Vísir - 17.12.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 17.12.1942, Blaðsíða 3
V I s I K VÍSIF? DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR HJF. Ritstjórar: Kristján GnSlangsaon, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjnnni. AfgreiSsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1660 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði Laugasala 36 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Viðskipti með sláturaíurðir Gísli Jónsson alþm. flytur þýðtingarmikið frumvarp á Alþingi, er miðar að því að tryggja frekara réttlæti og greiða fyrir viðskiptum með sláturafurðir og ákveða verð- lag á þeim. Er of langt mál að rekja allar þær breytingartillög- ur, er þingmaðurinn ber fram, en veigamesta breytingin er við 3. gr. gildandi laga í þessu efni, en lagt er til að greinin falli í burtu, en önnur komi í staðinn svohljóðandi: „Enginn má slátra sauðfé til sölu, né kaupa fé til slátrunar eða verzla með kjöt af þvi í heildsölu, án leyfis Kjötverð- lagsnefndar. Heimilt skal jxí sauðfjáreigendum, er reykja kjöt á heimilum sínum, að selja það beint til neytenda, enda greiði þeir af þvi verðjöfnunar- gjald um leið og afhending fer fram. Leyfi til slátrunar skal veitt fjTÍr eitt ár í senn og eigi síðar en 15. júlí ár hvert. Leyfi skal veita hverjum þeim aðila, sem fengið hefir verzlunarleyfi, rek- ur útgerð, frystihús eða iðnað jæss eðlis, að honum sé hag- kvæmt að kaupa kjötið beint af framleiðanda, enda uppfylli hann eftirfarandi 6kilyrði.: Edgi sjálfur eða hafi aðgang að sláturhúsi, sem fullnægir á- kvæðum laga um kjötmat o. fl., frá 19. júní 1933, eða eins og þeim kann að verða breytt síð- ar. Eigi sjálfur eða hafi aðgang að frystihúsi, ef kjötið er ætl- að til útflutnings eða til sölu eða notkunar sem fryst kjöt innanlands. Eigi sjálfur eða hafi aðgang að niðursuðuverk- smiðju eða reykhúsi, ef kjötið er ætlað til niðursuðu eða reykingar. Hafi öll skilyrði til þess að salta kjötið til útflutn- ings eða til sölu eða notkunar innanlands, samkvæmt fyrir- mælum um kjötmat og kjöt- verkun á hverjum tíma. Einnig er heimilt að veita slátrunar- leyfi þeim einstaklingum, er vegna sérstakra staðhátta eiga svo örðugt um rekstur eða flutning fjárins til sláturhúss, að illfart sé að dómi nefndar- innai’. 1 greinargerð segir: „Með lögum nr. 2, 9. jan. 1935 um ráðstafanir til þess að greiða fyrir viðskiptum með sláturfjárafurðir og ákveða verðlag á þeim, er sett víðtækari takmörkun um slátrun sauð- fjár og sölu á sláturafurðum en nokkuru sinni fyrr, og miklu víðtækari en holt er, þar sem beint er stefnt að einokun í afurðasölu með 3. gr. laganna. En þar er fyrirskipað, „að leyfi til slátrunar skuli veita lög- skráðum samvinnufélögum, sem nú eru starfandi, svo og þeim samvinnufélögum, sem stofmið kunna að verða á við- skiptasvæði félaga, sem hætta störfum, án ])css að bændur á viðskiptasvæðinu gerist með- Iimir aimara félaga. Þá cr og kjötverðlagsnefnd heimilt að veita sláturleyfi samvírmufólögum bænda, er stofnsett kunna að verða, eftir að lög ]>essi öðlast gildi, á svæði þar sem ekki eru starfandi sam- vinnufélög fyrir, svo og þeim verzlunum öðrum, sem árið 1933 áttu eða starfræktu slátur- hús. Með þessuin ákvæðum er ekki verið að greiða fyrir sölu sláturafurða, eins og þó er inegin tilgangur laganna, held- ur er beinlínis verið að gera það erfiðara að koma fram sem mestri sölu á sem hag- kvæmastan hátt. Tilgangurinn með lögunum, eins og þau eru nú er bersýnilega fyrst og fremst sá, að veita viðskiplum hænda. að ákveðnum verzlunar- fyrirtækjum, alveg án tillits til ]>ess, livort þeim er það ljúft eða leitt, hagkvæmt eða óliag- kvæmt. Það eru hvergi í lögun- um sett nein skilyrði fyrir því að fá sláturleyfi, að viðkomandi aðili uppfylli lágmarkskröfu um aðstöðu til slátrunar, geymslu á kjöti eða meðferð á því, ef um samvinnufélög er að ræða, og þó sýnist svo, að sú krafa ætti að vera fyrsta skilyrði fyrir sláturlejTi. Frumvarpi þvi, sem hér um ræðir, er ætlað að bæta úr þessum ágöllum á gildandi lög- um, og nái það fram að ganga, er meira öryggi fengið um með- ferð sláturafurða, víðtækara sölusvæði og ]xir með mögu- leiki fyrir hæsta verði auk meira frjálsræðis og réttlætis í við- skiptum, en það mun þjóð vorri jafnan hollast. Vetrarhjálpin: Mm \m um mst- urbæinn í kvöld. Skátar fóru um Vesturbæinn í gær í fjársöfnunarerindum fyrir Vetrarhjálpina. Fengu þeir góðar viðtökur hjá fólki og létu flestir eitthvað af hendi rakna. Álls söfnuðust kr. 5869.89, en í fyrra söfnuðust i sömu borgarhverfum nærri helmingi minna, eða tæpar 3000 krónur. í kvöld fara skátarair um Austurbæinn, og þarf ekki að efa að þeim verður þar vel tek- ið, ef að vanda lætur. Sjóður Hakonar konungs. Norska sendiráðið i Reykja- vík hefir fengið eftirfarandi þakkætisskeyti frá Sir George Pensonby féhirði Sjóðs Há- konar Noregskonungs: Hans hátign konungurinn biður mig að flytja ástkærar þakkir fyrir fé það, er hér safn- aðist til sjóðsins, og óskar jafn- framt eftir, að þér tilkynnið öll- um sem hlut eiga að máli, að engin gjöf hafi verið sér kær- komnari Hugsunm um sjóðinn hefir verið konunginum mikil hug- lireysting og styrkur á þessum dapurlegu timum, og það þarf ekki að efa, að sjóðurinn mun koma mörgum til hjúlpar heima í Noregi, þegar þar að kemur. Skemmtifund heldur kvennadeild Slysavarnaié- lags íslands í kvöld kl. 8ý£, í Odd- fellowhúsinu niÖri. Athygli skal vak- in á því, að þeir, sem aÖstoÖuÖu við hlutaveltuna, eru vinsamlegast boðnir. Skemmtiatriði verða ein- söngur og dans. Fjársöfnunarnefnd Blindravinafélagsins óskar þess getið, að allir nefndarmennirnir io taki fúslega á móti framlögum til Blindraheimilisins, og auk þess veitir blaðið fjárframlögum mót- töku. lijörn Pórðarson forsætisráðherra. Björn Ólafsson Einar Arnórsson f jármálaráðherra. dómsmálaráðherra Vilhjálmur Þór atvinnumálaráðherra. Nýja stjórnin mætir á íundi Alþingis Stefna hennar í dýrtíðarmálunum. Hin nýja ríkisstjórn mætti í gær á fundi í ameinuðu Al- þingi, er hófst kl. 1 e. h. Er forseti hafði lesið upp tilkynn- ingu ríkisstjóra varðandi myndun ráðuneytis og verkaskipt- ingu ráðherranna, kvaddi forsætisráðherra, dr. juris Björn Þórðarson, sér hljcðs og flutti stutt ágrip til þingheims, er hér fer á eftir: Herra forseti. Háttvirtu al- þingismenn. Eins og yður er kunnugt, hefir hið háa Alþingi reynt, að því er virðist til þraut- ar sem stendur, að mynda stjórn, er fyrirfram hefði stuðning Alþingis. Með því að þetta hefir ekki tekizt, þá hefir herra ríkisstjórinn farið þá leið, að skipa menn í ráðuneyti án atbeina Alþingis. Nú hefi eg og samstarfsmenn mínir í hinu nýja ráðuneyti tekizt þenna vanda á hendur. Kemur þá væntanlega í Ijós, er ráðuneytið ber fram tillögur til úrlausnar brýnustu vandamálunum, hvort hið háa Alþingi vill vinna með því éða ekki. Ráðuneytið telur það höfuð- verkefni sitt að vinna bug á dýrtíðinni, með því fyrst og fremst að setja skorður við frekari verðbólgu, meðgn leit- azt er við að lækna meinsemd- ina og vinna bug á erfiðleikun- um. Ráðuneytið ætlar sér að vinna að því, að atvinnuvegum lands- manna, sem nú eru margir komnir að stöðvun, verði kom- ið á heilbrigðan grundvöll, svo að útflutningsvörur verði fram- leiddar innan þeirra takmarka, sem sett eru með söhisamning- um vorum, m. a. við Bandarík- in í Norður-Ameríku. Þá verð- ur einnig þegar í stað að gera þær ráðstafanir um innflutn- ingsverzlun landsins, að henni verði komið í það horf, sem skipakostur landsmanna og ó- friðarástandið gerir nauðsyn- legt. Ennfremur ber nauðsyn til, að verðlagseftirlitið verði látið taka til allra vara og gæða, sem seldar eru almenningi, og að tryggja á þeim málum svo ör- ugga og einbeitta framkvæmd sem verða má. Jafnframt verða að sjálfsögðu athuguð ráð til að standast þau útgjöld, sem dýrtíðarráðstafan- irnar hljóta að hafa í för með sér. Ráðuneytið mun kosta kapps um að efla og treysta vináttu við viðskiptaþjóðir vorar. Eins og stendur verður lögð sérstök áherzla á vinsamlega sambúð við Bandaríki Norður-Ameríku og Stóra-Bretland. Ráðuneytið vill eftir föngum vinna að alþjóðar heill. Auðvit- að mun það geta sætt mismun- andi dómum, hvort því tekst að finna réttar leiðir. Ef hinu háa Alþingi og ráðuneytinu tekst að sameina krafta sína til lausnar framangreindum vandamálum, þá vonar ráðu- neytið, að samvinnan verði þjóðinni til hagsmuna. Að Iokum skal þess getið, að fyrirhugað er, að ráðuneytið verði skipað fimm mönnum. En ekki hefir enn unnizt tími til þess að skipa fimmta mann- inn, sem væntanlega fer með félagsmálin. ÍOIafur K. porvarðsooni Þegar mér barst andlátsfregn Ólafs K. Þorvarðssonar, ætlaði eg ekki að trúa að hann væri horfinn fyrir fullt og allt. Eg hafði verið með honum nokk- uru áður og fannst mér hann þá furðu vel frískur, en hann hafði átt um nokkur ár við heilsuleysi að stríða. En það er svo, að maður á verst með að skilja. að þeir, sem manni þykir vænst unn séu horfnir sjónum manns fyrir fullt og allt. lÓlafur Kalstad Þorvarðsson var fæddur 15. jan. 1911 liér í Reykjavík, og varð þannig rétt um 32 ára gamall. Foreldrar hans voru Þorvarður heitinn Þorvarðarson, prentsmiðju- sljóri, og frú Gróa Bjarnadóttir, sem lifir enn, og hefir hún átt að sjá á bak, nú á fáum árum, elskulegum eiginmanni og mörgum sonum, en kjarkurinn og trúin hefir lijálpað þessari góðu og fórnfúsu konu yfir svo margt, þrátt yrir stöðug veik- indi hennar. Ólafur var maður bráð- þroska. Mér er það sérstaldega lcunnugt, þar sem segja má aö eg hafi þekkt liánn frá barn- æsku hans. Hann byrjaði ungur verzlunarstörf hjá Halldóri Gunnarssyni hér í hæ, og var þar í nokkur ár, við prýðilegan orð- stir. Síðan fór hann þaðan til að fullkomna sig í verzlunar- störfum og sigldi til Englands, fór á Pittmann College í London og var þar í allt að því 2 ár, köm síðan heim, og lióf skömmu síðar verzlun fyrir eig- in reikning. Árið 1934 var honum, veitt Sundhallarforstjórastarfiö, sem hann þá fékk í samkeppni viA margan góðan og nýtan dreng, en eg held að mér sé óhætt að fullyrða, án þess að ganga á hlut nokkurs annars, að þar var valinn virkilega réttur maður á réttan stað. Þetta kom mér ekki á óvart, þar eð eg þekkti manninn, því mér er óhætt að fullyrða, að slíkan dreng, ung- ling og uppkominn mann sem (Ólaf K. Þorvarösson, ér virki- lega vandfundinn. Ái’veknin, dugnaðurinn, krafturmn og samvi^kusemin í einu og öllu, sem hann tók sér fyrir, var al- veg sérstakt; hann unni sér aldrei hvildar, ef eitthvað var ógert. Áður en hann tók við Sund- höllinni sigldi hann til Dan- merkur og Þýzkalands, til að kynnast rekstri sundhalla þar, enda mörgu breytt í Sund- höllinni hér eftir lieimkomu hans. Sem íþróttafrömuður hér í bænurn átti hann mjög langt starf; hann fetaði þar í fótspor bróöur síns, Kjartans heitins, fornvinar míns, sem liann dáði mjög. Frá þvi á unga aldri var hann í knattspyrnufélaginu Fram. Var liann oft og einatt atorku- samastur allra í þeirri félgs- starfsemi. Hann lék með félag- inu í fjölda mörg ár, í öllum I flokkum þess, og var ávallt emn j með allra beztu leikmönnum, ! lengst af sem bakvörður. í stjórn þess var hann í fjölda ára og sem formaður þess í 5 ár, og má segja, að þá er Fram átti sín erfiðustu tímamót, þá kom Ól- afur einmitt sem bjargvættur þess, og reyndist með sínum sér- staka dugnaði aöal kraftur- inn að koma því á fót á ný. Er alveg óhætt að segja, að félagiö á hér á bak að sjá einum af sín- um allra nýtustu mönnum, þvi áhuginn fyrir félaginu var svo mikill, að þá er liann varð að hætta að leika með því, gerðist hann þjálfari þess, og fórst lion- um það með ágætum, eins og allt, sem liann fékkst við. En þetta vdrtist ekki vera nægilegur vettvangur fyrir starfsemi þessa duglega unga manns. Hann var mjög áhuga- samur um stjórnmál, og var í fulltrúaráði Sjálfslæðisfé- laganna í nokkur ár, og var síðastliðinn vetur kosinn í stjórn Varðarfélagsins. Kvæntur var ólafur eftirlif- andi konu sinni, Sigríði Klemr entsdóttur, ættaðri frá Húsavík, liinni ágætustu konu, sem var samhent manni sínum í öllu, sem hann tók sér fyrir. Er nú mjög sár harmur kveðinn að henni, sem von er, því ágætara og fegurra heimilislíf var vart hægt að hugsa sér en heimilis- líf þeirra. Þeim varð ekki barna auðið. Fyrir okkur, sem þekktum Ólaf hezt, verður sárast að missa hann héðan svo ungan, því að eignast svo góðan og fölskvalausan félaga sem hann, með jafn einlæga hreinskilni og staðfast drenglyndi, er fyrir okkur, sem efth’ lifum, lær- dómur sem ekki er hægt að meta að verðleikum. Eg veit að ástvinir hans, ald- urhnigin móðir, ástkær eigin- kona og hjartkær systkini eiga um mjög sárt að binda að sjá slíkum elskulegum ástvini á bak, en þó eru minningarnar, — já, minningarnar, sem allar eru á einn veg — eftir, sem fylla mjög upp í skarðið. Stefán A. Pálsson. GORMAR til að ná stíflu úr vöskum og skolppípum, nýkomnir. Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19. Ralniaðnsperor 15—200 watt glærar mattar dagsljósa. Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19. Baðmottur í mörgnm stærðum, nýkomnar. Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19. Speglar í baðherbergi og forstofur. Margar gerðir. Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19. co o CSI VISIR ¥a§aljó§ í ágætu úrvali nýkomin Veiðarfærarverzlunin Cíeysir Höfum fengið aftur fjölbreytt úrval af LALEEK SNYRTIVÖRUM frn ADELAID GREY, Bond Street, London. Sig. Arnalds UMB. & HEILDVERZUN. Skrifstofupláss 3—1 herbergi, til leigu við eina af aðalgötum bæjarins. Tilboð, merkt: „Áramót ’42—3“ sendist Vísi fyrir annað kvöld. Bílstjori með meira prófi, óskar eftir akstri á góðum bil. Tilboð, merkt: „Bílstjóri — 1942“, sendist afgr. Vísis fyrir 20. þ. m. — Herra frakkar Skyrtur Bindi Hanzkar. UH^ílJR (horninu á Grettisgötu og Barónsstíg). Nýlegur fólksbíll til sölu strax, til sýnis á Hverfisgötu 35 í dag frá kl^ 4—8. ía? CX? ííy CX? xXy gg ÞAÐ BORGAR SIG Qg gg AÐ AUGLÝSA I VISI! »Gamalla kloma au^iiii« ILMVÖTN HÁRVÖTN Vinsælar og hentugar jólagjafir. Verð við flestra hæfi. Fást í smásölu í fjölmörgum verzlunum. Einkasala til verzlana og rakara hjá Afengfiivenloii ríkisini Jolaklað Vísls er komið út Það er 68 síður að stærð í litprentaðri kápu með fjölda ágætra greina, sagna og kvæða og prýtt fjölda mynda. EFNI: Gleðileg jól (jólahugvek ja eftir sr. Jón Thorarensen). Jólakort frá 1910 (kvæði, eftir Guðm. Böðvarsson). Jón Engilberts (Gunnlaugur Scheving). Æfintýri Kristófers Kolumbusar (F. Matania). Kvæði (Gísli H. Erlendsson). Gróði (Þórir Bergsson). Sætaskipun fyrr á tímum (Kristleifur Þorsteinsson). Fiðla sem fælist Iiljóðnema (Hallgr. Helgason). Yfir Vatnajökul þveran (Héðinn). Á drekaveiðum í Mexikó (Daníel P. Mannix). Minningar frá Noregi (Þorsteinn Þ. Víglundsson). Jól úti í hafsauga (Theodór Árnason). Enginn friður (Pearl S. Buck). Á úthafsöldum (Guðm. K. Eiríksson). Auk þessa harnasíða, kvennasíða, allsk. þrautir o. fl. Flestar bækur, sem nú koma út og eru á stærð við Jólablað Vísis, kosta 50—100 krónur — en Jólablaðið kostar aðeins fimm krónur. Kaupið Jólablað Vísis í dag. — Á morgun er það ef til vill of seint. JÓLABLAÐIÐ verður borið til kaupenda um helgina. ATH: Á undanförnum árum liafa Jólablöð Vísis selzt upp á örskömmum tíma, og eru nú ófáanleg með öllu. — SLÍK ER EFTIRSPURNIN. fréffír I.O.O.F- 5 = 12412178 ‘/2= EUilaunum og örorkubótuni hefir nú verið úthlutað í HafnarfirÖi. Alls var út- hlutað kr. 278.105,00, til 303 manns. Skátar og skátastúlkur úr öllum deildum, mætið í Varð- arhúsinu í kvöld kl. 7—8. Verið vel búin. Úlvarpið í dag. 18/30 Dönskukennsla, 1. fl. 19.00 Enskukennsla, 2. fl. 20.25 Útvarps- hljómsveitin: a) Lagaflokkur eftir Grieg. h) Síðasta ferðin eftir Al- næs. c) Fest-Polonaise eftir Svend- sen. 20.55 Minnisverð tíðindi (Axel Thorsteinson). 21.15 Hljómplöt- ur: Söngvar úr óperum. 21.35 Spurningar og svör um íslenzkt mál (Björn Sigfússon magister). Næturlæknir. Pétur Jakobsson, Rauðarárstíg 32, sími 2735. Næturv. í Reykja- vikur apóteki. Tjarnarbíó sýnir nú myndina Mowgli, í eðli- legum litum, eftir hinni heimsfrægu hók Kiplings, The Jungle Book. Að- alhlutverkið, drenginn, sem ólst upp með úlfunum, leikur Indverj- inn Sabu. Myndin var sýnd 1. des. til ágóða fyrir stúdentagarðinn, með hækkuðu verði, en nú verður venju- legt aðgöngumiðaverð. Sextug er í dag, 17. des., frú Elínborg Jónsdóttir, Langeyrarveg 14, Hafn- arfirði. Jörð, 4. hefti 3. árg., flytur þetta efni: Björn O. Björnsson: Á uppboði (sjálfstæðið og „flokkarnir"). Eze- qiel Padilla: Fullveldi og friður (þýdd grein). Ritstj.: Skip eða skattar. S. E. Vignir: Jóhannes Sveinsson Kjarval (myndaflokkur). Pearl S. Buck: Viðsjár (stutt saga). Bandaríkin og frelsi hinna minni þjóða (þýdd grein). X og ritstj.: Bókagreinar. Louis R. Franck: Samvinna Frakka við Þjóðverja (þýdd grein). Victor Vende: Andi mótspyrnunnar í Frakklandi (þýdd grein). Maurice P. Zuber: Nazist- ar í ElsassiLothringen (þýdd gr.). Pétur Sigurgeirsson: Pétur Haf- liðason Afríkufari. Kviðlingar. Ritstj.: Hedda Gabbler og frú Gerd Grieg. Björn O. Björnsson: „Bók- stafurinn og andinn“. Gretar Fells: Algyðistrú og sérgæðistrú. B.O.B.: Lokaorð. Nýtt kvennablað, 3. bls. 3. árg. flytur m.a.: Illa fór (G. St.). Sigríður Björnsdótt- ir (Minningagrein). Molar úr sveit- inni (viðtal). Að læra utanbókar (þýtt). Þórunn Ríchardsdóttir (af- mælisgrein), Arfurinn (J.J.G.). Nöfn og ónefni (G. St.). Hver hlut- ur á sínum stað, Veturnætur (Sig- urbj. Hjálmarsdóttir). Til Huldu (Sigríður Stefánsdóttir), Hedda Gabler, Kossinn (þýtt). Úr ýmsum áttum, Eflið islenzkan ullariðnað. Herópið, jólablað 1942, 'flytur: Jólagleði (Svava Gísladóttir), Útskúfaður (Hilda Kjæring), Fagnaðarerindið i dag (Elenor Roosevelt). Við skul- um fara rakleitt (George Carpent- er), Fyrstu jól lautenantsins við flokkinn (Ivar Nybráten), Þú skalt öðlast himneska gleði (K.S.), Jóla- steinninn, Fagna þú veröld (Bjarni Þóroddsson). Jólablað Vikunnar kom út í morgun, fjölbreytt- ara en þa^yiefir verið nokkru sinni fyrr. Forsíðumyndin er úr Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Efni m. a.: Jólin — hátíð barnanna eftir Þor- stéin L. Jónsson, Aðfangadagskvöld jóla eftir Stefán frá Hvítadal, Bein- ingamaður biskups, fræg saga eftir Stephen Vincent Benét, Marteinn Lúther eftir séra Sigurbjörn Ein- arsson, Fyrir handan höf, ástarsaga úr fyrri heimsstyrjöldinni, Ferð til Ceylon, með tuttugu myndum. En sú grein, sem líklega mun vekja mesta eftirtekt af jolaefni Vikunn- ar að þessu sinni, er eftir Árna tón- skáld Thorsteinson. Heitir greinin ,,t söngfélögum er gott og gaman að vera“, og eru í henni margar myndir af gönilum söngkórum. Auk þessa eru i Jólahla'ðinu margar sög- ur og greinar og fjöldi mynda. Bezt að anglýsa í Vísl. Okkur lantar börn til að bera blafi.6 til kaupenda. i Nogamýri Talið við afgreíið«luna. DAGBLAÐIÐ IR SIMON- snyrtivörur eru nú komnar aftuf. Heildsöíubirgðir: Ewald Bernd§en «& Uo. Bankastræti 7. — Sími 5743. Renningar á grólf ©g* stigra (©kaupfélaqiá Bazúsastræti 2 Húsmæður! Sparið yður tima i jólaönnunum með þvi að nota IBllEfi’S RICE KRISPIES og CORN FLAKES. Fæst i næstu verzlun. H. Benediktsson & Co. Sími 1228. — Reykjavík. Kvennadeild Slysavarnafélags íslands, Reykjaviik. Skemmtifundur fimmtudag 17. des. (i kvöld) kl. 8y2 i OddíeUowhúsinu niðri. Einsöngur—Dans Allir þeir, sem aðstoðuðu við lilutaveltuna, eru vinsamlegast hoðnir á skemmtunina. STJÓRNIN. Ánægjan bókstaflega geislar aí þeim, se m keypti í jólagjöí Anda s\ konunni sinni e ða \ unnustu. Mj«I í Taii og; Töluv Lækjargötu 4 Nytsamar jóiagjafir ættu allir að kaupa skapa tvöfalda ánægju.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.