Vísir - 23.09.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 23.09.1942, Blaðsíða 3
VISIR Afköst Síldarverk- 500.000 eintök af bókinni Máninn líflur eftir JOHN STEINBECK, seldust í Ameríku á fyrstu 50 dögunum eftir að hún kom út.- LESIÐ HINA ÁGÆTU ÞÝÐINGU Sigurðar Einarssonar dósents. Finnur Einarsson bókav. Austurstræti 1. Sími 1336. Kaffikvöld Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík efnir til kaffikvölds fimmtudaginn 24. þ. m. kl. S1/^ e. h. í Odd- fellowhúsinu. Rætt verður um kosningarnar, en auk þess verður sungið. Fulltrúarnir eru boðnir. Þeir -eru beðnir að sýna skírteini við innganginn. — STJÓRNIN. Nííróimr á 40 aus'íi stykkið ^ökaupíélaqiá ÚTGERÐARMENN. Tilboð óskast í 156 lóðir, sem nýjar. Réttur áskilinn til að hafna öllum tilboðum. Tilboð sendist fyrir 28. þ. m. í pósthólf 253. — Uppl. hjá Jóhannesi Bjarnasyni. Sími 3107. — ■w«3ÆE5aair. >- - NÝKOMIÐ: svart silkiflauel til peysufata. Laugavegi 48. — Sími '5750. Góðan sendisvein Vantar okkur strax eða 1. október. Heildv. Kristján G. Gíslason & Co, h.f Hverfisgötu 4 Fasteignaeigendafélag Reykj avíkur. Samkvæmt hinni nýju húsaleiguvísitölu hækkar grunnleigugjald fyrir húsnæði frá 1. okt. n. k. um 25% í stað 14% til þess tíma. STJÓRNIN. > •* - liuiTJ smiðja ríkisins og ritsjóri Ægis. í atliugasemd, sem Lúðvík Kristjánsson, ritstjóri Ægis, hefir birt í Vísi í gær, við grein vora um „Gönuhlaup fundarins á Raufarhöfn“, viðurkennir hann, að um getgátu hafi verið að ræða hjá sér í Ægi, þegar liann liélt því fram, að meðal- afköst Síldarverksmiðja ríkisins i sumar myndu aðeins vera um 70% af fullum afköstum. Um leið og liann þar með viðurkenn- ir, að það hafi verið órökstutt, er hann gaf í skyn, að Síldar- verksmiðjur ríkisins væru með lægst afköst miðað við full af- köst af síldarverksmiðjunum á landinu, einmitt þegar þær höfðu hæst afköst allra verk- smiðjanna, — leyfir hann sér að drótta þvi að stjórn verk- smiðjanna, að hún „byggi það á villandi tölum“, að Síldarverk- smiðjur ríkisins liafi í sumar unnið með 88,11% meðalaf- köstum, miðað við full afköst. Um afköst Sildarverksmiðja rikisins i sumar höfum við farið eftir því, sem þau liöfðu verið tilgreind af efnafræðingum verksmiðjanna, og um afköst einkaverksmiðjanna eftir því, sem verklsmiðjustjórar þednra eða efnafræðingar hafa skýrt oss frá. Full afköst allra verk- smiðjanna liöfum vér talið skv. skýrslu, sem birtist í 1. tbl. Ægis þessa árs. Teljum vér sanni nær að fara eftir opinberum skýrslum um, afköst verksmiðjanna en því, sem ritstjóra Ægis kann að þykja hentugast í svipinn til á- rása á Síldarverksmiðjur ríkis- ins. Stjórn og framkvæmdastjóri v Síldarverksmiðja ríkisins Þormóður Eyjólfsson. Sveinn Benediktsson. Jón L. Þórðarson. Þorsteinn M. Jónsson. Jón Gunnarsson. TH grarðeigeiida. Þessa daga er fólk í óða önn að taka jarðarávexti upp úr görðum sínum. í sambandi við það skal vakin athygli á því, að garðeigendur geta aflað sér dá- lítils áburðarforða með því að safna í haug, í einhverju horni garðsins, öllu kartöflugrasi og öðrum jurtaúrgangi og láta það rotna þar. Þetta úrgangs jurta- safn er lcallað sambreyskingur. Vel rotnaður er hann ágætur á- burður. Þá skyldu menn sér- staklega varast, að beita ali- fuglum í matjurtagarði, ekki siður að liausti en annan tíma árs, meðan jorð er þíð, vegna þess að þeir eyða ánamöðkum úr moldinni, en það út af fyrir sig er til stórtjóns fyrir alla ræktun. Ánamaðkar eru taldir einhver hin nytsömustu dýr, sem til eru, fyrir allan jurta- gróður. Varla bregzt mikil og góð uppskera þar sem gnægð er af þeim í moldinni. Ætti því að gera allt sem hægt er til að auka mergð þeirra í matjurtagörð- um. Sambreyskingur er ágæt uppeldisstöð fyrir ánamaðka. Þeir safnast jafnan þangað sem jurtarotnun er mikil og flýta fyrir henni, með því að eta fúin jurtablöð og breyta þeim í gróðurmold, sem er jurtunum næringarmeiri og hollari en nokkur annar áburður. Kartöfulgrasi og arfa er oft kastað í hauga út fyrir garðinn og látið eiga sig. Vorið eftir safnast mikið af ánamöðkum í þennan úrgang. Þannig kasta menn frá sér verðmæti sem er undirstaða að vexti og þroska garðjurtanna. En svo eru menn undrandi vfir þvi, að ekki skuli sprelta í garðinum, þó að með öllu móti sé reynt að dekra við hann. Trjálaufi, sem fellur til jarð- ar og fölnuðum blómjurtum i trjágörðum, skyldu menn safna saman innan garða handa ána- möðkum til viðurværis. Þeir margborga það með hollum og góðum áburði handa garðjurt- unum. G. Davíðsson. Meistarapróf í hag- fræði við Amerískan háskóla, Þórhallur Ásgeirsson lauk ný- lega meistaraprófi (M. A.) i liagfræði í háskólanum i Min- neapolis. Þórhallur er fyrsti ís- lendingurinn, sem tekið hefir meistarapróf við Minnesotá liá- skólann. Fyrir ári síðan tók Þór- liallur fyrrihlutapróf (B. A.). Hann kom til Minneapolis fyrir tveim árum, þar áður liafði hann stundað liagfræði- nám í tvö ár í háskólanum í Stokkhólmi og varið einu ári á íslandi til undirbúnings aðal- ritgerðar sinnar. Frammistaða Þórhalls við Minnesotaháskóla hefir verið með ágætum. Hann lauk fyrri liluta prófi á einu ári og lilaut ágætiseinkunn í öllum námsgreinum. Meistarapróf lians var þó ekki síður eftir- tektarvert. Það er fágætt, að jafnvel Ameríkustúdentar Ijúki ]ivi prófi á jafnskömmum tíma, og þar hlaut Þórhallur einnig ágætiseinlcunn í öllum greinum. Mér er persónulega kunnugt um að hann naut virðingar kennara sinna og námsfélaga fyrir dugnað við námið og aðdá- unar fyrir námsgáfur og alla framkomu. Nú hafa margir ís- lenzkir stúdentar leitað til Minnesota háslcóla og hefir Þór- liallur húið vel í haginn fyrir þá og sett ]>eim hátt mark að keppa að. Aðalnámsgrein Þór- halls var stjórnskipunarfræði. Þórhallur er nú starfsmaður við sendiráð íslands í Washing- ton. (Tilkynning frá B. Björnsson, blaðam. frá Minneapolis), Bœjap fréitír ÁttræS er i dag Sólveig Andrésdóttir frá Blönduósi. Sólveig er Húnvetning- ur og hefir ali'Ö þar allan sinn ald- ur.iþar til fyrir ári síðan, er hún flutti til Reykjavíkur, og dvelur, nú hjá syni sínum, Birni Bjarna- syni. Hún er ern vel og gengur að hverju verki, sem ung væri. Hlutavelta f.R. DregiS var hjá lögmanni í dag í happdrætti Í.R. Upp komu þessi númer: 339 Málverk eftir Kjarval, 6972 Flug til og frá Akureyri, 12971 Dvöl að Kolviðarhóli páska- viku 1943. 7609 Málverk eftir Iiös- kuld, 1794 Bílferð til Akureyrar, 9563 Skíði, 246 Standlampi, 6692 Værðarvoð, 9992 Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar, 933 Krapotkin fursti. Munanna sé vitjað í Pfaff, Skóla- vörðustíg 1, fyrir 10. okt. 1942. — Stjórn Í.R. eða vantar okkup fpá 1. október eða fypp til að bepa bladiö til kaup- enda víðsvegap um bæinn í vet- UP. Hátt kaup Talid sem fypst við afgpeiclsluna ið Vísir Hús . Hefi kaupanda að liúsi með lausum ibúðuto nú þegar. SIGURGEIR SIGURJÓNSSON, hæstaréttarmálaflutningsmaðm' Aðalstræti 8.---Simi 1043. I^lenzk Ull Suðurgötu 22. Vantar unga stúlku til sendiferða og aðstoðar á skrif- stofunni.- V - Þægilega heimavinnu geta konur fengíð að staðaldri. Gróf prjónavél er til afnota nokkum tíma. Upplýsingar á skrifstofunni ÍSLENZ.)ii ULL. Suðurgötu 22. Háseignin Tuoga við Laugaveg ásamt meðfylgjandi eigilarlóð og eíf ðafestuhiHdi, er til sölu. Með eigninni fylgja stór útihús, sem nota má tíl hvers konar iðnaðar eða verksmiðjureksturs 3—5 herbergi og eldhús laus til íbúðar 1. október n. k. — Semja ber við Sigurgeir Sigurjónsson, hrm,, Aðalstræti 8. Stúlka óskast 1 SKÓVERZLUN. Umsókn, merkt: „187“ sendist blaðinu fyrir þ. 27 Fnndarboð Skipstjóra og stýrimannafélag Reyk javikur heldur fund í Kaupþingssalnnm í kvöld kl. 8. Mörg áríðandi mál á dagskrá, svo sem kaupgjaldsmái Félagsmenn, afar áríðandi að þér f jölmennið á fund- Stjómin. tnn. Jarðarför mannsins míns og föður okkar, Tryggva Gudmundssonar gjaldkera fer fram frá dómkirkjunni fimmtudaginn 24. þ. m. og hefst með húskveðju að heimili hans, Bárugötu 7, kl. iy2 e. h. Eiginkona og börn. Faðir okkar, Guðmundur Guðmundsson bókbindari, andaðist þriðjudaginn 22. september. Böm hins látna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.