Vísir - 15.03.1943, Blaðsíða 2
V I S I K
\
DAGBLAÐ
Ctgefandi:
BLADACTGÁFAN VtSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján GuSlangsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Simar: 1660 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Féíagsprentsmiðjan h.f.
Glöggt
er það enn!
Erindrejíi AlþýðusamJiands-
ns fór á stúfana í Alþýðu-
blaðinu i gær, og hyggst að rétt-
læta afstöðu sambandsins gagn-
vart tillögum þeim, er nú ligg^a
fyrir Alþingi varðandi dýrtíðar-
málin. í grein erindrekans kem-
ur alls ekkert nýtt fram varð-
andi tiíiögur þær, sem vitað var
að vinstri flokkarnir hafa verið
að velta fyrir sér, en ekki hefir
náðzt samkomulag um þeirra á
milln I>að er sami grautur í
sömú skáJ. Fyrst á að taka
stríðsgróðann í rikissjóð, en þeg-
ar hann er uppétinn eága liinar
vinnandi stéttir að „spenna sult-
arólina“ fastara, svo að notuð
séú orð ritliöfundar Alþýðusam-
bandsins.
Svo virðist sem, erindreka AI-
þýðusámbandsins sé ekki alls-
kostar ljós afstaða |>essa blaðs
í dýrtíðarmálunum, en hún er í
stuttu máli sú, að ef vinua eigi
bug á dýrtíðinni og þeim vanda-
málum, sfem henni eru samfara,
þurfi þjóðin að sameinast í lítil-
vægri fórn um stundarsakir, til
þess að rétía við hag sinn og
tryggja framtíð sína. Hver stétt
og hver þegn eigi að bera byrð-
ar í réttu hlutfalli við getu, og
því aðeins séu líkur til árang-
urs, að engri einni stétt sé i-
þyngt annari framar. I>ví hefir
ennfremur verið haldið fram,
að tillögur ríksstjómarinnar
virðist miða i rétta átt, efn að
öðru leyti sé Alþingi í sjálfsvald
sett á hvérn veg það afgreiði
málið, eh aldrei megi það hverfa
að öðm ráði en því, er tryggi hið
fyllsta réttlæti þjóðinni til
handa. Hinsvegar er það auð-
sætt, að óhqppilegt og óviturlegt
er, jáífnt af AlþýðuSamb. sem
öðrum, að vekja um málið úlfa-
þyt á meðan starfað er að lausu
þess, enda draga allar æsingar
meðál þjóðárinnar úr líkunum
fyrir' hfeppilegum málalokum.
Fyrir þessu hefir þjóðin þegar
reynsluna í sambandi við ráð-
stafanir fyrri stjórna, er beind-
ust að þvi að skapa viðunandi
atvinnu og fjáriiagsástand í
Iandinu, en sú reynsla sýnir að
launþegar verða að hafa á þvi
fullan skilning, að hverju er
stefnt með viðleitni þessari, og
skorast ekki undan þvi, að gegna
skyldum sínum í réttu hlutfalli
við aðra þjóðfélagsþegna.
Eins og sakir standa er um
það tvenht að velja, að þjóðin
standi einhuga saman í því að
tryggja þið fyllsta réttlæti, eða
þá hitt, að húiji sundrist í harð-
vítuga flokka, sem beiti öllum
brögðum til þess að koma fram
óréttlæti öðmm á hemdur. Þeir
menn, sem andæfa gegn öllum
umbótatiHögum og verða þeim
að falli, verða eiimig að vera
við þvi búnir, að af þeim sé
krafin forysta um að ráða mál-
unum til Iykta. Á þá Alþýðu-
flokkurinn völina á þvi„ hvort
hann vill taka upp vinstra sam-
starf eða styðja þjóðstjórn eða
utanflokkastjórn í afgreiðslu
þessara mála. Völin hlýtur að
baka Alþýðuflokkinum tilfinn-
anlega kvöl„ með því að vitað
er að af komúnistum er einskis
að vænta annars en brigða, og
þeir munu nota fyrsta tækifæn
sem gefst til þess að rjúfa sam-
vinnuna og efna til kosninga á
þeim líma, sem j>eim er hag-
kvæmastur og Iíklegastur til á-
vinnings. En hvað er J)á unnið
með slíkri samvinnu? Þjóðin
mun standa miklu ver að vígi
efíir en áður, að vinna bug á
þeim erfiðleikum, sem hún
verður að sigrast á, og mun
j>á sannast, að ver var farið en
heima setið.
Á þessum tímum verður það
hverjum veikum meirililuta um
megn, að stjónia landsmálunum
og ráða fram úr þeim í and-
stöðu rið sterkan minnihluta
innan Alþingis og meðal þjóðar-
innar. I>etta skilja allir þeir,
sem á annað Ixirð liugsa af
nokkurri alvöru um þjóðmálin
og kunua að meta eigin hag.
Það er lífsspursmál fyrir þjóð-
ina í heild, að sneitt verði hjá
hruni því, sem framundan er ó-
hjákvæmilega, ef Alþingi ber
ekki gæfu til að setja hyggilega
löggjöf nú þegar varðandi dýr-
ííðarmálin, en það verður ekki
séð á hvern veg annan hrunið
verði umflúið. Þeir menn, sem
nú berjast harðast gegn frum-
varpi ríkisstjórnarinnar, baka
sér þunga ábyrgð, sem þeir fá
ekki skotið sér undan. Ef til
vill fá jæir fyr en varir tæki-
færi til að sýna sig í glímunni
við dýrtíðarvofuna, en j>eir hafa
fyrirfram ekki það traust né
stuðning þjóðarinnar, sem nauð
synlegur er, ef vel á að takast.
Utiarpið
um helgina
Á kvöldvöku Þjóðræknisfé-
jaggins bar Valdimar Björnsson.
af öðrunl ræðumönnum, svo
Sem vera bar, J»ví að þetta var
kvöld Vestur-Islendinga. Er það
merkilegt, hversu eðlilega og
fyrirhafnarlaust liann beitir ís-
lenzku, þegar tillit er tekið til
þess, að hann er fæddur vestra
og hefir hlotið alla sina skóla-
menntun á ensku. í ræðu bans
brá Uka fyrir eina kimni-vottin-
um á kvöldinu, og var þó af
nægu að taka, ef minnzt hefði
verið á Káinn, mesta kímniskáld
íslendinga — en svo var ekki.
,,Þótt þú langförull legðir“ verð-
skuldar betri upplestur. Það er
allra góðra gjalda vert, að lesa
mikið úr Stefáni G., og þvi
verður ekki neitað, að slík ofur-
menni varpa skugga á þá, seiii
nær þeim standa, en álitamál er
jafnan, hvort ekki beri jafn-
framl að kynna fleiri vestur-
íslenzka rithöfunda, þótt minni
séu fyrir sér. J. Magnús Bjarna-
son er þar ekki einhlítur. Sjálf-
sagt er að taka undir hvatning-
arorð forseta Þjóðræknisfélags-
ins. Þau voru vel meint og i
tíma töluð, en hefðu óneitanlega
getað verið áhrifameiri.
Varaþulurinn kynnti dag-
skráriiði' mjög blátt áfram og
áheýrilega. Hann virðist leggja
sig vel fram við sitt vandasama
starf. Það sýndi meðferð hans
á danslögunum um kvöldið, þvi
að þar voru engin hlé eða þagnir.
Það er gamall misskilningur, að
öllum sé það jafnt gefið að
„kunna að spila á graffifón“.
Sannleikurinn er hinsvegar sá,
að til þess þarf bæði æfingu og
sívakandi áhuga, og verður þvi
vart neitað, að full-fáir af starfs-
mönnum útvarpsins okkar
kunna þessa list, svo í lagi sé.
B. G.
Ekknasjóður Islands.
Orð hafa fallið úr grein þeirri
um sjóð þenna, sem birtist í blaðinu
í s.l. viku. Þar stóð: Og þó eru sjó-
mannaekkjur verst staddar....“, en
á að vera: „Og þó eru sjómanna-
ekkjur ekki verst staddar....“. —
Vísir tekur á móti gjöfum til sjóðs-
ins.
Guðmundur Guðmundsson
varð skíðakappi íslands.
Nigraði I isamanlagrðri g:öug:u og: stökki með 444.8 st.
Akureyringar hlutu Svigbikar I.
1 R. vann Svigbikar II.
Næst síðasti dagur skíðamótsins fór fram við Skíða-
skálann í gær og var þá keppt í svigi karla 16—35 ára
(flolckaikeppni), stökki karla 17—19 ára og stökki
karla 2Q—-32 ára, sem ennfremur var seinni liðurinn í
tvikeppni í göngu og stökki.
Úrslitin urðu j)au í tvikeppninni, að Guðmundur Guðmunds-
son (Sk. Sigiufjarðar) vann tvikeppnina, varð fyrstur í göngu
og þriðji í stökki og lilaut samanlagt 444.8 stig. Hlaut hann þar
með Skíðabikar íslands, sem eru farandverðlaun og titilinn
„Skíðakappi ísland.“
Andvökubikariun, sem er farandverðlaun fyrir beztu
frammistöðu í stökki hlaut Jónas Ásgeirsson (Skíðaborg) er
i'ékk 222.1 stig í stökki og varð liann jafnframt annar í tví-
keppninni með samanlögð 435.1 stig.
í Svigkeppninni sem frani
fór í Lakahnúk varð sveit
ÍJ>róttaráðs Akureyrar hlut-
sköri)ust, og galt nú Siglfirðing-
unum rauðan belg fyrir gi'áan,
J>ví í fyrradag urðu Akureyr-
ingamir að lúla í lægra lialdi
f'yrir þeim. Tími sveitar í. R. A.
var :í41.8 sek. en timi sveitar
Skíðafélags Siglufjarðar, sem
var önnur i röðinni var 344.2
sek.
í flokkakeppninni var keppl
um vSvigbikar I. sem gefinn er
af Kaupfélagi Eyfirðinga. Hefir
hann áður verið unnin af Skíða-
félagi Siglufjarðar og íþrótta-
ráði Akureyrar.
í einstakling^keppninn i varð
Ásgrínmr Stefánsson úr Skíða-
félagi Siglufjarðar hlutskarpast-
ur á 107.1 sek., 2. Július B.
Magnússon (í. R. A.) 110.4 sek.
og 3. Jónas Ásgeirsson (Skiða-
borg) 111.2 sek.
Keppt var um Svigmeistara-
bikar, sem vinna þarf 3var í röð
eða 5 sinnum alls lil eignar,
Hefir þrívegis farið fram keppni
um bikar þennan áður og liafa
liandhafar hans verið: Magnús
Árna,soh (þá í. R. A.), Ketill Ól-
afssöh (Skíðaborg) og Björgvin
Júníusson (I. R. A.).
Stökkkeppnin fór fram í
Flengingarbrekku.
Stökk karlá 17—19 ára vann
Gunnar Karlsson (í. R. A.),
hlaut 222,1 stig og stökk 22 og
23 M> meter. 2. Sigurður Þórðar-
son (í. R. A.) hlaut 218.4 stig,
stökk 22 og 22% meter og 3.
Haraldur Pálsson (Skiðafél.
vSiglufjarðar) 203.9 stig. stökk
22 og 22% m. Keppendur voru
10.
1 stökki karla, A.-flokki, varð
Jónas Ásgeirsson (Skiðab.)
fyrstur, stökk 25% og 26 m. og
hlaut 222.1 stig. Ásgr. Stefáns-
son (Sk, Siglf.) stökk 26 og 26
m. og lilaut 214.3 stig, þriðji var
Gnðm. Guðmundsson, 25% og
23 m., 204.8 stig. — En iengst
slökk Jón Þorsteinsson Sk.
Siglf.), 2S% m. en féll í fyrra
stökki.
£ B.-flokki sigraði Eri. Ste-
fánsson (Skíðab.) 23 og 23%
m., 194.1 stig., 2.) Steinn Sím-
onarson (Skg. Sigíf.) 24 og 24
m. 190.9 stig, 3.) Magnús Áma-
son (Hásk.) 25% og 25% m.
130.9 stig.
£ samanlagðri gönga og stökki
sigraði Guðm. Guðmundsson
(Sk. Sigluf.) með 444.8 stigum.
Hlaut hann Skíðabikar íslands
og nafnbótina „Skíðakappi £s-
Iands.“.
Annar varð Jónas Ásgeirsson
(Skb.), hlaut 435.1 stig og
þriðji Ásgrímur Stefánsson (Sk.
Sigluf.) 419.8 stig.
£ dag er keppt í bruni karla,
og eru það síðustu keppnir
mótsins.
Keppt verður i 3 flokkum 16
—35 ára: A.-flokki (16 kepp-
endur) B.-flokki (19 keppend-
ur) og C.-flokki (41 kepp.).
Brunið fer fram i Skálafelli.
í fyrradag fór fram flokka-
keppni í svigi karla um, Slalom -
bikar Litla skíðafélagsins, svig-
þ eppni karla í B-flokki um Svig-
bíkar II, feinstaklingskeppni í
svigi karla í G-flokki og loks
cinstakMngsloeppni í svigi
kvenna.
I flokkakeppninni tóku þátt
8 félög og bar Skíðafélag Siglu-
f jarðar sigur ' úr býtum, eftir
harða keppni við sveit Iþrótta-
ráðs Alcureyrar, er aðeins varð
:'!f, úr sekúndu á eftir Siglfirðing-
unum,
Úrslitin urðu sem hér segir:
1. Skíðafél. Siglufj. 272.0 sek.
2. íþróttáráðAkureyrar 272.6 -
3. íþróttaráðVestfjarða 302.8 —
Þao hefir tvívegis verið keppt
um Slalombikarinn áður og
vann „Skíðaborg“ á Siglufirði
hann fyrst, en Iv. R. i seinna
skiptíð. Verður að vinni hann
þrisvar í röð til eignar, eoa 5
sinnum alls.
Sveit Slriðafélags Siglufjarð-
ar, sem bar sigur úr býtum, er
skipuð l>essum mönnum: Har-
aldur Pálsson, Ásgrímur Slef-
ánsson, Jón Þorsteinsson og
Guðmundur Guðmundsson.
Sveitakeppni i B-flokki vann
í. R. Tími þess var 240.4 sek.,
önnur varð sveit Menntaskólans
á Akureyri á 273.9 sek. Keppt
var um bikar, er Kaupfélag Ey-
firðinga gaf, þarf að vinna hann
þrisvar í röð eða fimm sinnam
alls til eignar. Áður hafa íþrótta-
ráð Akureyrar og Skíðafélag
Siglufjarðar unnið hánn.
I sveit £. R. voru Jæssir menn:
Haraldur Árnason, Jóhann Ey-
fells og Ólafur B. Guðmunds-
son.
£ einstaklingskeppni í kvenna-
svigi urðu þrjár K.R.-stúlkur
fyrstar. 1. María örvar, 49.0
sek. 2. Ragnhildur ólafsdóttir,
49.9 sek. og 3. Hallfríður Bjarna-
dóttir, 50.0 sek.
I C-flokki karla í svigi varð
Sigurður Þórðarson frá íþrótta-
ráði Akureyrar hlutskarpastur
á 69.6 sek. 2. varð Hreinn ÓI-
afsson, einnig frá I.R.A. á 70.7
og 3. Helgi óskarsson frá Skíða-
félagi Siglufjarðar, 71.7 sek.
Bæjar
fróttír
Ekknasjóður Rcykjavíkor
heldur aðalíund í kvöld kl. 8.30
í húsi K. F. U. M. við Amtmanns-
stíg. Dagskrá samkv. félagslögum.
Útsvörin.
Á morgun falla dráttarvextir á
fyrstu greiðslu útsvars fyrir þetta
ár, en hún er 15 kr. af hverju hundr-
aði króna í útsvari fyrra árs.
Sundmótið.
Sundmót K.R. hefst i kvöld í
Sundhöllinni kl. 8.30. Fimm félög
senda keppendur á mótið. Þeir verða
alls 47.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir Fagurt er á Fjöilum ann-
að ícvöld og hefst sala aðgöngumiða
kl. 4 í dag.
Hjúskapur.
A laugardaginn voru geíin saman
í hjónaband ungfrú Sigríður Mari-
anusdóttir og Halldór G. Sigurðs-
son, verzlunarm., Laugavegi 34 B.
Næturlæknir.
Theodór Skúlason, Vesturvalla-
götu 6. Sími 2621. Nœturv. í Lyfja-
búðinni Iðunn.
Næturakstur.
Litlabílastöðin. Sími 1380.
40 ára
er í dag Helgi Sigurðsson, verk-
fræðingur, til heimilis á Ásvalla-
götu 22,
Útvarpið í kvöld.
KI. 20.30 Erindi: Mannskaðinn
á Hjaltadalsheiði (Brynleifur Tobi-
asson menntaskólakennari). 20.55
1 Hljómplötur: Leikið á celló. 21.00
' Um daginn og veginn (Vilhjálmur
Þ. Gislason). 21.20 (ítvarpshljóm-
sveitin : Frönsk alþýðidög. Einsöng-
úr (ungfrú Svava Einarsdóttir) : a)
Brahms: Vögguvisa. b) Sigvaldi S.
( Kaldalóns: x. Mariubæn. 2. Eg s>-ng
um þig.
»Árstíðirnar« fluttar
í fyrsta sinn í gær.
Söngfélagið Harpa og Hljórn-
sveit. Reykjavikur fluttu „Árs-
tíðimar“ (3 þætti) eftir Josepli
Haydn á tónleikum Tónlistar-
félagsins í gær í Gamla Bíó.
Var leikendum, einsöngvurum,
kór og hljómstjóra vel þakkað
að lokum, þvi að flutningurinn
tókst prýðilega vel.
Á sunnudaginn verður óra-
tóríum þetta endurtekið fyrir al-
menning, að öllu forfallalausu.
-Nú er mikið verið að vandræð-
ast út af þvi, hve illa setuiiðið
beri oss Islendingum söguna.
Mætti i þvi sambandi benda á,
hvort ekki væri hægt að halda
þessa hljómleika fyrir herinn,
og kynna þeim þar með eitt af
þvj bezta, sem islenzk söng-
ínenning hefir upp á að bjóða
um þessar mundir. Þessu er
varpað hér fram til athugunar
fyrir þá, sem að hljómleikunum
standa.
Hafnarstúdentar
minnast 100 ára
afmælis Alþingis.
Hafnarstúdentar minntust 100
ára afmælis endurreisnar Al-
þingis á samkomu sinni 11.
marz, eftir því, sem þýzka út-
varpið til íslands skýrði frá í
gær.
Sigurgeir Sigurjónsson
hœstaréttarmálaflutningsmaður
Skrifstofutími 10-12 og 1—6.
Aðalstrceti 8
Sími 1043
Fernis
Kalt lím „Kasco“
Dextrin
Verzlun
O. Ellingsen
Metafli í Kefla-
vík í gær.
f Keflavík afla bátar nú á
hverjum degi með afbrigðum
vel og koma drekkhlaðnir inn
í hvert skipti.
Vísir átti i morgun tal við
tréttaritara sinn i Keflavik og
sagði hann að í gær hefði verið
metdagur í aflabrögðum þeirra
Keflvikinga. Hæsti afli var 40
sktippund á l(ít, eai ajlmenint
höfðu þeir aflað Jætta frá 25,
30 og upp í 40 skipúnd, eða edns
og þeir hefðu frekast ge.tað bor-
ið. —
í fyrradag var afli einnig á-
gætur og sömuleiðis i dag, eftir
þvi sem vitað vai’ð.
Burma:
Harðar árásir
Japana á Breta.
Harðir bardagar standa nú yf-
ir hjá Rathedaung í Burma.
Hafa Japanir byrjað árásir þar.
I herstjómartilkynningunni
frá Nýju Delhi í morgun er
sagt frá þvi, að Japanir hafi gert
mörg snörp álilaup á vinstra
fylkingararm Breta i gær, en
þeim hafi öllum verið lirundið.
Bretar liafa gert auknar ráð-
stafanir til að verjast frekari á-
lilaupum á þessum slóðum.
Amerískar flugvélar liafa
gert árásir á járnbrautarstöðina
í Mandalay, en auk þess hafa
þær ráðizt á mikilvæga brú hjá
Rangoon. Þrjár flugvélar Jap-
ana yoru skotnar niður.
8
K
•• -
O
F
T
Haxnar
Sleggju
Haka
Sporjárn
Handluktír
Luktarglös
Lampaglös
Vélareimar
Reimlásar
Bátaverk
Stálbik
Blakkablý
Plötublý
Eirsaumur.
Verzlun
O. Ellingsen
Damask
í dúka og sængurver,
mjög góð tegund.
8ÆN GURVERAEFNI,
blátt, fiðurhelt,
nýkomið.
H. Toft
Skólavörðustig 5 Sími 1035
VELOUR
amer£skt,
þétt og þykkt,
fallegir litir.
■sland i myndum er komin
V I S I R
HALLBJORG BJARNADOTTIR
syngur 1 Gamla Bló á þridjudaginn kl. 11.30
Aðgöngumiðap seidip í Hljódfæratiiisinu og Hljóöfæraverzl. Sigríðap Helgadóttnp«
Heilsufarið í bænum:
Töluveröar íjarvistir
úr skölunnm.
Kvefsótt og inflúenza gera nú allmikið vart við sig,
einkum meðal skólabarna.
Fyrir helgina voru f jarvistir úr barnaskóluni kring
um 33%, og var ástandið aðeins lakara samkvæmt
bráðabirgðayfirliti í morgun.
I unglingaskólunum var heilsufarið miklu betra, enda fjar-
vistir um og undir 15%, í sumum skólum engar fjarvistir.
Vísir átti í morgun tal við alla
bamaskólana. £ Austurbæjar-
skólanum vantaði um 34%
bamanna á laugardag og svipað
vantaði í dag.
£ Miðbæjarskólanum vantaði
liðlega 32% síðara liluta föstu-
dags og til liádegis á laugardag.
£ morgun vantaði 33% og mun
það vera beti*a en var síðara
liluta laugardags.
£ Skildinganesskólann vant-
aði rúm 30% fyrir belgi og svip-
að i dag eða um 32%,
í Laugamesskólanum var á-
standið einna Iakast. Þar vant-
aði rúm 40% úr 6 bekkjum á
liuigardíig og eitthvað svipað í
morgun.
Héraðslæknir upplýsti í
morgun, að megnið af sJÚk-
dómstilfellum myndu vera kvef-
sótt eða inflúenza, yfiricití vífeg
tilfelli.
Má búast við að senn bregði
til batnaðai*. einkum í unglinga-
skólunum.
IsfcSi
Frá yztu nesjum.
Vestfirskir sagnaþættir.
Skömmu eftir áramótin síð-
ustu gaf Ísafoldarprentsm. lif.
út sagnaþætti af Vestfjörðum,
skrásetta af Gils Guðmunds-
syni.
Á Vestfjörðum hefir löngum
búið harðgert og tápmikið fólk,
er þótti áður ög fyrr meir kunna
nokkuð fyrir sér, og beitti þeirri
kúnnáttu vægðarlaúst þegar
upp á vinskapinn slettist við ná-
ungann. Þar vestra hefir geymzt
sjóðm* þjóðsagna um galdra-
menn og uppvakninga, sæ-
skrimsli og fjörulalla.
Arnfirzkur þjóðsagnaritari,
Helgi Guðmundsson, hafði þeg-
ar harm lézt fyrir 4—5 árum,
skrásett, efn Guðm. Gamaliels-
sön gefið út, 5 eða 6 hefti Vest-
firzkra sagna. Við fráfall Helga
féll niður þessi útgáfa, og þótti
unnendum vestfirzks fróðleiks
að því hinn mesti skaði.
Nú hefir ungur önfirzkur
kennari, Gils Guðmundsson,
liafið þetta merki að nýju og
er vel af stað farið. Eklci er þó
að þessu sinni neitt mergjaðra
draugasagna eða fjörulalla,
heldur hefir höfundur að svo
stöddu lagt áherzlu á að bjarga
frá gleyrnsku sögnum um ó-
venjulega menn eins og Matt-
hías Ásgeirsson frá Hvðli í ön-
undarfirði og þáttunum um
breytingar i atvinnuháttum eins
og frásögn Þorvaldar Þorvalds-
sonar af dvöl hans hjá Ameriku-
mönnum við Flyðruveiðar við
Vestfirði, og kaflanum um El-
lefsen, sem tekur yfir tæpan
helming bókarinnar.
Hans Ellefsen var norskur
Iivalveiðamaður sem um noklc-
urra ára skeið rak af miklum
dugnaði hvalveiðastöð að Sól-
bakka við Önundarfjörð, og var
meðan liann dvaldi hérlendis,
frumkvöðull að ýmsum fraxn-
kvæmdum í byggðai’laginu, er
til framfara horfðu. Og það var
hann, þessi norski hvalveiða-
maður, sem upphaflega byggði
vestur i önundarfirði, hús það
sem nú er forsætisráðherrabú-
staðurinn, vestan Tjarnarinnar
í Reykjavlk.
Vestanlands og austan stund-
uðu nokkrir Norðmenn hval-
veiðar frá hvalveiðastöðvum
sínum, sem löngu eru horfnar,
og sjást nú orðið engin merki
um þennan stóratvinnurekstur,
nerna þá kannske þar sem hálf-
hrundir múrsteinsreykháfar eru
ennþá ekki á burtu fluttir. Þátt-
urinn úm Hans Ellefsen i bók
Gils Guðmundsonar er bæði
fróðlegur og skemmtilegur, auk
þess sem hann gefur tilefni til
þess, að á þvi sé ymprað, að rit-
uð sé saga hinna norsku hval-
veiðimanna hér á landi kring
um siðustu aldamót.
Það er alveg óhætt að ráð-
leggja mönnum, og þá alveg
sérstaklega Vestfirðingum, að
kaupa og Iesa þessa bók. Og for-
ráðamönnum Vestfirðingafé-
lagsins sefm starfandi er hér í
Reykjavík, er bent á, hvort ekki
væri rétt að félagið tæki i sinar
hendur útgáfu á væntanlegu
áframhaldi sagna frá yztu nesj-
um, vestanlands.
Þ. B.
Alþingishátíðin 1930
Þar sem í ráði er að geí'a út á þessu ári stóra og vandaða l>ók
um alþingishátíðina á Þingvöllum 1930, eru það vinsamleg til-
mæli undirritaðs, sem gefur bókina út, til allra þeirra, er eiga
kunna i fórum sínum ljósmyndir frá hátíðinni á Þingvöllum,
ferðalögum liátiðagesta, ei*lendum skipum í Reykjavikurhöfn,
erlendum eða innlendum hátíðargestum og öðru varðandi al-
þingishátíðina, að Jieir láni útgefanda myndir sínar til athug-
unar og birtingar, ef þess er óskað.
Þess er fastlega vænst, að allir þeir, sem myndir eiga frá al-
þingishátíðinni, bregðist vel við þessari málaleitan, til þess að
myndasafnið i bókinni geti orðð sem fullkomnast.
Myndirnar má scnda til prófessors Magnúsar Jónssonar, Lauf-
ásveg 63 (er semur bókina) eða H.f. Leiftur, Tryggvagötu 28,
Reykjavík. Allar myndir verða endursendar óskemmdar. Æski-
legt er, að myndirnar séu greinilega merktar nafni sendanda,
auk þess sem nauðsynlegt er, að tekið sé fram, hvar myndin
er tekin.
Ef einhverjir kynnu að liafa í fórum sínum eittlivað af þeim
opinberu ræðum, sem fluttar voru að Lögbergi, eru þeir vin-
samlega beðnir að láta prófessor Magnús Jónsson vita um það.
H.F. LEIFTUR.
Sundmót K. R.
verður í kvöld kl. 8V2 í Sundhöllinni. Spennandi og
skemmtilegt mót. — Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzl-
un Sigfúsar Eymundssonar og í Sundhöllinni.
Stjórn K. R.
Tilboð
óskast í vörubirgðir þrotabús Guðm. H. Þórðarsonar
stórkaupmanns, Grundarstíg 11 fyrir 1. april n. k.
1 skrifstofu lögmanns i Arnarhvoli geta menn fengið
að s já skrá yfir vörumar og skoðað þær eftir samkomu-
lagi.
Áskilinn er réttur til að hafna öUum tilboðum.
Skiptaráðandinn í Reykjavík.
Viðreisnaráform
Breta.
Brezka stjórnin hefir undir-
búið tólf ára áætlun um end-
urreisn húsakostar i landinu,
þegar styrjöldin er á enda,
bæði vegna þess, hve loftárásir
Skiptafundir
í neðangreindum þrotabúum verða haldnir í bæ.jarþing-
stofunni í Reyk javík n.k. föstudag svo sem hér segir:
Kl. 10Ví f- hád. í þrotabúi firmans Perlubúðin.
Kl. 11 f. hád. í þrotabúi firmans Sportvömgerðin.
Kl. 11Y2 f- hád. í þrotabúi firmans Windsor Magasin.
Á fundunum verður gerð grein fyrir eignum búanna
og tekin ákvörðun um meðferð þeirra.
Skiptaráðandinn í Reykjavík 13. marz 1943.
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
settur.
Þjóðverja hafa lagt mörg hiis i
rústir eða laskað þau, en einn-
ig til þess að rífa fátækrahverf-
in (slums), sem eru til hinnar
mestu skammar fyrir Bretland.
Hundruð þúsunda húsa verða
reist á ári hverju þann tíma, sem
verið er að koma þessari end-
urrdsnaráætlun í framkvæmd.
Sex milljónir manna munu
starfa við byggingu húsanna og
annað, sem til þeirra þarf, svo
sem húsgagnasmíðar og þeíss-
háttar.
Hermenn og nýgift hjón verða
látin sitja fyrir um leigu á þess-
um húsum, en hún verður mjög
lág. Framkvæmdir verða hafnar
strax þegar stríðið er á enda.
Nýkomii
Amerískur Silf urplett borðbúnaður, vaudlaður eir ótfýr;
Einnig lítilsháttar Sterling-silfur.
K. Einarison cV Björnison.
Bankastræti 11.
Ntnlka
óskast strax til að gera í stand veitingasali í Odd-
fellowhúsinu með annari frá kl. 6—11 f. li.
Egill Benediktsson
TUboð
óskast í liúseignina Cfstasundi 53 fyrir
laugardaginn 27. þ.m.
Upplýsingar gefur
Einar Sveinsson arkitekt.
Borgarstj órinn.
Forstjórastarfið
við Sundhöll Reykjavíkur er laust til umsólmar:.
Laun skv. Samþykkt um laun fastra starfsmanna
Reykjavíkurbæjar.
Umsókuum veitt viðtaka hér í skrMstofunm tál há-
degis föstudaginn 26. þ. m.
BORGARSTJÓRINN.
Hióll
sem eru að fara til Ameríku, óska eftir herbergi i 2 mánuði, að-
eins 2 í heimili. Góð borgun. Sendið svar strax, merkt: „Ferða-
lag“ á afgr. Vísis.
Móðir mín,
María Henriette Westrup Milner*
andaðist i Kaupmannaliöfn í febrúar.
Kjartan Milner og fjölskylda.
Jarðarför konu minnar og móður okkar,
Guðrúnar Sigriksdóttur,
fer fram frá dómkirkjunni þriðjudaginn 16. þ. m. og hefst
með bæn að heimili okkar, Lindargötu 22 A, kl. 1.30 e. h.
Jarðað verður í Fossvogi.
Guðmundur Þórðarson og dætur.