Vísir - 20.10.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 20.10.1942, Blaðsíða 3
VISIR Um Hall^rímskirkjn. TZ* g er einn af þeim mörgu “ sem hefi fylgzt nokk- uð með viðleitni þeirri sem nú á sér stað meðal þjóðar- innar unr að reisa Hall- grími Péturssyni verðugt minnismerki. Fer ágællega á því að það sé reist í mynd stórrar og fallegrar kirkju sem fyrir utan það að vera gnðshús, sé viðeigandi umhverfi fyrir' þær guðsþjón- ustur þjóðarinnar, sem hátíð- legastar verða haldnar og fjöl- mennastar. Auk j>ess live stór slík kirkja þarf að vera, þarf hún einnig að vera svo fögur að um það verði ekki deilt, og eigi vel að vera þarf liún einnig að vera þjóðleg bygging — íslenzk á svip, vegna þess að Hallgrímur prestur var einn hinn þjóðleg- asti maður sem lifað hefir hér á landi, sem unni móðurmáli sínu og þjóðlegum fræðum eigi síður en því er lionum var helg- ast. Því er það vandasamt verk að reisa honum vcrðugl minn- ismerki og þarf mikinn og langan undirbúning. Minning Hallgríms prests er okkur svo mæt, Islendingum, og minnis- merki hans á að standa svo lengi, að það gerir livorki frá né til þótt framkvæmd verksins hefjist áratug fyrr eða seinna, ef sú töf aðeins gerir undirhún- ing því betri, framkvæmd þess öruggari og minnismerkið feg- urra. Það skal vel vanda, er lengi á að standa. Eg sé, í samfali sem tíðinda- maður Vísis hefir átt við bisk- up landsins fyrir skömmu, að jafnvel myndi verða byi’jað á byggingu Hallgi’ímskirkju, ein- um hluta hennar, á þessu hausti. Mig furðaði ekki litið á jieirri fregn um að málið væri komið á svo góðan rekspöl, að verið væri að hefjast lianda um fram- kvæmd þess, á þessum mestu dýrtíðarárum, sem nokkuru sinni hafa yfir land vort gengið, þegar hundruð fjölskyldna eru húnsnæðislausar og bygging íbúðarhúsa er illkleif vegna liins mikla kostnaðar. Eg hafði ekkert heyrt um að byggingameisturum okkar og listamönnum hefði vei’ið gefinn kostur á að glíma við liið stór- kostlega viðfangsefni, minnis- merki þessa mikla manns, sem kirkjan er við kennd. Ekkert er jafnt sjálfsagt sem. það, að þeim væri veitt tækifæri til að gera uppástungur að lausn þessa máls, til þess hafa þeir menntað sig í þeirri grein liinna fögru lista sem hvers kyns húsagerð ætti að teljast til. Og þar sem við eigum að líkindum engan meistara, sem er sjálfkjörinn til að reisa minnismerki Hallgríms Péturssonar frá grunni, þá ber að láta fara fram samkeppni meðal byggingameistara og listamanna um þetta veglega verk. Eg undanskil hér ekki lista- menn, vegna þess að einmitt úr þeirra hópi liafa sumir færustu byggingameis tarar veraldarinn- ar komið, sem ráðið hafa fyrir- komulagi liúsa, ytra og innra — en haft aðstoð lærðra bygginga- meistara við framkvæmd verks- ins. Til allrar hamingju er enn nægur timi til að boða til slíkrar samkeppni, því enn er verkið ekki hafið — og jafnvel þótt svo væri, væri það ekki of seint. Ein- mitt þetta minnismerki,, Hall- grímskirkja“, krefst meiri um- hugsunar og undirbúnings en allar aðrar hyggingar, sem reistar hafa verið liér á landi hingað til og má ekki líta á hana út frá bráðri liúsnæðisþörf eins sáfnaðar. Mér vitanlega hefir aðeins ein uppástunga komið fram, sem sé teikning prófessors Guðjóns Samúelssonar og var ég fyrir mitt leyti engan veginn ánægð- u r með svip hennar. Hún sýnir aðeins, að enda þótt höfundur hennar sé liæst titlaður af hygg- ingameisturum okkar, þar sem hann er liúsameistari ríkisins, prófessor og heiðursdoktor, þá er liann ekki sjálfkjörnari en sumir aðrir bvggingameistarar okkar til jæssa verks. Hallgríms- kirkja á hvorki að rísa upp í krafti embættis hans né liárra titla, hún verður að rísa i krafti þeirrar snilldar og anda, sem er Hallgrimi Péturssyni sam- hoðinn. Hafi nokkurntíma verið á- slæða lil að efla til samkeppni um teikningu af húsi, sem reisa skal á íslandi, þá er hún liér. Þar eiga allir hæfir menn þjóð- arinnar að eiga jafna aðstöðu til þátttöku og verðlaunin ættu að vera konungleg — að frá- töldum heiðri þess meistara, er hæri sigur úr býturn. Við Islendingar höfum, til allra síðustu ára, verið vanastir því, að hyggja hús, sem aðeins var ætlað að standa og endast nokkra tugi ára. En hér ræðir um byggingu, sem á að standa í aldaraðir. Því má sú ógæfa aldrei verða, að byrjað sé á lienni áður en hezta lausn á fyr- rkomulagi hennar og svip sé fengin og þó nokkrum árum sé varið enn til undirbúnings og lausnar á þessu volduga við- fangsefni, væri það mikill vinn- ingur fyrir okkur sem nú lifum og komandi kynslóðir. Aðeins það hezla, það sem nálgast hið fullkomna mest, hæfir minningu Hallgrínis Péturssonar. Skyldi ekki fleiri en ég líta svipað á þetta mál? Ragnar Ásgeirsson. Frá hæstarétti: Reykjavíkurbær ekki útsvarsskyldur. Þann 19. okt. var kveðinn upp dómur í málinu Grímsneshrepp- ur gegn Bæjarsjóði Reykjavík- ur. Málavextir voru þeir, að , Grímsneshreppur hafði árið ! 1941 lagt útsvar á Reykjavíkur- hæ vegna Sogsvirkjunarinnar. Reykjavikurbær vildi ekki greiða, þar sem hann taldi sig ekki útsvarsskyldan þar eystra. Fógetarétturinn og hæstiréttur j litu háðir svo á, að Reykjavikur- ! hær væri ekki útsvarsskyldur þar eystra og segir svo i forsend- um hæstaréttardómsins: j . „Þar seni fallast má á það með héraðsdómaranum, að raf- magnsstöð sú, er í máli þessu greinir, sé reisl og rekin til þess að fullnægja almenningsþörf á rafmagni, en ekki í atvinnu- skyni, þá þykir mega staðfesta hinn áfrýjaða úrskurð." Hrl. Gunnar Þorsteinsson flutti málið af hálfu áfrýjanda, en hrl. Einar B. Guðmundsson af hálfu stefnda. | -----------—------------ Fjöldi vindrafstöðva í Borgarfirði Úr Borgarfirði hefir Vísi ver- ið skrifað: ! Það sem vekur mesta athygli I þeirra, sem fara nú um héraðið, j eru hinar fjölmörgu vind-raf- stöðvar, sem eru að rísa upp, , bæði um lágsveitir og inn til dala. Er þvi líkast, að bændur séu að liundsa öll kosningalof- í orð flokkanna og verða sjálfir fyrri til. Annars eru vitanlega aflmeiri stöðvar takmark fram- tíðarinnar. — Ntudeotadeild í Uerzlnnarskolanni Hér í blaðinu hefir áður verið sagt fiiá því, að kennslumála- ráðherra Magnús Jónsson hefði skipað nefnd til þess að undir- búa tillögur um framtíðarhúsa- kost Menntaskólans óg mögu- leika á því, að afnema þær hömlur, sem verið hafa á inn- töku þeirra nemenda í skólann, sem staðizt hafa inntökupróf í Gagnfræðadeild. Kennslumálaráðherra hefir einnig gert aðra merka ráðstöf- un um skólamál, þar sem hann hefir gefið staðfestingu á lieim- ild til stofnunar stúdentadeildar við Verzlunarskóla Islands. Þetta mál hefir verið lengi á döfinni og áhugi verið á því, að skólinn fengi slík stúdentsprófs- réttindi, sem honum hafa nú verið veitt. Við skólasetninguna 1. októher skýrði skölastjórinn Vilhjálmur Þ. Gíslason, frá þessum málum og kennslumála- ráðlierrann flutti þá einnig ræðu og sagði frá því, að ráðu- neytið mundi setja reglugerð um þessi mál. Gaf ráðuneytið síðan út bréf til skólastjórnar- innar „um framhaldsnám við Verzlunarskóla íslands og stúd- entsréttindi þeim til handa, sem Ijúka þar framhaldsnámi“. Ráðuneytið setur reglugerð um kennslu í deildinni og próf frá henni. Stúdentspróf Verzlunarskól- ans verður samskonar próf og stúdentspróf Menntaskólanna og með jafnmiklum prófkröf- um en með sérstöku tilliti til sérgreina skólans. Verður þá um að ræða þriðju sérdeildina eða „línuna“ til stúdentsprófs, mála og stærðfræðideildir Menntaskólanna og verzlunar- deild Verzlunarskólans, allar jafn réttháar. Það mun ekki vera ætlunin, að breyta Verzlun- arskólanum að öðru leyti í stúdentaskóla heldur verði hann áfram sérskóli fyrir verzlunar- menn og burtfararpróf lians, sem nú er, fullgilt verzlunar- próf. Stúdentadeildin verður sjálfstæð framhaldsdeild fyrir þá, sem húa vilja sig undir liá- skólanám einkum í hagfræði og viðskiptafræði. Verzlunarskól- inn hefir váxið mikið á seinustu árum og nám hans verið aukið svo að liann hefir verið sá frain- haldsskölinn, sem sambærileg- astur hefir verið Menntaskólan- um um námstíma og prófkröf- ur. Verzlunarpróf hans hefir verið liagnýtt og heppilegt próf fyrir þá, sem ætla út í ýmsar greinar viðskiptalífsins jafn- framt því, sem það hefir veitt góða almenna menntun. Ekki er hlaðinu kunnugt uin, hvenær gert er ráð fyrir að þessi nýja stúdentadeild taki til starfa. En margir menn fagna þessari ráðstöfun kennslumála- ráðherra og ekki sízt verzlunar- menn og gamlir og nýir Verzl- unarskólamenn og vænta þess að hún verði vel framkvæmd og munu þeir treysta Verzlunar- skólanum til að svo verði. Gólfdúkar úr tré. Svíar eru farnir að nota gólf- dúka úr trjákvoðu í stað lino- leumsdúka. Firma eitt hefir Unnið að rannsóknum á þessu um langt skeið og hefir nú sett á markað- inn dúkaefni, sem það nefnir „Forbolin“. Verksmiðjan, sem framleiðir dúka þessa, hafði orðið að hætta störfum vegna hráefnaskorts. Þetta nýja efni er talið sterkara en linoleum. | Glímtifélagrið ÁRHAMM Æfingratafla 1943-1943 Allar íþróttaæfingar verða í íþróttahúsinu við Lindargötu. í stóra salnum: Timar Mánudag Þriðjudag Miðvikudag Fimmtudag Föstudag Laugardag 7—8 II. fl. karla A Frúaflokkur Handknattl. karla 11. fl. karla A Handknattl. karla 8—9 I. fl. kvenna I. fl. karla Islenzk glíma I. fl. kvenna I. fl. karla Islenzk glíma 9—10 II. fl. kvenna II. fl. karla B I. fl. karla II. fl. kvenna II. fl. karla B . í minni salnum: 7—8 Old Boys Telpur 13—15 ára Old Boys Tclpur 13—15 ára. 8—9 Handknattl. kvenna Drengir 13—15 ára Handknatt), kvenna Drengir 13—15 ára . 9—10 Frjálsar íþr. og skiðaleikfimi Hnefaleikar Frjálsar íþr, o« skiðaleikfimi Hnefaleikar Sundæfingar eru í sundlaugunum á þriðjud. kl. 8—9 og í sundhöllinni á mánud. og miðw-jlsud. kl. 9—10 Sundknattleikur á fimmtud. og föstud. kl. 9,45—10,40. Nýir félagar láti innrita sig á skrifstofu félagsins í íþróttahúsinu (iiiSri), simi 3356; hún er opin dag- lega frá kl. 8—10 e. h. Þar fá menn allar upplýsingar viðvíkjandi félagsstarfseminni, Árftienningart Munið að greiða félagsgjaldið strax. B&tar fréttír I.O.O.F =0b.lP.=12410208V4 Leikfélag Reykjavíkur sýnir Heddu Gabler annað kvöld og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 i dag. — Næturlæknir. Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, simi 2234. — Næturvör'ður i Reykjavíkur apóteki. Sextugur er í dag SigurÖur Hjörleifsson, múrarameistari, Barónsst. 51. Hann er maður vinsæll og velmetinn af öllum, er hafa kynnzt honum. Aheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 10 kr. frá S.S. 5 kr. frá ónefndum. 5 kr. frá N.S. 10 kr. frá N.N. 25 kr. frá Þ.V.S. 10 kr. frá ferðamanni. 10 kr. frá Dadda. 8 kr. frá N.N. Noregssöfnunin, afhent Vísi: 20 kr. frá ónefnd- um. 20 kr. frá ónefndum. Til dómkirkjunnar í Reykjavik, afh. sira Bjarna Jónssyni: Áheit frá N.N. 5 kr. Áheit frá Ragnheiði 30 kr. Útvarpið í kvöld. Kl. 19,25 Hlómplötur: Lög úr óperettum og tónfilmum. 20,00 Fréttir. 20,30Erindi: Þættir úr sögu 17. aldar, VIII: Trúarhættir og hjá- trú, I (dr. Páll E. Ólason). 20,55 Hljómplötur: a) Celló-konsert eft- ir Boccherini. b) Píanó-konsert í Es-dúr eftir Mozart. Frá Svíþjóð. I Svíþjóð er nú tekin til starfa fyrsta verksmiðja til zink- hreinsunar og framleiðslu. Fyrir stríðið flutlu Svíar út það zink, sem unnið er úr jörðu þar, svo og gamalt zink, sem til féll og nam útflutningur liins síðarnefnda allt að 5000 smá- lestum á ári. Er því hér um nýjan iðnað að ræða. Vegna skorts á benzíni nota Svíar nú æ meira af bílum, er ganga fyrir viðargasi. Trakt- orum hefir einnig verið breytt á þennan liátt og er talið að 9000 — eða þriðji liver í land- inu — gangi fyrir kolagasi. Krlstján finölangsson Hæstaréttarlögraaður. Skrifstofutimi 10—12 og 1—6. Hverfisgata 12. — Sími 3400. Enskar Silki- regnbápnr nýkomnar. 1£RZL< Grettisgötu 57. listiiskur nýkomnar. NýkomH: KJÓLABLÓM, KJÓLÁBELTI o. fL Hárgreiðslustetfan PERLA, Bergstaðastræti 1. Hjartans þakklœti fyrir auðsýnda vináitu á afmœl- isdaginn. J akoðína Bjarnadóttir. SIGLIH«AR míllí Bretlands og Islands halda áfraniy eins ofi að undanfömu. Höfum 3—4 skip í fömm. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Cnlliford's Associated Lines, Ltd. 26 LONDON STREET, Fleetwood. Hálft lítið hús, er til sölu. — Uppl. gefur Guðl. Þorláksson, Austurstræti 7. Simi: 2002. Sdiillia eða kai'linadiir sein eru vön að framleiða karamellur, geta fengið vel launaða atvinnu nú þegar. Nöfn, ásamt heimils- fangi, leggist á afgr. Visis fyrir kl. § annað kvöld, merkt: „Góð atvinna“. Frá ogr Dieð deglnum I dag verðúi’ framvegis tekið NÆTURGJALD fyrir akstur eftir kl. 7 að kveldi. Bifreiðastöð Steindórs Inilegar þakkir til allra, er auðsýndu hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins mins, Erlendar Jónssonar bónda á Mógilsá. * Guðfinna F'iinnsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.