Vísir - 27.07.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 27.07.1942, Blaðsíða 2
tí VISIR ' t VISIR DAGBLAÐ Ctgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (geogið inn frá Ingólfsstrœti). Símar: 1 66 0 (fimm línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Áróður og ábyrgð. jyjARGT það, sem skeð hefii* siðustu dagana bendir ó- tvírætt í þá átt, að nýir og aukn- ir erfiðleikar Inði þjóðarinnar senn hvað líður. Er ekki ósenni- legt að Alþingi það, sem nú kem- ur saman, fái um erfið úrlausn- arefni að fjalla, sem m. a. stafa af því, að löggjöf til að lialda dýrtið — kauplagi og verðlagi — í skefjum, liefir ekki komið að fullum notum. Má segja, að löggjöf þessi sé þegar í veru- legum atriðum úr gildi numin, -—■ idauður bókstafur og annað ekki. Þeir flokkar, sem að þessu hafa ötulast unnið eru Alþýðu- flokkurinn og kommúnistar. Báðir fjokkarnir hafa horfið að því ráði, að stinga höfðinu nið- ur í sand ábyrgðarleysisins óg þykjast liólpnir, með þvi að lík- indi séu til að kjósendurnir flykkist þá að þeim frekar. En það er ekki unnt fyrir starfandi stjórnmálaflokka að hyggja til- veru sína og starf á algeru á- hyrgðarleysi. Verði jx:iin vel til fylgis rekur að j>ví, að þeir verða að taka á sig ábyrgðina, leysa þau vandamál, sem skapazt hafa af kröfum j>eim, sem þeir hafa sjálfir gert, meðan þeir voru i stjórnarandstöðu og báru ekki einu sinni áhyrgð á orðum sín- um livað þá gerðum. Kommúnistar eru yfirlýstur byltingarflokkuv. Þess er j>ví ekki að vænta, að þeir vinni að j>ví að skapa annað en algert öngj>veili, þannig að auðveld- ara verði að kollsteypa þjóðfé- laginu, er þar að kemur. Aukist fylgi þess flokks verulega frá j>ví sem nú er, hefir hann um það tvennt að velja, að lialda á- fram byltingastarfsemi sinni, eða taka á sig ábyrgð af störfum j>ings og stjórnar, að svo miklu leyti, sem efni gefast til og af flokknum verður krafist. Á hinu getur flokkurinn ekki lifað til lengdar, að einbeita öllum kröft- um að kröfugerðinni einni sam- an, en láta framkvæmdir og á- byrgð á framkvæmdum liggja í láginni. Það er vitað að við siðustu kosningar hefir fjöldi manns veitt j>eim atkvæði, sem alls ekki hefir gert sér ljóst hver afstaða j>essá flokks innan j>jóð- félagsins er. Fari það svo, að flokkurinn neiti að taka á sig ábyrgð á opinberum störfum undir núverandi j>jóðskipulagi, er augljóst að línurnar skýrast þannig, að þeir menn einir munu fylgja flokknum, sem telja að þjóðfélagsbylting sé hin eina sáluhjálplega leið út úr vandanum. Hiriir, sem vilja við- halda núverandi J>jóðskipulagi, og krefjastþess af flokknum, að hann skorist ekki undan ábyrgð- inni, munu ekki fylgja flokkn- um lengur að málum, með því að þeir eru ekki hyltingasinn- ar, heldur menn, sem^eskja eft- ir að í stjórnmálunum sé þjóð- nýtt starf innt af hendi, en telja aðra flokka liáfa brotið svo af sér, að þeim verði ekki sýnt fullt traust lengur. Fari það svo, að kommúnist- um aukist verulega fylgi, er íhjög sennilegt að svo fari hér, sem annarsstaðar, að æskan rísi (Upp gegn j>eim, og beiti j>á sömu brögðum og j>eir hafa sjálfir við haft, í krafti J>ess fornkveðna, að með illu skal ilit út reka. Er J>að allt annað en glæsilegt, ef framundan hiða slík átök í stjórnmálunum, og mun eng- inn j>jóðhollur íslendingur æskja eftir j>ví öngj>veiti. Til þess að forða J>ví verða lýðræð- isflokkarnir að taka upp hreinni línur í baráttunni, en tíðkast hefir til j>essa, og nánara sam- starfi við kjósendurna J>arf að koina á. Flokksræðið er orðið of mikið, einkum J>ar sem flokksræðið er falið í vilja sár- fárra manna, sem innstu bekki skipa i hverjum flokki. Það, sem aflaga fer, er auðvelt að laga, ef atliugað er í tíma, enda er J>ess að vænla, að lýðræðisflokkarnir sjái sóma sinn í j>ví, að bregðast nú vel við á vandræðatímum og bjarga öllu j>vi sem bjargað verður heilu í höfn. En j>á mega j>eir ekki fara að dæmi komm- únista, varpa af sér allri ábyrgð og liefja svo áróður til j>ess eins áð afla sér aukins fylgis, en ekki til hins, að afla J>jóðinni meiri lieilla. Uppbótarþingmennirnir á sumarþinginu. Yfirkjörstjórn hefir lokið talningu atkvæða og útreikn- ingi uppbótaþingsæta. Hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn 6 uppbót- arþipgsæti, Sósíalistaflokkurinn 4 og Alþýðuflokkurinn 1. Uppbótarj>ingsætin féllu til flokkanna í j>essari röð, og er hlutfallstala tilgreind við hvern þingmann: I. landkj. Sigfús Sigurhjart- arson (Sós) 3141 atkv. / 2. landkj. Isleifur Högnason (Sós) 2355% atkv. 3. landkj. Sigurður Kristjáns- son (S) 1914%2 atkv. 4. landkj. Áki Jakobss. (Sós) 1884% atkv. 5. landkj. Ingólfur Jónsson -S) 1767%3 atkv. 6. landkj. Garðar Þorsteins- son (S) 164iy14 atkv. ' 7. landkj. Steingrimur Aðal- steinssón (Sós) líj70atkv. 8. landkj. Gisli Sveinsson (S) 1531% atkv. 9. landkj. Sigurjón Á. ólafs-' son (A) 1496J/2 atkv. 10! landkj. Eiríkur Einarsson (S) U3515/i9 atkv. II. landkj. Gunnar Thorodd- sen (S) 1351% 7 atkv. Varamenn hinna landkjörnu Jringmanna eru þessir: Sjálfstæðisflokksins: 1. Pétur Hannesson; 2. Þorleifur Jóns- son; 3. Árni Jónsson frá Múla; 4. Friðrik Þórðarson; 5. Björn Björnsson; 6. Guðbrandur Is- berg. Sósíalistaflokksins: 1. Lúð- vík Jósefsson; 2. Sigurður Thor- oddsen; 3. Kristinn Andrésson; 4. Árni Ágústsson. Alþýðuflokksins: 1. Barði Guðmundsson. Atkvæðatölur flokkanna á öllu landinu voru, sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn: 22975 atkv. Framsóknarflokkurinn 16033 atkv. Sósíalistaflokkurinn 9423 at- kvæði. Alþýðuflokkurinn 8979 atkv. Landsmálaflokkur Þjóðveld- ismanna 618 atkv. Frjálslyndir vinstri menn 103 atkv. Ferðalög urn helgina. | Ferðafélag íslands efndi til ! göngufer'Öar á Botnssúlur í gær. ; Þátttakendur voru um 20. Um helg- j ina kom hóþur úr Arnarfellsför (8 daga ferð). Voru 15 þátttakendur I og létu vel yfir. A laugardaginn fóru 20 manns í Öræfaferð. Stend- ur hún yfir í einu viku. — Far- fuglar fóru um 30 til viku dvalar á Þórsmörk. Stúdentar halda ,sæluvikuc í Hj ómskálagarð- inum 16.-23. ágúst Byggingarnefnd nýja Stúdentagarðsins gengst á næstunni fyrir „sæluviku“ í Hljómskálagarðinum. ágóðinn af sæluvikunni rennur í byggingarsjóð Stúdentagarðsins nýja, sem verið er að reisa suðaustan við Háskólann. Hefir nefndin fengið til sinna umráða flötina syðst í Hljóm- skálagarðinum, á milli litlu tjarnarinnar og hestagirðingar- innar. Þar er fyrirhugað að koma upp miklum tjaldbúðum, j>ar sem fram fara allskonar skemmtiatriSi í „Tivoli“-stíl, svo sem söngur og liljóðfæra- sláttur, ef til villi trúðuleikir ýmsir og línudansar, gamanvís- ur og skopleikir, að ógleymdum dansi, sem fram fer á sérstök- um danspalli. Verður dansað öll kvöldin. Reynt verður að koma upp skotbakka ef tök verða á, og hugsanlegar eru fimleika- og íjn’óttasýningar allskonar. Svæðið verður skreytt eftir föngum og ef til vill skraut- lýst. Sæluvikan stendur yfir dag- ana 16.—23. ágúst að báðum dögunum meðtöldum, eiga skemmtanirnar að hefjast á sunnudögum kl. 4 e. li. en önn- ur kvöld kl. 7—8. Undirbúningur er þegar haf- inn og er J>að sérstök nefnd, — önnur en bygginganefnd stúd- entagarðsins — sem hefir fram- kvœmdir og undirbúning sælu- vikunnar á hendi. Hér er um algert nýmæli í skemmtanalífi Reykvíkinga að ræða og þarf ekki að efa, að það mun vekja mikla athygli og jafnframt vinsældir bæjarbúa. Hvernig tekst til með sælu- viku þessa fer nokkuð eftir þvi, hvernig tekst til með skemmti- krafta, og má vænta þess, að bæjarbúar bregðist vel við, ef stúdentar leita til jæirra með aðstoð á einn eða annan hátt. Lík sendihera Breta flutt á skips- íjöl í gær með mikilli viðhöfn og virðuleik. T ílv sendilierrans var flutt til skips í gær og var til- ^ höífun hin sama og áður hefir verið frá skýrt* hér í blaðinu. Við herbúðirnar lijá Hringbraut sunnan Laugavegar tóku heiðursherflokkar úr landher, sjólier og flugher Breta sér stöðu og J)ar söfnuðust einnig ýmsir helztu yfirmenn i herjum bandamanna hér sam- an, Ríkisstjóri íslands, Sveinn Björnssn, íslenzku ráð- herrarnir, sendiherrar og ræðismenn, bankastjórar og aðrir íslenzkir þátttakendur. Af stjórnarinnar háll’u vonr þeir ólafur Thors forsætisráðherra og Magnús Jónsson atvinnumálaráðherra. og Bankastræti og Lækjartorg niður að höfn. Við Hringbraut og meðfram öllum götum, sem farið var um, var mikill mann- fjþldi. Stóðu menn berliöfðaðir, er líkvagninn fór fram hjá. Lík- kistan, vafin brezka fánanum, hvíldi á fallbyssuvagni. Næst á' eftir kistunni gekk ekkja hins látna sendihefra. —; Lúðrasveit úr ameríska land- hernum lék sorgarlög á leiðinni til skips. — 1 líkfylgdinni voru einnig, auk áður lalinna, starfs- lið sendisveitarinnar o. fl. Líkfylgdin fór um Laugaveg Linndiinabréf: , Tímes um Howard heit. Smith sendiherra. Helztu blöð Bretlands hafa hirt fregnir um andlát Howards Smiths, sendiherra Breta á Is- landi. Times Jrirtir æviágrip sendi- herrans í morgun og \Tirlit um störf hans. Meðal annars er þar svo að orði komizt: Meðal Islendinga hefir fráfall hans vakið söknuð, J>ví að J>ar átti hann marga góða vini. Þeg- ar Howard Smith kom til Reykjavíkur 10. maí 1940 sem fyrsti sendilierra brezku stjórn- arinnar á íslandi, átti hann við óvenjulega örðugleika að etja, því að sama dag var landið lier- tekið af Bretum. Hann þurfti að sigrast á tómlæti og grunsemd- um, en það var afleiðing J>ess, að hervaldi hafði verið beitt i landi, J>ar sem hergögn höfðu ekki sézt öldum saman, landi, sem treyst liafði yfirlýsingum sínum um ævarandi lilutleysi í ófriði. Það var ekki sizt sakir hinnar Vmgjarnlegu framkomu IIow- rds Smiths, að þessí afstaða reyttist. Með taktvísi sinni og hlýju viðmóti, glaðværð og þol- inmæði, ávann hann sér traust allra J>eirra, sem honum kynnt- ust, en þeir sem með honum störfuðu unnu honum fyrir nærgætni hans og eðalmennsku. vr t Hann ávann sér hylli íslenzkra menntamanna og almennings, sem hefir æðri menntun í miklum heiðri, m. a. með snjallri ræðu, sem liann hélt á latínu, Jægar Háskóli Islands vigði hina nýju byggingu sína i Reykjavík 17. júní 1940. Þótt hann hafi aðeins gegnt embætti sínu í rúm 2 ár mun hans lengi minnzt á íslandi, þvi að hann var góður vinur íslands og mætur fulltrúi Bretlands. Verður hins snögga fráfalls hans óvíða minnzt með meiri söknuði en þar. Einn af kunnustn blaða- mönnum Bandaríkjanna, Mark SuIIivan, sem skrifar fyrir New York Herald, segir í blaði sínu í dag, að bandamenn hafi nú -r þrátl fyrir alla,r kafbátaárásir, nægan skipakost til þess að hef ja innrás á* meginlánd Evr- ópu. Á Bretlandseyjum væri nóg af flugvélum, hergögnum og herliði til þess að hef ja inn- rásina. Hinsvegar væri meiri áhætta að gera innrásina nú en síðar, en bandamenn yrðu að taka ákvörðun nú, ella gæti svo farijð, að vörn Rússa bresti. — Japan er reiðbúið til að hefja árás á Ástralíu eða Síberíu und- ir eins og innrásin hefst. Kópavogur sorpbæli. I Kópavog eru nú látin ýms afföll og annað dót, sem að er mesti óþrifnaður. Vísir átti tal við bæjarfóget- amv i Hafnarfirði, og tjáði hann blaðinu að það væru íslending- ar, sem önnuðust að hreinsa af- föll frá setuliðsmönnum og ækju þeir J>eim í Kópavog. Af J>essu leggur hinsvegar svo megnan daun, að bæjarfóget- inn kvaðst ekki liafa getað látið J>etta afskiptalaust og lagði hann við slíkum flutningum í Kópa- vog eftirleiðis. Þetta hann hefir J>ó að engu verið haft og er öllum óþrifn- aði fleygt i voginn eftir sem áð- ur og ódaunninn rikir í almætti sínu, vegfarendum og íbúum til mikillar gremju. Handknattleiksmótið í gærkveldi. Handknattleiksmót karla hélt áfram í gærkveldi. Kepptu fyrsi Valur og Í.R. og sigraði Valur með 13:3. Á eftir kepptu Vík- ingur og Ármann og lauk leikn- um með sigri Víkings, 7:5. Annað kvöld fara fram úr- slitaleikir í mótinu. Keppa þá Víkingur og Í.R. og á eftir Val- ur og Ármann. Jón Axel Pétursson brotnar á öðrum fæti og [brákast á hinum. I gærkveldi vildi það slys til um 9’ leytið niður við höfri, að Jón Axel Pétursson, hafnar- vörður fótbrotnaði illa á öðrurn fæti og' brákaðist á hinum. Vildi slysið til með þeim hætti, að hann stöklc í land úr skipi, sem var að leggja frá hafnar- garðinum. Var skipið komið á að gizka 3 metra frá hafnar- garðinum og hæð skipsins mun hafa verið um 2 metrar yfir hæð garðsins. Löttu menn Jón ' stökksins,, en hann fór eigi að síður og fótbrotnaði liann mjög illa á vinstra fæti (brotið er opið)’, en brákaðist á hægra fæti, þeim fætinum, sem hann kom niður á. Sagðist Jón ekki geta gert sér grein fyrir þvi, hvernig fótbrotið á vinstra fæti liefði borið að, en sennilega hef- ir fóturinn slegist einhversstað- ar við. t Einar hreppstjóri á Kárastöðum náði 80 tófum í vor. Tófufaraldur mikill hefir geysað í Þingvallasveit í vor, svo að einsdæmi eru þar um slóðir. Hefir Einar Halldórsson hreppstjóri og bóridi á Kára- stöðum náð 80 dýrum í vor á 10 grenjum. Hafði Vísir tal af Einari í morgun og sagði hann að j>etta væri ekki aðeins met hjá sér, heldur væri þetta um það bil hehningi hærri tala en hann hefði náð í iriest áður. I J>essum, 10 grenjum voru minnst 7 dýr í greni og í tveim- ur voru 10. Náði hann öllum ! dýrunum nema þremur. ! Taldi Einar þetta að nokkru ! leyti stafa af góðærinu, að dýrin ! flyltust meir á milli en ella, og græfu sér ný greni vegna J>ess hve undanfarnir vetrar liafa ver- ið mildir. Nokkur dýr hafa sloppið úr búrum og enn liafa nokkur dýr sennilega flutt sig íil, vegna þess að sauðfjárgirð- ingar hafa verið lagðar of ná- lægt grenjunum. Magnús Stefánsson skðld Magnús Stefánsson skáld (Örn Arnarson) aridaðist á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði í fyrradag. Magnús Stefánsson varð kunnur um land allt fyrir ljóða- hók sína Illgresi, sem liann gaf út undir dulnefninu Örn Arn- arson, og vakti óvenju míkla athygli. Nú er heildarútgáfa af kvæðum hans um J>að leyti að koma út á vegum Menningar- og fræðslusambands alþýðu. maar Gengið hefir verið frá samn- ingum í London, er snerta kanp á matvælum frá íslandi sam- kvæmt láns- og leigulögunnm, að því leyti ér að Bretiandi lýt- ur. — Voru það iþeir Hjálmar Björnsson og K. N, Lewis, frá landbúnaðarráðuneyti Banda- rikjanna, ásamt sendifulltrúun- um Charles S. Gage og A. W. Anderson, er undirbjuggu samningana af Bandaríkjanna hálfu. Ræddu J>eir m. a. við Pétur Benediktsson sendilierra, við matvæla- og birgðamálaráðu- neytin og ráðguðust um það, hvernig ísland skyldi birgt upp að nauðsynjum. Innan skamms mun Hjálmar fara til Washington og ræða þar við láns- og leigulagafram- kvæmdanefndina og landbúnað- arráðuneytið um kaup á vörum frá Islandi og útvegun á nauð- synjum til íslands. Knattspy rna: Itáhifirðingar unnii Aknrneisingra 5:4 í Hafnarfirði fór í gær fram spennandi knattspyrnukapp- leikur milli Hafrifirðinga og Akurnesinga, er lauk með sigri Hafnfirðinga, 5:4. I sveitunum var úrvalslið frá báðum kaupstöðunum. I Hafn- arfjarðarliðinu sameinuðu Haukar og F. H. sig um sveit- ina, en á Akranejsi, Kári og Knattspyrnufélag Akraness. Leikurinn var skemmtilegur og spennandi og mátti alls ekki á milli sjá hvort liðið væri betra. rieir l liver bjá fieysi. í gær vildi það slys til austur við Geysi, að 12 ára gömul telpa úr Hafnarfirði steig meíí annan fótinn upp að hné í sjóð- andi pytt eða hver og skað- breridi sig. . Hver þessi er lítill um sig, rétt fyrir vestan Geysi, en telpan hljóp á undan samferðafólki sínu og m,un ekki hafa farið nógu gætilega, þvi hún vissi ekki fyrri til, en hún steig ofan í hverinn með liægra fót. Kristinn Stefánsson læknir var staddur l>arna og bjó hann þegar um brunas.ár barnsins. Telpan heitir Hrönn Torfa- dótlir og er úr Háfnarfirði. Verður aldrei nógsamlega fyrir fólki brýnt, að fara var- lega á liverasvæðum, og Iiafa mörg slys lilotizt af óvarkárni í J>essum efnum. * / I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.