenn og kaupfélagsstjórar. Við eigum á lager og höfum tryggt okkur í Englandi talsvert af vefnaðarvörum, búsáhöldum, ritföngum, pappírsvörum, leð- urvörum, smávörum o. s. frv. Þessar hirgðir verða ef til vill seinustu birgðirnar sem fáanlegar verða frá Englandi, þar eð algert útflutningshann er þegar komið á fjölda af þeim vöru- tegundum, sem við eigum á lager, eða erum að fá. Við bjóðum yður að tryggja yður hluta af hirgðum okkar, gegn hagkvæm- um greiðsluskilmálum ef þér óskið og meðan birgðir okkar endast. Sölumenn okkar og afgreiðslufólk mun aðstoða yður við innkaupin. Heildv. Guðm. H. Þórðarsonar. SÍMAR: Skrifstofa 5815 — Lager 5369. VÍNBÚÐIN á Ae§tnrgötn 2 verðnr opnuð altnr á morgran. Hvað verðnr selt þar? Starfstúlku vantar í Landspítalann vegna forfalla annarar. Uppl. hjá yfirhjúkrunarkoninmi. Angflý§ingf um vörukaup frá Bandaríkjunum. Með tilvisun lil fyrri auglýsinga um vörukaup frá Bandarikj- unum fyrir milligöngu Viðskiptanefndar, titkynnist hérmeð, að ákveðið hefir verið að nefndin sinrii ékki pöntunum á járn- og stálvörum sem eru minni en 100 tonn. Þeir, sem ekki geta pantað þetta vörumagn vel'Sa því að snúa sér til annara innflytjenda, eða ganga i félagsskap um kaupin með öðrum sem innflutningsleyfi hafa og þurfa að njóta að- sloðar nefndarinnar. Viðskiptamátaráðuneytíð, 5. maí 1942. EDINBORG St iíIIíii vantar í eldhús Landspítalans. Uppl. lijá ráðskonunni. — Einangrunarefxii Korkaður tjörupappi á veggi og undir dúka. Okkur vantar krakka til að bera blaðið til kaupenda um miðbæinn og Seltjarnarnes Talið strax við afgreiðsluna. — DAGBLAÐIÐ VLSIR. Maðurinn minn og faðir, Jón Gíslason múrari Barónsstig 22, andaðist á Landspítalanum, þriðjudaginn 5. þessa mánaðar. — Marta S. Jónsdóttir. Hjörtur F. Jónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.