Vísir - 26.01.1943, Blaðsíða 1

Vísir - 26.01.1943, Blaðsíða 1
 Ritstjórar: Kristján Guölaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar % Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri Afgreiðsla 5 llnur 33. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 26. janúar 1943. W. tbl. „ÞEGAR VETUR HERSHÖFÐINGI TEKUR VIÐ STJÖRN“. — llÉiit • iM ff . •• Myndin er frá austurvigstöðvunum og sýnir, er rússneskir hermenn með handvélbyssur að vopnum, sækja fram. — Stntt og lagrgrott. Wendell L. Willkie lýsti yfir því í gær, að hann mundi fagna því mjög, ef rétt reyndist, að bandamenn stofnuðu með sér sameiginlegt yfirherráð. í fregnum frá London var sagt, að verið væri að stofna slíkt ráð. Willkie sagði, að stofnun slíks ráðs væri nauðsynleg, til þess að knýja fram úrslitasigur í styrjöldinni. • í Bandaríkjunum er ráðgerð víðtæk skömmtun á matvælum. — Wickard landbúnaðarmála- ráðherra sagði í gær, að það væri kraftaverk, ef uppskeran yrði eins góð i ár og i fyrra. • Kafljátar Breta hafa sökkt 4 skipum á Miðjarðarhafi og laskað 2 önnur. • Ein brezk flugvélasveit hefir eyðilagt 400 eimreiðar i loft- arásum á Þýzkaland og lier- numdu löndin. — Kunnugt er orðið, að Þjóðverjar fluttu í desember nokkrar herdeildir frá Frakklandi til Rússlands. Fangar segja, að ferðin hafi staðið mjög lengi, vegna flutn- ingaex-fiðleika, skorts á eim- reiðum o. s. frv. • Kanadisk korvetta á Miðjarð - arhafi hefir sökkt þýzkum kaf- hát í níu mínútna orustu. Tunis: Þjóðverjar bðast til varn' ar i Mareth-IíaBoni. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun. Fregnir frá Kairo í gærkveldi og morgun herma, að brezki áttundi herinn haldi áfram að veita hersveitum Rommels eftir- för, og kom til átaka við baksveitir Rommels í gær. Áreiðanleg- ar fregnir eru ekki fyrir hendi um hversu langt fi*á Tripolis framsveitir Breta eru komnar frá Tripolis. Almennt er talið, að Þjóðverjar muni búast til varnar á hinni svonefndu Mareth- línu, sem er 120 kílómetra innan landamæra Tunis. Frakkar komu sér upp varnarstöðvum þama, ef Italir skyldu gera inn- rás. Samkvæmt vopnahlésskilmálunum við Þjóðverja átti að ónýta virkin, en ekki er kunnugt hversu því verki hefir miðað áfram. — Varnarskilyrði eru góð þarna af náttúrunnar hendi (mýrar o. s. frv.) Uppreist í Marseille? Þýzkar vélahersveitir sendar þangað. Fregnir hafa borizt til Lond- on um að Þjóðverjar neyðist til jxess að senda vélahersveitir og fótgöngulið til gömlu hafnar- hverfanna i Marseille. Eins og getið var i fregnum, i gær hafa Þjóðverjar fyi'irskipað, að flytja á brott þaðan 40.000 marms og verða flestar bygg- ingar jafnaðar við jörðu — af „hernaðarlegum ástæðum“. — Franska lögreglan hefir hand- tekið 6.000 manns í Marseille, að skipan Þjóðverja. Nú lítur út fyrir að fólkið liafi risið upp gegn Vichy-stjórninni og Þjóð- verjum. Menn liafa bxíizt til varnar í húsum og húsagöi-ðum og áköf skothríð heyx-isl úr haf nai’hverfunum. Loftárásum er haldið uppi á hersveitir Rommels á undan- haldinu úr austri og vestri og einnig er ekkert lát á loftái'ás- um á lielztu bækistöðvar Þjóð- verja, svo sem Bizerta, Sousse og Sfax í Tunis, Lampedusa-ey, Sikiley ^>g viðar. 1 tilkynningu frá aðalbæki- slöð Eisenhowers i gærkveldi var tilkynnt, að sókn ÞjóðVerja i Mið-Tunis væri stöðvuð. Her- sveitir möndulveldanna í Ouss- eltiadalnum og hæðunum þar í nánd liafa haft það hlutverk með- höndum að vernda Kairou- anveginn til austurstrandar Tunis. Ef Bandarikjamenn geta i-utt sér braut til Kaii’ouan kom- ast jxeir á tiltölulega flatt land, þar sem auðið er að koma við skriðdrekum, og heyja orustu til þess að rjúfa saingöngur mönd- ulherjanna á austurströndinni. Markmið bandamanna virðist vera, að reka fleyg milli mönd- ulhersveitaniia og hersveita Rommels, sem eru að reyna að sameinast ])ýzka og ítalska liernum i Tunis. Ef þetta heppn- ast geta bandamenn hafið sókn gegn herjuín möndulveldanna hvorum í sínu lagi. Fyrsti brezki herinn og Bandaríkja- menn myndu þá aðallega fást við herinn í norðausturliluta landsins, en Montgomery lialda áfram að fást við Rommel. Þegar Montgomery hélt innreið sína í Tripolis. Fregnir hafa nú borizt af því, er Montgomeiy hélt innreið sína í Tripolis. Meðal hersveita þeirra, sem fóru inn í borgina með honum voru Ný-Sjálend- ingar, sem börðust vasldega mjög við P’l Alaméin. og ráku þar næst flótta hersveita Roimn- els til Tripolis. Atliöfnin var hin hátíðlegasta Er Montgomery hafði tekið við borgarlyklunum flutti Iiann stutt ávarp til liersveita sinna. Kvaðst hann ekki geta lofað nógsamlega frammistöðu átt- unda liersins. Hann gerði skyldu sína og eg vissi það fyrir, að liann mundi gera það, sagði Montgomery. Hinir arabisku og ítölsku ibúar Tripolis-borgar voru fjöl- mennir á götunum, er hersveit- irnar gengu inn í borgina. Yar hersveitum Breta vel tekið, ekki sízt af Aröbum. Brezki fáninn blaktir nú yfir Tripolis, höfuðvirki Itala í Afríkuveldi þeirra, sem nú er liðið undir lok. Bretar liafa tekið smábæ á ströndinni milli Tripolis og Zuara. Loflárásir hafa verið gerðar á Medenin í Tunis, en þar liafa möndulheVirnir flugvöll. Nýjustu fregnir frá Tunis. Eisenhower tilkynnir, að á- framliald sé á hernaðaraðgerð- mn í Ouseltia-dalnum. Slaunt veður hefir hindrað loftárásir. Belgiskur maður, sem á sann- aðist, að liann hefði tekið að sér að njósna um skipaférðir fyrir Þjóðverja, var tekinn af lifi i London í morgun.' Hann er 19 njósnarinn, sem Bretar taka af Iífi í styrjöldinni. I tvesggja mánaða sókn Rússa liafa Þjóðverjar misst 1000 skriðdreka, 12.000 fallbyssur og 3.500 flugvélar. Eftir tieggja mánaða sokn Ntalin birtir dag:§kip> an tíl Ranða Birr§in§ ■ ■ • • ; : -í* 102 herfylkjum tvfstrad. EINKASKEYTI FRÁ IJNITED PRESS, New York, í morgun. Igær var birí í Moskva dagskipan Stalins til Rauða hersins í tilefni af tveggja mánaða gagnsókn Rauða hersins á öllum vígstöðvum. í dagskip- an sinni segir Stalin m. a., að 102 herfylkjum (divi- sions) andstæðinganna hafi verið tvístrað eða verið hrakin á flótta í gagnsókninni, 200.000 fangar teknir og 13.000 fallbyssur ýmist eyðilagðar eða teknar her- fangi. Þá segir Stalin að Rússar hafi sótt fram fast að því 400 kilómetra og tekið f jölda bæja og byggðarlaga. — Hvetur hann loks Rauða herinn til nýrra dáða. í fregnum frá Berlin í gær- kveldi var sagt frá því, að Þjóð- verjar hefðu yfirgefið stöðvar sínar við Voronesh. Skömmu eftir að þessi tilkynning barst, var birt aukatilkynning í Moskvu þess efnis, að Voronesh væri nú algerlega á valdi Rússa og að þeir hefðu tekið allar stöðvar Þjóðverja handan fljóts- ins í nýrri sókn. Jafnframt var til kynnt, að Rússar hefðu tekið marga bæi og þorp á ýmsum vígstöðvum og að tala fanga á Voronesh-vígstöðvunum væri komin upp í 75.000. Eftir þessu hafa Rússar tekið 11.00Q fanga á þessum slóðum seinasta sólar- hringinn. Á Voroneshvígstöðv- unum munu Rússar hafa tekið yfir 20 bæi og þorp í gær og í fyrrinótt. í öðrurn tilkynningum segj- ast Rússar liafa tekið óhémju herfang, fallbyssur, skriðdreka og skotfærabirgðir, en auk ]iess 2000, nautgripi og 15.000 sauð- kindur, sem Þjóðverjar voru búnir að smala saman til slátr- unar. Slegið á nýja strengi í þýzkum fréttaflutningi. Þýzka herstjórnin hefir nú játað hreinskilnislega, að horf- urnar á austurvígstöðvunum hafi breytzt stórkostlega til hins verra, og um leið og lierstjórn- in sjálf fer að játa undanhald þýzkra hersveita, birtir upplýs- ingamálaráðuneyti dr. Göbbels fregnir, sem eru allt öðru vísi en þær, sem menn hafa átt að venjast frá Þýzkalandi. Þvi er að vísu haldið fram, að Þjóð- verjar geti enn borið sigur úr býtiim í styrjöldinni, en nú er sagt, að það geti aðeins orðið með því, að þjóðin einbeiti sér og sé samtaka. í fregnum frá hlutlausum löndum segir, að mikil bölsýni liafi gripið um sig í Þýzkalandi. Og í fregn frá Bern segir, að Hitler hafi nú áhyg|jur iniklar og stórar og augljóst sé, að hann og foringjar hans efist um úr- slitasigurinn. Hvað er í bigerð hjá bandamönnum.? Engar opinberar fregnir hafa verið birtar um ákvarðanir bandamanna, en menn draga ekki í efa, að rétt sé, að Iiúið sé að taka hinar mikilvægustu á- kvarðanir. Seinustu fregnir herma, að í lokabardögunum í úthverfum Voronesh hafi verið bárizt um livert hús. Rússar tóku fjölda marga fanga. Bandaríkjamenn i sókn á Guad- alcanal. ! Aðalbækistöð Japana á I Nýju Georgiu eyöilögð. Flotastjórn Bandarikjanna tilkynnir, að flugsveitir Banda- ríkjainanna og amerísk herskip hafi eyðilagt hirgðastöð Japana við Mund á Nýju Guineu, en þar hafa Japanir verið að koma sér upp miklum flugvelli. Her- !ið Japana á Guadalcanal hefir lekið Kokumbona, sem er 16 km. fyrir vestan Hendersonflug- völlinn. Hafa Bandarikjamenn i allsherjarsókn á Guadalcanal tekið sex liæðir og eitt þorp. Um 200 Japanir féllu og 40 voru leknir til fanga. — A Shortland- eyjar^svæðinu voru geriiar sprengjuárásir á japanskan tundurspilli og fhitníngaskip. Báeði skipin löskuðust. í tilkynriingu frá bækístöð MacArthurs segir, að lofferirásir hafi verið gerðar á sföðvar Jap- ana á öllu svæðinu frá TÍBQor til Nýja Bretíands. Varamenn í viðskiptaráð skipaðir. Eftirtaldir menn hafa i dag verið skipaðir varamenn i Yið- skiptaráði: Sigtryggnr Klemenzson, lög- fræðingur, Gylfi Þ. Gísíason, hagfræð- ingur, Klemenz Tryggvason, hag- fræðingnr, Einar Bjarnason, stjómar- ráðsfulítrói, Bjöm Steffensen, endurskoð- andi. Viðskiptaráðið mun taka við störfum í dag. Valdimar Stefánsson fulRrúi sakadómara fór flugleiðis til Hornafjarðar i morgun til að rannsaka ákæruatriðin á hendur .lóni ívarssyni. Hraðfrystihúsunum tryggð veruleg hlunnindi við pökkun fisks. Tilkynning frá atvinnumálaráðuneytinu. If tvinnumálaráðherra, Vilhjálmur Þór, kallaði blaðamenn á fund sinn í dag, og skýrði þehn frá, að ríkisstjórninni hefði tekist að ná samkomulagi við Bretland og Bandaríkin, er mjög mvndi létta undir starfsemi frystihúsanna. Afhenti ráðherrann blaða- mönnum svohljóðandi tilkynnngu: Eftir alllangar tilraunir og viðræður hefir nú heppnazt að fá Breta og Bandaríkjamenn til þess að ganga inn á að hraðfrystan fisk megi búa um í pappaumbúðum í stað trékassa. Þesai breyt- ing hefir í för með sér stóran létti fyrir þessa atvmnugyein. Þetta hagræði er í viðbót við það að áðnr höfðu þessa? sömu þjóðir fallizt á að hafa mætti fiskflök með þunnildunw öy«rt- tveggja þetta eru mikil fríðindi fyrir rekstur frysti húsam$a og með þessu hafa nefndir aðilar nú gengið inn á þau meginatriði, sem farið hefir verið fram á, af íslands hátfn. Islendingar sjálfir eiga nú eftir að gera skil þeim atriðum, sem að þeim snúa, til þess að málum þessum verði komið á réttan grundvöll. Ofangreint samkomulag hef- ii mjög víðtæka þýðingu, sum- [lai-t fyrir frystihúsin beinlínis, en að öðrum þræði fyrir þjóð- ina í heild. Trékassar eni nú mjög dýrir, en auk þess litlar birgðir af kassaefni fyrirliggj- andi, miðað við ]>örfina, og vafa- samt hvernig til tekst um, öflun á því og flutning hingað til lands. Hinsvegar er enginn hængur á að afla pappaumbúða, enda munu kaup á þeiin þegar vera tryggð og mun ríkisstjórn- in hlutast til um að þær verði látnar sitja fyrir flutningi. Þunglega mun horfa imi sanv komulag milli frystihúsaeigenda og verkafólks. Fór þannig i gær fram atkvæðagreiðsla i Sand- gerði um miðlunartillögu sátta- semjara, en að þvi er Visir hefir heyrt var hún felld, bæði af verkamönnum og vinnuveit- endum. Þessi mál þarfnast greiðrar úrlausnar og fulls skilnings almennings, ef vel á að takast og hinir nýgerðu ut- anrikissamningar eiga að koma að tiiætlnðum notum. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.