Vísir


Vísir - 25.07.1942, Qupperneq 2

Vísir - 25.07.1942, Qupperneq 2
V I S 1 R VISIR DAGBLAÐ Ctgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR B.F. Ritstjórar: Kristján Giiðlaugsson Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjnnni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1660 (fimm línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Aílahrota — veiðistöðvun. Stjórnendur S|ldarverksmáðja rikisins hafa nýlega fyrir- skipað, að öll þau skip, sem leggja inn veiði sína til verk- smiðjanna, skuli hætta veiði uni stund, eða þar til verksmiðjurn- ar eru reiðubúnar til að, taka á móti frekari afla. Þetta er ekki nyitti fyrirbrigði, með því að segja má, að á hverju ári hafi skipin orðið að liggja dögum saman aðgerðalaus, með þvi að verksmiðjurnar liöfðu ekki und- an að vinna síldina, og gátu held- ur ekki varðveitt hana í þróm óskemmda. Fáir munu hafa búizt við því, að svo myndi fara á þessu sumri, að verksmiðj urnar fyrirskipuðu veiðistöðvun i byrjun vertiðar, með þvi að vitað er að miklu færri skip og smærri stunda nú veiðarnar en undanfarið. Flest- ir togararnir stunda nú ekki síld- veiðar, ennfremur mörg línu- veiðaskip og loks mikill fjöldi vélbáta, sem nú gegnir öðrum störfum. Er talið að á þessari vertíð séu aðeins notaðar um 100 síldarnætur, en sumarið 1940 voru þær 180, þannig að dregið hefir úr þátttöku í veið- unum allt að helming og munar um minna. Þrátt fyrir þetta liafa stjórn- endur sildarverksmiðjanna orð- ið að grípa til þess ráðs, að stöðva flotann i nokkra daga. Slíkt lilýtur að vekja megna ó- ánægju og baka öllum aðilum tilfinnanlegt tjón, og þá ekki sízt þjóðarbúinu, sem á mikið undir því, að afkoma sildveiðanna verði sem bezt. Áður en horfið er að því ráði, að stöðva veið- arnar, virðist auðsættt, að stjórn rikisverksmiðjanna ætti að grípa til allra bragða til þess annars- vegár að vinna úr síldinni svo fljótt sem unnt er, eða ef ekki er unnt að auka afköstin, að taka upp nýjar aðferðir við vörzlu síldarinnar. Gísli Hall- dórsson verkfræðingur hefir um margra ára skeið barizt fyrir því, að síldin væri kæld i þrón- um, og telur það auðvelt verk og ekki ýkja kostnaðarsamt. Flestar verksmiðjur á landinu nota nú nýtt efni við vinnslu sildarinnar og jafnvel varð- veizlu, sem ritað var um hér í blaðinu nýlega, en heyrst hefir að síldarverksmiðjur ríkisins séu þar alger undantekning, eða hafi verið. Þess er þó fastlega að vænta, að þeir menn, sem stjórn verksmiðjanna hafa með höndum, fylgist vel með öllum nýmælum, og taki allar tillög- ur, sem til úrbóta miða, til vin- samlegrar athugunar. Það er fyrsta skilyrði þess, að afkoma síldarverksmiðjanna verði við- unandi, og að þær verði þess um komnar, að verða flotanum sú stoð, sem til var ætlazt Hitt er einnig auðsætt, að nauður rekur til að nýjar og stórar verksmiðjur verði byggð- ar svo fljótt sem því verður vif komið. Hefir einn útvegs- m: 5ur þegar undirbúið bygg- in u nýxrar verksmiðju, sem æ ið er að vinna 5000 mál á sólarhring, en ekki er vitað hvaða undirtektir hann hefir fengið hjá þeim mönnum, sem málum þessum ráða. Enginn' vottur þess sést, að rikið hafi í' liuga að auka við verksmiðjur sínar eða byggja nýjar, enda ekki heþpilegur tími til þess í bili, og óvist livernig gengur með afgreiðslu á vélum og efni til slíkrar byggingar erlendis, fyr en stríðinu linnir. Ifér er vissulega breytinga þörf. Slíkur Bakkabræðraháttur, að stöðva veiðar í byrjun vertíðar, er fjarri öllu lagi og allsendis ó- viðunandi. Er þess að vænta, að þetta verði síðasta vertíðin, sem slikt tiltæki þolist, og skylt er að gera allt það, sem unnt er til þess að ráða fram úr þessurn vanda. Yirðist þá tiltækilegasta ráðið í bili að taka upp nýjar að- ferðir við Vinnslu og vörzjui síldarinnar, sem stjórn síldar- v.erksmiðjanna hefir ekki sinnt til þessa. Ármannsstúlkunum var tekiö vel á Akureyri. Hér fer á eftir í stuttu máli ferðasaga kvennaflokks Ár- manns, er bar sigur úr býtum á fslandsmótinu á Akureyri. Þann 15. þ. m. fór handknatt- leiksflokkur kvenna úr Ármanni með „Fagranesinu“ til Akra- ness og áfram til Akureyrar. Fyrsti leikur var kvöldið eft- ir við Völsunga og höfðu Ár- menningar nokkura samúð Ak- ureyringa af þvi að þeir lentu strax í kappleik við Völs- unga, sem álitnir voru þeir sterkustu, enda Norðurlands- meistarar frá í fyrra, en bar- áttuhugurinn var upp á það bezta og lauk leiknum með sigri Ármanns. Á Akureyri var dvalið i barna- skólanum. Var þar ráðskona, sem liugsaði um flokkana. Að- eins Ármann og Þróttur frá Norðfirði sváfu i skólanum,, en Völsungar sváfu úti í bæ, en borðuðu í skólanum. Maturinn var hinn bezti og skiptust stúlk- urnar á að lijálpa til við upp- þvottinn eftir máltiðir. Sérstaklega ber að geta þess, að Akureyrarbær lánaði skólann fyrir flolckana og létti þar með mikið undir með íþrótta- félögunum með móttöku i- þróttaflokkanna. Bara að hægt væri að segja það sama hér. íþróttafélagið Þór á Akureyri sá um mótið og móttöku flokk- anna og fórst það með ágætum. Róma stúlkurnar mjög móttök- ur allar og viðurgjörning. Tryggvi Þorsteinsson iþrótta- lcennari fór með þeim um bæ- inn og sýndi þeim það helzta, m. a. skíðastökkpallinn. Sunnud. 19. júlí bauð „Þór“ öllum flokkunum i Vaglaskóg, og var dvalið þar daglangt i sól- skini og blíðu. Kvöldið áður en Ármenningarnir fóru heimleið- is var kaffisamsæti haldið á Ak- ureyri og afhenti fararstjóri Ár- manns, Gunnar Vagnsson, Kattspyrnufél. Þór forkunnar- fagra fánastöng sem gjöf frá Glímufél. Ármanni með þakk- læti fyrir móttökurnar. Stöngin var útslcorin eftir Ágúst Sig- mundsson. Þá bauð Armann Þór og Þrótti til Rvikur, svo fremi sem næsta íslandsmót yrði haldið þar. Til gamans fer hér á eftir úr- slit keppninnar (markafjöldi): Ármann setti 16 mörk gegn 10, — 7 stig. Þór setti 12 mörk gegn 10, — 5 stig. K. A. setti 15 mörk gegn 14, — 4 stig. Völsungar settu 10 mörk gegn 12, — 2 stig. Þróttur setti 6 mörk gegn 13, — 2 stig. Síóni rel'alníiii gefa tiltölulegra meiri p‘ðlingafjölda ogr lietivi arð, en þau litlu segir H. J. Hólm|árn loðdýraræktarráðnnautnr. Samkvæmt skýrslu formanns Loðdýraræktarfélags íslands, H. J. Hólm.jáms, sýnir hlútfallstala fullorðinna dýra og yrðlinga 1939 og 1941 nokkura framför livað yrðlingafjölgun snertir. Arið 1939 komu 1.10 yrðlingar á hvern fullorðinn blá- og hvítref. Árið 1941 koniu 1.30 yrðlingar á hvern fullorðinn silfurref og 1.61 yrðlingar á hvern fullorðinn blá- og hvítref. Vísir hefir snúið sér til H. J. Hólmjárns og leitað hjá honum nánari upplýsinga um refarækt landsmanna og einkum þó það, er lýtur að aukningu liins tamda refastofns í landinu. „Þetta er of lílil framför,“ segir Hólmjárn. „Til þess að út- koman geti talizt sæmileg, þurfa að lifa 2 til 2V2 yrðlingar á hvert fullorðið dýr, sem sett er á, en það ætti að svara til þess, að það væru um 3—3V> yrðlingar á tæfu.“ „Er unnt að bæta úr l>essu á nokkurn hátt?“ „Það hefir eitt eftirtektarvert atriði komið í ljós, sem sé það, að stóru refabúin gefa tiltölu- lega meiri yrðlingafjölda en þau litlu. Á átta stærstu refabúun- um var tala silfuryrðlinga s.I. ár 2.9 yrðlingar á hvert fullorð- ið dýr, eða allt að því fjórir á hverja tæfu. Þetta er um það bil helmingi Iiærri tala en með- altalan á öllu landinu. , Nú ber brýna nauðsyn til að finna orsakirnar til þessa mikla munar á stóru og litlu refabú- unum. Eg hef ímyndað mér, að þær myndu að verulegu leyti vera fólgnar í eftirfarandi: 1. Umbúnaður á stærri búun- um er yfirleitt mun betri en á þeim minni. Búr og kassar oft- ast betri og betur viðhaldið, ytri girðingar á þeim flestum, sem hindra að. truflun og hræðsla komi að dýrunum, vegna of ná- innar, og sérstaklega vegna ó- væntrar umferðar. 2. Stóru búin hafa öll hirða, sem eru starfinu vaxnir, og liirð- ingin verður þvi aldrei handa- Iiófsverk, aldrei kástað til lienn- ar höndunum og aldrei stunduð sem einskonar frístundavinna. þegar aðrar annir leyfa, því að oft eru einyrkjabændur svo störfum hlaðnir, að þeir geta ekki sinnt refunum sem skyldi. 3. Stóru búin fóðra yfirleitt jafnbetur en gert er á mörgum minni búunum og breyta sjald- an eða aldrei snögglega um fóð- ur. Þau standa jafnaðarlega bet- ur að vigi um öflun góðs fóS- urs, og að geyma fóðurefni, eins og t. d. kjötmeti og fisk ó- skemmt. En skemmt fóður veldur miklu meira tjóni en menn almennt gera sér ljóst. 4. Stóru búin hafa síðustu ár- in Iagt sérstaka áherzlu á að koma upp undaneldisstofni, sem er góður, og aflað sér til þess frjósamra og góðra mæðra. 5. Stóru búin hafa flest mjög góð skilyrði til þess að annast tæfurnar sérstaklega vel um gottímann og bjarga á þann hátt mörgum yrðlingum frá tortímingu. Þetta tel eg í aðalatriðunum vera orsakirnar til þess að betri árangur hefir náðst á stóru refa- búunum en á þeim litlu. En þetta er eðlilegt á ýmsan hátt. Mér hefir í þessu sambandi komið til hugar, hvort litlu refa- búin ættu ekki að leggja meiri áherzlu á að fóðra með góðu fiskimjöli og mjólk, bæði ný- mjólk og undanrennu, en verið hefir, en minnlca kjötgjöfina. Fiskimjöl og mjölmat ætti þá að bleyta upp í mjólkinni. Sé það gert, má gefa 2—300 gr. mjólk á hvern ref án þess að af því hljótist meltingartrufl- anir. Þá má og geta þess, að stóru búin hafa fram að iþessu átt auðveldara með að útvega sér bætiefni í fóðrið, þ. e. grænmeti, lýsi, ger eða lirogn. Ríkisstjóri kominn heim Ríkisstjórinn er kominn aftur úr ferð sinni um Suðurland. Fór hann alla leið austur að Kálfa- felli. Á lieimleiðinni kom hann meðal annars að Sámsstöðum í Fljótshlíð og skoðaði þar tún, akra og önnur mannvirki, með leiðsögn Ivlemensar Kristjáns- sonar. Kallaður heim Hvernig heiIbrigðLsmál- nm Norðmanna - - ntan Noregs - - er varið. Frásögn J. Holst leiðtoga norskra heilbpigðismála. Hingað til lands er kominn einn af aðalforvígismönnum norsku læknastéttarinnar, Johan Holst, sem var formaður norska læknafélagsins fyrir hemám Noregs, en leiðtogi heil- brigðismála norsku stjórnarinnar í London nú. Bauð hann blaðamönnum á sinn fund í gær og skýrði þeim frá helztu heil- brigðisráðstöfunum norsku stjórnarinnar, og ræddi síðan ástandið í Noregi á breiðari vettvangi. Heilbrigðismál þeirra Norð- manna er nú dvelja utan Nor- egs eru sameiginleg fyrir lier- menn og aðra, enda eru 'það eklci hermennirnir einir sem berjast fyrir ættjörðina, heldur sjómenn og yfirleitt allir sem vettlingi geta valdið. Aðalbæki- stöðvar lieilbrigðismálanna eru í Edinborg. I stærsta sjúkrahús- inu þar eru 100 rúm, en í ráði er að bæta við öðrum 100 sjúkrarúmum. Auk þess er svo sérstök deild fyrir sjólið, liress- ingarliæli og berklahæli. Ann- arsstaðar í Skotlandi eru hress- ingarhæli og liermannaspítali, og hjúkrunarhæli í London. í Reykjavík er einnig spitali, og er i ráði að stækka hann á næst- unni. Eitt af aðalviðfangsefnum er að stemma stigu fyrir útbreiðslu berklaveiki. Hefir tekizt að gera um 80 af hundraði þeirra, er berldaveikir voru, smilfría. Til að bæta heilbrigði her- mannanna sem mest, er þeim gefin fjörefnarík fæða, og auk þess eru þeir undir stöðugu eft- irliti og bólusettir gegn næm- um sjúkdómum, þar sem, þvi verður við komið. Aðbúð Norðmanna i heima- Iandinu kvað hann illa. Þeir eru pyndingum beittir, þeir eru kúgaðir andlega og líkamlega, þeir líða skort og munu koma til með að líða hann ennþá til- finnanlegri er fram líða stund- ir, og sennilega að hungursneyð skelli yfir landið áður en langt um líður. Holst læknir gat þeirra ó- drengilegu aðfara, er Þjóðverjar hefðu beitt Norðmenn, fyrst og fremst með þvi að senda þá menn, er notið hefðu gestrisni Norðmanna á meðan þýzka þjóðin svalt eftir heimsstyrjöld- ina síðustu, til árása á þessa sömu gestgjafa sína. í öðru lagi hefðu þýzkir vísinda- og fræði- menn stuðláð að gagnkvæmri kynningu og boðið norskum vís- indamönnum heirn fyrir styrj- öldina, en nú reyndi ekki nokk- ur þýzkur visindamaður að upp- hef ja sína raust í mótmælaskyni gegn þeirri kúgun og þeim pynd- ingum, sem norska þjóðin væri beitt. Johan Holst er glæsimenni í lramkomu og sjón, hann hefir djarflegan og einbeittan svip og maður finnur það við fyrstu sýn, að hér er á ferðinni maður, sem, er fús að fórna öllu sínu í þágu ættjarðar sinnar, þeirrar ætt- jarðar, sem hann varð að flýja fyrir rúmu ári, er honum varð lífið, undir stjórn nazista í Nor- egi, óbærilegt. Áttræð í dag Frú Vilborg Einarsdóttir, Baldursgötu 31 hér í bæ, á átt- ræðisafmæli í dag. Síðustu árin hefir hún átt við vanheilsu að stríða, en borið veikindin vel, enda notið umsjár og nærgætni sona sinna. Eru það þeir Gústaf A. Sveinsson hæstaréttarlög- maður og Dr. Einar ÓI. Sveins- son, sem báðir eru prýðilega gefnir menn og kunnir. Frú Vilborg er dóttir Einars oddvita Einarssonar að Strönd á Meðallandi og Rannveigar konu hans Magnúsdóttur i Skaftárdal. Giftist frú Vilborg ung Sveini bónda Ólafssyni og bjuggu þau hjón að Ásum i Skaftártungu, Höfðabrekku og Hvammi í Mýrdal, en til Reykja- vikur fluttust þau árið 1920. Nutu þau hjón mikilla vinsælda góðum gáfum gædd og mann- kostum. Er til Reykjavikur kom varð þeim hjónum strax vel til vina og héldu þau uppi sömu gestrisni sem fyr og var gleðibragur á heimilislífinu öllu. Sveinn Ólafsson andaðist árið 1934. Þeir, sem kynnzt hafa frú Vil- borgu, gleyma henni ekki, og munu henni því berast hlýjar óskir á afmælinu í dag. Enn á hún í ríkum mæli manngæði og góðar gáfur. Enn miðlar hún frekar en þiggur, bæði í and- legum og veraldlegum efnum, Megi ævikvöldið reynast henni bjart og fagurt. M. Pillurinn á myndhmi er kon- ungur Thailands. Hann heitir Ananda Mahidol og er 16 ára. Þegar Japanir liöfðu lagt Thai- land undir sig kölluðu ]>eir haim heim frá Sviss, þar sem hann var við nám. & hann nú látinn læra japönsku, til þess að geta rætt við Japani um sameiginJeg áhugamál þeirra. Frjálsir Thai- lendingar. Enn ein frjáls lireyfing hefir nú verið stofnuð af einiun yngsta sendiherra í Washing- ton í Bandaríkjunum — Raja- wongse Pramoj, sendiherra Thailands. Hann gaf út opinber mót- mæli, þegar ríkissíjóm hans. gafst upp fyrir Japan næstum bardagalaust i desember s. 1. Kvaðst hann þá ekki framar hlýða skipunum frá Bangkok og allt starfslið hans tók undir með honum. Nú vinnur hann að því að fá alla Thailendinga, er hann nær lil, til að veita banda- mönnum stuðning, og að samn- ingu ritgerðar, sem á að sanna frelsisást Tliailendinga og hatur þeirra á Japönum. Pramoj varð' sendiberra árið 1940, 34 ára að aldri. Áður hafði hann verið dómari og háskóla- kennari, og gagnrýnt mjög það, sem honum þótti aflaga fara í stjórn Thailands. Það sem Pramoj óttast mest er að Japaúir eyðileggi þjóð hans með ópíumnautn, sem þeir hafa beitt gegn Kinverjum í herteknu héruðunum til að lama mótstöðuþrótt þeirra. Pramoj er af mjög tignum ættum, því að langafi hans, Rama II, var konungur í Thai- landi. Skemmdarverk í Vichy-Frakklandí. Vichy-fréttaritari spænska blaðsins „Arriba“ hefir símað blaði sínu, að miklir eldar hafi brunnið undanfarna sex daga í skógum og hveitiökrum nm- hverfis Marseilles. Fréttaritarinn skýrði frá þvi, að herlið hefði verið kallað á vettvang til þess að berjast við eldana og jafnframt hefir stjórnin i Vichy gefið út lög, þar sem dauðahegning er lögð við að kveikja í ökrum landsins.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.