Vísir - 20.11.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 20.11.1942, Blaðsíða 2
 VISIR DAGBLAÐ tjtgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Gúðlaugsson, .. Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstrwti). Símar: 166 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Víti að varast. Framsóknarmenn hafa mjög haft orð á þvi, að við ís- lendingar værum undir smásjá tveggja stórvelda, og eftir því bæri okkur að haga allri dag- legri breytni. Nú er það út af fyrir sig hlálegt, og sýnir full- an veikleika, að miða breytnina við það eitt, livort eftir henni verði tekið af annarlegum þjóð- um eða ekki. Sé breytnin góð, getur ekkert verið við hana að athuga, hver sem i hlut á. En þetta sýnir aðeins minnimáttar- kennd þessara manna. Þó eru aðrir eiginleikar enn leiðari, en öllu öðru frekar stingur menn- ingarskorturinn i augun. Menn sem finua veikleika sinn í dag- legri breytni fyllast oft slíkum ofstopa og frekju að við þá er vart mælandi, og*menn hliðra sér beinlinis hjá því. Slíkt staf- ar af inenningarskorti. Fyrstu umræðurnar á Al- þingi voru mótaðar af þessum eiginleikum, sem eru að verða einskonar skjaldarmerki Fram- sóknar, að sjálfsögðu á lákn- rænan hátt. Af minnimáttar- kennd og menningarskorti staf- ar það, að þessi flokkur vekur nú upp deilur um kosninguna á Snæfellsnesi innan veggja Al- þingis, án jiess að gera nokkur- ar ráðstafanir til að kæra kosn- inguna og hrinda árangri henn- ar þannig. Nei. Það eitt er látið nægja að hampa lítilfjörlegu kunningjabréfi frá óþekktum manni, að öðru en því að sjálf- stæðismenn hér i bænum vita, að hann hefir áður sýnt til- hneigingu er beindist í þá átt að koma sér- í mjúkinn hjá valdamönum flokksins á kostn- að félaga sinna. Beindist þetta einkum gegn forystumönnum Óðins meðan maður þessi var þar innbyrðis. I það skipti, sem hér um ræðir tókst manni þess- um hvorki að koma sér i mjúk- inn hjá forráðamönnum flokks- ins, né heldur hitt að leggja stein í götu félaga sinna, þann- ig að verulega kæmi að sök. Fluttist hann nokkuru síðar til Ólafsvikur við tiltölulega lítinn orðstír. Að því er formaður Fram- sóknarflokksins hermir gerðist maður þessi liðsmaður ^þar i sveit sunnudaginn 11. október s. 1., en ekki er stundin ná- kvæmlega tilgreind, né það, sem sinnaskiptunum olli. Ekki er ólíklegt að hann liafi talið, að eiginleikar hans gætu notið sín betur innan Framsóknar, en Sjálfstæðisflokksins, og virðist kunningjabréf það, sem hamp- að var innan Alþingis í ofan- greindum umræðum, stafa af þeim skilningi. Er þetta einnig allt með felldu, með því að vit- að er, að engum er ljúfara en formanni Frainsóknarflokksins að hlýða á óhróður um náung- ann og liafa hann eftir í tíma og ótíma. Er óhætt að fullyrða, að þessi lausmælgi með tilheyr- andi lundarfari er einhver hvimleiðasti ágalli þessa sjálfs- elska foringja. Gunnar Tlioroddsen brást við árásinni á þann eina veg, sem rétt var. Hann krafðist opin- berrár rannsóknar, og skaut máli sínu til dómstólanna. Mun vafalaust ekki standa á því, að krafa lians verði til greina tek- in og komi þá öll þau kurl til grafar, sem nú liefir verið dreift út víða um land. Þeim, sem í upphafi ber fram kærur, gefst nú kostur á að sanna þær og standa við öll sín stóru orð. En Bjarnargreiði er það manni þessum af hálfu Framsóknar- flokksins að nota þennan vesal- ing til slikra verka, með þvi að hann veit ekki hvað hann gerir, þótt hann verði hinsvegar að taka af því öllum afleiðingum. Framsóknarflokkurinn hefir þessa fyrslu daga þingsins tek- ið sig prýðilega út undir smá- sjánni, og hver veit nema að hann eigi enn eftir betur að gera, áður en þingi lýkur. Senni- legt má þó lelja að öll afrek flokksins í þessum stíl verði af þjóðinni talin þess eðlis, ,að ekki sé ástæða til að veita flokknum brautargengi til slíks framferðis innan helgi Alþing- is. ÖIIu sennilegra má teljast, að hin ómaklega ánás og ó- grundaða á hendur Gunnari Thoroddsen, verði talin víti, sem ber að varast i framtíðinni, og sem sprottið er af þvi einu, að minnimáttarkenndin kann ekki að taka ósigri. ALÞINGI Þingfundur hófst kl. 2 í gær og fór þá fram kosning á for- setum Alþingis og skipting þing- manna í deildir. Forseti sameinaðs þings var Haraldur Guðmundsson kjör- inn. Fyrsti varaforseti er Gísli Sveinsson og annar varaforseti Bjarni Benediktsson. Skrifarar voru kjörnir Sig- urður Kristjánsson og Skúli Guðmundsson. \ Kjörbréfanefnd. I hana voru kjörnir: Þorsteinn Þorsteinsson, Pétur Magnússon, Áki Jakobs- son, Finnur Jónsson og Her- mann Jónasson. í efri deild voru þessir 17 þingmenn kjörnir: Sjálfstæðismenn: Bjarni Benediktsson, Eiríkur Einars- son, Magnús Jónsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Lárus Jóhannes- esson, Pétur Magnússon, Gisli Jónsson. Framsóknarflokkur:. Bem- harð Stefánsson, Jónas Jónsson, Ingvar Pálmason, Hermann Jónasson. Sósíalistaflokkur; Brynjólfur Bjamason, Steingrímur AðaL steinsson, Kristinn Andrésson. Alþýðufiokkur: Haraldur Guðmundsson, Guðm. I. Guð- mundsson. Forseti neðri deildar var kjörinn Jóhann Þ. Jósefsson, Emil Jónsson fyrsti varaforseti og Sigfús Sigurhjartarson ann- ar varaforseti. Skrifarar deildarinnar voru þeir Sigurður E. Hlíðar og Sveinbjöm Högnason kosnir. I efri deild var Steingrímur Aðalsteinsson kjörinn forseti. Fyrstí varaforseti er Þorsteinn Þorsteinsson og annar varafor- seti Gísli Jónsson. Skifarar deildarinnar voru kosnir Eiríkur Einarsson og Páll Hermannsson. Vinna barna, Bamavemdarnefnd Reykja- víkur hefir samþykkt eftirfar- andi og sent blöðunum til birt- ingar: „Með tilvísun til 8. gr. bráða- birgðalaga um eftirlit með ung- mennum o. fl. frá 9. des. 1941, leyfir Barnaverndarnefnd Pæykjavikur sér að leggja það til við ríkisstjórnina, að notuð verði heimild í nefndri laga- grein til að banna alla verk- smiðjuvinnu barna á skóla- Ráflning sérstaks bæjar- dýralæknis fyrir Rvik. Nauðsynleg ráðstöfun m. a. til að auka eftirlit með mjólk og kjöti. Fyrir bæjarráðsfundi lá nýlega umsókn frá Ásgeiri Einars- svni dýralækni, um að hann yrði ráðinn dýralæknir bæjarins. Vísir hefir snúið sér til Ásgeirs og beðið hann um nánari upp- lýsingar hér að lútandi, og hefir hann góðfúslega orðið við þeirri ósk. „Eins og kunnugt er“, segir Ásgeir, „er um þessar mundir verið að ráða nýjan dýralækni hér, í stað Ilannesar heiliJns, Jónssonar. Bæði ríkisstjórn og „kollegum“ mínum liér hefir að sjálfsögðu þótt eg of ungur og hafa þvi gengið fram hjá mér við val á manni í þá stöðu. Hinsvegar hefi eg orðið þess var meðal bænda i Reykjavík og nágrenni, að þeir hafa ein- dregið óskað eftir því, að eg starfaði hér áfram í umdæminu, og þar af leiðandi hefi eg sótt um að verða ráðinn dýralæknir bæjarins. Þetta út af fyrir sig er þó ekki nein ástæða fyrir því, að bær- inn ráði til sin sérstakan dýra- lælcni. Hinsvegar er sú ástæða fyrir hendi, því Reykjavíkurbær liefir stækkað gífurléga síðustu árin, og þar af leiðandi krefst liann einnig aukins eftirlits með lieilbrigðismálum húsdýra. Störf héraðsdýralæknis — en starfssvið hans nær allt frá Reykjanesi og norður í Hval- fjörð — hefir margfaldast síð- ustu árin. Fyrirmæli mj ólkurlaganna um mánaðarlegt eftirlit með þeim mjólkurbúum, er selja mjólk beint til neytenda, jók mjög á starfið, og eins það, að hver kjötverzlun má kaupa kjöt beint frá bændum, og dýralækn- ir verður síðan að elta kjötið til skoðunar í alla þessa staði og fær enda aldrei að vita um sumt af kjötinu. Þetta er gagnslaus kjötskoðun og hættulegt ó- fremdarástand. Hér þarf að vera til einn sameiginlegur móttöku- staður fyrir allt kjöt — í sam- bandi við sláturhús og íshús — þar sem kjötið sé rannsakað og metið. áður en það er sent út í búðirnar. Þar sem nú bæjarbúar kaupa og neyta kjötsins og mjólkur- innar, finnst mér ástæða til fyr- ir liáttvirta bæjarstjórn að láta þessi mál meira til sín taka, en verið hefir, með því að ráða sérstakan bæjardýralækni, er hafi fyrst um sinn með höndum hið lögskipaða eftirlit með öll- um mjólkurbúum innan bæj- arlandsins, en síðar mun verk- svið hans aukast samfara aukn- um kröfum tímanna. Jafnframt sé bæjardýralæknir ráðunaut-' ur og fulltrúi bæjarstjórnar og bæjarlögreglu i öllum húsdýra- málum. Dýralæknarnir hafa fyrir löngu séð fram á, að hér þurfti að skifta störfum til að eftir- lilið, ekki livað sízt með mjólk og kjöti, sem eru okkar um- deildustu og viðkvæmustu neýzluvöru, gæti verið vel af hendi leyst. Hafa þeir því gert ákveðnar tillögur um skiptingu embættisins hér til ríkisstjórn- arinnar, en hvorki fyrverandi né núverandi ríksstjórn hafa hrundið þessu máli í fram- kvæmd. Þess má geta í þessu sam- skyldualdri og alla næturvinnu unglinga 16 ára og yngri, frá kl. 10 síðdegis til kl. 7 árdegis. Ennfremur leggur nefndin til, að öll vinna á veitingastöðum fyrir börn pg unglinga 16 ára og yngri verði bönnuð með öllu.“ bandi að það tíðkast mjög á Norðurlöndum að bæjarfélög ráði til sín dýralækna, er liafi með höndum margskonar heil- brigðiseftirlit fyrir bæina (Kommunal-dyrlæge). Og að lokum skal það tekið fram, að héraðslæknirinn í Reykjavík, Magnús Pétursson, hefur verið þessu mjög með- mæltur, enda kemur dýralækn- ir bæjarins til með að vera i ná- inni samvinnu við hann með eftirlit með mjólkinni og kjöt- inu, sem eru einhverjar þýð- ingarmestu neyzluvörur al- mennings. * Ríkissf jórinn og krón- prins Svía skiptasf á skeytum. í tilefni af sextugsafmæli krónprins Svía 11. þ. m. fóru skeytaskipti fram á milli ríkis- stjóra Islands og krónprinsins. Árnaði ríkisstjóri krónprins- inum allra heilla í tilefni af af- mælinu og kvað heimsókn hans á Alþingisliátíðina ekki aðeins lifa í hugum islenzku þjóðar- innar, heldur mætti og telja hana mikilsverðan þátt i vax- andi vináttu milli Svía og og íslendinga. Gustav Adolf krónprins svar- aði með þakkarskeyti þar sem hann m. a. kvaðst geyma minn- inguna um íslandsferðina 1930 og hinar hjartanlegu móttökur er hann liefði þá notið hér á landi. Hátíðatóxileikar Flutningur íslenzkra tónsmíða. Listamannaþingið hefst á sunnudaginn kemur og verða sérstakir hátíðatónleikar haldn- ir í sambandi við það í Gamla Bíó kl. 2.30. Á þessum hljómleikum verða eingöngu flutt íslenzk verk, eft- ir Jón Leifs, Árna Björnsson, Þórarinn Jónsson, Hallgrím Helgason, Markús Kristjánsson, Karl Ó. Runólfsson og Pál ís- ólfsson. Guðrún Ágústsdóttir og Pétur Jónsson syngja, en Hljómsveit Reykjavíkur leikur, undir stjórn Victor Urbantschitsch’s. „Stund milli stríða“ heitir nýútkomin ljóÖabók eftir Jón úr Vör. Fyrir nokkurum árum gaf Jón út ljóðabók, er hann nefndi „Eg barði aÖ dyrum.” Gaf sú bók nokkurt fyrirheit um efnilegt skáld, en síÖan eru liÖin fimm ár, og ætti því mörgum aÖ vera forvitni á aÖ sjá hverjum framförum hiÖ unga skáld hefur tekið. „Lönd leyndardómanna" heitir ný bók á íslenzkum mark- aði eftir sænska landkönnuöinn Sven Hedin. Bókin er nær hálft 3ja hundraÖ blaðsíÖur aÖ stærÖ með fjölda mynda og prentuð á á- gætan pappír. Sigurður Róbertsson þýddi bókina, en Pálmi H. Jónsson á Akureyri gaf hana út. Sem kunn- ugt er, er Sven Hedin ekki áðeins einn frægasti landkönnuöur heims- ins, heldur er hann og lika einn snjallasti rithöfundur á sviÖi ferða- lýsinga, sem nú er uppi. \ | Háskólahljómleikar Árna Kristjánssonar og Björns Ólafssonar. Að þessu sinni voru háskóla- tórlleikarnir haldnir í Tjamar- bíóinu eða kvikmyndahúsi há- skólans við Tjörnina. Þetta eru hin ákjósanlegustu húsakynni til hljómleikahalds fyrir margra hluta sakir, því legan er góð og salurinn viðkunnanlegur og svo það sem mestu máli skiptir í þessu samhandi, þá hljómar hljóðfærasláttur vel þar inni. Hljómleikarnir hófust með þvi, að þeir félagar léku fiðlu- sónötu eftir Beethoven, op. 30 í c-moll. Er þetta mikið verk og fagurt.Þrátt fyrir snilli þeirra listamanna, sem alltaf hlýtur að segja til sín, fannst mér skorta á köflum flug i meðferð- inni á þessari viðfeðmu tón- smíð Beethovens, sérstaklega af fiðlunnar hálfu, og enda þótt píanóhlutverkið í jæssari sónötu sé engu minna en fiðlunnar, þá fannst mér pianóleikarinn hafa sig full mikið i frammi víðast hvar í verkinu. Glæsileikinn og léttleikinn, sem jafnan einkenn- ir fiðluleik Bjöx-ns, áttu einkar vel við í lögunum, sem hann lék á eftir þessu verki, eftir Sarasate og Dvorak og um síð- asta lagið, Rondo, eftir Scliu- bert, mætti kveða svo að orði, að liann hafi „hrist það út úr erminni". Árni Kristjánsson lék píanó- sónötuna í b-moll eftir Chopin („Ljóðið um dauðann“). Árni er fyrir löngu viðurkenndur sem afbragðs Chopinspilari og þvi veldur fyrst og fremst það, að píanóleikur lians er jafnan borinn uppi af ljóðrænum straumi og skilningur hans á verkunum skáldlegur. „Ljóðið um dauðann“ er verkefni eftir höfði hans og vil eg benda á það, að Jiann lék liinn alkunna sorg- arslag, sem er einn kaflinn i vei-kinu, með alvöruþunga og hetjulega, en ekki með dreym- andi viðkvæmni, eins og marg- ir eru vanir að misskilja þenn- an kafla. Hér hefir nýlega verið eidendur píanósnillingur, sem að verðleikum hlaut einróma lof fyrir Ieik sinn. Eg ætla ekki að gera neinn samanbui-ð á þessum tveim snillingum, Árna Kristjánssyni og ungfrú Kath- leen Long, því mér finnst sam- anburður á listamönnum óvið- eigandi og bera vitni um skiln- ingsleysi bjá þeim, sem hann gera. Það hefir jafnan verið talið listamönnum til ágætis, að þeir séu sjálfstæðir og ólíkir öllum öðrum, og að hinn sér- kennilegi persónuleiki þeirra birtist í list þeirra. Engum dett- ur i hug, sem skyn bera á, að bei'a saman málverk eftir Kjar- val og Ásgrím, nema til að leiða í Ijós persónulega drætti, sem hvorum þeirra er eiginlegur. Þegar listin er komin á svo hátt stig, að um nægilega tækni er að ræða, og listgildið er svipað, þá er það smekkatriði hvorn maður vill heldur. Sama er að segja Um hina túlkandi lista- menn eins og hljóðfæraleikara. List Árna er orðin svo þroskuð og aðlaðandi, að hann hlýtur hvar sem væri i heiminum að fá óskipta viðurkenningu sem snillingur. Hljómleikarnir voru haldnir á sunnudaginn er var fyrir fullu húsi og við ágætar viðtökur. Báðir listamennimir urðu að leika aukalög. B. A. Aðalsteinn Sigmnndsson, kennari, tekur að sér námstjóra- störf á Vesturlandi i vetur, og kenn- ir því ekki viÖ Austurbæjarbarna- skólann á tímabilinu frá I. þ.m. til aprílloka í vetur. Þórður Pálsson kennari kennir í hans staÖ. Kvenkápur Mikið úrval af ENSKUM KVENKÁPUM tekið upp í dag. Verzl. Bjarmi Bei'gstaðastræti 22. Ktæða- skápnr vandaður, úr hnotu, til sölu. Uppl. í síma 4102. Enskar BARNAKÁPUR og SAMFESTINGAR. Grettisgötu 57. Danskennsla fyrir börn 1. dansæfing 22. þ. m., kl. 5 á Laugaveg 11 (2. liæð). I Sigurður Guðmundsson. Sími 4278. — Eftir kl. 8: Sími 5982. — VANTAR NOKKRA verkamenn nú þegar. Uppl. kl. 8—9 i dag. Öldugölu 7, kjallaranum. — TEITUR MAGNÚSSON, trésmíðameistari. 1 Fóðraðir kven- og karlmanns llanzkar og skoskir ULLARTREFLAR. II. Toft Skólavörðustig 5. Sími 1035 Piltur 16—20 ára, getur komist að hjá iðnfyrirtæki hér i bæ. — Framlíðaratvinna. Tilboð á- samt tilgreiningu, livað um- sækjandinn hefir áður unnið sendist blaðinu fyrir mánu- dag, rnerkt: „Reglusamur“. Silkisokkar komnir í verzlun Elíasar Jónssonar Kirkjuteig 5 Chevrolet bifreið 5 manna, til sölu og sýnis, Fjölnisvegi 3, kl. 4—9. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.