Vísir - 04.08.1942, Blaðsíða 2
VISIR
nælis
Hákonar konnngs
hátíðlega iniunzt í gær.
Sjötugsafmælis Hákonar VII. Noregskonungs var hálíðlega
minnst hér í bænum i gær. Hófust liátíðahöldin með guðsþjón-
ustu í dómkirkjunni, kl. 11 árdegis. Bjarni Jónsson vigslubiskup
steig í stólinn, Sveinn Björnsson ríkisstjóri Islands og Ólafur
Thors forsætisráðlierra voru viðstaddir hátiðarguðsþjónustuna,
sendiherra og ræðismenn erlendra rikja o. m. fl.
VÍSIR
DAGBLAÐ
Ctgefandi:
BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 1 660 (fimm Iínur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Alþingi.
H ið nýkjörna Alþingi sezt á
rökstóla i dag, en.búizt er
við, að það liafi að þessu sinni
stutta setu, enda líkindi til að
mörgum gerist leið þingsetan,
svona um hásláttinn. En ekki
tjáir að tala um það. Hvort sem
betur líkar eða ver verða þau
mál að ganga sinn gang, sem
fyrir Alþingi verða lögð, og ef
allt er með felldu verður þetta
einhver sögulegasta þingseta frá
því er sjálfstæði landsins var
glatað, með þvi að nú verður
það að fullu endurheimt, þótt
einar kosningar og eitt þing
þurfi enn að leggja á málið
blessun sína.
Stjórnarskárnefndin, sem set-
ið hefir á rökstólum undanfar-
ið, hefir nú fyrir nokkru lokið
störfum. Áður en hún hóf starf
sitt hafði málið verið að nokkru
undirbúið, en auk þess hafði
nefndin hliðsjón af löggjöf ann-
arra lýðvelda og leitaði álits
liinna fróðsutu lagamanna hér
í landi og naut aðstoðar þeirra
við afgreiðslu málsins, að svo
miklu leyti, sem'þörf var talin
á. Nefndin mun i öllum atrið-
um sammála, og er þess þá að
vænta, að afgreiðsla málsins á
Alþingi gangi greiðlega og á-
rekstralaust, enda fer bezt á
því, með þvi að þótt þjóðin hafi
ólíkar skoðanir um önnur mál,
hafa allir eina og sömu skoðun
um þessi, og krefst þess af
þingfulltrúunum, að þeir hagi
sér i samræmi við það.
Að þessu sinni verður endan-
lega gengið frá afgreiðslu kjör-
dæmamálsins, í þeirri mynd,
sem það nú liggur fyrir sam-
lcvæmt ákvörðunum sí^asta
þings. Orðrómur var á kreiki
um það, að svo gæti farið, að
'málið yrði ekki afgreitt að þessu
sinni, með því að Alþýðuflokk-
urinn . myndi hlaupa frá þvi,
semja við Framsókn um afnám
dýrtíðarlaganna og önnur hags-
munamál sín, en svíkja þetta
höfuðáhugamál, sem flokkur-
in hefir þótzt berjaíþ fyrir af
fullri einlægni að undanförnu.
Forsætisráðherra, Ólafur Thors,
liefir nýlega lýst yfir þvi, að
vegna andstöðu Alþýðuflokks-
ins við gerðardómslögin svo-
kölluðu, muni ríkisstjórnin
leggja fram á þinginu frumvarp
til laga um afnám þeirra. & þvi
auðsýnt, að Alþýðuflokkurinn
og Framsókn geta ekki ráðið
niðurlögum kjördæmamálsins á
þessum grundvelli, — hann er
ekki lengur fyrir hendi. Orðróm-
ur sá, er að ofan getur, virðist
þannig ekki hafa haft við rök
að styðjast, en hann er athygl-
isverður vegna þess, að hann
sýnir hvers trausts Alþýðuflokk-
urinn nýtur, undir núverandi
forustu, hjá öllum almenningL
Ef Alþýðufloklcurinn hefði
brugðist í kjördæmamálinu, gat
hann lifað í fjögur ár með því
að skjóta kosningunum á frest,
en þetta hefði ekkert líf verið,
með þvi að þingfulltrúarnir ein-
ir hefðu verið flokksstjórnin og
fylgið, en allir aðrir hefðu
horfið frá stuðningi við flokk-
inn. Almenningur taldi þó, að
foringjar flokksins myndu jafn-
vel láta sér sæma slíkt tiltæki,
iil þess að lifa og lafa í stjórn-
málunum. Svo langt væru jieir
leiddir á ógæfubrautinni.
Það er viðurkennt af forsæt-
isráðherra, að samkvæmt kröf-
um og vegna andstöðu Alþýðu-
flokksins verður dýrtíðarlög-
gjöfin afnumin, — en þá er
bara þetta, — hvað kemur í
staðinn? Ekki dugar að skiljast
svo við þessi mál á þessu þingi,
að i algeru öngþveiti sé. Færa
verður kauplag og verðlag til
nokkurs samræmis á þeim
grundvelli, sem fyrir liggur þeg-
ar dýrtíðarlöggjöfin hefir verið
afnumin og samningar hafa tek-
izt almennt á frjálsum grund-
velli um kaup og kjör í hinum
ýmsu atvinnugreinum. í þvi
augnamiði verður að grípa til
margra ráða, en æðsta boðorðið
verður að vera það, að engri
einni stétt verði ívilnað, heldur
jafnar skyldur og byrðar lagðar
á þær -’allar, miðað við réttindi
þau og fríðindi, sein þær hafa
notið eða njóta, þannig að þær
sléttir og atvinugreinar, sem
bezt hafa verið settar, beri nú
einuig byrðar i tiltölu við getu.
Hér er um óhjákvæmilega nauð-
syn að ræða og skyldu gagnvart
þjóðf.élaginu, sem enginn getur
skotið sér undan, er nokkurn
þegnskap þykist liafa til að bera,
en til þess eiginleika hefir mjög
verið skírskotað að undanförnu.
Fyrst þegar slikt „jafnrétti“ er
skapað, má ætla að unnt verði
að liafa hemil á verðbólgunni
og spyrna gegn jieim geigvæn-
legu afleiðingum, sem henni eru
ávallt samfai-a.
Almenningur mun fylgjast
með störfum þessa þings af
miklum áhuga, — ekki vegna
þeirra mála, sem fyrirfram er
vitað hverja lausn hljóta, heldur
vegna hinna óleystu vandamála,
sem verða þvi tilfinnanlegri sem
allar flóðgáttir eru víðar opn-
aðar. Það eitt er ekki nóg, að
kunna að opna flóðgáttirnar og
geta það, — hitt er engu þýð-
ingarminna, að kunna einnig að
loka þeim i tæka tíð og gera það.
Út frá því sjónarmiði mun verða
dæmt um störf þessa þings, sem
nú hefur setu og afgreiðir sjálf-
slæðismálin. Þau mál byggjast
m. a. á efnalegu sjálfstæði og
heilbrigðu þjóðlífi, en hvorugt
þetta verður fyrir hendi innan
stundar nema því aðeins, að at-
vinnulíf þjóðarinnar verði
tryggt til langframa.
Worm-Miiller pró-
fessor ávarpar ís-
lenzku þjóðina í
útvarpi frá Reyk-
holti í kvöld.
Worm-Múller prófessor á-
varpar í kvöld íslenzku þjóðina
í útvarpi frá Reykholti, hinu
forna setri Snorra Sturlusonar.
Worm-Múller flytur ávarp sitt í
boði íslenzku rikisstjórnarinnar.
Sigurður Nordal prófessor
kynnir Worm-Múller fyrir ís-
lendingum með stuttri ræðu.
Útvarpinu lýkur með stuttri
ræðu August Esmarch, sendi-
herra Noregs á íslandi.
Gamla Bíó
sýnir um þessar inundir mynd,
sem nefnist „Auðugasti maður
heimsins“ (The devil and Miss Jo-
nes). Myndin er mjög skemmtileg
og mun óhætt að fullyrða, að hún
sé ein sú bezta, er komið hefur hér
um langan tíma. Aðalhlutverkin eru
leikin af -Jean Arthur, Robert Cum-
mings og Charles Coburn.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Frétt-
ir. 20.15 Útvarp frá Reykholti.
20.30 Erindi: Um Fljótsdalshérað
(síra Sveinn Víkingur). 20.55
Hljómplötur: a) Cello-konsert eft-
ir Dvorak. b) „Moldau“ eftir Smet-
ana. 21.50 Fréttir.
Athöfnin hófst með þögulli
bæn. Þar næst var sunginn sálm-
urinn „Vor Gud han er saa fast
en Borg“ (Vor guð er borg á
bjargi traust), en er trúarjátn-
ingin liafði verið lesin, var sung-
inn hinn vinsæli norski sálmr
ur „Altid freidig naar du gaar
veier Gud tör kjenne“, en loka-
orð þessa sálms eru einkunnar-
orð í baráttu Norðmanna i dag:
„Iíjemp for alt hvad du har
kært,
úö 0111 det so gjelder,
da er livet ei saa svært,
döden ikke heller.“
Þá hófst prédikun og að lienni
lokinni var sunginn konunga-
söngurinn. Næst söng frú Gerd-
Grieg einsöng, en vígslubiskup
las kirkjubænina, og var svo
sunginn norski sálmurinn „Du
Herre som er sterk og stor, Du
verger vaare fedres jord“. Þegar
presturinn liafði haft yfir ble$s-
unarorðin, mætlu menn sam-
taka og sameinaðir:
Guð blessi konunginn og föð-
urlandið, og lauk hinni hátíð-
legu guðsþjónustu með því, að
sunginn var norski þjóðsöngur-
inn.
Dómkirkjukórinn söng við
guðsþjónustuna undir stjórn
Páls ísólfssonar.
Kl. 3—5 veitti sendiherra
100 metra slcriðsund:
1. Rafn Sigurvinsson, K.R.
1:25,1 min.
2. Steingrimur Þórisson, B.
1:26,7 min.
3. Óttar feorgilsson, B.
1:32,5 mín.
4. Pétur Jónsson, K.R.
1:37,3 sek.
Synt var í tveim riðlum og
syntu Rafn og Steingrimur i
þeim fyrri, en Óttar og Pétur
i þeim síðari. Litið vatn var i
Norðurá, en slý mikið og gerði
það sundmönnunum sundið
mjög ervitt. Ber timinn þess
glögg merki.
Stig: K.R. 5 og Borgfirðing-
ar 5.
100 metra bringusund.
1. Sigurður Jónsson, K.R.
1:31,0 min.
; 2. Jón Ingimarsson, K.R.
1:35,0 mín.
3. Kristinn Guðjónsson, B.
1:35,3 mín.
4. Helgi Júlíusson, B.
1:41,9 mín.
Sigurður synti með Kristni,
en Jón með Helga. Timinn er
tiltölulega betri en í skriðsund-
inu, þrátt fyrir slæmar aðstæð-
ur. Sigurður var greinilega
beztur, énda er hann. methafi
á þessari vegalengd. Eftir bæði
Norðmanna, August Esmarch,
gestum móttöku í tilefni dags-
ins í sendiherrabústaðnum, kl.
6.30 var liátiðasamkoma í bíó-
sal norska liersins. Friid blaða-
fulltrúi setti samkomuna, frú
Gerd-Grieg söng, Novotny yfir-
læknir við norska sjúkrahúsið
lék á hljóðfæri, August Esmarch
sendiherra talaði fyrir minni
Hákonar konungs, Börresen
fluglautinant, kunnur norskur
söngvari, söng, skemmt var
með harmonikuspili og frú
Gerd-Grieg las upp o. s. frv.
Loks vúr sungið Ja vi elsker
detta landet.
Kl. 8.30 í gærkveldi hófst há-
tíðarsamkoma í Oddfellowhús-
inu. Haarde verkfræðingur, for-
maður Norðmannafélagsins,
bauð menn velkomna, en ræð-
una fyrir minni Hákonar kon-
ungs flutti prófessor Worm-
Múller. Skemmtun var einnig
fyrir Norðmenn á Hverfisgötu
116.
|Útvarpið var að miklu leyti
helgað afmælisdeginum og Nor-
egi i gærkveldi. Vilhj. Þ. Gísla-
son magister las erindi um bar-
áttu Norðmanna og konung
þeirra. Erindið er eftir Worm-
Múller prófessor og var það flutt
í islenzkri þýðingu. Leikin voru
norsk lög o. s. frv.
sundin standa stigin þannig:
K.R. 12 og Borgfirðingar 8 stig.
100 metra hlaup:
1. Jóhann Bernhard, K.R.
11,8 sek.
2. Höskuldur Skagfjörð, B.
11,8 sek.
3. Brynjólfur Ingólfsson, K.R.
11,8 sek.
4. Steingrímur Þórisson, B.
12,1 sek.
Brautin var ójöfn og jafn-
vel nokkuð uppímóti. Hægur
meðvindur bætti það þó dálit-
ið upp. Höskuldur var Iangfyrst-
ur af stað og leiddi hlaupið
fram eftir öllu eða þar til Jó-
hann náði honum rétt við
markið. Brynjólfur fylgdi svo
fast á eftir, og hafði hann unn-
ið mjög á síðari hluta hlaups-
ins. — Stigin standa nú: K.R.
17%, en Borgfirðingar 12%.
Hástökk:
1. Kristleifur Jóhannesson, B.
1.66 m.
2. Anton Björnsson, K.R.
1.61 m.
3. Jón Þórisson, B.
1.61 m.
4. Rögnv. Gunnlaugsson, K.R.
1.56 m.
Hér vantaði K.R. bæði Skúla
Guðmundsson og Jón Hjartar,
en þeir urðu báðir að hætta við
þátttöku í mótinu á siðustu
stundu sökum meiðsla. Krist-
leifur virðist vera gott efni i
hástökkvara. Sama má segja
um Jón Þórisson. Anton er að
ná sér á stryk í þessari grein
aftur og Rögnvaldur er að
verða nokuð öruggur á þessari
hæð. Eftir hástökkið standa
stigin þannig: K.R. 21%, en
Borgfirðingar 18%.
Langstökk:
1. Höskuldur Skagfjörð, B.
6.15 m.
2. Rögnv. Gunnlaugsson, K.R.
5.96 m.
3. Sveinn Þórðarson, B.
5.49 m.
4. Svavar Pálsson, K.R.
5.43 m.
Höskuldur hafði hér nokkra
yfirburði, aðallega i atrennu-
hraða og öryggi á planka. Hins-
vegar stökk Rögnvaldur 6.20 m.
í ógildu stökki, og gefur það
til kynna, að búast megi við
góðum stökkum hjá honum
þegar heppnin er með. — Eftir
langstökkið hefur K.R. 25%
stig, en Borgfirðingar 24%, eða
aðeins 1 stigi minna. En K.R.-
ingar eiga nú sínar beztu grein-
ar eftir, svo að spenningur á-
horfenda stendur ekki lengi.
Kúluvarp:
1. Gunnar Huseby, K.R.
14.40 m.
2. Anton Björnsson, K.R.
11.38 m.
3. Helgi Júlíusson, B.
9.78 m.
4. Pétur Jónsson, B.
9.75 m.
Gunnar liafði hér mjög mikla
yfirburði, eins og við var að
búast; voru flest köst hans yfir
14 metra. Anton er aftur að
komast í lag með kúluna, en
Borgfirðingarnir hafa oft kast-
að lengra en þetta. Nú standa
stigin þannig: K.R. 32% og
Borgfirðingar 27%.
Kringlukast:
1. Gunnar Iluseby, K.R.
41.70 m. ,
2. Anton Björnsson, K.R.
32.28 m.
3. Pétur Jónsson, B.
32.19 m.
4. Einar Þorsteinsson, B.
31.21 m.
Eins og í kúlunni hafði Gunn-
ar hér mikla yfirburðí bæði
í stil og kastlengd. Hinir 3 voru
nokkuð jafnir. Borgfirðingarn-
ir köstuðu laglega, en virðist
vanta rétta tilsögn. Stigin: K.R.
39%, Borgfirðingar 30%.
Þristöklc:
1. Anton Björnsson, K.R.
12.44 m.
2. Jón Þórisson, B.
11.94 m.
3. Einar Þorsteinsson, B.
11.98 m.
4. Gunnar Huseby, K.R.
11.89 m.
Stokkið var móti golunni, en
atrennunni hallaði hinsvegar
örlitið. Anton hafði greinilega
yfirburði, einkum hvað stíl
snerti. Jón og Einar gætu á-
reiðanlega náð betri árangri,
ef þeir nytu góðrar tilsagnar
og æfðu vel. Stigin standa nú:
K.R. 44% og Borgfirðingar
35%.
400 m. hlaup:
1. Brynjólfur Ingólfsson, K.R.
52.7 sek.
2. Jóhann Bernhard, K. R.
52.8 sek.
3. Höskuldur Skagfjörð, B.
58.2 sek.
4. Sigurbjörn Björnsson, B.
58.3 sek.
Brynjólfur tók forustuna af
Jóhanni, þegar hlaupnir voru
um 100 metrar og fór mjög
geyst: Var hann orðinn nokkra
metra á undan, þegar komið
KR vann Borgfirðinga með 51
stigi gegn 38^,
Þó meiddust tveir af beztu K. R.-ingunum rétt fyrir mótið.
Eins og kunnugt er fór flokkur frjálsíþróttamanna og sund-
manna úr K. R. upp í Borgarfjörð s.1. laugardag og keppti við
Borgfirðinga á sunnudag. Fór mótið fram á Hvítárbökkum, við
Ferjukoti, og var sett kl. 3 eftir hádegi, af Þorgilsi Guðmunds-
syni. Þá hélt sr. Björn Magnúrsson ræðu, en síðan hófst
íþróttakeppnin. — Veður var mjög sæmilegt, dálítil suð-austan
gola, en sólarlítið. Fyrirkomulag mótsins var þannig, að K. R.
sendi tvo menn í hverja grein móti tveim frá U. M. S. Borgar-
f jarðar og skyldu stig reiknast þannig, að 1. maður fengi 4 stig,
2. maður 3 stig, 3ji 2 stig og 4. 1 stig. — Helztu úrslit í einstök-
um greinum urðu þessi:
Similiísiir
við Élliðaár til sölu. — Uppl.
í síma 1569.
1.
Komið
Tau og tölur
Verzlun og saumastofa,
Lækjargötu 4.
Skoðið
Nýkomin skozk ullarefni
í
Tau og tölur
Verzlun og saumastofa,
Lækjargötu 4.
Kanpið
skozku ullarefnin, sumar-
kjólaefnin og ótalmargt
fleira, í miklu úrvali.
Tau og tölur
Verzlun og saumastofa,
Lækjargötu 4.
Ntnlka
Handlagin og heilsuhráust
stúlka getur fengið framtið-
aratvinnu. Nánari uppl. hjá
Herbertsprent, Bankastræti 3,
kl. 11—12 f. h. á miðvikudag.
Handvagn
óskast til kaups. — Uppl. i'
sima 3701.-
UNGUR,
lastækur uiaUur
óskast. Innivinna. Tilboð,
merkt: „65“ sendist afgr.
Visis. —
Stúlku
vantar í eldhús Landspital-
ans. Uppl. hjá matráðskon-
imni. -1-
Wýkomið:
Aspargus — Gulrætur og
Rauðbeður. -
<■, !.w.
Sími 1884. Klapparstíg 30.
Ier miðstöð verðbréfavið- J
skiptanna, — Simi 1710. |