Vísir


Vísir - 18.05.1942, Qupperneq 2

Vísir - 18.05.1942, Qupperneq 2
VÍSIR 'VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: 5LAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstrœti) Símar 16 60 (5 linur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Þjóöin, þingið og flokkarnir. EFTIIÍ sex vikur fara hér fram kosningar til Alþingis. Flokksstjórnirnar eru önnuixt kafnar við að velja menn til þess að vera í kjöri. Næstu tvær vikurnar verður ákveðið hverjir eigi að verða fulltrúar þjóðar- innar/á Alþingi næstu fjögur ár. Þetta tímabil verður að likind- um hið örlagaríkasta i sögu landsins, og framtíð þjóðarinnar um langan tíma verður undir því komin, hvernig henni tekst með val á fulltrúum til Alþingis i næsta mánuði. Aldrei hefir henni verið meiri þörf á sjálf- stæðum, víðsýnum og liugrökk- um mönnuin til opinberra mála en nú. Þriggja flokka stjórn hefir verið hér við völd um nokkurt skeið og stjórnað i skjóli hins mesta þingfylgis, sem hér hefir þekkst. Vildi þá stundum brenna við, að ekki væri ætíð spurt um hver væri vilji þjóðarinnar. Flokksstjórnirnar eða fáir menn innan þeirra réðu málun- um eftir sínu höfði, í trausti þess, áð þeir, sem jafnan segja já og amen, héldu áfram að segja það, en þeir, sem óánægðir eru, létu sér nægja að vera ó- ánægðir, án þess að hafast nokk- uð að. En í stjórnmálunum skip- azt oft skyndilega veður í lofti. I þessu sambandi er mjög lær- dómsríkt að athuga, hvemig far- ið hefh- um síðustu þrjár auka- kosningar til þings i Bretlandi. Síðan þjóðstjómin þar tók til starfa, hafa þjóðstjórnarflokk- arnir venjulega sameinast um einn frambjóðanda, og fyrst framan af voru frambjóðendur þeirra kosnir með miklum meiri hluta. Nú bregður svo við, að óháðir frambjóðendur hafa unn- ið síðustu þrjár þingkosningar, þrátt f>TÍr öfluga mótspyrnu frá hinum voldugu þjóðstjómar- floJíkum. Enska stórhlaðið „Daily Mail“ gerir þessar kosn- ingar að umtalsefni í leiðara sín- um 1. þ. m. og segir þar á þessa leið: „Þessi kosningaúrslit hafa brugðið hættumerki á loft fyrir stjórnmálaflokkana og það er þjóðinni fyrir beztu, að þessi merki séu-rétt lesin.-----Úr- slitin þýða það, að kjósendumir eru þreyttir á þeirri flokkspóli- tík, sem hefir það fyrir aðal- markmið, að búa til þingmenn, sem hafa i ríkum mæli þann liæfileika, að vera auðsveipir flokksstjórnunum.-------Kjós- endumir eru óánægðir með framhjóðendur hinna flokks- skipuðu kjörnefnda, sem eru mjög ólíklegir til að hefja gáfna- far þingsins á hærra stig.---- Kjósendurnir „hafa það á til- finningunni“, að nauðsynlegt sé að hæfustu mennimir sitji á þingi, ef sú stofnun á að halda áfram að stjóma þjóðinni.----- Þjóðin hefir rétt fyrir sér, og ef flokksstjórnirnar gera ekki bylt- ingu í starfsaðferðum sínum, þá verður þeim réttilega rutt úr vegi. — — Það, sem þjóðin þarfnást, er lifandi, starfhæft þing, þar sem saman.eru komn- ir framkvæmdasamir, dugandi, greindir menn, — ef flokkamir Professor Árni Pálsson : Avarp Sömu tíðindi hafa nú um nokkur misseri borizt úr öllum áttum og öllum álfum heims. En þessi tíðindi fjalla um fót- um troðinn og svívirtan rétt menningarþjóða, um brenndar og brotnar borgir, um morðvíg alsaklausra manna, um, andleg- ar og líkamlegar pyndingar ein- staklinga og heilla þjóða, um landráð og svik og mörg hin herfilegustu illvirki, sem vart finnast dæmi til í raunasögu mannkynsins fram á þenna dag. Fáar þjóðir hafa verið sárar leiknar en Norðmenn. Þeir risu þegar öndverðir gegn innrás- inni, en þó að þeir yrðu að lúta í lægra haldi og væru rændir öllum rétti, þá liafa þeir jafn- an síðan barizt af karlmann- legri hugprýði gegn miskunnar- lausri harðstjóm Nazista og norskra sporgöngumanna jjeirra. Norska ríkið liggur að vísu í valnum um þessar mund- ir. Konungur landsins og ríkis- stjórn eru landflótta, en norsk- ur landráðamaður fer með völd- in, og er þó fáráður, hvenær sem húsbóndi hans yglir brún. En norska þjóðin stendur föstum fótum og horfizt í augu við ör- lögin. Synir hennar hafa margr oft sýnt, að þeir virða öll jarð- nesk gæði og sitt eigið líf að vettugi, ef heiður og velferð Nor- egs er í veði. Barátta þeirra hef- ir ennþá einu sinni sýnt og sann- að öllum heimi, að ekki er allt undir höfðatölunni komið, en sá sannleikur hefir oft liðið stór- þjóðum lieimsins úr minni á hinum síðustu öldum. Smáþjóð hefir oft búið yfir næmari sið- ferðiskennd, harðari vilja og fjölskrúðugri menningarhug- sjónum, heldur en nokkur stór- þjóð. Við Islendingar megum um þessar mundir minnast þess með fögnuði, að við erum af sömu rót runnir sem Norð- menn. Noregur var föðurland forfeðra vorra og þaðan fluttu þeir mál og menningu hingað í auðnarland. Svo kvað Matt- hías: Noregur, Noregur, frægð vor sem fjör frá þínu brjósti er runnið. Sviplíka hamingju, hlutfall og kjör hafa okkur nornimar spunnið- Til þín vor lijörtu, þótt hnekkt væri fjör, hafa brunnið. I-0.0.F.=0Il.l P,=1245198V4 Málflutningamannafélag Islands lætur þess getið, að allir logfrœð- ingar séu velkomnir á fund félags- ins í Oddfellowhúsinu mánudaginn 18. þ. m. kl. 6 e. h., þar serri til um- ræðu verður: Stofnun Lögfrœð- ingafélags Islands. Slökkviliðið var kvatt að húsinu nr. 14 við Austurstræti í gær, en þar hafði kviknað í miðstöðvarherberginu, sem er í kjallara hússins. Komst eldur í einangrunartróð'vatnsgeym- isins og timbur, sem var í herberg- inu. Gekk greiðlega að slökkva. Reykur var allmikill, og vörur, sem Soffíubúð á, og geymdar eru í vöru- geymslu í kjallaranum, munu hafa skemmst eitthvað af reyk. Bridge-félag er verið að stofna hér í bæ. í kvöld verður framhalds-aðalfundur haldinn í félagsheimili V.R. (mið- hæð) og hefst kl. 8ý£. Þar verða samþykkt lög fyrir félagið og kos- in stjórn þess. geta ekki boðið fram slíka menn, verður þjóðin sjálf að leita þeirra, og ef flokkunum þykir slíkt miður, þá geta þeir engum um kennt nema sjálfum sér.“ Nú, þegar kosningar standa hér fyrir dyrum, hefðu margir gott af að hugleiða þessi alvöru orð. til Islendinga. Það er að vísu rétt, svo sem skáldið kveður, að hamingjur Norðmanna og íslendinga hafa oft verið svo líkar sem samr- bornar systur. En þó varð saga þessara tveggja þjóða þegar frá öndverðu ólík um margt, þó að aldrei hafi meiru munað en nú á síðustu misserum. Bæði lönd- in hafa að vísu verið hernumin, en kjör þeirra í hernáminu hafa orðið svo ólík sem fremst má verða. Fyrir utan allt annað hafa atvinnuvegir norsku þjóðarmn- ar verið lagðir á kaldan klaka og hún rúin inn úr skyrtunni. En íslendingar hafa auðgast svo ákaft, að slíks eru vitanlega engin dæmi i sögu vorri. En við vitum að mörgum íslending- um — væntanlega langflestum — rennur kalt vatn milli skinns og hörunds, er þeir hugleiða að mestur liluti þess fljóttekna auðs, sem nú streymir inn í landið, stafar frá einhverju hinu óskaplegasta böli, sem nokkru sinni hefir dunið yfir mann- kynið: Blóði rignir yfir aðrar þjóðir, yfir oss rignir gulli. Að visu höfum við einnig orðið að færa mannfórnir. En {>ó að tjón vort sé tilfinnanlegt, eiga þó aðr ar þjóðir um miklu fleiri sár að binda. — En er víst að ís- lenzka þjóðin gangi heilli til skógar um það er ófriðnum lýk- ur, heldur en þær þjóðir, er þjást nú mest? Mun virðing ís- lendinga fyrir sjálfum sér hafa vaxið á þessum árum? Munu þeir verða betri, ósérplægnari, hyggnari og heilbrigðari menn í gullregninu? Slíkum spurn- ingum velta menn nú fyrir sér og veitist ekki létt að finna ugg- laus svör við þeim. Þó að við íslendingar séum umkomulausasta smáþjóð heimsins, þá eigum við þó margt, sem oss er óþarft að láta af liendi við nokkurn einvalds- herra eða nokkurt stórveldi, svo sem sál vora og samvizku. Þess vegna mun flestum okkar hugslætt, að nú beri oss skylda (il að sýna samhug okkar með þeim, sem eru saklausir, þjáðir og troðnir undir. járnhæl út- lends hervalds. Og þá verða Norðmenn okkur næstir fyrir allra hluta sakir. Þess vegna hafa nokkur sambönd félaga hér í bæ sameinast um að hefj- ast handa um samskot handa Norðmönnum. Er tilætlunin sú, að fjárhæðin, er íslendingar kunna að leggja af mörkum, verði látin koma í hendur Norð- manna að ófriðnum loknum, en að einhverjum hluta hennar v^rði þó varið til hjálpar nauð- stöddum flóttamönnum hér á landi. Einhverjir kunna að lita svo á, að íslendingar geti aldrei komið saman svo miklu fé, að það komi að nokkru haldi, er viðreisnarstarfið hefst í Noregi. En sú skoðun er röng. Islend- ingar eru nú svo efnum búnir, að þeim er í lófa lagið, að sýna vilja sinn í verki á sæmilega myndarlegan hátt. Hitt er þó n t ,íh virði, að við getum látið í Ijc’s á þenna hátt, að oss renna til rifja þær hörmungar, sem nú eru að gerast i veröldinni, — að við horfum eigi hirðulausir og rænulausir á hinn ferlega hild- arleik. Og loks er oss það nauð-. syn sjálfra okkar vegna, að vinna nokkurt það verk, sem ef til vill gæti aukið sjálfsvirðingu okkar og sómatilfinningu. Sameinumst því allir íslend- ingar um að sýna Norðmönnum óskipta samúð og veitum þeim þá hjálp er við megum. Hallé Ameríka verður sýnd í kvöld kl. 8. Að- göngumiðar seldir í Iðnó. IV. maí. Hátíðahöldln í gær. Norðmenn búsettir á Islandi og hér staddir 17. maí halda jafnan þjóðardag sinn hátíðleg- an með samkomuhaldi og með því að draga norska fánann að hún, á húsum og skipurn í höfn, og þótt þessi hátíðahöld séu tíðast í smáum stíl hefir jafnan einkennt þau sami hlýhugur og innileikur og sama rækt og fram kemur, jiegar heimaþjóð- in norska lætur fögnuð sinn og þakklæti í Ijós á þessum degi. En að þessu sinni hélt norska þjóðin dag sinn hátíðlegan með öðru móti en áður fyrr. Landið er í hers höndum. Skrúðgöngur bannaðar og samkomur og það er jafnvel bannað að draga norska fánann að hún — öllum, iiema þvi örsmáa broti, sem fyllir flokk Kvislinga. En skrúð- göngur settu ávalt sinn mikla og fagra svip á daginn 17. maí í Noregi og sú virðing, sem Norðmenn jafnan sýna fána sín- um, kemur þá fram með mest- um helgiblæ. Heimaþjóðin minntist því 17. maí í kyrrþei — en út um allan lieim fóru fram mikil hátíða- höld, hvarvetna þar sem Norð- menn eru saman komnir, livar- vetna þar sem vinir Noregs eru, var dagsins minnst, á einn eða annari hátt. Vafalaust liafa liátíðahöldin í London vakið einna mesta at- Iiygli. Þar er ■ konungur Norð- manna og ríkisstjórn Noregs. Hlýddi konungur og Ólafur konungsefni minningarguðs- þjónustu í kirkjunni St. Martins in the Fields, og margt annað stórmenni, en í gær heiðraði Georg Bretakonungur í nafni þjóðar sinnar Noreg með því að veita áheyrn sendiherra Norð- manna í fyrsta sinn sem sendi- ráðgjafa (Ambassadeur), en sendiherra Breta við norsku stjórnina ber framvegis sama titil. Áður hafði Roosevelt Bandarikjaforseti heiðrað Nor- eg með sama hætti. Hefir Noregi J>annig hlotnast óvanaleg viðurkenning tveggja mestu stórvelda heims, en það er undantekning ef smáþjóð er slíkur sómi sýndur sem Norð- mönnum nú með þessu skrefi. I öllum kirkjum Bretlands var beðið fyrir norsku þjóðinni i gær og í öllum hafnarbæjum Bretlands voru samkomur haldnar og guðsþjónustur, í kirkjum og á sjóínannaheimil- um, og á norskum skipum út um öil lieimsins höf og mý- mörgum höfnum viða um heim var dagsins minnst. Hans var einnig minnst hér á íslandi, i Reykjavík og víðar, og að þessu sinni tóku íslending- ar mikinn og virðulegan þátt í hátiðahöldunum með frændum vorum Norðmönnum. Það var bæði rétt og skylt að gera þetta — sýna frændþjóð vorri sem mesta samúð nú, leitast við að sýna drengskap vorn, frændsemi og samúð i verki, og þótt mörg- um finnist, að það hefði mátt fyrr vera, er ekki um slíkt að sakast, því að dagurinn i gær bætti það upp, ef svo mætti segja, svo almenn samúð kom fram í garð norsku þjóðarinnar og ræktarsemi, að hið mesta á- næguefni má vera öllum.“ í dag finnst mér aftur ánægjulegt að vera íslendingur“, sagði einn Noregsvinur hér í bæ í gær. Frá því árla um morguninn fór fram sala á merkjum þeim, sem Norræna félagið gekkst fyrir, að seld væri, og voru þau svo almennt keypt, að það mun ekki fjarri sanni, að það hafi verið undantekning, ef menn báru ekki á sér flaggmerkið, en ýmsir keyptu mörg. Fánar voru dregnir á stöng á opinber- um byggingum, áður en liátíða- höldin hófust. Veður var hið feg- ursta, sól og hlýr vindur, og það var engu líkara en Islend- ingar sjálfir væru að halda upp á sinn þjóðardag. Svo almenn var þátttaka manna. Slíkur hragur var á öllu. Forsætisráðherra — ólafur Thors — birti kveðju til Norð- manna i tilefni af þjóðardegin- um, og birtast hér niðurlagsorð ávarpsins: Við treystum þvi, að þessi frálsborna liugumstóra og þi’ek- lundaða þjóð, fái sem fyrst end- urheimt sitt fagra land til eign- ar og yfirráða um allar aldir. Það sé von okkar allra og huggun. „Blessaða land, þig blessi guð á hæðum, með börnum þinum stórum jafnt sem smáum“. (Matth. Joch.) Hátíðahöld Norræna félagsins fóru fram eins og til stóð og var þeim útvarpað. Hófust þau með því að lúðrasveit lék á Aust- urvelli kl. 13.15, en þar næst flutti Sigurgeir biskup Sigurðs- son ávarp sitt af svölum Al- þingishússins. Var múgur og margmenni samankominn við Austurvöll og á næstu grösum. Að ávarpinu loknu var leikið Ja, vi elsker og Ó, guð vors lands. Kl. 2 hófst norsk minningar- guðsþjónusta í dómkirkjunni og var kirkjan full út úr dyrum og urðu margir frá að hverfa. Sérstaka athygli vakti skrúð- ganga norskra barna og barna af norskum ættum, en þau gengu frá sendiherrabústað Norðmanna til kirkjunnar, klædd þjóðbúningum, hvert með sinn smáfána. Útvarpið í gær var að miklu Jeyti helgað deginum. Auk þess sem fyrr var getið, að útvarpað var hátíðahöldum þeim, sem Norræna félagið gekkst fyrir, var útvarp helgað deginum um kvöldið. Kl. 20,00 söng Einar Markan norsk lög, með undir- leik Páls ísólfssonar, kl. 20,40 flutti Thorolf Smith fréttaritari' ágætt erindi um Noreg og kl. 21.00 las Tómas Guðmundsson upp hið gagnorða kvæði sitt, Dag- ur Noregs, en það er birt í Helga- felli, sem út kom i gær, en það hefti er helgað Noregi. Kl. 21,15 var upplestur úr norskum bók- menntum, sem þeir önnuðust Friid blaðafulltrúi og Magnús Asgeirsson ritstjóri. Þá voru leikin norsk kórlög af plötum og loks lék útvarpshljómsveitin norsk lög. Móttaka í tilefni dagsins fór fram i bústað norska sendiherr- ans. Nætnrlæknir. Gunnar Cortes, Landspítalanum. Sími 1774. — Næturvörður í Ing- ólfs apóteki. Vormót 3. flokks. í kvöld hefst fyrsta knattspyrnu- mót ársins, 3. flokkur drengja, 12 —16 ára. — Leikur hefst kl. 8. Fyrst keppa K.R. og Víkingur, sið- an Fram og Valur. Útvarpið í kvöld. KJ. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Lif og barátta i Austurlöndum Asíu, I. (Björgúlf- ur Ólafsson lælaiir). 21.00 Um dag- inn ,og veginn (Skúli Skúlason rit- stjóri). 21.20 tJtvarpsh^ómsveitin: „Brúðkaupsferð um Norðurlönd", tónverk eftir Emil-Júel Fredriksen. Einsöngur (frú Elísabet Einarsdótt- ir): a) Sjgurður Ágústsson: Sum- amorgun. b) Grieg: Jeg reiste en deilig sommerkveld. c) Sigf. Ein- arsson: 1. Nú er glatt í borg og bæ. 2) Sumarkvöld. 3) Sofnar lóa. Athygíisverð myndasýning ber fyrir augu vegfarenda, sem eiga leið um Bankastræti, og líta í sýningarglugga Jóns Björnssonar & Co. Þar eru til sýnis teikningar og málverk eftir 13 ára dreng, Pét- 1 sekkjum og lauspl vigt Símar 1135 — 4201 vantax á Caíé CentraL ENSKAR PEYSUR Pullovers Slipovers margir litir ágætt úrval. 4»i; VMIt H. F. FATADEILDIN. LÍTILL 5 nia i til sölu. — Uppl. í sima 5415 og 5414. —:— mín er flutt í Lækjargötu 10, Sigurður ólaoon, hæstaréttarlögmaður. Ákvæðisvinna Nokkrir menn óska eftir á- kvæðisvinnu við að grafa Iiúsgrunna, skurði eða þ. u. 1. Uppl. í sima 2385 eftir kL 8 siðdegis. — ur Sigurðsson að nafni, sem efcki hefir notið annarrar tílsagnar en það, sem almennt er kennt bömum í bamaskólum. Það eru Kkur til, að hér sé um listamannsefni að ræða, ef Pétur fær að njóta góðrar kennslu í framtíðinni. Hefir sýn- ingin þegar vakið mikla athygli bæjarbúa, og er oft f jölmennt fyr- ir framan sýningargluggann.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.