Vísir - 07.12.1942, Blaðsíða 2
\
VISIK
DAGBLAÐ
Ctgefandi:
BLABAÚTGÁFAN VtSIR HJ.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hetsteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgfreiðsla Hverfisgötu 12
(gengiS ínn frá Ingólfsstræti).
Símar: 166 0 (fimm; línuf).
V' Verð kr. 4,00 á mánuðií
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Til að sýnast.
Þrír flokkar þingsins, AI-
þýiðuflokkurinn, Komm-
únistar og Framsókn hafa, áð-
ur en til samninga var gengið
um stjórnarmyndun, allir skil-
að stefnuskrám, varðandi
lielztu deilumálin, til þess að
gera lýðum ljóst, að hverju
jjeir vildu stefna. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefir hinsvegar
enga stefnuskrá birt, annars-
vegar af Jteim sökum, að slíkt
er ó]>arft og í öðru lagi óeðli-
legt ]>egar athugað er um hvað
kosningarnar snérust. í raun
réttri var það eitt meginatriði,
sem fyrir kjósendunum vakti.
I>eir kröfðust þess af öllum
flokkum, að {>eir leystu dýrtíð-
armálin ó hinn hagkvæmasta
veg og í samiæmi við þær kröf-
ur •kjósendanna var kosninga-
baráttunni hagað. I>ótt kömm-
únistar ynnu nokkuð á í kosn-
ingunum, var það út af fyrir
sig ekki vegna stefnu þeirra í
dýrtíðarmálunum, heldur
blandaðist [>ar ýmislegt saman
við frá annari baráttu þeirra,
sem einnig liafði aflað þeim
nokkurs aukins fylgis í fyrri
kosningum, Jægar ekki var
kosið um dýrtíðarmálin, heldur
fyrst og fremst lausn kjör-
dæmamálsins, en auk þess
hömpuðu þeir mjög í kosninga-
haráttunni hugmyndinni um
stjórnarsamvinnu.
Þegar ]>ess er gætt að kjós
endur í öllum flokkunum lögðu
fyrst og fremst ríkasta óherzlu
á það, að dýrtíðarmálin yrðu
leyst með sameiginlegu átaki
flokkanna, er hitt einnig auð-
sætt, að það er i senn vita
gagnslaust, en auk þess
heimskulegt, að setja fram á-
kveðna stefnuskrá og ákveðin
skilyrði fyrir stjórnarsam-
vinnu, og það á þann veg að
ekki verði frá jæssu vikið, ef
stjórnarsamvinna eigi ó annað
borð að koma til greina. Slik
tilboð þýða í rauninni það eitt,
að stjörnarsamvinna kemur
ekki til greina. — Það er allt
og sumt. —• Engri flokksstjórn
getur til hugar komið, að hún
fái öllum kröfum framgengt
og stefnu sinni fullnægt á þann
veg að í engu þurfi að slaka til.
Þjóðstjórn hlýtur fyrst og
fremst að byggjast á samning-
um milli flokkanna, þar sem
vikið er frá stefnum þeirra
allra, en reynt að finna lausn
sem ]>eir geta hinsvegar allir
sætt sig við. Það var þvi mjög
hyggilegt af Sjálfstæðisflokkn-
um, að hann skyldi einn allra
flokkanna ekki setja fram á-
kveðnar og skilyrðislausar
kröfur, og með því sýndi hann
skilning sinn á því, að nauðsyn
ber til að dýrtíðarmálin verði
leyst, — ekki vegna neins ein-
staks flokks heldur vegna þjóð-
arinnar allrar, en jafnframt
sýndi flokkurinn samnings-
vilja sinn og lempni. Það hefði
vafalaust getað verið heppilegt,
ef að miðað var við kjósenda-
fylgið eitt og stundarhagsmuni, |
að setja fram ókveðna stefnu
og skilyrðislausar kröfur varð- j
andi stjómarsamvinnuna, en 1
það hefði verið gert í því
liu 4400 iitanbaBÍarmenii!Christmas
Möller í Banda-
hafa fengrið hn§næðl í Rvk. ^ ríkjunum
fra 8. §ep. ’41-
á meðan fjöldi innanbæjar-
manna er liúsnæðislaus.
Stöðva verður fólksstrauminn til Reykja-
víkur — segir húsnæðisrádunautur bæjarins.
Um 4400 manns hefir i’Jutzt í bæinn eftir 8. sept.
1941 og hefir hér húsnæði — en hér er hins-
vegar fjöldi innanbæ.jarfólks, sem er húsnæð-
islanst, sumt með öllu; annarstaðar hafa fjötskyldur
tvLstrast, fólk hefir þrengt að sér meira en góðu hófi
gegndi; nokkuð af fólki hefir orðið að fara úr bænum
— og ofan á þetta hætist svo okurleiga hjá mörgum hús-
ráðendum.
Vísir hefir snúið sér til Magnúsar V. Jóhannessonar Jiúsnæð-
isráðunauts og kvaðst hann ekki sjá annað en loka vrði Reykja-
víkurbæ algerlega fyrir aðflutningi utanbæjarfólks á meðan
húsnæðisvandræðin væri jafn mikil og þau eru nú.
Tjáði hann blaðinu, að um 120 einstaklingum og fjölskyld-
um væri óráðstafað. Sem stæði væru ,um 10 fjölskyldur alveg
húsnæðislausar og þar af byggju 7 fjölskyldur á íþróttavellinum.
augnamiði einu að sýnast, en
jafnframt borið vott um að
flokkurinn mat sinn hag meira
en hag þjóðarinnar, og verður
það hvorki talið virðulegt mat
né víðsýnl.
Kommúnistarnir einir eiga
sér nokkura afsökun í Jæssu
efni. Stefnuskrá þeirra og kröf-
ur miðast fyrst og fremst við
kosningar, enda er keppikefli
Jæirra að stofna til nýrra kosn-
inga svo skjótl sem auðið er,
og endurtaka sama leikinn aft-
ur og aftur, meðan Iíkur eru
til að flokknum sé einhver hag-
ur að því. Þetta sýna einnig
kröfur ]>eirra Ijóslega, svo sem
oft hefir verið vikið að hér í
blaðinu. En dettur nokkurum
heilvita manni í liug að þjóðin
hafi ráð á því að stofna enn á
ný til kosninga, sem leiða
myndi til nákvæmlega sama
eða Iakara öngþveitis, en nú er
ríkjandi?
Þótt Islendingum sé margt
annað betur gefið en stjórn-
málaþroskinn, er öllum al-
menningi þó ljóst, að nú er
ekki timi til þess að brýna
eggjarnar til pólitískra hjaðn-
ingavíga, en auk þess væri það
stórhættulegt sjálfstæði voru
og framtíð. Fyrir því er þess
vænst af þingflokkunum, —
einum sem öllum, — að þeir
geri meira en að sýnast. Að
flokkamir láti ekki sitja við
það eitt, að semja misjafnlega
áferðarfallegar stefnuskrár, eða
misjafnlega loðnar að orðalagi,
heldur komi fram eins og heil-
vita mönnum sæmir í samn-
ingaumleitunum ]>eim, sem nú
fara fram innan þingsalanna.
I>að væri ]>eirra sómi, en aðrar
aðferðir ósómi.
Hver er það, sem ekki vill
veg hins þúsund ára Alþingis,
sem mestan? Allir almennir
borgarar vilja það, og er þá ó-
líklegt að enn sé slíkur kosn-
ingahiti i þjóðfulltrúunum, að
þeirra skilningur á þessum efn-
um sé að nokkuru leyti lakari,
eða kann nokkur sú hönd að
finnast innan þingsalanna,
sem rita vill á vegginn: Mene
tekel ufarsin? Við því er aðeins
eitt svar, er hljóðar á þá leið,
að þeir einir vilji veg Alþingis
sem minnstan, sem setji fram
skilyrðislausar og ófrávikjan-
legar kröfur áður en gengið er
að samningaborðinu, og haldi
sér siðan við sína fyrri heimsku
þar til allt er orðið um seinan.
Það er ef til vill mannlegt að
vilja sýnast, en það verður
aldrei stórmannlegt og getur
orðið ómannlegt og valdið illu
einu, -— og sú verður raunin
hér, ef ekki rætist úr.
Rráðabirgðalögin
veittu litla hjálp.
Um þetta fórust Magnúsi að
öðru leyti orð á þessa leið:
„Það var ekki fyrr en fáum
dögum fyrir flutningsdag í
1 baust, sem bærinn gripur inn í
j húsnæðisvandamálin. í raun
i réttri ekki fyr en bráðabirgða-
lögin voru gefin út, 29. sept.
En þess ber aðeins að geta,
að þau lög veitlu lilla aðra lijálp
en þá, að þau veiltu bænmn
heimild til að taka sumarbústaði
í nágrenni Reykjavíkur leigu-
! námi fyrir húsnæði^laust fólk.
Þegar þessi lög voru gefiu ut,
var mér fengið það starf að
leysa búsnæðisvandræðin yfir
vetrarmánuðina, að svo niiklu
Ieyti sem unnl væri. Tókst eg
það á hendur fyrir áeggjan bæj-
arráðs og húsnæðisnefndar, sem
ískipuð var þremur bæjarfull-
trúum, sínum frá hverjum
flokki.
Sjö fjölskyldur í skúrunum
á íþróttavellinum.
Þar eð tíminn til stefnu var
naumur og ekkert húsnæði fyr-
irsjáanlegt, fékk eg skúrana á
íþróttavellinum Ieigða, og lag-
aði þá þannig til, að þeir væru
íbúðarbæfir í eina eða tvær vik-
ur fyrir það fólk, sem. hvergi átti
höfði sínu að að halla. Þarna var
sjö fjölskyldum komið fyrir —
um stundarsakir, því eg
bjóst við að geta komið
þessu fólki bráðlega í sumarbú-
staði einhversstaðar í nágrenni
bæjarins, — en sumarbústaðir
voru eina husnæðið, sem hægt
var að taka samkvæmt hráða-
birgðalögunum.
Sumarbústaðimir
fengust ekki.
Eg vil geta þess, að sá mað-
ur, sem eg hygg að eigi vandað-
asta sumarbústaðinn, hr. verk-
fræðingur Ásgeir Þorsteinssson,
leigði hústað sinn strax er eg
visaði á hann og sagði mér í
síma, að liann hefði talið skyldu
sina að Ieysa vandræði nauð-
þurfta fólks. Eg vil geta þess, þvi
ef aðrir hefðu brugðist svona !
drengilega við, væri ástandið
betra. •
Alls fór eg fram á við lrnsa-
leigunefnd að fá 21 sumarbústað
\ið Bústaðaveg og Fossvogsveg.
en það voru þeir sumarbústað-
irnir, sem næstir voru bænum.
Af þessum 21 liefir verið flutt
í 13 eða skilríki lögð fram fyrir
húsaleigunefnd að þeim verði
ráðstafað til íbúða, en 8 neituðu
að ráðstafa sinum bústöðum, og ;
Úrskurðaði húsaleigunefnd að
þeir skyldu teknir leigunámi.
En vegna þess að eigend-
urnir liafa, þrátt fyrir allt, mót-
mælt að láta þá af liendi, bíð-
ur þetta mál úrskurðar dóm-
stólanna — og fyrr en þeir hafa
kveðið upp sinn dóm, þýðir ekki
að fara fram. á að fá fleiri sum-
arbústaði.
Unnin útburðarmál.
Annað, sem eg hefi gert í hús-
næðismálunum, er m. a. það, að
eg hefi útvegað lögfræðing i
nokkurum málum viðvíkjandi
útburði, er öll liafa unnizt — og
að eg lel, vegna aðstöðu minn-
ar sem húsnæðisráðunautur.
Húsnæði í Tjarnargötu 3.
Síðustu dagana í nóvember-
mánuði tókst mér að fá hús-
næði það, sem setuliðið hafði í
Tjarnargötu 3, með því að ganga
inn í þeirra samninga. Var það
ekki hvað sízt fyrir einstaka lip-
urð Mr. Bucklancls, að þetta
tókst. Á þennan hátt tókst mér
að leysa húsnæðisvandræði 4
fjölskyldna.
11 fjölskyldur
búa á Korpúlfsstöðunl.
Á Korpúlfsstöðum lét bærinn
innrétta 16 íbúðarherbergi til
bráðabirgða. Þar búa nú.ll fjöl-
skyldur, en 5 herbergi standa
enn auð. ÁKorpúlfsstöðum hefir
verið komið upp skóla fyrir þau
hörn, sem þar dvelja. Hefir yer-
ið ráðinn þangað fastur kennari,
en að öðru leyti er kennslan og
skólinn undir stjórn og eftirliti
Jóns Sigurðssonar skólastjóra
við Laugarnesskólann.
Fyrir utan þessar ráðstafanir
hefi eg á ýmsan hátt gengið á
milli húseigenda og leigjenda og
fengið húseigendur til að lofa
fólkinu að vera áfram a. m. k.
yfir veturinn.
4000 manns flutzt í bæinn
frá 8. sept. 1941.
Með bráðabirgðalögunum 29.
sept. s.I. var bæjarstjórninni
veitt heimild til að bera út úr
ibúðunum þá menn, er liefðu
tekið ólöglega á leigu íbúðarhús-
næði í bænum — en þó með
þeirri kvöð, að þeim yrði útveg-
að annarsstaðar húsnæði.
Nú hefir borgarstjóri sent
setudómaranum í búsnæðismál-
um, en það er Gústav A. Sveins-
son hrk, lista yfir alla þá menn,
er flutt hafa til bæjarins eftir
8. sept. 1941, —- en það eru um
4400 manns, en fjölskyldur og
einstaklingar eru 3323 talsins.
Átti setudómari að athuga
hverjir þeirra liefðu hús-
næði ólöglega í bænum. Af
þeirri rannsókn liefir enginn ár-
angur fengizt ennþá, en annars
var það ætlun okkar i húsnæðis-
nefnd, að koma þeim mönnum,
sem hér hefðu húsnæði ólöglega,
fyrir í sumarbústöðunum, en
láta innanbæjarfólkið sitja fyrir
húsnæðinu í bænum sjálfum. —
En það er nokkurnveginn jafnt
á komið, að enginn árangur hef-
ir fengizt af áðurgreindri rann-
sókn — og sumarbústaðimir
hafa heldur ekki fengizt.
Aðeins herzlumunur.
Annars tel eg, að ef við fáum
20 íbúðir lausar til viðbótar,
muni með því hægl að sverfa
sárasta broddinn, og það sé því
aðeins herzlumunur að málinu
verði bjargað, þannig að fólk
geti við unað, ef það tekur tillit
til erfiðleikanna og gerir ekki
of strangar kröfur. Hinsvegar
ber knýjandi nauðsyn til að
! bjarga fólkinu af íþróttavellin-
! um, og það strax.
Að lokum skal þess gelið, að
í eg hefi skoðað það sem mitt
ldutverk, fyrst og fremst að
bjarga því fólki á einhvern hátt,
sem ekkert þak hafði yfirlhöfuð-
ið, og að öðru leyti með því
að gera lillögur, er miði að því,
að sömu vandræðin endurtaki
sig ekki að hausti komanda.
Meðal þeirra tillagna, sem eg
hefi gert, er að stemma stigu
fyrir frekari flutningum fólks
hingað í bæinn, á meðan bæjar-
húar sjálfir hafa ekki þak yfir
höfuðið.
Annars er það mjög undir
bæjarbúum sjálfum komið,
Iivernig tekst að leysa þessi
miklu og aðkallandi vandamál.
Sýni þeir þegnskap og reyni að
hjálpa af vilja og, mætti, mun
þetta reynast tiltölulega auðvelt
— annars ekki.
Christmas Möller, foringi
danskra íhaldsmanna, hefir ver-
ið á ferðalagi í Bandaríkjunam
í rúman mánuð.
Hann hefir ferðast milli þeirra
borga, þar sem Danir eru fjöl-
mennastir, lialdið þar fyrirlestra
um baráttu Dana heima fyrir
og livatt fólk af dönskum ætt-
um til að leggja fram krafta sína
fyrir sigur bandainanna.
Danska útvarpið í London
skýrði frá því í gær, að Möller
hefði haldið fund í Chicago í
vikulokin og látið svo um mælt
þar, að bandamenn mundu lála
Dani njóta réttlætis við friðar-
samningana.
Samstjórn allra
þingflokkanna
verður ekki
mynduð.
Frá ríkisstjóra hefi Vísi
borizt eftirfarandi tilkynn-
ing:
Nefnd skipuð tveimur
f ulltrúum frá hvorum þing-
flokki, sem sat á rökstólum
undanfarna mánuði út af
nýrri stjórnarmyndun, hef-
ír nú tjáð ríkisstjóra, að hún
telji ekki mögulegt að svo
stöddu að mynda samstjóm
allra flokka.
Ríkisstjóri hafði fund
með f ormönnum allra þing-
flokka í morgun, og eftir ít-
arlegar viðræður um við-
horfið tjáði hann formönn-
um í fundarlok, að eins og
nú væri komið málum
myndi hann reyna aðrar
leiðir til stjómarmyndunar.
gg ÞAÐ BORGAR SIG Qg
gg AÐ AUGLtSA Qg
ffí 1 VISI! gg
Glæsileg jólagjöf.
Glæsilegt úrval nýkomið af
SHEAFFER^
sjálfblekungum og blýöntum í skrautöskjum. — Þeir,
sem ætla að gefa þessa heimsfrægu sjálfblekunga. í
jólagjöf, ættu að kaupa þá nú þegar, áður en jólaösin
bvrjar.
Við höfum nú fullkomnara úrval af SHEAFFER’S
sjálfblekungum og blýöntum en hér hefir sést áður.
Bókaverzlun Slgurðar Kristjánssonar
Bankastræti 3.
Gólfteppi
Vid*höfum nú fengid aftup í fjÖJbreyttu
úrvali ekta handunnin austurlenzk
göifteppi og mottur.
Helgi Magnússon & Co
Hafnarstræti 19