Vísir


Vísir - 18.02.1943, Qupperneq 1

Vísir - 18.02.1943, Qupperneq 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) 33. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 18. febrúar 1943. Ritstjórar Blaðamenn Siml: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 40. tbl. Rússneskar orustuflugvélar koma úr verksmiöjunni Sigrar Russa að undan- förnu stafa meðal annars af þvi, að þeitn hefir tekizt að ná yfirliöndinni í lofti yfir vigstöðvunum með því að tefla frani ógrynni flugvéla, sem eru að nokkuru leyti frá Iretum og Bandaríkjamönn- um. Það dró mjög úr flug vélaframleiðslu Rússa fyrstu mánuði stríðsins, að þeir urðu að flytja verksmiðjurn- ar austur á bóginn, frá borg- um, sem hætta var á að Þjóð- verjar gæti tekið. Voru marg- ar þeirra fluttar þúsunda kílómetra leið. Nú er fram- leiðslan liafin af fullum krafti fyrir nokkuru og sjást á myndinni nokkrar orustu- flugvélar af gerðinni Yak—1, sem eru reiðubúnar til þess að fara til vigvallanna. Indíánar í stríði. Þótt Indíánar í Bandaríkjun- um sé ekki nema um 400.000 að tölu eru samt um 11.000 þeirra búnir að ganga í herinn. Enn fleiri Jieirra, sem hafa ekki gerzt hermenn, hafa flutzt að lieiman til þess að starfa í vopnaverksmiðjum og taka að sér önnur störf i þágu styrjald- arrekstursins. Er farið að bera á vinnufólkseklu á þeirn 200 frið- löndum sem hið opinbera hefir úthlutað þeim, en það hefir liaft það í för með sér að konumar hafa neyðst til að taka að sér ýmis störf karlmanna þar. Indiána-konur læra að aka bílum og traktorum, gera við þessi tæki og smala saman sauðfé og nautgripalijörðum. Striðið i Austnrlöndnm Japanir hefja sókn. Japanir hafa hafið sókn á mörgum stöðum í Kína, eink- um við Chiangsi og Kwangtung, og er álitið að sóknir þessar sé upphaf allsherjarsóknar Japana i Kína. BURMA. Loftárásir Breta. Brezki flugherinn lieldur nú uppi hörðum loftórásum á bækistöðvar Japana í Burma. Stór órás var i gær gerð á Weg- weingien. Margar japanskar flugvélar voru laskaðar á flug- vellinum. Bandarikjaflotinn hefir af- hent brezka flotanum 8 nýja kafbátaspilla. Túnis: Möndalherirnir i sókn. 8. her Breta kominn að Mareth*línunni. Bandaríkjaherinn í Tunis á nú í vök að verast, sök um framsóknar möndulherjanna. Virðist þess í bili verða langt að bíða að hann geti sameinazt brezka hern- um, sem að sunnan sækir. Flugher bandamanna hamlar sókn möndulherjanna. Áttundi brezki heriim er nú kominn að Medenin og er búizl við að liann ráðist á Mareth • virkjalínuna á næstunni. Mönd- ulhersveitirnar liafa hert sókn sína i þvi skyni, að koma í veg fyrir að 8. herinn ná samhandi við Bandarikjaherinn, sem versl vestan við Gafsa og á víglinu norður eftir landinu. Her Þjóðverja og ílala tók i gær Sbeitla-flugvöllinn og tvo ilugvelli aðra, sem Bandaríkja- menn höfðu liaft. Þjóðverjar stöðvuðu gagnsókn Bandaríkja- manna og liröktu þá um 25 km. aftur á bak. Bandaríkjalierinn stenzt ekki skriðdrekaárásir hins æfða þýzka liðs, og er þvi um kennt heima fyrir, að her Bandarikja- manan sé óharðnaður og óvan- ur virkum hernaði. Aftur á móti hefir flugher Bandaríkjamanna reynzt mjög vel og tafið sókn andstæðinganna að miklum mun. Báðir aðiljar viðurkenna nokkurt flugvélatjón. Rommel í Berlín. Útvarpið í Marokkó birti i gærkveldi fregn þá, sem skýrt var frá í blaðinu í gær, að Rommel myndi liafa verið fluttur til Berlínar vegna alvar- legra meiðsla, sem liann mun hafa hlotið af flugsprengju eða sprengikúlu. Kveður útvarpið þessa fregn óstaðfesta af Þjóð- verja hálfu, en liinsvegar sé enginn vafi á því, að Rommel muni hafa verið fjarverandi frá Norður-Afriku um skeið. I Bandaríkjunum liefir frammistaða ameríska hersins að vonum vakið mikil von- brigði og gert út af við vonir manna um, að herferðin í Túnis invndi laka skjótt af. Líta menn þar nú vonaraugum ti) hinna þrautreyndu brezku hcrsveita. sem að sunnan sækja. Loftárás á Sikiley. Amerísk flugvirki gerðu harða loftárás á Palermo í fyrstu loftárás ameríska flughersins, sem'bækistöðv- ar hefir í Norður-Afríku. á Sikiley. Sprengjur hæfðu hafnarvirki og stór flutn- ingaskip, sem stóðu í björtu báli, þegar flugvirkin snéru heimleiðis. TUNIS. t 1 Beveridge-frumvarpið. Heitar umrasOnr í brezka bifioinu. Churchill kveíaður. Heitar umræður urðu í gær 1 í neðri málstofu brezka þings- ins um alþýðutryggingafrum- varp Sir Wm. Beveridge. Komu liörð mótmæli fram frá ýmsum fulltrúum verkamannaflokksins gegn niðurskurði þeim, sem stjórnin vill beita. Talsmaður sljórnarinnar skýrir svo frá, að stjórnin sé ákveðin í að standa við fyrir- ætlun sina og liera frumvarpið frain með breytingum sinum, en hinir óánægðu þingmenn hafa einnig lýst vfir að þeir nnmi standa á móti brlt. stjórn- arinnar Cliurchill forsætisráðherra hefir undanfarið legið með kvef, og getur þvi ekki tekið þátt í umræðunum. LONDON: — Búizt er við, að atkvæðagreiðslan um Bever- idge-frumvarpið muni fara svo, að stjórnin muni hljóta i hæstu tölu mótatkvæða, sem hún liefr nokkru sinni fengið. Er jafnveí talið mögulegt, að stjórnin bíði lægra hlút í at- ; kvæðagreiðslunni. Er talið að ! flestir meðlimir verkalýðsfl. og ! frjálslyndafl. muni greiða at- kvæði á móti stjórninni, auk um 40 íhaldsmanna. — Sátta- tilraunir hafa mistekizt. Rússar miðja vega milli Stalingrad og landamæranna. Þjóðvcrjar €lýja á öllom sndnr- vígf§töðvnnum. Rússar komnir að Taganrog. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun. Herir Rússa, sem tóku Karkov í fyrradag, eru nú komnir 50 km. vestur fyrir borgina og stefna til Poltava og Dnieprfljóts. Er þá rússneskur her kominn meira en hálfa leiðina frá Stalingrad til hinna fornu landamæra Póllands og landamæra Rúm- eníu. Skammt fyrir norðan, eða 50 km. til norðvesturs hafa Rússar tekið borgina Bogudukov og 75 km. til norðvesturs borgina Graivoron. Rússneskur her, sem sækir suður frá Karkov, hefir herlekið borgina Smiev, 65 km. fyrir sunnan Karkov. Golikov hershöfðingi, seni st jórnaði henium, er tók Karkov, er einn af yngstu hershöfðing jum Rússa, lið- Jega fertugur. Var hann foringi herforingjanefndar þeirrar, sem Rússar sendtt til Englands 1941. Rússar hafa síðasta sólarln ing sótt injög hratt fram á öllutn suðurvígstöðvunum. og í Don- cdz-héraðinu hafa þeir tekið marga hæi, borgir og járnbraut- arskiptistöðvar, ]). á m. Slavi- ansk, Sverdlovsk og Rovenki. Hörfa Þjóðverjar nú sem hrað- ast undan úr Donetz-héraðinu og er undanhald þeirra svo flausturslegt, að Rússar komast yfir cígrynni herfangs og vista, sem Þjóðverjar höfðu ekki gefið sér tíiria til að eyðileggja. Að sunnan reka Rússar flóttann til Taganrog og munu framsveitir þeirra vera komnar að borginni. En sókn Rússa að norðan mun ætlað að rjúfa undanhaldsleið- ir Þjóðverja til vesturs. Þýzka útvarpið hafði ekki enn viðurkennt í gærkveldi að Þjóðverjar hefðu tiörfað úr Kharkov. \rar í þýzku herstjórn- artilkynningunni talað um h.arðar orustur i úthverfuin horgarinnai*. Rússar segja, að Þjóðverjar veiti siunstaðar harðvítugt við- nám, einkum suðvestan Voro- silovgrad og á svæðiiui nálægt Ivramatqrskaja. En Rússar liafa nú náð tangarhaldi á flest- u in þýðingarmestu járnbra.ut- uin á Donetz-svæðinu. A einni járnbrautarstöð, sem þeir tóku, féllu 150 óskemmdar eimreiðir þeim i hendur, auk geysifjölda af flutningavögn- um. A núðvígstöðvunum tilkynna Rússar liraða sókn til Orel og að óvinimir haldi undan á öllu sóknarsvæðinu. Er talið yfirvof- andi að Orel verði bertekin, því að Rússum hefir tekizt að rugla og lama allt viðnám Þjóðverja á þessum slóðum. Þegar Rússar réðusl á Kar- kov, var þar til varnar þýzkur her og S. S. (svartstakkar) undir forystu Walters hersliöfð- ingja. Hafði Walter fengið fyr- irskipanir uin að vei ja borgina, | hvað sein það kostaði. Væntu i Þjóðverjar aðalárásarinnar frá : suðaustri og höfðu fylkt þar miklu liði fótgönguliðs og skrið- dreka. En rússneski inn réðist að borginni úr norð- vestri undir forystu Moskalenkq i hersliöfðingja, og veittist Þjóð- verjum ekki svigrúm til að snúa meginhersínum til varnar, fyrr en Rússar voru þegar korunir að haki lionum. Mikill fögnuður ríkir í ölliun löndum bandamanna út af ]>ess- um mikla sigri Rússa. í neðri málstöfu hrezka þingsins kom, fram tiilaga um að hjóða nokkr- um hermönnum og foringjum úr Iiði ])\ i, sem að horginni sótti, til Englands. Var það samþvkkt með. lófaklappi. Stntt og lagrgott. Þrir indverskir ráðherrar hafa sagt sig úr ráðgjafanefnd hrezka varakonungsins. • Sir Henry Maitland Wilson hcrshöfðingi er nú nýlega far- inn frá Bagdad, þar sem hann liefir setið á fundum. I ræðu, sem hann flutti fyrir hermönn- um sinum komst hann svo að orði, að mikil átök stæðu fyrir dyrum. og að hann teldi sér heiður að því að stjórna hernum og þola með honum súrt og sætt. Sir Henry hefir undanfarið átt viðræður við ýmsa merka stjórnmálamenn, þar á meðal ríð Smuts hersliöfðingja og Haile Selassie Abbessiniukeis- ara. • $íðustu frétttrj Þjððverjar játa fall Kbarkov. Tvö innbrot í nótt. Stolið verdmæti er nemur 7000 kr. í nótt var brotizt inn á tveim stöðum í bænum og stolið verð- mæti er nemur um 7000 krón- um. t öðru tilfellinu er að visu ekki beint um innbrot að ræða í þess orðs venjulegri nierkingu, heldur um rúðubrot. Brotinn var sýningargluggi á skrautgripaverzlun Guðmundar Andréssonar á Laugaveg 50. Verzlunin er í kjallara og um- ræddur sýningargluggi nemur við gangstéttina. Hefir sýnilega verið sparkað í rúðuna en síðan stolið óspart úr glugganum. Vrar stolið þaðan þremur karl- mannsúrum, einu kvenúri, ein- um kvenhring úr platínu með demantssteini og um 20 öðrum liringjum, bæði kv.en- og karl- hringjum og af ýmsum gerðum. Hitt inpbrotið var í sauma- stofu og klæðaverzlun Kron á Grettisgötu 3. Útidyrahurðin að húsinu hafði verið skilin eftir ó- læst, en inn á skrifstofuna hafði þjófurinn komist með þvi að skera gat á þulninginn í hurð- inni og opnað síðan smekklás, með því að teygja hendina inn fyrir. A Ixirðinu í skrifstofunni stóð jMíiingaskápur með um 3000 króinim i, og liann hafði þjófurinn á brott með sér. Verzlunin undan- íarin 3 ár. Undanfarin þrjú ár, 1940—42, hefir innflutningurinn til lands- ins rúmlega þrefaldazt, en út- flutningurinn tæplega tvöfald- azt. Árið 1940 nam innflutningur- inn 74.2 milljónum króna, árið eftir 131.1 inillj. og. 1942 ,er hann kominn upp í 248 millj. króna. Fyrsta árið af þessum þrem — 1940 — var verðmæti útflutn- ings þegar orðið allmikið og nam samtals í árslok 133 millj. króna. Síðustu 5 mánuðír árs- ins færa megnið af þessári fjár- hæð, eða um 80 millj. krÖUa. Næsta ár — 1941 — helzt mánaðarlegur útflutníngiir í um það bii sama meðaltali óg sið- ustu firnm mánuði 1940, og verðuí samtals 188.6 millj. kr. Síðastliðið ár er lika mjög likt 1942 og þá verður heildarupj)- hæðin 200.4 milljónir. Meðal árásarstaða, sem brezki flugherinn réðist á i gær, var Dortmund-Ems skipaskurður- inn, en eftir honum er flutt mik- ið af þungavörum frá Rínar- löndum. • Ástraliuþing hefir nú sam- þykkt breytingu á landvarnalög- um sínum, þess efms, að heima- varnarlið Ástraþu er heimilt að I senda úr landi, ef nauðsyn kref- ur. • Áttundi dagur hinnar löngu föstu Gandhi er i dag. Fregnir herma að liðan hans sé nú skárri en fyrstu dagana. i Herstjórnartílkynning Þjóðverja í dag játar, að meginher Þjóðverjar hafi hörfað úr Kharkov. Eins og áður eru þeir að stytta víglínuna.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.