Vísir - 04.09.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 04.09.1942, Blaðsíða 2
VISIR M* Leggja verkamenn niður vinnu hjá setuliðinu? Stjórn Dagsbrúnar tekur afstöðu til málsins í kvöld. I kvöld verður haldinn stjóniarfundur í Dagsbrún og þar mun sennilega verða tekin afstaða til kaupgjaldsmálsins í setu- liðsvinnunni, en undanfarinn hálfan mánuð hafa verkamenn unnið fyrir Iægra kaup hjá setuliðinu heldur en þeir hafa fengið annarsstaðar. DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 16 60 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Rafmagnsmálin á /Uþingi. U NDANFARIN ár hafa fram- sóknarmenn á Alþingi ver- ið að burðast með lagasetningu um fjáröflun til rafvirkjunar fyrir svéitir landsins. Snemma á því þingi, sem nú er háð, báru 9 þingmenn flokksins fram þingsályktunartillögu í samein- uðu þingi um að kjósa 5 manna nefnd, til að gera tillögur um fjáröflun i þessu skyni. Virðist því svo sem flokkurinn sé nú kominn að Jteirri niðurstöðu, að fjáröfiunarleiðir þær, sem hann hefir barizt fyrir á undanförn- um þingum, hafi verið vanhugs- aðar að einiiverju leyti eða til Jítils nýtar, úr þvi að hann telur, að nú sé nauðsynlegt að skipa milliþinganefnd, til að finna aðrar leiðir. Nema þá að svo sé, að tillögur þær, sem flokkurinn her fram, á hverju þinginu eftir annað, rafmagnsmálum, sveit- anna til framdráttar, séu af minni heilindum fluttar, en ætla mætti, og miðist meira við hagsmuoi flokksins en fólksins i „dreifbýlinu“, sem flokkurinn er að seilast eftir kosningafylgi hjá. En það eitt er víst, að fram- sólcnarþingmennirnir gera mik- inn mun á því, „hvaðan gott kemur“ í þessum efnum. Um líkt leyti og tillaga fram- sóknarmanna um milliþinga- nefndina kom fram, báru þing- menn úr Sjálfstæðisflokknum í neðri deild fram lagafrumvarp um stofnun raforkusjóðs. 1 þvi frv. var lagt til, að lagðar yrðu í þennan sjóð nokkrar milljón- ir af umframtekjum ríkisins- á árunum 1941 og 1942. Og víst mætti ætla, að allir þeir sem á- huga hafa fyrir rafmagnsmál- um sveitanna, gætu orðið sam- mála um það, að þeim tekjum yrði vart betur varið. En svo undarlega bregður við, að þegar farið er að ræða þetta frum- vgrp í þinginu, þá taka fram- sóknarmennimir því eiginlega hið versta, og reyna með öllu móti að tefja framgang þess. I nefnd þeirri, sem fékk það til meðferðar í neðri deild, náðist að vísu, eftir nokkurt þóf, sam- komulag um afgreiðslu þess, með nokkrum breytingum, en þrátt fyrir það hafa þingmenn flokksins i báðum deildum tafið svo fyrir málinu með málþófi sínu, að tvisýnt er hvort það nær fullnaðarafgreiðslu á þessu þingi. Annars er áhugi framsóknar- manna fyrir rafmagnsmálum sveitanna tiltölulega nýtilkom- inn. Það voru sjálfstæðismenn á Alþingi, sem tóku það mál fyrst upp og báru fram frum- varp um lausn þess ,með atbeina og fjárliagslegum stuðningi rík- isins. Þá snerist Framsóknar- flokkurinn allur sem eixm mað- ur öndverður gegn þeim tillög- um. Þá töldu framsóknarmenn öldungis ókleift að koma raf- magninu til sveitafólksins, nema með þeim hætti, að hvert býli sæi fyrir sér af eigin ramleik, eins og Skaftfellingar gerðu! Á síðasta þingi voru sett lög um framkvæmdasjóð rikisins. Ekkert vár um þáð ákveðið, Ríkir orðið megn óánægja meðal verkamanna út af þessu og telja þeir sig alls ekki geta unnið við sömu kjör áfram,. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk hjá skrifstoíu Dags- brúnar í morgun, var setuliðinu sent afrit, i enskri þýðingu, af samningum þeim, sem Dags- brún gerði fyrir hálfum mán- uði við Vinnuveitendafélag íst lands. Jafnframt sendi stjórn Dagsbrúnar setuliðinu tilmæli um samningsgerð milli setuliðs- ins og Dagsbrúnar. Hafa síðan farið fram viðræður milli beggja aðila án þess að setuliðið hafi gefið ákveðið svar. Mun Dagsbrúnarstjórnin taka þetta mál til meðferðar í kvöld, og taka ákveðna afstöðu til málsins. Eru líkur til að liún sætti sig ekki við það ástand, sem ríkt hefir á þessu sviði að undanförnu og má búast við að verkamenn leggi niður vinnu í setuliðsvinnunni eins og verka- menn á Akureyri gerðu fyrir nokkuru. í bréfi sem Alþýðusamband- inu harst frá setuliðinu, er til- kynnt að Military Forces sé að kynna sér kaupgjaldsmálið, en þar til það er búið, munu allar kaupgreiðslur haldast óbreyttar frá því sem nú er. Fer bréf þetta hér á eftir í heild: „Rréf yðar dagsett 25. ágúst varðandi greiðslu kauphækkun- ar á Akureyri, hefir verið at- hugað. Eg verð að láta yður vita, að stjórnaraðferð Military Forces er sú, að fara aðeins eftir þeim töxtum, sem hafa verið sam- þykktir af gjörðardómstólnum. Samt sém áður hefir Military Forces, síðan gjörðardómslögin hvert verkefni þess sjóðs ætti að verða. En að sjálfsögðu gæti slíkur sjóður haft það verkefni, að koma í framkvæmd rafvirkj- un fyrir sveitir landsins, ekki síður en aðrar framkvæmdir í þágu almennings í landinu. Að því leyti mætti nú að visu telja litla þörf á þvi, að stofna nýjan sjóð í þessu skyni. Og hafi þess- um almenna framkvæmdasjóði ríkisins ekki verið ætlað þetta hlutverk, eða ekki verið gert ráð fyrir því, að tekjur þær, sem honum eru ákveðnar, hrykkju til þess að standa straum áf því, þá er auðvitað ekkert auðveld- ara að afla meira fjár til slikra framkvæmda, þó að stofnaður sé á pappirnum nýr sjóður með nýju nafni. I tillögu framsóknarnjann- anna er mælt svo fyrir, að nefnd sú, sem kjósa á samkvæmt henni, skuli sérstaklega gera til- lögur um aukinn stríðsgróða- skatt. Er það dálitið hjákát- legt, að skipa beinlínis jfyrir uih það, að nefndin skuli gera til- Iögur um ákveðnar fjáröflunar- leiðir, áður en rannsakað hefir verið, hvort þær leiðir eru fær- ar. Og auðvitað er, að það skift- ir engu máli í því sambandi, í hvaða skyni fjárins á að afla. En um „aukningu“ stríðsgróða- skattsins verður vafalaust auð- velt að fá samkomulag, án til- lits til þess, ef um nokkra aukn- ingarmöguleika verður þá að ræða, þegar til á að taka. gengu úr gildi, verið að kynna sér kaupspursmálið. Þangað til Málavextir eru þeir, að í fyrradag voru gerðir ski'iflegir samningar milli nokkurra verk- laka, þ. e. byggingameistara, fulltrúa frá Reykjavíkurbæ og vegagerðinni, þar sem ákvéðið er að kaup til verkamanna þeirx-a, sem fagvinnu stunda, skuli vera kr. 2.60 pr. klst. í grunnkaup í dagvinnu að við- bættu 50% álagi í eftirvinnu og 100% í nætui-- og lielgidaga- vinnu. Höfðu þessir menn áður um j 354 krónur á viku í kaup eða i sáma kaup og sveinar, en núna í 319—320 kr., svo að kaup þeirra hefir lækkað um 30—35 kr. á ALÞINGI Kosningalögin afgreidd í gær. Kosningalögin voru til einnar umræðu í neðri deild í gær. Voru gerðar breytingar á frum- varpinu í efri deild og bar því að senda það neðri deild aftur. í efri deild var tekið út það á- kvæði, að kosning mætti ekki standa lengur en til kl. 12 á mið- nætti. Sveinbjöm Högnason beitti sér fyrir því, að ákvæði um þetta yrði sett inn í frumv. aftur, en brt. i þessu efni var feld. Var svo frv. samþ. og af- greitt sem lög frá Alþingi. Kjör- dagar í sveitum verða tveir í haust, nema öll kjörstjórnin, frambjóðendur allir og um- boðsmenn þeirra séu sammála um að hafa einn kjördag. Taln- ing atkvæða má ekki. byrja í neinu kjördæmi fyrr en kosn- ingum er lokið í öllum. Kennaraþinginii slitið í gær. Kennaraþingið lauk störfum í gærkveldi. Var seinasti fundur- irm haldinn í Skíðaskálanum, en þangað fóm fulltrúarnir í boði bæjarstjórnar til kvöldverðar. Á fundinum í gær var skýrt frá úrslitum stjórnarkosningar, eins og getið var í Vísi í gær, samþykkt skipulagsskrá fyrir Menningarsjóð ken'nara og ræddar og samþykktar ýmsar ; tillögur, sem fram komu í þeim málum, sem þingið hafði til meðferðar. | þessi athugunartími er liðinn | og ef til vill verður til þess áð í kaupgreiðslur breytast, munu | allar kaupgreiðslur haldast ó- breyttar frá því sem nú er. : Ef breyting verður ákveðin, munum vér undir eins láta yð- ur vita.“ viku. — Út af þessu lögðu þeir niður vinnu. Stjórn Dagsbrúnar hefir rætt þetta mál og komizt að þeiiTÍ niðurstöðu, að Dagsbrún geti ekki viðurkennt rétt vei’ktaka til þess að ákveða á eigin spýtur kaup verkamanna yfirleitt, og þá ekki heldur þeirra, sem fag- vinnu stunda. En samkvæmt upplýsingum, sem Vísir hefir aflað sér, munu verktakar ekki hafa rætt þetta mál við stjórn Dagsbrúnar, er þeir sömdu sín á milli um þessa breytingu á kaupgjaldinu. Hefir stjórn Dagsbrúnar á- kveðið að senda verktökum bréf um þetta í dag. M. a. var samþykkt tillaga um, að hin stjórnskipaða nefnd, sem séð hefir um ríkisútgáfu námsbóka, verði lögð niður, en starf hennar falið fræðslumála- stjóx-ninni. Tillaga var sam- þykkt um að ríkisútgáfan sjái fyrir fleiri bókum til móður- málskennslunnar. Ennfremur voru samþ. tillögur varðandi barnabókmenntir, sldpulag fræðslumála o. s. frv. Verður sumra tillagnanna ef til vill get- ið nokkurn nánara síðar. Hallgrímskirkja í Reykjavík. Framhald af fyrri tilkynningum um áheit og gjafir til kirkjunnar afhent skrifstofu „Hinnar almennu fjársöfnunarnefndar" kirkjunnar, Bankastræti ii. M.G. (áheit) 5 kr. G.F. (áheit) 5 kr. I.G. (áheit) 5 kr. K.J. (áheit) 5 kr. A.G. (áheit) 5 kr. Afhent af blaðinu „Tíminn“ (áheit) frá konu á Patreksfirði 10 kr. — Gömul kona (áheit) 5 kr. Fanney (áheit) 50 kr. — Afhent af hr. vígslubiskupi FriÖrik J. Rafn- ar, Akureyri, 10 kr. — BurstagerÖ- in, Laugaveg 96, 300 kr. Steingrím- ur Bjömsson, Fjölnisveg 15, 75 kr. Jósefína (áheit) 10 kr. S.E. (áheit) 50 kr. J.B. (áheit) 25 kr. J.J. (á- heit) 20 kr. Alfred 100 kr. N.N., Stykkishólmi (áheit) 50 kr. Velunn- arar „Fram“ (áheit) 4 kr. N.N. 50 kr. Kona í Svínavatnshreppi Aust- ur-Húnavatnss. (áheit) 50 kr. Póló- menn 100 kr. R.S. (áheit) 10 kr. Kona (áheit) 10 kr. D.V. (áheit) 10 kr. — Beztu þakkir. F. h. „Hinn- ar almennu fjársöfnunarnefndar", Hjörtur Hansson, Bankastræti 11 (2. hæð). Fréttir frá l.S.Í. Stjórn Í.S.Í. hefur nýlega sta'S- fest met á 4X1500 m. boðhlaupi á 18 rnín. 29,8 sek. Sett af boðhlaups- sveit Ármanns 1. júlí síðastl. — Ný- Tekur bærinn viS Hvítaliamlsspítalanum? Bæjarsjóði barst fyrir nokk- uru bréf frá sjúkrahúsráði Hvítabandsins, um það að bæj- arsjóður yfirtaki sjúkrahúsíð með þeim skuldum, sem á því hvíla, en að öðru leyti endur- gjaldslaust. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir hefir aflað sér um þetta mál, er hét* um mikilvæga gjöf að ræða, og hér er því ekki til að dreifa, sem sumstaðar vill hrenna við, að sltuldir hvíli svo miklar á stofnuninni, að frekar væi’i um byrði en gjöf að ræða. Á bæjarstjórnarfundi í gær var mál þetta til unxræðu og skýi’ði borgarstjóri svo frá, að hann myndi bera málið undir lækna þá, senx hefðu heilbrigð- ismál hæjarins til athugunar. Sennilega myndi sjúkraliúsið vei’ða .notað sem fæðingarstofn- un, ef bærinn yfirtæki það. Knattspyman: Valur og Haínfírðing- ar heyja úrslitaorust- una í landsmóti 1. fl. Landsmót L flokks hélt á- fram í gærkveldi með leik milli K. H. og K. R. og unnu Hafn- firðingarnir með 5:2. Nú stendur mótið þannig, að Hafnfirðingarnir hafa 6 stig eftir 3 leiki, Valur 4 stig eftir 2 leiki og Víkingur 4 stig eftir 3 leiki, en K.R. og Fram ekkert. Næstk. sunnudag keppir K.R. og Fram kl. 3.30 og að þeim leik loknum eða lcl. 5.30 keppa Hafnfirðingar við Val. Hefir hvorugt þessara félaga tapað leik, svo að raunverulega er þetta úrslitaleikur mótsins (ann- ars á Valur eftir að keppa við Víking)." Vinni Hafnfirðingar Val, vinna þeir mótið. Hafa þeir verið sigursælir og hafa til þessa unnið alla keppinauta sína með 5 xnörkum gegn 1 eða 2 hvern leik. Má búast við harðvítugri keppni nxilli Vals og Hafnfirð- inga á sunnudaginn. III. fl. mótið heldur einnig á- frarn á sunnudag kl. 9.30 árd. Þá keppa K.R. I við K.R. II, kl. 10.45 keppa Fi’am og K. Hafnf., ld. 1.30 Valur og Víkingur. Eftir því sem leikar liafa farið á þessu móti virðast það vera Fi-am, K. H. og K.R. I, sem koma til með að bei’jast um úrslitin Eru það sýnilega sterkustu fé- lögin og hefir ekkert þeirra tap- að ieik enn sem lcomið er. 30 % uppbót á ellilaun og örorkubætur. Á bæjarstjórnarfundinum í gærdag lagði Steinþór Guð- mundsson fram tillögu þess efnis, að greiddar yrðu 30% uppbætur á ellilaun og örorku- bætur frá 1. júlí s.l. að telja, Skýrði Haraldur Guðmunds- son frá því, að tryggingaráð hefði samþykkt á fundi sínum fyrir nokkru, að leggja til við félagsmálaráðherra, að Trygg- ingastofnunin fengi heimild til þess að greiða 30% uppbót á hennar hluta af ellilaunum og örorkubótum í 2. fl. fyrir allt árið 1942, í þeim sveitum og bæjarfélögum, sem greiða til- svarandi uppbætur á sinn hluta. Er Steinþór heyrði þetta, féllst hann á að taka tillögu sína til baka. lega hefur Jón GuÖmundsson út- gerðarma'Öur, Reykjavík, gerzt æfi- félagi Í.S.Í. — Þessi félög hafa gengi í sambandið: Knattspyrnu- félag Hafnarfjarðar, með 45 félaga. U.M.F. Æskan, Eiðahreppi, með 40 félaga. — Sendikennari Í.S.Í., Axel Andrésson, hefur haldið knattspyrnunámskeið á Norðfirði, Seyðisfirði og Stöðvarfirði. Þátt- taka var alstaðar ágæt. jvjpmíMir mmtmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmrnr fyrir trésmíðaverkstæði, á- samt 7% hestafla í'afmagns- mótor, til sölu. TIMBURVERZLUN Árna Jónssonar. Tommu- stokkar nýkomnir. Hamborg Laugavegi 44. — Sími 2527. NOKKURA GÓÐA verkamenn vantar. Vikurfélagið h.f. Austux-stræti 14. Sími 1291. 5 MANNA bíll til sölu, Ghevrolet, model ’35. Alltaf vei-ið einkaeign. Til sýnis í Shellportinu eftir kl. 6 í dag. Vaiiar §Inlkur og læi’lingar óskast strax eða síðar. SAUMASTOFA Guðrúnar Arngrímsdóttur. Bankastræti 11. * ( Kemisk fatahreinsun og gufupressun framkvæmd fljótt og vel. EFNALAUGIN TÝR. Týsgötu 1. Simi 2491. \ VIL KAUPA LÍTINN í mna lil í góðu standi, sem ekki hefir verið á stöð. Tilboð sendist Vísi, ‘ merkt: „Sanngjarnt verð“. Stúlka óskar eftir formiðdagsvist 1. október (til kl. iy2). Get unnið einn heilan dag i viku. Fæði og herbergi áskilið. Eitthvert kaup. — Tilboð, merkt „Nemandi 22“, send- ist afgreiðslu blaðsins fyrir 9. þ. m>. Nýtt verkfall Ófaglærðír verkamenn í smíða- vinnu lögðu niður vinnu hjá Höjgaard & Schultz og fleiri verktökum í gær. Öfaglærðir verkamenn, sem stunda smíðavinnu, lögðu niður vinnu í gær hjá firmanu Höjgaard & Schultz og var það út af bréfi varðandi kauplækkun, sem þeim var afhent um leið og laun þeirra voru greidd hjá firmanu nú í vikunni. Einnig hefir frétzt að verkameUn hafi lagt niður vinnu hjá fleiri verk- tökum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.