Vísir - 10.11.1942, Side 2

Vísir - 10.11.1942, Side 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Ötgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR II.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Heisteinn Fálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstrwti). Símar: 16 60 (fimm Iínur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Hraðfrystihúsin. SVO sem getið var hér í hla'ð- inu er nú verið að byggja allmörg hráðfrystihús víða i verstöðvum, en stækka og breyta öðrum. Er hér um liið nauðsynlegasta vei'k að ræða, með því að segja má að nú sé svo komið að afkoma útgerðar- innar velti að verulegu leyti á því, að unnt sé að frysta fiskinn ei í land kemur, og gera hann að markaðshæfri útflutnings- vöru, enda er nú ekki að ræða um verulega sölu á öðrum fiski en frystum. Á sama tíma, sem byggð eru ný frystihús víða um land, ber- ast fregnir um það, að önnur séu að hætta starfrækslu, af þeim sökum einum, að með nú- verandi verðlagi á fiski, manna- kaupi og tilkostnaði öðrum, sé með engu móti unnt að starf- rækja frystihúsin, nema með stórfelldum halla. Leiðir aftur af því, að ef frystihúsin loka, leggst smáútgerð í hlutaðeigandi sjávarplássum algerlega í rúst- ir, — atvinnuleysið heldur inn- reið sína og eymdin knýr á hvers manns dyr. Á Vestfjörð- um munu þegar nokkur frysti- hús hætt starfrækslu, og stend- ur þó vertíð yfir, og afli mun vera sæmilegur er á sjó gefur. Víða annai'staðar vofir stöðvun yfir, þótt hún sé enn ekki kom- in til framkvæmda. Á síðastliðnu sumri settu flest verkalýðsfélög sér nýjan kauptaxta sem þau jafnvel aug- lýstu, án þess að ræða áður við atvinnurekendur, sem hlut áttu að máli. Var hér um stórfellda hækkun að ræða, frá því sem áður var. Ýmsir atvinnurekend- ur gátu að sjálfsögðu hagað starfrækslu sinni með tilliti til þessá; en jiess eiga frystihúsin engan kost, með því að fyrir- framsamningar hafa verið gerð- ir um fisksölu á Englandsmark- aði, og gilda þeir fram á mitt næsta sumar. Samningar þessir voru taldir mjög hagkvæmir, er þeir voru gerðir, enda sáu menn þá ekki fyrir þá stórfelldu kauphækkunaröldu, sem yfir reið síðar, samfara áuknum kostnaði við starfræksluna að öðru leyti. Vafalaust verður það eitt af fyrstu verkefnum Alþingis að ráða fram úr þessum málum, en þá sýnast aðeins tvær leiðir koma til athugunar. Önnur leið- in er almenn kauplækkun sam- fara öðrum dýrtiðarráðstöfun- um, sem. kauphækkunina ættu að bæta upp, en hin leiðin er sú, að ríkissjóður taki á sig hall- ann á rekstrinum og greiði frystihúsunum fullnægjandi uppbætur. Hvorug þessara Ieiða er tryggð, en ekki eru sýnileg önnur ráð í bili. Alþingi getur með engu móti horft aðgerða- laust upp á það, að framleiðsl- an stöðvist, en verður að gera fullnægjandi ráðstafanir til að afstýra slíku almennt. Sennilegt er að mál þessi verði erfið við- fangs, nema því aðeins að full samvinna takist um þau með öllum flokkum þingsins, hvað sem líða kann annari afgreiðslu mála. Kommúnistar munu gera það að skilyrði fyrir stjórnar- samvinnu, að dýrtíðarstefnu- skrá þeirra verði upp tekin, og þeim falin framkvæmd hennar í öllum aðalatriðum, en óvíst er um afstöðu þeirra að öðru leyti, fallist hinir flokkamir ekki á hina margþættu stefnuskrá, sem áður getur. Stjórnarsam- vinna allra floldca er ekki nauð- synlegt skilyrði fyrir því að Al- þingi takist að greiða fram úr dýrtíðarflækjunni, en líkindin eru miklu minni fvrir því að vel takist, ef einn flokkur skerst úr leik, og reynir jafnvel með öllum ráðum að spilla fyrir til- ætluðum árangri. Er ekki að efa, að kommúnistar munu ékki við hlífast, ef þeir sjá sér Jeik á boiði, til þess að afla sér nokkurs frekara fylgis, með slíkri andstöðu. Ríkisstjórnin lilýtur að sjálf- sögðu að gera allt, sem í hennar ’ aldi stendur til þess að tryggja áframhaldandi starfrækslu frvstihúsanna, þar til Alþingi sezl á rökstóla. Þing hefír nú verið kvatt til starfa hinn 14. þ. m.. en engin líkindi eru til að M'rulegur skriður verði kominn á r-íörfin fyr en .un 20. þ. in., enda halda tveir flokkar lands- þing sin fyrstu daga þingsins. Eftir þá flokksfundi er þess að vænta að aðstaðan skýrist og ó- vissan hverfi, hvort sem flokk- amir hafa fullan skilning á verkefnunum eða ekki. Fréttir írá Ungmenna- félagi íslands. Ungmennafélag íslands hefir þegar ráðið 7 íþróttakennara, til j>ess að ferðast um meðal ung- mennafélaga viðsvegar um landið og halda iþróttanám- skeið. Verða kenndar allskonar frjálsar íþróttir og leikfimi. Hvert námskeið stendur tvær til átta vikur. Kennararnir eru þessir og kenna í eftirtöldum stöðum: Bjarni Baclnnann, Borgarnesi: Á Vestfjörðum. Davíð Sigurðsson, Hvamms- tanga: í Norður-Þingeyjarsýslu. Guttormur Sigúrbjörnss., Gils- árteigi: Á Austfjörðum. Helgi Júlíusson, Leirá: í Borgarfirði. Jón Þórisson, Reykholti: í Fljótshlíð, Kjós og Eyjafirði. Matthías Jónsson, Kollafjarðar- nesi: Á Eyrarbakka, Stokkseyri, Dalas. og V.-Hún. Sigríður Guð- jónsdóttir, Eyrarbakka: Á Eyr- arbakka. Fleiri kennarar munu verað ráðnir á næstunni. Ákveðið er að Ungmennafé- lag Islands haldi landsmót í í- þróttum í Borgarfirði í júní- mánuði n.k. Þar verður einnig samtímis haldið 14. þing U. M. F. í. Nýlega liafa gengið í U.M.F.Í. Ungmenna- og iþróttðsamband Austurlands. Félögin eru 23 með um 1200 meðlimum. For- maður Skúli Þorsteinsson, skólastjóri á Eskif. — og Ung- mennasamband V.-Húnavatns- sýslu, með uin 6 félögum og 270 meðlimum. Formaður er Sig- urður J. Líndal, Lækjamóti. Til þess a$ taka sæti í stjórn- arnefndum tveggja íþróttahér- aða samkvæmt íþróttalögunum, hefir stjórn U.M.F.l. tilnefnt Að- alstein Teitsson, skólastjöra, Súðavík, fyrir N.-ísafjarðars. og Pál Pálsson, stud. jur., form. Ungm.fél.. Reyjcjavikur, fýrir Reykjavík. Skýrsla Menntaskólans í Reykjavík fyr- ir skólaárið 1941—42 hefur Vísi borizt. 1 upphafi skólaársins voru nemendur * 246, þar af ' 75 stúlkur og 171 piltur. í gagnfræðadeild voru nemendur 55, 44 í 3ja bekk, 65 í stærðffæðideild, en 83 í mála- deild eða 192 í lærdómsdeild. — Reykvíkingar voru 216, en 37 ut- anbæjarnemendur. Auk yfirlits um námsgreinir og próf, erú í skýrslunni ýmsar fréttir frá skól- anum, þ. á m. um húsnæðisvand- ræðin, ferð 5. bekkjar, félagslíf nemenda o. s. frv. B^srsringr Íþrótta- heimilis í Reýkjavík. Vegabætur á Mosfells- sveitarveginum. Málid ©r í undirbúningi hjá stjórn t.S.l. Meðal íþróttamanna ríkir nú mikill áhugi fyrir því, að kom- ið verði upp íþróttaheimili hér í Reykjavík, þar sem íþrótta- menn ulan af landi geta átt athvarf, en jafnframt verði íþrótta- heimilið miðstöð íþróttastarfseminnar. Tíðindmaður Vísis hefir fengið nokkurar upplýsingar um þetta mál hjá forseta íþrótta- sambands fslands og fara þær hér á eftir. Á síðasta ársþingi Iþrótta- sanibandsins, segir Ben. G. Waage, bar eg fram tillögu sem fjallaði um slíkt íþróttaheimili, og var hún talsvert rædd á þing- inu. Fyrir mér vakti, að hafist væri handa um að vinna að und- irbúningi stofnunar íþrótta- heimilis. Er hin mesta nauðsym, að slík stofnun komist upp hið. fyrsta. I fyrsta lagi myndu iþrótta- menn utan af landi, sem hingað koma til þess að stunda íþróttanám, taka þátt í keppn- um o. s. frv., eiga athvarf þar, en reyndin hefir oft orðið sú, að þeir liafa verið i vandræðum með samastað meðan hér hefir verið dvalist. Þarna yrði að sjálfsögðu miðstöð félagsstarf- semi iþróttafélaganna, fundar- ,salur, skrifstofur, lesstofa fyrir iþróttamenn, þar sem þeir hafa aðgöngu að beztu íþróttabókum og blöðum, og þarna ætti að fara fram læknisskoðun á orðið, en um það er ekkert hægl að segja á þessu stigi málsins. Tillagan, sem eg drap á. var samþykkt, með þeim forsend- um að stjórn sambandsins kynnti sér málið sem hezt og undirbyggi það fyrir ársþmgið að sumri, og hefir stjómin þeg- ar hafið þetla undirbúnings- starf. l'íðindamaður Vísis spurði Ben. G. Waage að því, hve nig iþróttamenn hugsuðu sér að afla fjár til fyrirtækisins. Kvað hann svo að orði, hér yrðu margar hendur að hjálpast að. Iþróttamenn gerðu sér að sjálf- sögðu vonir um, að ríki og bær leggi þeim lið, til þess að koma upp íþróttaheimilinu. En iþrót(tafélögin munu ekki liggja á liði sinu, sagði forsetinn, bæði félög og einstaklingar munu leggja fram krafta sína til þess að afla fjár til iþróttaheimilis- ins, sem — verður — eins og áður hefir verið tekið fram — Nú hefir verið byrjað á all- verulegum lagfæringum á Mos- fellssveitarveginum, og breikk- un á honum, þar sem þess gerist þörf. Hefir vegainálastjórnin feng- ið leigða stórvirka vegavinnu- vél til þessara aðgerða, og er unnið með henni að breikkun vegarins og lagfæringum á beygjum á veginum frá Brúar- Bæjar Vísir fréttír Aukabt-að er gefid' út í dag með vinningum í happdrœtti Háskólans og síðustu fregnum, til þcss að tefja ckki. prentun á aðalblaðinu. 50 ára er í dag Gunnar Bjarnason, Framnesvegi 14. Hjúskapur. Gefin voru saman í hjónaband sJ. laugardag af síra Bjarna Jóns- syni ungfrú Ásta Magnúsdóttir, Jónssonar búsasmíðameistara, og Einar Einarsson bifvélávirki. — Heimili þeirra er á Vatnsstíg 10A. Milljónasnáðinn heitir nýútkomin, skemmtileg , drengjasaga eftir Walter Christ- mas, en í þýðingu Aðalsteins Sig- mundssonar kennara. Barnablaðið „Æskan“ gefur bókina út. íþróttamönnum. Annars fer það cftir því hvernig úr rætist um lóð og fé til þess að byggja, hversu stór miðstöðin getur fyrir allt landið. Mál þetta verður rætt á fundi sambandsstjórnarinnar nú i vikunni. Listamannaþingið verður einstæð- ur menningarviðburður í sögu lands og þjóðar. Þad hefst 22. nóv. og stendur í 8 daga. Bandalag íslenzkra Jistamanna samþykkti á aðal- fnndi sínum s. I. vor, að lialda listamannaþing í Jiaust og var kosin 5 manna nefnd til að lirinda málinu í fram- kvæmd. Nefndin hefir starfað ótrauðlega að undir- búningi Jistavikunnar í sumar os nú er ákveðið, að þing jietta verði haldið dagana 22.—29. þ. m. Taka þátt í því iðkendur allra listgreina, er bandalagið nær yfir. Ákveðið er að þingið standi átta daga. Verkefni þess er tvennskonar: annarsvegar að ráeða og gera ályktanir um samtök og hagsmunamál lista- manna; hinsvegar að kynna almenningi, eftir því sem við verður komið, hið bezta sem íslenzkir listámenn hafa nú að bjóða, hver á sinu sviði. Tónlistarmenn munu efna til hátíðatönleika fyrir almenning hinn fýrsta dag þingsins og liafa einnig tónleika tvö kvöld í há- tiðasal háskólans; auk þéss Verða ýmsir tónlistarliðir í dag- skrá útvarpsins vikuna sem þingið stendur. Skáld og rithöfundar munu koma fram bæði í dagskrá út- varpsins og á samkomum tvö kvöld í hátíðasal háskólans. Lesa þeir upp úr verkum sínum, ljóð og óbundið mál, og flytja erindi. Leikarar hafa hátíðasýningu á islenzku leikriti, og liafa val- ið „Dansinn í Hruna“ eftir Ind- riða Einarsson. Auk þess ann- ast Félag íslenzkra leikara flutning nokkurra íslenzkra leikþátta í útvarpið. Myndlistarmenn efna til al- mennrar listsýningar í sam- bandi við þingið; óvíst er þó, vegna mikilla húsnæðisvand- ræða, hvort listsýningin getur hafizt jafnsnemma þinginu. Auk þess verða flutt nokkur út- varpserindi um myndlist. Dagskrá þingsins og tilhögun þess í einstökum atriðum verð- ur nánar auglýst. Tilgangur þingsins er fyrst og fremst sá, að efla og vernda íslenzka list, og andlegt frelsi í landinu, hugsunarfrelsi og mannfrelsi í bókmenntum og öðrum listum, og að treysta i því skyni félagshug og samtök jþeirra manna, sem öðrum fremur bera uppi þessa menn- ingarstarfsemi livérju sinni. Listamannaþingið liefst sunnudaginn 22. þ. m. og verð- ur sett í hátíðasal háskólans kl. IV2. Ríkisstjóri mun flytja ávarp við setningu þingsins og verður hann vemdari þess. Framkvæmdarstjóri þings- ins verður Ragnar Ólafsson lög- fræðingur, en formaður undir- i.úningsnefndar er Páll ísólfs- son tónskáld. Bílfært til | Akureyrar. %r' Leiðin til Akureyrar er aftur orðin bílfær, tjáði Geir Koega vegamálastjóri blaðinu í gær- kveldi. Samgöngur höfðu teppzt til Akureyrar vegna fannkomu á Öxnadalsheiði, en snjórinn var lítill, og nú hefir vegamálastjóri látið moka þar, sem þess þurfti með. Aðrir fjallvegir, svo sem Holtavörðuheiði og Vatnsskarð, hafa verið færir, svo að leiðin til Akureyrar er opin sem stend- ur. Aðalfundur Fram. Á aðalfundi, knattspyrnufélags- ins Fram fyrir skemmstu var kos- inn formaður Ólafur Halldórsson, í staS Ragnars Lárussonar, sem baðst undan endurkosningu. Aðr- ir, sem í stjórn voru kosnir, eru: Jón Þórðarson, varaformaður, Gunnar Nielsen gjaldkeri, Sæ- inundur Gislason ritari og með- stjórnandi Ragnar Lárusson. — Varastjórn skipa Magnús Krist- jánsson, Jón Sigurðsson og Þór- hallur Einarsson. Æfifélagar hafa gerzt Lúðvík Þorgeirsson, Gunnar Nielsen, Ragnar Lárusson, Ólafur Halldórsson og Sigurður Hall- dórsson. „Akranes“. Októberheftið er nýkomið út. Flytur það m. a.: „Skjólgarða- ræktun (útdrátt úr áliti Gísla Þor- kelssonar efnafræðings), Virkjun Andakílsár, Sjávarútvegurinn (þættir úr sögu Akraness eftir Ól. B. Björnsson), Sjómenn þarfnast staðgóðrar menntunar eftir Svbj. Oddsson, Minningarorð um Guð- mund Guðmundsson bókbindara, Annáll Akraness o. fl. Blaðið, sem áður var prentað í Reykjavík, er nú flutt heim, og er prentað í nýrri og fullkominni prentsmiðju, sem Akurnesingar hafa komið upp hjá sér. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund minntist 20 ára stofnafmælis síns s.l. sunnudag með kaffisam- sæti fyrir vistmenn, starfsfólk og boðsgesti. Sigurbjörn Á. Gíslason baúð gesti velkomna, en ýmsir aðrir fluttu ræður, þ. á m. Bjarni Benediktsson borgiarstjóri, Knud Zimsen fyrv. borgárstjóri, prest- arnir síra Friðrik Hallgrímsson jig síra Árni Sigurðsson og ýmsir fleiri. Vestfirðingafélagið ' heldur skemmtifund í kvöld kl. 8,30 í Oddfellow. Þar verða ýmis ágæt skemmtiatriði, m. a. sýnir frk. María Maack skuggamyndir frá Vestfjörðum, Guðmundur Hagalín rithöfundur les upp og Hermann Guðmundsson syngur. Dansað verð- ur á eftir. Samtíðin, nóvemberheftið, er komin út og flytur margvíslegt efni, m. a.: ís- lenzkt þjóðerni og framtíð þess eftir Ólaf Lárusson prófessor. Viðhorf dagsins frá sjónarmiði kennimannsins eftir síra Bjarna Jónsson vígslubiskup. Máninn (kvæði) éftir Flreiðar Geirdal. Merkir samtíðarmenn með mynd- um. Fáein áherzluatriði íslenzkr- ar tungu eftir Guðm. Friðjónsson skáld. Á ég áð sálga mér (saga) eftir K. Tomlinson. Listin að lifa í hjpnabandi eftir André Maurois. Þá er grein um þá, sem ráða stríðs- brölti Japana eftir ritstjórann, Sig- urð Skúlason og margt fleira er í heftinu. landi og upp fyrir brúna ár Köldukvísl. Ný brú hefir verið stoypt yfir Köldukvísl i sumar og er- læirri brúarsmíði nú lokið. Þá er, samkvæmt upplýsing- um, frá vegamálastjóra, eunþá unnið að viðhaldi á öllum aðal- vegum landsins. Umferðin er svo gífurleg örðin, að vegavið- gerðum verður að halda áfram á meðan nokkur tök eru á. Innbrot—bilþjónaður. I nótt var brotizt inn í bílskúr við Hringbraut, með þeim hætti að hespa og hengilás var rifið burtu — og bifreiðinni R-1074 stolið. Fannst hún í morgun skammt frá skúrnum, en merki sáust þess, að henni hafði verið ekið talsvert. Silfurbrúðkaup eiga i dag frú Málfriður Jóns- dóttir og Theodór Magnússon bakarameistari, Frakkastíg 14. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 5 kr. frá X. 10 kr_ frá I.G. 10 .kr. frá G.R.M. 10 kr.. frá Óla Rafn, 10 kr. frá Gamla. 20 kr. frá J. (2 gömul áheit). 20- kr. frá Konu. 20 kr. frá N.N. 50 kr. frá S. 5 kr. frá Gróu. 25. kr. frá J.M. Aheit á Hallgrímskirkju í Reykjavík, afhent Vísi: 30 kr. frá Í.G. Til fátæku ekkjunnar, afhent Vísi: 25 lýr. frá Vil- hjálmi Vilhjálmssyni. Næturlæknir. Jónas Kristjánsson, Grettisgötu; 81, sími 2581, — Næturvörður í Laugavegs apóteki. Útvarpið í kvöld. Kl. 15,30. Miðdegisútvarp. 18,30 Dönskukennsla, 1. flokkur. 19,00- Enskukennsla, 2. flokkur. 19,25 Erindi Búnaðarfélagsins: Um. Smjörgerð i heimabúsum, I (Sveinn Tryggvason ráðunautur). 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi: Áhrif styrjaldarinnar 1914—18 á gróð- urinn í Evrópu (Árni Friðriksson náttúrufr.). 20,55 Hljómplötur: Tónverk eftir Tschaikowsky: a) Symfónía nr. 4. b) ítalska skemmtilagið. 21,50 Fréttir. Overjandi framkoma Mj ól kurverð lagsnef ndar „ Mjólkurverðlagsnefnd kom saman á fund í gær og Var þar tekin ákvörðun um það af meiri hluta nefndarinnar, að hækka verð á mjólkurafurðum frá og með miðvikudeginum 11. þ. m. sem hér segir: Nýmjólk í lausu máli hækkar úr kr. 1,50 í 1,75 lítrann, en flöskumjólk úr kr. 1,57 í 1,83, rjómi hækkar úr kr. 9,50 pr. kg. í kr. 11,50, skyr úr kr. 2,77 upp í kr. 3,10, smjör úr kr. 18,70 upp í kr. 21,50. Land- búnaðarráðherra óskaði þess, að ákvörðuninni um verðhækk- un væri frestað, þar til Alþingi kemur saman eftir nokkra daga, en meiri hluta nefndarinnar, þeim Páli Zophoníassyni, Agli í Sigtúnum og Jóni í Deildar- tungu þóknaðist ekki að verða við þessari sjálfsögðu umleitan. Þessi framkoma meiri hluta nefndarinnar, að neita að verða við tilmælum landbúnaðarráð- herra, er óverjandi. Terboven landstjóri í Noregi hefir fyrirskipað, að allir norsk- ir karlar, 18 ára og eldri, sem búa í borgum landsins, skuli af- handa allan gúmmiskófatnað sinn ríkinu. l

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.