Vísir - 20.01.1943, Blaðsíða 3
V 1 S l K
VÍSIR
DAGBLAÐ
( tjjefandi.
BLAÐAÚTíiÁFAN VÍSIR H.F.
Ri^tjórar: , KriHtján Guðlaugaaon,
a' ’ ** Heisteinn Pálsson.
Skrifstofa: Felagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Simar: 1 6 6 0 (fimm línur).
VerS kr. t.00 á mánuði
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Nýr skemmti-
ferðasjóður.
FRUMVARP til laga unt or-
lof liggur nú fyrir Alþingi,
og er þegár komið nokkuð á
veg í efri deild. Frumvarp þelta
miðar áð þvi að ákveðið skuli
með lögum að launþegar skuli
fá jáfflmarga orlofsdága á ári
og þeir liafa unnið marga mán-
uði fyrirfarandi ár. Þá er enn-
fremur svo'ákveðið að til manna
er lausavinnu stunda skuli
greidd 4% af kaupi þeirra í or-
lofsfé, en fastráðnir menn skuli
halda fullu kaupi í orlofinu. Þá
ef að lokum ákveðið að oriofsfc
skuli aðeins greitt af dagkaupi,
en hvorki eftirviiniu né helgi-
dagavinna; Óþarfi er að laka
það fram, að . með frumvarpi
þessu eru auknar skyldur lagða'r
atvinnurekendum á herðar í
löggjöfinni, þótt í framkvæmd
hafi það verið svo að fastir
starfsmenn liafa fengið orlof á
sumrúm og haidið fullu kaupi
þann tíma. Hinsvegar er það ný-
mæli að orlofsfé skuli greitt til
lausamanna, er miðast skuli við
ákveðna hundraðstölu af kau]>-
gjaldi, en það sýnist ekki vera
ósanngjarnt eðli málsins sain-
kvæmt.
Við aðra umræðu málsins í
efri deild bar Hermann Jónas-
son fram viðaukatillogu, sem
beinir málinu inn á nýjar hraut-
ir. Er tillaga hans svohljóðandi:
„Ríkissjóður greiði árlega fjár-
hæð, er nemur 10 af hundraði
af útborguðum jarðræktarstyrk
það ár. Fjárhæð þessari skal
variðjil að stýrkja kynnisferðir
sveitafólks. Búnaðarfélag ís-
, lands skal skipta styrk þessum
milli búnaðarsambanda lands-
ins, aðallega með hliðsjón af
tölu býla á sambandssvæðun-
um. Búnaðarfélag íslands getur
sett nánari reglur um notkun
fjárins, er ráðherra staðfestir“.
Svo virðist, sem Hermann
Jónasson dragi hér skýrar
markalínur millum bænda og
annara atvinnurekenda. í frum-
varpinu um orlof er óvenjuleg
greiðsluskylda lögð atvinnurek-
endum á herðar, en í viðauka-
tillögunni er ríkissjóði ætlað að
hlaupa undir bagga með húend-
um og kosta að einhverju leyti
eða öllu skemmtiferðir eða
kynnisferðir þeirra. Til þessa
munu kaupfélög í sveitum
landsins hafa sumpart haft for-
ystu um, en sumparl stuðlað að
slíkum skemmtiferðum,/og get-
ur það ,á engan háft talist óeðli-
’legt, þar eð samvinnufélög
bændanna eiga þar hlut að máli,
enda litt tilfinnanlegt fyrir þau
að leggja til bifreiðir eða greiða
einhvern styrk til slíkra ferða.
Ef horfið væri að ráði Her-
manns Jónassonar, þannig að
ríkissjóður tæki á sig ákveðna
greiðsluskyldu vegna skemmti-
ferða búenda, liggur i augum
uppi að verkalýðsfélög og önn-
ur liagsmunasamtök stéttanna í
landinu myndu krefjast liins
sama af rikissjóði, þ. e. styrks
til skemmtiferða auk fríðinda
frá hendi atvinnurekenda, og
myndu þá flestir telja að Al-
þingi hefði leitað út á Iireina
glapstigu í þessum efnum. Auk
þess, sem tillagan kann að létta
sáralítilfjörlegum útgjöldum af
kaupfélögunum, sýnist íyrir
flutningsmanni vaka að ríkið
hefji frekari afskipti af almenn-
ingi, en tíðkast hefir á Norður-
löndum til þessa. Sú stefna liefir
verið uppi í Þýzkalandi, Rúss-
landi og e. t. v. fleirum einræð-
islöndum að ekki séu óeðlileg
slík afskipti hins opinbera. Fá
verkamenn í Rússlandi þannig
að dvelja í sumarleyfum sínum
suður við Svartahaf, einkum
þeir, sem fram úr slcara í af-
köstum við opinbera starfsemi,
og „Hitleræskan“ eyðir sumar-
leyfum sínum á skipulagðan
hátt, enda inna þær af hendi
þegnskylduvinnu fyrir þýzka
ríkið. Tillaga flutningsmanns
virðist bvggjast á þessum fyrir-
myndum, þótt hinsvegar verði
að viðurkenna að óljós sé sam-
anburðurinn hér í millum, - svo
óljós að um meinloku eina virð-
ist vera að ræða hjá flutnings-
manni og algjöran misskilning
á vilja og hagsmunum bænda-
stéttarinnar.
Við umræður málsins vakli
einn Framsóknarmaður athygli
á því að aðstaða sveitakvenna
væri að mörgu leyti erfið, þann-
ig að ástæða væri lil að greiða
ur fyrir þeim. Þetta er rétt, en
það á ekki að gera á þennan
hátt. í sveitum landsins starfa
kvenfélög og sambönd slíkra fé-
Iaga. Starf þeirra er margvísleg-
um erfiðleikum háð, en þrátt
fyrir það hafa félög þessi margt
sér til ágætis, og hafa hrundið
ýmsum þrifamálum i fram-
kvæmd. Væri ekki úr vegi að
hið opinbera styrki samtök
þessi með fjárframlögum og
byggðist það á þvi tvennu að
lekið væri tillit til hinnar erf-
iðu aðstöðu til félagsstarfa1 i
sveitum og jafnframt viður-
kenningu til kvennanna fyrir á-
huga þeirra og afköst. Réðu
kvenfélögin sjálf á hvern veg
þau verðu styrk þessum, en hið
opinbera forðaðist alla íhlutun
þar um.
Vel kann svo að fara að rikið
láti frekar til sín taka um upp-
eldis- og heilbrigðismál en
liingað til, en á þessu stigi máls-
ins er eklci tímabært að ríkis-
sjóður kasti fé i eina stétt til
skemmtiferða. Ef breyting á að
verða í þessu efni, hlýtur hún'
að ná til þjóðarinnar allra, og
beinast að því að auka heil-
brigði og starfsþrótt æskunnar
í landinu sérsíaklega, og þá
einnig alls almennings, og getur
vel verið að eittlivað megi læra
af eriendum fyrirmyndum í þvi
efni síðar, þótt þáð sé allsendis
óvist og máslce litt samrýman-
legt lýðræði því, sem þjóðin býr
við nú og ber að efla á allan veg
í framtíðinni. Virðist fráleitt að
hefja starfsemina með þvi að
gera rikissjóð að skemmtiferða-
sjóð á þann veg, sem flutnings-
maður hugsar sér að gera.
Bændur sjálfir munu enga þökk
kunna honum fyrir það, og Al-
þingi ber að forðast slíkar hug-
myndir í lengstu lög.
Skákþingið:
5. umferð tefid í gæz.
Fimmta umferð Skákþings-
ins fór fram í gærkveldi.
Lírslit urðu sem hér segir:
Hafsteinn Gíslason vann Sig-
urð Gissurarson, Magnús G.
Jónssón vann Sturlu Pétursson,
Pétur Guðmundsson vann Áka
Pétursson, Árni Snævarr vann
Guðmund S. Guðmundsson,
Baldur Möller gerði jafntefli
við Benedikt Jóhannesson, og
hjá Óla Valdimars og Stein-
grími Guðmundssyni varð bið-
skák.
í fyrsta flokki urðu allar skák-
irnar biðtefli.
í kvöld verða biðskákir tefld-
ar.
15.000 kr. í verðlaun fyrir
uppdrátt að Neskirkju.
Þrenn verðlaun verða veitt, 7, 5 og 3 þús.
kr. og sá sem hlýtur 1. verðlaun fær
að byggja kirkjuna
irkjubyggingar- og sóknarnefnd Nessóknar hér í
Reykjavík hefir ákveðið að efna til samkeppni
um teikningu að kirkjubyggingu fyrir söf nuðinn, með-
al allra húsameistara landsins.
Hefir útboð þegar farið fram og er lieitið þrennum
verðlaunum fyrir beztu uppdrætti, að upphæð 7000 kr.,
5000 kr. og 3000 kr. og frestur gefinn til naístu ára-
móta. Og fyrirheit um það, að sá er hreppir 1. verðlaun
hyggir kirkjuna.
Kirkjunni er ætlaður staður
1 Einarsstaðalandi og hefir
henni þegar verið ætlað þar um
2 hektara stór landspilda, af
hálfu bæjaryfirvaldanna. I
skipulagi bæjarins er fyrirhug-
að að byggja barnaskólahús
fyrir Vesturbæinn í námunda
við kirkjuna, en þaðan er svo
ákveðið að leggja breiðan veg
út á Seltjarnarnes.
Á landrými því, sem kirkj-
unni er ætlað, er fyrirhugað að
reisa prestssetur, hús kirkju-
varðar og jafnvel hús fyrir
kristilega æskulýðsstarfsemi, er
fram í sækir. Þess er æskt að
húsameistararnir geri tillögur
um fyrirkomulag á lóðinni.
Staðurinn sem kirkjunni er
ætlaður, stendur hátt, og turn
hennar mun koma til með að
snúa fram að sjó (Skerjafirði).
Sóknarnefnd Nessóknar liefir
snúið sér til próf. Alexanders
Jóhannessonar og beðið hann
að gerast formaður hygginga-
nefndar. Hefir hann orðið við
þeim tilmælum, en með honum
eiga sæti í nefndinni þeir síra
Jón Thorarensen ritari, Siguv-
jón Pétursson framkvæmdar-
stjóri Víðimel 47, gjaldkeri,
Björn Ólafs Mýrarhúsum og
Sigurður Jónsson, skólastjóri,
sem jafnframt er formaður
sóknarnefndar.
Byggingarnefndin og sókn-
arnefndin hafa haldið undirbún-
ingsfundi þar sem biskupinn
jJir íslandi liefir einnig mætt,
og varð þar að samkoinulagi,
að efna til samkeppni milli
allra liúsameistara landsins.
Hefir slikt útboð þegar farið
fram, og er heitið þrennum
verðlaunum fyrir beztu upp-
drætti. Eru þau samtals 15 þús.
kr. að upphæð, er skiptast i
7000, 5000 og 3000 krónur.
Frestur til að slcila uppdráttum
er gefinn til næstu áramóta.
I útboðslýsingu er gert ráð
fyrir 450 sætum á kirkjugólfi
og plássi í vesturenda kirkjunn-
ar fyrir allt að 40 manna kór.
í kjallara kirkjunnar er gerl
ráð fyrir kapellu með 150 sæt-
um, sem liugsað er að nota
við giftingar, undirbúning
fermingarbarna og fyrir sam-
komur. Þá er gert ráð fyrir
kaffi- og lesstofu, bókasafni og
tilheyrandi herbergjum fyrir
kristilega starfsemi. Hreinlætis-
klefi og fatageymsla fyrir
. kirkjugesti verður í kjallara. Þá
’ er einnig gert ráð fyrir líkhúsi,
1 útbúið til þess að varðveila lik
á meðan þau standa uppi.
! Kirkjunni hafa að undan-
förnu borist margar gjafir og
! góðar og eru nú í kirkjubygg-
j ingarsjóði kr. 30.000, að við-
bættu framlagi ríkissjóðs 67.000
kr. Samtals um 100 þús. kr.
Kvenfélag Nessafnaðar efndi
til hlulaveltu fyrr skemmstu og
áskotnuðust kirkjubygging-
unni þar um 7000 krónur.
Sainkyæmt lauslegri áætlun
hefir verið gert ráð fyrir að
kirkjubýggingin kæmi til með
að kosta 5—600 þús. krónur.
Fpú
Guðrún J. Briem
Frú Guðrún Jónsdóttir Briem,
ekkja Eggerts Briems hæsta-
réttardómara, andaðist 10. þ.
m., eins og frá hefir verið skýrt
í blöðum. Hún var fædd á Auð-
kúlu í Húnavatnssýslu 11. maí
1869 og voru foreldrar liennar
Jón prófastur Þórðarson (f.
1826, d. 1885), prestur á Auð-
lcúlu frá 1856 iil dánardægurs,
og kona lians Sigríður ?7iríks-
dóttir Sverrissonar, sýslumanns
i Rangárþingi.
Foreldrar Jóns prófasts á
Auðkúlu voru þau Þórður
preslur Árnason í Klausturhól-
um, síðast að Mosfelli i Mos-
fellssveit, og Guðný Magnús-
dóttir. Árni, faðir síra Þórðar,
var prestur að Hofi á Skaga-
strönd, og voru foreldrar hans
Illugi prestur Halldórsson á
Húsafelli, bróðir Bjarna sýslu-
manns á Þingeyrum, og kona
hans Sigríður Jónsdóttir Steins-
sonar, biskups á Hólum. —
Kona Eiríks sýslumanns Svérr-
issonar var Kristín Ingvarsdótt-
ir, bónda Magnússonar á Skarði
á Landi, og konu hans Ingi-
&&**<■ * ' 'ýW&') -
hjargar Eiríksdóttur frá Bol-
holti. Önnur börn Eiríks sýslu-
manns Sverrissouar, sem mér
er kunnugl um, voru þau Sig-
urður sýslumaður í Stranda-
sýslu (d. 1899) og frú Ingibjörg
kona Eggerts Briems (d. 1894)
sýslumanns Skagfirðinga. Þau
frú Guðrún og Eggerl Briem
hæstaréttardómari voru þvi
systrabörn.
Frú Guðrún J. Briem var 16
ára þegar liún missti föður sinn.
Síra Jón prófastur var talinn
merkisklerkur, góðgjarn og
traustur i skapi, vinsæll meðal
sóknarbarna sinna, ágætur bú-
höldur. Eftir lát hans fluttist
frú Sigríður með börnum sín-
um að Litladal, en sá bær er
skammt frá Auðkúlu. Voru
börn þeirra prófastshjónanna
öll hin efnilegustu og vel gefin.
Þótti brátt koma í Ijós, er Guð-
rún stálpaðist, að hún mundi
prýðilegum gáfum gædd og
námfús. Dvaldist liún nú um
hríð við nám í Reykjavík, en fór
siðan tvivegis til Danmerkur til
frekari menntunar. Þegar frú
Elin Briem lét af stjóni kvenna-
skólans á Ytri-Ey, vorið 1895,
var Guðrún kjörin forstöðu-
kona skólans. Hafði EJín Briem
stjórnað skólanum af miklum
skörungsskap frá upphafi, mik-
illi ráðdeild og reglusemi og
var ekki vandalaust að setjast í
sæti hennar. En hinni ungu for-
stöðukonu tólcst svo vel skóla-
stjórnin, að engra hreytinga
þótti gæta frá því sem verið
hafði í tíð Elínar. Varð hún
brátt mjög ástsæl af nem-
öndum og mikils metin af stjórn
skólans.
Eftir þriggja ára skólastjórn,
vorið 1898, sagði liún starfi sínu
lausu og giftist þá um sumar-
ið, hinn 30. dag ágústmánaðar,
frænda sínum Eggerti Briem,
er skipaður hafði verið sýslu-
maður í Skagafjarðarsýslu
haustinu áður. Bjuggu þau nú
á Sauðárkróki til 1904, en þá
var Eggert sýslumaður skipaður
skrifstofustjóri í stjórnarráðinu.
liftir það dvöldust þau í Reykja-
vík til æviloka. Eggert Briem
andaðist sumarið 1936. Ilann
var afbragðsmaður, skarpvitur
og drengur hinn bezti, mikill
Iagamaður, glöggskyggn og á-
gætur dómari. Þeim varð
tveggja harna auðið og eru hæði
á lífi: ungfrú Sigríður, kennslu-
icona, er dvalizt hefir í foreldra-
húsum, og Gunnlaugur, lög-
fræðingur, kvæntur Þóru Garð-
arsdóttur, stórkaupmanns Gísla-
sonar.
Frú Guðrún .1. Briem. var ó-
venjulega áhugasöm kona og
þó einkanlega um allt jiað, er
varðaði menntun og menningu
kvenna. Hún var talin afhragðs
kennari og liefir vafalaust haft
yndi af því alla ævi að fræða og
leiðbeina. Hún lét og liknarstarf-
semi mjög til sín taka, sat t. d.
í stjórn Hjúkrunarfélagsins
Líknar frá 1926 lil æviloka, og
mun hafa verið gjaldkeri fclags-
ins alla tíð. Hún álli sæti í stjórn
kvennaskólans í Reykjavík um
35 ára skeið, síðan 1907, og hefir
unnið jiar mikið og nytsam.i
varlc. Og margt fleira hefir hún
slarfað í jiágu kvenmenntunar
hér á landi, en mig brestur kunn-
ugleik til að fara nánar úl í jiær
sakir. Má og gera ráð fyrir, að
þeir, er betur vila, skrifi um ]>au
efni til nokkurrar hlítar. En eitl
get eg fullyrt: Áliugi hennar á
jiessum málum dvínaði ekki
með aldrinum. Hann var alll af
sívakandi. Hún vildi ekki sætta
sig við, að konur stæði körlum
að liaki um almenna menntun.
Og hún barðisl fyrir áhugamál-
um sínum af mikilli trú-
mennsku. Ilún skrifaði noklcuð
iim þau í blöð, en hinn munnlegi
fíutningur hennar við ráðamenn
þjóðarinnar mun j>ó ekki síður
Nýkomið
frá
Bandaríkjunum
Glervara:
Ávaxtasett
Ölsett
öskubakkar
Kökudiskar
Blómavasar
Rjómakönnur
Sykurkör
Vatnsglös
Smjörkúpur
Sítrónupressur
Kertastjakar
Sal't- og piparbyssur
Glerhnífar
Bimborg
Laugavegi 44. — Sími 2527.
með
Plastic-
merkismiðum
Hamborg
Laugavegi 44. — Sími 2527.
Iiafa liaft áhrif. Ilún var ágæt-
lega máli farin, ýtin í sókn og
íökvís, varaðist ofurkapp. Eg
Íieyrði liana einu sinni halda tölu
í samkvæmi. Það var á Blöndu-
ósi (1939) á sextíu ára afmælis-
hátíð kvennaskóla Húnvetninga.
Ræðan var ekki löng, en svo yl-
rik og fögur og rökvísleg og
flult af svo miklu yfirlætisleysi,
að eg man hana enn. Mér fannst
j>á og finnst enn, að slik lcona
mundi sóma sér vel í þingsölum
og geta orðið öðrum til fyrir-
myndar.
Frú Guðrún var listhneigð
lcona og ljóðelsk, las mjög fagr-
ar bókmenntir, kunni itukið af
kvæðum höfuðskálda. Mun liún
hafa tekið Jónas og Matthías
fram yfir öll önnur hérlend
skáld, enda voru þeir báðir fá-
gætir snillingar. Hefir sira Matt-
hías ort kvæði um ömmu henn-
ar látna, Kristínu Ingvarsdótt-
ur frá Skarði, mikla afbragðs-
konu. Þólti frú Guðrúnu vænl
um j>að kvæði, enda er j>að fall-
egt. En vænst mun henni liafa
Jiótt um síðasta erindið. Hún var
einlæg trúkona alla ævi og fann
enga huggun í hinni „vonar-
snauðu vizku“. Síðasta erindið
er á þessa leið:
Móður sinnar
á morgni lífs
barn er brjóstmylkingur;
en í vetrar-hríð
vaxinnar ævi
gefst elcki skjól nema Guð.
Frú Guðrún J. Briem var frið
sýnum og tiguleg i framkomu,
höfðingi í sjón og raun, prýði-
legum gáfum gædd, vinfösl og
trygglynd, ágæt húsfreyja, eig-
inkona og móðir. Hún hélt sér
vel fram á sjötugsaldur, en eftir
lát manns síns fór hún að láta
nokkuð á sjá. Þegar hann var
farinn mun lienni hafa fundizt
allt óyndislegra, — „allt auðara,
alll snauðara“. Síðasta árið átti
hún við sífellda vanheilsu að.
húa og lá oftlega sárþjáð. Hún
vissi að hverju fór og heið von-
glöð hinna miklu umskipta.
Páll Steingrímsson.
V I S I R
Guðrú > Guðl»ii««idottir:
Dómarnir um Hallgrímskirkju fyr og nú.
Til byggingap hliðarálmu þyríti álika mikið skilrúm
og i venjuiegt tveqgja hæða hús,
i
Kvenfélag Hallgrímskirkjusafnaðar hefir unnið af miklum
dugnaði að fjársöfnun til kirkjubyggingarinnar, og aflað
kirkjunni loforða um ýmsa verðmæta gripi auk þess. Konur
hafa ekki lekið opinberlega þátt í umræðum varðandi kirkju-
bygginguna, en eftirfarandi grein hefir Vísi borizt, þar sem
frú Guðrún Guðlaugsdóttir, sem á sæti í byggingamefndinni,
gerir grein fyrir afstöðu sinni og vafalaust fleiri húsmæðra.
uppkveikja
og eldiviður til sölu. — UppL
í síma 5058.
Þegar prestskosningarnar fóru
fram 15. des. 1940 virtist gæta
inikils áhuga i trúmálum og
menn hugðu, að skipting presta-
kallanna myndi hafa betrandi
og örfandi áhrif á starf kirkju-
mála og kristindóms. Hallgrims-
kirkja var j>á efst í hugum allra,
sem til sín létu heyra og var
j>að að vonum. Minningin, sem
sú kirkja á að rísa upp af er
sannarlega þess verð, að ekki
einungis Reykvíkingar, heldur
öll þjóðin sem heild krefjist
j>ess, að byggingunni verði
hraðað sem mest. Ekki sízt á
j>jóðin sem heild að rísa upp á
móti þeim kreddum, sem upp
virðast vera komnar vegna
væntanlegs útlits kirkjunnar (þ.
e. líkan próf. Guðjóns Samúels-
sonar).
Eins og flestum er kunnugt
fór fram samkeppni um upp-
drátt að væntanlegri Hallgríms-
kirkju fyrir 8—10 árum síðan,
en nefnd sú er f jallaði um miál-
ið gat ekki sætt sig við neinn af
þeim uppdráttUm, er lienni bár-
ust. Þessu næst fór sóknar-
nefnd Dómkirkjunnar þess á
leit við ríkisstjórnina, að próf.
Guðjón Samúelsson, liúsameist-
ari ríkisins yrði fenginn til þess
að gera uppdrátt að kirkjunni.
Ríkisstjórnin tók vel þessari
málaleitan, og vann svo húsa-
meistari ríksins að þessu verki i
3 ár. Kirkjulíkanið var síðan til
sýnis fyrir almenning i júni s. 1.
sumar. Fjöldi manna og kvenna
staðnæmdust fyrir framan sýn-
ingargluggann og virtu fyrir sér
kirkjulíkanið og mátti lieyra þar
undantekningarlítið almenna á-
nægju yfir útliti kirkjunnar.
Einnig voru dagblöðin mjög
vinsamleg og læt eg máli mínu
til sönnunar fylgja nokkur um-
mæli ]>eirra.
Alj>ýðuhlaðið þ. 13. júni 1942
með fyrirsögninni:
„Hallgrímskirkja verður veg-
legasta kirkja landsins“.
„Tvö líkön voru sýnd blaða-
mönnum i fyrradag og voru
bæði fögur. Sóknarnefnd hefir
álcveðið að kirkjan skuli gerð
eftir þessum teikningum (j>. e.
líkanið sem valið var) sem hér
eru sýndar myndir af og þykii-
mönnum kirkjan tignarleg og
fögur“.
Enn fremur skrifar síra Ingi-
mar Jónsson skólastjóri grein í
sama hlað þ. 16. júní s. á. með
fyrirsögninni: „Hallgrímskirkja
mun bera eins af öðrum kirkj-
um, eins og sálmar Hallgríms
af öðrum kveðskap“.
„Allar linur hússins að utan
stefna upp á við að krossmark-
inu, þó eklci hratl og með ákafa,
héldur hægt og róléga en ákveð-
ið. Það er eðli íslendingsins,
sem þar keniur fram. Kórinn,
hið allra lielgasta, er dreginn
örlítið inn, eins og til j>ess að
lákna j>að, sem við flest könn-
umst við, að j>að sem oss er helg-
asl höfum við minnst á glám-
hekk. En j>essi hlédrægni gerii-
liann leyndardómsfyllri og velc-
ur löngun til j>ess að finna innsta
kjarnann, það sem gefa á hverri
kirkju líf, sáí og aðdráttarafl.“
Morgunblaðið 12. júní 1942
með fyrirsögn: „Hallgríms-
kirkja í Reykjavík verður eitt
veglegasta hús, sem til hefir
verið á íslandi, þegar hún er
komin upp“.
Visir 12. júní 1942, með fyr-
irsögninni: „Hallgrímskirkja í
Reykjavík, veglegasta kirkja
landsins“.
Þegar j>essir dómar komu i
blöðunum, lneyfði enginn and-
mælum, en hvað skeður svo,
j>egar farið var að ræða um
framkvæmd kirkjubyggingar-
innar. Þá fara að lieyrast liljóð
úr liorni, bæði frá leikum og
lærðum, j>ar sem allt er gert til
j>ess að draga frarn galla i útliti
og stærð kirkjunnar og vekja
j>annig óánægju almennings, ef
liægt væri. Þeir menn, sem nú
hafa látið til sín heyra, liöfðu á
sinum tíma tækifæri til þess að
láta álit sitt í ljósi og bar j>á
skylda lil að nota j>ann rétta
tíma til gagnrýni, því þá áttu
athugasemdir þessara manna
nokkurn rétl á sér. En það, sem
nú hefir komið fram virðist
vera nokkuð einkennilegt tak-
mark að gera ef til vill leik að
því að tefja fyrir hinni sjálf-
sögðu hyggingu.
Hvað því viðvíkur, að kirkjan
sé of stór og rúmi svo og svo
mörg stórliýsi þessa bæjar, má
henda á, að nokkuð líkt féllu orð
um stærð Háskólans á sínum
tíma af einum mætum borgara
j>essa báejar, þar sem liann taldi
Háskólabygginguna svo stóra,
að hann væri byggður minnst
sex hundruð ár fram í tímann.
Allir sjá nú hvaða skammsýni
kom hér fram og gæti það ekki
reynst nokkuð svipað með
kirkjuna. Eg er persónulega
þeirrar skoðunar, að jafnvel þó
samkeppni færi fram að
nýju og einhver þeirra upp-
drátta yrði samþyklctur, þá
inyndi alllaf einhver láta
ljós sitt skína og raddir koma
frain, eins og nú, að betur
myndi vera Jiægt að gera.
Nokkrir hafa talið það fiásinnu
að reisa ldrkju nú í liúsnæðis-
vandræðunum og efni væri bet-
ur varið til smíða á íbúðarhús-
um. Hefi eg af þessum ástæðum
snúið mér til faglærðs manns
og í’engið liann til Jiess að reikna
út, hversu mikið sement þyrfti
til álmuhyggingar kirkjunnar,
sem talað er um að byggja
nú fyrst og hefir honum reikn-
ast svo til, að komast mætti af
með um 400 tunnur sements.
Steypustyrktarjárn er þegar
keypl lil kirkjunnar og meiri
hluti mótatimhurs fengið að
láni frá Hallgrimskirkju í Saur-
bæ. Sement það sem liér um
ræðir, myndi aðeins nægja til
þess að hyggja meðalstórt íbúð-
arhús tveggja hæða.
Eg hefi oft hugsað til prests-
kosninganna oklcar, síðan
prestskosningarnar fóru fram
°g eg get vel skilið hversu mikl-
um vonbrigðum j>eir hafa orðið
fyrir, j>egai’ slíluir dráttur er
orðinn á lcirkjubyggingunni,
eins og raun ber vitni um. Ver-
um nú samtaka að koma kirkj-
unni upp hið hráðasta, að
minnsta lcosti nokkrum hluta
hennar, svo starfskraftar prest-
anna okkar geli notið sín, á sviði
kirkju og kristindóms. Eldci
mun af veita, að vekja öfluga
viðreisnaröldu á því sviði.
Eg her j>á von i brjósti,
að byggingarnefnd og bæjar-
stjórn sjái sér færl að liraða
þessu máli, því „hvað má hönd-
in ein og ein“.
Guðrún Guðlaugsdóttir.
Atkvæðagreiðsla »Jarðarcc:
Stjórnin í |rfirgfnæf<
andi meirihlnta.
3815 sögðu já, 122 nei.
Tímaritið „Jörð“ efndi nýlega til atkvæðagreiðslu (skoðana-
könnunar) meðal ýmissa kjósenda víðsvegar um land,
þar sem spurt var um viðhorfið til ríkisstjómar þeirrar, er nú
situr að völdum. Atkvæði hafa nú verið talin og sýna niður-
stöðuraar, að, það er eindregin ósk meginþorra þeirra, er kost
áttu á að taka þátt í atkvæðagreiðslunni, að núverandi ríkis-
Spurningin, sem borin var
undir kjósendur, var þessi:
Álítið þér, að núverandi ríkis-
stjórn eigi að fara áfram með
völd, við velviljaða samvinnu af
Alþingis hálfu, unz reynt er til
hlítar, hvers bjargráð hennar í
afkomumálum þjóðarinnar eru
megnug?
Um fyrirkomulag er það að
segja, að í kaupstöðunum utan
Reykjavíkur var tiltekinn
hundraðshluti (15%; á Akra-
nesi 30%) tekinn út úr kjör-
skránum aftir stafrófsröð; í
sveitunum, var yfirleitt reynt að
ná til sem flestra á tilteknum
svæðum; i Reylcjavík var áskrif-
endum einum send spurningin
án tillits til almenns kosning-
arréttar. — Atkvæðagreiðslari
var leynileg. — Þessi voru
byggðarlögin, sem atkvæða-
greiðslan fór fram í: 1) Akra-
nes, Akureyri, Hafnarfjörður,
Húsavík, 2) nokkrir hreppar í
Árnesssýlu, Eyjafjörður sunnan
Hríseyjar, Skagafjörður, nxeiri
hluti Suður-Þingeyjarsýslu,
Vesaur-Skaftafellssýsla austan
Mýrdalssands, 3) Reykjavik.
Atkvæðagreiðslur féllu þann-
ig, a, í sveitunum greiddu 2885
manns atkvæði af 3500, er áttu
þess kost. Af þessum 2885 sögðu
2810 já, 55 nei, 11 seðlar voru
auðir og 9 ógildir.
1 kaupstöðunum utan Reykja-
víkur greiddu 807 atkvæði (af
1285). Já sögðu 714, nei 20;
auðir seðlar voru 41 og ógildir 5.
I Reykjavik voru 317 atkvæði
greidd (af 830). Þar af sögðu
291 já, 20 sögðu nei, 3 seðlar
voru auðir og 3 ógildir.
Þrír hagfræðingar efna til
skoðanakönnunar.
uHelgafellcc hefur keypt fyrstu niðurstöðurnar.
Reykvíkingar verða þessa dagana spurðir um afstöðu þeirra
til ýmissa þeirra mála sem verið hafa á dagskrá undanfarið.
Það er skoðanakönnunin, sem
hér er á ferðinni. Reynt verður
að spyrja þannig að sem réttust
hlutföll verði eftir stjómmála-
skoðunum, aldri, kyni og öðru
j>ví, er álíta má að liafi áhrif á
skoðanir maima.
Spurningarnar eru valdar
jiannig, að þær sneiði hjá þvi,
er stjórnmáladeilur hafa staðið
um, en eru þó þess eðlis, að fróð-
legt kynni að vera að öðlast
vitpeskju um afstöðu almenn-
ings til þeirra.
Þeir Iiagfræðingarnir Klem-
ens Tryggvason, Dr. Björn
Björnsson og Torfi Ásgeirsson
hafa gengið j>annig frá spurn-
ingunum, að álita má að þær
séu Iilutlausar, j>. e. a. s. að spurt
sé þannig,. að spurningarnar
sjálfar hafi ekki áhrif á svörin.
Þegar búið er að safna sam-
an árangrinuni, verðúr rannsak-
að að hve miklu leyti liefir tek-
izt að ná réttum lilutföllum og
skekkjur Ieiðréttar eftir því sem
föng eru á.
Komi það t. d. í ljós, að spurð-
ar hafi verið 10% færri konur
en rétt væri til þess að ná rétt-
um hlutföllum milli kynja, verð-
ur atkvæðamagn liinna að-
spurðu kvenmanna aukið sem
þessu nemur.
Lík aðferð verður notuð, ef
skipting eftir stjórnmálaskoð-
unum er að einhverju leyti
skökk.
Þessi aðferð til þess að kynna
sér álit almennings liefir verið
notuð um nokkurra ára skeið í
Bandaríkjunum og viðar; að-
ferðin er vanalega kennd við
Ameríkanann Dr. Gallup.
Þeir, sem að j>essu standa,
undirstrika, að hér sé aðeins um
tilraunir að ræða, og að óvist sé
hvort þær aðferðir, sem gefizt
liafi vel i Bandarikjunum, eigi
við islenzka staðhætti, en að j>ær
niðurstöður, sem fengizt hafi í
Bandaríkjunum, séu svo fróð-
legar, að sjálfsagt hafi þótt að
reyna eitthvað líkt hér.
Ef tilraunirnar heppnast vel
er ætlunin að færa starfssviðið
út þannig að spurt verði einnig
annarsstaðar á landinu.
Skoðanakönnunin er aljfjef-
lega óháð; hún ræður sjálf
spurningunum og dæmir um að
hve miklu leyti og í livaða formi
á að hirta niðurstöðurnar.
Að þessu sinni hefir tímaritið
„Helgafell“ keypt niðurstöð-
urnar.
Hjúskapur.
Síðastliðinn laugardag voru gef-
in sarnan í hjónaband Elínborg Þór-
arinsdóttir, Patreksfirði og Agnar
Einarsson, Jónassonar sýslumanns.
Heimili ungu hjónanna verður á
PatreksfirÖi.
Sendiráð fslands
i London hefir borizt tilkynning
um lát íslenzks sjómanns, Eiríks
Bjarnasonar, fæddur 25. des. 1874,
en síðast búsettur í Grimsby. Utan-
ríkisráÖuneytiÖ hér leitar upplýs-
inga um nánustu ættmenni Eiríks
heitins, og vonar að þeir, sem þær
geta gefiÖ, snúi sér þangað.
AfmæliiMtíð
iélagsini
verður haldin að Hótel Borg föstudagiim 29. ]). mán.
Iiefst kl. 7.30 með borðhaldi. Þátttaka aðeins fyrir
félagsmenn og má hver hafa með sér dnn gest. —
Áskriftarlisti á skrifstofu félagsins til mánudags-
kvölds 25. þ. m. Sýna verður félags&kíirteini, sem
gilda á nafn, j)egar aðgöngumiðar verða sóttir. —
STJIðRNIN.
Skrifstofur
Ninkrasamlagi Beifkjavílknr
verða frá og með deginum í dag opnar aftur
frá kl. 10—4 alla virka daga, nema laugardaga,
kl. 10—12.
SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKÚR.
V anan reglúsaman
matsvein
vantar á togara strax
Uppl. í síma 1041
Sendisveínn
oskait
Atvinna
Okkur vantar vana skipasmiði. ttrésmiði með
iðnréttindum.
Daniel nin $ Co 1.1.
Þökkuni innilega svnda saniúð við fráfall og jarðarför
Hendrikku Finser
AÖstanudendur.
K.F.U.K,
unglmgadeildin
heldur útbreiðslufund annað
kvöhi (fimmtudag) kl. 8Vé í
húsi félagsins við Amt-
nannsstíg. Þar verður:
Söngur — Samspil. — Upp-
lestur. — Gunnar Sigurjóns-
son talar. —
Allar stúlkur velkomnar.
Möttnll
óskast á Jeigii eða til kaups
strax. A. v. á.
Stúlka
óskasl í eiidtt ús Landspitalans
4 DAGA 1 VIKU.
Uppl. hjó matráðskonunni.
iisil
með áfföstam kassa,
merkt vers;Iijminni, hefir
tapast. — Finnandi vin-
samlega toeiSmn að gera
aðvart g'eg.-ro ffundarlaun-
um.
• n*' 8IM1 420§