Vísir - 24.02.1943, Blaðsíða 3
V I 8 1 R
* DAGBLAÐ
tjtgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján Guðlangsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 1660 (fimm Iínur).
Verð kr. 4,00 á mánuði
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Afstaða Alþingis
Dýrtíðarfrumvarp ríkis-
stjórnarinnar var til
fyrstu umræðu í neðri deild Al-
þingis í gær. Fylgdi forsætis-
ráðherra þvi úr hlaði og rakti
þau sjónarmið, er til greina
hefðu komið, er frumvarpið var
samið, og að hér væri um tillög-
ur rikisstjómarinnar að ræða,
setn AJþingi ætti um að fjalla
og ákvæði sjálft, hvort það
vildi samþykkja eða fella.
Fjármálaráðherra og atvinnu-
málaráðherra gerðu einnig
grein fyrir einstökum liðum
frumvarpsins, að því leyti, sem
snertir stjómardeildir þeirra,
og birtist útdráttur úr þessum
ræðum öllum hér i blaðinu.
I>ví næst tók Eysteinn Jónsson
til máls, og talaði fyrir hönd
Framsóknarflokksins. Hélt
hann langa rasðu, og fann frum-
varpinu margt til foróttu, en }>ó
einkum það, að of skammt væri
gengið í eignamámsátt með
ákvæðum frumvarpsins varð-
andi eignaraukaskatt. Kvaðst
hann hafa liugsað sér skattinn
á lagðan á þann veg að með
honum næðist engin smáupp-
hæð í ríkissjóðinn, heldur
skyldi vemlega um liann muna.
Þá virtist Eysteinn Jónsson
vera þeirrar slcoðunar, að ekki
væri rétt að reyna að vinna bug
á dýrtiðinni, með }>ví að of
nærri bændum væri gengið
með lækkun afurðaverðsins.
Ekki dygði að halda verðinu
niðri með beinu framlagi úr
ríkissjóði, enda vær.i það ekki
tilætlunin, en }>á myndi að því
draga að bændur yrði sjálfir að
standa undir lækkun afurða-
verðs, nema þvi aðeins að allt
sækti i sama farið og áður og
afurðahækkun kæmi til greina.
Virtist Eysteinn vera þeirrar
skoðunar að frumvarpSð allt
þyrfti gagngerðrar endurskoð-
unar með.
Stefán Jóh. Stefánsson gerði
grein fyrir viðhorfi Alþýðu-
flokksins til málsins. Komst
liann að þeirri niðurstöðu að
hér væri um uppvakning að
ræða, sem ekki hefði verið ger-
andi ráð fyrir að stinga myndi
upp höfði eftir allt það, sein á
undan var gengið. Frumvarpið
miðaði að því að lækka kaup-
gjald launastéttanna, en þær
væru á engan veg það vel settar,
að þær gætu }x)Iað kauplækkun
frá því, sem verið hefði. Sömu
ágreiningsmálin væru nú upp
risin, sem liefðu orðið þjóð-
stjóminni að falli, og liefðu enn-
fremur allar samkomulagstil-
raunir þingflokkanna í vetur
strandað á þvi, að ekki hefði
náðst samkomulag um dýrtíðar-
ráðstafanimar.
Það segir sig sjálft að alþing-
ismenn þurfa ekki að reka upp
stór augu, þótt „sömu deilu-
málin skjóti upp höfði“ í AI-
þingi, sem það á sínmn tíma
gafst upp við að leysa, og sem
núverandi ríkisstjóm tókst
hinsvegar á hendur aðráða fram
úr. Ríkisstjómin hefir reynt að
feta hinn gullna meðalveg eftir
beztu getu, og sú viðleitni hefir
að því miðað að íþyngja ekki
einni stétt manna annari frekar.
Þetta hefir í öllum aðalatriðum
tekizt með frumvarpinu, og
enginn, nema e. t. v. þingmenn-
irnir, hefir látið sér til hugar
koma að fram úr dýrtíðarmál-
unuin yrði ráðið, án }>ess að
þjóðin í heild þyrfti eithvað á
sig að leggja. Almenningur var
á engan hátt ánægður með
starfsemi þingflokkanna og
starfshætti í upphafi þingsins,
er svo fór að lokum að flokk-
amir gáfust upp við að leysa
þessi vandasömu'mál. Iaí fögn-
uðu allir er núverand rikisstjórn
var skipuð til }>ess að ráða fraín
úr málunum, —• einkum }x> af
þvi að gera mátti ráð fyrir að
hún hyggði að alþjóðarhag
framar öllu öðm, en Ieiddi
flokkastreituna og hagsmuna-
baráttu stéttanna fram hjá sér
að svo miklu leyti, sem unnt
reyndist. Rikisstjórnin hefir á
engan luátt brugðist vonum
manna, en nú er eftir að vita
hvað Alþingi gerir. Hefir }>að
ekkert Iært og engu glej-mt,
þrátt fyrir fymi reynslu og van-
sæmd? Þjóðin mun öll fylgjast
vel með afstöðu flokkanna við
meðferð málsins, þar til það
hefir hlotið tilhlýðilega af-
greiðslu. Þetta þurfa þingmenn-
imir að hafa í huga, ef vera
mætti að það styrkti þá í fróm-
um áformum mn sæmilega af-
greiðslu málsins.
Tvo flienn tekor út al
id.s. Maoflúsl.
Annar drukknaði
Utanrikisráðuneytinu barst í
gær skeyti frá sendiráði íslands
í London, þar sem svo segir:
„Skipstjórinn á Magnúsi, NK.
84, Norðfirði, skýrir frá þvi,'að
hann hafi misst út tvo menn 19.
febrúar. Annar bjargaðist, en
Ólafur H. Jónsson háseli
drukknaði.“
Utanríkisráðuneytið var enn-
fremur beðið að tilkynna að-
standendum Ólafs um slysið, og
var það gert i gær.
Óli smala-
drengur.
Frumsýning i dag.
Leikfélagiö sýnir í dag ævin-
týraleikinn „Óla smaladreng“
eftir Guðmund Guðmundsson.
27 böm og unglingar leika, en
leikstjóm hafa systuraar Emilía
Borg og Þóra Borg Einarsson
annazL
Yfir }>essu leikriti er fagur og
hugnæmur blær — það er úr
heimi barnanna, fagurt og
yndislegt, eins og bömin eru
sjálf. Þetta er sagan um smal-
ann, sem var góður við gamal-
menni og langaði til að verða
kóngur.
Systumar hafa æft leikinn af
mesta kappi og er mikil furða,
hve vel þeim hefir tekizt að æfa
unga fólkið.
Til fjölbreytni eru álfadansar
og vikivakar undir ljúfum lög-
um. Að lokum er ætlazt til að
áhorfendur „taki undir“. Er það
vel til þess fallið, að auka á-
nægju hinna ungu leikhúsgesta.
Allur útbúnaður er hinn feg-
ursti og með miklum ævintýra-
bfae. Hefir Lárus Ingólfsson lagt
þar lið með smekkvisi sinni og
hugkvæmni.
Undir leikur ágæt hljómsveit
létt og yndisleg Iög eftir Fini
Henriques, Iiartmann og Weyse,
auk islenzkra þjóðlaga.
Dmræður á Alþíngi um dýr-
5T.: srsrrr
tíöarfrumvarpstjórnarinnar
Veröi fpumvarpið samþykkt lækkar vísi-
talaxi í 236 stig. — Tekjuauki ríkissjóds
nemup rúmlega kr. 15 milljónum.
D
ýrtíðarfrumvarp ríkisstjómarinnar var til fyrstu umræðu
í neðri deild Alþingis í gær, en umræðunni var frestað
er þrír ráðherranna og tveir forystumenn flokkanna höfðu tek-
ið til máls, en verður væntanlega haldið áfram í dag.
Forsætisráðherra, dr. Björn
Wrðarson fylgdi frumvarpinu
úr Iilaði og gerði grein fyrir
starfi stjórnarnnar og afstöðu
er hún gekk frá frumvarpinu.
Lýsti hann því að mikið starf
lægi bak við frumvarpið, sem þó
hefði tafizt sökum veikinda
fjármálaráðherra. Kynnu ýmsir
að telja að viðkunnanlegra hefði
verið að ríkisstjórnin hefði leit-
að samninga við framleiðendur
óg launastéttirnar varðandi ýms
ákvæði fnunvarpsins, en bæði
væri það, að engin samtök væru
}>ess umkomin að gera samn-
inga fyrir hönd þéssara aðila svo
að bindandi væri(, en auk þess
væm helztu forj'stumenn þess-
ara stétta á Alþingi og fengju
þeir nú þessar tillögur rikis-
stjórnarinnar til meðferðar.
Um tillögur einar væri að ræða,
en ekki bindandi löggjöf, og Al-
þingi yrði sjálft að ákveða á
hvem veg það afgreiddi frum-
varpið.
Ráðherrann kvað það ekki
valda ágreiningi að nauðsyn
bæri til að sérstakar og óvenju-
Iegar ráðstafanir yrðu gerðar til
]>ess að bjarga atvinnu- óg fjár-
hagslífi þjóðarinnar. Stjórnin
fáeri í frumvarpinu þrjár leiðir,
er allar leiddu að þessu marki,
og ekki væri unnt að hafna einni
en velja aðrar, ef fullt réttlæti
ælti að ríkja í afgreiðslu máls-
ins. Þessar þrjár leiðir væru:
Skattaaukning, skerðing dýr-
tíðarupj)l>ótar og verðlækkun
Iandbúnaðarafurða. í frum-
varjnnu yæri leitazt við að
leggja jafnar byrðar á allar
stéttir landsins, og }>ess gætt að
ívilna engum á annara kostnað.
Gat forsætisnáðherra }>ess, að
allar uj>plýsingar yrðu í té látn-
ar varðandi efni frumvari>sins,
en auk }>ess yrði það skýrt í ein-
stökum atriðum af ráðherrum
J>eim, er dýrtíðarráðstafaniniar
beyrðu undir sérstaklega.
Þá tók Björn Ólafsson fjár-
málaráðherra til máls. Rakti
liann efni frumvarpsins, að því
leyti, er snerti rráðuneyti hans,
og skýrði einstök ákvæði þess.
Taldi ráðherrann að sam-
kvæmt því, sem næst yrði kom-
ist myndi tekjuauki ríkissjóðs
vegna afnáms frádráttarheim-
ildar hlutafélaga að ákveðnum
hluta }>ess, sem lagt væri i vara-
sjóð, nema 1% milljón króna.
Erfitt væri að fullyrða hvað við-
reisnarskatturinn myndi gefa í
aðra hönd, en eftir því, sem næst
yrði komizt, ‘myndi sú f járhæð
nema fcr. 41 millj., þegar frá
vaéri dreginn endurgreiddur
skylduspamaður, sem áætlað er
að nemi um kr. 2 millj.
Þá gerði ráðherrann grein
fyrir eignaraukaskattinum, og
lýsti því að hér væri um óvenju-
lega skattaálagningu að ræða,
sem auk þess væri ætlað að
vedca tvö ár aftur i timann. Ekki
væri unnt að leggja út á slíka
hraut, nema í eitt skipti fyrir
ölí, og það undir óvenjulegum
kringumstæðum og af brýnni
nauðsyn. Skýrði ráðherrann
livemig skatti þessum væri ætl-
að að verka og taldi líkur til að
tekjur af honum myndu nema
kr. 3% millj. (Óeðlilegt væri að
verja fé þessu sem venjulegum
eyðslueyri ríkissjóðs, og því væri
gert ráð fyrir að verja fénu til
opinberra framkvæmda, en á
þann veg væri þvi bezt varíð í
almennigs þágu, enda með því
dregið úr óhjákvæmilegum á-
lögum síðar, vegna þessara
framkvæmda.
Þá vék ráðherrann að skerð-
ingu verðlagsupj>bótarinnar,
þannig að af lienni yrðu aðeins
greidd 80%, en það svarði til
12%% heildarlækkunar launa.
Ef frumvaip þetta yrði sam-
þykkt óbreýtt, gerði ráðherrann
ráð fyrir að vísitalan færi niður
i 236 stig, en þá myndi heildar-
lækkun launanna nema um
11%. Kæmist vísitalan niður í
150 stig næmi launalækkunir.
aðeins 6%%. Lýsti ráðherrann
}>ví, að hér væri ekki um mikla
fórn að ræða, þegar }>ess væri
gætt, hverjir hagsmunir væri i
liúfi, og hvort sem mönnurn lík-
aði hetur eða ver, yrði að ráðast
gegn dýrtiðinni, til þess að
hjarga við fjárhag þjóðarinnar
og atvinnuvegum.
Þá tók atvinnumálaráðherra
Vilhjálmur Þór til máls. Lýsti
hann því, að 10% lækkun á verði
landbúnaðarafurða samsvaraði
lækkun verðlagsupplwtarinnar,
sem gert væri ráð fyrir i frum-
varpinu, og hefði búreikninga-
skrifstofa rikisins annast út-
redkninginn. SkýTði raðherrann
á hvern veg hlutfall þetta værí
fundið, og jafnfranxt, að vegna
framkvæmdar dýTtíðarlöggjaf-
arinnar eins og hún lægi fyrir i
lrumvarj>sforTOÍ, væri frekar
hallað á hændur en launastétt-
irnar, þótt ekki yrði komizt nær
sanngjamri lausn en hér lægi
fyrir. Taldi ráðherrann að 10%
lækkun sú, er ráðgerð væri á
verði Iandbúnaðarafurða sam-
kv. 15. gr. frumvarpsins, og ekki
yrði bætt úr ríkissjóði, myndi
lækka vísitÖIuha um 10 stig, en
með greiðslum lir rikissjóði,
sem áætlað væri að nema myndu
4% millj. króna, lækkaði visi-
talan enn hm 6 stig, þannig að
samtals væri þá um 16 stiga
lækkun að ræða vegna lækkun-
ar á afurðaverði, ef gengið væri
út frá 26 stiga lækkun á visitöl-
unni, — eða úr 262 stigum i
236 stig.
Þeir Eysteinn Jónsson og
Stefán Jóh. Stefánsson ræddu
málið og tóku því óvinsamlega.
Eru ræðum þeirra gerð skil á
öðrum stað í halðinu.
Leikskóli Lárusar Páls-
sonar tekur aftur til starfa
LÁRUS PÁLSSON leikari hefir rekið leikskóla sinn frá því
í ársbyrjun 1940, þegar hann var nýkominn heim frá
Danmörku, og hefir að jafnaði kennt 15 nemendum á hverjum
vetri. Aðsókn að skólanum hefir verið mikil, og hafa færri kom-
izt að en vildu.
í liáust tók skólinn ekki til starfa, sökum þess að I-árus fór ]>á
til Englands í boði British Council.
Nú hefir Lárus loksins getað
fengið samastað fyrir skólann,
en hingað til hefir húsnæðisleysi
liamlað því, að nokkuð yrði gert.
Fyrstu tvo veturnar starfaði
skólinn í Bindindishöllinni, og
hafði þar verið gert úr garði
}>ægilegt húsnæði. En i fyrravet-
ur varð skólinn að liverfa þaðan
og fékk þá inni i þeim húsa-
kynnum í Háskólanum, sem
Menntaskólinn hafði til umráða.
I vetur liefir það liúsnæði ekki
fengizt, vegna þess að nú hafa
þeir stúdentar þar aðsetur, sem
hafa orðið að hrökklast frá
Garði.
Þegar Lárus kom heim frá
Englandi um áramótin síðustu,
hóf hann þegar að leita fyrir sér
um húsnæði, en það gekk illa.
Var það ekki fyrr en hann leit-
aði til Menntaskólans aftur, að
hann fékk nokkra úrlausn, fyrír
greiðvikni Pálma rektors Hann-
essonar.
Kennslan i skólanum tekur
6—7 stundir á viku, og kennir
Lárus sjálfur mest af þeim
tima. Hafa 4—5 nemendur ver-
ið i skólanum frá byrjun. Þeir
cg nokkrir nemendur aðrir eru
þegar teknir að leika i ýmsum
hlutverkum, stórum og smáum,
lijá Leikfélagi Reykjavikur og
í útvarpinu.
í fyrravor léku nemendur úr
skólanum danska ævintýraleik-
ritið „Einu sinni var....‘, eftir
Drachmann, með aðstoð út-
varpshljómsveitarinnar, sem lék
hin þýðu lög eftir Lange-Miiller.
Var leikritið sniðið til útvarps-
Gott
silrikt
herbergi
getur stúlka fengið gegn að
stoð við hússtörf fyrrihluta
dags.
Kaup eftir samkomulagi.
A. v. á.
stúlka
óskast á
llcitt .V Kalt
Uppl. ekki gefnar í síma. -
flutnings, og Jxitti vel takast,
enda vel æft.
Lárus Pálsson segir blaðinu
svo frá, að markmið skólans Sé
það fyrst og fremst að ala upp
dugandi leikendur. Að sjálf-
sögðu getur skólinn ekki kennt
nenxa það, sem af öðrum verður
lært. Um hæfileika og dugnað
nemenda ræður hann engu. En
reynt er að glæða áhuga þeirra
og kenna þeim skynsamleg
vinnubrögð. Álítur Lárus, að
mð þeirri undirstöðumenntun,
sem skólinn veitir, geti efnilegir
nemendur orðið nýtir leikarar,
og fundið af eigin reynslu,
hvernig þeir geti bezt beitt hæfi-
leikum sínurn og skapi.
Skátaskólinn
að Úlfljótsvatni við Sog tekur til
starfa um mánaðamótin maí—júní.
Teknir verða skátar og nokkrir Ylf-
ingar, ef ástæður leyfa. Skriflegar
umsóknir sendist til Jóns B. Jóns-
sonar, kennara við Laugamesskól-
ann, fyrir 20. marz. Tilgreindur sé
aldur, heimilisfang, simanúmer, ef
til er, og hvaSa flokki, sveit og
deild skátinn tilheyrir.
Bílstjórafélagið Hrcyfill
ræddi benzínskömmtunina á fundi
i fyrrinótt. Var kosin nefnd til að
leita samninga við atvinnumálaráð-
herra um rýmkun skammtarins
handa leigubílum. — Eins og stend-
ur, fá leigubílar tæpan helming þess
magns, sem þeir venjulega nota.
Skemmdir
urðu um daginn á hafnargarði
þeim, sem verið er að byggja í Hafn-
arfirði. Einnig skemmdist vestari
haf skipabryggj an.
RYKFRAKKAR
og
REGNKÁPUR
(margir Iitir).
HRZLC?
Grettisgötu 57.
sen - Ibuð
Get lánað aðgang að síma
gegn góðri íbúð nú þegar
eða 14. maí. Tilboð með
greindri ihúðarstærð og leigu,
sendist afgr. Vísis fyrir föstu-
dagskvöll, merkt: „10—-12“.
Gerið svo vel og sendið
íötin yðar
í ódýru fatahreinsunina,
Fischersundi 3. Fljót og
vönduð afgreiðsla. Föt, sem
koma á daginn, fáið þér af-
greidd kl. 6 mesta dag.
Vinsamlegast
SigTÚn Þorkelsdóttir.
Sími 5731.
Drengjaföt
(jakki og jx>kabuxur).
á ca. 6—45 ára.
Laugaveg 33.
Stúlka
eða ung kona óskast, frá kl.
8—12 árdegis strax.
Gnfnpressan
NTJARIAN
Uppl. Suðurgötu 15,1. hæð,
frá kl. 6—8. —
Veggfóður
nýkomið
Pfftmmmr
Bókin heitir: Frá ptn nestlum.
V I S 1 H
Slminn:
Það
se
I I
v:bi* §andgi*afa
§leit símakað*
alinn.
Talsamband við allt land, nema Vestfirði.
Símasamband norður í land komst á aftur um kl. 2
í gær, þegar viðgerðinni á símakaðlinum lauk.
Það var sandgrafa, sem verið var að vinna með á Grafar-
holtsmelum, sem sleit kaðalinn.
Samband við Seyðisfjörð náð-
ist einnig í gær, þegar gert hafði
verið við Suðurlandslínuna.
Má nú lieita hærilegt sam-
band um land allt, nema við
Vestfirði. Þar munu enn vera
nokkrar bilanir, sem ógert er
við.
Ritsimasamband er við ísa-
fjörð, en talsambandslaust við
allan Véstfjarðakjálkann. Þó
liefir Isafjörður samband við
aðrar stöðvar á Vestf jörðum.
Talsímalínan vestur er slitin á
Steingrímsfjarðarheiði, milli
Hólmavíkur og ísafjarðardjúps.
(Útlit er fyrir að hægt verði
að lagfæra hana í dag.
Bygging nýtízku tennis-
vallar í Reykjavík
- en tennis og badminton-
höll er framtíöarhugrsjonin.
tPennis- og badmintonfélag Reykjavíkur hefir sent
bæjarráði beiðni um 10 þús. kr. stýrkveitingu til
að koma upp vönduðum tennisvelli með nýtízku sniði.
Sem stendur er enginn fullkominn tennisvöllur til hér í hæn-
um, og þeim völlum sem hér hafa verið til og eru til, er í ýmsu
áhótavant. Þar að auki má geta }>ess, að Tennis- og badminton-
félag Reykjavíkur, sem hefir öllum færustu og bezlu tennis-
mönnum okkar á að skipa, hefir engan völl til afnota.
Vísir átti í gær tal við þá Jón
Jóhannesson formann Tennis-
og badmintonfélags Reykjavík-
ur og Gísla Sigurbjörnsson um
fyrirhugaða byggingu tennis-
vallar í bænum, og aðra starf-
semi félagsins.
Hefir félagið tvö undanfarin
ár alls ekki getað æft vegna vall-
arleysis, en þar áður hafði það
velli á leigu, sem Iþróttafélag
Reykjavíkur á, en þeir vellir eru
uú ekki nothæfir. Hið sama
gegnir um velli K. R„ en önnúr
félög eiga ekki tennisvelli í bæn-
um.
Nú hefir Glímufélagið Ár-
mann sýnt Tennis- og hadmin-
tonfélagi Reykjavíkur ]>á vél-
vild og þann skilnmg, að láta
því eftir pláss nokkurt i suð-
vestur horni íþróttavallarins,
þar sem unnt er að koma upp
góðum velli með nokkuru á-
horfendarými.
í þessu liorui íþróttavallarins
er svo fyrirhugað að koma þess-
um tennisvelli upp, er í öllu
kem,ur til með að uppfylla þær
kröfur, se mfrekast er unnt að
gera hér á landi.
Völlurjnn sjálfur verður
vandlega púkkaður og hefir
komið fram tillaga um }>að, að
bera annaðlivort ofan í hann
grjótmulningssalla eða hraun-
mulning til að fá liann fjaðrandi
og mjúkan, en ekki að asfaltera
hann eins og gert hefir verið við
tennisvellina hér, þvi það gerir
þá of harða. Undir völlinn verða
svo grafin holrapsi.
í sambandi við sjálfan völl-
inn verður komið upp búnings-
skála með fatageymslu og baði
fyrir þátttakendur, en auk þess
er i ráði að koma upp áhorf-
endapöllum fyrir á að gizka
200 manns, með tillitil til kapj>-
leikja. Ennfremur er afráðið að
hafa sérinngang á völlinn til að
fyrirbyggja óánægju og mis-
skilning allskonar þá daga sem
önnur keppni fer fram á vellin-
um.
Völlur sem þessi mun koma
til með að kosta allmikið fé,
hinsvegar verður unnið áð
honum í þegnskaparvinnu eftir
föngum, en íþróttaráðunautur
bæjarns hefir lofað félaginu að-
stoð varðandi ýmsar „teknisk-
ar“ leiðbeiningar.
Tennis- og badmintonfélag
Reykjavíkur treystir á hæjarráð
og bæjarstjórn um fjárhagslegt
liðsinni, ekki aðeins fyrir þá sök
að félagið — og þar með allir
]>eztu tennisleikarar bæjarns —
I eru algjörlega i hraki með völl,
lieldur einnig til þess að hér
verði komið upp a. 111. k. einum
fullkomnum tennisvelli með
nýtízkusniði. Að því ætti hæn-
um að vera sómi.
Hitt er svo annað mál, að síð-
ar þarf að byggja hús bæði yfir
tennis- og badmintoniþróttina
og mætti þá athuga það í sam-
handi við þær íþróttahallar eða
heimilishugmyndir sem komið
hafa fram að undanfömu. Bad-
minton verður aldei iðkað utau
dyra á fslandi og tennis er ekki
hægt að leika úti nema tiltölu-
lega shittan tíma á ári hverju.
Þess vegna er stór og vandað
húsnæði framtiðarspursmál fyr-
ir háðar þessar íþróttagreinir.
Tennis- og badmintonfélag
Reykjavikur var stofnað 1937.
Félagar em nú nokkuð á annað
hundrað. Stjóm félagsins skipa:
Jón Jóhannesson formaður,
Friðrik Sigurbjömsson vara-
formaður, Oddný Sigurjóns-
dóttir ritari, Kjartan Hjaltested
féhirðir og Ásta Benjamlnsson
meðstjómandi.
-- ...i— mrnm——
214.000 kr. hafa safn-
ast til dvalarheimilis
sjómanna.
S.l. sunnudag var haldinn að-
alfundur Sjómannadagsráðsins
í Reykjavík og Hafnarfirði. I
ráðinu em 12 félög sjómanna.
Næstum allir fulltrúarair vom
mættir. Ríkti mikill áhugi fyrir
málefnum Sjómannadagsins og
Dvalarheimili sjómanna, sem
fyrirhugað er að koma upp, og
nema samskot og gjafir til þess
nú yfir 214.000 kr. I vörzlum
Sjómannadagsráðsins em enn-
fremur 10 þús. kr., sem Lands-
samband útgerðarmanna gaf til
sjómannastofu í Fleetwood, en
hún er ekki enn komin á fót.
Eignir Sjómannadagsins nema
nú kr. 54.925.29, þar af í reiðu
fé yfir 39 þús. kr.
Nefndir vom kosnar til und-
irbúnings næsta Sjómannadegi
og stjórn Sjómannadagsráðsins
var endurkosin. Fjársöfnunar-
nefnd Dvalarheimilis sjómanna
var og endurkosin.
Samtök um smíði
strandferðabáts
fyrir Norðurland.
Eyfirðingar, Siglfirðingar og Skagfirðingar vinna nú
sameiginlega að því, að fá hraðskreiðan flóabát til að
halda uppi samgöngum milli hafna norðanlands.
lands.
Sameiginleg nefnd var kosin
af hlutaðpigandi sýslu og hæja-
félögum til að vinna að undir-
búningi þessa máls. í nefndinni
eiga sæti: Halldór Kristinsson
héraðslæknir fyrir Siglufjarðar-
kaupstað, Jakoh Karlsson af-
greiðslumaður fyrir Akureyri,
Sigurður Eggerz fyrir Eyja-
fjarðarsýslu og Sigurður Sig-
urðsson sýslnmaður og Her-
manri Jónsson hrepj>stjóri á
Mói i Fljótum fyrir Skagafjörð.
Nefnd þessi liefir starfað (>-
trauðlega að undirbúningi máls-
ins, m. a. haldið fundi með al-
þingismonnum héraðanna, sjáv-
arútvegsnefndum Alþingis og
forstjóra Skij>aútgerðar ríkis-
ins. Voru allir aðilar sammála
um, að brýna nauðsyn bæri til
að koma samgöngumálum milli
þessara hafna í hætt horf, og fá
góðan flóabát til að annast ferð-
irnar.
Að öðru leyti Iiefir nefndin
lagt til, að stofnað verði liluta-
félag til þess að starfrækja
hraðskreiðan og fullkominn
flóahát, sem annist samgöngur
milli liafna við Eyjafjörð og
Siglufjörð annarsvegar, og
hafnaiina við Skagafjörð hins-
vegar. Telur nefndin lieppilegt,
að hvert hyggðarlag fyrir sig,
Akureyri, Eyjafjörður, Siglu-
fjörður og Skagafjörður kaupi
50 þús. kr. hluti í félaginu og
auk þess leggi kaupfélög og
önnur framleiðslu- og verzlun-
arfyrirtæki, sem hagsmuna
hafa að gæta í samhandi við
flutninga og samgöngur á }>ess-
um leiðum, nokkurt fé af mörk-
um.
Nefndin ætlast ekki til að
ráðist verði í hyggingu hátsins
á meðan núverandi verðlag
helzt, en vill hinsvegar hraða
öllum undirhúningi eftir mætti,
]>annig að liutafélagið verði
stofnað, svo það geti tekið fram-
kvæmdir allar i sinar hendur
}>egar þörf gerist.
Illutverk fyrirliugaðs flóa-
báts er ekki aðeins ]>að að bæta
samgöngur norðanlands, lield-
ur og líka til að bæla sam-
göngukerfið milli Norður- og
Suðurlands, }>ar sem iðulega er
bílfært að vetrarlagi milli Borg-
arness og Sauðárkráks, enda
þótt ÖxnadaLsheiði sé með öllu
ófær.
Næturakstur.
Bifreiðastöðin Bifröst, sími 1508.
Jón fvarsson,
kaupfélagsstjóri, hefir ákveðið að
áfrýja dómi rannsóknardómara í
verðlagsmáli hans.
Útvarpið í kvöld.
KI. 20.30 Kvöldvaka: a) Ing-
ólfur GíslasQn læknir: Gömul ferða-
saga. b) 21.00 Jóhannes Davíðsson
I>óndi: Enn frá Guðmundi refa-
skyttu. c) 21.30 Harmoníkuleikur
(Bragi Hlíðberg).
Nseturlæknir.
Kristján Hannesson, Mímisvegi
6. Sími 3836. Næturvörður í Ing-
ólfs ajxkeki, simi 1330.
1 byrjun fundarins minntist
formaður, Henry Hálfdanarson,
hinna hörmulegu sjóslysa, er ný-
skeð hafa dunið yfir þjóðina.
Kvað hann minningu hinna
látnu bezt heiðraða með þvi, að
landsmenn sameinuðust í þvi að
hlynna að þeim, sem eftir lifa
og tryggja }>eim meára öryggi
i framtíðinni.
Fundarmenn vottuðu hlut-
tekningu síná með þvi að risa
úr sætum sínum.
AtliugasemdL
frá Húsameistarafélagi
íslands.
Tíminn birtir þann 18. þ. m.
grein eftir Jónas Jónsson og
myndir af fjómm samkej>pnis-
uppdráttum að Hallgrímskirkju
í Saurbæ, og lætur þau ummæli
fylgja, að margir af helztu húsa-
meisturum landsins hafi tekið
þátt í þessari samikepj>ni, að
}>essar fjórar teikningar hafi
horist kirkjubyggingamefnd-
inni og þær hafi ekki talist not-
hæfar.
Sannleikurinn er sá, að tveir
af uppdráttunum er nefndinni
hárust, fengu verðlaun, og
reyndust gerðir af húsameistur-
um. En þessir uppdrættir eru
alls ekki nefndir á nafn og ekki
birtir. Upjxlráttur próf. Guðjóns
Samúelssonar af þessari kirkju
er lieldur ekki birtur, þótt hann
væri óneitanlega fróðlegri til
samanburðar, lieldur en ein-
hverjar aðrar kirkjur eftir hann,
sem birtar eru i blaðinu, og eru
Ijósmyndir af byggðum kirkj-
um og líkani.
Áðurnefnda samkeppnisupj)-
drætti, sem engin verðlaun
fengu og ekki er vitað um,
hverjir liafa gert, á að nota sem
sönnun þess að það hljóti að
vera árangurslaust að efna til
samkeppni um vandasamar
l>yggingar.
Húsameistarafélagið telur of-
angreinda málfærslu svo ósæmi-
lega i garð stéttarinnar og þess
málefnis sem hér um fæðir, að
ekki verður hjá ]>vi komist að
mótmæla slíkum skrifum.
Búnaðarþingið.
Á fundinum í gær minntist
forseti Búnaðarþingsins þeirra,
er fórust með vélskipinu „Þor-
móði“, með ræðu og vottaði að-
standendum þeirra hluttekningu
og samúð þingsins.
Var þvi næst gengið til dag-
skrár og tvö mál afgreidd frá
Búnaðarþinginu. Var hið fyrra
um breytingu á V. kafla jarð-
ræktarlaga, um vélasjóð. Var
það mál afgreitt með eftirfar-
andi þingsálytkunartillögu:
„Rúnaðarþing felur stjórn
Búnaðarfélags íslands að hlut-
ast til um það við Alþingi, að
gera þær breytingar á lögum
um Búnaðarbanka íslands, að
konrið verði þar upp lánadeild,
er taki að sér að veita lán til
kaupa landbúnaðarvéla með
sem hagfelldustum kjöram,
enda vcrði lánin veitt samkvæmt
meðmælum Búnaðarfélags Is-
lands.“
Er breyting þessi aðallega
gerð vegna hinna stóra skurð-
grafa. Era nú starfræktar þrjár
slíkar ó landi hér, en aðrar þrjár
á leið til landsins.
Búnaðarsamband Dala- og
Snæfellsness hafði sent Búnað-
arþingi erindi um stofnun sanð-
fjárkynhötabús á Snæfellsnesi.
Var þeirri málaleitun synjað að
svo stöddu, þvi að starfrækt eru
nú 8 slik bú, en samkvæmt lög-
um mega þau ekki vera fleiri.
Mnnið
aðalfund Kvenfélags Hallgríms-
kirkju í Bíósal Austurbæjarskólans
í kvöld kl. 8.
Amerískir
írakkar
Herra,- dömu- og barna-
vor- ogr vetrarfrakkar
teknir upp i dag.
Mjög fallegt úrvaL
Gepir h.f.
Fatadeildin
Tiiiisældii*
og:
alirif
bókin, sem nú vekur mesta atliygli í hókahúðunum, hefir selzt I
Ameriku meira en nokkur önnur samtimahók, sem ekki er
skóldsaga.
|
Á fimm árum hafa komið út um sextíu útgáfur a£ j
henni og selzt hátt á þriðju milljón eintaka.
Vinsældir og óhrif, er skrifuð af manni, sem er viðurkenndur
i Ameriku og hefir víðtæka reynslu og þekkingu á þeim inálum
er bókin fjallar um.
Vilhjálmur Þ. Gíslason hefir þýtt bókina.
Bókin er i sex þáttum er nefnast:
1. Fmmatriði umgengninnar.
2. Sex leiðir til vinsælda.
3. Tólf aðferðir til að snúa fólki á þitt máL
4. Níu ráð til þess að breyta fólki án þess að moðga
}>að eða espa.
5. Bréf, sem gerðu kraftaverk.
6. Sjö ráð til að auka hamingju heimilislífsins.
■ i ■ #
Þetta er bók sem getur orðið yður að miklu liði í lífinu ef þér
lesið hana og leitist við að læra af hemri.
Lesið þessa bók! Það borgar sigl
!
llri'ratrakkai1
amerískir, nýkomnir.
VICTOR
Laugaveg 33.
UPPBOÐ
Opinbert uppboð verður haldið föstudagínn 26. &
mán. og liefst að Grundarstíg 11, kl. 1 y2 e. hád. Verða
þar seld öll skrifstofuáhöld úr þrotabúi Guðmundar H.
Þórðarsonar stórkaupmanns, svo sent reiknivélar,
skrifborð, skjalaskápar, ritvélaborð, ritvél, stálhúsgögn,
borð og stólar af ýmsum gerðum, ottoman, sýningar-
skápar o. m. fl.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Lögmaðurinn í Revkjavík.
Jarðarför mannsins mins, föður okkar og tengdaföður.
Bjarna Einarssonar frá Þurá,
fer fram fná dómkirkjunni fimmtudaginn 25. þ. m. og hefst
með húskveðju frá heimili okkar, Sélvallagötu 39, kl. 1JT0
eftir hádegi.
Steinunn Björnsdóttir,
Sigrún S. Bjamadóttir. Gnðbjöm S. Bjamason.
Ólafur Halldórsson. Jenriy Valdimarsdóttir.